Lögrétta - 23.04.1919, Blaðsíða 1
Utgefanid og ritstjóri:
ÞORST. GISLASON.
Þinghotsstræti 17.
Talsími 178.
GRJETTA
Afgreiðslu- og innheimtum.
ÞOR. B. ÞORLÁKSSON
Bank astræti 11.
Talsími 359.
Nr. 17.
Reykjavík 23. apríl
1919.
XIV. ár.
Klæðaverslun
H. Andersen & Sön
Aðalstræti 16.
Stofnsett 1888. Sími 32-
—o—
Þar eru fötin saumuð flest.
Þar eru fataefnin best.
Barna- og unglingafræðsla
í sveitum.
Vonir margra hafa stefnt í þá átt,
að þegar fengjust viðunanleg lok
sjálfstæðisbaráttu vorrar, yröi kröft-
unum beint að innanlandsmálunum,
sem vanrækt hafa veriö allmjög. Og
að fengnu frelsi og fullveldi landi og
lýð til handa, ættu þessar vonir, aö
minsta kosti smátt og smátt, að verða
að veruleika. Þaö er skilyröi þess, aö
vjer fáum borið nafniö „fullveöja
þjóð“ kinnroöalaust.
Og ef litið er til verkefnanna í
þjóðlífi voru, er um auöugan garð aö
gresja, margt með öllu óunniö og
margt annaö, sem byrjaö hetur ver-
iö á svo illa unniö, aö óviöunandi er.
Annaö hvort vantar rjetta grundvöll-
inn, eöa hafi hann fundist, er hyrn-
ingarsteinn þessarar byggingar, er
upp af honum á aö risa, naumast
reistur enn þá allviöa. Þaö sem gert
hefur veriö á ýmsum sviöum er hrófa-
tildur, hálfgerðar rústir. Og af þeim
málum, sem fremur öðrum er þannig
ástatt um, eru fræöslumálin, einkum
sú hlið þeirra, er veit að barna- og
unglingafræöslunni í sveitunum.
Og það er oss ekki vansalaust.
Það er oss ekki vansalaust, að veia
að burðast meö lög og hlýða þeim
ekki, nema að litlu leyti; einkum er
hneisan mikil og skaðinn þó stærri,
þar sem lög þessi eru þess eðlis, að
þjóðinni ætti að þykja vænt um þau
og hún að gera sitt ýtrasta til að full-
nægja þeim út í ytstu æsar. — Því
að með viturlegri framkvæmd þeirra
eru þau vje um fjöregg þjóðarinnai
— það hreiður, þar sem unginn úr
því eggi á að fá flugfjaðrir og þor.
Því er það góðu heilli, að „Tim-
inn“ (12. þ. m.) hefur vakið máls á
sveitafræöslunni — barna- og ung-
lingafræðslunni í sveitunum. Hvatt
menn til hugsunar um það mál og
boðið skrifum um það rúm hjá sjer.
„Tíminn" bendir á framtíðarkröf-
urnar: „Markið, sem að er kept, er
vitanlega þaö að eiga góða heima-
vistarskóla í hverju fræðsluhjeraði,
veiti fullkominn kennari skólanum
forstöðu, enda hafi hann notið full-
komnari kennaramentunar, en nú er
alrnenn, fái sæmileg laun og eigi kost
á ábúö aö öllu eða einhverju leyti
á skólajöröinni".
Og miðað við undanfarandi reynslu
er nærri getiö um það, að uppfylling
þeirra eigi langt i land. Og eitt er
um þessar framtíöarkröfur, er reyn-
ast mun fullerfitt, en það er að fá
ábúðarjörð handa kennurunum. ó-
víst er að menn verði jafnskjótir til
að láta af hendi jarðir í þvi skyni,
eins og Ulugi prestur Bjarnason, er
hann gaf Hóla fyrir biskupssetur í
Norðlendingafjórðungi forðum og
varð þó sjálfur að standa upp af
jöröinni.
En einmitt af því, að „Tímanum"
\ irtist líklegt og eðlilegt, aö fulln-
aðarúrlausn þessara mála fáist ekki
í bráð, kemur hann fram með „til-
lögur um lausn til bráðabirgðar11.
Skil vel, að vjer verðum að sniða
oss stakk eftir vexti — haga fram-
kvæmdum vorum í þjóðþrifamálun-
um eftir getunni, — en þó ættu menn
ekki að einblína svo mjög á kostnað-
arhlið sumra þeirra, allra síst þeirra
mála, þar sem „þröngi stakkurinn"
gæti hæglega heft eðlilegan og nauð-
synlegan þroska þeirra, sem hann
eiga að bera. Og þegar nú þjóðin
þefst handa til að sníða uppeldismál-
um sínum framtíðarstakk, verður hún
að gæta þess, að hafa hann ekki mjög
aðskorinn, það myndi valda kyrkingi
í þjóðlífinu öllu. Og bráðabirgðarúr-
lausnir á þessu sviði eru harla við-
sjárverðar, því að þótt þær yrðu
kostnaðarminni i bili, verða þær dýr-
ari, ef framtíðin er höfð fyrir augs
um, en úrlausn barna- og unglinga-
fræðslunnar er framtíðarmál og verð-
ur því að dæmast með hliðsjón á
henni.
Tökum dæmi: Fræðsluhjerað ræðst
í að koma á laggirnar hjá sjer barna-
skóla, en af eintómum sparnaðará-
stæðum, er skólinn lítill og heima-
vistir fáar eða engar og leikfimisal
var alveg steingleymt. Og af sömu
sjiarnaðar-ástæðum er ekki eins vand-
að til kennarans sem skyldi. 1 bili
myndi þetta reynast að sjálfsögðu
talsverð bót á þvi fræðsluástandi,
sem nú er alment, en þó alveg ófull-
nægjandi fullnaðarúrlausn. Því myndi
það koma á daginn að reisa þyrfti
fullkomnari skóla. Og þá er spurn-
ingin þessi: Til hvers er þá hægt að
nota gamla skólann? Er ekki því fje,
sem til hans hefur verið varið á glæ
kastað? Naumast verður annað sjeð.
Og sá böggull rnyndi fylgja skamm-
rifinu því, aö hæglega gætu slíkir
bráðabirgðaskólar tafið fyrir fulln-
aðarúrlausninni: Algerðum heima-
vistarskóla, rúmgóðum og vönduö-
um, með fullkomnum kenslutækjum,
að ógleymdum leikfimissal ásamt
baðútbúnaði.
En bráðabirgða-tillögur „Tintans“
snjerust ekki svo mjög að skólahús-
inu, heldur kenslunni, —■ mönnunum,
er hana eiga að rækja. Vill hann sam-
eina, þar sem unt er, prestsembætti
í sveitum og kenslustörfin, — og rísi
skólahúsin því upp á prestssetrunum.
Og aðalkjarni tillögu hans var í
þessu falinn. Og sanni næst, að i
þessum kjarna felist ekki að eins
„Jausn tll bráðabirgðar“, heldur til
frambúöar — að nokkru leyti.
Þó verður ekki fallist á tillögur
,,Tímans“ um þetta að öllu. Líklegt,
að mörgum prestum yröi prestsem-
bættið og kennarastarfið of umsvifa-
mikið, að prjedikunarstarf prestsins
liði við það, að hann tæki að sjer alla
kenslu viö sveitaskólana. Þá eru og
sumar athuganir „Skólablaðsins“ (3.
blað þ. á.) á þessu máli á miklum rök-
um bygöar.
En sannleikskjarninn í tillögum
„Tímans“ er sá, að lang heppilegast
mun reynast, að barnaskólarnir i
sveitunum sjeu að jafnaði reistir á
prestssetrunum, undir handarjaðri
prestanna, enda þótt þeir takist ekki
á hendur kennarastarfið, að minsta
kosti ekki að öllu leyti. Því að þær
kröfur er eðlilegt að gera til prest-
anna, að þeir að öllum jafnaði sjeu
hæfustu mennirnir til að hafa veru-
lega heillarik áhrif á slíka skóla. Og
sjálfkjörnir virðast þeir vera til þess,
að hafa á hendi kristindómsfræðsl-
una við þá skóla, enda væri meiri
alúð lögð við hana en verið hefur. —
Og yrði sú raunin á, sem sjálfgefið
virðist, að þessir skólar verði ein-
hvern tíma af skólaárinu — segjum
2—3 mánuði — eingöngu fyrir ung-
linga eldri en 14 ára, þá mætti und-
arlegt heita, ef prestarnir væru ekki
svo að segja sjálfkjörnir til aö hafa
á hendi fyrirlestrarstörf við þá deild,
því að fyrirlestrar yrðu vitanlega einn
liðurinn í kenslunni og ekki sá þýð-
ingarminsti — aö minsta kosti við
unglingadeildina. Meira um vert, að
þeir sem fræðslunnar nytu, öðluðust
aukna útsýn og fengju skil á ýmsu
því, er þroskað gæti „manninn“ í
þeim, heldur en hitt, að gera þá að
bókaormum.
Verður ekki annað sjeð, en að skól-
arnir mundu verða betri, yrðu þeir
reistir undir verndarvæng prestanna,
enda þótt þeir hefðu ekki eingöngu
eöa aðallega kennarastarfið við þá
á hendi.
Þá er og annað í þessu máli, sem
líta verður á.
Vegrna prestakallasamsteypulag-
anna eru prestaköllin nú þegar all
víða, og eiga sumstaðar eftir að
verða, æriö umsvifamikil. Eðlilega
verður því kynning prestanna minni
en áður á hinum einstöku heimilum.
Víðátta prestakallanna og strjálbýl-
ið gerir það eðlilegt, ekki síst þai
sem embættislaun prestanna eru þau
sultarlaun, að presturinn getur ekki
eingöngu og óskift gefið sig viö starfi
sínu, sem i þessu tilliti væru tíðari
húsvitjanir en nú er alment. En
barna- og unglingaskóli á prestssetr-
unum, er nyti áhrifa prestsins, myndi
bæta æði mikið úr þessu. Slikan skóla
sæktu börn og unglingar svo aö segja
frá hverju einasta heimili prestakalls-
ins, — þvi að þótt fleiri en eitt
fræðsluhjerað kynni að verða innan
elns og sama prestakalls, virðist vera
siálfgefinn hlutur, að þau legðu sam-
an í einn skóla. Og þar sem um
heimavistarskóla er að ræða, gæti það
ekki haft neina annmarka í för með
sjer, miklu fremur kosti, að minsta
kosti þann, að einn skóli verður ó-
dýrari en tveir og starfrækslan sömu-
leiðis. — Og með því aö fá „fulltrúa"
frá hverju heimili prestakallsins heim
til sin, gæti presturinn vafalaust náð,
með áhrifum sínum á þá einnig alla
leið til heimilanna og þann veg haft
miklu meiri áhrif en annars, á hugs-
unarhátt og horf safnaðarins. —
Barna- og unglingaskólarnir á prests-
setrunum myndu ekki í framtíðinni
reynast Ijelegasta tækið til þess að
hefja kirkjuna hærra, gera hana á-
hrifameiri og kröftugri — sýna, að
hún er öflugasta stoð menningar-
innar.
Nú kann sumum aö virðast þaö
litlu máli skifta, að áhrif kirkjunnar
aukist. En enginn ætti að reka upp
stór augu, þó aö starfsmenn hennar
vilji hlúa aö henni og beri hana fyrir
brjósti, og slíkt væri eðlilegt, að al-
þjóð gerði. En eðlilegast er þá líka,
að kirkjan sje og verði starfandi afl,
cn ekki forngripur, sem haldið er
uppi af eintómum vana og það með
kangandi hendi. En þá má heldur
ekki loka fyrir henni starfssviðun-
um. En það yrði gert, ef prestunum
væri ekki gert sem auðveldast að hafa
áhrif á uppeldismálin — barna- og
unglingaskólana. Og hægust yröu
heimatökin. Og þá má heldur ekki
kæfa starfsþol prestanna, beygja
bakið „af byrði þungri — tómum
mal“.
„Tíminn“ bendir á, til stuðnings
máli sínu, að í sögu lands og þjóðar
hafi prestsetrin verið menningar- og
menta-ból um langan aldur. Prest-
arnir hafi verið öörum fremur menn-
ingar- og menta-frömuðir með þjóð
vorri, og hljóta allir, er nokkra veru-
lega kunnleika bera á sögu þjóðar-
innar að viðurkenna það. Og prests-
setrin eiga enn skilyrði til þess að
vera Mímisbrunnur sveitanna. En
með þau skilyrði má fara sem hver
önnur, að ganga fram hjá þeim og
láta þau því ónotuð. Þau skilyrði
myndu miklu fremur notuð, ef barna-
og unglingaskólar risu upp á prests-
setrunum. Mætti það og verða til þess
aö stöðva að einhverju leyti þann
stríöa straum ungra manna og kvenna
til Reykjavíkur, sem nú streymir
þangað. — Og þó að Reykjavík sje
aðalmentalind þjóðarinnar, þá er þó
sá drykkur, er þar fæst, svo „gorótt-
ur“, að mjög veltur á hending, hvort
unglingar þeir allir, er þangaö leita
til að svala mentaþorsta sínum, fái
þar heilnæman drykk. — Fróðir menn
telja menning hennar ekki íslenska,
heldur „reykvíkska“. Og komi þaö
ærið fram í málinu. — En spillist
mál vort, tunga vor, er þjóðerninu
hætta búin. í unglingadeildum prests-
setursskólanna mætti tejla víst, að á-
hrifin yrðu íslenskari. Væri því ekki
fjarri, að gera ráð fyrir, að skólarnir
á prestsetrunum yrðu því hvort-
tveggja í senn þjóðlegar og kristi-
legar menningarstofnanir.
Því að enn er íslenska prestastjett-
in ekki orðin sá ættleri, að ekki megi
vænta áhrifa frá henni líkt og áður.
Sönnun engin gegn þvi er það, sem
,,Skólablaðið“ heldur fram, að van-
ræksla fræðslulaganna sje prestun-
um að kenna yfirleitt. Það er með
öllu órjettmæt staðhæfing og mun
sprottin af ókunnugleika. Hitt mun
sanni nær, að einmitt vegna íhlutunar
presta hafi þó fræðslumálin ekki ver-
íö vanrækt með öllu. Getuleysi, skiln-
ingsleysi og stundum blátt áfram
niska þeirra, er eiga að bera uppi
kostnaðinn heima fyrir í sveitunum,
er erfiöur „Þrándur i Götu“ og einn-
ig hitt: Það opinbera hefur ekki sýnt
sig svo líklegt sem skyldi, til þess
að greiða framkvæmd fræðslulag-
anna svo götu, sem æskilegt væri
og nauðsyn ber til.
Og þá er komið að þeirri hlið þessa
máls, sem mörgum er ærið viðkvæm
og hingað til hefur mest verið starað
á, en það er kostnaðarhliðin. Og gef-
inn hlutur, að miklu fje þyrfti að
verja til þess að koma upp veglegutn
heimavistarskóla í nálega hverju
fræðsluhjeraði landsins. I hverju
fræðsluhjeraði þyrfti heimavistar-
skóli ekki að verða eins og dreþið
hefur verið á hjer aö framan; væri
eðlilegt, að þar sem tvö eða fleiri
fræðsluhjeruö yrðu í einu og sama
prestakalli, þá bindust þau samtökum
um einn heimavistarskóla. Yrði ódýr-
ara og ekkert óhagfeldara. En jafn-
vel þar sem slíku fyrirkomulagi yrði
á komið, myndi þó kostnaðurinn vaxa
sveitarfjelögunum í augum. Þess
vegna þarf þing og stjórn að opna
augun til fulls fyrir þessu máli og
skera ekki við neglur sjer fjárfram-
lög til uppeldismálanna. — Má bera
hið fylsta traust til hins áhugasama
fræöslumálastjóra, að hann geri sitt
ýtrasta til aö hrinda þessu máli á-
lciðis.
Og til að koma sveitafræðslunni
í æskilegt horf, þannig, að ekki verði
farið að reisa bráðabirgðarskóla,
lieldur vegleg heimavistarskólahús,
er staðist geti kröfur framtíðarinnar,
er nauðsynlegt, að landssjóður veiti
ríflegri styrk til þeirra, en nú er ráð
fyrir gert. Mætti sá styrkur ekki vera
tegri en 2/x, hlutar alls byggingar-
kostnaðarins og næði það líka til
launa kennaranna. Hinn hlutann —
Yi kostnaðarins — annist sveitafje-
lögin sjálf. En til þess að á því fjár-
framlagi strandaöi ekki, myndi reyn-
ast heppilegt, og að likindum alveg
bráðnauðsynlegt, að þing 0g stjórn
annaðist um, að sveitarfjelögunum
veittist kostur á, að fá hagkvæm lán
í þvi skyni, er afborguðust á fleiri
áratugum.* Sanngjarnt er það vegna
þess, að þá legðust lánin að nokkru
á þá, er beinlínis hefðu notið þeirra.
— Fengist þetta alt, má vænta þess,
að innan skamms veröi uppeldismál-
um vorum komið í æ'skilegt horf —
framtíðarhorf.
En höfum vjer ráð á öllu þessu?
Hefur landssjóður ráð á að leggja
fram svo mikið fje, þessu máli til við-
reisnar? Svo kunna einhverjir að
spyrja. En svara má þeim með öðr-
um spurningum. Höfum vjer ráð á
þvi, að hlúa e k k i sem best að ný-
græðingnum i þjóðlífs-akri vorum?
Og ef vjer höfuiri ekki ráð á að láta
hann afskiftalausan, er þá ekki veg-
legt fyrir þá, er breiðast bak haia,
til að bera byrðar landssjóðs, að taka
örlítið meira en annars á sitt breiða
bak, einmitt til að styðja þá sem um-
komuminstir eru til að komast á legg
— komast þannig á legg, aö þeir
veröi sjálfstæðir andlega og þvi fær-
ari um að leysa af hendi hlutverk sitt
í þjófjelaginu? — Slík „liknar“-starr-
semi væri heppileg, því aö þar væri
girt fyrir alla hættu á þvi, áð hún yrði
til þess að ala upp ónytjungsskap í
þeim, er fyrir yrðu.
Skulu nú hjer að endingu færð
saman atriði þessa máls:
Vandaðir heimavistarskólar, er
staðist geti kröfur framtíðarinnar,
verði reistir á prestsetrunum og hafi
presturinn æfinlega á hendi kristin-
dómsfræðsluna og beini áhrifum sín-
* Þess hefur fræðslumálastjóri nú
farið á leit við stjórnarráöiö og senni-
legt, að það greiði því götu.
um sem mest aö skólanum. Annara
verði við skólana sjerstakir kennarar,
sem miklar kröfur verði gerðar til,
enda sje þeim vel launað. Standi
kenslan yfir í 7 mánuði árlega. Þar
af sje, að minsta kosti 2 mánuðum
varið til unglingafræðslu — ungling-
um eldri en 14 ára, án þess þó að
skólaskylda nái til þeirra. Gjaldi hvei
unglingur skólagjald, en það sje þó
sem allra lægst.
Til þess aö skólahúsin gætu orðið
minni en annars og líka til hægðar-
auka fyrir kennarana, skiftist börnin
á skólaaldrinum niður í tvo flokka
cg sje ekki nema annar flokkurinn
i einu i skólanum. í öðrum flokknum
sjeu börn á aldrinum frá 10—12 ára,
en í hinum börn frá 12—14 ára, og
njóti sá flokkurinn að mun lengri
fræðslu árlega en hinn.
Landssjóður leggi fram hluta
hins upphaflega byggingarkostnaðar
og greiði laun kennaranna að % hlut-
um. Greidd verði svo gata sveitar-
fjelaganna, að þau fái hagkvæm lán
tíl að takast á hendur hluta bygg-
ingarkostnaðarins. Laun kennaranna
að Y og viðhald skólanna hvíli á
sveitarfjelögunum.
Hesti 26. mars 1919.
Eiríkur Albertsson.
Síríðslokin.
Óeirðirnar í Bayern. Kurt Eisner.
I.
Símskeytafregnirnar segja sí-
felt frá nýjum og nýjum óeirðum i
Bayern, og hefur frá byrjun þýsku
byltingarinnar gengið einna mest
á í því ríki. Stjórninni var steypt
þar í haust á undan lceisarastjórn-
inni i Berlin. Lúðvig konungur af
Bayern flúði í bíl frá Munchen að-
faranótt 8. nóvemb. ásamt drotn-
ingu sinni, sem var sjúk, og morg-
unin 9. nóv. var því lýst yfir af
Kurt Eisner, að Bayern væri lýð-
veldi. pað var nokkrum timum áð-
ur en Scheidemann lýsti yfir því í
Bcrlín, að þýska ríkið skyldi vera
lýðveldi. Á götunum í Munchen
var þá útbýtt svohljóðandi ávarpi:
„þjóðf jelagar! Eftir eyðileggingar-
starf, sem varað hefur árum sam-
an, er nú valdhöfunum velt og
þjóðin hefur sjálf tekið stjórnar-
taumana í sínar hendur. Bayern
hefur verið lýst lýðveldi. Æðstu
völdin eru í höndum hins lýð-
kjörna verkamanna-, hermanna-
og bænda-ráðs, er fer með völdin
þangað til þjóðfulltrúaþingi er
komið á fót. Ráðið hefur á hönd-
um löggjafarvaldið. Alt setuliðið
stendur með hinni nýju lýðveldis-
stjórn. Yfirstjórn þess og lögreglu-
liðsins er i vorum höndum. Kon-
ungsættinni Wittelsbach er vikið
frá. Lifi lýðveldið!“ Úndir ávarp-
inu stóð: Kurt Eisner, er síðan varð
einn af mest umtöluðu byltinga-
mönnunum þýsku.
petta var enginn þektur stjórn-
málagarpur. Hann var rithöfundur
og blaðamaður, og það er sagt, að
kunningjum hans hafi komið það
mjög á óvart, að heyra hann nefnd-
an sem byltingarforsprakka, er
rekið hefði frá völdum gamla kon-
ungsætt og ætlaði nú sjálfur að
stjórna heilu konungsríki. — Kurt
Eisner var fæddur og uppalinn í
Berlín, kominn af Gyðinga-ættum.
Faðir hans rak þar verslun en var
fátækur. Kurt varð þó stúdent og
las siðan við háskólann þar heim-
speki og germanska málfræði. En
hann hafði ekki eirð i sjer til fram-
haldandi náms og hneigðist að rit-
mensku. 1892 er hann orðinn
blaðamaður, starfsmaður við
„Frankfurter Zeitung“, þá 25 ára