Lögrétta


Lögrétta - 12.03.1919, Síða 1

Lögrétta - 12.03.1919, Síða 1
Utgefandi og ritstjóri: ÞORST. GISLASON. Þinghotsatrœti 17. Talsími 178. AfgreiKslii’ og innheimtum. ÞOR. B. ÞORLA.KSSON Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 11. Eeykjavik 12. mars 1919. XIV. ár. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. PáU Haíldórsson trjesmiður. í gærdag, nál. kl. i, andaðist a heimili sínu, Þingholtsstr. 17, hjer i bænum Páll Halldórsson trjesmiður, 85 ára gamall, fæddur 14. október 1833 í Lóni í Kelduhverfi, og voru Jiá foreldrar hans búandi þar, en móS- ur sína misti hann 6 ára gamall og föður sinn 6 árum síöar. Fór hann þá, 12 ára gamall, til móðurbróöur síns, Jóns bónda Þórarinssonar, sem tók viö jörðinni eftir fööur hans, og var hjá honum þangaö til hann var rúmlega tvítugur. Þá fór Páll að læra trjesmí'öi hjá Lárusi snikkara Ólafs- syni Thorarensen á Stórubrekku í liörgárdal. Var hann við þaö nám í 2 ár og fjekk þá sveinsbrjef. Eftir það var hann hjer og þar viö smíöar fram til 1861. Þá fór hann til Kaup- mannahafnar, til þess aö æfa sig í handiön sinni, og þó einkurn til þess aS læra ýmslega trjemálningu. Var hann nálægt tveimur árum erlendis, þ.ar af árlangt í Borgundarhólmi. Sr.eri síðan heim aftur, og fór, nokkru eftir heimkomuna, til Grönvolds fac- tors á Vopnafiröi og var viS smíöar hjá honum í 2 ár. Síðan var hann í 3 ár viS smíSar á Húsavík, hjá I. L. C. S.chou factor, en fór þaðan 1869 suöur aS Kiðjabergi í Grímsnesi og var þar í 2 ár við smíðar, hjá Þorsteini Jónssyni kanselliráði, sem þá var sýslumaður Árnesinga, Þar kvæntist Páll, 26. sept. 1871, Ingi- biörgu Þorvaldsdóttur, frændkonu frú Ingibjargar konu Þorsteins sýslu- manns, og fluttust þau Páll og Ingi- björg þá um haustiö til Hafnarfjarð- ar og bjuggu þar 1 ár, en fóru síðan að Görðum á Álftanesi og voru þar 19 ár, en fluttust þaðan til Reykja- víkur 1891, Og hafa verið hjer síðan. Þau eignuðust tvö börn, sem bæði lifa: Þorvaldur, læknir hjer í bænum, og Þórunn, kona ritstjóra þessa blaðs. Eftir að Páll kom úr utanförinni, var hann talinn afbragðsgóður srnið- ur, en einkum fór þó orð af því, hve vel hann málaði..Hafði hann lært að- ferðir við trjemálningu, senr áður voru hjer óþektar, að rninsta kosti norðan lands og austan. Það hefur I’órhallur heitinn Bjarnarson biskup sagt þeim, sem þetta ritar, að er Páll málaði Laufáskirkju á unglingsárum hans, hafi hann verið eini maðurinn þar um slóðir, er kunni þær aðferðir við trjemálningu, sem hann beitti þar, og hafi þótt mikið til þeirrar ný- breytni koma. Páll var víða við kirkjubyggingar á þeim árum, svo sem á Grenjaðarstað, Svalbarði og á Austurlandi. En eftir að hann flutt- ist suður, var hann m. a. við smhsi Garðakirkju. Eyvindur Árnason trje- smiður segir það, að um langt skeið telji hann þá Pál og Jakob heitinn Sveinsson hafa verið bestu srniði hjer syðra. ■ : Ættleggur Páls er i Þingeyjarsýslu og er þannig frá honum sagt, af kunnugum manni: Faðir hans var Halldór bóndi í Lóni Ásmundsson bónda á Fjöllum* i Kelduhverfi Páls- sonar. Fyrri kona Ásmundar og móð- ir Halldórs var Guðrún Ketilsdóttir prests Jónssonar í Húsavík, systir Magnúsar sýslumanns Ketilssonar. Móðir Guðrúnar og kona Ketils prests var Guðrún Magnúsdóttir prests Ein- arssonar, systir Skúla landfógeta. — Móðir Páls og síðari kona Halldórs Ásmundssonar var Guðrún** Þórar- insdóttir hreppstjóra Guðmundsson- ai í Lóni, Guðmundsonar. Móðir Guð- rúnar og kona Þórarins var Guðný*** Grímsdóttir bónda á Fjöllum Stefáns- sonar Ásmundssonar. — Móðir Þór- arins í Lóni var Ingunn dóttir Páls bónda á Vikingavatni, Arngrímssonar sýslumanns Hrólfssonar, Sigurðsson- ar, Hrólfssonar hins sterka Bjarna- sonar, og er sá karlleggur auðrakinn tii Lofts ríka og síðan til Skarðverja hinna fornu. Bróðir Páls var Jón, sem bjó í Fagranesi í Reykjadal, faðir Páls bónda í Svínadal í Kelduhverfi. Páll var vandaður maður í öllu og vinsæll af þeim, sem hann festi kunn- ingsskap við. Hann var hraustur maður og hafði haft mætur á líkams- íþróttum í æsku. Bókamaður var hann einnig og las mikið, einkum fræði- l;ækur af ýmsu tægi og ferðabækur. Við smíðar fjekst hann fram á sið- ustu missiri. Síðastl. sumar hafði liann fótavist, en lá rúmfastur allan þann vetur, sem nú er að líða, og síð- »“*• haWim'' Pijottir. Tíðin hefnr verið köld um alt land siðastl. viku, hjer 12 st. frost í gær- morgun, en heiðskírt loft, á Gríms- stöðum 13 st., en minna frost á Isa- firði og Seyðisfirði. Aflabrögð eru í besta lagi'. Af þil- | skipunum hefur „Valtýr“ fengið 29 j þ'ús., „Ása“ 14, „Hákon“ 11, „Kefla- ■ vikin“ 15,, „Milly“ 12, „Sigurfari“ n, „Seagull“ 14 og „Sæborg“ 15JÚ þús. Skipaferðir. „Botnia“ væntanleg frá Khöfn á föstudag. — „Gullfoss" kom til New-York 7. þ. m. — „Borg“ kom frá Englandi í gær, en lagðist utan hafnar og verður í sóttkví 2 daga. Islands Adressebog, Handels- og Industrikalender 1919, er nýútkomin. Útg. er Vilh. Finen ritstjóri, og er þetta 3. útg. Bókin veitir þær upp- lýsingar um íslenska hagi, sem slik- um bókum er ætlað að veita, og er útgáfan þarft verk. Bókin er á dönsku cn kaflar í henni einnig á ensku, svo sem hagfræðilegar upplýsingar eftir Indr. Einarsson. Biskupinn flytur nú á hverjum sunnudegi í dómkirkjunni alþýðleg erindi um höfuðdrættina í lífi Jesú. Stúdentafjelagið. Þar flutti dr Alex. Jóhannesson síðastl. laugard.- kveld fróðlegt og skemtilegt erindi um þýskt stúdentalíf. Stjórnarskiftin í Danmörku. Sím- fregn frá 7. þ. m. sagði, að Zahle væri ófáanlegur til að rjúfa þing og * Ásmundur Pálsson ljetst hálf-ní- ræður, 17. sept. 1818. ** Systkini Guðrúnar voru þau Jón faðir Guðmundar bónda á Grjótnesi o g Guðleif móðir þeirra Þórarins bónda Bjarnasonar á Víkingavatnt föður Bjarnar, er nú býr þar, og Ólaf- ar Bjarnardóttur, móður Sveins Vík- ings. *** Ein systir Guðnýjar var Guð- laug móðir Sigurðar á Hóli í Keldu- hverfi, föður Vilborgar móður Jóns forsætisráðherra Magnússonar. Aðalfundur fjelagsins verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykja- vík laugardaginn 17. maí kl. 5 síðdegis. Þar verður skýrt frá fjárhag fjelagsins, framkvæmdum þess og fyrirlætlunum, rædd búnaðarmálefni og bornar upp tillögur, er fundurinn óskar að búnðarþingið taki til greina. Á fundinum á að kjósa 2 fulltrúa og 1 ’ varafulltrúa til 4 ára. Reykjavík, 12. mars 1919. Eg’g'ert Briem. neitaði að ganga að skilyrðum and- stöðuflokkanna. Næsta dag var sím- að, að konungur hefði samþykt lausn- arbeiðni ráðaneytisins og að búist væri við, að ný stjórn yrði skipuð 11. þ. m. Stórviðri í Vestmanneyjum. 10. þ. rn. var nokkurn tima dagstns ofsa- veður á norðaustan um allan suðvest- ur kjálka landsins, en virðist þó hafa verið mest i Vestmannaeyjum. Af 70 símastaurum, sem þar eru, brotnuðu 60 og svo miklar skemdir urðu á raf- leiðslu Eyjanna, að öll hús voru þar ljóslaus á eftir. Litlar skemdir urðu á skipum; þær helstar, að „Regin“ Þorst. kaupm. Jónssonar rak upp í Botninn, en þar liggur skipið á sandi. Ullarkaup í Englandi. Það er sagi, aö i ráði sje, að enska stjórnin kaupi alla ullarframleiðslu Bretlands þ. á„ en þó þannig, að ullarframleiðendur fái fult markaðsverð fyrir vöru sina. Viðskiftin við England. Erindreki ísl. stjórnarinnar í Englandi tilkynti i síðastl. viku, að ekki þurfi nú fram- ar útflutningsleyfi á þeim vörum, sem fluttar verði frá Englandi til Islands. Nýr ísl. botnvörpungur kom frá Englandi í síðastl. viku. Hann er eign Kveldúlfsfjelagsins og heitir Egill Skallagrímsson. Skipstjóri er Guðmundur Jónsson. Bæjarstjórnin. Á síðasta fundl hennar var samþykt, að kensla i barnaskólanum stæði yfir til maíloka, en próf yrði í júní. Laun stundakenn- ara ákveðin kr. 1,20 um tímann, auk dýrtíöaruppbótar. Skólahald frá kl. 9—12 og i—5. Samþ. að taka alt að 200 þús. kr. bráöab.lán, er greiðist af tekjum þ. á. — Hjúkrunarfjel. „Likn“ veittar 1000 kr. úr bæjarsjóði til hjálparstöðvar fyrir berklaveika, sem áöur hefur verið minst á hjer í blað- mu, Frú Ragna Jónsson frá Seyðis- firði leggur fram til fyrirtækisins 1200 kr. á ár. Vitamálin. Það er sagt, að þeir Th. Krabbe vitamálaverkfræðingur og G. Hlíðdal, aðstoðaarmaður hans. hafi báðir sagt upp stöðum sínum í þjónustu landsins. Tollur á síldartunnum. Stjórninhef- ur lagt 5 kr. toll á hverja síldartunnu, sem flytst hingað til landsins á kom- andi sumri. Tollur þessi byggist á því, að ísl. útgerðarmenn eiga nú fyr- irliggjandi miklar birgðir af tunnurn, sem hafa orðið þeim miklu dýrari en ætla má, að tunnur veröi eftir- leiðis. Hafnsögumannsstarfið hjer hefur verið veitt Pjetri Þórðarsyni skipstj. Dáinn er aðfaranótt 11. þ. m. sjera Pjetur Þorsteinsson í Heydölum í Breiðdal. Verður hans nánar minst síðar. Suður-Jótland. Nefnd sú á friðar- þinginu, sem fjallar um Sljesvíkur- málin, hefur fallist á, að þjóðaratkv,- greiðslan í Norður-Sljesvík skuli fara fram í einu lagi, en í Mið-Sljesvík i hverju hjeraði. Síldarmarkaðurinn. í Sigluf jarðarbl. ,,Fram“ frá 8. febr., segir: Þjóðverjar hafa nýl. farið þess á leit við norsku stjórnina að fá keyptar 450 ]iús. tn. af síld, fyrir utan þær 4000 smál. af sjávarafurðum sem Norðmenn hafa lofað að láta Þjóðverjum í tje á mánuði. Norðmenn vilja giarnan verða við þessari ósk Þjóðverja, því þeir hafa óhemju miklu síld liggjandi cselda. Þann 16. des. s. 1. áttu Norð- menn 1.620.000 tn.af síld.ogef vorveið- in við Haugasund gengur þolanlega, má búast við að síldarbirgðir Norð- manna nemi um 2 miljónum tunna — nema þeir geti selt svo um muni. Stríðslokin. Síðustu frjettir. Lundúnafregn frá 10. þ. m. seg- ir, að yfirherstjórnarráð banda- manna hafi daginn áður ákvarðað, að taka upp aftur samninga þá við þjóðvcrja, sem slitið var i Spa. Fulltrúar bandamanna eigi að fara frá París i dag til Brússel og þar setjist vopnahljesnefndin á rök- stóla. Fyrsti fundurinn sje ráðgerð- ur á morgun. Hjer er þá loks að þvi komið, að byrjað verði á undir- stöðuatriðum væntanlegra friðar- samninga, með samvinnu beggja málsaðila, eða þá að vopnaliljes- samningunum verði slitið. Sama fregn segir, að bandamenn ætli að taka kaupskipastól þjóðverja, cn láta þá í staðinn liafa næg matvæli til næstu uppskeru. Greiðsla fyrir þau eigi að fara fram á þennan hátt: 1. pjóðverjar borgi með vör- um, svo sem kolum og kartöflum. 2. Með inneign í hlutlausum lönd- um, sem þeir liafi ekki getað liafið vegna hafnbannsins. 3. Með erlend- um skuldabrjcfum, sem þeir hafa undir höndum. Á þennan hátt sje búist við að hægt sje að hafa saman 100 miljónir sterlingspunda, en það er sú upphæð, sem þarf fyrir nægi- legar vörur handa pjóðverjum fram til næstu uppskeru. Sama fregn segir, að nefnd, sem kosin var til þess að fjalla um á- birgð út af ófriðarupptökunum og liryðjuverkum, sem framin hafa verið í stríðinu, muni bráðlega leggja fram álit sitt. Eftir „Times“ er það haft, að hún ásaki þ’jóðvcrja fyrir brot á ófriðarreglum Haag- fundanna, en leggi til, að um allar yfirsjónir, sem varði við lög í landi þess, sem þær framdi, skuli dæmt af dómstólum þar í landi, en um aðrar yfirsjónir skuh alþjóðadóm- stóll dæma, t. d. um það, hverjir eigi sölc á upptökum ófriðarins. Á Ustanum yfir þá, sem stefna skal fyrir þennan dómstól, sje efst nafn Vilhjálms keisara, en ekkert um það talað, á hvern hátt draga eigi hann til ábyrgðar, nema hvað nefndin ætli, að krefjast megi þcss af Hollendingum, að þeir framselji hann. — Litlu eldri fregn, frá K.- liöfn, skýrir frá, að dómaranefnd sú, sem f jekk það hlutverk að rann- saka sakir á upptökum ófriðarins, hafi komist að þeirri niðurstöðu, að enginn einstakur þjóðhöfðingi verði talinn sekur. Nefnd sú, sem þetta álit hefur látið frá sjer, var skipuð dómurum einum. Rjettast væri það án efa af ófriðaraðilun- um, að láta þetta mál alveg niður falla. Fyrir dómstóli eftirfarandi tima g'etur það lítil áhrif haft, hverja þcir sjálfir dæma nú seka óg hverja án saka. Ensk fregn segir, að Churchill ráðherra hafi sagt í ræðu í byrjun Mitt innilegasta hjartans þakklæti votta jeg öllum þeim, sem á einn eöa annan hátt hafa veitt minum heitt- elskaða syni Guömundi sál. Beni- diktssyni fyrverandi bankaritara, að- stoð sína í hans þungbæra sjúkdómi, og sömuleiðis þeim, sem hafa vottað mjer hluttekningu sína eftir andlát hans. Ingveldarstöðum 22. febrúar 1919. Málfríður R. Jónsdóttir. þ. m., að Englendingar yrðu að hafa her í hinum hertelcnu hjeruð- um hjá Rín árið 1920. pjóðverjar væru nú í þann veginn að verða hungurmorða og þjóðlíf þeirra væri i miklum liáska vegna ör- birgðar. pess vegna væri nú ein- mitt rjettur timi til að ákveða frið- arskilmálana. pegar þeir hefðu gengið að þeim, mætti iáta þá fá matvæli og hrávöru, því heimska væri að beita þá lengur vopnum sultarins en þangað til þeir hefðu slcrifað undir friðarskilmálana. Önnur ensk fregn, frá 6. þ. m„ segir, að Bonar Law liafi í neðri málstofu þingsins talað um hern- aðarbótakröfurnar á hendur pjóð- verjum og sagt, að menn yrðu að líta á þetta mál með sanngirni og taka tillit til þess, hvað pjóðverjar væru færir um. pær sögur gengju. að Millner lávarður væri ófús á að heimta skaðabætur, en væru til- hæfulausar. Hann hefði að eins lát- ið uppi, að öllum kröfum banda- manna fengist ekki fullnægt. Ræðumaður sagði, að bandamenn ættu rjett á, að fá allan herkostnað sinn endurgreiddan og ættu að láta pjóðverja borga eins mikið og þeir væru færir um. Sagði þó nauðsyn- legt, að semja frið sem fyrst. Bæði væi-i það eigi hættulaust, að Bol- sjevikar næðu yfirráðum í pýska- landi, og líka skifti það miklu fyrir Breta, að verslun þeirra og við- skifti gætu byrjað á ný með full- um krafti. Hafnbannið væri eigi að eins ilt pjóðverjum, heldur og Bretum sjálfum. En nú hefðu bandamenn þau vopn í höndum, að þeir gætu komið fram tryggingum fyrir því, að friðarskilyrðum þeirra yrði fullnægt. Fulltrúar enskra sjó- manna bæru fram þær kröfur á friðarþinginu, að fullar bætur kæmu fyrir alt kaupskipatjónið og skaðabætur til ættingja þeirra manna, sem mist liefðu lífið af völdum kafbátahernaðarins Yfirleitt munu menn nú líta svo á í hlutlausum löndum, sem banda- menn hafi allmjög brugðist, eftir að þeir urðu sigurvegarar, þeim fögru áformum, sem þeir sögðu, meðan á ófriðnum stóð, að fyrir sjer vektu. Sænski sósíalistaforing- inn H. Branting, sem var áður mik- ill bandamannavinur, hefur á verk- mannaþinginu í Bern, sem sett var um sama leyti og friðarþingið í París, farið hörðum orðum um framkomu sigurvegaranna eftir að vopnaviðskiftum lauk.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.