Lögrétta - 09.07.1919, Qupperneq 1
Útgefandi og ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
LOGRJETTA
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti II.
Talsími 359.
Nr. 28
Reykjavík 9. júlí 1919.
XIV. ár.
Klæðaverslun
H. Andersen & Sön
Aðalstræti 16.
Stofnsett 1888. Sími 32.
Þar eru fötin saumuð flest.
Þar eru fataefnin best.
Ný þingskipun.
I. Þjóðfjelagsþróunin.
Það er nú orðið nokkuð langt síö-
an að Herbert Spencer hjelt
þvi fram, að ekki væri til neins að
ætla sjer að s k a p a stjórnarskipun
eins lands; hún yrði að þ r ó a s t eft-
ir lands- og þjóðarhögum. Og þetta
er auðvitað hverju orði sannara, ef
vel á að fara og þjóðirnar eiga ekki
að rasa úm ráð fram. En þá er að
teyna að hafa sem gleggstar gætur
á því, hvert þróunin stefnir, og reyna
svo að greiða götu hennar, með því að
taka það og greiða fyrir því, sem
virðist nýtilegt og heillavænlegt, en
hafna göllunum. En er nokkuð um
þetta hugsað hjer á landi? Er ekki
alt látið velta eins og verkast vill?
Vel má vera, að gáfumennirnir á
þingi og í stjórn hugsi bæði eitt og
annað í þessu efni, en samt sem áður
ber þess lítil merki, hvort heldur er í
löggjöf eða stjórn, að þeir taki veru-
legt tillit til hinnar þjóðfjelagslegu
þróunar. Þó eru nú um öll lönd slík
heljar-öfl að starfi utan þinga og
utan stjórna, að það er jafnvel við
því búið, að þau spyrni h-inu aldna
stjórnarfyrirkomulagi um koll þá og
þegar. En þá er of seint að rumska
og sjá að sjer. Betra að taka hæfi-
legt tillit til þeirra, meðan tími er til.
Einnig hjer á landi eru nú ýms slík
þjóðfjelagsöfl farin að láta til sín
taka utan þings og stjórnar, er geta
valdið meiri eða minni breytingum
eða jafnvel byltingum í þjóðfjelags-
lífinu, ef þau fá ekki að starfa og
njóta sín á sjer eðlilegan og lögmæt-
an hátt. En hver tekur eftir þessu?
Og þó er ákveðin og meira að segja
mjög svo áberandi þróun að fara
fram hjer sem annarstaðar, þróun,
sem getur orðíð að byltingu, ef ekki
er sint rjettmætuní kröfum hennar,
meðan tími er til. Það ættu nefnilega
bæði þjóðræðið og þingræðið að
muna, að það eru til önnur öfl, sem
eru jafnvel sterkari en það hvort-
tveggja, en þetta eru hin þjóðfjelags-
legu öfl stjettaskipunarinnar.
Þetta mun nú sumum þykja kynieg
kenning og nýstárleg. En lítum þá að
eins í kringum okkur og hyggjum að
því, sem er að gerast.
Það fyrsta, sem maður þá rekur
augun í, er þetta, að allar stjettir
landsins eru að sameina sig hver fyrir
s’g og fá sjer fulltrúaráð og forustu.
Nú hafa bændur flestir tekið hönd-
um saman, bæði í framleiðslufjelóg-
um — eins og t. d. rjómabúum og
sláturfjelögum — og svonefndum
samvinnufjelagsskap, sem aðallega er
fólginn í kaupskap og verslun. Þeir
hafa og nú sitt búnaðarþing, blað og
skóla, og kjósa sjer fulltrúa til þess
að halda sínum málum fram, en Bún-
aðarfjelaginu beita þeir fyrir sig, til
þess að ná í sinn skerf og ríflega það
úr ríkissjóði, og býta honum síðan út
meðal bænda og búnaðarfjelaga
landsins, án þess þó að gera lands-
stjórninni frekari greiti fyrir því.
Sjómenn hafa og sameinað sig í
hásetafjelögum og útgerðarmenn all-
flestir í útgerðarmannafjelagi; en
Fiskifjelagið á víst að verða eitthvað
í líkingu við Búnaðarfjelagið, þótt
stjórn þess sje næsta undarlega skip-
uð og umboðsmenn þess út um land
og sendimenn sjeu oft annara stjetta,
enda Hta sjómenn hálfgerðum vantrú-
araugum á þessa umboðsmenn sína.
Þá bafa kaupmenn sameinað sig
og kosið sjer fulltrúaráð í svonefndu
„Verslunarráði fslands", en verslun-
armenn í verslunarfjelögum.
Einna eftirtektarverðast er þó ef
lil vill verkamannasambandið, sem nú
er líka að komast álaggirnar.Ýmsiðn-
fjelög og verkamanna, er nefna sig
„Verklýðsfjelög Reykjavíkur", hafa
nú tekið höndum saman og kosið sjer
fulltrúaráð, er skiftist í þrjár nefiid-
ir, framkvæmdanefnd, fjármálanefnd
og fræðslunefnd og eru þrír fulltrú-
ar í hverri. Framkvæmdanefndin ann-
ast allar framkvæmdir fjelagsins,
íjármálanefnd fjármálin, en „fræðslu-
nefndinni" er ætlað að fræða fjelag-
ana um tilgang o'g starfsemi slikra
fjelaga, bæði utan lands og innan.
Öllum þessum fjelögum, sem í sam-
bandinu eru, er nú jafnframt fyrir-
skipað að ganga í Alþýðusambandið,
sem er kosningasamband verkamanna
úm land alt.
Loks hafa nú starfsmenn ríkisins
og embættismenn, til þess neyddir af
launakjörum sínum og dýrtíðinni
undanfarin ár, verið að sameina sig
og gengið í allsherjarsamband með
mörgum undirdeildum, svonefnt
„Samband starfsmanna ríkisins", og
kosið sjer fulltrúaráð og fram-
kvæmdanefnd, sem jafnvel getur fyr-
irskipað Öllum fjelögum sínum hið
ýtrasta til“þess að fá rjettmætumkröf-
um sínrfm fullnægt.
Af þessu sjest nú, hvert stefnir,
jafnt hjer á landi sem annarstaðar.
Hver stjett þjóðfjelagsins fylkir sjer
í eina oddfylking, kýs sjer fulltrúa-
ráð með framkvæmdastjórn í broddi,
og hún kýs sjer loks oddvita, sem
verður aðalfúlltrúi allrar stjettarinn-
ar út á við.
Það má sjá það á tvennu, að hjer
er um veruleg þjóðfjelagsöfl að ræða.
Aannað er það,að að minsta kosti sum
af þessum stjettasamböndum hafa
myndað með sjer kosningasamband
til þess að taká þátt bæði í þingkjöri
og sveitakjöri. Og þó sjest þetta kann
ske enn betur á hinu, sem er ekki enn
komið í ljós hjer á landi, að stjettir
þessar geta, að minsta kosti sumar
hverjar, hafið allsherjarverkföll, ef
þær fá ekki kröfum sínum fullnægt,
og með því komið af stað meiri eða
'minni þjóðfjelagsbyltingum.
Er nú rjett að láta alla þessa ríg-
bundnu stjettaskipun.sem er að verða,
með öllu afskiftalausa, þegar farið
verður að semja grundvallarlög rik-
isins ? Er það rjett að láta eins og hún
sje ekki til? Mjer finst það fákænska
og af tvennum ástæðum, bæði af því
að hún utan þings og utan stjórnar
getur valdið meiri eða minni bylting-
um; en þó einkutn af hinu, að með því
að veita fulltrúum allra þessara stjetta
lögtrygða hluttöku í löggjöf og stjórn
ríkisins, ávinnur ríkið tvent, vitið og
þekkinguna á einstökum atvinnu-
greinum landsins, og svo trygging-
una fyrir því, að reipdráttur stjett-
anna fer fram innan þings, á ð u r
en lögin, sem misklíðinni valda, verða
til, en með því er girt fyrir skjótar
cg hættulegar þjóðfjelagsbyltingar.
II. Stjettir og stjettakjör.
Það er öllurn mönnum vitanlegt,
þótt ekki hafi verið nægilega að því
gáð til þessa, að þjóðfjelagið mynda
tómar stjettir, er hver upp á sinn hátt
cg þó allar í sameiningu starfa að því
að viðhalda þjóðfjelagsheildinni.Hver
stjett starfar að sínu hlutverki í þjóð-
fjelagsheildinni og þjóðfjelagið get-
ur oftast nær alls ekki án hennar
verið. Það sjest best á því, í hvílík
vandræði þjóðfjelagið kemst i hvert
skifti, sem einhver stjettanna leggur
niður, störf sín. Og 'það er besti próf-
steinninn fyrir því, hversu nauðsyn-
leg einhver stjett er í landinu, að hve
miklu leyti þjóðfjelagið getur an
hennar verið eða ekki. Þjóðfjelagið
getur, að minsta kosti enn sem kom-
ið er, verið án bílstjóra, þótt þeir
leggi niður störf sín, fen það getur
ekki verið án bænda, sjómanna,
verkamanna og starfsmanna ríkis-
ins. Þjóðfjelagið getur verið án ein-
stakra kaupmanna, en það getur ekki
verið til án einhvers konar kaupskap-
ar yfirleitt.
En — er það nú ekki eftirtektar-
\ert, að lítið sem ekkert tillit hefur
verið tekið til þessa í stjórnarskrá
landsins og stjórnarfari ? Menn hafa
altaf verið að hlaupa eftir hinum al-
menna kosningarrjetti og rýmka
hann, rjett eins og það væri sjálf-
sagt, að hver óvalinn náungi í land-
inu hefði bæði kosningarrjett og
kjörgengi, undir eins og hann hefði
aldur til, þótt hann hefði á engu vit
og kynni ekkert gott að leggja til
landsmála. En fyrir þetta erum við
nú líkt og aðrar þjóðir að hrapa nið-
ur í þetta alkunna stjórnmálaforað,
þar sem sá ræður mestu, sem einhvern
veginn hefur haft rnest lag á því að
afla sjer fylgis meðal múgsins. En
um stjettirnar í landinu, þær sem bera
þjóðfjelagið uppi, er ekkert hugsað.
Er það rjett látið ráðast, hvort þæi
fá nokkurn fulltrúa eða engan á þingi
þjóðarinnar.
Þetta má nú ekki lengur svo til
ganga. Hver stjett í landinu, sem get-
ur talist nauðsynleg, á siðferðislega
heimting á að fá trygðan einn eða
fleiri fulltrúa í annari hvorri þing-
deildinni, auk þeirra málsvara, sem
hún kann að geta komið inn á þing
með þjóðkjörinu eða hinum almenna
kosningarrjetti.
Það liggur og í augum uppi, að ef
það er talið æskilegt og sjálfsagt, að
sjerþekking á einstökum atvinnu-
greinum landsins og nauðsynjamál-
um hverrar stjettar eigi að kornast
inn á þingið, þá verður að tryggja
þetta með sjerstöku kjöri og sjer-
stakri þingskipun, með svonefndu
stjettakjöri og stjettaþingi. Það rekur
hvort sem er, eins og að ofan er sýnt,
að þessu, þar sem hver stjett í land-
inu er að fylkja sjer um sín áhuga-
mál og kjósa sjer sitt fulltrúaráð og
forustu.
Væri nú ekki rjett að athuga það í
tima, áður en gengið er frá grundvall-
arlögum ríkisins, hvort ekki mundi
tiltækilegt og rneira að segja ráð-
legt, að breyta þannig þingskipun og
stjórnarskipun landsins, að hún sam-
svaraði kröfum tímans og þróun
þeirri, sem þegar er farin að gera
vart við sig í þjóðfjelaginu ?
Mætti þá ef til vill skipa neðri
deild Alþingis líkt og verið hefur,
þjóðkjörnum þingmönnum úr einstök-
um kjördæmum landsins, þó þannig,
að meira tillit væri tekið til kjósenda-
tölunnar í hverju kjördæmi en verið
hefur. Þessi deild nefnist þá þ j ó ð-
þ i n g i ð, þar sem hún væri kosin
með þjóðkjöri.
En efri deild ætti að skipa með
stjettakjöri, þannig að hver af aðal-
stjettum landsins fengi þar sína fulí-
trúa, er kosnir væru af allri stjett-
inni. Yrði efri deild þá, af því að hún
væri kosin með stjettakjöri, svonefnt
stjettaþing.
Nú hefur verið bent á það hjer að
framan, að fimm stjettir hefðu hjer
á fandi komið á hjá sjer föstu skipu-
lagi, og ef vel er að gáð, þá eru
þetta aðalstjettir landsins, nefnilega:
bændur og búalið, sjómenn og far-
menn, iðnaðar- og verkamenn, k^up-
sýsíumenn og starfsmenn ríkisins. Ef
þingsætin í efri deild yrðu nú 15, en
það er minsta breyting frá því sem
er, þá fengi hver þessara stjetta 3
fulltrúa í efri deild, auk þeirra full-
trúa i neðri deild, er hún kynni að
geta aflað sjer með hinum •almenna
kosningarrjetti.
Méð þessari skipun efri deildar
væri vitið og sjerþekkingin á ein-
stökum atvinnugreinum þjóðarinnar
komin inn í þingið. Og þvi ætti sjer-
hvert það mál, sem varðaði að ein-
hverju leyti atvinnureksturinn í land-
inu eða kjör stjettanna, að leggjast
fyrst fyrir þessa deild þingsins. Þar
yrðu þá málin rædd frá sjónarmiði
hverrar þeirrar stjettar, er ljeti þau
að einhverju leyti til sín taka. Og þar
yrðu þau ekki útkljáð, fyr en stjett-
irnar, með fulltrúaráðin utan þings að
baki sjer, kæmu sjer sainan á ein-
hverjum viðunanlegum grundvelli.
Stor Svensk motorfabrik
rned verkligt og gott anseende, tilverkare av motorer och motor-
vinschar, söker en hufvudförsáljare för Island.
Specialite: Fiskebátsmotorer.
Svar till „PRIMA MOTOR-DUGLIG SÁLJARE".
AB. S. Gumaelius’ Annonsbyrá, Stockholm, Sverige, f. v. b.
Efri deild, stjettaþingið, ætti því
jafnan að fjalla um atvinnumálin,
aður en þau kæmu til kasta þjóð-
þingsins eða neðri deildar. Og ef svo
reðri deild gerði einhverja breytingu
á samþyktum efri deildar, ætti málið
aftur að fara til efri deildar. Ef hún
gæti þá ekki felt sig við breytingar
þær, sem gerðar væru, en færi sínn
fram, yrði að útkljá málið í samein-
uðu þingi.
Þótt nú slík þingskipun væri stór-
bót frá því sem er, þá dylst mjer ekki,
að skipun efri deildar gæti með tíð
og tíma orðið enn betri, ef fleiri yrðu
þingsætin og stjettirnar gætu þar af
leiðandi fengið fleiri fulltrúa inn í
efri deild, helst alt fulltrúaráð stjett-
arinnar, því að þá væru engin öfl til
utan þings, er gætu andæft eða mót-
mælt gerðum þingsins og stjettirnar
yrðu því að* sætta sig við þær.
En nú býst jeg við, að flestum vaxi
í augum að auka þingmannatöluna,
enda skal jeg ekki að svo komnu ráða
til þess, fyr en hitt er reynt. Minna
iná þó á það, að Alþingi hið forna
taldi ekki á sig að hafa 51 goða, þeg-
ar -flest var, en sú tala mundi sam-
svara því, ef 26 þjóðkjörnir sætu í
neðri deild, en 25 stjettkjörnir skip-
uðu- efri deild. Er alls ekki sagt, að
ijölgun þingmanna í efri deild upp í
25 þyrfti að vera nokkur kostnaðar-
auki fyrir landið, því að vel gæti ver-
ið, að stjettirnar vildu sjálfar borga
fulltrúum sinum þingsetuna að ein-
hverju eða öllu leyti .
Æskilegast væri, að mínu viti, að
efri deild yrði eins og smámynd af
stjettaskipun þjóð'fjelagsins, þannig
að hver stjett í landinu gæti sent
þangað 5 fulltrúa, og þá yrði full-
trúaráð hennar fult og óskorað.
Mætti þá hugsa sjer, að efri deild
yrði t. d. þannig skipuð:
I. Starfsmenn landsins, t. d.: 1 lög-
ffæðingur, 1 læknir, 1 prestur, 1
kennari, r verkfræðingur.
II. Kaupsýslumenn, t. d.: 1 hag-
fræðingur, 1 útgerðarmaður, 1 kaup-
rnaður, 1 kaupfjelagsmaður, 1 versl-
unarmaður.
III. Iðnaðar- og verkamenn, t. d.:
1 byggingameistari, I múrari, 1 trje-
smiður, 1 vjelamaður, 1 verkamaður.
IV. Sjómenn og farmenn, t. d.: 1
strandgæslumaður, 1 vitamálamaður,
1 hafnarstjóri, 1 skipstjóri, 1 háseti.
V. Bændur og búalið. 1 búnaðar-
fjelagsmaður, 1 áveitumaður, 1 fóssa-
fræðingur, 1 bóndi, 1 vinnumaður.
I Þetta er nú að eifls laust sýnishorn
| af deildinni, sem stjettirnar með
| stjettakjöri sínu gætu breytt og bætt
eftir vild. Konur eru hjer ekki sjer-
staklega nefndar, af því að þær geta
nú þegar samkvæmt löggjöf landsins,
rækt hverja þá stöðu, sem þær vilja
; cg hafa fullkomin skilyrði til; „mað-
I ur“ merkir því hjer, það sem það á
að rnerkja, karl eða kona. En það væri
ekki litið þjóðvit, sem væri saman
komið í slíkri deild og ekki lxtil þekk-
ing á öllum landshögum, Eini gall-
inn á þessu virðist mjer sá, að þetta
mundi auka þingræðui-nar og lengja
Þingtíðindin, en þá yrðu þau líka ó-
líku merkilegri bók fyrir alla þekk-
ingu á þjóðhögmn en þau nú eru.
Annars skal jeg nú ekki orðlengja
frekar um stjettaþingið, en að eins
bæta því við, að stjettakjörið gæti
orðið ofur einfalt og verið samfara
þjóðkjörinu. Gaidurinn væri sá,að hver
kjósandi teldi sig til einnar og að
eins til einnar stjettar, þótt hann legði
gjörva hönd á margt. En í vafatil-
fellum gæti það legið undir úrskurð
kjörstjórnar, til hvaða stjettar helst
bæri að telja hann. Svo gætu kjör-
seðlarnir verið jafn-marglitir og aðal-
stjettirnar eru margar, þannig að
hver stjett hefði sinn lit. Þá væri sá
hnútur leystur.
Nú skal jeg að eins bæta nokki-um
orðum við um sjálft stjórnarfyrir-
komulagið, sem ætti að hvíla á þess-
ari þingskipun.
III. Stjórnia.
Rjettast hygg jeg, að forsætisráð-
herr'a væri tilnefndur af sameinuðu
þingi, þannig að hann hefði fylgi
meiri hluta þings, en að hann til-
nefndi svo aftur undirráðherra sína
annað hvort úr flokki þingmanna —
helst stjettarþingsmanna — eða utan-
þingsmanna, líkt og forseti Banda-
íikjanna gerir nú. Hann bæri þá
einn ábyrgð á stjórninni gagnvart
þinginu, en undirráðherrarnir bæru
ábyrgð á gerðum sínum gagnvarthon-
um, þannig að hann gæti stefnt þeim
til ábygðar fyrir dóm, eins og þingið
gæti stefnt sjálfum honum fyrir
íandsdóm. En með því að hann til-
nefndi sjálfur ráðherrana og bæri
ábyrgð á gerðum þeirra, fengi hann
yfirtökin gagnvart þeim og jafn-
framt væri að miklu leyti girt fyrir
l:apphlaupið á þingum um stöður
þessar. En til þess að tryggja það enn
frekar, að ráðherrar þessir yrðu
rnenn með sjerþekkingu á málum
þeim, er þeir ættu að veita forstöðu,
gæti forsætisráðherra valið ráðherra
sína í samráði við fulltrúaráð þeirra
stjetta, sem þar ættu einna helst hlut
að máli. Þá ætti bæði hann og undir-
ráðherrann vísan stuðning þeirrar
stjettar eða stjetta, svo lengi sem vel
og viturlega þætti stjórnað.
Um skiftinguna á ráðherrastörfun-
um vildi jeg að eins leggja það til,
að dómsmálin og kenslumálin yrðu
aðskilin. Þar kem jeg raunar við við-
kvæman blett — fjölgun ráðherra úr
3 í 4. En það kemur ekki til af góðu,
cg er þó bráðnauðsynlegt. Öll vor
skóla og uppeldismál eru í ólestri,
liklegast helst af því, að lögfræðing-
ar, sem ekki hafa neina sjerþekkingu
á málum þessum, hafa veitt þeim
forstöðu hingað til. En þetta er eitt-
hvert íuesta nauðsynjamálið, sem öll
framtíðarheill þjóðarinnar og kom-
andi kynslóða er undir komin, og
þyrfti því að athugast frá rótum.
Þjóðin stendur og fellur með því,
hvaða uppeldi, mentun og menningu
hún fær á öllum sviðum þjóðlífsins.
Því verður' maður með viti og sjer-
þekkingu á þessum málum að setjast
hjer við stýrið, og þess vegna verð-
ur að skilja mentamálin frá dóms-
málunum.
Ráðherrarnir verða þá 4: dóms-
málaráðherra, kenslumálaráðherra,
atvinnu- og samgöngumálaráðherra
og verslunar- og fjármálaráðherra.
Tekur forsætisráðherrann að sjer for-
stöðu þeirrar stjórnardeildar, sem
hann er færastur um, en undiráð-
herrarnir þrír hinar hverja um sig.
Á öllum ráðherrafundum sker að
sjálfsögðu atkvæði forsætisráðheri-a
úr öllum ágreiningsatriðum, þar sem
hann einn á að bera ábyrgðina gagn-
\-art þinginu.
Til mála gæti auðvitað komið, að
„taka alla ráðherrana af“, nema for-
sætisráðherrann, en láta forstöðumenn
stjórnardeildanna hverrar fyrir sig
vera eins konar „undirráðherra"
hans, hvern í sinni stjórnardeild. Þá