Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.02.1919, Blaðsíða 3

Lögrétta - 19.02.1919, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA Fossanefndin hefur nú klofnaS, aö sögn út af mismunandi skoðunum á eignarrjetti yfir rennandi vatni. Er sagt að meirihl., G. B., J. Þ. og B. J., ásamt Einari Arnórssyni, haldi fram eignarrjetti þjóCfjelagsins, en minni- hlutinn, G. E. og Sv. Ól., sjeu á móti þeirri kenningu. Minnihlutinn hefur r.ú fengiö HjeSinn Valdimarsson landsverslunarskrifstofustjóra sjer til aíSstoðar. Viðskifti fslands og Svíþjóðar. Hingað kom með „Sterling" í fyrra- dag sænskur maður, N. Unnerus, frá Stokkhólmi, kafteinn í sjóher Svia, í þeim erindum að koma á beinum samgöngum og viðskiftum milli fs- lands og Sviþjóðar, og hugsar hann sier, aö komi'5 verði á fót verslunar- fjelagi með sænsku og íslensku fje, sem beitist fyrir þessu. Dáinn er 14. þ. m. á Saurbæ í Eyja- firði sjera Jakob Björnsson, 82 ára gamall. Þóroddsstaðaprestakall i Suöur- Þingeyjarsýslu er auglýst laust. — Heimatekjur: 1. Eftirgjald Þórodds- staðar kr. 150.00, 2. Prestsmata kr. 144,80. Samtals kr. 294,80. Erfiðleika- uppbót kr. 200,00. Veitist frá fardög- um 1919. Umsóknarfrestur til 31. mars þ. á. Sala á sykri. Stjórnarráöiö auglýsir 10. þ. m., að frá 1. maí næstk. sje innflutningur og sala á sykri frjáls hjer á landi. Gjöf Jóns Sigurðssonar. Af henni hefur Jón Aðils docent fengið 700 kr verðlaun fyrir ritgerð um verslunar- sögu Islands, Guðbrandur Jónsson 500 k. fyrir ritgerð um íslenskar mið- aldakirkjur og Magnús Jónsson do» cent 300 kr. fyrir ritgerö um siða- skiftin. Söngflokkur er nýlega myndaður hjer í bænum, undir stjórn Sigfúsar Einarssonar, og ætlar að fara til Dam merkur og Noregs næstk. sumar og svngja þar til og frá. Með flokknum verður í förinni Pjetur Jónsson söng- ari. Æfingar eru nýbyrjaðar, en flokkurinn gat hvorki fengið rúm til þeirra í Háskólanum nje Menta- skólanum, og varð þá C. Olsen stór- kaupmaður til þess, að ljá honum skrifstofu sína til æfinganna. Inflúensu-sóttkveikjan fundin. í Khafnarskeyti frá 13. þ. m. segir, að „British Medical Journal" skýri frá, að tekist hafi að einangra og rækta in f lúensusóttkveikjuna. Norsku stjómarskiftin. Khafnar- skeyti frá 14. þ. m. segir, að Mic- helssen, fyrv. forsætisráðherra, muni mynda nýja stjórn í Noregi. Síðari fregn segir, að honum muni ekki tak- ast það. Póstflugvjelar ganga nú milli Lund- úna og Parisar. Hraðasta ferð, sem þær hafa náð milli borganna var far- in á 1 klst. og 50 mínútum. Klukkunni á að flýta í kveld um eina lukkustund. Kol í Grænlandi. Talað er um í Danmörk, að kol sjeu fundin í suður- hluta Grænlands, sem jafnist á við ensk kol. Sir Wilfred Laurier, lengi forsætis- ráðherra Kanada og foringi Liberala- flokksms þar, er nýdáinn, fæddur 1841. BannlODin jjandaríkjunum. 38 ríki hafa samþykt bannlög. Brjef frá David östlund. Minneapolis Minn., 16. jan. 1919. í dag er alger bannsigur fenginn i þessu landi öllu. Grundvallalaga- breytingin, samþykt í allsherjarþingi Bandarikjanna 17. og 18. des. 1917, sem ákvað, að algert áfengisbann skuli í lög leitt í öllu lögsagnarum- dæmi Bandaríkjanna á ársfresti eftir að 36 af hinum 48 fylkjum hefðu fall- ist á þa.ð, er nú orðin að lögum, sem ganga í gildi 1. janúar 1920. Grund- Austurstræti 16 Reykjavík Pósthólf 574 Símnefni: Insurance Talsími 542 Allskonar sjó- ogf strídsvátryg'gingar. Skrifstofutimi 10—4 sidd. Laugardögum 10—2 sídd. vallarlaga-bannið er samþykt í 38 fylkjum; 3 af þessum samþyktu í c*.ag. Óhætt er að segja fyrir, að enn muni mörg fylki gera hið sama. — Bannlagamálið er þvi áreiðanlega út- ldjáð í Bandaríkjunum. ísland — litla ríkið! — Til heilla með hið nýfengna sjálfstæði þitt. En áður en pólitískt sjálfstæði þitt vat fengið, hafðir þú á löglegan hátt gert sjálft þig sjálfstætt, með tilliti til frelsis frá hinni svívirðilegpi áfeng- tsverslun. Þú gerðist fyrsta bannland- ið. Þetta verður þjer til eilífs soma. C)g nú, er mesta land heimsins fetar á sömu frelsisbraut, vona jeg, að þeir fáu, sem fyrir og eftir 1908 hafa talað og ritað gegn þessu sóma-af- reki hinnar íslensku þjóðar, mum verði færri og færri, og taka hönd- um saman við bannvinina á Fróni til þess, sem best, að virða og halda þessi bannlög, er bentu heilum heimi í rjetta átt. — Hið ameríska bann- lagafjelag eða samband hefur ákveð- ið að halda áfram samskonar starf- semi og það hefur haldið uppi hjer, einnig í mörgum öðrum löndum, þangað til veröldin verður laus við áfengisbölið. Jeg sendi hjer með bestu kveðjur til allra vina á Fróni, þessu landi, sem sýndi mjer ástríki, eins og móð- ir þarni, þau 17 ár, sem jeg fjekk að vera í landinu fornfræga. Guð blessi ísland og öll þess börn, og láti sannkallaða heillaöld upp renna hinni ísl. þjóð! David östlund. í amerisku blaði, sem brjefinu fylgir, segir nánar frá atkvæða- greiðslunni. Grundvallarlagabreyting- in, sem brjefið talar um, fyrirskipar, að eftir eitt ár frá staðfestingu um- ræddrar lagagreinar skuli tilbúning- t:r, sala og flutningur áfengra vökva ti! drykkjar bannaður innan Banda- ríkjanna, og sömul. innflutningur þeirra og útflutningur, og gildi þetta ■ einnig allar hjálendur, sem liggja und- ir Iögsagnarumdæmi þeirra. Viðeig- andi lög um þetta skuli sett af sam- bandsþinginu og löggjafarvöldum hinna einstöku ríkja. Þó skuli grein- in falla ógild, ef hún hafi ekki náð staðfestingu innan 7 ára frá því að henni sje af sambandsþinginu skotið undir atkvæði hinna einstöku ríkja Sú atkvæðagreiðsla hefur þó eigi tekið nema 13 mánuði. 1. ágúst 1917 var grundvallarlagabreytingin sam- þykt í senatinu með 65 atkv. gegn 20 og í þinginu 17. des. 1917, með 282 atkv. gegn 128. Svo varð Missi- sippiriki fyrst til þess að samþykkja hana 8. jan. 1918, þar næst Virginía 11. jan. og síðan hvert rikið af öðru með nokkru millibili, þar til Nebraska varð til að fylla töluna, sem ákveðin var, og varð 36. rikið, sem samþykti grundvallarlagabreytinguna, og sama dag var hún, eins og brjefið segir, samþykt í tveimur öðrum ríkjum, Missouri og Wyoming. Eftir er enn að setja ákvæði um, hve sterkir drykkirnir megi vera án þess að teljast til áfengra drykkja. Þetta er 18. grundvallarlagbreyt- ing Bandaríkjanna. Stríðslokin. Síðustu frjettir. Lundúnafregn frá 13. þ. m. segir, að nefnd sú, sem hefur alþjóðabanda- lagsfyrirkomulagið til meðferðar,ræði um stofnun alþjóðahers og flota og hvernig taka skuli í taumana með her- valdi, er ein þjóð ræðst á aðra. Frá Frakka hálfu hefur það álit komið fram, að þeir vilji ekki láta mynda alþjóðaher af hermönnum frá öllum þióðum, heldur stofna hermálaráð i sambandi við yfirstjórn alþjóða- bandalagsins, og hafi það eftirlit með herbúnaði allra landa og sjái um, ac hin fullkomnustu hernaðartæki Sjeu jafnan á valdi alþjóðabandalags- ins. Ráðist ein þjóð á aðra, skal þá kveðja til hjálpar þann her,sem næst- ur er. Fregn frá 15. þ. m. segir, að friðarþingið hafi þá samþ. frumvarp um stofnun alþjóðabandalags, en frá innihaldi þess er ekki sagt enn. Allmikið þjark hefur staðið yfir um framlenging vopnahljesins og jafnvel útlit fyrir, að ófriðurinn geti blossað upp á ný. Lundúnáfregn frá l2- þ. m. segir, að þýska stjómin hafi aíráðið, að gaiiga ekki að friðarskil- málum bandamanna, ef þeir verði of kröfuharðir. Eftir Erzberger ráð- herra er það haft, að þá verði ástand- ið svo, að hvorki verði stríð nje frið- ur. 1 Lundúna.fregn frá í gær segir, að Þjóðverjar gangi að vopnahljes- samningunum, en þó má af öðrum ummælum í sömu fregn ráða, að eitt- hvað standi enn í milli, og talað er um undirbúning endanl. vopnahljes- skilmála, sem þá muni fara nærri fullkomnum friðarskilmálum. Hjá ö’lum ófriðarþjóðunum veldur það afarmiklum vandræðum að sjá þeim mönnum fyrir vinnu, sem heim koma úv hernum; þeir eru harðir í kröfum og stjórnirnar hafa lofað meiru í þessa átt, meðan ófriðnum var haldið áfram, en þær eiga nú hægt með að standa við. Þýska þingið hefur samþykt grund- vallarlög fyrir þýska ríkið, segir sim- fregn frá 11. þ. m., og hefur það mál gengið fljótt. Ríkið er sambands- ríki margra lýðvelda, eins og^anda- ríkin i Vesturheimi. Af þeim löndum, sem áður heyrðu til Prússlandi, mynd- ast 10 sjerstök ríki. Berlín og um- hverfi hennar er riki út af fyrir sig, sama er að segja um Wien. Afsaða friðarþingsins til Bolsje- vikahreyfingarinnar og Rússlands virðist enn óákveðin og ráðandi menn samkomunnar ekki sammála um hana. Vérkmannastríð alstaðar yfir- vofandi, og dregur það miög úr því, að stjórnir bandamanna sjái sjer fært að beita sjer með krafti i innanlands- styrjöldinni i Rússlandi. Nýlega hefur Bolsjevikaherinn þar tekið Arkan- gelsk og hrakið her bandamanna þaðan. í Rúmeníu hafa Bolsjevikar gert stjórnarbylting og hefur konung- ur reynt að flýja, en er sagður særð- ur. í Finnlandi er sagt að Rússar hafi dregið saman her, sem halda eigi gegn Bolsjevíkastjórninni. Fregn frá 18. þ. m. segir, að enska viðskiftaráðið hafi gefið leyfi til bess, að almenn viðskifti hefjist við Tyrkland, Búlgaríu og Svartahafs- hafnir Rússa. Gilsbakkahj ónin. Sjera Magnús próf. Andrjesson ljet af prestskap síðasliðið vor, og hafði þá þjónað Gilsbakkaprestakalli i 37 ár. Á trinitatishátíð, 26. maí, kvaddi hann söfnuðinn i Gilsbakka- sókn, en 9. júní í Síðumúla- sókn. Eftir messu á Gilsbakka var bonum afhentur til ráðstöfunar sjóð- ur, að upphæð 1085 kr., er hinn fá- menni söfnuður i prestakalli hans gaf til minningar um látna konu hans, Sigríði Pjetursdóttur. Sjóðurinn va>. honum afhentur fyrir hönd safnað- arins af Halldóri Helgasyni bónda á Ásbjarnarstöðum, með snjallri ræðu og kvæði, er hjer fara á eftir. Sjera Magnús þakkaði hjartanlega með stuttri ræðu þann heiður og þá vinsemd, 6r sóknarbörn hans hefðu sýnt honum fyr og síðar í þau 37 ár, er hann hefði verið sóknarprestur þeirra. H. Til sjera Magnúsar Andrjessonar. I. Þeir, sem merki hreinu hátt halda ár og daga, eiga jafnan ærinn þátt í að styðja og laga. Munur nokkur á því er — eins og dæmin sanna ■—■, hversu væna vexti ber verka-sjóður manna. Oft er komið undir því afl í giftumálum, hvernig tekst með ítak í annara manna sálum. Þó að sýnist sundurleitt sumt í manna háttum, þá er lífsins afl þó e i 11 í þeim1 skiftiþáttum. Því er sátt og sameining sigurfarar efni, — þannig opnast innsigling undan happa-stefni. II. Við höfum fundið, vinur kær, vökumanninn trúa, er, svo vítt sem vald hans nær, vill að góðu hlúa. ^ Við höfum fundið fræðimal fundi marga prýða, þar sem reyndist þystri sál þarflegt á að hlýða. Við höfum fundið andar-yl ynging hugum veita, leggja gagn og glaðværð til, götuna blómum skreyta. Við höfum fundið forsjárlund fasta á traustum grunni, lægna að gefa gull í mund, gilda í formenskunni. Við höfum fundið vinar mál varpa gróðurfræi yfir þroska og unglingssál, inn í kirkju og bæi. Við höfum fundið víngarðsmann vinnuokið bera, ákveðinn og árvakrann, eins og best má vera. Við þig gjarnan vildum þvi vefja geislum björtum — svo sem varð þitt ítak í annara manna hjörtum. Þjer, fyrir unnið vildarverk vaxi þakkagróði; nytsöm, fögur, mörg og merk munu þau geymd í „sjóði“. Til þess krafta enn þú att — ellin margt þó galli — merkinu þína hreina þátt að halda í þessu ..kalli“. Þó að nokkuð þverri sýn þjer og gráni hárin, vonum við enn að viðbúð þín vari í fleiri árin. III. Aftangeisli að ending skín uppi á hæsta felli: svæfillinn og sængin þín sje þjer guð — í elli. Ræða við afhendingu Minningarsjóðs Gilsbakkahjónanna. Jeg býst við, að almenningi hjet sje það ljóst, að til þess liggja sjer- stakar ástæður, að hingað hefur safnast fjölmenni í dag heldur frek- ar venju. Vitanlega er það eigi nýlunda, að gestkvæmt sje á Gilsbakka, bæði af kirkjugestum og mönnum með önn- ur erindi. — Fjölmennisástæðan er tnun þó sjerstaklega vera sú, að á- kveðið er, að í þetta skifti sje fólk í síðasta sinn kirkjugestir sjera Magn- úsar Andrjessonar, þar sem hann af góðum og gildum ástæðum hefur nú sagt upp starfa þeim, sem hann lengi hefur þjónað með heiðri og sóma. Vænti jeg, að mega segja það í nafni allra þeirra, sem hjer eru stadd- ir nú, og einnig í nafni þeirra annara í prestakallinu, sem hjer eru eigi mættir, að það sje að vissu leyti við- kvæmt, a.ð hugsa til þessarar breyt- ingar, þar sem umhyggjusamur em- bættisrekstur, alúð og árvekni, frá hans hálfu, hefur helgað hið kirkju- lcga samband hans við söfnuðinn hátt á fjórða tug ára. — Það mun sönnu r>ær, að hann hafi, fyr eða síðar, lagt blessandi hendur á höfuð flestum þeim, sem nú eru í prestakallinu. Hitt er að minsta kosti víst, að eftir kirkjulegum athöfnum hefur hann oft og iðulega — í guðs nafni — lagt alhuga blessun sína yfir þessa söfnuði, eftir þeim krafti, sem i hon- um hefur verkað. Og þótt eigi sjái jeg langt inn í hugskot manna, þá fer jeg vist, að nokkrir ávextir þeirrar blessunar sjeu þar fólgnir og fyrir- liggjandi, þótt ekki verði þeir vegnir á veraldlega vog eða kvarða. — En eins og þessi fyrirhugaða breyting að einu leytinu er viðkvæm, þá er hún bg jafnframt blandin fagnaðarefnum. Þegar Iitið er til liðna tímans og hugurinn látinn hvarfla yfir margt og mikið gott og gagnlegt í sambandi við dvöl hans hjer á þessum slóðnm, þá koma fagnaðarefnin í ljós — því helgikraftur góðra endurminninga getur oft greitt i sundur stundar-ský- in og gefið mönnum sýn í heiðríkju- bletti. Þegar við lítum til liðna timans, þa siáum við fyrst og fremst prestinn — þennan hógværa en jafnframt snjalla prjedikara guðs orðs. Og sann- ast sagt, getur sú niðurstaða yfirlits- ins verið okkur fagnaðarefni á þessari stund, að í prestskaparverkahringnum yfirleitt hefur framkoma hans sann- arlega verið með meira snildarbragði, en alment gerist á því sviði. Vitna jeg það ekki eingöngu eftir tilfinn- ingu og þekkingu sjálfs min, heldur og eftir almannarómi. En þótt nú hugurinn í þessu yfirliti lcomist fyrst og fremst að prestinum, þá verður þar næst fyrir honum sveit- ar- og hjeraðshöfðinginn, — athuguli úrræðamaðurinn, er lætur vandamál sveitar og hjeraðs til sín taka, og legg- ur fram atfylgi sitt þeim til farsælla lykta. Við könnumst við það að þangað hefur þótt og þykir enn vits og úr- ræða leita, sem hann er. Sýna þetta ótvírætt ein og önnur trúnaðarstörf, sem honum hafa verið falin fyr og síðar. Mjer vitanlega hafa eigi verið bornar brigður á, að þar væri smátt og stórt með reglu, samviskusemi og sjerstakri trúmensku af hendi leyst. Það er mjög sitthvað, hvort menn gerast málafylgjumenn fyrir þrá- beiðni og áeggjun annara, eða a.f eigin hvötum, og þá i því skyni að koma sjer fram, sem svo er kallað. Til þess hefur ekki komið með sjera Magnús. Hitt kann sumum heldur að hafa fundist, að hann væri helst til hljedrægur og íhaldssamur, þar sem hann þó í sjálfum sjer átti gnótt þeirra eðliskosta og þeirrar mikil- hæfni, sem að eins minni hluta manna er gefin. „Djúp vötn gjálpa minst“, segir* máltækið. Svipað því mætti segja um bústólpana, sem landstólparnir styðj- ast við: „Gildir stólpar braka minst“. Þeir eru ekki efniviður í skýjaborgir, heldur i traustar byggingar til skjóls og hælis veruleikanum í framtíðinni. Leitin eftir rjettri niðurstöðu sam- kvæmni og traustleika er fyrsta og síðasta spor sjera Magnúsar í sveitar- og hjeraðsmálum, eins og á embættis- sviðinu. Þessu næst könnumst við við hann sem fræðimann og fræðandi mann, — mann, sem heima og að heiman er glaður og góðlátlegur, leiðbeinandi og sjerstaklega fundvís á að velja um- ræðuefni eftir því, sem best á við skaplyndi og skilning þess, sem við er talað. — Þetta út af fyrir sig er glöggur vottur um fjölhæfni hugans cg góða og gagnsama meðferð þeirrar fjölhæfni. Eigi skal með ákveðnum orðum sagt, hversu mikið af nytsamri fræðslu hefur verið ausið af þessari lind hjer í umhverfinu frá þvi hann kom hingað og alt til þessarar stund- ar. En hvorki mun það lítið að vöxt- um nje gæðum. Tel jeg vist, að sumir ávextir þess liggi ef til vill í leynu- um; þvi andans fræ blómgast sjaldan á augnablikinu. ,-----Jeg fer fljótt yfir. Jeg er ekki að segja sögu sjera Magnúsar hjer hjá okkur. Jeg er að eins að ryfja upp fyrir okkur og benda lauslega á, hver og hvað hann ei og hefur verið okkur. En um leið og það er gert, þá hvarflar hugurinn jafnframt að þeim vininum á æfibraut hans, sem vafa- laust var honum sú dýra perlan, er bækkaði alt lífsstarf hans mjögíverði. — Alt til nálægs tíma stóð hann ekki einn að verki eða á verði. Svo sem við vitum, átti hann mikilhæfa og góða konu, — konu, sem ávann elskuna, traustið og virðinguna. Segir það sig sjálft, að slíkur förunautur er liverj- um manni ótal sinnum meira virði en svo, að reiknað verði á fingrum •sjer. Þótt hún að vísu stæði utan við em- bættis- og fjelagsstörf hans i bein- ustu merkingu, þá má vafalaust full-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað: 8. tölublað (19.02.1919)
https://timarit.is/issue/170659

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8. tölublað (19.02.1919)

Aðgerðir: