Lögrétta


Lögrétta - 09.07.1919, Side 3

Lögrétta - 09.07.1919, Side 3
LÖGRJETTA 3 hyrjar kenslu 15. okt. n. k. og starfar til 14. maí. Heimavistir eru i skólanum, og leggur skólinn til rúm meö stoppuðum dýnum og púðum. Námsmeyjar þurfa því ’aö leggja sjer til yfirsængur, kodda og rekkjuvoðir. Skilyrði fyrir inntöku i skólann eru: a. Að umsækjandinn hafi engan næman sjúkdóm. b. Að hann hafi vottorS um góða hegðun. c. AS hann sanni með vottoröi, að hann hafi staðist fullnaðarpróf sam- kvæmt fræðslulögunum, ella gángi undir inntökupróf. Nemendur sem vilja setjast í aðra eða þriðju deiid, skulu sanna fyrir kennurum skól- ans, að þeir hafi kunnáttu til þess, eða taki próf. Á skólanum eru kendar þessar námsgreinar: íslenska, danska, reikningur, landafræði, saga, náttúrufræði, dráttlist, skrift, söngur, leikfími, handavinna og hússtjórnarstörf. Þeim, sem óska, cr veitt tilsögn í ensku. Sjerstök áherla er lögð á handavinnuna, og búist er viö, að auka hússtjórnarkensiuna frá því sem verið hefur. Fæðisgjalfl næsta skólaár er ákveðið 50 kr. um mánuðinn eða kr. 350.00 fyrir alt skólaárið. Skólagjald fyrir hverja. námsmey er kr. 50.00. Helming af fæðis- og skólagjaldi skal borga við komu á skólann, en hitt mánaðarlega siðari hluta skólaársins uns lokið er. Fyrir þvi sem ekki er greitt strax, skal setja trygga sjálfskuldarábyrgð. Umsóknir um skólann skulu sendar fyrir lok ágústmán. n. k. til for- manns skólanefndarinnar, Árna Á. Þorkelssonar á Geitaskarði. Reglugerð skólans er prentuð í B-deild stjórnartíðindanna I9!5> bls. 10 —J5, og geta þeir sem vilja kynt sjer .þar nánar inntökuskilyrði og fyrir- komulag skólans. SkólanefxLdin. Kennarastaða. Við kvennaskólann á Blönduósi vantar tvær kenslukonur. Þær, sem kynnu að vilja sækja þurfa auk almennra námsgreina, að geta kent matreiðslu og ön'nur hússtjórnarstörf og söng (sbr. reglugerð skól- ans, B-deild stjórnártíðindanna 1915, Ws- 10—“I5)- Launin voru 1917—’i8 kr. 250,00 aak fæðis, húsnæðis, ljóss og hita, og má gera ráð fyrir, að þau hækki eftir samkomulagi, en þó ætti lágmark launakröfu að fylgja umsóknunum. Kenslan byrjar næsta haust, 15. Október. Umsóknir sendist formanni skólanefndarinnar, Árna Á. Þorkelssyni á Geitaskarði. Skólanefndin. þess, að efla lifandi samúðarsamband með íslendingum og Dörium. Var góður rómur gerður að máli hans. En að endingu var samþ. að senua sjera Þórði Tómassyni svohljóðandi skeyti: L ’ „Hin íslenska prestastefna, saman komin í Reykjavík, sendir yður og um yðar hendur hinni dansk-íslensku kirkjunefnd innilega kveðju og alúð- arþökk fyrir starf yðar og nefndar- innar til eflingar samvinnu og sam- úðarþels með hinni dönsku og ís- lensku kirkju. Guð láti það starf bera góðan árangur." Þá var rætt um stofnun hins ísl prestafjelags og samþykt lög fyrir það. í stjórn þess voru kosnir: præp. hon. sjera Skúli Skúlason, Magnús Jónsson docent, Árni Björnsson pró- fastur, Sig. Sívertsen prófessor og sjera Bjarni Jónsson. Síðasta dag prestastefnunnar flutti biskup erindi um „Fylling guðlegrar opinberunar", en sjera Bjarni Jóns- son talaði um helgidagavinnu og verkalýðinn. Var samþ. svohlj. til- laga: „Prestastefnan lýsir gleði sinni yfir því, að áhugi er vaknaður hjá verka- mönnum fyrir því, að helgidagarnir sjeu betur friðaðir en nú er raun á og telur kirkjan sjer ljúft að styðja að þessu máli með verkalýðnum, og kýs í því skyni 3 fulltrúa til að ræða mál þetta við hann.“ Kosnir yoru: dr. Jón Helgason biskup, sjera Bjarni Jónsson og sjera Fr. Friðriksson. Guðm. Einarsson prófastur hóf umræður um .stofnun barnauppeldis- heimila. Samþ. var svohlj. tillaga: „Prestastefnan telur mjög nlauð- synlegt, að komið sje hið bráðasta á fót barnauppeldisheimilum fyrTr kaupstaði og sjávarþorp, og leyfir sjer því að beiðast þess, að hið háa alþingi veiti á næstu fjárlögum hæfi- legan styrk karli eða konu, ^er fari utan til þess að kynna sjer slik upp- eldishæli á Norðurlöndum, og komi síðan fram með tillögur um, hvernig þeim skuli hagað hjer hjá oss." Biskup mintist þess, að Jón biskup Vídalín ætti á næsta ári 200 ára dán- arafmæli, og óskaði að prestar gengj- úst fyrir samskotum til þess að hon- um yrði reist minningarstytta við dómkirkjuna. Var því vel tekið. Eftir tillögu biskups vöru samþykt meðmæli með beiðni til alþingis frá Hólssöfnuði í Bolungarvik, um að gera Bolungarvík að sjerstöku presta- kalli. Biskup sleit svo samkomunni með kveðju-ávarpi. Guðjón Guðlaugsson alþingismaður. Kveðja frá Strandamönnum. Margur drengur. drap sitt skap í dumbungslofti þjóðmálanna; margan henti hrap og tap hreinna hvata’ og viljans sanna. Mundi orðið mikið vik milli þín og skaps þíns forðum? Þú hataðir bæði hik og svik, hreinn á -svip og djarfur í orðum. Eins mun flest, þótt eitt sje breytt: æskufuninn, þys í máli. Þarftu’ ei vera þréyttur neitt, þótt þú sleppir gný og báli. Þú munt muna þráttið grátt, — þjettings blástra hjer á Ströndum, en annan daginn dátt og kátt og drjúgan yl í handa-böndum. Hlýtt skal nú vort handaband, og hugir munu’ af Ströndum vitja þín, sem lengi þandir gand 1 eirri bygð til heilla’ og nytja. Jak. Thor. Stríðslokin. Síðustu frjettir. Þa.ð eru, eins og við mátti bú.ast, íi'jög gremjufullar raddir, sem heyr- ast frá Þjóðverjum og Austurrikis- mönnum út af friðarskilyrðunum, sem þeir hafa nú orðið að undirskrifa. Aðalmálgagn þýsku stjórnarinnar, „Vorwárts", .sagði um friðarsamning- sna, að frá hálfu Þjóðverja yrði aldrei á þá litið öðru vísi en sem einskis metinn pappírsmiða, og fyr yrði ekki staðar numið, en hann lægi sundur- tættur fyrir fótum þeirra. Austurríkismenn höfðu búist við vægari friðarskilmálum að ýmsu leyti en Þjóðverjar fengu, en þær vonir brugðust. Skilyrðin, sem þeir verða að ganga að, þ. e. hinn þýski hluti Austurríkis, eru enn verri, með þvi að alt að helmingi þeirra Þjóðverja, sem i Austurriki bjuggu, er nú setcui undir stjórn annara ríkja og Þjóð- flokka. Dr. Renner, forsætisráðherra Austurríkis,ritaði friðarþinginu hvöss mótmæli gegn skilyrðunum. Hann segir þar, að hið þýska Austurríki sje svift frjósömustu hjeruðum sínum, og þvert ofan i öll þjóðernisrjettindi eigi að þröngva 4 miljónum af 10, þýskra borgara í Austurríki, undir yfirráð þjóðflokka, sem sjeu þeitn fjandsam- legir í hugsunarhætti, og er þar eink- um átt við þau hejruð, sem falla tit hins nýja Tjekko-Slovaka-ríkis. Seg- ir hann óskiljanlegt, hvernig slíkt megi samrímast þeim yfirlýsingum, sem stjórrfir bandamanna-stórvdd- anna hafi áður gefið út, um fyrir-. ætlanir sínar og tilgang í ófriðnum. Ha,nn segir, að það sem eftir sje skilið af Austurríki, sem eru að eins nokkur hjeruð ásamt Vínarborg, alls með um 6 miljónum íbúa, geti eigi staðist út af fyrir sig. Hann kveðst vart geta trúað þv.í, að svo verði litið á, sem það sje bandamönnum og Norðurálf- unni yfirleitt hagsmunaauki, að gert sje gersamlega út af við hið gamla riki, og þar með skapaðar nýjar þjóð- ernisdeilur i þeim hjeruðum, sem þýskir Austurríkismenn byggja. En eigi borgarafriður að haldast þar framvegis, þá verði að breyta þeim friðarskilmálum, sem nú sjeu settir. Deilur hafa risið út af tveimur til- tektum Þjóðverja eftir að friðarskil- málarnir voru undirskrifaðir. Þýskur herforingi í Berlín fjekk, ásamt nokkrum hermönnum, að skoða garnla franska fána hertekna, sem geymdir voru þar, og ávkeðið var að nú skyldi skilað aftur til Frakklands. En hann tók fánana með valdi af umsjónar- manni þeirra og brendi þá frammi fyrir hkneski Vilhjálms keisara I. Fyrir þettg. heimtar Clemenceau að refsingar komi. Um hitt er þó nokkru meira vert, að Þjóðverjar söktu her- skipaflota þeirn, sem bandamenn höfðu af þeim tekið, og geymdur var í Scapaflóa, sunnan við Orkneyjar. Var hann fluttur þangað, er vopna- hljeð var samið í haust og voru þýsku skipshafnirnar þar enn á skipunum og höfðu hönd yfir þeim. Nú, er það var útgert, að floti þessi yrði tekinn af sigurvegurunum, Ijet yfirforingi hans sökkva öllum skipunum í einu á Scapaflóhöfninni. Vatnshanarn- ir voru opnaðir í botnum skipanna og sukku þau fljótlega. Um leið og þau sukku hafði þýska flaggið verið dreg- ið upp á öllum skipunum. Skipverjar hjeldu svo til lands á bátunum. Yfir- foringinn hjet Reuter og kvaðst einn bera ábyrgð á verkinu. Segist hann með því hafa framkvæmt keisara- lega þýska fyrirskipun frá 1914, er mæli svo um, að þýsk herskip megi ekki falla í óvina hendur. Það er sagt, að skipin, sem sökt vár, hafi ahs ver- ið um 400 þús. tonn að stærð, og eru þau talin 70 milj. sterl. pd. virði. Frakkar og ítalir höfðu átt að fá þau til aukningar flotum sínum, og nú segja blöð bandamanna, að þessari úpphæð verði bætt á skuldareikning Þjóðverja. Skipunum var sökt 22. f. mán. Khafnarfrjett frá 5. þ. m. segir, að Bolsjevíkar hafi yfirhönd í viðureign við hersveitir Finna i landamærahjer- uðunum, og enski herinn hafi rýmt burt úr Norður-Rússlandi og Káka- sus. Frjettir. Guðjón Guðlaugsson alþm. Nokkr- ir Hrútfirðingar, er hjer voru á ferð um daginn, heimsóttu G. G. sunnu- daginn 29. f. m., og færðu honum að gjöf göngustaf, er smíðað hefur Ríkharður Jónsson listamaður, og er stafurinn mikil gersemi. Á handfang- ið eru skorin ýms tákn, um sum mik- ilsverðustu nytjamál þessa lands, sem Guðjón hefur verið ýmist manna mest við riðinn eða þá beinlínis forgöngu- maður um. T. d. er þar skipsmynd, er táknar áhrifamikil afskifti G. G. af samgöngum á sjó, þar er ög hlekkja- festi mikil, er minna skal á samvinnu- fielagsskapinn hjer á landi, en G. hefur lengi verið einhver hinn þraut- seigasti liðsmaður hans. Ræktunar- sjóður íslands er og táknfestur þarna og loks eru þar gaddavírsgirðingar og er Guðjón, svo sem kunnugt er, frömuður girðingalaganna. Gripur þessi er gjöf frá Hrútfirðingum Strandamegin fjarðarins. Guðmundur G. Báðarson frá Bæ var einn þeirra manna, er afhentu stafinn, hafði hann orð fyrir þeim og hjelt einkar við- feldna ræðu við þetta tækifæri. Einn- ig var G. G. flutt þarna „Kveðja frá Strandamönnum11, kvæði J. Th., sem prentað er hjer í blaðinu. Danskíslenska fjelagið hjelt hjer samkomu kvöldið 4. þ. m., og vax aðgangur öllum frjáls. Sjera Arne Möller hjelt þar fróðlegan fyrirlestur um Suður-Jótland, einkum til að skýra fyrir mönnum mismunandi skoðanir Dana á því, hver landamæri þeim væru þar heppilegust. Um Norður-Sljesvík eru allir sammála, vilja að hún sameinist Danmörku, þvi þar er dönsk tunga og danskt þjóð- erni ráðandi. Fyrirlesarinn var þeirr- ar skoðunar, að Danir ættu einnig að fá meira eða minna af Mið-Sljes- vík, t. d. bæinn Flensborg, og taldi líklegt, að atkvæðagreið'slan fjelli á þá leið, enda þótt Þjóðverjar sjeu þar nú í miklum meiri hluta, því framtíð bæjarins væri mjög komin undir sam- bandi hans við þau hjeruð Suður-Jót- lands, sem að sjálfsögðu falla nú til Danmerkur. Að þessu leyti var hann á annari skoðun en t. d. Holger Wiehe dócent, sem ekki óskaði að fá Flens- borg með, taldi hana of þýska. (Sið- asti kafli ritgerðar H. W. um Suður- Jótland kemur í næsta tbl. Lögr.). Þar næst talaði Jón biskup Helgá- son um Danskíslenska fjelagið, til- gang þess og starfsemi, og gat þess, að sjera Arne Möller væri einmitt sá maðurinn, sem einna mest og best hefði starfað í þeim fjelagsskap. Hann gat þess m. a„ að til orða hefði, komið, að reisa í Khöfn allstórt hús, þar sem fjelagið hefði aðalbækistöu sína, og hefðu íslendingar, sem til Khafnar koma, þar athvarf. Ef til vill yrði ísl. stjórnin í samvihnu við fje* lagið um þá húsbyggingu. Sjera Arne Möller talaði síðan einn- ig um starfsemi Danskíslenska fje- iagsins, framtíðarfyrirætlanir þess og samvinnu meðal Norðurlandaþjóð- anna. Á undan og eftir voru sungnir ís- lenskir og danskir ættjarðarsöngvar. Eyjólfur Runólfsson frá Reynivöll- um. Honum var haldið samsæti af Skaftfellingum hjer í bænum síðastl. mánudagskvöld, og afhentu þeir hon- um heiðursgjöf, 700 kr. í peningum, með ávarpi, og segir í því, að þetta eigi að vera vottur um viðurkenningu frá þeirra hálfu til hans, sem verið hefur hreppstjóri þar eystra yfir 40 ár, „fyrir unnið starf, góða viðkynn- ingu og dæmafáa gestrisni." — „Er það ósk vor,“ segja þeir ennfremur, „að þjer megið njóta góðra og ró- samra ellidaga, og að fjör það, sem ávalt hefur fylgt yður, og yðar glað- væra lund, endist yður til æviloka." — Undir ávarpinu eru Sig. Ólafsson sýslumaður, Sig. Eggerz ráðherra, Gísli Sveinsson sýslum., Páll Sveins- son kennari, Eggert Benediktsson í Laugardælum,*sjera Ól. Magnússon í Arnarbæli, V. Knudsen verslunarfull- trúi, Þorl. Jónsson alþm. og Þorgrím- ur Þórðarson læknir. Eyjólfur hefur beðið -Lögrjettu að ílytja ávarpsmönnum þakklæti sitt og góðar óskir; kveðst geyrna ánægju- legar endurminningar af kynning sinni við þá alla. Prestývígsla fór fram hjer síðastl. sunnudag. Vigður var Lárus Arnórs- son cand. theol. til aðstoðarprests á Miklabæ í Skagafirði. Frjálsir útflutningar. Með stjórnar- auglýsingu frá 2. þ. m., í Lögb.bl., er tilkynt, að útflutningur á ísl. af- urðutn, sem framlei.ddar eru á yfir- standandi ári, að undanskildum hross- nm, sje frjáls frá þeim degi. Til Austfjarða fer flóabáturinn „Skjöldur“ í dag með 50 Austfirð- inga, sem hjer eru nú' staddir. Bruni á Siglufirði. Kvöldið 7. þ m. brann síldarstöð Söbstads á Siglu- firði. Hafði að eins verið vátrygð fyrir rúmh 40 þús. kr. Minningarsjóður Eggerts ólafsson- ar. Þegar jeg ritaði síðast um sjóðinn, gat jeg þess, að Eiríkur læknir Kjer- úlf stæði fyrir fjársöfnun á ísafirði. Hann hefur haft mikinn áhuga á, að verða sjóðstofnuninni að liði, og sýnt þar framúrskarandi dugnað. Hann gekk um meðal útgerðarmanna, og fjekk ýmsa þeirra til að lofa að gefa sjóðnum 100 kr. fyrir hvem bát, ef vel gengi. — Eiríkur kom til mín ,í gærkveldi og færði mjer alls 900 kr. í sjóðinn, og fleiri hundruð sagði hann að eftir væri að kalla inn, af því sem lofað hafði verið. Þes'sar 900 kr. voru frá þeim mönnum, er nú skal greina: Þorvarði Sigurðssyni 100 kr„ Axel • Ketilssyni 200, Helga Sveinssyni 100, Karli Olgeirssyni 33°, Jóhanni Þorsteinssyni 50, O. G. Syre 100 kr. Það má með sanni segja, að ís- firðingar hafa orðið vel við, og vona jeg, að útgerðarmenn annarsstaðar á landinu, og aðrir atvinnurekendur fari að dæmi þeirra og láti sjóðinn rijóta góðs af,þegarvel gengur. Sömu- leiðis er það von mín, að menn ann- arsstaðar á landinu fari að dæmi Ei- ríks Kjerúlf og beiti sjer með jafn- miklum dugnaði. fyrir fjársöfnun til sjóðsins. Höfum það hugfast, áð mik- ið þarf að gafnast í sjóðinn, ef hann á að verða verki sínu vaxinn. 3.—7. '19. Helgi Jónsson. Dánarfregn. Guðrún Snæbjarnardóttir andaðist á Bildudal þ. 25. maí s. 1. nær níræð að aldri, fædd 13. sept. 1829. Hún var borgfirsk að ætt og uppruna, bjó á Brekku á Hvalfjarðarströnd nær 40 ár. Síðustu árin dvaldi hún hjá börn- um sínum á Bíldudal. Lík hennar var flutt að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og greftrað þar 7. júní. Guðrún sál. Var mjög gáfuð, orðlögð sæmdar og merkiskona í öllum háttum. Munu þeir mörgu, er hana þektu, minnast hennar með hlýjum hug og virðingu. a. Steingrímur Arason kennari er nú kominn heim, eftir fjögra ára dvöl í Ameríku. Vorið 1915 fór hann utan. Áform hans var að kynha sjer skólahald í Ameríku og nema um leið. Fyrsta skólaárið, sem Steingrímur dvelur í Ameríku, • heimsækir hann skóla og kynnir sjer skólahald í New- York. Les hann þá jafnframt ensku og mannkynssögu við Morris-high- school (Morrisskóla) og uppeldissögu við Cittycollege' (borgarháskólann). Annað árið gengur hann í þá deild Cólumbíu-háskólans, sem fjallar um uppeldismál. Þar tekur hann þátt í iðnaðar- og verslunarlandafræði, námsstjórn (kenslulefébeiningu) og verklegri framkvæmd hennar, og að semja námsskrár. Var hann þá og daglegur gestur í æfingaskóla há- skólans. Þessi deild Columbru-háskólans, og íaunar allur skólinn, er menningar- miðstöð allra ríkja innati og utan Ameríku. Þangað koma menn úr Bandaríkjunum og öllum löndum heims. Kennarar skólans eru á fjórða hundrað. Margir þeirra eru prófessor- ar alþektir, sem ritað hafa merkustu bækur um uppeldismál. Má nefna aðra eins menn og John Dewey upp- eldisheimspeking, Thorndike, sálar- fræðing, Mc. Murry uppfundninga- inann í kensluaðferðum, Strayer, sem mest hefur breytt skólaástandi Banda- ríkjanna, með nýrri aðferð, sem hann og aðrir hafa fundið upp, til þess að leggja mælikvarða á nothæfi skóla- húsa, framför barna, skólastjórn, kenslu og fleira, — og Killpatrick, beimspeking og uppeldisfræðing og marga fleiri. Ýmsir kennarar við skóla þenna hafa stundað nám í Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og víðar, auk Ameríku og fengið dok- tors- eða prófessors-nafnbætur við frægilstu háskóla. Hátt á þriðja þúsumd nemendur voru þarna saman komnir. Þriðja árið tók Steingrimur þátt í samningu námsskráa fyrir barna- og unglinga-skóla, námsstjórn, hagfræði, þjóðfjelagsfræði, bamasálarfræði. verklegri framkvæmd í að dæma um skólaástand og semja skólalöggjöf. Fjórða árið tók Steingrímur þátt í verklegri framkæmd i að dæma um ástand skóla, hátíðahaldi skóla og.ná- grennisins, leikjum og dansi tyrii börn, að segja sögur og lesa, lestri og ræðuhöldum, kensluaðferð í barna- skólum og uppeldisheimspeki. Við enda hvers námsskeiðs er tekið* fullnaðarpróf í hverri námsgrein.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.