Lögrétta


Lögrétta - 24.03.1920, Blaðsíða 3

Lögrétta - 24.03.1920, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 Borgarstjóra á aS kjósa hjer í bæri- um í maíbyrjun n. k., og er framboös- frestur til 15. apríl. Launin eru um 13.500 kr. samtals. Kauphækkun hafa verkamenn og verkakonur í Rvík nú fengiö, meö samkomulagi vinnuveitenda og verka- lýösfjelaganna. Karlar hafa kr. 1.30 um tímann, en konur 85 aura fyrst um sinn. Lausar kennarastöður eru nú 5 viö barnaskólann á Akureyri og umsókn- arfrestur til 15. júní. Skólar hafa nú margir veriö opn- aöir aftur. Dánarfregn. 26. f. m. andaöist i Khöfn Ólafur H. Finsen, sonur Hil- tnars Finsens, áður landshöföingja. 59 ára, fæddur 26, febr. 1861, stúdent frá latínuskólanum hjer 1879, en tók iögfræðispróf viö Khafnarháskóla J885 og gegndi síðan ýmsum embætt- um í Danmörku. Kona hans var Inge Bojesen, dóttir S. Bojesens kammer- iierra, og lifir hún mann sinn. Söngvar um Suður-Jótland. ÍKaup- m.höfn er nýútkomin mjög skraútleg bók, seni hefur inni aö halda kvæði rm Suður-Jótland, gefin út af Suöur- Jótlandssjóðnum, með formála eftir Vilh. Amdersen prófessor. Húin er prentuð í 500 eint. og kostar eint. 35 kr. Úti um heim. Óeirðir í Þýskalandi. Um það bil, sem síðasta blað kom út, komu útlerid skeyti mjög óreglu- lega, vegna símabilunar erlendis, og .voru því þá engar fregnir komnar unt þýsku gagnbyltinguna, þó hún yrði 12,—13. þ. m. En þá var símað frá Berlín, að ný stjórnarbylting væri hafin þar, að gömlu jafnaðármanna- stjórninrii hefði verið hrundjð, og að Hbert forseti væri flúinn, en Kapp laridsstjóri í Königsberg væri orðinn kanslari og forsætisráðherra í Prúss- landi. Síðar kom sú fregn, að það væru aðallega sjálfboðar úr liði Lutt- witz hershöfðingja, ásamt Döbernitz liðinu, sem gengist hefðu fyrir bylt- ingunni og síðan hefðu ýmsar aðrar deildir, bæöi úr sjó- óg landhernum slegist í liö með þeim. Orsökin var talin — eins og sjá mátti af fregnun- u n á undan ■—- sívaxandi óánægja með stjórnina og þingið, sem Erz- berger-málaferlin og umræðurnar um uppfyllirig friðarsamninganna höfðu magnað. Einnig virðist eftir skeytun- um að dæma einhver misklíð hafa verið farin á undan milli stjórnarinn- ar og einhverra úr hernurn, líklega Lutwitz sjálfs, og er svo að sjá, sem harin hafi verið sviftur stöðu sinni og einhverjir aðstoðarmenn hans teknir fastir. En hvernig svo sem þau nánari atvik hafa verið, sem hrundu tddunni af stað, þá var það tilkynt hátíðlega á götum og gatriamótum í Berlín fyrnefndan dag, að Kapp væri tekinn við völdunum og Lutt- witz við herstjórninni, og væri nú mynduð stjórn reglu, frelsis og frarn- kyæmda. Jafnframt var því lýst yfir, að nýja stjórnin væri fjarri því að vera afturhaldsstjórn, hún fylgdi fullu þingræði og mundi láta kosn- ingu fara fram þegar kyrt væri orðið um aftur, þó þingið væri nú rofið og hún neyddist til að'taka sjer ein- veldi til bráðabirgða. Ennfremur lýsti stjórnin því yfir, að hún væri andvíg bvi, að taka upp aftur keisarastjórn, en mundi þvert á móti láta kjósa for- seta á löglegan hátt, þegar friður íengist til þess. En þangað til því yrði við komið, var haft á orði að utnefna Hindenburg sem forseta, og var þá taiið, að bæði hann og Luden- ^dorff mundu leggjast á sveif með byltingarmönnum. En raunin varð þó önnur á, því Hindenburg krafðist þess, að nýja stjórnin legði þegar niður völdin, eri afstaða Ludendorffs kom ekki til greina, því hann er að sögn austur í Rússlandi og hefur ekkert til ntálanna lagt, svo heyrst hafi. Þegar svona var kornið, flýði gamla stjórnin frá Berlín, eri lagði þó ekki niður völdin og gekk svo um hríð, að báðar stjórnirnarstörfuðu og sendu út mestu mergð af fyrir- skipunum. Hófust þá líka bardagar og blóðböð á götum úti í Berlín og viðar, því jafnaðarmanna-fylgismenn gömlu stjórnarinnar vildu ekki láta hlut sinn, þó nýja stjórnin hefði lagt ltald á aðalmálgögn þeirra og reynt að lama þá á ýmsan annan hátt. Þó er ókleiTt að segja með vissu, hvernig bvltingin hefur gengið í einstökum atriðum, því fregnir voru strjálar og sundurleitar. Þó er svo að sjá, sem sumstaðar hafi alt verið með kyrrum kjörum, t. d. í Hamborg og Bremen og nýja stjórnin strax verið viður- l end þar og einnig í Dresden. Sömu- leiðis var sagt, að allur þýski herinn mundi styðja nýju stjórnina. En sumstaðar annarstaðar risu menn ákveðið móti byltingunni, svo sem í Stuttgart, og neituöu öllum samning- um við Kapp-stjórnina. Þá sýnast og fvlgismenn gömlu stjórriarinnar hafa farið herskildi gegn ýmsum þeim borgum, sem játast höfðu undir nýju stjórnina, og var sagt, að þeir hefðu t. d. þannig náð Hamborg aftur. Vrar nú alt í uppnámi og æsingum, blóðugir bardagar víða, verkföll og verkmarinaóeirðir, viðskifti trufluðust og blöð hættu að koma út. Er nú að sjá svo sem einhverjar samningatil- raunir hafi verið teknar upp, fyrst fyrir milligöngu yfirhershöfðingjans í Saxen, en alt árangurslaust. And- stæðingar nýju stjórnarinnar kröfð- ust þess, að hún segði þegar af sjer skilyrðislaust, en Kapp neitaði fyrst • stað. En þó fór svo, að lokum, að bæði Kapp og Luttwitz drógu sig í hlje, til aö forða borgarastyrjöld og afskiftum erlendra ríkja. Því meðal bandamanna — einkum Frakka — komu frá upphafi fram mjög sterkar raddir um það, að skerast í leikinn með vopnum, en Lloyd George dró úr því og vildi bíða átekta. Þó rieit- uðu bandamenn að viðurkenna Kapp- stjórnina og hótuðu að svifta Þjóð- verja allri fjárhjálp ef ekki yrði stilt til friðar. Þó tók gamla jafnaðar- mannastjórnin ekki óbreytt við völd- um aftur og var t. d. skipuð ný her-, stjórn undir forustu Ric. Seechts aður yfirmanns í herstjórnarráði Mac- kensens. Jafnframt var þá ákveðið, að nýjar kosningar skyldu fara fram í júní, bæði þingkosningar og for- setakosning. Nokkru síðar kom ríkis- l'ingið aítur sarnan í Stuttgart. Þó var óeirðunum alls ekki lokið með þessu. Verkföilin hjeldu víða á- frant eftir sem áður, en til þeirra hafði gamla stjórnin kvatt —: til áð spilla með þeint fyrir hinni nýju, og bardögunum ljetti ekki alstaðar. Linkum lþetu nú óháðir jafnaðarmenn til sin taka, og var því lýst yfir, í ýmsum hjeruðum, að ráðstjórn — eða bolsjevíkastjórn væri kornið á. Var þess þá líka krafist, að komið yrði upp verkmannaher, eftir rúss- r.eskri fyrirmynd, að allar námur, raf - magns- og gasstöðvar, yrðu teknar undir ríkið ó. fl. Yfirleitt kornu verka- menn fram með kröfur um þátttöku ; stjórninni og breyting á skipulagi srjórnarinnar, sem að ýmsu leyti voru a’veg í anda Lenins, end'a reru óháðir jafnaðarmenn óspart uridir og hcfðu cnda haft sig miklð í frammi frá upphafi byltingarinnar. Virtist jafn- vei svo um tinra, sem samkomulag ætlaði að nást að einhverju leyti milli þeirra og gagnbyltingamanria Kapps, eða að rninstt kosti var þeim um eitt skeið boðin þátttaka í hinni nýju stjórnarmyndun. En til þess kom ekki og beinari þátt i stjórninni eiga þeir víst engan, en krefjast enn þá að kom- ið verði á í Þýskalandi fullkomnu '•áðstjórnarskipulagi. Það hefur þó eriki orðið, en hins vegar hefur jafn-. sðarmanriastjórn Bauers, eftir a.ð hún kom aftur til valda, gengið að öllum kröfum verkamanna, nenia um stofn- un hersins,og taka verkmannafjelögin þýsku nú opinberan þátt í stjórninni. Öeirðirnar halda þó áfram viðsvegar um Þýskaland, en af Luttwitz og Kapp er það sagt, að sá fyrri hafi fvrirfarið sjer, en sá síðari sje tekinn höndum. Það er auðsjeð á öllu, að þessi bylt- ingartilraun þeirra Kapps og Lutwitz hefur verið mjög svo flasfengin og vanhugsuð. Berlinarfrjettir frá byrj- un þessa mánaðar, í síðustu útl. blöð- um, tala um gauragang og hávaða úr þeirri átt, sem þessi byltirigaumbrot kontu frá. En jafnframt er sagt, að tilraunir þaðan til nmbyltingar geti ekki náð tilætluðum árangri. Stjórn- arblaðið ,,Vorwárts“ segir m. a., að íillar aðrar leiðir sjeu ófærar en sú ein, að láta miðflokkaria þrjá, sem vjð völdin sjeu, halda þeim áfram. Það megi tala um mannaskifti bg breyíingar innan. þessara vjebanda. En flokkar þeir, sem staridi til beggja hliða miðflokkunum, sjeu alls ófærir um það, hvorir um sig, að taka að sier stjórnina. Hver sem því reyni að sundra þeirri stjórnarmyndun, sem komist 'hafi á með samtökum mið- flokkanria, vinni þjóðinni óþarft verk. Það sje hættulegt spil, að ætla sjer að nota Erzberger-deilurnar til þess í,ð hrinda skattamálunum aftur nær gatnla horfinu. Jafnaðarmannaflokk- tirinn hljóti af öllu afli að vinna á móti því. En hjer sje um að ræða mál, sem ekki ætti að þurfa nema benda á, hverjar afleiðingar það geti haft, til þess að hindra það. Scheide- mann hefur í blaðagrein tekið í sarna strenginn og sagt, að miðflokka sam- steypan sje eina úrræðið. Hann snýr sjer að íhaldsflokkunum og segir, að það verði að segjast þeim skýrt og skorinort, að verkamannaflokkurinn láti ekki svifta sig aftur rieinu af þeim rjettindum, sem hann hafi áunn- tð sjer með stjónarbyltingunni. Það sie heimska tóm, að láta sjer detta slíkt í hug. Sigur, sem íhaldsflokk- arnir ynnu, gæti ekki enst lerigur en í rnesta lagi tvo eða þrjá daga. Og sarna væri að segja um ráðseinræði, e'ftir rússneskri fyrirmynd. Það yrði ekki langlífara. Ef útfylking vinstri- flokksins kæmist að með einræðis- hugmyndir síriar, stæðu allir aðrir saman á móti henni eftir nokkrar klukkustundir. Atkvæðagreiðslan í Suðurjótlandi. í símfrjett frá Khöfn frá 16. þ. m. segir svo af henni: Atkvæða- greiðslan í Suður-Jótlandi í öðru um- dæmi fór svo, að það voru greidd 13.025 dönsk atkvæði, en 48.148 þýsk. f Flensborg voru greidd 8947 dönsk atkv. og 29.911 þýsk atkv. Dönsku blöðin segja, að úrslitin sjeu þjóðinni mikil vonbrigði, og hafi hinar lituðu i'rjettagreinar, sem sendar voru heim þaðan síðustu vikurnar vilt mönnum mjög sjónir um hug íbúanna. íhalds- blöðin, „Köbenhavn“ Ferslevs-blöð- in og „Kristeligt Dagblad" krefjast þéss þrátt fyrir atkvæðagreiðsluna, að Flensborg verði afhent Dönurn vegna legu hennar og af fjárhagsleg- um ástæðum, og brýna það fyrir al- þjóðanefndinni, að dæma ekki dönsku þjóðina eftir því áhugaleysi, sem Zahle-stjórnin hafi sýnt í þessu máli. „Berlingske Tideride" fara vægara ; sakirnar og segja að eins, að úrslitin sýni það, að danskt þjóðerni eigi erf- itt uppdráttar. „Politiken" er mjög ó- ákveðin í sínum ummælum, en segir, að enginn efist um rjettsýni Jótlands- nefndarinnar, og að rangt væri að takn afstöðu með eða móti úrskurði, •öem öllum sje ókunnur, en sem menn viti að stjórnast muni af skilningi og rjettsýni, þó hann ef til vill uppfylli ekki hyllivonir þjóðarinnar. „Social- demokraten“ álítur, að það sje beinrf glæpur að krefjast Flensborgar Dön- um til handa og algerlega gagnstætt orðum friðarsamningsins og anda hans. Það sje lajndrán að innlima Flensborg í Danmörktt„og mundi það færa með sjer mikla óhamingju í íramtíðinni. Nýrri fregnir segja, að fast sje sótt af hægrimönnum í Danmörku o. íl., að fá Flensborg n;eð umhverfi hentíar, en að á fundum í Khöfn hafi því verið mótmælt og talið sjálfsagt, að atkvæðagreiðslan rjeði úrslitum. Þess er áður getið stuttlega, að skömmu fyrir atkvæðagreiðsluna í 2. atkv.belti Suðut-Jótlands, voru full- trúar sendir frá stórum fundi í Rends- borg til stjórnarinnar i Berlín með þá málaleitun, að hjeruðin Sljesvík- Holstein fengju að nokkru leyti sjalf- stjórn í santbandi við Þýskaland, og hefði þessu verið vel tekið. Vakti i'regnin um þetta rnikla eftirtekt í Danmörku og komu fram ýmsar til- gátur um, hvað undir þessu mundi búa. En eftir því sem segir í síðustu blöðum frá Khöfn er þessi sjerstöðu- hreyfing í Sljesvík-ÞIolstein ekki ný. Bæði þýska ríkisstjórnin og prúss- neska ríkisþingið 'hafa þegar lengi haft á prjónunum löggjöf um sjer- stiórnarfyrirkomulag handa hinum prússnesku hjeruðunt alment, sjer- staklega með tilliti til þeirra óska um þetta, sem fram hafa komið i Sljes- vík-Holstein. Frumvarp, sem fram hafði kontið urn þetta, mætti yfir l.öfuð góðum undirtektum, en strand- éði á því, að margir voru hræddir um, að það mundi gefa skilnaðar- hreyfingunum, sem gert höfðu vart við síg í Rínarlöndurium og Vestfal- en byr undir vængi. í fyrra sumar lagði prússneska stjórnin fyrir þingið frumvarp um aukið hjeraðasjálfstæði innan Prússlands. Það er enn eigi orð- ið að lögum. En stjórnin hefur mælt fast með því og jafnvel talið það lífs- nauðsyn fyrir Prússland, að það næði fram að ganga. Það er því skiljari- legt, að málaleitanir Rensborgarfund- arins fengju góðar undirtektir í Ber- íín, og eftir þessu að dæma má telja vist, að Sljesvík-Holstein fái einhvers konar sjálfstjórn eða sjerstöðu. Á þessa leið skýrir Berlíriar-fregnritari blaðsins „Politiken“ málið. Síðustu frjettir. Frá Bandarikjunum er nú símað, að öldungadeild þingsins þar, hafi r.eitað að samþykkja íriðarsamning- íina og endursent þá Wilson forseta. Þá lýsti þingið því yfir um leið, að Bandaríkin væru nú i fullum friði við Þýskaland.* Á írlandi eru enn þá stöðugar ó- eirðir, og 21. þ. m. var símað, að Sinn-Feinar hefðu þá skotið borgar- stjórann i Cork. —■ Annars er sagt, að nokkrar horfur sjeu á því, að samkomulag muni fást um heima- stjórnarfrumvarp stjórnarinnar. I Bandaríkjablöðum hafði það komið til tals fyrir skömmu, að rjett væri að Bandarikin keyptu eyjar þær, sem Bretar ættu við strendur Ameríku og borguðu þær með hæfi- legri fúlgn af vöxtnm og afborgun- um sem þeir ættu annars að fá af lánum sínum til Breta. En nú hefur Lloyd George lýst því yfir, að engin hæfa sje i þessu, en borgun lánanna sje trygð á annan hátt. Eins og oft hefur verið skýrt frá ltjer áður, hafa undanfaril verið miklar deilur i Bretlandi um rekstur náma þar, einkum kolanámanna og afstöðu verkamanna og ríkisins til "þeirra. Kröfðust verkamenn þess þá, að ríkið tæki að sjer rekstur þeirra — svipað og þýskir verkamenn hafa nú fengið framgengt hjá sjer — en stjórnin var því andstæð. En nú hafa námaverkmenn í Bretlandi samþykt með 200 þús. atkv. meirihluta að hefja verkfall til að knýja þetta fram. En fullgild mun samþyktin þó ekki talin fyr en allir verkamenn hafa samþykt hana, en á allsherjarþingi verkmannafjelaganna var verkfallið fel.t með 2j4 milj. atkv. meirihluta. Ekki er þetta þó svo að skilja að verkmannafjelögin ætli ekki að halda rnálinu til streitu, heldur ætla þau því fram á annan, stjórnskipulegan hátt. í Suður-Afríku eru nú kosningar í nánd og segja skeyti að „Daily Chronicle" álíti, að þar sje í rauninni kosið um það, hvort Suður-Afrika skuli framvegis vera í sambandi við Breta, eða ekki. jxumenar eiga að fá Bessarabíu, en sleppa þeim hjeruðum af Ungverja- íandi, sem þeir hafa nú. Frá Þýskalandi koma fáar fregnir aðrar en þær, sem sagt er frá ann- arstaðar í blaðjnu, um byltinguna. Um Erzberger-málin er þó sagt, að Helfferich hafi verið dæmdur í 300 tnarka sekt, en þess ekki getið, hvort niálin sjeu þar með útkljáð að fullu. — Um forsetakosningarnar hefur þess áður verið getið, að Hindenburg rnuni verða í kjöri og annar fram- bjóðandi óákveðinn. Þó er -sagt, að komið hafi til tals, að bjóða fram þingmann einn, dr. Pedersen frá Hamborg, en alt mun það þó vera óákveðið. Annars er merkust af síðustu iregnunum skeytið um stofnun bandalags Austurlanda. Er þár sagt, að fulltrúar frá Egiftalandi, Koreu, Indlandi, Tunis, Marokko, Sýrlandi, Gyðingalandi, Persíu, Armeníu, Arabíu, Georgíu og Transkákasíu liafi samþykt að mynda Bandaríki Austurlanda í líkingu við þjóða- bandalagið og ætli sjer að vinna að ! bróðerni þjóðanna án vopna. I sam- bandinu eru kristnir menn, búdda- trúarmenn og múhameðstrúarmenn. Búist er við þátttöku fleiri ríkja og hafa sendimenn verið gerðir út til Tripólis, Tyrklands, Afganistan og Mesópótamiu til vinnu fyrir sam- bandið. Uppkast að lögum hefur ver- tð gert og sent ríkjunum ftl athug- unar og á síðan að halda almennan stofnfund, þó ekki hafi enn þá verið tilkynt opinberlega hvar hann verði haldinn. Þessi ríki, sem ætlað er að vera í sambandinu, eru svo fólksmörg, að í því verða um helmingur allra ibúa jarðarinnar, ef ekkert skerst úr leik. Samkomulagið milli bandamanna- þjóðanna sýnist meira og meira vera að fara út um þúfur. Nýlega voru bift af ensku stjórninni skjöl, sem sýndu meðferð Fiumemálsins og það, sem fram hafði komið frá málsaðil- um, hverjum um sig. Þar komu fyrst íyrir almennings sjónir skjöl, sem Wilson forseti hafði sent á Lundúna- fundinn, er Nitti var þar til þess að ræða um þetta mál. Wilson segir þar með sterkum orðum, að Bandaríkja- stjórn geti ekki lagt í sölurnar þau grundvallaratriði, sem verið hafi Jæss valdandi, að hún lagði út í ó- friðinn, fyrir ógeðslega metorða- girnd einnar bandamannaþjóðarinn- ar; hún vilji ekki kaupa stundarró á yfirborðinu við Adriahafið fyrir það, að eiga á hættu að þar kvikni síðar eldur, sem setji allan heiminn í bál. Þar næst minnist hann á leynisamn- inginn, sem gerður var við ítali í Lundúnum þegar þeir fóru út í ó- í'riðinn, og segir, eins og áður, að harin viðurkenni hann ekki, telur hann ranglátan og ósamrýmanlegan- því skipulagi, sem framvegis eigi að táða í heímirium. Hann leggur svo mikla áherslu á þetta mál, að hann segir að undir úrslitum þess sje það komið, hvort Bandaríkjastjórn eigi nokkra sam- vinnu framar við Evrópuþjóðimar um friðarmálin. Tilboðin, sem ítaltu hafi verið gerð 9. des. síðastl., um lausn Adriahafsmálanna, fari svo hngt sem Bandaríkjastjórnin geti fremst teygt sig, og ef það nægi ekki, Jtá kveðst forsetinn hafa í hyggju að kalla aftur samninginn við Þýska- land og samninginn milli Frakklands og Bandaríkjanna, sem nú liggi fyr- ir senatinu, og láta svo stjórnir bandamanna í Evrópu einar um að ráða fram úr málunum þa?. — Áður hefur verið sagt frá þvt hjer í blað- inu,hvernig Nitti talaði í ítalskaþing- ittu um lausn þá á Adriahafsmálun- um,- sem ráðgerð hafði verið 9. des. og Wilson vitnar hjer til. Frá Ungverjalattdi. Hjer í blaðinu hefur áður verið sagt allgreinilega frá byltingunum í Ungverjalandi. í haust, sem leið, tók ]tar við völdum maður, sem heitir Karl Huszar. Hann var áður skóla- kennari og síðan blaðamaður, en var fyrst kosinn á þing 1910, og var þá og jafnan síðan einn af helstu forsprökk- um hins svo nefnda kristilega þjóð- ntálaflokks. Þegar Bela Kun tók völd- iri, t vor sem leið, var Húszar settur í fangelsi, en honum tókst að strjúka þaðan skömmu áður en Bela Kun misti völdin, og flýði þá til Austur- rikis. En litlu síðar kom hann heim aftur, er Jósef erkihertogi hafði tekið við ríkisforstöðunni, og varö kenslu- málaráðherra í ráðaneyti því, sem Stefan Friedrich sem æðsta valdhafa, i sumar. Hugsun þessarar nýju stjórn- ar var, að gera Ungverjaland að kon- ungsriki og setja mann af Habsborg- arættinni á valdastólinn, annað hvort jósef erkihertoga, sem virðist vera mjög vinsæll rnaður í landinu, eða þá Karl fyrv. Austurríkiskeisara, og stjórnin virtist treysta á stuðning frá Englandi t þeim áformum. En friðar- þingið í París mótmælti þeim ráða- gerðum og vildi ekki heyra nefnt, að nokkur maður af ætt Habsborgara fengi ríki til forráða, og er sagt, að Wilson forseti hafi einkum sett sig á móti þessu. 23. ág. kom til Búdapest boðskapur frá Clemenceau, forseta friðarþingsins, er heimtaði, að Jósef erkihertogi segði af sjer ríkisfor- stjórastöðunni, og gerði hann það þá, en Stefán Friedrich myndaði í lok ágústm. nýtt ráðaneyti og var K. Huszar þar enn kenslumálaráðherra. Baridamenn neituðu að viðurkenna Stefan Friedrirh sem æðsta valdhafa, en hann skeytti þvi ekki og sat eftir sem áður. Stóð svo um hríð. En Rúmenar hjeldu þá enn miklum hluta iandsins og voru viðsjár miklar með öllum þeim flokkum, sem ráða áttu fram úr framtíðarmálefnum ríkisins. Albert Apponyi greifi, mikils metirin stjórnmálamaður, tók sjer þá fyrir hendur að reyna að koma á samkomu- lagi við bandamenn og fulltrúa þeirra í Budapest, Sir George Clerk. 17. nóv. kallaði Clerk saman á fund flokks- foringja og ráðherra Ungverja og las fyrir þeim boðskap frá ensku ítjórninni, sem Apponyi greifi þýddi á ungrærsku. í boðskapum var sagt, að ef Ungverjaland vildi fá frið, þá yrði að myndast þar ráðaneyti, sem allir flokkar styddu, og það yrði stð- an að beitast fyrir þingkosningum, Ef ekki tækist að koma þessu á, þá kvaðst Clerk yfirgefa Budapest þá sömu viku og yrði þá ekki framar um friðarsarrininga að ræða. Hann gekk svo af furidi, en Appongi greifi

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.