Lögrétta


Lögrétta - 24.03.1920, Síða 1

Lögrétta - 24.03.1920, Síða 1
CJtgefandi og ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstrseti 17. Talsími 178. AfgreiSslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastrseti 11. Talsími 359. Nr. 11. Reykjavík 24. m»,rs 1920. Þorsteinn Guðmundsson yfirfiskimatsmaður. Hann andaöist á heimili sínu hjer i bænurn 21. þ. m. úr hjartaslagi, eft- ir stutta legu, 72 ára gamall, fæddur 7. júni 1847 á BrunnastöiSum á Vatns- leysuströnd. Foreldrar hans voru GuÓmundur Guömundsson bóndi þar (d. 1876) og RagnheiSur Þorsteins- dóttir (d. 1866) stúdents í Laxárnesi i Kjós. Voru þeir Bjarni rektor og GuSmundur bræöra synir. En bræöui Þorsteins fiskimatsmanns voru Björn kaupmaöur GuSniundsson, sem dáinn er hjer í bænum fyrir nokkrum ár- um, og HafliSi GuSmundsson kaup- tnaður á SiglufirSi, sem lika er fyr- 'r nokkru dáinn, og systir hans Jór- unn GuSmundsdóttir saumakona er einnig dáin hjer fyrir fáuni árum. Guömundur faöir þeirra fluttist hing- a8 til Reykjavíkur þegar Þorsteinn var á fjóröa ári og hefur Þorsteinn átt hjer heima alla tíS síöan. Var hann frá unglingsaldri og' lengi siSan í þjónustu Smithsverslunar og gegndi þar utanbú'Sarstörfum, eri síSan gegndi hann sama starfa viö verslun JI. Th. Thomsens fram til 1904, en bá var hann af landsstjórninni skip- aSur yfirfiskimatsmaSur. Var sú SíaSa þá nýstofnuíS og hann fyrsti maSurinn, sem faliS var starfiö. Hann tór þá, meiS styrk af almannafje, til Spánar og ítalíu, til þess aS kynna sjer saltfisksmarkaSinn þar, og var 3 mánuöi í þeim leiSangri. Birti harin ítóSlega skýrslu um þá för í Isafold í febr. 1905. En 1908 fór hann að til- hlutun landsstjórnarinnar kring um land, til þess að líta eftir fiskverkun rr.arina, og ýmsar smærri feröir hef- ur hann fariö til einstakra hafna í sömu erindum. En þaS er allra kunn- ugra mál, aS hann hafi staöiS mjög vel í stööu sinni, og a8 honum sje l>aíS mikiS aíS þakka, hve fiskverkuri befur batnaö hjer á síSari árum og íslenskur fiskur því fengið miklu betra álit erlendis en áSur var. Jafn- framt yfirfiskimatsstarfinu haf'Si hann hjer á síöari árum umsjón meí5 iiskverkun fyrir fiskiveiöafjelagiö „ísland“. Þorsteinri kvæntist 30. nóv. .1877 Kristínu Gestsdóttur frá Hliöi á Álftanesi, og lifir hún mann sinn á- samt þremur börnum þeirra, en þau cru: Guömundur hjeraöslæknir í Borgarfirði eystra, Siguröur verslun- ? rmaður hjer í bænúm, og Ragnheiö- ur, gift Þorkeli Blandon lögfræðingi. Þriöji sonur þeirra, Ragnar, dó 1911. Þorsteinn var merkur maður og mikilhæfur. Stór maöur vexti og svipmikill, dugnaöarmaöur mesti, rtiltur og prúömannlegur í fram- komu, og báru allir traust til hans, sem kyntust honum. Harin var sæmdur heiösmerki dannebrogs- manna. Göng undir Ermarsund. Þaö mál ína nú heita afráöiö, aö grafin veröi göng undir Ermarsund, og eftir því komist á járnbrautarsamband milli Englands og Frakklands. Botninn i sundinu kvaö vera kalklag, sem gott er að vinna, og verkiö ekki að mun erfiöara en neöanjarðarjárnbrautar- göngin í Lundúnum. Göngin eiga aö vera 100 fet undir botni sundsins. Eftir þeim liggja tveir stálhólkar, 18 feta víöir, og innan í þeim renna járnbrautarlestirnar, urn annan til Englands, um hinn frá Englandi. Frakkar og F.nglendingar eru báöir um verkiö. Því á aö vera lokið á 5 árum, og 2400 menn eiga aö vinna aö því. Framkvæmdarstjórinn heitir Emile d’Erlanger barón, en sá, sem mest hefur barist fyrir framgangi málsins, er Sir Arthur Fell, formaður nefndar þeirrar, sem enska þingið skipaði í málið. Vitamálin í Andvara. í ný-útkomnum Andvara (44. ár) hefur verið prentað brjef um „Vita- kerfi íslands", sem skipstjórafjelagið „Aldan“ sendi mjer 8. apríl 1918, á- samt nokkrum athugasemdum um fyrirhugaöar vitabyggingar o. fl. Brjef þetta hefur verið tekið upp án minnar vitundar og samþykkis, hvaö þá heldur aö mjer hafi verið gefinn kostur á að gera nokkrar at- nugasemdir um máliö, sem þó er mjer löluvert skylt; verð jeg því algerlega að mótmæla þessari aðferö ritstjórn- arinnar sem með öllu óviðeigandi, og aðferð fjelagsins „Öldunnar" sem rniður drengilegri, þar sem stjórn hennar var vel kunnugt um afstöðu mína til innihalds brjefsins og mun því þessi aðferð hennar trauðla styðja að samvinnu milli vitamálastjórnar- innar og skipstjóranna, sem þó væri aískileg, enda hef jeg notað hvert tækifæri til aö fræðast af skipstjórum um það, hvar vita- og sjómerkja er mest þörf. Þar sem nú þetta hefur verið gert í tímariti, sem talið hefur verið meö betri tímaritum hjer, tel jeg mjer skylt opinberlega að mótmæla þessu. Ef mjer hefði verið gefinn kostur á að svara brjefi „Öldunnar" í „And- vara“, mundi það hafa orðið á þessa Jeið : Hiö fyrirliggjandi nefndarálit er samið af mönnum, sem alls ekki skildu hið fyrirliggjandi frumvarp mitt, enda komu þeir aldrei á vita- málaskrifstofuna til þess að fá upp- lýsingar eða skýringar um málið —. af mönnum, sem eru ókunnugir um íyrirkomulag vitagæslurinar hjer og erlendis — af mönnum, sem eru ó- fróðir um vitagerð, svo og um það, hver stefna hefur verið tekin í vita- málum erlendis. — Þar af leiðir ó- hjákvæmilega, að hin umrædda skýrsla, — að undanskildum fáeinum athugasemdum um ný vitastæði, sem ]>egar hafa verið teknar til greina, —- er sprottin af ókunnugleika.og bygð á misskilningi. Hún er vissulega hvorki höfundunum nje „Andvara“ til sóma. Eins og málið liggur fyrir í „And- vara“, sje jeg enga ástæöu til að fara um það fleiri orðum. Reykjavík, í mars 1920. Th. Krabbe. Bækur. „Trú og sannanir“ og „Sögur Rannveigar“. Merkur bókmentamaður skrifar um þessar yngstu bækur Einars H. Kvaran: „Jeg hef nú verið að lesa nýju bækurnar „Sögur Rannveigar“ og ,/Irú og sannanir“. Jeg held að „Trú og sannanir“ sje besta bókin, sem jeg hef lesið frá því að jeg man fyrst til mín og fór að lesa bækur. Þá bók ætti hver maður að lesa, ekki einu sinni, heldur hvað eftir annað. Það er skaði, hvað hún er dýr. Jeg er hræddur um að hún útbreiðist minna fyrir það. Fólk horfir í peningana og kaupir heldur eitthvað af þýddu rómanarusli, ef það fæst fyrir minni peninga. Jeg vildi, að þessi bók hefði verið gefin út í stóru upplagi,’ kost- uð af ríkisfje og seld afar ódýrt. „Ef jeg væri konungur,“ segja krakkarn- ir, „þá skyldi jeg ....“. Eins segi jeg: Ef jeg væri ríkisstjóri, skyldl jeg styrkja útgáfu slikra bóka. Svona lita jeg á þetta mál, en býst ekki við að stjórn ríkisins líti á það sömu augum, eða þykist hafa heimild til slíkra fjárveitinga. —■ „Sögjur Rann- veigar“ þykir mjer ágæt bók, en tæp- lega finst mjer að hún hrifi mig eins rnikið og „Sálin vaknar“ og „Sam- býlið“. En jeg bið með mestu ó- þreyju eftir framhaldinu. Kemur það ekki næsta sumar ?“ Sigurjón Jónsson: öræfagróður. Æfintýri og ljóð. ,,.... Þó svo sje, að nafnið á bók- inni veki hjá manni í svipinn tilfinn- ingu fyrir berangri og hrjóstugleik oræfanna, þá vita þó flestir Islending- ar, sem eitthvaö hafa komist upp úr bygðum þessa lands, að einmitt þar getur að líta margt af fegurstu gróðr- arafkvæmum landsins. En þau sjást sjaldnast við lauslegt yfirlit. Þau lifa í skjóli hraundranganna, í dældum n.illi melhólanu-a og klettaskorunum. liitthvað líkt finst mjer bókinni vera farið.T henni eru fegurstu hugsjónir, sem þó kunna að dyljast fyrir þeim, sem fljótlega og hugsunarlítið líta yíir hana. — Sum æfintýrin hrifu mig mjög mikið, og jeg veit, að svo n.unu þau geia með fleiri, og slikar bækur, sem það gera, geta aldrei verið þýðingarlausar á bókamarkað- inn, hvað sem strangir ritdómarar kunna annars um þær að segja. Ef þæi geta vakið hjá lesendum sinum göfgustu tilfinningar og beint hug þeirra inn á andleg svið og gefið þeim bjartar og fagrar hugsjónir, sem þeir siðan reyna að lifa eftir og starfa fyrir, þá hefur bókin ekki að eins til- verurjett, heldur stórvægilega þýð- ing-u fyrir andlegan þroska fólksins, og ætti aö lesast af öllum, sem eitt- bvað annað kemst að en dægurþrasið og peningagræögin..Höfundur bókar- innar er Þingeyingur og fluttist úr Eyjafirði til Reykjavikur fyrir hálfu öðru ári. Jeg kann honum rnínar bestu ]>akkir fyrir bókina, og vona, að hann gefi okkur mikið af björtum og fögr- um hugsjónum af sama tagi og í bók þessari eru, því enn er hann í byrjun vegferðar sinnat sem rithöfundur. Að endingu vil jeg skora á fólk að kaupa bókina og lesa hana með athygli, og er jeg viss um, að engan mun iðra þess. . Þ. (,,Dagur“). Svar til Nli E. ðlasonar. ------ (Niðurl.) í sambandi við þetta niá geta þess, að í Skirnis-sjerprentuninni frægtt, sem hr. Kl. Jónsson dreifði út meðal ntanna dagana eftir að „Lögrjettu“- grein mín birtist, er sagt, að svo sje alment talið, að Jón Arason hafi ver- iö 24 vetra, er hann varð prestur að Helgastöðum. Þetta fellur óneitanleg-a illa saman við það, sem ýrnsar aðrar heimildir segja, og væri því gaman aö vita, hvaðan hr. Kl. Jónsson hefur þennan fróðleik. Svo er að sjá, s.em Dr. P. E. Ó. hafi t rðið fyrir einhvers konar innblæstri irá hr. Kl. Jónssyni, því að í varnar- grein sinni er hann að stritast við að draga 24 frá 1507, en þó. til að fá sjer hagkvæma útkomu á pappírnum, dregur hann fyrst 1 frá 24 í huganum og setur síðan afganginn upp sem frádragara, og fær út hið „leiða ártal 1484“, sem hann segir með sönnu að ntjer sje „bölvanlega" við. Gefst niönnum hjer í litlu dænti að líta sýnishorn af rök- semdaleiðslu doktorsins. Þess skal þó getið, til frekari skýr- ingar, að Ðr. P. E. Ó. hefur í doktors- ritgerð sinni gleypt við því athugun- ar- og dómgreinarlaust, að Jón Ara- son hafi verið 24 vetra, er hann kom til Hóla, sje fæddur 1484, og hafi þó verið orðinn prestur á Helgastöðum *507- Um það atriði, hvort Jón biskup Arason sje fæddur árið 1484 eða eigi, er óþarft að deila. Hinn fyrnefndi klerkadómur frá 8. júní 1502, þar sem Jón biskup er talinn einn dómenda, tekur af allan efa. Dr. P. E. Ó. freistar þess þó af veikum mætti, að ve- fengja heimild þessa. Leggur hann fyrst fyrir menn þá spurningu, hvort það sje víst, að Jón Arason, sem nefndur er i dóminum, sje sá sami Jón Arason, sem síðar varð biskup. Ef Dr. P. E. Ó. hefði nent að líta i nafnaskrá þess bindis Fornbrjefa- rafnsins, sem dómur þessi er birtur í. þá gat hann gengið úr skugga um það, að sú er, að minsta kosti ætlun Dr. Jóns Þorkelssonar, sem er Dr. P. E. Ó. óefað meiri fræðimaður. Jeg hef athugað atriði þetta svo sem rnjer var kostur á, og ekkert fundið, sem að mæli móti því, að hjer sje um einn og sama mann að ræða. Um aldamótin 1500 var að vísu uppi sam- nefndur maður, sem kemur við gern- inga, en hann var leikmaður, svo eigi getur komið til greina, að hann hafi setið i klerkadómi. Dr. P. E. Ó. hefur gert mjer þann greiða, að leiða athygli manna að þvi, að í brjefi og gerningum fyrri alda hafi mönnum verið raðað eftir niannvirðingum, og tekur það jafm framt rjettilega fram, að Jón Arason i klerkadóminmn frá 8. júní 1502 sje talinn fyrstur presta. Þar sem nú dok- torinn efar, að hjer sje um sama mann að ræða og Jón biskup Arason, þá þætti rnjer gaman að vita, hvort hann í alvöru vill halda því fratn, að minning þessa virðingarprests, sem fremstur er talinn klerkanna, sje svo týnd og tröllum gefin, að hans sje hvergi getið í heimildarritum vor- um utan á þessum eina stað. Dr. P. E. Ó. heldur nú áfram röksemda- leiðslu sinni, með því að slá fram annari spurningu, og heldur sig þar klókann: „Er það líklegt, að maður, sem hefur svo mikinn veg árið 1502 setji svo niður, að hann 5 árum síðar finnist prestur á einu hinna ljeleg- ustu prestakalla norðanlands, Helga- stöðum," segir hann. Það er eftirtekt- arvert, að Dr. P. E. ó. fullyrðir, að Ilelgastaðir hafi þá verið eitt hið lje- legasta prestakall á Norðurlandi, 'og ennfremur, að það sje víst, að Jón Arason hafi verið prestur þar. Ein- kennilegt er það samt, að sumir fræði- menn vorir, sem hafa ritað um Jón biskup Arason, hafa eigi vitað til þess, að hann hafi þjónað þvi presta- kalli, og þess er heldur eigi getið í fornum brjefum og gerningum það jeg veit til, er þvi varasamt að full- yrða nokkuð um það. En ef vjer setjum svo, að Jón Arason hafi verið prestur á Helgastöðum 1507, eins og doktorinn vill vera láta, og jeg hef ekkert á móti, þá vil jeg spyrja hann, hvort honum þyki eigi einkennilegt, að samkvæmt hans eigin frásögnum í doktorsritgerðinni, þá er Jón Arason orðinn prófastur og „almennilegur“ clómari milli Varðgjár og Glerár 10. febr. 1509, með 1—2 ára embættis- feril að baki, og vart hálfþrítugur að aldri. Menn mega nú sjá, hve viturleg og veigamikil röksemdaleiðsla doktors- ins er, og sjálfur metur hann hana að maklegleikum, því að hann bætir þvi við, aö hann vilji gera mjer þann greiða, „að setja svo í bili, að Jón prestur Arason í dóminum 8. júní 1502 og biskupinn sem síðar varð, sje einn og sami maður.“ Þótt Dr. P. E. Ó. sje þannig af baki dottinn með efasemdir sínar, þá er hann eftir sem áður við það heygarðS' hornið, að andmæla því, að umræddur klerkadómur fari i bág við hið al- ment talda fæðingarár Jóns biskups Arasonar, og klykkir út með að segja:: „Maður, sem er prestur 1502 getur verið fæddur( 1484.“ Slikan sleggjudóm sem þenna lætur doktor- inn sjer sæma að kveða upp, eftir að hann er búinn að segja, að mönnum hafi jafnan verið raðað eftir mann- virðingu í fornum brjefum og gern- XV. ár. ingum; eftir þeirri röksemdaleiðslu Dr. P. E. Ó. ætti þá Jón Arason að hafa verið í fremstu presta röð 18 vetra gamall. Dr. P. E. Ó. hefur ennfremur tekið það skýrt fram, að biskupinn hafi í umboði páfa verið heimilt við prest- vigslu, að veita 1 árs undanþágu frá aldursskilyrði því, sem kristinrjettur kaþólskra manna fyrirskipaði, en þrátt fyrir það lætur hann sjer til hugar koma, að Gottskálk biskup hafi veitt Jóni Arasyni yfir 6 ára undanþágu frá því vígfslu-skilyrði. Eí doktorinn gæti bent á hliðstætt dæmi úr sögu vorri, væri mark tak- andi á þeim orðum hans, en annars ekki. Jeg gat þess í grein minni, að sam- kvæmt klerkadóminum oftnefnda, gæti Jón Arason naumast verið fædd- ur eftir 1480. I tilefni af þessum um- mælum mínum, segir Dr. P. E. Ó., að sú spurning verði fyrir, hvort óhjá- kvæmilegt sje að prestur þessi (Jón Arason) hljóti að vera fæddur fyrir 1481, eins og hr. B. G. heldur fram. Ef hr. B. G. hefði nokkuð vitað hvað hann var að fara, mundu allir skyn- bærir menn hafa búist við þeirri nið- nrstöðu, að prestur þessi gæti ekki verið fæddur síðar en 1477 eða 1478.“ Ef jeg ætti að velja stuttan leskafla úr skrifum Dr. P. E. ó. sem sýnis- horn rithöíundar-hæfileika hans, þá lield jeg að jeg tæki þessa tilgreindu málsgrein. Fyrst og fremst gerir dok- torinn sighjersekaníósannsögliþeirri að herma það, að jeg hafi sagt, að þar sem Jón Arason væri nefndur í cióminum, þá hlyti hann að vera fædd- ur fyrir 1481, og því næst furðar hann sig á því, hvernig jeg fari að slumpa upp á þetta óhappa-ártal; kennir hann jafnvel óheillaöndum um ]>að að hafa gint mig, og lætur jafn- framt þau orð fljóta með, að jeg viti ekkert hvað jeg sje að fara; sem sje þykist hann ekki skilja, hjer sem oft- ar, orð mín, eða skilur þau í raun og sannleika ekki. Jeg vil nú rökstyðja þá fullyrð- ingu mína, að Jón Arason geti eigi verið fæddur síðar en 1480. Þá ber þess fyrst að geta, að samkvæmt vígsluskilyrðunum getur biskupinn ekki verið borinn eftir 1478, en þar sem nú hin mesta prestafæð var i Hólabiskupsdæmi eftir drepsótt þá sem geysaði um landið laust fyrir aldamótin 1500 (sjá Skarðsárannál bls. 68, Esp. Árb. II. deild bls. 127),* þá er eigi ósennilegt, að 1—2 ára undanþága hafi verið veitt prestaefn- um frá aldursskilyrðinu til prests- vigslu, ef sjerstaklega stóð á. Það má og ráða af orðum hins ágæta ságnfræðings prófessors Keyser, að hann hafi þekt þess dæmi, því hann getur þess, að Jón Arason hafi tekið prestsvígslu um tvítugt. (Sjá Den norske Kirkes Historie, II. bindi, bl. 645). Hins vegar býst jeg ekki við, að próf. Keyser hafi haft nokkur þau gögn við hendi, sem greini frá að jón Arason hafi tekið prestsvígslu svo ungur, heldur giski á, að svo hafi verið, sökum þess að hann er þegar orðinn prófastur 1508, og því íundist ósennilegt, að hann hafi verið úinefndur til þeirrar virðingarstöðu eftir 1 árs embættisrekstur, og að eins 24 ára að aldri. Jeg verð nú að láta hjer staðar numið i cjeilunni um fæðingarár Jóns biskups Arasonar, þótt margt sje reyndar ótalið sém skýra kynni mál þetta, því' mjer er markað rúmið t blaðinu, og á þó enn eftir að drepa á nokkur atriði — í varnarritsmíð doktorsins — viðvíkjandi athuga- semdum mínum við „Menn og ment- * Hr. Klemens Jónsson segir i Skírnis-ritgerð sinni um fæðingarár Jóns Arasonar, að um aldamótin 1500 sje ekki getið sjerstaklega utn neina klerkaneyð, þó síðari pestin væri þá teyndar nýlega afstaðin. Þetta er tanglega sagt, eins og tilvitnun þessi ber með sjer, og skulu frekari rök 'færð fram, .ef á móti verður mælt. B. G.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.