Lögrétta


Lögrétta - 24.03.1920, Blaðsíða 4

Lögrétta - 24.03.1920, Blaðsíða 4
tók við fundarstjórninni. Var nú lengi rætt um máliS og Apponyi greifa boSiö, aö hann skyldi mynda nýtt ráSaneyti, en það vildi harin ekki. Eítir mikla vafninga næstu dagana, var svo Huszar loks falið, aö mynda ráöaneytiS. Clerk hjet honum stuðn- ingi og 23. nóv. hafði hanri myndaS nýtt ráðaneyti, er í voru fulltrúar allra flokka. 1. desember*kom svo boðskapur til stjórnarinnar frá Cle- menceau um að senda fulltrúa til Par- ísar til þess aS semja viS friSarþingiS, og 4. des. svaraði Huszar, aS full- trúarnir væru valdir og yrði Apponyi greifi formaSur þeirra. En jafnframt sendi hann Clemenceau skýrslu um ástand landsins og ljet illa yfir. Ósk- aði hann þcss fyrst og fremst, aS friöarþingiö skipaSi svo fyrir, aS þeir útle'ndir herflokkar, sem í landinu sætu, einkum rúmnesku herflokkarn- ir, færu þegar í burtu, eöa út fyrir vissa línu, er friðarráðið fastsetti. Einnig óskaði hann, að bandamenn sendu skoSunarnefndir til Sieben- búrgeri, NorSur-Ungverjalands og Suöur-Ungverjalands, til þess aS fá sannar fregnir af þeim yfirgangi, sem landið hefði orðið fyrir. KvaSst hann eiga bágt meö að undirskrifa þungar kvaöir á hendur hinrii ungversku þjóð í væntanlegum friðarsamningum vegna þess ástands, sem nú væri ríkj- andi í landinu, því vetur þessi ógnaði þar bæði með hungri og kulda. Þessum málaleitunum ungverska íorsætisráðherrans svaraði Clemen- ceau fyrir hönd friöarráösins mjög kuldalega. MeSal annars haföi veriö beöið um, aö ráöið hlutaSist til um. að ýmsir eínstaklingar, sem haldið var föstum í þeim hjeruSum, sem Rúmenar og aörir útlendra þjóSa her- ir höfSu vald yfir, eri valdir höfSu veriS til þess aö eiga þátt í friðar- gerðinni, yrðu látnir lausir. En Cle menceau neitaSi, aS ráöið ætti nokk- urn þátt í því, og yfir höfuð hafðisvar hans vakiS óhug í Ungverjalandi, og blöSin þar einróma látið í ljósi, að sýnilega væri engrar miskunnar það- an að vænta. M. a. var mjög kvartað um, að rúmenski herinn hefSi tekiö svo mikiS af járnbrautaflutningatækj • um Ungverja, að flutningaþörfinni yrði ekki nándar nærri fullnægt, og af því leiddi bæSi matvöruskort og eldiviöarskort. FriSarmálasendiriefnd Ungverja kom til Parísar 9. jan. í henni voru 35 menn og Apponyi greifi formað- urinn. Hún bar að sjálfsögðu fram kvartanir yfir því, hve harðar kröfur væru geröar til Ungveja frá barida- manna hálfu, þar sem fjöldi þeirra ætti að ofurseljast erlendu valdi. En í ParísarblöSunum mátti þegar heyra, að ekki mundi verða hugsaö til neinna tilslakana að því leyti. FriSarráSiS hafSi nokkrum dögum áður eri ung- verska sendinefndin kom til Parísar samþykt, aS beita áhrifum sínum hjá ungversku stjórninni til þess að milda framferði hennar gegri þeim flokki, sem áður haföi fylgt Bela Kun. Sög- urnar sögðu að þeim mönnum væri refsaS af meiri grimd en góðu hófi gengdi. Fjöldi manna hefði veriö tek- inn af lífi, og þar á meöal merin, sem taldir voru hafa komið hóflega fram meöan bolsjevíkar höföu völdin. Um- boðsmenn bandamanna í Budapefet höföu vilja hindra þetta, og fulltrúi Fnglendiriga boriS þaö mál fram viö ungversku stjórnina, en hún vísaS frá sjer afskiftum þeirra af því, og þeir siöan skotiö málinu til friðarmála- ráðsins í París. Þetta mun m. a. hafa valdiö því, p.ö Huszar er nú nýlega faririn frá völdum, en Horty herforingi tekinn viö i hans staö. Alt er enn óákveðið um framtíðarstjórnmálafyri rkomulag Ungverjalands, en fregriir ganga enn um, að einhver Habsborgarmanna muni verða settur þar á valdastólinn og landiS gert að konungsríki. Einkennileg bók. Af öllu hinu mikla bókaflóði, sem \rall yfir okkur árið sem leið og sem færöi okkur þó nokkrar stórmerkar bækur, er ein, sem sjerstaklega hefur vakið athygh mína, Æfidagbókin, sem herra Pjetur G. Guömundsson hefur gefiö út. Bók þessi er mjög einkennileg að því leyti, að hún er ó s k r á 8, pappírsbók. Er ætlast til aö hún verði sannur og gagnoröur viðburSa-annáll eigandans, hirsh fyrir merkustu æfiatriSi hans og vandamannanna. — Ekki dylst mjer j þaS, aö svona bók, í höndum upp- lýstra og gætinna manna, geti oröið merkileg, dýrindisfjársjóður seinni tíma og forSabúr margs kyns fræöa, svo sem ættfræði, menningarstigs •hjeraöa, atvinnugreina og alls konar viðburSa. SagnfræSingum og öörum íræöimönnum gætu slíkar bækur orö- ið aS miklu liSi, því margt mundi verða þar skráð, sem hvergi væri anri- arstaðar að finna. AS sönnu eru tölu- verS vandkvæði á að rita í svona bók, einkum þaS aö offylla hana ekki af þýöingarlausu viSburSa-stagli; þar er einkum vandratað meöalhóf, en glöggur og varfær maður kemst fljótt upp á lag með aS synda þar á milli skers og báru. í leiSbeiningar- orðum fyrir bókinni er bent á hið helsta, sem sjálfsagt Sr að rita í hana, en sá, er finnur sig vaxinn því, hefur auövitaS rúmt um hendur, aö skýra trá ýmsu fleiru, sem í kring um hann gerist og má nota til þess hina auðu blaðsíðu, gegnt annálssíöunni, en æf- inlega veröur maður aö vera stutt- orSur. ÞaS er ekki þýöingarlítið ungu fólki, sem er aö hefja manridóms- skeiöiö, aS skrá hjá sjer alla merk- ustu æfiatburði sína; því um leið og þeir varöveitast frá gleymsku og glötun, ætti slík reglusemi aö veröa hverjum samviskusömum manni sterft h.vöt, aö mega meö sönnu rita í æfb cagbókina sem mest af viSburðum, er bera vott um starfslíf og framtaks- semi í þeim verkahring, sem maöur lifir í. Vel get jeg ímyndað mjer, aö mörg- um vinum og vandamöinrium þyki Æfidagbækur þessar mikil gersemi, en þaö ættu allir aö vera samhuga um að slíkar bækur glötuðust ekki, og er þá engin leiS greiöari til að bjarga þeim, en koma þeim á þjóSskjala- safniS; þar er þeirra rjetti staður, þvs þar geta allir, sem vilja, fengið að- gang aö þeim sjer til ánægju eða íróöleiks. Sam. Eggertsson. Hýútkomnar enskar bæknr og franskar hjá Hachette & Co. R. W. Douglas: English for For- eigners. Þetta er bæöi góS lesbók og ódýr (3 sh.), einkum frábærlega vel löguS tii talæfinga. Trúi jeg ekki öSru en r.Ö þeim, sem vandlega hefur fariö yíir hana með góöum kennara, veit- ist ljett að tala á sæmilegri ensku um flest hversdagsleg efni, og þá má segja, aö komiö sje upp á örðugasta lijallann. Þá er og svo mikil alúö við þaö lögö í síðari helming bókarinn- ar, að kenna brjefaskriftir á snotru máli og samkvæmt almennri venju, aS hverjum sæmilega pennafærum manni ætti aS vera vorkunnarlaust, meö hjálp oröabókarinnar auðvitaö, að skrifa skammlaus brjef á ensku eítir að hafa lesiö bókina. Hverri lexíu er skift í átta greinar cítir þeirri reglu, er jeg hef aldrei sjeö áöur í neinni kenslubók, enda er mjer nær að halda, að hún hafi ekki fyr veriö viS höfð, en það er spá mín, aö hún muni brátt rySja sjer til rúms, þvi jeg hygg, að hún muni reynast mjög heppileg. Jeg mun sjálfur þegar taka bókina til notkunar (þaö eru aS eins nokkr- ir dagar síðan hún kom út) og vil leyfa mjer aö gefa henni bestu meS- mæli mín til kennara á íslandi. Marc Ceppi: Phonetic French Reader. L. E. Kastner: Modern and Con- temporary French Authors. Þessar bækur þurfa ekki minna meðmæla; til þess eru þeir prófes- sorarnir Ceppi og Kastner of vel þektir og kenslubækur þeirra. í fyrri bókinni eru textarnir prentaðir meS venjulegri stafsetningu á hægri blaS- síöu, en á vinstri bls. meS hljóðskrift þeirri, er „Association Phonétique I.nternationale“ notar, svo hvoru- tveggja má fylgja í senn, einkum þar sem letrið er mjög skýrt. Til þess að læra rjettan framburS frönskunn- ar mun því eigi kostur á betri bók en þessari. tlin bókin er úrval úr nú- tiðar og núlifandi rithöfundum írönskum meö skýringum á ensku yfir það sem torskilið er eSa á ein- hvern hátt athugavert. BáSar eru bækurnar mjög ódýrar (1 sh. 4 d. og 2 sh. 6 d.) og frágangur allur 'hinn prýSilegasti. Jules Isaac: Everyone’s History of France. F. Maurette: Everyone’s Geogra- phy of France. Þaö lætur aS líkindum, að hja þjóöum þeim, sem börðust hver viS annarar hliS í styrjöldinni miklu, vaknaöi löngun til að kynnast hver annari nánar en þær höfðu áður gert, enda hafa í ófriöarlöndunum komið út ógrynni af bókum, til þess að full- rægja þessari löngun. Frakklands- saga sú, og Frakklandslýsing, er hjer getur, hafa veriö þýddar á ensku i þeim tilgangi. Jeg er ekki sagnfræð- ingur og því siöur landfræðingur (iafnvel hjá slíkum. kennara sem Ög- mundi Sigurðssyni, gat ekki landa- iræði komist inn í mitt höfuð), svo um gildi bókanna get jeg ekki dæmt, en hitt segir sig sjálft, að þegar slíkt firma sem Machette & Co. lætur þýða bækur í þessum tilgangi, þá er ekki valiö af verri endanum, og báöar eru bækurnar eigulegar, þótt ekki væri vegna annars en þess aragrúa af myndum sem í þeim er. íslendingar eru söguelskir, en fæstir lesa þeir lrönsku, ensku aftur á móti mjög margir, og á þvi máli þykir mjer sennilegt að ýmsir muni vilja eignast liandhæga sögu hinnar söguríku frönsku þjóöar. Sjálfsagt er Frakk- landslýsingin alveg eins þess verð, aö hún sje lesin, og sem betur fer, eru margir landar mínir hneigðari til þess konar lesturs en jeg. Loks má geta um Almanach Mac- liette fyrir 1920, þótt þarflítiö sje aö geta um jafn alkunna handbók. Eng- inn blaöamaöur getur vel veriö án þeirrar bókar eSa einhverrar slikrar, og gagnleg er hún líka kaupsýslu- mönnum og öllum þeim sem lesiS geta hana og fylgjast vilja með í því, sem erlendis gerist, en þó eink- um á Frakklandi. Þess konar árbæk- ur gefa allar stórþjóðir út, og þær cru mjög ódýrar (t. d. þetta almanak, ca. 500 bls., 3 fr.), enda seljast þær í tugum og jafnvel hundruðum þús- unda og sjást á vinnustofum allra mentaöra manna. Sjálfir eigum viö að vissu leyti ofurlítinn vísi til slíkr- ar handbókar, þar sem er Almanak Þjóðvinafjelagsins. Khöfn, 6. febr. 1920. Snæbjöra Jónsson. Drengurinn. Eftir Gunnar Gunnarsson. Þaö hljómar — þaS hljómar .... Þaö hljómar svo, aS drengurinn verö- ur stundum aS standa viö og hlusta .... Hvað er það, sem hljómar? — HvaSan kemur ómurinn? — HeyrSu ÞaS hljómar — þaö hljómar .... rjett eins og af streng úr silfri. Og drengurinn hlustar — sál hans lilustar titrandi .... Er ekki hljóm- urinn þar inni fyrir? — Jú, hann er þar inni —■ —■ inst inni í sjálfum lionum. Á hann silfurstreng? .... Þekkir hann ekki sjálfan sig? — Er eitt- hvað þarna inni, inst inni, sem hann þekkir ekki enn ? .... Einhver dul- arfull uppspretta, einhver ómlind, sem niSar og niöar —• niöur svo, aö úr því verður líf .... ólíkamlegt líf, en líf samt, kvalafult og yndislegt, eins og alt líf? .... HeyrSu til! .... ÞaS hljómar —- þaö hijómar .... Og ómurinn hefur eitthvaö i sjer, sem minnir á ána þarna heima. — Silfur- bandið í botninum á dalnum. Hann rninnir líka á hafiö. Og stundum koma fram mannaraddir. — Hljóm- urinn minnir á alt, sem lifir og er. En mest minnir hann á ána þarna heima .... Það er eins og hann komi frá dalnum og ánni — þessi hljómur, þessi dýrmæta eign hans, yndi hans og kvöl: Silfurstrengurinn! — í rigningu og drungalofti hausts- ins reikar drengurinn um og heyrir hljóma. Og hljómarnir innan frá renna saman við ómana utan úr þok- unni — óma sorgarinnar, þunglynd- isins döpru tóna. Það ómar — það ómar — innan að — utan aö. Og ómarnir blandast og verða aö sam- hlióm í sálinni, undarlegum sam- hljómi sorgarinnar, þunglyndisins döpru ró. Og vetur kemur, með sína söngva. er eitt hið stærsta og ábyggilegasta sjóvátryggingafjelag í danksa ríkinu. Sj óvatryg’glng'ar a shipum og* farmi. Stríðsvátrygging'ar á skipum, farmi og* mönnum. PST* Spyrjið íslandsbanka um fjelagið. Aðalumboðsmaður: Þorvaldur Pálsson, læknir Áusturs — Drengurinn á í stríði við storma rg hríðarbylji og finst hann vera sterkur og hugaður .... Það er um lífiö að tefla! —• Eða, ef svo er elcki í raun og veru, þá má þó hugsa sjer bað. —• Og drengurinn vill ekki láta lífið, þrátt fyrir alt er það fagurt — clásamlegt. Það er snjór og kuldi og nístandi frost! .... En strengurinn ómar —• frostskæra tóna, um afl og þor, um gleðina viö að finna til eigin máttar og ánægjuna yfir sigruðum erfiðleikum. —- Hugur hans er gagn- tekinn af áhrifum kuldans, fullur af ánægju, sem brennir eins og ís. ó, - hvað þaö getur hreinsað hugann, þetta kuldagleöinnar algleymi! Og voriö kemur — tónarnir utan að og innan aö verða mjúkir og þýð- ;r. Það kemur viðkvæmni í óminn, sú viðkvæmni, sem streymir út frá vonglöðum augum nýútsprunginna f.óleyja og frá hreiörum smáfuglanna, með volgu, dröfnótt.u eggjunum í, sem lýsa svo miklu trúnaðartrausti. ö, þessi vortónn. Hann drekkur í sig Ijós frá augum hins nýfædda lambs og blíðu frá fyrstu viöburöum þess til að koma fyrir sig löngu fótunum með gljáandi klaufunum óhörðnuð-- um, ■—• drekkur í sig kæti frá skvaldri lækjarbununnar og heilbrigði frá al- náttúrnnnar yndislegu uppvöknun. Þessir hljómar svala huga drengsins og gera sál hans góða og blíða. Og sumariS kemur og tónninn verður fyllri. Það kemur lyftingur í liann, eins og ullina á kindunum og grængresisdúk jarðaj’innar. Hljóm- n.rinn er- lipur og sterkty, eins og hreyfingar laxins, er hann stiklar íossa. Hann ómar djúpt af sæld þeirri, sem gróörinum fylgir, — af afla- mannsins gleði, sem dregur forða í hús sitt. Djúpir ómar undirbúa um- skiftin •—- yfir í þungu hausttónana. Þaö ómar — það ómar .... stöð- ugt — stööugt. En ómarnir setjast aö inni fyrir Stundum reyna þeir að taka sjer lík- amlega mynd í kvæöi og hendingum, —- en falla þá venjulega til jaröar eíns og værigskotnir fuglar. Drengs- ins skapandi hönd er enn ung og ó- æfð. Hreinleiki ómsins vill ekki sam- þýSast hinu þunga efni, sem í orð- unum er. Þaö verður bara til kvalar. — Svo verður hann að láta sjer nægja, að tónninn ómi inni fyrir. Láta sjer nægja, að hlusta á silfurstrenginn! Drengurinn fór að lesa. Og bæk- urnar opnuðu honum undrafullan heim. En hljómarnir þaðan voru ekki a it af í samræmi við hans eigin tóna. Stundum voru þeir falskir, stundum « f til vill of háir eða djúpir. Þá þegir silfurstrengurinn og er sorgmæddur Drengurinn reynir margt, —• lífiö kennir honum margt, og hann þjáist mikið. Dagarnir — dagarnir — dagarnir .... Þeir koma og fara .... Og þeir eru undrafullir, — fullir af tilbreyt- mgum. Litbrigði lofts og skýja — landsins, hafsins og himinsins breyti- legi ljósglitadraumur — alt er þetta daganna verk. Hver þeirra hefur sinn blæ, og þann sama blæ fær tónninn innifyrir hjá sjálfum honum. Aldrei er einn dagur öðrum líkur, og samt eru þeir nærri allir eins. Ó, þessir undarlegu dagar! Þeir flytja æfi tnanns burt með sjer, — láta hana seitla burt í dropatali. Sífelt gefa þeir og sífelt taka þeir — gefa og taka .... Ó, þessir dagar! — menn verða undir eins að elska þá og hata þá. En er því ekki svo varið um alt, sem sflertir líf mannanna? Og hvað ei það, sem ekki snertir líf þeirra? — * Ó, þessjr undarlegu dagar, sem koma ræti 16. svo blátt áfram og virðast svo opin- skáir;-------þegar þeir eru horfnir, sjá menn fyrst, að dýpstu leyndar- málin hafa þeir tekiö ósögð burt með sjer .... Og næturnar .... Drengurinn var hræddur viö næt- urnar. Ekki að eins vegna þess, að hann var myrkfælinn —• því það var nann. En hann var líka hræddur við drauma þá, sem næturnar ólu. Sumir gátu veriö svo góðir, svo fagr- 'r og ljúfir í allri sinni fjölbreytni. En aðrir gátu líka verið hræðilegir, rneð óvæntum ógnum og ofsóknum, — en þeir voru þá alt af jafnframt .esandi og auðgandi, óg jafnvel þegar verst var, mátti þó alt af gera ráö fyrir einhverri þokukendri meðvit- und um, aö vakna mætti áður en alt væri úti. Hann var ekki svo hræddur við þá drauma. En hann var hrædd- ur viö þá drauma, sem honum þótti vera óhreinir og spillandi, — drauma, sem hann þorði ekki að hugsa um á daginn, —■ drauma, sem hann roðn- aði og svitnaði af, ef hann mintist þeirra. Þá drauma hræddist hann. Það óttalegasta var, að hún var stund- tun með í draumunum .... Og þeir draumar ljetu eftir sig í huga hans iilfinningu um sekt og skömm — ekki síst vegna þess, að hann varð aö viðurkenna með sjálfum sjer, aö þeim fvlgdi líka ánægja. Stundum, þegar hann vaknaöi á nóttunni og leit út um gluggann, fjell hann í undrun yfir stjörnunum .... Þær sýndust vera svo hreinar, og hann fann löngun hjá sjer til þess að tilbiðja þær. Honum sýndist stjörnuhvelfingin, meö vetrarbraut- inni og stjörnumerkjunum, sem hann haföi lært að þekkja, helgari og dá- samlegri en alt annaö. Var það ekki undarlegt, að undir þessari fögru blá- hvelfing meö glitrandi stjörnum skyldu fæöast slíkir draumar? — Og 'örðin varö svo fögur undir stjörnu- hvelfingunni —- svo dulfögur, svo draumfögur. Hvernig gat þaö verið, að nokkuð óhreint væri til í heimin- um — nokkuð óhreint og ilt. Og hvernig gat það veriö, að menn gætu ekki haldiö sjer hreinum og góðum — jafnvel þótt þeir vildu það? .... í einfeldni sinni feldi hann tár og bað til stjarnanna, — bað þær að vernda sig. En hann kornst brátt aö því, aö það qagnar smátt að biðja til stjarnanna — ekki meira en til allra annara í- myndaðra eða virkilegra veraldar- valda. Með svipum skal manneskjan lemj- ast áfram — gegnum ástríður og drauma, gegnum ilt og gott, gegnum lastanna land og feguröarinnar ríki. Alt skal hún reyna, sem lífið hefur að bjóöa — sjer til blessunar eða bölvunar. Svona eru lögin. — — — Holdsins kröfur urðu smátt og smátt, án þess aö hann rjeði við það, einn af tónunum í ómi dag- anna.* Tónn fyrir utan silfurstreng- 'nn, fanst honum. En samt tónn, sem líka var hans eign, ekki síður en tónar silfurstrengsins, Og það var fónn, sem óx meira og meira — svo að stundum yfirgnæfði hann tóna .silfurstrengsins. Drengurinn lseröi aö þekkja það undarlega sambland af sælu og kvöl- um, sem ástin er. Einvera hans var hálfu einmana- legri en áöur. En í einverunni ómaði silfurstrengurinn hioint og skært. Og oft sat hann, hlustaði á hljóminn og grjet. Grjet, þótt hann væri oröinn átján ára. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.