Lögrétta


Lögrétta - 01.10.1919, Síða 3

Lögrétta - 01.10.1919, Síða 3
Til vjelbátsferða við Rangársand 1800. Milli Patreksfj. og RauSasands ; 800. Lagarfljótsbátur 800. Til vjel- bátsferða við Mýrasýslu 800. Til vjel- bátsferða á Hvítá 300 kr., alt hv. á. Til bygginga nýrra vita : Svalvogs- viti 17500 kr, f. á., Galtarviti 23500 f. á., Hríseyjarviti 19 þús. f. á., Kambsnessviti 20 þús. s. á., Strætis- hornsviti 20 þús. f. á., Papeyjarviti 19 þús. f. á., Stokksnessviti 35 þús s. á., Hvanneyjaviti 6 þús. f. á. Tveir prestar, Björn Stefánsson cg Jónmundur Halldórsson. hafa fengið uppbót á húsabótakostnaði með því skilyrði, að hús og mann virki verði jarðeign, B. St. 1200 kr. og J. H. 10000 kr. Magnús Jónsson dócent fær 1500 kr. hv. á. til rannsókna á krikjusögu íslands. — Til kennara i gotnesku, engilsaxnesku og germönskum fræð- um (dr. Alex. Jóh.) eru veittar 3500 kr. hv. á. Til styrktar handa íslensk- um stúdentum, sem nám stunda við erlenda háskóla (í fræðigreinum, sem ekki eru kendar hjer) 8000 kr. hv. á. Verslunarskóli Kaupmannafjel. fær 9 þús. og Samvinnufjelagsskólinn 7 þús. hv. á. Til að reisa barnaskóla í kauptúnum og sjávarþorpum og heimavistarskóla í sveitum eru ætl- aðar 20 þús. kr. hv. á. Bókmentafjelagið fær 3500 hv. á. og áskilið, að 3000 kr. af því sje var- ið til þess að flýta útgáfu íslands- lýsingar Þorv. Thoroddsens. Jón Þorkelsson skjalavörður fær 5000 kr. x. á. til utanferðar til skjalarannsókna og Hannes Þorsteinsson skjalavörður 5000 kr. i sama skyni s. á. Fjelagið „íslendingur“ fær til þess að við- halda andlegu sambandi og kynningu við íslendinga vestan hafs 8000 kr. f. á., 3000 s. á. Styrkur til skálda og listamanna er nú 20 þús. kr.- hv. á. Bjarni frá Vogi fær fyrir að halda áfram þýðingu á Faust 1200 hv. á. Til undirbúnings ísl. orðabókarinnar fær sjera Jóh. L. L. Jóhannsson 4800, Jakob Smári 4000 og Þorbergur Þórðarson 1800 kr. hv. á. Sigfús Blöndal fær til að fullgera íslensk- dönsku orðabókina 15000 hv. á. Geir T. Zoega rektor til nýrrar, aukinnar útgáfu íslensk-ensku orðabókarinnar 5000 f. á. Halld. Briem bókavörður til að semja og fullgera ísl. málfræði jooo kr. hv. á. Bjarni Sæmundsson til fiskirannsókna 600, dr. H. Jónsson til gróðurrannsókna 4000, dr. Helgi Pjet- urss til jarðfræðisrannsókna 4000, Guðm. G. Bárðarson til sama 1800, Frímann B. Arngrímsson til steina- rannsókna 1200, Páll Þorkelsson til málsháttasafns 600, Finnur Jónsson á Kjörseyri til fræðaiðkana 600, Bogi Th. Melstð til að rita íslandssögu 800, Sigf. Sigfússon til að fullgera þjóðsagnasafn 600, Páll Eggert Óla- son til rannsókna á sögu og bók- mentum íslands frá upphafi prent- aldar út siðaskiftaöld 1800, alt hv. s. Pjetur Zophoníasson til að ljúka \ið sjóðarannsóknir Jóh. sál Krist- jáns_sonar 800 kr. f. á. Til vcðurat- hugana og veðurskeyta 43300 kr. f. á., 18800 s. á. Til jarðeðlisrannsókna 1 sambandi við norðurför R. Arnund- sens 5500 f. á., 1500 s. á. Til íþrótta- sambands fslands 1000 kr. hv. á. og 12000 f. á. til þess að senda íþrótta- menn á Olympíuleikana í Antvverpen. Þessir kennarar fá utanfaraistyrk, allir f. á.: Ásgeir Ásgeirsson cand, theol. 2000, Freysteinn Gunriarsson cand. theol. 4000, Guðm. Ólafsson 2000, Guðm. Jónsson 2500 og Arnór Sigurjónsson (viðbótarstyrk) 400 kr. Sjerstaka námsstyrki fá : Guðmundur Marteinsson til að ljúka verkfræðis- námi í Þrándheimi 1200 hv. á., Trausti Ólafsson til að ljúka efna- íræðisnámi 2000 f. á., Helgi II. Ei- íiksson til að ljúka raffræðisnámi 700 f. á., Jón Dúason cand. polit. til að kynna sjer bankafyrirkomulag í Vesturheimi og v-íðar 6000 kr. f. á. og auk þess er Landsbankanum heim- ilað, að greiða honum aðrai 6000 sama ár; Eyjólfur Björnsson til raf- fræðináms í Gautaborg 1000 kr. hv. á., Jón Eyþórsson til veðurfræðináms í Kristjaníu 2000 hv. á., Sigurður Sigurðsson frá Hoffelli til að kynna sjer samvinnumál í Englandiisoo f. á., Sig. Guðmundsson til húsgerða- náms 1500 hv. á., Jóh. Helgason til myndskurðanáms 2000 f. á. Jón Guð- mundsson ostagerðarmaður fær tn Noregsferðar 2000 f. á. Ungmenna- fjel. íslands fær 2000 hv. á Til endurbyggingar bryggju á Blönduósi eru veittar 6000 f. á. Til hafskipabryggju á Búðareyri við Reyðarfjörð 3500 f. á. Til biyggju- gerðar á Blönduósi 18000 f.á. Styrkur 3 er ljós fyrir yður. — Hver sem vill lýsa upp sitt heimili með góðu ó d ý r u en þó þægilegu ljósi, kaupir að eins DELCO LICrHT. Spyrjið um verð hjá umboðsmanni Delco Light á íslandi Siourjíii Pjetirssyiii, Hifiarstræti 11. til Stykkishólmsbryggju 8800. Til Einars Magnússonar i Vestmanna- eyjum til að fullgera bát til uppskip- unar í brimi við suðurströnd lands- ms 5000 s. á. Til Byggingarfjelags Rvíkur 6000 hv. á. Til Flugfjeiagsins 15000 f. á. Til kolanáms í Gili i Hóls- hreppi i ísafj.sýslu 12000 f. á. Til steinsteypubryggju á Kópaskeri 8000 f. á. í vfðurkenningarskyni fær Sig. Jónsson frá Litla-Lambhaga 500 kr., Sveinbjörn Sveinsson á Hámundar - stöðum í Vopnafirði 2000, frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir 2000 og Þórunn Gísladóttir fyrv. ljósmóðir 500 kr., Guðm. Hjaltason í Tröð í Álftafirði fyrir bjargráð, 1000, Jón Sturlaugs- son á Stokkseyri, fyrir sama, 1000. Þorvarður Bergþórsson, fyrir hrepp- stjórn o. fl., 1000 kr., alt f. á. Landsstjórninni er veitt heimild til að kaupa Ólafsdal í Dalasýs'u fyrir sanngjarnt verð. Henni er heimilað að ábyrgjast alt að 1 milj. kr. lán fyr- ir Akureyrarkaupstað, 300 þús. fyrir Hólshrepp í Isafj.sýslu og 100 þús. fyrir Búðahrepp í Suður-Múlasýslu, til raforkustöðva og rafveitu. Stjórnarskráin. Hún var afgreidd sem lög frá þing- inu skömmu fyrir þinglokin, og þar með fylgir að sjálfsögðu þingrof og nýjar kosningar. En ekki ætlast þing- menn td þess, að nokkurt ákvæði i stjórnarskránni verði gert að kapps- niáli við þær kosningar. Skilyrðið um 5 ára búsetu fyrir kosningarrjetti var samþykt i Nd. með töluverðum atkvæðamun. Þegar til Ed. kom, var meiri hluti stjórnar- skrárnefndarinnar þar þeirri breyt- ingu mótfallinn, eins og komið hafði fram rneðan nefndir beggja deilda unnu sarnan, en bar þó ekki fram breytingartillögu við það atriði, með því að hann taldi enga von um, að samkomulag gæti náðst i þinginu um þetta. En i nefndaráliti Ed. segir, að hann „telji enn fyrirkomulag það, sem stungið var upp á af minni hluta samvinnunefndarinnar, að öllu leýti betra en það, sem ofan á varð i sam- vinnunefndinni og Nd.“ Halldór Steínsson bar fram þá breytingartill. i Ed., að i stað 5 ára kæmi 3 ár, og að setja mætti með lögum frekari skilyrði fyrir kosningarrjetti, en sú till. var feld. Nd. hafði samþykt, að gera einnig vissa kunnáttu i íslensku að skilyrði fyrir kosningarrjetti, þ. e. að kjósandi „tali og riti ísl. tungu stórlýtalaust“, en það feldi Ed. í burtu, og ljet Nd. síðan þar við sitja. Þá breytingu gerði Alþingið einnig á frv. stjórnarinnar, að nú er sam- komudagur reglulegs Alþingis ákveð- inn • 15. febrúar. Þessu má þó, eins og áður, breyta með lögum. Þingsályktunartillögur. 29. Um leiðbeiningar v'ð íslend- inga, sem flytjast heim úr öðrum löndurn. Flm.: B. J. frá Vogi. — Neðri deild Alþingis ályktar að skora á stjórnina að láta ákveðinn mann eða menn í annari skrifstofu hafa á hendi leiðbeiningar við íslendinga þá, sem vilja hverfa heim úr öðrum lönd- um, svo sem að fá þeim atvinnu, jaríý- næði, hlutdeild í fyrirtækjum og ann- að, sem þeim er þörf til vistar hjer á landi. 30. Um rannsókn skattamála. Flm.: Þorst. Jónss. o fl. — Alþingi ályktar að skora á landsstjórnina að láta rannsaka, hvernig skattamálum ríkisins skuli best fyrir komið, og heimilar henni til þess nauðsynlegt fje úr ríkissjóði. Fossamálin. Þingið var í meira lagi aðgerða- dauft í þeim málum. Álitsskjal fossa- nefndar þingsins var b'rt í 38. tbl. Lögr. og tillögur, sem hún bar fram. Nd. visaði sjerleyfislagafrumvarpi nefndarinnar, og sömuleiðis till. henn- ar um, að ríkið nemi vatnsorku i Sogi, • t*l stjórnarinnar til nánari at- hugunar. En hin till. nefndarinnar, um vatnsorku í almenningum og af- rjettum, var samþ. Einnig var sam- þykt, en þó allmikið breytt, till. sú, scm fram kom í byrjun þings, um Sogið, og er hún nú svohljóðandi: „Alþingi ályktar, að skora á lands- stjórnina, að gera nú þegar ráðstaf- anir til þess, að landið nái fullum umráðum og notarjetti á allri vatns- ork í Soginu, alt frá upptökum þess og þar til ér það fellur í Hvítá, ásamt nauðsynlegum rjettindum á landi, til hagnýtingar vatnsorkunní. Til fram- kvæmda þessu, heimiliast stjórninni að verja fje úr ríkissjóði, eftir því, LÖGRJETTA sem nauðsyn krefur, og að halda á- fram rannsóknum og mælingum til undirbúnings virkjunar Sogsfossanna. Kosningar. Síðastl. laugard., 27. f. m., fóru f’-am í samein. þingi venjulegar kosn- ingar. í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sig- urðssonar voru endurkosnir skjala- verðirnir dr. Jón Þorkelsson og H. Þorsteinsson og háskólakennari Jón Aðils. — 1 fulltrúaráð íslandsbanka 1920—22, var kosinn Guðm. Björnson landlæknir með 17 atkv. (K. Ein. fjekk 14). — Yfirskoðunarmaður Landsbankans var kosinn Pjetur Jóns- son alþm. með 17 atkv. (Guðj. Guðl. fjekk 16). -— Yfirskoðunarmenn landsreikninganna voru kosnir Matth. Ólafsson, Kristinn Danielsson og Jör. Brynjólfsson. — Framkv.stjóri Söfn- unarsjóðs var kosinn Eirikur pró- fessor Briem. — í dansk-íslensku lög- jafnaðarnefndina voru þeir endur- lcosnir Jóh. Jóhannesson, E. Arnórs- son og Bjarni Jónsson. — Þjóðvina- fjelagsstjórnin var endurkosin. Að þessu loknu mintist forseti Sam- einaðs þings starfa þingsins, og hefur það afgreitt 67 lög og 19 þingsálykt- unartillögur, en haft til meðferðar 127 lagafrumvörp og 36 þingsálykt- unartillögur. Var svo þingi slitið. + Grímur Jónsson cand. theol. 29. f. m. andaðist hjer á Landa- kotsspítala Grímur Jónsson cand. theol. frá ísafirði. Var hann fyrir skömmu fluttur hingað sjúkur að vestan, og með sama skipi kom einn- ig Árni Jónsson, bróðir hans, fyrv. verslunarstjóri, mjög veikur, og fór til Khafnar ásamt frú sinni. Grímur var fæddur 14.' júlí 1855, varð stúdent 1875 og kandidat í guð- íræði 1878. Hann var lengi forstöðu- maður barnaskólans á ísafirði, en annars gegndi hann þar ýmsum störf- um, og á síðustu árum var hann af- greiðslumaður Samein. gufusk.fjel. Hann var gáfaður maður og fróður um margt, fríður sýnum, glaðlynd- ur og skemtinn. Börn hans eru þau Jón verslunarstjóri á Súgandaíirði, frú Sigríður, kona Guðm. Ólafsson- ar málafl.manns hjer, og Sigurður cand. phil. Nýjar kosningar 15. nóvember. Það mun vera ábyggilegt, að kosn- ingar til Alþingis eigi að fara fram 15. n. m., svo að langur tími er ekki ekki til undirbúnings, en 4 vikum þar á undan eiga þingmannaefnin að hafa skilað framboðum sínurp, og verða þau þá að vera kominn frarn 17. þ. m. Þingið hefur skilið svoleiðis við í þetta sinn, að það leggur kjósend- um ekki til nein mál, sem ftokkum skifti við kosningarnar. Stærsta málinu, sem það hafði til meðferð- ar, þ. e. fossamálinu, vísaði það af höndurn sjer til stjórnarinnar. Engin líkindi eru til þess, að nokk- ur einn af þeim þingflokkum, sem töldust vera til á þessu þingi, sem nú er nýslitið, fái meiri hluta við kosn- ingarnar. Framtiðarflokkaskipunin getur því vart myndast fyr en næsta þing kemur saman. En fyrsta verk þess þings hlýtur að verða, að skapa meirihlutaheild, sem tekið g'etl að sjer ábyrgð á myndun samstæðrar stjórnar. Uppskeran í Danmörku. I sumar er uppskeran í Danmörku með allra besta móti, og vegna hagstæðrar veðráttu hefur nýting orðið ágæt víð- ast hvar, að eins voru einstaka menn c-f fljótir á sjer að flytja uppskeruna í hús. Víðast hvar hefur rúgurinn gef- ið 12—16-falda uppskeru. Hveitiupp- skeran varð best sunnan til á Sjá- landi; þar varð húnió—29-föld, ann- 1 arstaðar 16—20 föld. Bygg gaf 14— 24-falda uppskeru á Sjálandi, en 13 —15-falda á Fjóni. Hafrar voru ó- víða komnir í hús, þegar frjettist. Á Fjóni gáfu þeir 18—20-falda upp- skeru. Á Suðurjótlandi varð uppskeran framar öllum vonum, akrarnir eru þar ekki í eins góðu lagi eins og í heimalandinu, og áburður var þar af skornum skamti, en regn af himni vann upp á móti því, sem ábótavant var af manna hálfu. Á Suðurjótlandi (var kartöfluræktin töluvert aukin i sumar, frá því. sem hefur verið, sprettan er þar allgóð, en sýki tölu- \erð í kartöflum. íandi, en þeir náðu þangað ekki, og kom P. H. heim seint i ágúst, en sjera Fr. Fr. dvaldi til og frá i Danmörku. tram eftir september. Hafnarverkfallið í Khöfn. Því er nú loks lokið, segir símfregn frá 27. f. m. Hulda skáldkona, frú Unnur Benediktsdóttir frá Húsavík, fór til Englands með „íslandi“ í gær og verður þar, og ef til vill einnig eitt- hvað i Khöfn, næstkomandi vetur. „Sögur Rannveigar“, eftir E. H. Kvaran, eru nú kornnar í bókaversl- anirnar. Kosta kr. 5,50, og i bandi kr. 8,00. Frjettir. Alþingismenn af Austurlandi fóru heimleiðis með Lagarfossi í gær- kvöld, en Suðurland fer með þing- menn að vestan og norðan innan skamms. Það fer lengst til Akureyr- ar. Dánarfregn. Dáin er á Lækjamóti i Húnavatnssýslu 17. f. m. merkis • konan frú Margrjet Eiriksdóttir. Skip sekkur. Enskur botnvörpung- nr rakst 24. f. m. á grynningar við Öndverðarnes og varð mjög lekur. Annar enskur botnvörpungur reyndi að draga hann hingað til hafnar, en hann sökk á leiðinni, hjer vestur i tlóanum, en mönnunum var biargað. Skipið, sem sökk, hjet Florence John- son.. I. C. Poestion hefur nýlega verið gerður heiðursdoktor háskolans í Grátz. Nýtt gistihús í Rvík. Það mun nú vera fullráðið, að reist verði stórt og vandað gistihús hjer i bænum, svo fljótt sem verða má, norðan við Hverfisgötu, á horninu við Kalkofns- veginn, andspænis stjórnarráðshús- inu. Er sá staður vel valinn, og upp- drættir hafa verið gerðir af bygg- ingunni. Forstöðumaður fyrirtækis- ins mun Jónas Lárussön eiga að verða, mjög efnilegur maður, sem all- lengi hefur fengist við veitingastarf- semi í Khöfn, og var hann hjer heirna um tíma í sumar. Gunnar Gunnarssonskáld fór heim- leiðis til Khafnar með „Islandi" í gærkvöld. Hann hefur verið með ieikaraflokknum, sem kvikmyndar Sögu Borgarættarinnar, en skildist við hann í Reykholti fyrir nokkru og kom suður hingað. Nú er og leik- endaflokkurinn allur kominn hingað og síðastliðna viku hefur verið leik- ið hjer, í Hafnarfirði og inni við Ell- iðaár. Hefur fjöldi manna hjcðan úr bænum verið fenginn til að vcra við sýningarnar og hús hafa verið reist lijer, sem eiga að sýna kirkju og bað- stofu í sveit. Lýðháskóli á Færeyjum. Á öðrum stað hjer í blaðinu er prentað ávarp frá Færeyingum um samskot til stofnunar lýðháskóla þar í eyjunum, og leita þeir styrktar til þess að koma honum á laggir um öll Norður- lönd. Munu allir lesendur Lögr. skilja efni ávarpsins, þótt það sje prentað á færeysku. Eins og sjá má neðan- undir ávarpinu hafa 3 blöð hjer tek- ið að sjer að veita samskotum við- töku, og væri óskandi, að þetta nauð- synjamál frænda okkar i Færeyjum tengi sem bestar undirtektir hjer á iandi. Sjera Friðrik Friðriksson er ný- kominn úr för til útlanda, ætlaði á- samt Pjetri Halldórssyni bóksala að sækja bindindismannafund 1 Finn- á Grænlandi. (Niðurl.) I 6. gr. 1. hluta stendur: „Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama rjettar á íslandi, sem íslenskir borg- arar fæddir þar, og gagnkvæmt.“ — Með þessu er íslendingum fyrst og fremst veittur jafn, þ. e. ekki minni íjettur, en dönskum borgurum á Grænlandi. En þvi næst hafa íslend- ingar — þar sem lokunarlög Græn- lands eru ógild gagnvart íslandi — sama rjett á Grænlandi og íslenskir borgarar i Danmörku. íslendingar, sem settust að í landinu, mundu standa þar undir dönskum lögnm og að líkindum hafa varnarþing i Kaup- mannahöfn, eins og Danir, sem búa á Grænlandi (í þjónustu einokunar- innar). Lokunarlög Grænlands eru sem sje fullgild gagnvart dönskum borgurum, þótt þau ríði í bága við þjóðarjettinn, en dönsk lög, sem koma í bága við þjóðarjettinn, eru ógild gagnvart annara ríkja borgur- um. Grænland er þannig, sem stend-. ur, lokað fyrir Dönum og opið fyrir Islendingum. 3. liður 6. gr. er svona: „Bæði danskir og íslenskir ríkisborgarar hafa að jöfnu, hvar sem þeir eru bú- settir, frjálsa heimild til fiskveiða innan landhelgi hvors annars.“ Þessi liður greinarinnar var sam- þyktur með svohljóðandi athugasemd nefndarinnar: „Að því, er sjerstak- lega snertir hinn gagnkvæmlega rjett til fiskiveiða í landhelgi, hefur þvi verið haldið fram af hálfu íslendinga, að eins og ástatt-er, sje þessi rjettur miklu meira virði fyrir Dani en ís-> lendinga. Það hefur því komið fram ósk um, að íslendingum veittist kost- ur á að stunda fiskveiðar í landhelgi Grænlands. Þetta getur ekk( orðið, meðan stjórn Grænlands er með'þeim. hætti, sem nú, en það er einsætt, að ef dönskum ríkisborgurum verður að meira eða minna leyti veittur kostui á að stunda fiskveiðar í landhelgi Grænlands, þá munu íslenskir ríkis- borgarar verða sama rjettar aðnjót- andi.“ Þessi athugasemd sýnir, að hvorki íslensku lögfræðingarnir í nefndinni hafa þekt nje nent að kýnna sjer þau fáu lagaákvæði, sem til eru viðvíkj- andi rjettarstöðu danskra borgara á Grænlandi. En þar sem danskir ríkis- borgarar höfðu rjett til að fiska í íandhelgi Grænlands áður en sam- bandslögin voru samin, hlýtur þessi athugasemd að vera tómir staðleysu stafir, og rjettur danskra og íslenskra ríkisborgara til að fiska í landhelgi Grænlands vera óskertur fyrir henni. Hvað lokun Grænlands gagnvart íslandi snertir, getur ekki verið að íæða um rjettarfarslegt áframhald af því sem var, áður en fullveldi íslands var viðurkent. Slíkt áframhald á sjev tkki stað samkvæmt þjóðarrjettinum. ^ Það sem þar skiftir rnáli, er yfirlýs- ing og viðurkenning fullveldisins, og

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.