Lögrétta


Lögrétta - 10.03.1920, Blaðsíða 4

Lögrétta - 10.03.1920, Blaðsíða 4
4 LÖGRJITTA hæð nokkurri, en Jóhannes hrasaSi og fjell niður. Þetta mun hafa verið nálægt kl. 9 í gærkv. Hann gat ekki staðiö upp aftur, og skildi Friðjón þá naumast hvað hann sagði. Fór Friðjón þá a'ð leitast við að finna bygð, og eftir sem svaraði 10 mín- útna gang sá hann ljós, og var kom- inn inn á Sand kl. að ganga ellefu. Fóru menn þá strax að leita, og voru til kl. 1 og fundu ekkert. Lögðu þeir svo aftur af stað milli 10 og 20 og tókuFriðjón þá með sjer og hund,sem honum fylgdi, en alt fór á sömu leið. í beirri leit voru þeir frá kl. 2—5. Kl. liðugt 6 lögðu svo af stað undir 300 manns að leita og voru til kl. 11, en fundu hann alt að einu ekki. Kl. að ganga eitt lögðu þeir enn af stað og hjelt Jóhannes að þá hefði á ann- að undrað manns tekið þátt í leit- inni, og um kl. 2 fundu þeir hann utarlega í Prestahrauni, liggjandi á bersvæði með pokann bundinn á sig, stafinn við hlið sjer og krosslagðar hendur á brjósti, og var víst fyrir löngu látinn. Báru þeir hann strax inn á Sand, töluðu við lækni, sem strax fór út eftir, en þrátt fyrir allar lífgunartilraunir hefur ekkert lífs- mark fundist með honum enn, kl. 6, cg telur læknir vonlaust orðið, um að með honum felist líf. Hann var ófrosinn og óskaddaður að öllu leyti, en ekki hægt að sjá orsök dauða. Jóhannes mágur yðar biður yður helst sð koma inneftir og tala við sig eða gera sjer orð um óskir yðar, en bað þess þó getið, að hann auðvitað ann- aðist um kistusmíði og allan slíkan imdirbúning undir jarðarför. Jeg veit þjer segið móður yðar frá þessum sorglega atburði með allri lipurð, sem elskandi sonur ætíð gerir, því þung verður henni, eins og ykkur öllumt þessi sorgarfregn,- sem von er, þvi sárt finnum við hin fjarskyldu til þess og tökum djúpan þátt í sorg yðar, við fráfall slíks elskulegs og efnilegs manns. Vjer skiljum ekki guðs huldu ráð, og viljúm treysta því, að einnig hið dapra sje oss gott, en þungar eru þessar sviplegiu og óvæntu raunir. Jeg bið góðan guð að vera með móður yðar og styrkja hana og ykkur öll, er þjer nú fáið hinn dapra boðskap; hann huggi og varðveiti yður fyrir Jesú skuld. Kær kveðja til ykkar allra. Yðar einl. Guðm. Ein- arsson.“ Hr. Árni Gíslason biður Lögr. að fiytja þeim öllum, sem í leitinni voru, og öðrum, sem ljetu hjálp í tje við- komandi jarðarförinni, innilegt þakk- læti sitt og annara ástvina Jóhannes- ar heitins. Ríkissjóðslánið. Það hefur yfir höfuð mætt góðum undirtektum í blöðunum, lánsútboðið, sem fjármálaráðherra áuglýsti nýlega i Lögr., og talaði um m. a. í ræðu sinni, sem þar var pientuð. En merk- 11 r fjesýslumaður hjer í bænum hefur beðið Lögr. fyrir eftirfarandi ummæli um lánsútboðið: RáðUneytið hefur boðið út 3 milj. kr. ríkissjóðslán innanlands. Ætlast er til þess að landsmenn leggi til fjeð. Þeir geta ekki tekið það ann- arstaðar en úr sparisjóðum eða úr rekstursfje fyrirtækja sinna, en spari- ..sjóðsfjeð er lánað til reksturs fyrir- tækja, svo alt fjeð er í raun og veru tekið frá rekstri einhverra fyrirtækja. Og fjeð á aðallega að festa í hús- byggingum og brúagerðum, en auk þess í ritsímum og svo Flóaáveitunni. — Er nú rjett, að landsmenn festi fje sitt á þenna hátt? Höfum við ráð á því á þessum erfiðu tímum, að taka svo mikið fje út úr rekstri fram- leiðslufyrirtækja landsins? Er það ekki mest áríðandi af öllu að halda uppi framleiðslunni í landinu og auka hana eftir því sem mögulegt er? Hvernig förum við að borga aðfluttu vörurnar sem alt af eru að verða dýr- ari með hverjum degi, nema með því að auka framleiðsluna, því óvíst er, hvernig fer um verðið á afurðum okk- ar. Er nú til fje til slíkrar aukningar á framleiðslunni ? Þeir sem leita nú um lán til bankanna, láta illa af undir- tektunum þar. Bankarnir segja, að sig vanti fje. En samt geta þeir tekið á sínar herðar 2 milj. kr. af þessu ríkíssjóðsláni. Þó húsin og býrnar sem lánsfjeð á að nota til, sjeu þarf- ar, þá verðum við þó fyrst að sjá um að landinu sje borgið með útlendar uauðsynjavörur. Og nú er hjer sá óskar eftir tilboðum hæfra manna með tilheyrandi launakjörum, er taka vilja að sjei : 1, Ráðanautsstarf Sambandsins frá vordögum n. k., sem væntanl. verður framtíðarstaða; 2. Fj elagsplægingar, sem unnar verða með hestum (6) og verkfærum Sambandsins, á sambandssvæðinu á komandi sumri, frá því er hagar gróa og fram á haust, eftir því sem verkefni gefst og tíð leyfir. Tilboðin sendist formanni Sambaudsins að Vallanesi, eða undirrituð- um, fyrir 15. apríl n. k. Metúsalem Stefánsson. Mjóstræti 6, Reykjavkí. af öllnm teg'undum Sendið uppdrátt af húsum yðar, og ntunum vér þá gera, yður að kostnaðarlausu, tilboð í að útvega yður iniðstöðvarhitunartæki af öllum teg. Johs. Hansens Hnke. Ferðasaga Vilhjálms Stefánssonar, norðurfara, fæst hjá undirrituðum. — Bókin er í gyltu bandi og vönduð að öllum frágangi, yfir 500 blaðsíð- ur, í stóru broti, auk þess um 80 myndir og landsuppdrættir. Verð á ís- land-i: 22 krónur. (Fyrri útgáfan, sem kostaði 17 kr. 50 aura, er nú upp- seld). fslenskir peningar teknir fullu veröi, einnig bankaávísanir, ef trygð- c r eru af viðkomandi bankastjóra. 506 Newton Ave, Elmwood, Winnipeg, Manitoba, Canada. Hjálmar Críslason. skortur á rekstursfje, að skynsam- legra virðist að láta húsin og brýrnar biða, úr því fjármálaráðherra tókst ekki í utanför sinni síðastliðið vor a& útvega lánsfje erlendis, þó undar- legt sje frásagna. Lánsútboð þetta er því mjög varhugavert, N. N. Kvæði. I. Björgólfur frá Breiðavaði brá sjer inn i dal, þar sem spruttu bláu berin best í fjallasal, þar sem grundir, hóla’ og hlíðar hýrgaði fegurst grasaval. Enginn kunni’ að beita betur brosum þar í sveit: tvöföld þótti sumarsæla svifa um fjallareit, ef að hann til ungra meyja augunum sínum glæstu leit. Enginn kunni hagari höndum hörpustrengi’ að slá, enginn leika eins í dansi allra hylli’ að ná — enginn söngfugl sætari rómi syngja berjamóum á. II. Inn i hjartans instu fylgsni enginn maður sjer: — Gunna mín á Grænaleiti, gættu nú að þjer! Ertu’ að fara inn til Hóla ein að tína krækiber? Er það sumarloft sem leggur lit á vanga þinn. eða þrá í einiberin austur i Fjólukinn? -—■ ónei —- þau eru ekki sprottin, ekki, væna’, í þetta sinn. — Farðu’ ekki’ inn í forsæluna íossgljúfrinu hjá; láttu heldur Ijósið falla litarhátt þinn á; láttu sólargeisla greipa gull í þína æskubrá. III. Dóttir Gunnu’ á Grænaleiti. gráttu ekki hátt; þjer er vænst að þagna og sofna, þótt þú eigir bágt. — Mamma þín á moldardýnu myrkur-dökkri hvílir lágt. Sofnaði hún í glaðageislum glófríðs æskudags; veifaði hátt — en viðnám misti — vængjum sæluhags. Þótt þú sjert að kveina og kalla kemur hún ekki nærri strax. Pabbi þinn er lands og lagar leikari dag og ár; liggja honum Ijett á hjarta litla barnsins tár. — Geymir hann kannske’ minnis- myrkri mömmu þinnar banasár. — Sofðu meðan bernskan bregður bliki svip þinn á. Vaknaðu þegar orku-eldar ylja hug og brá —- en farðu’ ekki’ inn í forsæluna fossgljúfrinu hjá. Halldór Helgason. Drengurinn. Eftir Gunnar Gunnarsson. Drengurinn og hjartað. Örlagadagarnir koma og fara eins og aðrir dagar — koma, fara og hverfa .... En þeir móta hugann — og spor þeirra hverfa þaðan ekki. Rykið, sem þyrlas't upp við lestagang tilbreyting- arlausu daganna, getur myndað svo þykt lag yfir þau, að þau sýnist hverfa .... en, drottinn minn góður, slíkt er að eins sjónhverfing. Ó, þessir undarlegu dagar mann- lífsins — nornadagarnir': að öllu þvi ytra líkir öðrum dögum — en innra íyrir eins og dagar frá ókunnum tím- um og ókunnum heimum.- Þeirkoma eins og þjófur á nóttu og vígja menn- ina veraldarvöldunum .... völdum duldra heima. Og mennirnir ráfa þá um, merktir af nornunum — og vita það ekki .... Drengurinn hafði alt af verið hæg- ur og hugsandi, en eftir þetta varð hann það enn meira en á§ur. Hann hafði alt af haft tilhneigingu til þess að hlusta eftir þeim röddum, sem að innan koma og ekki eru hollar ró- semi hugans, en eftir þetta urðu til- hneigingarnar í þá átt að rótgróinni venju. Allar þessar breytingar urðu að honum óafvitandi. Hann fann ekki til þeirra, og aðrir urðu þeirra ekki varir/ Það er sjaldan, áð foreldrar hlusti eftir innri æðaslögum barna sinna, og enn sjaldnar gera ókunnugir það. Til hvers væri það líka ? .... Þeir hafa ekki eyru til að heyra. Og þótt þeir hefðu þau, — mundu þeir ekk- ert skilja. Manneskjan þroskast í ein- veru .... oftast af frækorni blindra fýsna, að eins örsjaldan af gróður- settu frækorni kærleikans .... þrosk- ast í einveru, tortímist í einveru. Þetta er lögmálið. Um götur heimsins reikar þessi undarlegi spegill, sem við köllum sál, — spegill, sem fegrar og af- myndar, stækkar og minkar það, sem íyrir ber, alt eftir eigin lögum. Dauð- inn þurkar myndirnar út .... Ef til vill brýtur hann líka spegilinn. Dagarnir liðu, og sorgartimarnir fjarlægðust. Þeir liðu burtu með hægð — virtust ætla að hverfa. í tiðarinnar harðneskjulega hrokkin- skinnu-andliti eru líka rákir gleymsk- unnar — einu drættirnir, sem vitna um meðaumkvun. Og svo er líka náðarfaðmur sjálfs- blekkingarinnar jafnan öllum opinn. Sá faðmur seiðir og laðar. — Dreng- urinn leitaði þangað af eðlishvöt, án þess að þekkja hann. Og sjá, hánn var hlýr og góður. Og dagarnir liðu 0g urðu að árum. Og drengurinn ljet berast með rensli daganna, uns hann kom að sól- glitrandi landi með blómagrundum og inndælum söng. Það var Ástarinnar land .... Para- dis öllum þeim, sem inn á það stíga með hreinum fótum. En Paradís líka í þeim skilningi, að höggormurinn leynist þar í skugganum, ávextir skilningstrjesins ginna og vonbrigrö anna ber vaxa þar í hverjum runni. Drengurinn nam þetta land og til- einkaði sjer það, án þess að hafa nokkurn grun um hættur þess. Eva hans var ljóshærð, bláeygð, síkvik, brosleit og hláturmild — og tíu ára gömul eins og sjálfur hann. Hún var líka náfrænka hans, og það-styrkti tdfinninguna hjá honum um eignar- rjettinn. Hann var nú í fóstri hjá föð- ursystur sinni, og hún var dóttir hennar. Alt til þessa hafði hann ekki haft annað af ástinni að segja, þessari hugljúfu truflun hjartafriðarins, heldur en það, að hann hafði fundið ti! hins kynlega aðdráttarafls full- orðinna kvenna, sem vekur hjá ung- lingnum fyrstu, þokukendu meðvit- ’undina í þessa átt. Hann var enn þá of mikið barn til ]>ess, að hann væri sjer þess meðvit- andi, að nokkrar líkamlegar kröfur stæðu í sambandi við þau laðandi áj hrif, sem þessi litla, fallega frænka hans hafði á hann. Þetta var alt eins og einhver óskiljanleg, sælurík opin- berun, að minsta kosti fyrst í stað. Þau höfðu verið saman svo að segja á hverjum degi i meira en tvö ár, án þess að hann hefði í raun og veru sjeð hana. —1- En þá varð það. Hvað varð ? .... Ekki neitt. Alls ekki neitt. Að minsta kosti ekkert, sem fingur varð festur á.. Hann sá bara alt í einu, að hún var elskuleg — og elskaði hana. Hann sá, að hún var falleg — og tilbað hana. Það var ekkert annað.'En það var líka nóg. Og án allrar umhugsunar gaf hann henni -þegar í stað hjarta sitt. En þegar hann hafði gefið hjarta sitt, fór svo, — að hann varð enn hæglátari en áður. Hann varð graf- þögull, hann varð leiðinlegur, hann varð klaufafenginn. En hvað hjarta hans skalf og titraði. • Hann þorði ekki að líta á hana nema í laumi. Hann þorði varla að ávarpa hana, — og ef hann gerði það, þá varð hann svo frá sjer numinn, að rödd hans varð köld. Hann var eins ang- istarfullur og ósjálfbjarga og fugls- ungi, þegar menn taka hann í lófa sinn. —- Enginn mátti fá að vita þetta —1 ekki hún sjálf heldur, —'enginn, enginn...... Honum var það kvöl að sjá hana leika sjer við önnur börn — einkum drengína. En sjálfur hafði hann mist barnseðlið og gat ekki lengur lifað sig inn í leikina, svo að hann v,arð nærri óþolandi leikbróðir, og þetta fjekk hann bæði að heyra og finna. Bæði hún og hin börnin atyrtu hann og kölluðu hann drumb og fýlupoka, og þau reyndu ekki að leyna því, að þau vildu helst vera laus við hann. Við það varð hann enn drumbslegri c.g klunnalegri. Og hann kvaldist, eins og að eins börn geta kvalist. Vel leið honum ekki nema þegar hann var einn.' En þá var hann líka oft mjög ánægður. Því í einverunni hafði hann lært, að skapa sjer það alt í heimi hugmyndanna, sem virki- leikinn neitaði honum um. Og þá ljet hann sjer ekki heldur nægja það eitt, sem virkileikinn hefði getað veitt honum — hann tók miklu meira. í einverunni gat hann svo vel umskap- a'8 alt eftir sínu eigin höfði. Þá gát bann í huganum komist svo ljetti- lega yfir allar hindranir virkileikans. Hann gat jafnvel gert sjer það til skemtunar, að búa til í huganum miklu tröllauknari torfærur á leið- um sínum, en þar gátu í raun 0g veru til verið, að eins til þess að nióta þeirrar gleði með sjálf- um sjer, að sigrast líka á þeim. t einverunni var hann; í stuttu máli sagt, ekki að eins sjálfum sjer fylli- lega ráðandi, heldur drotnaði hann líka yfir umhverfinu, hafði jafnvel náttúruöflin á sínu valdi, svo að ekk- ert, ekkert var ómögulegt. Af þessu fór hann að elska einver- una og þrá hana, án þess að þekkja hættur hennar. Sumarið var uppáhaldstími hans. Þá rnátti hann vera og átti að vera allan liðlangan daginn uppi í fjalli, því hann sat þar yfir kvíjaánum. Það var honum óendanleg fróun að vera þar einn með ærnar sínar og hundinn sinn. Hann reikaði þar fram og aft- ur og gerði steina og hóla, læki og tjarnír, kletta og kleifar, mýrar og móa, blóm og fugla að vinum sínum. Á leiðinni uppeftir fjallinu átti hann ölturu, og þar fjell hann á knje kvölds og morguns, þegar hann fór þar framhjá, og bað fyrir ást sinni....... En veraldarvöldin, sem á sinn hátt halda verndarhendi yfir þeim, sem eru einmana, heimta vissa hluti til endurgjalds....... Einn dag sá hann það af tilviljun, að frænka hans, sem nú var tólf ára, og drengur frá næsta bæ, sem Pjetur hjet og var litlu eldri, kystust í laumi. — I fyrstu datt svoleiðis ofan yfir hann, að hann misti bæði mál og rænu. En þegar hann fór að ná sjer aftur, varð honum litið á Pjetur. Hann sá, að Pjetur var bæði falleg- ur og frísklegur drengur. En sjer- staklega tók hann eftir því, að Pjet- ur var sæll. — Hamingjan skein út úr augum hans. Svo leit hann á frænku sína .... og hamingjan skein líka út úr augunum á henni....... Hjartað hætti að slá í barmi hans, eins og það þyrði ekki að hreyfa sig. Og það var eins og band slitn- aði milli hans og þeirra, eða milli hans og allra annara manna....... Einveran hafði náð honum á sitt vald. Nú vaknaði aftur kunningsskapur hans við hafið, en í nokkur ár var eins og hann hefði mist sjónar á því. Það var of órólegt, fanst honum. Átti of lítið af huggun, og flutti angist og cstöðugleika inn í hugmyndaheima hans. — En nú hófst vinfengi þeirra á ný. Hann gjat setið tímunum samffn niðri við ströndina og horft á öldu- dansinn. Þegar mikil læti voru í haf- inu, þá yfirgnæfði það óró hans og sefaði sorg hans, — dró þær til sín, en færði honum í þeirra stað þrána. .... Hjartað er rikt. Þegar alt ann- að er frá því tekið, er þráin samt eítir....Og hann fór að dreyma um þessa nýju þrá sína. Þrá, sem var svo óákveðin, en þó jafnframt svo sterk — af því að hún þekti ekki takmark sitt, en studdist við óljóst hugboð ufn, að samt sem áður væri það einhverstaðar að finna. Þrá, sem að eins eggjaði burt .... út — hjelt að leiðin lægi yfir hafið.... Og nú kom áiii hans .aftur í huga hans. — Hann mundi eftir þröngum dal með bröttum hlíðurii og glitrandi silfurbandi í miðjunni. Áin hans, bernskunnar bliðustraumur, ófst líka inn í þrá hans og varð að einum þætt- inum í spuna hennar. Hann gekk eins og í leiðslu og skeytti því ekki, að lífið x kringum hann fjarlægðist hann. Aftur á móti fengu dauðu hlutirnir líf í huga hans. Einveran fjekk meira og meira vald yfir honum......Stundum var , eins og hún hjeldi hjarta hans líkt ! 0g fugli í búri... Fjelagsprentsmið jan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.