Lögrétta


Lögrétta - 01.10.1919, Síða 1

Lögrétta - 01.10.1919, Síða 1
Utgeiandi og ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsimi 178. Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 40. Reykjavík 1. okt. 1919. XIV. ár. Úti um heim. Sigurhátíð Frakka í París. 14. júlí í sumar var mikið um dýrS- ii í París. Þá var sigurhátíöin hald- in, og þá átti gle'ðin og glaumurinn að halda þangað aítur innreið sína eftir sorgir og hörmungar stríðsins. Þá hjeldu þeir Foch og Joffré sigur- innreið sína i borgina, og á eftir þeirn fór her Frakka og bandamanna i tugum þúsunda, sumir riðandi, aðr- ir gangandi, og rigndi blómum yfir hersveitirnar, en áhorfendaskarinn var talinn í miljónum. Sægur flagg- skreyttra flugvjela sveif í loftinu yf- ir mannfjcldanum. Veður var hið fegursta, giaða sólskin og blár him- in. „Sá, sem sjeð hefur þennan dag, hefur lifað,“ sagði Clemenceau gamli þá í ávarpi til frönsku hermannanna. Hjer fer á eftir útdráttur úr lýs- ing á þessum hátíðahöldum, en sá, sem frá segir, var þar sjálfur við staddur. Honum varð fyrst starsýnt á það, hve margar konur í sorgar- búningum voru við hátíðahöldin. Ilann bjóst ekki við, að einmitt þær mundu gera sjer far um að vera við- staddar, er hermennirnir væru boðn- ir velkomnir heim úr stríðinu; hjelt, að þær mundu fremur sitja heima þann dag og draga niður glugga- tjöldin. En svo var ekki. Flátíðin fjekk einmitt þann blæ, að hún væri eigi síður haldin vegna hinna dauðu* en þeirra, sem lifað höfðu alt og að lokum sigrað. Til þess að skilja hugs- unarhátt Parísarbúa við þessi hátíða- höld, verða menn að hafa það hug- fast, að öllum almenningi í Frakk- landi hefur verið innrætt föst trú á það, að Frakkar hafi í þessu stríði barist fyrir hinum eina rjetta mál- stað, og að öllum hinum mikla til- kostnaði, þar á meðal fyrst og fremst lífi þeirra fjórtán hundruð þúsunda ungra manna, sem fallið hafa, sje fórnað fyrir framtíðarhamingju, eigl að eins Frakklands sjálfs, heldur jafnvel alls mannkynsins. Það er þessi hugsuri, sem ljettir eða kæfir sorgina og gerir þessa sigurhátíð að gleðidegi, þrátt fyrir alt, sem á und- an er gengið. En minningunni um hina föllnu hermenn er alstaðar of- ið inn í það, sem fram fer, og jafn- an á þann hátt, að það virðist vel við eiga, þvi Frakkar eru smekkvísir menn fremur flestum öðrum. Undir hvelfingu sigurbogans hafði verið reist hátt og stórt minnismerki, sem átti að tákna sameiginlegan legstað þeirra Frakka, sem fallnir voru „fyr- 'ir föðurlandið“. Um nóttina fyrir há- tíðahaldið hafði mannstraumurinn í sífellu liðið þarna framhjá, og hver maður mátti að eins kasta einu blómi á þessa ímynduðu gröf. En í lýsingu um morguninn var komið heilt fjall af blómum kringum fótstall minnis- merkisins. Kl. 8 um morguninn kom Poincaré ríkisforseti að minnismerk- inu og hafði honum verið reíst þar hásæti, svo að hann gæti sem best sjeð, hverju fram færi um daginn. Nú festi hann fagran sveig á minnis- merkið. Næstur honum kom Clemen- ceau forsætisráðherra og forsetar þingsins og heiðruðu minningu hinna föllnu á sama hátt, og því næst kom einn eftir annan, fulltrúar frá land- hernum og sjóhernum o. s. frv., valdalausir hermenn. Lítil stúlka bar fram blómsveig frá Elsass og Lot- hringen. Meðan þessu fór fram, stóð hermannavörður við minnismerkið, og alt fór þetta fram með fullkomnu hermenskusniði. Kvöldið áður hafði verið haldin mikil veitsla í Elysée-höllinni. Rik- isforseti Frakklands mintist þar sig- ursins í viðurvist helstn manna bandamannaþjóðanna, sem staddir voru í Paris. Gestirnir skiftu hundr- uðurn, og voru þar bæði helstu stjórnmálamenn bandamannaþjóð- anna og æðstu hershöfðingjar þeirra. Það er sagt, að vart muni áður hafa verið saman komið í einum borðsal jafnmargt af stórmennum. En i heið- urssætið við borðið milli frú Poincaré og Fochs yfirhershöfðingja, var sett- ur óbreyttur franskur hermaður. — Reyndar bar hann á brjósti kross huðursfylkingarinnar frönsku, en hann var valdalaus maður í hcrnum. Það var sögð sú saga, að krossinn hefði hann fengið fyrir það, að hann hefði aleinn tekið til fanga 153 Þjóð- verja, þar af 2 foringja, í helli við ána Aisne, 20. ágúst 1918. Þegar upp var staðið frá borðum og veit- slugestirnir gengu út úr höllinni, þyrptust blaðamennirnir kringum þennan mann, og hver spurningin rak aðra. Meðal annars spurðu allir, hvað hann hjeti. „Jeg hef ekkert nafn,“ svaraði maðurinn. „Jeg er bara ó- breyttur hermaður.“ Báðumegin við sigurbogann voru ieistir stórir pallar, og eftir skipun Clemericeaus áttu særðir menn úr stríðinu að hafa þangað einir aðgang. Frá hermannasjúkrahúsunum í París og nágrenninu hafði verið saínað á J.essa palla nokkrum þúsundum lim- lestra manna. Vantaði hendur á suma, fætur á aðra, en sumir voru blindir. Þegar blómsveigarnir höfðu verið festir á minnismerki hinna töllnu manria, eins og áður er frá sagt, gekk fram á svæðið við sigur- bogann, framan við hermannafylk- ingar þeirra Fochs og Joffrés, und- arleg fylking, en í henni voru að eins særðir menn og limlestir. Var þetta fyrsta fylkingin, sem fram gekk í sigurhersingunni. En er hún var horfin, kvað við gíf- lirlegur hvellur og eldfluga mikil þaut upp frá hátindi sigurbogans. Hún táknaði það, að nú væri hinum föllnu og særðu gerð full skil, en að hinir lifandi og hraustu sigurvegar- ar kæmu til sögunnar. Þeir Foch og joffré höfðu þá horfið úr sætum sín- um meðal áhorfendanna og voru komnir í fararbrodd sigurfylkingar- innar, sem nú hafði skipað sjer ut- an við liinn mikla sigurboga. Þai tóku yfirvöld Parísarborgar á móti þeim. Formaður borgarstjórnarinn- ar mælti þar nokkur orð til þeirra og bauð þá velkomna lieim úr stríð- inu. „Herra marskálkar,“ sagði hann siðast, „hlið Parísarborgar standa ykkur opin!“ og um leið benti hann inn í gegnum sigurbogann Þeir Foch og Joffré stigu þá á bak stríðshest- um sínum, er fram voru leiddir, og nú hófst sigurinnreiðin. Flornafiokk arnir gripu til hljóðfæra sinna, fall- byssuskot dundu, múgurinn veifaði höttum og vasaklútum, og hrópaði hástöfum: Lifi Foch! Lifi Joffré! Lifi Frakkland! Lifi bandamenn! Blómum var stráð yfir götu sigur- vegaranna, og í loftinu svifu flagg- skreyttu flugvjelarnar og sve;fluðust hver um aðra. Þeir Foch og Joffré voru þó ekki ellra fremstir í för. Fyrir framan þá gengu þrír menn í venjulegum her- mannabúningum, óbreyttir liðsmenn, sem enginn vissi nöfn á. Foch reið bægra megin á gljábrúnum stríðs hesti, sem Emir heitir, en Joffrá vinstra megin á dökkrauðum hesti blesóttum, sem Ben heitir, og er þektur frá vígvöllunum viö Marne. Joffré er, eins og menn kannast við af myndum, breiður í sessi og bros- andi. Hann er í gömlum einkennis- búningi, eins og þeir voru í byrjun stríðsins. En Foch er í spánnýjum, heiðbláum einkennisbúningi, magur 1 andliti og alvarlegur, og situr á hést- inum eins og hann væri steyptur úr nialmi. Marskálksstafnum heldur hann fast upp að hægri hlið, og hreyf- ir hann að eins einu sinni til heilsun- ar, en það er þegar hann ríður fram hjá hásæti ríkisforsetans. Svo ríða yfirhershöfðingjarnir hlið við hlið gegnum sigurbogann, en á meðan er franska flagginu veifað ákaft á toppi hans, og upp þaðan stíga tvö hvít ljós, Þá líða fylkingarnar fram, ein eft- ir aðra, og inn i gegnum .sigurbog- ann. Þar eru hermenn frá 15 þjóðum og gengur hver þjóð sjer i fylkingu. Fremstir ganga . Bandaríkjamenn með Persing herforingja í broddi fylkingar, og þykja þeir bera sig vel cg vera hinir ásjálegustu. Þai næst koma Belgar, þjettir á velli og stiga fast til jarðar. Svo koma Euglend- ingar, með Sir Dauglas Haig i far- arbroddi, og fjölda skínandi fána, sem sumir eru götóttir eftir skot. Það er talað um, fyrir hverjum sje mest hrópað, en þykir vandi úr að skera, því alt af glymja fagnaðar- ópin. Þeir fjórðu í röðinni eru ítalir, og þeim er einnig heilsað með fagnað - arópum. Þá koma Japanar, Pólverjar, Kínverjar, Portúgallar, Síamsmenn, Grikkir, Rúmenar, Serbar, Tjekkar og Slóvakar, og er öllum heilsað með fagnaðarópum. En siðastir koma frönsku hermennirnir, og þá marg- taldast fagnaðarópin. Á undan þeim riður. Pétain hershöfðingi á hvítum fáki. Svo koma aðrir hershöfðingj- sr Frakka, hver með sína herdeild, og hverjum einum er fagnað með margföldum húrraópum. Herinn var i tvo kl.tima að fara í gegnum sigur- bogann, en vegurinn, sem skrúð - gönguliðið fór, var alls 7 kílómetrar, og það er giskað á, að um 4 miljónir manna hafi skipað sjer við veginn, báðu megin. Hátíðargöngu hersins var lokið um hádegi, en um kveldið voru gleðisamkomur og dans um alla borgina. Byltingarnar í Ungverjalandi. I. Hjer í blaðinu hefur áður verið sagt frá upphafi ungveersku bylting- anna og byrjun Bolsjevíkastjórnar þar í landi, undi.r forustu Bela Kun. vinar og lærisveins Lenins, en hann fjekk völdin 21. marts síðastl., er Karolyi greifi, stofnandi ungverska lýðveldisins, kastaði frá sjer stjórn- artaumunum í megnustu reiði við bandamenn út af framkomu þeirra gegn Ungverjalandi, og kvaðst sem forseti hins nýja lýðveldis srtúa sjer til öreigalýðs heimsins með kröfu um rjettlæti og hjálp gegn friðai jiinginu i París. Yfirstjórn bandamanna aftr- aði því í byrjun, að her þeina þar eystra gripi inn í rás viðburðanna í Buda-Pest gegn myndun Bolsjevika- stjórnarinnar, en atti fram a móti henni bæði Czekoslóvökum og Rú- menum, sem báðir gerðu kröfur til mikilli landvinninga frá Ungverjum. Auk þessa var bændalýður Ungverja- lands frá byrjun Bolsjevikastjórn- inni mjög andstæður. Það cr sagt, að í stjórn þeirri, sem Bela Kun myndaði, hafi rússneskir og ung- verskir Gyðingar ráðið mestu. Snemma í maí myndaði Julius Kar- olyi greifi, bróðir ríkisforsetans fyr- verandi, mótstjórn, með stuðningi bændalýðsins, til þess að steypa Bolsjevíkastjórninni í Buda-Fest, og tók sú stjórn sjer aðsetur í Szegedin, sem er miklu sunnar og nokkru aust- ar í landinu. En sú stjórn vann lítið á. Bændurnir gerðu uppþot, en voru illa vopnaðir, og Bela Kun bældi það uppþot niður. Hann myndaði all- sterkan her og þótti sýna í því ekki lítinn dugnað, ásamt manni þeim, sem var hans önnur hönd í þeim málum, en hann heitir Wilhelm Böhm og var áður umferðasali, sem einkuni verslaði með skrifvjelar. Þessi her bar einnig hærra hlut i við- ureign við Czekkoslovaka, r.vo að þeir hrukku undan og ákölluðu bandamenn til hjálpar. Einnig stöðv- aði hann um hríð' framsókn Rúmena. En orsökin til þeirrar stöðvunar mun þó jafnframt hafa verið sú, að megn kurr kom upp hjá Rúmenum ti’. friðarþingsins í París út af ýmisleg- um afskiftum þess þar eystra. Þegar svo var komið, að sókn fór að verða af hálfu Bolsjevíkahersins i Buda-Pest í viðureigninni við ná- grannana, fól Foch gömlum frönsk- um herforingja, sem Pellé heitir, yfir- stjórn Czekkoslovakahersir.s; og jafnframt sendi Clemenceau stjórn- inni í Buda-Pest tilkynningu um, að það væri fastur ásetningur banda- manna, að hefta allar frekari blóðs- úthellingar á vígstöðvunum í Ung- verjalandi, og að þeir krefðust, að her ungversku stjórnarinnar hætti þegar sókninni og rýmdi burt úr þeim sveitum, sem hann hefði tekið utan þeirra takmarka, sem íastsett voru í tilkynningunni. Þetta var 7. júní. Bela Kun svaraði þessar', kröfu á þá leið, að bæði Rúmenar og Czekkaslóvakar hefðu ráðist inn yf- ir landamæri Ungverjalands og' við- ureignin væri neyðarvörn af sinni hálfu. Böhm hjelt svo áfrarn íram- sókn sinni í Slóvakíu. En viku síðar, 13. júní, kom ný tilkynning írá Cle- menceau og hvassari en hin fy:ri. Þar var sagt, að ef herstjórn bandamanna hefði ekki fengið vissu fyrii því í síðasta lagi 18. júní, að kröfum þeirra yrði fullnægt, þá mundi hún taka til sinna ráða og stilla til friðar á þann hátt sem henni sýndist. En þvi var l eitið, að her Rúmena skyldi snúið til baka úr Ungverjalandi, ef Bolsje- víkaherinn rýmdi burt úr Slóvakíu, cg kröfðust bandamenn þá bess, að Rúmenar yrðu látnir í friði af Ung- verjum meðan þeir þlyttu her sinn til baka. Þessi tilboð og þessar hótai.ir settu Bela Kun í vanda. Sumir ákveðnustu fylgismenn hans vildu neita kröfuin Clemenceaus og svara honum fullum hálsi. En Bela Kun taldi það ekki skynsamlegt. Var þá svonefndum landsfundi stefnt saman 19, júni. Bela Kun hjelt þar langa ræðu, sem mikið var af látið, og varð hans skoð- un á málunum ofan á hjá fundar- mönnum. í þessari ræðu lýsti hann m. a. hugmyndum sínum um Bolsje- víkastefnuna sem sigrandi heimsbylt- ing, er smátt og smátt mundi leggja undir sig lönd og þjóðir bandamanna. Að fundinum loknum svaraði Bela Kun Clemenceau og gekk að kröf- um hans og tilboðum. Og 24. júní var stöðvuð framrás Bolsjevíkahers- ins í Slovakíu og hann siðan færður aftur á bak til þeirra takmarka, sem sett voru í kröfum bandamanna. En Bela Kun reyndi með stórorðum yf- irlýsingum að draga úr því, að hann hefði orðið að láta undan síga. Og svo var sagt, að hann væri að gera tilraunir til þess að leggja Vínarborg undir sig og koma þar á Bolsjevíka- stjórn. Að minsta kosti þótti yfir- stjórn bandamanna enn ískvggilegt að eiga mikið undir Bela Kun, og þrátt fyrir loforð sín egndu þeir nú Rúmena á ný til árásar á Ungverja, og settu einnig Slóvakíuherinn, undir yfirstjórn Pellé hershöfðingja, í hreyfingu gegn þeim. Bela Kun sendi þá Clemenceau langt skeyti og kvartaði yfir, að loforð hans um að her Rúmena skyldi hafa sig á burt úr Ungverjalandi væri ekki haldið; þvert á móti sækti nú þessi sami her fram með ófriði. OgBelaKungerði nú svo mikið úr eyðileggingum hans, að hann sagði að skemdir Þjóðverja í Norður-Frakklandi væru lit’.ar hjá þeim eyðileggingum, sem rúmenski herinn fremdi í Ungverjalandi. Skor- aði hann fastlega á Clemenceau, að sýna, að yfirstjórn bandamanua hefði 1 raun og veru mátt til þess, rð gera gildandi gegn Rúmenum þau loforð, sem hún hefði gefið. Þótti íónninn í þessu skeyti yfir höfuð nokkuð hvass, og varð allmikill dráttur á því, að bandamenn svöruðu því nokkru. 26. júlí sendu þeir loks svarskeyti, en það var ekki stílað til ráðstjórnar- innar i Buda-Pest, heldur til ung- værsku þjóðarinnar. Yfirstjórn banda- manna hafði þá afráðið að slila öllu sambandi við Bela Kun. II. Öllum kemur saman um, að ástand- ið í Buda-Pest hafi verið orðið mjög bágborið og altaf farið veisnandi. Matvöruskorturinn varð meira og meira tilfinnanlegur, og er leið á júlímánuð þótti svo sem fyrirsjáan- leg væri yfirvofandi hungursneyð. Mörgum af stuðningsmönnum ráð- stjórnarinnar fór nú ekki að lítast á blikuna. Innan stjórnarinnar og stuðningsflokks hennar höfðu tvær stefnur gert vart við sig og börðust um að ná yfirhönd. Önnur vildi að fylgt væri markmiði Bolsjev íka út ytstu æsar. Foringi hennar v/ar Tí- bor Samuely, 28 ára gamall maður, sem kent er hlest um ýms giimdar verk, sem unnin voru. Hitt var miðl- unarstefna og fylgdu henni margir áhrifaríkustu mennirnir, svo sem for- ingi höfuðborgarliðsins, Jósef Hau- brick, sem líkt hefur verið við Noske hjá Þjóðverjum, og sjálfur yíirhers- höfðinginn W. Böhm, sem áður var nefndur. Bela Kun synti á milli þess- ara flokka. Samuely fjekk því til leiðar komið, að Böhm lagði frá sjer yfirstjórn hersins, og var svo látið heita sem þetta væri gert vegna heilsubilunar, en við tók maður, sem fylgdi fram sömu stefnuskrá og Samuely. Hann heitir Landler. En Bela Kun sendi þá Böhm til Vínar- torgar og gerði hann að sendiherra þar. Átti hann að semja við íulltrúa bandamanna þar. Fleiri menn af fulltrúum miðlunarstefnunnar fóru og til Vínarborgar í sömu erindum, þótt því væri haldið leyndu í Buda- Pest, en Haubrick var talinn aðal- maðurinn í þeim samtökum. Það varð svo ofan á þarna á ráðstefn- unum í Vínarborg, að rjettast væri óð víkja ráðstjórninni til níiðar á íriðsamlegan hátt og skapa svo upp úr því friðsamleg viðskifti við banda- menn og nágrannaþjóðirnar. Þegar þetta samkomulag var fengið sendi yfirstjórn bandamanna skeyti það, sem áður er um getið, til ungversku þjóðarinnar. Skeytið var svohljóð- andi: Stjórnir bandamanna óska þess af heilum hug, að semja frið v;ð hina vngversku þjóð og binda þar með enda á það ástand, sem hindrar hags- rnunalega endurreisn Miðevrópu og allar tilraunir í þá átt, að sjá almenn- ingi fyrir fæðu. En þetta verk er ó- framkvæmanlegt fyr en Ungverja- land fær stjórn, sem er sannur full- tmi þjóðarinnar og fullnægir þeim samningum, sem gerðir hafa verið milli Ungverjalands og stjórna Landamannaþjóðanna, bæði sam- kvæmt orðalagi þeirra og anda. Stjórn sú, sem Bela Kun hefur mynd- að, er óhæf til þess að fullnægja þessum samningum. Hún hefur eigi ?ð eins brotið þá vopnahljesskxlmála, sem undirskrifaðir hafa verið af Ungverjalandi, he\dur á hún nú einnig í stríði við eitt af ríkjum bandamannasambandsins. Þai sem svo einkennilega er ástatt, hljóta stjórnir bandamanna að grípa til sjer- stakra ráðstafana. Eigi þær að sjá fyrir aðflutningi á matvælum og nauðsynjavörum, afnema viðskifta- bann og starfa að hagsmunalegri endurreisn, þá hlýtur sú krafa að koma í móti, að við þær semji stjórn, sem ekki byggir vald sitt á ótta við hryðjuverk. Bandamannastjórnirnar telja rjett að bæta því við, að öllu ungversku landi, sem haldið hefur verið í hervörslu samkvæmt ákvæð- um friðarþingsins, skal slept undir eins og yfirforingi bandamannahers- ins á þessum stöðvum tilkyr.nir, að ákvæðum vopnahljesskilmálanna sje fullnægt á viðunandi hátt. Hjer vo'ru tveir kostir settir, ann- rðhvort að Bela Kun og hans stjórn viki sæti og ný stjórn yrði mynduð á öðrum grundvelli, eða þá að ekk- ert gæti orðið úr friðsamlegnm yið- skiftum milli Ungverja og banda- manna. Það kom fram, er málin voru borin undir verkmannaráðin í Buda- Pest, að þau voru ekki fráleit því, að leggja ráðstjórnina niður ef jafnað- g.rmenn mynduðu stjórn á nýjum grundvelli, en þau vildu ekki til þess samvinnu við aðalinn og borgara- flokkana, sögðu, að þá mundi þunga- miðja valdsins lenda hjá þeim. Gekk svo í þófi um þetta 26. til 31. júli >*

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.