Lögrétta - 25.06.1919, Blaðsíða 1
Útgefandi og ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstræti 17.
Talsími 178.
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti 11.
Talsími 359.
Nr. 26
Klæðaverslun
H. Andersen & Sön
Aðalstræti 16.
Stofnsett 1888. Sími 3*.
Þar eru fötin saumuð flest.
Þar eru fataefnin best.
Kvikmyndafjelao ð Islanii.
1,
Frelsi og sjálfstæði eru þau orð,
sem hæst láta i eyrum á vorum tim-
um. Leiötogar og forustumenn
stærstu þjóölanda heimsins hafa
markað einkunnarorS þessi á skjöld
sinn. Dagur frelsisins er aö renna
upp yfir þjóðir þær, sem undirokaðar
liafa veriö. Rjettlætiskrafan um
sjálfs-ákvörðunarrjett allra þjóöa
fæddist á vígvöllum álfunna innan
um hjarablóð manna þeirra, sem lát-
ið hafa þar lifið. Sameiginlegar
liættur og þrautir, vonir og hagsmun-
ir, treystu þjóðernisböndin betur en
nokkuð annað. Bjargföst trú á sigur-
sæl úrslit sjálfstæðismálanna verður
í öllu greind með þjóðunum. Sýning-
ar á öllu því besta, sem þjóðirnar
íramleiða af alls konar vörum, hafa
verið og eru haldnar, þátt fyrir dýr-
tíð og styrjöld. Listasmiðar sínar og
andleg snildarverk, nota þær óspart
til þess að koma því inn í meðvitund
arinara þjóða, að þær eigi virðingu
og sjálfstæðisviðurkenningu þeirra,
skilið. Trúin er dauð án verkanna.
Blöð þeirra hamast með hnúum og
hnefum móti því, að menn leggi að
sjer hendur og kosta kapps um að
vekja athygli og samúð annara þjóða
fvrir landi sínu. En framkvæmda-
mennirnir hafa eigi látið sjer þetta
nægja. Þeir hafa ,,agiterað“ með öllu
hugsanlegu móti á kvikmyndum, og
hefur gefist mæta vel.
Kvikmyndir eru næsta ungar. Það
eru eigi meir en nokkrir áratugir síð-
an uppgötvunin var gerð. Á þessum
tíma hafa þær tekið svo miklum og
skjótum framförum, að nú má nokk-
urn veginn telja, að þær hafi náð því
hámarki, sem kept var að. Litirnir
hafa á allra síðustu tímum verið tekn-
ir í þjónustu iðnaðar þessa. Bestu
kvikmyndahús erlendis nota og hljóð-
ið eftir föngum. Birtan og blærinn
yfir myndunum, sem mjög var ábóta-
vant í fyrstu, hefur nú fengist mikl-
um mun fullkomnari. f fyrstu, meðan
iðnaður þessi var á tilraunastigi, var
auðvitað lítið um hann. En eftir því
sem honum fleygði fram, fóru fleiri
og fleiri að gefa sig við honum. Nú
er svo komið, að kvikmyndagerð er
t. d. þriðji stærsti iðnaður Bandarikj-
anna. Hafa Ameríkumenn verið for-
göngumenn annnara þjóða á þessu
sviði, enda er uppgötvunin amerísk
cg þeim því nákomnust. Á seinni
tímum hafa þó aðrar þjóðir, t. d.
Danir og Sviar, farið að gefa sig við
iðnaði þessum með mjög góðum á-
rangri.
Það sem einkum veldur því, að at-
vinnugrein ’þessi blómgast svo mjög,
er auðvitað það, að kvikmyndir eru
nær ætíð skemtandi. Allur þorri
manna ann skemtunum, og er því vel
til kvikmyndahúsanna. En margt er
annað vel um kvikmyndirnar. Þær
eru samtímis svo fræðandi, bæði urn
háttu samtíðar og fortiðar, að þær
hafa með fullkomnum rjetti verið
nefndar næst bitrasta menningarvopn
mannsandans rnóti heimsku og fá-
fræði. Prentlistin skipar enn sem
komið er öndvegið.
Kvikmyndahúsin eru sótt af æðri
sem lægri. Einkum venja þó lægri
stjettir þjóðfjelaganna komur sínar
þangað. Þegar striti og' áhyggjum
dagsins er lokið leita menn sjer af-
þreyingar í ýmis konar skemtunum.
Reynslan hefur kent mönnum, að
kvikmyndir eru yfirleitt bæði góð og
samtímis ódýr skemtun. Fyrir því eru
kvikmyndiy skemtun alþjóðar —
kvikmyndahúsin skemtistaðir al-
mennings. Útþráin og æfintýralöng-
unin brennur í brjósti allra manna.
Efnaðri stjettirnar eru þess megnug-
ar, að svala þessari löngun sirfní.
Hinir verða að sitja heima, og láta
sjer nægja mola þá, sem berast þeim
með kvikmyndunum utan úr víðíri
veröld. Jeg segi kvikmyndunum, því
enn getur ekkert það, er betur megni
að leiða mann í ókunnum löndum
meðal ókunnra þjóða. Menn heillast
eins og af æfintýrunum gömlu,
gleyma búksorgum og heimilis-
áhyggjum, og fljúga í anda út í viða
veröld — burt frá öllu því gamla
og hversdagslega. Jeg ljet svo urn-
mælt, í byrjun þessarar greinar, að
kvikmyndir væru óspart notaðar á
vorum tímum til þess að krefjast
sjálfstæðis til handa undirokuðum
þjóðum.
Mentaþjóðir heimsins nota þær
einnig óspart sem auglýsingartæki.
Alt hið besta og fegursta, sem þær
eiga, bæði andlegt og verklegt, setja
þær á kvikmyndir. Bestu leikritin og
skáldsögurnar birtast nú nær sam-
tímis á kvikmyndum og í bókhlöðum.
Með því móti komast listaverk þessi
fyrir augu eigi einasta heimalandsins,
heldur alls heimsins. Menn, sem litl-
um tíma hafa úr að spila, geta á
uæsta skammri stunj lesið á kvik-
mynd bók, sem þeim ella væri ó-
kleift að komast yfir nema á mörg-
um klukkustundutn. Öreigalýður og
olnbogabörn stórbæjanna, sem eigi
hafa átt kost á því, að nema lestur,
geta með jafn mikilli ánægju sjeð
kvikmyndir eins og sá, setn læs er,
því þær hafa einnig þann kost til
brunns að bera, að sá sem sjer þær,
þarf alls eigi að vera læs. Orðrómur
mentaþjóðanna fer þannig víðar og
víðar með kvikmyndunum. Þjóðun-
um sjálfum auka þær metnað og
djörfung og flytja útiondum eigi að
eins holla og ódýra skemtun, heldur
einkutn sanna og raunverulega lýs-
ingu á háttum og siðsemi landa ög
þjóða — þekkingu i orðsins fylsta
skilningi.
Allar þjóðir eiga eitthvað það, sem
vert er að birta á kvikmynd. Vjer
íslendingar erum óvenju auðugir á
því sviði, því vjer eigum að kalla ó-
þrjótandi verkefni. f fyrsta lagi eig-
um vjer íslendingasögurnar. Efnis-
ríkar, „dramatískar" frásagnir, eins
Qg best verður á kosið. Flestir við-
burðir, sem máli skifta í sögunum,
gerast úti. Fyrir því myndu kvik-
myndir af þeim verða mjög góðar,
þar eð umgerðin — hið íslenska
landslag og náttúra, — mundi eigi að
eins fegra, heldur og stórum auðga
aha frásögnina að áhrifum og mikil-
leik.
Annar nær óþrjótandi brunnur eru
islenskar þjóðsagnir og munnmæla-
sögur. Skal jeg, til sláandi sönnunar
því, benda á „Fjalla-Eyvind" J. S.,
sem þegar hefur verið kvikmyndaður
og fer nú sigurför um mentalönd álf-
unnar. Á honum eru ýms lýti, sem
hjer heima hefðu mátt miklum mun
betur fara. Alt um það fær hann ein-
róma lof, og Bretar t. d. telja honum
það mest til gildis, að hann sje svo
íslenskur og af íslenskum höndum
ger. f þriðja lagi eigum vjer nokkurt
efni í seinni tíma leikritum vorum.
Leikrit Indriða Einarssonar „Nýárs-
nóttin", „Hellismenn“ o. fl. mundu
verða ágæt á kvikmynd. Skugga-
sveinn Matthíasar er úrvals efni, og
svo mætti lengi telja. Vjer eigum eigi
síður en aðrar þjóðir skapandi anda.
Skáld vor Og listamenn mundu full-
komlega geta komið fyrir hugsjónum
sínum á kvikmynd, eins og rnenn þeir,
er sömu köllun gegna erlendis. En að
skáldskaparandinn lifi hjer enn í fullu
íjöri, efar víst enginn, og þótt sjer-
stökum reglum verði að hlýta, við
samningu þeirra leikrita, sem kvik-
mynda á, er jeg sannfærður um, að
sú hindun verður hinum íslenska anda
enginn þrándur í götu.
Að lokum eigum vjer eldfjöllin,
Reykjavík 25. júni 1919.
hverina o. fl., sem og náttúrufyrir- j
brigði þau, er þeim fylgja, og mjög
einstæð eru í sinni röð. Sömuleiðis
eigum vjer nokkurt efni í atvinnu-
vegum vorum og öllu þjóðlífi voru,
eins og það er nú.
Efnið er nóg, hvað sem mönnum
virðist um að vinna úr þvi.
Með öðrum þjóðum er það venja,
að fjelög einstakra manna — hluta-
fjelög — hagnýta sjer verkefni þau,
sem þjóðin á, sem og þau, er samin
kunna að verða og góð þykja. Hefur I
blutafjelögum þessum — þeim sem
skynsamlega fara með ráði sínu —
farnast svo vel, að þau hafa eigi ein-
ungis fengið að launum of fjár, held-
t’r og einnig unnið sjer vinsældir og
frama. Því ölíum er ljós nytsemi
]>eirra. Með þvi að öll sömu skilyrði
eru fyrir hendi hjer, sem erlendis, að
því er rekstur slíks fjelags snertir,
hefur nokkruiu mönnum hjerlendis
dottið í hug, að vjer ættum að fara
að dæmi frændþjóða vorra, Svía og
Dana, og stofna fjelag hjer heima.
Skyldi fjelag þetta búsett á íslandi,
myndir þess ísl., og allir starfsmenn
íslenskir, óðar en unt væri að koma
því við. í byrjun yrðum vjer auðvit-
að að ráða til vor útlenda menn, þá
er vit og þekkingu hefðu á slíkum
málum.
II.
En fyrir þvi er máli þessu hreyft
nú, að nágrannar vorir, Danir og Sví-
ar, sem og Amerikumenn, hafa um
lengri tima haft augastað á landi voru
til upptöku kvikmynda. íslensku efn-
in og staðhættirnir hafa gengið þeirn
svo i augu, að fyrir löngu væru þeir
komnir hingað, hefði eigi styrjöldin
hamlað. Fjalla-Eyvindur átti t. d. að
takast hjer heima, en varð eigi af,
vegna dýrtiðar og annara örðugleika.
En nú eru Svíar komnir undirbún-
ingsferð, og Danir koma seinna í
sumar, ef guð lofar, tólf saman, til
þess að kvikmynda sagnabálk Gunn-
ars Gunnarssonar „Af Borgslægtens
líistorie“. Ef til vill er ekkert út á
]>etta að setja. En óneitanlega erum
vjer best að því komnir að vinna þau
efni, sem til eru hjer heirna. Því vjer
eigum sögurnar, bæði samkvæmt
sögulegum og lagalegum rjetti. Þess
vegna ber okkur einnig skylda til, að
koma bæði þeim og öðrum verkefn-
um vorum á framfæri.
Útlend fjelög, sem tækju sjer fyrir
hendur að kvikmynda sögurnar okk-
ar og önnur verkefni, mundu hugsa
um það eitt, að græða á því nógu
mikla peninga. Urn hitt yrðu síður
mikil heilabrot, hvort myndirnar likt%
ust nokkuð frumritinu eða þjóðlíf-
inu. Þyrfti ef til vill eigi neinní pen-
ingagræðgi til að dreifa, heldur blá-
berri vanþekkingu á háttum lands og
þjóðar. Nái útlendingar fótfestu hjer
heima eitt skifti, er það auðvitað mál,
að þeir koma öðru sinni. Og þá ‘get
jeg að mörgum kotbóndanum muni
þykja þröngt fyrir dyrum, er þeir
koina með 7 djöfla sjer verri. íslensk-
ur sóðaskapur og amlóðaháttur er
meir en landkunnur. Fegurðin er ekki
óblandin. Útlendingar mundu eigi sið-
ur kvikmynda það, sem þeim fyndist
óvanalegt á þvi sviði — sóðalegt eða
hlægilegt. En vjer erum áreiðanlega
upp úr því vaxnir, að vera augna-
gaman útlendra þjóða í þeim skiln-
ingi. Hvað sem um þetta má segja,
er þó það víst, að tryggingin yrði
langmest, jafnvel einhlýt, væri fjelag-
ið íslenskt. Og yrði fjelag þetta stofn-
að, mundi það að fullu útiloka er-
lenda samkepni.
Þegar ræða skal um stofnun slíkra
fjelaga sem þessa, verður það auð-
vitað efst á baugi, hvort fjelagið beri
sig efnalega. Að því er þetta fjelag
snertir, eru efnalegar horfur þess
mjög góða., Samkvæmt kostnaðar-
áætlun, sem gerð var eftir ráðum og
aðstoð danskra sjerfræðinga, er tekju-
afgangur áætlaður fullar 300.000 kr.
Kostnaðaráætlun þessi var miðuð við
það, að fjelagið tæki til starfa næsta
vor, og fyrsta og einasta mynd þess
á næsta ári yrði N j á 1 a.
XIV. ár.
Mörgum mun ef til vill finnast það
næsta lítið, að taka eigi nema eina
mynd. En til þess liggja þau rök, að
bæði yrði kvikmynd af Njálu geysi-
löng (ca. 4000 metrar), enda yrði
höfuðáherslan lögð á það, að vanda
sem mest til myndarinnar. Og með
mikilli vandvirkni tekur jafn löng
mynd mjög langan tima. Það er held-
ur eigi neitt lífsspursmál, að koma
sem mestu frá sjer. Verð myndanna
fer alveg eftir gæðum. Bestu myndir I
eru seldar á 5 kr. per meter, og eftir |
þeim mælikvarða var tekjuáætlunin
samin. Kostnaður við stofnun slíks
fjelags er auðvitað töluvertmikill.Hús
og vjelar verður eigi komist hjá að
kaupa og láta byggja þegar á fyrsta
ári „Tekniskan" forstöðumann yrði
að ráða frá útlöndum, og hann yrði
að launa með miklu fje. En um slikt
er eigi að ræða, því maður, sem góð
skil kann á iðnaðargrein þessari,
mundi spara fjelaginu mjög mikið, w
bæði með því að afstýra öllum byrj-
unaraxarsköftum, og nýta hagkvæm-
ar efni það, sem fyrir höndum er.
Leikendakostnaður yrði á hinn bóg-
inn eigi tiltakanlega hár, og mjög
lágur, ef miðað er við útlend fjelög. I
Statistarnir (menn þeir, sem hafðir
eru til uppfyllingar í leiknum) mundu
kosta lítilræði eitt. Höfuðleikendurn- I
ir, og í Njálu eru þeir margir, yrðu
aðalútgjaldaliðurinn.
Með þvi að gera ráð fyrir því, að
rnyndin verði fyrsta flokks vara, og !
af henni seljist ca. 50 eintök, sem ó-
neitanlega er ekki hátt reiknað, verð-
ur tekjuafgangur sá sem áður hefur
verið um getið. En þó svo færi, sem
óneitanlega er mjög ólíklegt, að tekj-
urnar næðu eigi ]>eirri upphæð, virð-
ist það engin ástæða til þess að stofna
eigi fjelagið. Þvi jafnvel þó svo færi,
að enginn tekjuafgangur yrði, væri
sarnt betur farið en heirna setið.
Þess hefur áður verið getið, að gert
væri ráð fyrir því, að allir leikendur
fjelagsins yrðu íslenskir. Ef til vill
líður mörgum nærri hjarta sú vogun.
En sú stefna er nú efst á baugi með
helstu mönnum iðnaðar þessa að velja
eigi efnin eftir leikendunum, heldur
leikendurna eftir efninu. Fyrir þvi .
mundu íslendingar leika fornsögur
vorar betur en útlendir leiguleikend-
ur. Öll önnur efni þau, er vjer eig-
um, mundu betur skilin af innlendum
leikendum. „Typurnar'* mundu finn-
ast bestar og líkastar hjer heima.
En það eru einmitt þessar „typur“,
sem nú eru einkum notaðar. Góðir
leikarahæfileikar koma auðvitað ætíð
að góðu haldi, eigi síður á kvikmynd-
um en á leiksviði. En sá galli er á
g jöf Njarðar, að mjög mörgum leik-
endum hættir við að verða „tilgerðar-
legir“. Sá ókostur er mjög slærnur á
leiksviði, en þó enn verri á kvikmynd.
Því kvikmyndir eiga að vera sannar
í orðsins fylstu merkingu, en það
verða þær eigi, sjeu leikendurnir „til-
gerðarlegir". Þess vegna er það venja
meðal bestu manna iðnaðar þessa, að
fara út á götuna, ef svo mætti að orði
komast, og velja sjer „typur“ þær, er
þeim virðast best samsvara hlutverk-
unum. Sjeu þeir ánægðir með mann-
inn, láta þeir hann ekki leika annan
mann, heldur sjálfan sig. Með þvi
móti fá þeir myndirnar sannar og
eðlilegar.
Að lokum skal þess getið, að sá
maður, sem komið hefur til tals, að
yrði ráðinn sem „tekniskur“ forstjóri
fjelagsins, er eindregið á þessari
skoðun. Hann vill eigi heyra minst á
það, að ráðnir sjeu hingað útlendir
leikendur. Nóg sje um leikendur hjer
heima, fullyrðir hann. Væri óneitan-
lega vel, ef rjett reyndist.
Ef til vill orkár það tvímælis, hvort
við eigum nægilega marga leikendur.
Sje nánar að gætt, munu vera hjer.
að minsta kosti 8 góðir leikarar, og
„typur“ eigum vjer eigi síður en aðr-
ar þjóðir. Verði þeirri aðferð hlýtt,
sem jeg gat um í kaflanum á undan,
þurfum vjer- engu að kvíða. Sje sú
aðferðin tekin upp, að leika með föst-
um, launuðum leikendum, erum vjer
miklum mun ver staddir. Því til þess
þurfum vjer eigi færri en 12 góða
leikara. Þó þurfum vjer eigi svo mjög
að kviða, að það verði fjelaginu að
klandri. Því hjer sem annarstaðar risa
upp nýir inenn, sem finna köllun sína
á þessu sviði.En að þeir leikendur,sem
hjer eru fyrir heima, fáist í þjónustu
íjelagsins, efast jeg eigi um. Með því
að borga þeim vel, rnundu þeir leggja
niður atvinnu sina, til þess að geta
gefið sig við starfi því, sem þeim ó-
neitanlega hlýtur að vera miklum
mun hugleiknara en það, er þeir nú
hafa. íslenskir listamenn og skáld
hafa lengi átt við bág kjör að búa.
Veldur því fátækt og umkomuleysi
lands og þjóðar. Með stofnun fjelags
þessa verða nokkrir þeirra leystir
undan þeirri ánauð, að verða að gegna
alt öðrum störfum en þeim, er þeim
stendur hugur til. Vera má og að f je-
lagið reynist góð hjálparhella skáld-
um vorum þá er tímar líða, og þeir
taka að yrkja á kvikmyndum. Að
minsta kosti hefur fjelagið vonina
sína megin um að geta orðið þeim
að liði hvað sem um framkvæmdirn-
ar verður. En verði svo, bætast þar
íjelaginu enn ein meðmælin.
Að lokum skal þess getið, að hug-
myndin að fjelagsstofnun þessari er
komin undir í Kaupmannahöfn. Þeg-<
ar forgöngumenn máls þessa höfðu
átt tal við ýmsa- danska sjerfræðinga
í þessari grein, og menn þessir höfðu
allir látið uppi fullkomna trú á fyr-
irtækinu, tóku þeir að kynna sjer
undirtektir manna þar niðri. Auðvit-
að varð eigi af neinni fjelagsstofn-
un, því til þess var hvorki málið
nægilega undirbúið nje heldur nægi-
iega mikið fje fyrir höndum. Fyrir
því var það afráðið á reynslufundi,
sem haldinn var þar niðri, að leitast
fyrst fyrir um undirtektir manna og
álit hjer heima. Nú er þessu hjer
hreyft til þess mönnum gefist kostur
á að hugsa málið, þeim, sem það
vilja. Vænta menn þeir, sem að mál-
inu standa, góðra undirtekta. Búast
þeir við því að efnamenn lands vors
sjeu svo víðsýnir og samtímis þjóð-
ræknir, að þeir leggi fram höfuðstól
þann, 200,000 kr., sem gert er ráð
fyrir að þurfi. Hvað sem öðrum kann
að virðast, geta þeir eigi komið auga
á neitt það, sem mæli á móti stofnun
fielags þessa. En væri einhver sá,
sem eitthvað hefði á móti málinu,
væri óskandi, að sá hinn sami ljeti
það uppi í einhverju af blöðum höf-
uðstaðarins.
Vjer höfum eigi síður en aðrar
þióðir hrópað á frelsi og sjálfstæði.
Þessar kröfur fengurn vjer eigi við-
urkendar fyr en á umliðnu ári. Dag-
ur frelsisins rann upp yfir land vort
i myrkasta skammdeginu. Alt um það
unnum vjer frelsinu og sjálfstæðinu
og erum sjálfsagt einhuga um það.
að vjer verðum að láta það sjást eftir
mætti, að vjer sjeum því vaxnir. En
sjálfsagt greinir á um leiðirnar. Tal-
að hefur verið um að setja ræðismenn
i útlöndum til þess að greiða götu
vora þar og láta vita af tilveru okk-
?r. Sendinefndir ýmsar hafa farið ut-
an til þess að semja og ákveða um
mál vor. Enda þótt þetta hvort-
fveggja sje gott og blessað, er sá
liængur á, að vjer erum næstum jafn-
nær, að því er þekkingarútbreiðslu á
landi og þjóð snertir. Almenningur
vtra veit jafnlítið um okkur eftir sem
áður. Vjer getum eigi látið vita um
okkur með blöðunum, því að þau
skilur nær enginn. Sýningar getum
vjer eigi haldið. En vjer eigum efni
í kvikmyndir. Sendum því íslenskar
kvikmyndir út um heiminn. Þær skilja
allir og þær eru leiðin, sem vjer þurf-
um að fara, ef vjer eigurn nokkru
sinni að komast inn í meðvitund
annara þjóða. Á þeim getum vjer
sýnt alt, sem vjer eigum gotlt og
markvert af gömlu og nýju. Með
þeim getum vjer auglýst hið nýfengna
frelsi meðal alþjóða — sýnt, að vjer
sjeurn alfrjáls menningarþjóð í al-
frjálsu landi.
Ólafur Feilan.