Lögrétta - 25.06.1919, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA
3
Um skipulag sveitabæja.
Eftir Guðmund Hannesson.
I. íbúðarhúsið. (Framh.)
ÞaS væri sennilega hentugt, að geta geymt ull, ullarlára og önnur áhöld
undir bekknum eða í honum, er menn leggja þau frá sjer.* Einfaldast er
þaö auövitaö, aö skjóta aö eins slikum hlutum undir bekkinn, þegar
staöiö er upp frá vinnu. Þaö er auövelt, aö halda gólfinu hreinu fyrir því.
En ef þetta þætti miður fara, má smíöa bekkinn sem langan kassa, og
skifta lokinu eöa setunni í jafnmarga parta á hjörutn og sæti eru. Væri
þá auðgert, aö lyfta hverri setu upp og leggja ull sína og áhöld niður í
kassann eða hólfiö undir sætinu. Framhliö á slíkum bekk mætti prýöa
á ýmsan veg, bæði meö útskurði og málningu. En eftirlit þyrftu slíkir
lokaðir bekkir, ef ekki eiga þeir aö veröa aö óþrifalegum ruslaskrínum.
Nú er sá vani rótgróinn í sveitum vorum, að sitja viö vinnu sína á rúm-
unum og sofa þar í hlýindunum á nóttum. Sjerstaklega mun vinnukonum
þykja þaö hart aðgöngu, aö flytja á kvöldin úr hlýrri baðstofunni upp í
svefnherbergi á lofti, sem vel getur veriö töluvert frost í. Ekki er þetta
að neinu leyti athugavert fyrir heilbrigða, ef sængurföt eru hlý, jafnvel
öllu hollara, en þeirn, sem ekki fella sig viö það, stendur þá til boða, aö
setja tvö rúm í staö bekkjanna sitt hvoru megin prjónaborösins. Veröur
þá að ætla piltum stóla til að sitja á. Bæö,i rúmin ættu þá að vera eins
og af einfaldri en smekklegri gerð, annað hvort mjó rúm fyrir einn mann
eða til þess að skjóta saman, svo aö breiddin verði eigi meiri en á legu-
bekk. Þó er þaö mesti ósiður, að láta 2 sofa saman í rúmi, og ætti að
leggjast sem fyrst niður. Yfirleitt er það ógeöslegt að sofa hjá öðrum,
ef til vill óþrifalegum manni, en auk þess hættulegt. Lús, kláöi, berkla-
veiki og yfirleitt allir næmir kvillar, breiðast afar-auðveldlega út með
þessu háttalagi. í öllum nýjum húsum ætti því að miöa alt viö að einn
maður svæfi í hverju rúmi.
í suðausturhorni stofunnar er legubekkur, sem ætlaður er hús-
bóndanum og konu hans. Hentugast er að nota ekki fjaðrir í setuna, því
fjaðrasetur endast illa, ef þær eru mikið notaöar, og erfitt að gera við
þær, auk þess er afartorvelt, að halda þeim hreinum. Miklu betra væri
að þekja bekkinn meö góðri hrosshársdýnu,** sem mætti taka af og berja
úti. í slíkar dýnur er notað h r o k k i ð hrosshár. (Taglhár er spunniö,
vafið á kefli, soðið og táið aftur sundur). Þær eru mjúkar og endast vel.
Slíkur legubekkur getur litið vel út, ef hann er rjett smíðaður. Yfir íegu-
bekknum má koma fyrir stórum bókaskáp, ef baöstofan þykir hent-
Ugur geymslustaður fyrir bækur, en það fer mjög eftir heimilisfólkinu.
Framan legubekkjarins er b o r ð með nokkrum stólum, rjett við glugg-
ann á suðurgafli Það er vinnuborð húsmóðurinnar, og er ætlast til, að
einn af stólunum sje úr góöu efni gerður (t. d. mahogni), og að öllu hinn
prýðilegasti. Þar er sæti konunnar. Undir borðinu, helst á hyllu, sem til
þess er gerð, er saumavjelin. Læstar skúffur fylgja með borðinu, og skáp
má setja undir það öðru hvoru megin, ef svo vill, fyrir saumadót kon-
unnar og annað smávegis.
Viö austurvegg vinnustofunnar -er markað fyrir vænum m ó o f n i.
Hann er helst til nærri dyrum á þessum staö, en þó ekki svo, að ófært
þyki, ef hurðir ganga út í stigagöng og inn í hjónahús.-Á þessum staö
nýtur vel hita frá honum, ekki sist þar sem hjónin hafast við. Annars
er ágætt pláss fyrir hann i horninu við reykháfinn á noi'ðurvegg stof-
unnar. Á uppdrættinum er þar rnarkaö fyrir h 1 j ó ö f æ r i (harmonium
eða fortepiano), því ekki er það ólíklegt, aö hljóðfæri verði á flestum
bæjum, þegar fram í sækir, og komi að nokkru leyti í stað rímnakveð-
skaparins.
Ef nauðsyn þykir að setja upp vefstól i vinnustofuttni, veröUr ekki
hjá því komist, að flytja burtu karlabekkina eða hljóðfærið, ef vefstóll-
inn er ekki stærri en svo, að það nægi.
Veggi vinnustofunnar má að vísu gera einfaldlega úr garði (sljetta,
málaða og stofuhornin ef til vill hvelfd), en vel færi á því, ef efni leyfa,
að gera þá sem snotrasta, því vinnustofan veröur hvort sem er miðbik
heimilisins, ef ráð er gert fyrir því, aö hjú og húsbændur lifi þar og
starfi mestan hluta dagsins. Það væri þannig hentugt, að veggir neðan
til væru þiljaðir innan meö laglegu þiii úr kvistalítilli, ómálaöri, olíu-
borinni furu. Á slíkum veggjum sjer lítið, þeir þurfa lxtið yiðhald og þola
ágætlega ærsl og ólæti barna, en aftur hætt við, að múrveggir skemnxist
íljótlega, og er þá ekki auðvelt aö gera vel viö þá. Ofan þilsins má annað-
hvort kalklita veggina*** eða rnála með einföldum lit, sem myndi haldast
vel ofan til, þar sem ekkei't kemur við múrinn. Skrautlegt gæti það verið,
ef málarinn er þvi vaxinn, að mála áklæðis-uppdrátt á veggina, og gætu
þeir þá litð út eins og þeir væru tjaldaðir áklæöum. Sjálfur grunnurimx
gæti eigi að síður verið ljósleitur, svo stofan yrði síöur skuggaleg. En
hversu sem þessu yrði kornið fyrir, þá er það mikils vert, aö stofan geti
bæöi orðið hentug að öllu, og sem prýöilegust, að svo miklu leyti sem
það ekki kexrtur í bága við afnotin og auðvelt sje aö halda öllu hreinu. Hrein-
ieg og einföld, en smekkleg á hún að vera.
Að öllum jafnaöi mun það best og hentugast, að gesturn sje boðið inn
í baðstofuna. Þar á ætíð að vera hlýtt og notalegt á vetrum, en mestan
hluta árs eru sjerstakar gestastofur kaldar og illur verustaður -fyrir kalda
og blauta ferðamenn. Þeir geta þá setið við vinnuborö húsmóöurinnar
hjá húsbændunum. Þá er og annar kostur, ef bóndinn vill eitthvað tala
við þá, sem allir mega ekki heyra, að bjóða þeim inn í herbergi hjónanna,
innar af vinnustofunni, eins og hefur verið alsiöa. En þessi tvö herbergi
eru vönduð og vel um gengin, er lítil þörf á sjerstakri gestastofu, nema
bærinn liggi í þjóðbraut, en hjer er ekki ráð fyrir því gert. Það mun ein-
mitt hafa átt rnikinn þátt í kappi manna, að byggja sjerstakar gestastofur.
að daglegu íbúðarherbergin voru svo lítilfjörleg, að menn kynokuðu sjer
við, að bjóða gestum þangað. Þessi ástæða hverfur óðar en þessi her-
bergi eru orðin fegursti og vistlegasti staðúrinn á öllu heimilinu, eins og
þau eiga að vera. Húsbóndinn á að nxeta meira daglegt líf konu sinnar
og barna og annara heimilismanna en aðvífandi gesti og umrenninga, þó
full gestrisni sje sýnd.
Ekki verður hjá því komist, að leggja daglega í ofninn í baðstofunni
á vetrum. Hvernig sem viðrar á hún að vera heit, og ánægjulegt að koma
inn í hana. Það skiftir því miklu, að ofninn sje ágætur. Venjulegir kola-
ofnar henta ekki. Eldhólfiö er langt of lítið, og öskutrogið. Fyrix»þá, sem
brenna mó, er sjálfsagt að kaupa vænan og vandaðan móofn, sem geti
hitað alt að 100 teningstikur. í slíkum ofnum rná og venjulega sjóða vatn
0. fl., og spara þannig nokkui't eldsneyti.
5. Hjónahúsið liggur innar af baðstofu (vestan hennar). Stærðin er
txm 3.5 X 4 st- Hjónarúmið er sett í suðvesturhornið, baðstofumegin, og
sjest þá ekki, þó dyrnar sjeu opnar. Hjá rúminu er nxarkað fyrir litlu
borði, undir suðurglugganum, sem nota má fyrir þvottaborð, ef ekki er
* Frú Steinunn Frimannsdottir á Akureyri, kona Stefáns skólameistara, vakti at-
hygli mína á þessu.
** Hrosshár í dýnur er unnið á sjerstakan hátt svo að það verði hrokkið, og verða
þá dýnurnar mjúkar og ’stseltar.
*** Þó má vekja athygli á því, aS kalklitaSa veggi er ilt aS mála síSar, því olíulitur
vill illa tolla a kalkinu. Þa er ckki auSiS að þvo þa, en í staS þess er þunnum
kalklit strokiS árlega á þá.
um annaö aö gera. Undir austurglugga er annað borð nokkru stærra, og
nokkrir stólar, sem nota má handa gestxxm, ef þeim er boðið inn í hjóna-
húsið. Við norðurhliö er vænn fataskápur og litill bekkur eða sæti við '
enda hans rjett hjá ofninum í norövesturhoniinu. Ofan á fataskápinn
’ mætti ef til vill setja skáp fyrir hreint lín o. þvíl., og næöi hann þá upp
undir loft. Ef unglingur er látinn sofa í herberginu, yrði að þoka bús-
munurn svo til, aö rúm hans gæti staðið i suðausturhorni herbergisins.
Öll innangerö hjónahússins og húsbúnaður verður að nokkru að miðast
við þaö, að sofið er í herberginu. Hún þarf því að vera einföld og hrein-
’eg, getur verið snlekkleg fyrir því. Að þessu leyti eru sljettir, málaðir
múrar bestir, en hvaö börnin sneidir, er æskilegt, aö veggir sjeu þiljað-
ir neöan til. Getur hjer veriö um ýmsar tilbreytingar að ræða, sem ekki
verður lýst hjer, bæöi á litum veggja o. fl. (Frh.)
Hringhendur.
Sumri hrósa hlíöin fer,
hjal við rósir lætur
dreyma ósa, ey, og sker,
um þær ljósu nætur.
Útsjón víð af heiðahnjúk
heillar; íðilgrænum
vellir skrýöast ■ vorsins dúk.
Við skulum ríða’ úr bænurn.
Fótur þyngist, þreyfxst sál;
þarf að yngja bæði.
Við skulum klingja’ og veifa skál,
vaka’ og syngja kvæði.
Varpa’ af rómi vanans klóm,
vorsins hljóma finna:
lækja óm við engja blóm.
Engra dómum sinna.
Fjalla skart og vega val
vermir hjartarætur.
Yndi nxart í eyðidal
eiga bjartar nætur.
Röðull víði risinn frá
roðar hlíð og leitin.
Marga prýði mæta á
morgunfríða sveitin.
Himinglossar glita svið.
Gljúfi-afoss sjer rólar.
Tíbrá hossar völlum við
varxna kossa sólar.
Þ. G.
Höfundafundur.
Af því að það snertir nokkuð ís-
iand, vil jeg í fáum orðum leyfa mjer
aö skýra frá höfundafundi, er haldinn
var hjer um daginn í Khöfn.
í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og
Danmörk eru regluleg höfundafjelög;
markmið þeirra er aöallega aö gæta
íjárhagslegra kjara rithöfunda (helst
skálda og skáldsagnaritara), bæði
xnn á við og út á við. Og komu nú
íulltrúar saman hjer, til aö ræða öll
þau mál, er hjer að lúta. Því miður
er ekkert slíkt höfundafjelag til á
íslandi, og standa íslendingar sjer og
fyrir utan „hinn mentaða heim“, að
þessu leyti. Því var þaö tekið til
bragðs, að bjóða þeim 2 íslensku bók-
mentafjelögum, Hinu ísl. bókmenta-
fjelagi og Fræðafjelaginu, að senda
fulltrúa á fundinn, Bókmentafjelagxo
fal próf. Þorvaldi Thoroddsen að
nxæta fyrir sína hönd. Fræöafjelagið
nxjer. Auövitað gátum við ekki haft
nein áhrif, og framkoma okkar var
fi-emur til málamynda í þetta sinn.
Þó lögðum við lítið eitt til mála, þar
sem okkur þótti helst 'þurfa, En þetta
má eigi svo búið standa, Það er sjálf-
sagður hlutur, að íslendingar verða
framvegis að taka þátt í þeirri sam-
vinnu, sem nú er hafin með öðrum
norrænum frændþjóðum, og koma
þar frarn jafnfætis þeim. Það verður
að stofna höfundafjelag á íslandi, og
það sem fyrst. Að 2 árurn liðnum
á aftur að halda norrænan fund, og
þá verða íslenskir höfundar og skáld
að hafa sína eigin fulltrúa þar —
og þar nteð segjast í bandalag tneð
bræðraþjóðunum, eins í þessu sem
öðru.
Eins og ætíð gerist, var á þessum
íundi, sem stóð í 5 daga, mikið um
gleðisamkomur og samsæti af ýmsu
lægi. En hvern morgun og fram yfir
hádegi, voru rædd á fundum þau mál,
sem hugkvæmst hafði að ræða. Aðal-
umræðuefnin voru: stofnun bóka-
safna santnorræna í öllum höfuðborg-
unum samningamál (utn samninga
milli höfunda og útgefenda) — skatt-
ur af skáldritum i hvert sinn sem þau
eru lánuð á bókasöfnum (5 aura
skattur), sent höfundur njóti góðs af
— þýðingar frá einu máli á annað —
endurskoðun norrænna laga um’höf-
undarrjettindi — sameiginleg mála-
meöferð andspænis útlöndum.
Þetta voru umræöuefnin helstu, og
fóru umræöur vel fram og skipulega,
en ekki verður nánar skýrt frá þeim
hjer.
Hjer er um stórmerkilegt mál að
ræða. Vonandi er, að íslenskir höf-
undar sjái snúð sinn í því, að mynda
íjelag til að gæta hagsmuna sinna
og starfa í fjelagi með sínum and-
legu bræðrum á Norðurlöndum.
1 Vilji menn leita sjer nánari upp-
lýsinga, geta menn snúið sjer til
„Dansk Forfatterforening“ (Lille
Kongensgade 1).
6. júní 1919.
Finnur Jónsson.
Þríblöðungurinn.
Skjóttu geiri þín.um þangað,
sem þöjfin meiri fyrir er.
Sr. Sigurður Stefánsson hefur ritað
nýlega grein eina um þriblöðung
þennan: „andatrúna“, guöspekina og
þjóökirkjuna. En það er sá „galli á
gjöf Njarðarþ, að hann hefur birt
hana í blaði innra trúboðsins, svo að
þaö má gera ráð fyrir, að hún komi
tiltöhdega fáum af hinurn „villuráf-
andi sauðum“ fyrir sjónir. Þeirn mun
hún þó ætluð ekki síöur en öðrum, ef
veröa mætti að hún fengi snúið ein-
hverjum þeirra heim i hið grösuga
haglendi kirkjutrúarinnar, þar sem
hirðarnir hafa týnt þeim.
Höfundur greinarinnar sýnist ekki
gera mikið úr árangri þeim, er spirit-
istar og margir vísindamenn, álíta, að
hlotist hafi af rannsóknum hinna dul-
rænu fyrirbrigða. Þó hefur árangur-
inn oröið aö minsta kosti til þess að
sannfæra margar þúsundir manna
um, að þungamiðján í kenningum trú-
arbragðanna, ódauðleikatrúin, sje
ekki að eins hverful hylling og hug-
arburöur. Hún hefur nú fengið á sig
meiri veruleikablæ í augum fylgis-
manna hinna nýju stefna en alment
gerðist, síðan fyrst aö trúnni tók að
bnigna.
Þessi ýmugustur og ónotaskapur
kirkjusinna í garð spiritista, er í raun
og veru hálfbroslegur. Því þegar a'ð
er gáð, ættu engir að vera spiritistum
og þeirn vísindamönnum, sem hafa
lagt mikið kapp á að rannsaka hin
dulrænu fyrirbrigði, eins þakklátir og
kirkjusinnar, úr því aö árangurinn af
rannsóknunum hefur orðið til þess að
glæða trúna á annað líf, sem var tekin
mjög að kulna, innan sjálfrar kirkj-
unnar. Afleiðingin hefur orðið sú, að
nvt standa klerkar og kennimenn
margfalt betur að vígi í baráttunni
við vantrúna, en þeir hafa staðið, síð-
an á dögum frumkristninnar — el
þeim er annars nokkurt áhugamál að
berjast gegn vantú og deyfð' vorra
tíma. Það hefur sannast á kirkjunni,
að þegar neyöin var stærst, var hjálp-
in næst, hinar nýju stefnuf hafa kom-
ið henni til styrktar, - og mundu
styrkja hana enn betur, ef hún þekti
sinn vitjunartíma.
Það gæti verið gott og nytsamt
íyrir hina einlægu vini afturhalds-
stefnunnar á trúmálasviðinu, að gera
sjer sem ljósasta grein fyrir því,
hvernig aðstaða þeirra mundi vera
orðin, ef árangurinn af rannsóKnum
dulrænna fyrirbrigða heföi orðið sá,
að fækka að mun líkunum fyrir því
að mennirnir ættu líf í vændum eftir
dauðann. En nú hefur árangurinn
oröið til þess að sannfæra mörg þús-
und manna um lífið eftir dauðann og
fjölga líkunum fyrir því í augum ejm
þá fleiri. Það ætti því ekki að vera
til of mikils mælst, að biðja þá sent
vilja vera þjónar Krists og sannleik-
ans, að reyna að kynna sjer dálítið
árangurinn af hinni spiritistisku
hreyfingu, áður en þeir kveða upp
yfir henni áfellisdóminn. Að öðrum
kosti geta þeir átt á hættu að syndga
gegn anda sannleikans. Munum jafn-
an, að huggun sú, sem spiritisminn
hefur veitt mörgum þeim syrgjandi
mönnum og konum nú á þessum al-
vörutímum, veröur þung á metunum,
þar sem kirkjan hefur oröið oft frá
að hverfa — ekki getað veitt þeim
nokkra hjálp nje huggun.
Eitt af því helsta, sem sr. S. St.
finnur spiritismanum til foráttu, er
það, að sumir framliðnir menn eða
„andar“ hafa ekki reynst sem sann-
orðastir. Það getur þó verið nokkuð
hæpið, að kveða upp þungan áfellis-
dóm yfir spiritismanum fyrir þetta.
Allir gætnir spiritistar hafa komist að
ráun um, og kannast líka við það,
að andarnir geta verið allmisjafnir,
endá er við þvt að búast, þar sem
mennirnir eru ærið misjafnir á meðan
þeir dvelja hjerna megin grafarinnar.
Þess vegna hvetja líka allir sannleiks-
ieitandi spiritistar þjóna kirkjunnar
aö fara nákvæmlega eftir orðum post-
ulans, þar sem hann segir: „T r ú i ð
ekki sjerhverjum anda, neldur reyn-
i ð andana.“ En það er nú meinið,
að nútíðar starfsbræður postulans
fást helst til fáir til þess að r e y n a
andana, — skella sumir hverjir alveg
skolleyrunum við þessari áminning
ritningarinnar, jafnvel þótt nú sje
margfalt meiri ástæðla til þess að
fara bókstaflega eftir henni, en
nokkru sinni áður í sögu kirkjunnar.
Annars sýnist sr. S. St. rita af
minni þekkingu og sanngirni um spir-
itismann en vænta mætti, en auðvitað
eiga hjerlendir spiritistar nokkfa sök
á því, þar sem þeir hafa ekki gefið
út nema fá rit og smá, um árangur-
inn, sem hlotist hefur af rannsóknum
hinna dulrænu fyrirbrigða. Grein sr.
S. St., ætti því að verða þeim hvöt
til þess að reyna að fullnægja enn
þá betur hinum spiritistisku þörtum,
bæði fylgismanna sinna og andstæð-
tnga.*
Þá víkttr og sr. S. St. nokkuð að
kenningum Guðspekinnar, og sýnist
fara sumstaðar gálauslega langt í
fullyrðingum sínum. Auðvitað verður
að viröa honum eins og fleirum and-
stæðingum þessarar stefnu þetta til
vorkunnar, sökum þess, að hintr ts-
lensku guðspekisnemendur hafa ekki
gætað þýtt, nema örlítið brot af hinu
yfirgripsntikla fræðikerfi Guðspek-
innar, sem mönnum gefst kostur á
að kynuast á erlendum tungum, og
aðallega á ensku. Og það er ekki við
því að búast, að andstæðingar guð-
spekishreyfingarinnar vilji kosta svo
miklu til, að kaupa hin miklu og dýru
rit hinna helstu brautryðjenda Guð-
spekinnar, og lenda því oit á ljeleg-
um heimildum. Afleiðingin veröur sú,
að þegar þeir fara að rita um Guð-
spekina, fær sannleikurinn miklu
verri meöferð, en hann á 'skilið.
Það sem-er einna lakast í grein sr.
Siguröar, og varla samboðiö presti
rtje kistilegu blaði að birta, eru um-
mæli hans um stofnanda Guðspekis-
fjelagsins, mad. H. P. Blavatsky. Það
er annars næsta furðulegt, hve lágt
sumir kennimenn hjer geta lagst, þar
sem þeir víla ekki fyrir sjer að hampa
marghröktum og rakalausum ósann-
indum um einstaka menn, að eins í
jtví skyni, að reyna að stemma stigu
fyrir guðspekishreyfingunni hjer á
landi. Slíkt hlýtur þeim þó sjálfum að
þykja neyðarúrræði, og gerðu það
ekki, nema þeir fyndu að alt er um
þrotið,-bæði til sókjtar og varnar. Nú
i þetta sinn viljum vjer ekki eltast
við þessi margendurteknu óhróðurs-
ummæli kennimannanna, heldur leyfa
oss að benda þeim á rit, sem gera
ljósa grein fyrir, hvernig þau eru til
orðin. En þau rit eru: „H. P. Bla-
vatsky, by Annie Besant, a complete
Ðefence of H. P. B.“, og sömuleiðis
„Denkwúrdigen Erinneringen, von
Dr. Franz Hartmann“. Ef þessir há-
væru andstæðingar Guðspekinnar
vildu hafá fyrir því, að kynna sjer
þessar bækur, niundu þeir vita nnin
betur deili á þessum lúalega tilbún-
ingi, sem, þeir eru að halda 1 lofti,
jafnframt sem þeir mundu spara oss
það, að gera einhverntíma þýðingar-
* Spiritistar munu hafa í hyggju
að bæta eins fljótt og unt er úr bóka-
skorti um þessi efni. Og nú innan
skamms kemur út all-eiguleg spiritisk
bók, eftir enskan prest, Tweedale að
nafni, 0g er þar gefið ljóst yfirlit yfir
árangurinn af rannsóknum á hinurn
dulrænu fyrirbrigðum. Bók þessi
heitir: „Út yfir gröf og dauða“.
Höf.