Lögrétta


Lögrétta - 25.06.1919, Blaðsíða 2

Lögrétta - 25.06.1919, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTX LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, Verð kr. 7.50 árg. á Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí. Ræða Jóh. Jóhannessonar bæjarfógeta fyr- ir minni Jóns Sigurðssonar forseta 17. júní 1919. Fram aS árinu 1911 var þjóSminn- ingardagur íslendinga haldijin ein- hvern af fyrstu dögunum í ágúst- mánuSi ár hvert til minningar um þaö, aö stjórnarskráin frá' 5. janúar í874 gekk þá í gildi og hjelst þetta einnig eftir aS viS höföum fengiS heimastjórn eftir stjórnskipunarlög- unum frá 3. október 1903. ÁriS 1911 varð sú breyting á þessu aS þaö ár var þjóSminningardagur- inn haldinn um land alt 17. júní á aldarafmæli Jóns SigurSssonar for- seta og hefur sá dagur verið haldinn þjóSminningardagur síSan, og er ekki sennilegt, aS því veröi breytt. En breytingin frá ágúst til júní var í sjálfu sjer engin, því þegar vjer mintumst stjórnarskrárinnar, mint- umst vjer þjóSfrelsis vors, og þegar vjer minnumst Jóns Sigurössonar forseta, minnumst vjer hans aSallega sem þess manns, sem mest og best hefur barist fyrir þjóSfrelsi voru, og sem átt hefur mestan og bestan þátt- inn í því, aö vjer fengum stjórnai- skrána frá 1874, og hinar síSari um- bætur, sem gerðar hafa veriS og gerS- ar verSa á henni. HingaS til höfum vjer haldiS þjóS- mjnningardag, til þess aS minnast ekki einungis þess, aS vjer íslending- ar sjeum sjerstök þjóS, heldur sjer- staklega þess, aS vjer ætlum aS vera alfrjáls þjóS. Nú í dag getum vjei\ meS gleSi minst þess, aS þessu tak- marki er náS, og aS ísland nú er viS- urkent frjálst og fullvalda konungs- ííki, og meS hjartfólgnu þakklæti og virðingu getum vjer minst þeirra manna, sem mestan og bestan þáttinn hafa átt í því, aS þessu takmarki er náS, og þá að sjálfsögSu fyrst og fremst Jóns SigurSssonar. Jeg leyfi mjer að vænta þess, aS engum þyki það nú ofmælt, þótt jeg segi, að takmarki íslendinga i sjálf- stæSisbaráttu þeirra sje náS. Mjer er þaS sönn ánægja, aS geta frætt tilheyrendur mína á því, nú viS heimkomu mína frá Danmörku, sem meSlims hinnar dansk-islensku ráS- gjafárnefndar, aS Danir — aS því er jeg best veit undantekningarlaust, — hafa óskoraS fallist á skilning ís- lendinga þeirra á sambandslögunum, sem sambandslagafrv. voru fylgjandi, og aS engum málsmetandi Dana mun detta i hug aS bera fram eSa reyna að beita flækjum þeim og útúrsnún- mgum á lögunum, sem bornar voru á borS fyrir íslendinga áður en þjóS- aratkvæSiS um sambandslagafrv. fór fram siSastliðiS haust, af andstæS- ingum þess hjer á landi. Um þetta mun alþjóS sannfærast, er stjórnarfrumvörpin verSa heyrin- kunn, er leggja á fyrir alþingi þaS, sem koma á saman eftir fáa daga. En þótt takmarkinu i sjálfstæSis- baráttu vorri sje nú náS, og ísland orSið viSurkent fullvalda ríki, er ekki alt búið meö þvi, og vjer megum ekki leggja árar í bát, og láta reka á reiSanum. Vjer íslendingar verSum að sýna og sanna, aS vjer höfum veröskuldaS og veriS því vaxnir, aS vera viöur- kendir sem frjáls og fullvalda þjóð. Vjer veröum fyrst og fremst aS gæta hins fengna fulíveldis, svo vjet missum þaö ekki aftur. Vjer veröum aS muna, aS þaS er oft engu minni vandi, aS gæta fenginna hnossa, en afla þeirra, og aS íslendingar áöur fyrri glötuöu fullveldi sínu vegna inn- anlandsóeiröa, af valdagræögi lands- manna sjálfra og ólöghlýöni. Vjer veröum því aS vera samhuga um, aS gæta fullveldisins, og vera á veröi alstaSar þar, sem því er hætta búin; kappkosta aS setja landinu góS lög, og ganga ríkt eftir, aS þeim sje hlýtt. VarSveita þjóöerni vort, og hina fornu tungu, er veriö hafa aöal- vopnin í baráttunni fyrir aS vinna fullveldiS aftur. Vjer verðum aS muna, aS vandi fylgir vegsemd hverri, og eins full- veldinu, og þaS, eins og NorSmenn komast aS oröi: „Koster at være kar.“ VerSum vjer því í hvívetna aS fara aS eins 0g gáfaöri og vel siöaöri menningarþjóS sæmir. Efla atvinnu- vegi vora og hagnýta auösuppsprett- ur lands og sjávar meS dugnaöi og hagsýni, svo aS hagur þjóSarinnar blómgist og hún verSi fær um að bera hin auknU útgjöld, sem aS sjálf- sögSu verSa sjálfstæSinu samfara, og útgjöld til aS efla vísindi og listir, sem siðuð þjóS getur ekki án veriS, FramtíS íslands er nú undir börnum þess einum komin, aS því er til mann- anna tekur, og öðrum verður ekki kent um, ef illa fer. Vinni íslenska þjóSin í anda Jóns SigurSssonar og haldi hún áfram starfi því, sem hann veitti forustu, þá mun henni takast, aS efla farsæld þessa lands, og auka álit þess meS öSrum siöuðum þjóSum. Þá getur hún og árlega með góðri samvisku haldiS þjóðminningardag 17. júní, til þess aS heiöra minninguna um hann. En til þess aS þetta takist, verður minn- ingin um starfsemi Jóhs SigurSsson- ar, ásamt ást hans á landinu og trú á framtíö þess öflugustur lyftisteng- urnar. MeS þessum fáu orSum vil jeg leyfa mjer aS biöja yður aS hrópa nífalt húrra fyrir minningu Jóns Sig- urðssonar. Minning Jóns SigurSssonar forseta lifi ætíð! Stríðslokin. Friður loksins saminn. I, I símskeyti, sem kom hingaS í fyrradag, 25. þ. m., frá ensku stjórn- inni, segir, aS ÞjóSverjar hafi lýst yfir því opinberlega, að þeir ætli aS undirskifa friöassamningana, og í Khafnarskeyti frá í gær, eða 24. þ. m., segir: „ÞjóSverjar hafa undir- skrifaS friSarskilmálana án frekari skilyrSa." Þarna á þ"á svo aS heita, að friöur sje að lokum endanlega saminn. Eii þaS kemur óvænt, aS ÞjóSverjar hafi gengið aS samningunum. Miklu hærra ' hafa þær fregnir látiS aS undanförnu, sem sögðu þá ekki skrifa undir. Svör bandamanna við uppástungum ÞjóS-, verja, sem sagt er frá í 24. tbl., voru afhent 17. þ. m., meS kröfu um að undirskrift færi fram þann 21. Var svo útdráttur birtur úr-svörum banda- manna 18. þ. m. En hingaö hafa ekki komiö greinilegar fregnir af þeim, nema þaS, aS um litlar og óverulegar breytingar frá eldri skilmálum sje aS eins,að ræöa. Þessi svör bandamanna vöktu líka afarmikla gremju í Þýska- landi. Berlínarskeyti frá 18. þ. m. seg- ir, aS mótmæli hafi risiS upp um alt Þýskaland. ÞaS þyki svo sem engin dæmi sjeu í hgimssögunni til annarar cins framkomu og þeirrar, sem banda- mannastjórnirnar hafi látiö sjer sæma gegn Þjóöverjum, eftir aS vopnahljes- samningarnir komust á. OfbeldisfriS- ur þessi sje jafnvel verri glæpur en rjálf heimsstyrjöldin. Berlinarfregn frá 19. þ. m. sagði, að rikisstjórnin og friðarmálafulltrú- arnir heföu látið uppi þá skoðun, eftir aS hafa rætt svör bandamanna í Wei- mar, aS skilmálarnir væru óþolandi og ómögulegt aö fullnægja þeim. En máliS yröi nú rætt viö þingflokkana og sendiherra sambandsríkjanna. Sama dag kom fregn frá Khöfn, er sagði, að þýska stjómin vildi hafna skilmálunum, en MiSflokkúr þingsins berðist fyrir þvi, aö þeim yröi tekið. ÞaS virðist svo sem meiri hluti þings- ins hafi litiS svo á, sem ekki væri um annaö að gera, en aS undirskrifa skilmálana, þvi 20. þ. m. kemur sú Iregn, aS þýska stjórnin hafi sagt af sjer, en líkindi sjeu til aS meiri- hlutasósíalistinn Hermann Múller myndi nýja stjórn, og aS meS hon- um taki sæti í henni m. a. Erzberger, sem er einn af Miöflokksforingjunum og formaður friðarmálanefndarinnar, Bemstorff greifi, áöur sendiherra i Washington, og Ricthofen fríherra, einn af forsprökkum Demókrata- flokksins. Um þessa nýju stjórnar- myndun hefur samt ekkert frjetst síS- an. En Lundúnafregn frá 21. þ. m. skýrir frá miklum undirbúningi frá hálfu bandamanna til innrásar í Þýskaland, ef skilmálarnir ver.Si ekki undirskrifaöir. Þar segir, aS Foch yf- irhershöfðingi hafi 750 þúsundir manna til taks viS Rin, og hersveitir streymi nú þangaö til vígvallanna. ÞaS sje nú hægt, „að taka á fáum stundum Fránkfurt, Essen og West- falen. Ensk flotadeild hafi verið send inn í Eystrasalt, og margar flugvjelar sjeu þar vel búnar aS sprengjum, og geti þær náS til Berlínar á fáum klukkustundum. Er nú ekki svo aö heyra, sem neitt sje því til fyrirstöðu frá siögæSilegu sjónarmiSi, aS hella sprengitundri yfir borgina frá flug- vjelum, þótt margt hafi Englendingar sagt áSur hjartnæmt um flugvjela- feröirnar frá Þýskalandi til Lundúna, og virSist það þó vera nokkuS annaS, aS beita slíku vopni gegn yfirburða fjandmanni í heitu stríSi, heldur en aS beita því gegn sigruöum óvini til enn frekari kúgunar. Þessar ógnir munu hafa stuðlaS aS því, ásamt neyðarástandi því, sem nú er aS sjálfsögöu ríkjandi í Þýskalandi á öllum sviöum, aS ÞjóSverjar hafa ekki sjeö sjer annað fært, en aö undir- skrifa skilmálana. Ofsagt er þaS varla, aö framkoma bandamannastjórnanna í friðarmálun- um, frá því er vopnahljessamningarn- ir voru gerðir í haust, og alt fram til þessa, spyrjist hvervetna meSal hlut- lausra þjóða illa fyrir. Og hjá banda- mönnum sjálfum fær hún einnig þunga dóma. 25 háskólakennarar í Oxford, biskupinn þar og margir áðr- ir merkir menn hafa opinberlega mót- mælt henni. Enskir blaðamenn, sem veriS hafa í austurhjeruðum Þýska- lands, sem nú á að leggja undir Pól- land, hafa enga dul dregið á þaö í frásögnum sínum, aS þetta væru al- þýsk hjeruS. Frá hálfu franskra jafn- aSarmanna hafa einnig komiö fram öfldg mótmæli. Sömul. frá ýmsum flokkum manna í Bandaríkjunum. II. Eftir aS þaS var skrifaS sem hjer fer á undan, hefur komiö loftfregn frá Berlín, dags. í gær síðd., og segir hún nánar frá því, sem fram hefur farið í Þýskalandi. RíkisþingiS hjelt fund síöastliðinn sunnudag, 22. þ. m., og hafði þá Bauer tekiS viö forsætisráöherraem- bættinu af Scheidemann. Fyrir lágu tvö mál: undirskrift f'riSþrskilmál- anna og traustsyfirlýsing til nýju stjórnarinnar. Frá hálfu meirihluta- sósíalista, eða stjórnarflokksins fyrv., var lýst yfir, aö ekki væri hægt aö komast hjá því, aS undirskrifa friS- arskilmálana. Frá MiSflokksins hálfu kom fram lík yfirlýsing, en Demó- kratar kváðust greiSa atkvæöi á móh undirskrift, en sitja hjá, er atkv. væru greidd um traustsyfirlýsinguna. Þeir tveir þingflokkar, sem eru leifar hinna gömlu íhaldsflokk’a, kváðust hvorki greiða atkv. meS traustsyfir- lýsingu nje undirskrift. Haase lýsti yfir fyrir óháöa sósíalista, aS þeir greiddu ekki atkv. meS traustsyfir- lýsingu, en aftur á móti mundu þeir greiða atkv. meS undirskrift friðar- samninganna í þeirri von, aö heims- byhingin mundi aS lokum leiða til þess, aS samband öreigalýSsins næmi álögur bandamanna-auövaldsins úr gildi, þótt eigi miSaSi byltingunni eins hratt áfram og vænst hefSi veriS. Forsætisráöherra svaraði þessari yf- irlýsingu því, aS flokkur óháöra só- síalista ætti mesta ápk á því, aS er- lendis væri því ekki trúaö, aS ÞjóS- verjum væri þaS alvara, aS hafna íriðarskilmálunum. Yfirlýsing kom fram frá fulltrúum sósralistaflokks- ins í þeim hjeruðum, sem skilja á frá Þýskalandi, þ. e. úr Pósen, Austur- prússlandi, Vesturprússlandi, Saar- hjeraðinu, Efri-S:chlesiu og Sljes- vig-Holstein, og segjast þeir ekki vilja standa fyrir friöi, en fallist sár- nauSugir á friöarskilmálana. Segjast þeir lýsa því yfir fyrir alheimi, að þeir sjeu þýskir og vilji vera þýskir, og aldrei skuli þeir missa þá von, aS fyr eöa síöar muni þau hjeruð, sem hatursfullir sigurvegarar nú í skamm- sýni hrifsi frá Þjóðverjum, aftur sameinast föSurlandinu. Vakti þessi yfirlýsing mikinn fögnuS í þinginu. Þá var gengiö til atkvæða um svo- hljóöandi ályktun: „ÞingiS samþykk- ir undirskrift friöarskilmálanna". Var þá látið ósagt, hvort þaS skyldi gert meS eöa án þess fyrirvara sem Bauer forsætisráðherra haföi oröaö. Ályktunin var samþykt meS 237 at- kvæöum gegn 138, en 5 greiddu ekki atkv. I meirihlutanum voru jafnaöar- menn úr báSum flokkum, MiS-flokk- urinn og lítill hlu.ti Demókrata. — Traustsyfirlýsingin til stjórnarinnar var samþykt meS 238 atkv. gegn 89 atkv. Bauer stjórnarformaöur skýrði íriöarþinginu í Versailles frá að þýska stjórnin vildi undirita meS þeim skilyröum, sem fram hefðu veriö tekin, en Clemenceau svaraSi því svo, aö bandamenn gætu ekki fallist á neinar ívilnanir nje fyrirvara og kreföust þess, aö fulltrúar ÞjóSverja gæfu ótvíræð svör um, hvort þeir ætluSu aS undirskrifa friðarskilmál- ana eins og þeir væru nú orðaöir eöa ekki. Þá fór þýska stjórnin fram á þaS viö bandamenn aö fá 48 stunda frest tif frekari athugana friSarskil- málanna. Var þeim tilmælum svaraS um hæl á þá leiS, aö bandamenn gætu engan frekari frest gefiS., Því var lýst yfir af mörgum hers- höföingjum, sem samþykt höfSu und- irskriftina meö fyrirvara, aS þeir mundu segja af sjer ef skrifaö yrði undir fyrirvaralaust, og virtust helst líkur til þess, aö ráSaneyti Bauers mundi ekki lengur hafa fylgi meiri- hluta þingsins. En Bauer lýsti því tnn yfir á þingi, aö svo væri komiö hag Þýskalands, aö óhjákvæmilegt væri aS undirskrifa friSarsamningana skilyrðislaust, og samþykti þingiS þaS síðan meö líku atkvæöamagni cins og hina fyrri ályktun. Var svo á sunnudagskvöldið tilkynt í Versöl- um af fulltrúum ÞjóSverja, aS þýska stjórnin ætlaði aS undirskrifa friöar- samningana fyrirvaralaust. Frjettir. Tíðin. SíSastl. viku hafa veriB þurk- ar öSru hvoru og norðanátt, en á milli hefur vindur snúist til suöurs . og þá rignt. Holger Wiehe dócent fór hjeSan, ásamt fjölskyldu sinni, í gærkvöld meö „Botníu“. 17. þ. m. gáfu sam- kennarar hans viS háskólann honum aS skilnaði gullúr, og afhenti þáver- andi háskólarektor, Einar Arnórsson prófessor, þaö meö stuttri ræöu. y » • Aðkomumenn eru hjer nú margir. Frá Khöfn hafa komiö: sjera Hauk- ur Gíslason og frú hans, Tror E. Tulinius stórkaupm. og frú hans, Val- týr Stefánsson búfr. og frú hans, Ól. Þorsteinsson stud. med. og frú hans, stúdentar margir og margir útlend- ingar. AustfjarSaþingmennirnir komu allir meS „Botniu“ á sunnud. Einnig sjera Jón á Stafafelli, Þórarinn fyrv. alþm. í Gilsárteigi 0. m. fl. Frá Akur- eyri komu margir meS skipi í fyrra- dag, þar á meðal sjera Björn í Lauf- ási og frú hans. Frá Englandi og Ameríku hafa komiö: Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld, Árni Egg- c-rtsson og Árni Sveinsson, fulltrúar Vestur-íslendinga á Eimskipafjelags- íundinn, og Þorst. Björnsson cand. theol frá Bæ. Jón Þorláksson vierkfræðingur hef- ur um tíma aS undanförnu veriS í Þórshöfn á Fsfreyjum aS annast um rafmagnsleiðslu, sem þar er veriö aS koma á. Hann kom heim meS „Bot- niu“ nú á sunnudaginn. Vjelbátaútgerð á Hornafirði. SiS- astl. vetur var haldiS út 18 vjelbátum frá Höfn í Hornafirði, og öfiuSu þeir vel. Hefur veriö þarna vjelbátaútgerð nokkur undanfarin ár, en aldrei áSur eins margir bátar og síöastl. vetur. Eyjólfur Runólfsson frá Reynivöll- um i Hornafiröi kom suður hingaö fyrir nokkru, til þess al leita sjer lækningar vil blindu, en óvíst er enn um árangurinn. Hann hefur veriS sjónlaus nokkur missiri, og er nú á 80. ári. Háskólinn. Þar hefur nýlokiö prófi í guðfræSi Lárus Arnórsson, meS 2. betri eink., gol/3 st. En í lögfræSi hafa lokiS prófi: Jón Kjartansson, meS 1. eink., 124% st., Jón Sveinsson, meS 2. betri eink., 90^ st., og Gunnar Espólín, meS 2. betri eink., 81 st. Hið ísl. bókmentafjelag hjelt aöal- íund 17. þ. m. 21 fjelagsmaSur hafði andast síðastl. fjelagsár, og var sjer- staklega minst fyrv. forseta fjelags- ins, B. M. Ólsen. 102 nýir fjelags- menn höfðu bætst viS, og er nú fje- lagatalan um 1500. Samþykt var aS hækka árstillagiö úr 6 kr. í 10 kr., og nær sú breyting gildi 31. des. þ á Heiöursfjelagar voru kosnir: N. Gjelsvík prófessor í. Kristjaníu, R. Lundborg ritstjóri í Stokkrólmi og Einar Arnórsson prófessor. Forseti, dr. Jón Þorkelsson landsskjalavðröur, r-kýrði frá,-aS út kæmi í ár frá fje- jaginu upphaf á Brjefabók GuSbrands biskups Þorlákssonar, hefti af Safni til sögu íslands, og byrjun á útgáfu óprentaSra annála og miðaldakvæSa. í ráði væri einnig, að gefa út rit Jqn- asar Hallgrímssonar. Útgáfa Forn- brjefasafnins hefSi stöSvast um hríS, vegna þess, að á stríösárunum hefði ekki náöst til heimilda frá Khöfn. Sjera Kristinn Daníelsson stýrSi fundinum. Dáinn er 19. þ. m. GuSjón Helga- son bóndi í Laxnesi i Kjós. Synodus hefst hjer á morgun meö guSsþjónustu ; dómkirkjunni kl. 1. Sjera Magnús Jónsson stígur í stól- inn. Fundirnir verða haldnir í sam- komusal K. F. U. M., og standa yfir frá kl. 9—12 og 4—7 frá fimtud. til laugardagskvölds. Allir prestvígS- ir menn og guSfræðiskandidatar eru velkomnir á fundina. Á fimtudags- kvöld og föstudagskvöld verða opin- ber erindi flutt í dómkirkjunni kl. 8/ siSd. Fyrra kvöldiö talar sjera FriS- rik FriSriksson um „hina fullkomnu hugsjón lífsins", en síSara kvöldiö Sig. Sívertsen prófessor um „rann- sóknir trúarlífsins“. Arne Möller prestur, frá Dan- mörku, dvelur hjer nú um hríS. Hefur hann áður komiS hmgaö til lanas, og margt vel og vinsamlega um ís- land skrifáö í dönsk tímarit og blöö, svo sem kunnugt er. Næstkomandi sunnudag prjedikar hann í dómkirkj- unni kl. 5 síöd. 19. júní. Þann dag var bjart og Tal- legt veður og hátíSarhald hjá kven- fólkinu meö sama sniSi og á undan- förnum árum. SkrúSganga kringum tjörnina til Austurvallar, en þar flutti GuSm. Finnbogason prófessor ræöu. Á öörum stööum fluttu ræSur og fyr- irlestra frú Bríet BjarnhjeSinsdóttir, Sig. Eggerz ráSherra, frú Laufey Vil- hjálmsdóttir og mag. Jakob Smári. ASsókn var mikil aS þeim skemtun- um, sem í boöi voru, bæSi á íþrófTa- vellinum og víðar, og er sagt, aö LandsspítalasjóSurinn hafi fengiö um daginn alls eitthvaö nálægt 10 þús. kr. í tekjur. Páll Eggert Ólason kom heim frá Kaupmannahöfn meS „Botniu“. Hef- ur hann dvalið þar síöan í vetur, viö rannsóknir í handritasöfnum. Heim- spekisdeild Háskóla íslands hefur ný- lega tekiö gilda til varnar heimspekis- ritgerö eftir hann, um Jón Arason. Er þaS mikiS verlc. Tvö kvæði eftir Heine. Þýdd af Jarþrúði Jónsdóttur. I. Jeg mændi í myrkum draumum á mynd af henni og sá, aS hulið líf sjer hreyfði á hinni kæru brá. Þá bæröist bros á vörum, svo bjart og unaðsríkt. í augnanna angurblíðu var eitthvaS tárum líkt. Og heitu tárin hrundu af hlýrum nið’r um mig. Og æ! eg get aldrei trúaS, um ,ævi aS mist hafi’ eg þig. II. (Brot). Heyrir þú guS í hafi.dimmu, hann talar þúsund röddum meS, og yfir höfði okkar einnig þú ótal drottins ljós fær sjeö. Sá helgi guS í ljósí lifir og líka’ í myrkri á hann völd. Og guS er öllu í og yfir, hann er í okkar kossafjöld. Matthías lifi! Hamingjan við hilmi ljek, af hólminum bar hann sigur. fánýt reyndust „barnabrek" búandans í Vigur. Hallgr. Jónsson.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.