Lögrétta


Lögrétta - 14.01.1920, Blaðsíða 3

Lögrétta - 14.01.1920, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 bakkanum. En það þyngdi yfir hon- um þegar hann sá þá missa fjöriS og deyja, og gljáann hverfa af augun- v,m. Og þaö, sem eftir var af degin- um, sló hjarta hans svo undarlega þungt og ákaft — þaö var eins og | einhver danglaði steini viö fjöl inni i í brjóstholinu á honum. Þegar menn sátu aö borði daginn eftir og átu silungana, sagði hann •alt í einu: — Pabbi, því gefur áin okkur mat? Faðir hans svaraði því engu. En hann var í góðu skapi og sagði: — Það ert þú, drengur, sem við eigum að þakka fyrir silungana. Ef þú hefðir ekki sjeð þá, þá hefðu þeir haldið upp eftir ánni. Vertu a15gæt- inn, úr þvi þú ert, hvort sem er, að sulla þarna niður frá. Það getur ve! verið að í sumar verði góð silungs- veiði. Við höfum ^aldrei fengið eins inarga og nú í einu öll þau ár, sem við höfurn búið hjer. Drengurinn var þögull. Því nú vissi hann, að það vai hann, sem áin hafði gefið silungana .... Áin var góð. Silungarnir voru ágætur matur. En áin var ekki alt af blátær og lygn. Hún varð stundum úfin — og þá skrítið að sjá hana. Hún ruddist þá yfir bakkana og var reið. Þá rumdi hún og byltist á ýmsa vegu. Er því var hún svo reið ? Þvi var hún ekki altaf góð og róleg og sól- biikandi ? .... Og því reyndi hún að drekkja mönnum, sem ekkert höfðu gert henni ? Þegar sá gállinn var á henni, þorði hann aldrei að tala til hennar, en stóð þegjandi álengdar með hjart- slætti, starði hryggur á hana og fanst hún hafa svikið sig. Stundum hugs- aði hann með sjálfum sjer, að það væri hann, sem hún væri reið við. En hvað hafði hann gert henni? Undarlegra var það þó, þegar þykkur is lá yfir ánni. Hann átti bágt með að skilja, hvernig hún gæti þolað, að hafa hann yfir sjer allan veturinn. Ekki hefði hann sjálfur getað þolað það, þá hefði hann ver- ið dauður. En víst var það, að þetta j oldi áin. Gæti líka verið, að henni væri þetta nauðsynlegt, til þess að halda í sjer hita. Hann fór oft út á ísinn. Stundum voru vakir á honum. Og sæi hann vök, gekk hann fram á barminn og horfði undrandi niður á vatnsflötinn, — og bæði hann og áin þögðu .... En svo kom vorið aftur. Og áin sprengdi af sjer ísinn og kastaði jök- unum til og frá. Hún var sterk og voldug. Og sá flughraði sem á henm var! Hún hlaut að vera miklu sterk- ari en hestar föður hans, en þó'Spörk- uðu þeir af miklu afli í jörðina, þeg- ar þeir flugust á, og hann hafði einu sinni hugsað, að þeir væru sterkast- ir allra skepna. Og hásumar var komið áður en hann vissi af. Áin minkaði og varð að hægum og rólegum, niðandi straumi, sem naut tilverunnar, ljek sjer við sólargeislana og var glaður og brosandi eins og dalurinn og sum ardagurinn. Og drengurinn kom aftur til ár- innar og þótti vænt um að sjá vin- konu sína svona. Langa tima lá hann ílatur á maganum á árbakkanum, kysti svala báruna, sem fram hjá rann, .og drakk tárhreint vatnið. Og liann horfði á himininn og skýin niðri i vatninu og skildi ekki í, hvernig rúm væri þar niðri fyrir það alt sam- ; n — þvi þegar hann óð út, náð’ vatnið honum ekki nema í hnje, og þá var himininn horfinn. Svo lagð- ist hann á bakið á árbak^anum, starði upp í himininn og sá skýin líða um loftið. En þegar hann gerði það, þá varð hann stundum svo angistar- fullur, því alt leið fram hjá. Dag- arnir og næturnar liðu hjá og hurfu skýin liðu yfir himininn og hurfu, og áin streymdi altaf fram hjá. Og ineðan hann lá og starði upp í him- indjúpið, þandist hugur hans út og varð stór og undrandi.......Og oft- *st endaði það með því, að hann sofnaði. Og þegar hann vaknaði aftur, var höfuðið þungt. En það fyrsta, sem hann veitti þá eftirtekt, var rólegi niðurinn í ánni. Þá þótti honum vænt tím hann, langaði til að leika sjer við hann og fór að kasta í hann smá- steinum. Og áin ljet þá kátar bylgj- ur hoppa upp í i0ftis og skvetti á hann tærum dropurn. Og hann sat lengi og ljek sjer við.ána, og fann að þeim þótti vænt hvoru um annað. Það var einn dag, að hann varð ! skyndilega varvið skugga. semhreyfð- ist hratt yfir spegilflöt árinnar, og hann leit undrandi upp í loftið. Þá sá hann stóran, gráan fugl svífa þar v.ppi með þöndum vængjum. Hann vissi undir eins, hvaða fugl það var. Það var örn. Hjarta hans hætti að siá. Það var eins og það vildi fela sig. Því gamla María hafði sagt hon- um, að Assa tæki börn og smálömb og flýgi með þau heim í hreiður sitt, sem væri efst uppi i hæsta fjallatindi, 0£ æti þau þar með ungum sínum. —- Og hún hafði líka sagt honum, að Assa hefði langar og bognar klær. En sem betur fór, sýndist víst Össu hann of stór -— því hún lyfti sjer hærra og hærra upp, í þrengri og þrengri sveigum — og loksins leit hún út eins og dökkur depill langt vppi í lofti, —- og svo hvarf hún al- 'eg....... Skyldi hún geta komist alveg upp í himininn? — sest á rönd á skýi og horft þaðan niður til hans? Gaman væri að vera örn! Og aldrei skyldi hann hræða litla drengi. Og lömb föð- ur síns skyldi hann láta í friði..... Svo var þessi dagur liðinn. Móð- ir hans stóð uppi á brekkunni og kallaði á hann: — ÍComdu heim að borða, Skúli minn! Það er bráðum kominn hátta- tími. Meðan hann skieið upp brekkuna á fjórum fótum, var hann að hugsa im, að þegar hann yrði dálítið stærri, ætlaði hann einhvern tíma að fara efst upp á fjallið á móti bænum, ah veg upp jiangað, sem himininn lægi við það, því að það hlyti að vera gaman að þreifa á honum og gá svo aö, hvort ekki sætu ernir ofan á skýjunum. Árin liðu, og áin var altaf vinkona b.ans. Honum fanst þau skilja hvort annað. Hann trúði henni fyrir öllu og elskaði hana. En svo kom alt í einu þetta óskilj- anlega, sem heitir skilnaðarstundin. Fólkið hafði mikið að gera og þeyttist fram og aftur, húsin voru tæmd, munum og fötum dembt nið- ur í kassa og poka og alt bundið í bagga. í síðasta sinn lá hann á árbakk- anum, kysti vatnsflötinn og svalg i skilnaðarsorginni stóra teiga úr bonum, en niður í vatnið runnu tár og bárust burt með straumnum. Þennan dag talaði hann ekki til liennar með einu orði —• og honum sýndist áin hægari en hún átti vanda til. En það var eins og leynistraum- ur lægi frá hjavta hans til hennat og aftur frá henni til hans. Og hon- tanst liggja illa á þeim báðum, og á öllu alt í kring. Hann hlakkaði nú ekkert til þess, að nú átti hann \p.tS fá að sjá hafið — þvi hann átti aldrei að koma til baka. Hann lá þarna lengi og grjet í h’jóði. Svo varð hann þögull og ró- legur. Og áin var það líka. Alt var jiögult og rólegt. En langt inni í þögninni ómaði dularfullur tónn: — Hafið — hafið — hafið.......... (Frarnh.) ioilip Dírðar í Kleppi. Eftir Ágúst H. Bjarnason. Jeg hafði ásett mjer að kasta ekki neinum óþægðarorðum til andatrúar- forkólfanna hjer á landi, á meðan ] eir væru málgagnslausir. En ekki em þeir fyr búnir að koma sjer upp málgagni, þessum líka merkilega ,.Morgni“, er rann upp nú i allra svartasta skammdeginu, en Þórður á li.leppi finnur sig til þess knúinn, að leggja þar af sjer alveg óvenjulega ovamíaða og strákslega ritaða grein • minn garð, er hann nefnir „Per- sónuskifti" og á hún vist að skiljast sem nokkurs konar aðvörun til al- mennings um, að leggja ekki of mik- ið upp úr grein minni: „Svonefnd persónuskifti og skýring þeirra“, er jeg skrifaði í „Iðunni“ síðastliðið sumar. Þórður skákar víst i því skjólinu, r.ö almenningur haldi, að hann sje sjerfræðingur einmitt í þessum efn- um/ og vitanlega ætti hann að vera það. En jeg skal sanna þaö með alveg omótmælanlegum rökum þeirra manna, sem mest hafa fengist við rannsókn þessara persónuskifta, að 'þeir eru allir á mínu máli en ekki bans. Og jeg skal sýna það, að Þórð- i.r, fyrir utan ófyrirleitnina, dýlgjurn- ar og útúrsnúningana í grein sinni, hefir gert sig sekan í andlegri óráð- vendni og ódæma fávitsku einmitt á því sviðinu, sem hann ætti að vera sjerfræðingur á. Eins og kunnugt er, halda anda- trúarmenn því fram, að andar, illir og góðir, geti hlaupið í menn og úr, einkum þó í hina svonefndu miðla. og valdið ýmis konar persónuskift- um um skemri eða lengri tima. En þeim dettur ekki í hug að reyna að skýra það fyrir manni, hvernig and- arnir fari að þessu. Líkami manna á bara að vera einhvers konar sál- arskjóða, er andarnir geti hlaupið úr og í, svo að segja eftir vild sinni, likt og fjandinn átti að hafa hlaupið í svínin hjerna forðum daga. Eins og menn sjá er þessi staðhæf- ing andatrúarmanna engin skýring á því, hversu persónuskifti og önnur skyld fyrirbrigði geti átt sjer stað. En þeir sem vilja reyna að skýra þetta, og það eru vísindamennirnir, sem fást við þessi fyrirbrigði, þeir reyna að skýra persónuskiftin bæði líkamlega og andlega. Þeir benda á það í taugakerfinu, er geti valdið klofningi í starfsháttum þess, og þeir bcnda á það í sálarlifi manna, sem geti eins og partaö þá í sundur í fleiri eða færri persónur eða persónuslitur. En af þessu leiðir líka, að þeir verða að sanna eða að minsta kosti færa líkur fyrir, að persónugervingarnir, sem koma fram við persónuskiftin, sjeu slitur úr sjálfri hinni uppruna- legu persónu. Virðum þá þetta þrent iyrir oss: i) hina líffræöilegu skýr- ingu, 2) hina sálfræöilegu skýringu cg 3) að hjer sje um persónuslitur eöa persónugervinga að ræða. Menn þeir, sem halda því fram, að ,persónuskiftin og önnur skyld fyrir- brigði leiði af meiri eða minni klofn- ingi í sálar- og líkamslífi mannsins, eru hvorki meira nje minna en allir hclstu sálsýkisfræSingar heimsins, sem nú eru uppi, t. d. próf. Pierre Janet í Paris, próf. Freud í Vínar- Lorg, próf Jung í Ziirich, sem þó nú rnun vera dáinn; Bernard Hart, há- skólakennari í Lundúnum, er ritað hefur hið ágæta kver: Psychology of Insanity, sem vonandi birtist bráð- um -í isl. þýðingu, dr. lýlorton Prince, cr rannsakaSi og reit um Miss Beau- champ, og síðast en ekki síst Boris Sidis, sálsýkisfræðingur sá í New York, sem sjerstaklega er vísað til i grein rninni og ritaö hefur hina á- gætu bók: Psychology of Suggestion, New York*i9ii, með lofsamlegum formála eftir Will. James. Skyldu nú nenn þessir vega nokkuð upp á mót'. oíurmenninu ÞórSi á Kleppi, þessum sjerfræðing „ude i egen Indbildning" ? Við skulum að minsta kosti hlusta' 'á, hvað þeir hafa fram aS færa sínu máli til stuönings og líta þá fyrst á liffræöilegu skýringuna. I. Líffræðilega skýringin. Það ber nú vott um hinn andlega heiðarleik Þórðar eSa hitt þó held- ur, að þótt jeg visi til bókar Boris Sidis um leið og jeg set mína tilgátp fram, þá dettur manninum ekki í hug að kynna sjer bókina, heldur ber hann það blákalt fram, að þetta sjeu firr- ur einar úr mjer. Og þó er, þar sem Sidis er, um mann að ræða, sem hef- vr athugað þessi fyrirbrigði æfilangt bæði líffræðilega og sálfræöilega og læknað fjölda manns af hinum og þessum andlegum vanheilindum og einkum alvarlegum persónuskiftum (sbr. Sidis and Goodhart: Multiple personality, N. Y. T914). Þaö er nú mál flestra líffræðinga nú á dögum, 'að ekki sje neitt fast samgróið taugasamband milli mænu- stöðvanna í mænukerfinu, heldur svo- uefnt viðskiftasamband (synapsi^), þannig aö angarnir framan á frumulegg einnar mænufrumunnar leggist upp að og grípi inn í rótar- trefjar þeirrar frumu, er hún leitar sambands við, og því vildi G. F. uefna þetta „griplur“. Jeg vildi nú raunar heldur kalla þetta tauga-tök eða tauga-tengsl, en það skiftir engu máli. Nú datt mjer einu sinni í hug, cr jeg var að hugsa um persónuskift- in, að eins og angalíur þessar legð- ust hver upp að annari, er samband tækist, eins hlytu þær að skreppa hver frá annari og fjarlægjast hver aðra, þannig að þær næðu ekki sam- an, er þær yrðu fyrir óhollum og ó- cölilegum áhrifum, líkt og amöburn- ár, sem þá draga að sjer skotlappir sinar, og þessu fann jeg sönnun fyr- ir, er jeg las Boris Sidis; en hann ' heklur fram nákvæmlega sömu skoð- uu, sem sje þeirri, að taugatengslin skreppi sundur undir óhollum og ó- eðlilegum áhrifum (sbr. allan XXI. kafla í Psych. of Suggestion, bls. 208—15). Og þetta er sannarlega ekki gripið úr lausu lofti hjá hon- um, því að á bls. 213 sýnir hann mynd af lifandi mænufrumu, sem oröiö hef- ur fyrir eiturverkunum. Hún dregst saman eins og amaba og dregur um leið aS sjer hina finu taugaþræði í frumuleggnum, en „griplan“ er fram- lenging af þessum taugaþráðum og af því leiSir, að hún dregst einnig aítur. Þegar þessi mænufruma var búin að ná sjer eftir eiturverkunina, komst hún í samt lag, taugaþræöirnir lcngdust aftur og griplan komst í sitt fyrra horf. Er þetta nú ekki sönnun, Þórður? En sams konar taugatengsl cru alstaðar og um allan heilann, bæði 1 hinum óæðri og æðri heilasambönd- i-m, bæði á hinum svonefndu skyn og hreyfistöðvum og á hinum æðri og æðstu tengi- og starfsstöðvum heil- ans, er stjórna meira og minna öll- um hræringum hans. Það er bara sá munur á, að taugatengslin á hinum æðri og æðstu heilstöðvum eru ó- stöðugri og veikari fyrir og því hætt- ara við að bila en taugatengslum hinna óæðri stöðva sem eru fastari ; fyrir og betur gerð (organized). Því getur persónan klofnað fyrir það, að taugatengslinvið hinaræðstu starí- stöðvar heilans bila, en þá skiljast hin óæðri starfskerfi frá aðalstarfs- kerfinu, klofna frá því. En hinar sálarlega afleiöingar þessa er þær, að ýmislegt hverfur úr minni manns og vitund niður í óminnið eöa undir- vitundina. Það er þetta sem jeg kalla að leggjast í læðing. En þótt eitthvert starfskerfi klofni frá- aðalstarfskerfi neilans og hverfi úr yfirvitundinni, þá getur það haldið áfram að starfa í undirvitund mannsins upp á eigin spýtur (eða eins og sagt er á erl. inálum automatiskt) eða sem skifti- \itund við aðalvitundina. — Til skiln- ingsauka set jeg eftirfarandi tákn- mynd þótt hún sje nokkuð ógreini- leg og ófullkomin. A táknar aðalvitundina, B, G, D, E, ýmiskonar hugSir eða hvata-kerfi; a, b, c, d, o. s. frv. einstök sálará- stönd. Aðalvitundin innilykur nú, ineðan hún er heilbrigð, allar þessar hugðir og sálarástönd. En svo geta hugðirnar eða starfskerfi þeirra klofnað frá aðálvitundinni. Klofni B trá A, verður B að skiftivitund, sem hefur tök á öllum sálarástöndum A; klofni aftur á móti E frá A, verSur E að undirvitund, sem að eins hefur tök á nokkrum þáttum aðalvitund- arinnár, a, b, c, og d. Og líkt þessu má hugsa sjer hugöirnar D. og C. En það þýðir ekki að fara frekar út í þetta í blaöagrein. Jeg held að bæði Þórður og aðrir, sem vilja kynnast þessu nánar, ættu að lesa bók Sidis, sem til er á Landsbókasafninu, og at- Luga þá einkum hina steinprentuðu rtiynd af tengi- og starfstöövum heil- ans, bls. 213, og svo táknmyndina á bls. 205. En hinum, sem nenna ekki að kynna sjer þetta nánara, ætla jeg að eins þessi fáu niðurlagsorð hans: „The whole process of dissociation or disaggregation is one of contrac tion, of shrinkage, from the influence of hurtful stimuli." (bls. 214). Hvað segir nú Þórður um þessi boöorð? Heldur hann, að sjer muni rægja strákslegir útúrsnúningar gagnvart svona mönnum, þótt hann leyfi sjer þá gagnvart mjer? II. Sálfræðilega skýringin. Þá kem jeg að öðru aðalatriðinu, hinni sálfræðilegu skýringu á per- sónuskiftunum og öðrum skyldum íyrirbrigðum, er lýsa sjer í ósjálfráð- um (automatiskum) athöfnum, svo sem ósjálfráðri skrift o. þvl., ofskynj- unum eöa vanskynjunum og ö. þvl. Leitt ér, að Þórður skuli ekki skilja írönsku. Gæti hann lesið hana sjer til gagns, mundi jeg geta lánað hon- um' bók eftir próf. Pierre Janet: T.’Automatisme psychologique, er tckur af allan efa um það, að hjer sje um sálarlegan klofning (désagréga- tion) aS ræða, hvort heldur sem hann nú kemur fyrir í ýmiskonar svefn- ieiki (dáleiSslu, mókleiðslu) eða hjer sje um ýmiskonar móSursýkisfyrir- i Ölfusi fæst til kaups og ábúðar í næsta fardögum. Dpplýsingar gefnr hr. kaupm. Hallur Þorleiísson, Bvík, eða ábúandi jarðarinnsr Jóhann Bergsteinsson. brigði eða spiritistisk fyrirbrigði að ræða. Alt hvílir á þvi sama, að stærri eða minni glompur verða i skynjun manns og minni og að tilfinningar og tilhneigingar, sem áður voru uppl i huga manns, hverfa niður fyrir skör /ceðvitundarinnar með starfskerfum þeim, sem þær eru bundnar við i taugakerfinu og klofnað hafa frá að- alstarfskerfinu. Þessi starfskerfi, sem klofnáð hafa frá, fara þá að starfa upp á eigin spýtur, og þá er tvent til, aS þáu starfi manninum meira eða minna ósjálfrátt og óafvitandi í undirvitund hans, eða að þau rými aðalvitundinni búrt altaf annað veif- ið og komi í ljós sem skiftivitundir. Nú ef menn athuga sjálf persónu- skiftin, sjá menn að þau eru tvens- konar, ýmist tilbúin af sjálfum manni og öðrum með ýmiskonar sefjan eða innblæstri (suggestion) og þá eru orsakir þeirra einhvers konar svæf- ing (induceraður svefn) og persónu- skiftin haldast. ekki lengur en svefn- inn varir. ESa persónuskiftin stafa af ýmiskonar áfalli, líkamlegu eða andlegu, eða af langvarandi hugsýki, þar sem andstæðar hvatir um skemri eða lengri tíma hafa verið aS berjast í brjósti mannsins og manninum hef- ur loks tekist að bæla niður hjá sjer aðra hvötina. Afleiðingar þessara or- 'saka eru meiri eða minni varanleg lersónuskifti. Nú gerir Þórður, spekingurinn, niikið gabb að sumum þessum or- sökuin, sjerstaklega svefninum. Hann heldur sem sje, að jeg hafi átt við eðlilegan svefn, sem er hin besta heilsulind og hressingar, er jeg taldi svefninn eina orsök persónubrigða. En hann mætti vita það, því að hann hefur ekki fúskaö svo lítiö við ýmis konar svæfingar, að hjer var um „in- duceraöan“, óeðlilegan svefn aS ræða, þar sem öll starfskerfi heilans eru svæfö nema það eitt, sem vakir og tekur við boðum eða óskum dávalds eða stjórnenda tilraunanna um það, hvaða eða hvers konar persónur eigi helst- að leika. Öll sálarorka manns- ins fer þá í starf þessa eina starfs- kerfis, sem vakir. Hversu persónu- brigðin geta verið tíð og margvísleg í þessum svefnleiðslum, þarf jeg lík- Kiga ekki að fræða Þórð um. En ann- að er það, sem honum líklegast síður hefur skilist, og það er, hversu þess- ir yfirburöa (supernormal) hæfileik- ar, er iðulega koma í ljós í leíöslunni, svo sem ofnæmi á tilfinningu, sjón og heyrn, aflið til þess að lyfta fjar- lægum hlutum og jafnvel hæfileiki miðla og.dáleiddra manna til þess að kafa hugardjúp annara manna, get- ur skýrst á annan veg en andatrúar- visu. Það er einmitt einbeiting sál- arorkunnar að einu ákveðnu starfi í leiðslunni, sem gerir hæfileikann að yíirburða-hæfileika, svo að hann af- ickar miklu meiru ei\.í vöku, þar sem bæði athygli manns og sálarorka er meira og minna dreifö og reikandi. Menn ganga t.d. óhikað gftir húsmæni í svefni, þar sem þeir í vöku mundu detta niöur og drepa sig, af því að hugmyndin um hættuna og alt, sem af fallinu kann að leiöa, vakir í huga mannsins jafnhliða athöfninni og gerir hanri bæði óáræðinn og reik- andi ráðs. Um orsakir hinna varanlegu per- sónuskifta, sem einkum koma í ljós í móðursýki og annari starfrænni tfunktionel) sturlun, er það-að segja, sð öllum helstu- sálsýkisfræðingum r.útímans kemur saman um, að þau í dýpstu rót sinni stafi af andstæSum hvötum, þar sem önnur hvötin hef- ur orðið að lúta í lægra haldi fyrir lúnni og annaöhvort sjúklingurinn sjálfur eða umhverfi hans hefur bæ!t

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.