Lögrétta


Lögrétta - 14.01.1920, Blaðsíða 4

Lögrétta - 14.01.1920, Blaðsíða 4
4 LOGRJETYA f. iimskipafelag Islands Umboð. Þeir hlutafjársafnendur og aSrir, sem kynni aS vanta eyðublöS fyrir umboö til þess aiS sækja a'Salfund félagsins 26. júní þ. á., eru beönir aö gera aSalskrifstofu félagsins i Reykjavík aðvart, og tiltaka hversu mörg eySublöð þeir giska á aS þeir þurfi. Hf. Eimskipafélag hlands. Det kgfl. octr. Söassurance-Compagfm tekur að sjer allskonar sjóvAtryjarginga.r*. Umboösmenn úti um land: \ á ísafirSi: Ólafur DavíSsson kaupmaöur 4 Sauðárkróki: Kristján Gíslason kaupmaöur á Akureyri: Pjetur Pjetursson kaupmaður á SeySisfiröi: Jón bókhaldari Jónsson í Firði. Aðalumboðsmaður fyrir Island Eggert Claessen, hæstarj.má.laflutningsmaður. hana niöur hjá honum. Aö þessu gerir nú Þ. líka mikiö gabb, en þar 'kem- or strákur Tumi illa upp um sjálfan sig, því aö þetta sýnir aö hann hef- ur dagaö uppi, eins og nátttrölliö, fyr- ir 10—20 árum, svo að hann hefur r;ú ekki hugmynd um þær stórmiklu framfarir, er orðið hafa á því sviöi síðan. Þegar þeir Breuer og Freud í Vín- arborg gáfu út bók sína: Studien iiber Hysterie, áriö 1895(2. útg. 1909) táknaði þaö stórmikiö spor í áttina til þess að öðlast rjettan skilning á e.öli móöursýkinnar; og ekki var hitt minna um vert, að þeir fundu nýja að- íerö, hina svonefndu sálargrenslan (psycho-anaíyse), til þess a'S lækna bæöi þennan og aöra líka sálarkvilla. Aðferð þessi hefur oröiö þúsundum manna að liði. Þeir fundu, að móðursýkin stafaði af sálarklofningi, þannig aö bæði til- efniö til veiklunarinnar og hin ákafa geöshræring, sem maðurinn komst í við það, aö hann fjekk ekki full- nægt einhverri hvöt sinni eða löng- un, gleymdist og hvarf úr yfirvitund mannsins niöur í óminniö, í undirvit- undina, en kom eftir það að eins í ljós í köstunum eða einhverjumósjálf- ráðum kækjum eða hreyfingum. En tf það lánaðist að slæða þessi gleymdu atvik aftur upp úr hugar- djúpinu og setja þau í samband við aðalvitund mannsins, þannig að þau fengju eðlilega útrás, þá var klofn- ingurinn horfinn og þar með öll sjúkdómseinkennin og maðurinn á samri stundu alheill. Freud hefur nú viljað halda því fram síðan, að flestar tegundir móð- ursýki stöfuðu af niðurbældri eða ó- iullnægðri ástahvöt. En þar hefur hann lent i öfgum, þótt liklegast flest ástabrjálsemi sje af þeim rótum runnin. Jung hefur aftur á móti sýnt fram 4, að ýmsar aðrar hvatir, eins og t. d. sjálfsbjargarfýsn manna og metnaður gætu valdið sturlun. Þann- ig stafaði svonefnd upphefðar-sturl- un og ofsókna-brjálsemi af hnektum siálfsmetnaði. Og loks hafa þeir Eng- lendingarnirTrotter ogHart sýntfram á, að starfræn brjálsemi yfirl. stafaði af einhvers konar baráttu milli ham- ingjuhvata mannsins á annan bóginn cg félagshvata hans (herd-instinct) cða siðferðishvata á hinn bóginn. Um alt þetta getur Þórður fræðst í þeirri litlu bók, sem jeg nefndi: Hart’s Psychology of Insanity og síðan gert gabb að sjálfum sjer og fávitsku sinni um það, hversu and- stæðar hvatir geta valdið ýmis kon- ar brjálsemi. En fyrir þá, sem geta ekki náð í bókina, skal jeg þýða þessa grein úr niðurlagi hennar, bls. 165: „En er menn komust dýpra í grenslanfnni og rannsóknunum var kornið nógu langt til þess að finna ö!I upptök sálarástandsins, kom loks í ljós andstæða (confli,ct), sem er enn dýpra eðlis. Þessi dýpsta andstæða íelur í sjer þætti, er að áhrifum sam- svara afleiðingum þeim, er komið l.afa í ljós, og hún leiðir oss að jafn- aði aftur til hinna miklu frumlegu eðlishvata (the great primary in stincts), sem eru aðalstarfsöfl sálar- lífsins. Þá komumst vjer að raun um, að einhver barátta hefur átt sjer stað, þar sem einhver af eðlishvötum þess- um hefur átt í höggi við aðra, eða þar sem fýsnir þær og tilfinningar, er spretta upp af slíkum hvötum, hafa orðið fyrir mótspyrnu og orðið að lúta í lægra haldi fyrir áhrifum, sem sjúklingúrinn hefur orðið fyrir af umhverfi sínu og aðstæðum." Það er eins og Þórður hafi ein- hvern óljósan beyg af þessari nýju aðferð, og það er von. Því sje nokk- uð það til, sem getur orðið anda- trúnni reglulega skeinuhætt og skýrt helstu fyrirbrigði hennar, þá er það sálargrenslanin. Með því nefnilega koma mönnum í sama ástand og þeir voru i, er þeir lifðu spiritistiska íyrirbrigðið, hvort sem það nú var svonefnd „vitrun“ eða eitthvað ann- E.ð, er unt að fá þá sjálfa til þess að skýra frá því, hvaða þættir úr sál- arlífi þeirra sjálfra og umhverfisins hafi runnið saman til þess að mynda vitrunina. Jeg skal að eins benda á eitt dæmi þessa, tilraun þá, sem skýrt tr frá í bók Dr. Morton Prince: Dissociation (Appendix R, bls. 566 —571), þar sem kona þykist sjá mann sinn dauðann og hún heyrir hann mæla. En í leiðslunni runnu saman orð eins vinar hennar, er hann hafði talað við hana fyrir nokkru, 0g cndurkast af mynd, sem hjekk á veggnum, og var af manni hennar. Þessu komst Dr. Prince að með þvi bð dáleiða konuna. 1 III. Persónuslitur eða raunverulegar persónur? Þá kemur að síðasta atriðinu, hvort persónur þær, er koma í ljós í per- sónuskiftunum, sjeu að eins persónu- slitur úr hinni upprunalegu persónu og því persónugervingar hennar, eða , íaunverulegar persónur, og í þessu lalli, hvort persónugervingar Miss B. hafi verið persónuslitur úr henni sjálfri, eða að sumu leyti sjálfstæðar persónur frá öðrum heimi, eins og t. d. Sally, sem sjálfur Mc. Dougali v?rðist hafa flaskað á. Um þetta segir Þórður: „Sannleik- urinn er sá, að stúlkunni batnaði, en hvort þessar persónur eða „persónu- s!itur“ stúlkunnar hafi ,sameinast‘' er hlutur, sem Á. B. veit ekkert um. Það er að eins fullyrðing svona rjett út í bláinn.“ AUðvitað veit jeg ekkert b e i n t um þetta, fremur en Þórður, ög þó er þetta ekki mælt út í bláinn, því að sjálfur læknirinn, Dr. Prince, gefur það í skyn, hvað eftir annað í bók sinni, að hann hafi rent persónuslitrunum saman, og honum má þó. vera kunnugast um þetta. Hann er að eins í nokkrum efa um Sally, af því að hún hverfur fyrir fult og alt, eins og hún auðvitað á að gera, þegar stúlkunni er batnað, ef hún að eins hefir verið persónuslitur hennar. En “þó segir hann í neðan- málsgrein, sem jeg tilfæri orði til orðs í grein minni, að persónuklofriingur • inn hafi hafist þar, sem Sally í æfi- sögu sinni segir, að sér hafi fundist eins og hún væri sjálfri sjer andhverf. Hvernig vill nú Þórður skilja þetta öðru vísi en^svo, að Miss B. á því stigi hafi verið óklofin persóna — „though in a certain sense opposed to myself." En þá er það, að lífs- löngunin og fjörið í mynd og lík- ingu B. III klofnar frá samviskusem- inni og beygjuhættinum í BI og þá verða til úr þessu fyrst tveir og síðan fleiri persónugervingar, er auðvitað hverfa, þegar búið er að renna þeim saman og stúlkan er orðin alheil. Þó bólar jafnan á þeim aftur og Sally líka eftir það, nefnilega í hvert skifti, sem Miss B. er um það bil að komast út úr sálarjafnvægi sínu. En setjum svo, að hjer sje að eins um sterkar líkur að ræða fyrir því, að mín tilgáta sje rjett, þá skal jegnú tiefna annað dæmi enn betra, sem sje sjálfa Doris Fischer, er anda- trúarmenn hjer á landi hafa gert svo mikið úr sem sönnunu fyrir „lang- varandi áhrifum frá öðrum heimi“, Rjett skilin er sjúkdómslýsing henn- ar sönnun fyrir þvi gagnstæða, nefni- lega að hjer sje að eins um persónu- slitur, persóngervinga sjálfrar aðal- persónunnar að ræða. Jeg skrifa ef til vill síðar itarlegar um þetta til- felli, sem er svo sálfræðilega merki- legt, en læt mjer í bili nægja að til- færa hjer tvo ritstaði úr skýrslu Dr. Walter Prince. Þar segir t. d. Vöku Margrjet við Sjúku-Doris: „Úr því að bæði þú og jeg eigum að hverfa i n n í Dóris, þá hugsa jeg, að hvor- ug okkar geti haft neitt á móti því.“ (Sbr. Amer. Proc., Vol. XI, p. 442). Þarna segir ein aukapersónan, að þær , eigi að hverfa inn í aðalpersónuna cnda varð sú raunin á, eftir læknis- lýsingunni að dæma; en hvað eru þær þá annað en slitur eða brot úr henni ? Og að undirvitund Dórisar, Sofna- Margrjet, hafi verið sömu skoðunar, að hjer sje að eins um klofning aðal- persónunnar að ræða, sjest best á þessum orðum hennar: „Hin upp- runalega persónan er æðst, og það er komið undir skapgerð hennar, hvers eðlis persónugervingarnir verða. Et lún upprunalega persóna hefir leiðin- lega skapsmuni, þá verða persónu- gervingarnir því verri, því fleiri sem skaplestirnir eru. Dóris var nú góð- lynd og samviskusöm stúlka, og því urðu persónugervingar hennar betri að innræti o. s. frv., en þeir annars mundu hafa orðið — þjer skilið hvað jeg á við.“ Svarið þjer þá til nokk- urs í heila hennar? spyr W. Prince -- „Getur verið,“ svarar hún hikandt, — „en jeg átti nú fremur við Sjúku- Dóris og Margrjeti." (Þjer hafið þá liugsað þetta út um persónugerving- ana, segir W. Prj). „Nei, eg veic það!“ segir Sofna-Margrjet (Sbr. sama rit bls. 1096). Sjálf harðneitaði Sofna-Margrjet því fyrst. framan af tim sjálfa sig, að hún væri andi, en eítir að hún hafði lesið brjef frá Hys- lop, tók hún að halda því fram. Þó tókst henni ekki betur en svo að leika *.nda, að sjálfur Hyslop treystist ekki til að halda því fram, að hún væri andi. En hvað segir þá Þórður og hans líkar, sem jafnvel eru farnir að halda því fram, að öll sturlun stafi írá öndum? Treystast þeir til að halda því fram, að „persónur" Dóris Fischer hafi verið andar frá öðrum heimi ? Og er ekki nær að halda, skv. ofanskráðu, eíns og jeg, að þetta sjeu að eins slitur eða klofningar úr sjálfri aðalpersónunni ? Þvaðri Þórðar um mismunandi ,,efni“ í heilabólunum get jeg ekki verið að svara. Þetta eru dreggjarnar af efnishyggju Þórðar sjálfs, en á- hrærir ekkert mínar skoðanir. Við sem vitum, að sálarlífið er fyrst og fremst starf, við þykjumst líka mega ætla, að það breytist með breyttum starfsháttum heilans, en heilaból eða beilasvæði kalla jeg ekki annað en það, sem starfar saman á einn eða annan hátt að sama eða svipuðu starfi. Þegar nú aðalstarfskerfi heil- ans klofnar í tvö eða fleiri smærri starfskerfi, þá er von, að mismun- andi persónur eða persónugervingar komi í ljós. En þetta á ekkert skylt við efnið í heilanum, nema um ein- hverja vefræna (organiska) sjúk- dóma sje að ræða. Jeg þykist nú hafa svarað öllum athugasemdum Þórðar og útúrsnún- ingum. Og vildi jeg nú ráða honum til þess að lesa rit þau, sem jeg hef bent honum á, áður en hann fer aftui vf stað. Yfirleitt hygg jeg, að það væri hollara, bæði fyrir hann og sjúk- llnga hans, að hann læsi meira af fræðiritum um ýmis konar geðveiki og sálarsýki en spíritista rit. Annars má hann gera ráð fyrir, að aðrir verði fróðari um þau efni en sjálfur hann H. f. Eimskipafélag r Islands Aðallundvir Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélag Islands, verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík, laugardaginn 26. júní 1920, og hefst kl. I e. h. D a g s k r á: I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfs- ári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstrarreikninga til 31- desember 1919 og efnahagsreikning með athugasemdum end- urskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá end • urskoðendunum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3- Kosning fjögra manna í stjórn félagsins í stað þeirra sem úr ganga samkv. félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins vara ■ endurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, eða öðrum stað sem auglýstur verður síðar, dagana 22.—24. júní að báðum dögum meðtöldum. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn hjá hlutafjár söfnurum félagsins um alt land og afgreiðslumönnum þess, svo og á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin félagsstjórninni i hendur til skrá- setningar ef unt er 10 dögurn fyrir fundinn. Reykjavík, 5. janúar 1920. Stjórnin. H.f. Eimskipafélag Islands. Eins og kunnugt er, brann hluth i faskrá Hf. Eimskipafélags íslands i april-mánuði 1915. Hefir að mestu tekist að koma henni í samt lag aftur á þessum tíma, sem liðinn er frá því að hún brann, en samt sem áður vantar oss enn þá nöfn og heimilisfang eigenda eftirfarandi hluta bréfa: A - f 1 0 k : k u r : 257 265 302 1046 1053 1677 4003 4752 4808 258 297 303 1047 1054 1821 4004 4753 4809 260 298 304 1048 1590 3940 4068 4756 4815 262 299 305 1049 1670 3997 4069 4757 4818 263 300 455 1051 1671 3998 4748 4793 4959 264 3°í i [045 1052 1676 4001 4751 4800 B - flok k u r: 58 964 966 980 1083 1190 1219 960 05 970 1082 1188 I2IÖ C- f 1 0 k k u r: 1005 1116 1117 Er því hér með skorað á eigendur ofangreindra hlutabréfa, að gefa sig fram hið allra fyrsta, skriflega eða munnlega, á skifstofu félagsins í Reykjavík. Stjórnin. fiimskipafélag Islands. Arðnr iyrir árið 1915. Hérmeð skal vakin athygli þeirra hluthafa félagsins, sem eigi hafa fengið greiddan arð af hlutabréfum sínum fyrir árið 1915, á því, að samkvæmt 5. gr. félagslaganna eru arðmiðar ógildir, ef ekki hefir verið krafist greiðslu á þeim áður en 4 ár eru liðin frá gjalddaga þeirra. Eru menn þvi aðvaraðir um að vitja arðsins fyrir 1915 í síðasta lagi fyrir 23. júrií þ. á„ þar eð hann fæst eigi greiddur eftir þann tíma. Stjörnin. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.