Lögrétta


Lögrétta - 14.04.1920, Blaðsíða 2

Lögrétta - 14.04.1920, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA a VerS 10 kr. árg. á Islandi, erlendis 12 kr. LÖGRJETTA kemur út á hverjum miS m 50 au. Gjalddagi 1. júlí. ' Ilorfurnar eru ískyggilegar. Ef til vill koma gulu þjóSirnar og blökku- mennirnir og taka brauöið frá hvítu verkamönnunum.“ Atkvæðavöld. „Verkamenn hafa i ýmsum löndum fengiö -mikil völd. Þeir hafa notað völdin til aö tryggja sjer ýmsa hjálp og hlunnindi, svo sem dýrtíöarvinnu, dýrtíöarhjálp, hámarksverö á nauö- synjum o. fl. Þetta var nauösynlegt á styrjaldarárunum, meöan verst gekk og atvinnuskortur var. En nú eftir styrjöldina heldur þessum ráöstöfun- um áfram (nfl. í Danmörku), án þess hægt sje að rjettlæta þær. Því nú upplifum viö þau undur, að á sama tíma fylgist aö atvinnuleysi og vinnu- íólksekla. Miskunnsemi er góð, til að hjálpa fram úr vandræðum, en rjettlæti er * nauðsynlegra. Undanrenningar-vorkunnsemi leið- ír aldrei til góðs. Meðan á stríðinu stóð, auðguðust margir úr öllu hófi fram. Jafnaðarmannastjórnin (i Dan- mörk) hækkaði skatta á auðmönn- um og notaði ríkissjóð til hjálpar fá- tæklingum. En þessi ríkissjóðshjálp hafði sið- spillandi áhrif. Það hefar sýnt sig t. d. i því, að danskir verkamenn hafa hafnað vinnu sem í boði var, ef ekki var boðið meira kaup en t. d. 10 kr. á dag. Þannig hefur spillingin frá æðri stöðum læðst niður stigann. Hugs- unarhátturinn þessi, að vilja ekki vinna, en heimta þó mat og fá laun fyrir iðjuleysi." Auðvaldið drotnar eftir sem áður. „Reynslan hefur til þessa sýnt, að ríkið með jafnaðarmönnum við stýr- ið, hefur ekki getað skapað rjett- læti. Margir þurftu að stjórna og l?essir mörgu þurftu að sækja ráð til annara, en oft erfitt að hitta þá, sem best gátu lagt ráðin á. Fyrirkomulag- iö varð kostnaðarsamt og vjelin gekk stirðlega. Auðvaldinu varð ekki kom- ið á knje. Öðru nær. Það magnaðist. Nýir auðmenn uxu upp engu betri en þeir fyrri. Og eftir sem áður náði auðvaldið í ágóðann af annara striti og drotnaði yfir dagblöðunum og al- menningsálitinu og þá um leið yfir gerðum stjórnarinnar. Sú stjórn, sem verður að lúta bankastjórum til að fá peningalán til framkvæmda, getur ekki ráðið livaða lögum hún vill koma á. Því meira fje sem rikið þarfnast, þess meira verður það upp á auðvaldið 'komið. Draumur jafnaðarmanna um að ríkið geti hrundið auðvaldinu af stóli mun aldrei rætast.“ Auðváldið má ekki ráða öllu, en það má heldur ekki detta úr sögunni. „Eitt er ráð til að hnekkja auð- valdinu. Satt er það. Það má leggja á það stöðugt hækkandi skatta. Þetta hefur reynt verið, og má vel vera, að það steypi þvi af stóli með tímanum. En hvað vinst með þvi? Takmarkið á ekki að vera, uð gera alla fátæka. Auðmennirnir hafa lika tilverurjett og hann mikinn. Sje þeim komið fyrir kattarnef, verður niður- staðan svipuð og fyrir manninum cem drekti sjer af ótta við kóleru- drepsóttina. Hann losnaði við kóler- una, en dó. Auðvaldið dettur úr sög- unni, en menningin fer í rústir. Og j»á kemur það í ljós, hve ólánsamt það var, að fela verkamönnum ein- um, að berjast fyrir rjettlátri þjóð- fjelagsskipun. Nei, auðvaldið og framtakssemi einstaklingsins á sinn fulla. tilveru- rjett og má sist missa sig.“ t Vegurinn til rjettlætis. „Allir eiga að vinna sjer til mat-> ar. Og engifin á að græða iðjulaus. Öllu okri eiga að vera strangar skorður settar. (Það er í rauninni á'itamál hvort ekki öll peningarenta sje óleyfileg, eins og gefið er í skyn í ritningunni). Engum auðmanni á að haldast uppi að leika sjer að gróða- spili um almennar lífsnauðsynjar. sem fyrir það hækka i verði. Sjerhverjum á að launa eftir hans verkum. Iðjuleysingjanum 0g ónytj- j ungnum má hjálpa, en hvoruguu. á j úr býtum að bera sama arð og at- orkumaðurinn. Verkamenn eiga að fá hlutdeild í öllum arði hver í sinni atvinnugrein. Hlutafjelögum skal hagað þannig af> að eins þeir sem taka þátt í starf- rækslunnl fái ávinninginn, en allir aðrir, sem að eins leggja fram hluta- tje og vinna ekki sjálfir, verða að i láta sjer nægja með ákveðið hundr- aðsgjald, sem fer eftir því hve mikið j þeir eiga á hættu. Vinnudugnaður á 1 &ð launast aukreitis með vaxandi I hlutdeild í arði hvers fyrirtækis. Samvinnufjelagsskapur og kaup- fjelög eiga allan -stuðning skilinn. Ðanskir bændúr hafa þar riðið á vaðið, og sýnt veginn fram. Allir sem vinna eiga að eignast auð í sameiningu. En ríkið á að fá drjúg- an skerf af öllum auði — alt að 50% af árlegum nettó-arði.“ Jörðin á að vera sameign allra. „Þó nú ofanrituðu skipulagi væri komið á, þá er þó enn eitt eftir, sem er hvað. þýðingarmest. Og það er rjettlát skifting jarðarinnar sam- kvæmt kenningu Henry Georges. Ríkið á að eignast alt land, og eng- um einstaklingum á að leyfast að okra með landspildur. Sjerhverjum ulkemur arður vinnu sinnar fyrir jörðina, en ekki jörðin sjálf. Þó einn lóðarpartur inni í stórbænum sje meira virði en álíka spilda úti í sveit, þá er það ekki að þakka því, að eig- sndinn hafi bætt jörðina, heldur vexti og þroska bæjarfjelagsins. Þess vegna eiga borgararnir í sameiningu að njóta arðsins, o. s. frv.“ Geismar trúir á rjettlæti Georgs kenningarinnar og fer um hana enn íleiri orðum, en hjer eru tekin upp. Enda nægir það sem kormð er, til þess að aðrir geti notið kjarnan i íitlingi Geismars eins vel og jeg sjálf- ur. Og vona jeg, að fleirum finnist sem mjer, að ræða hans sje salti krydduð og eigi víða erindi. XIII. Maður er nefndur Melander. Hann er ofursti í sænska hernum og rithöfundur.. Jeg hlustaði á hann halda fyrirlestur í Lundi. Hann er maður trúaður, en þó frjálslyndur í -skoðunum. Hann er orðinn vel þektur 1 Svíþjóð, bæði af ritum sínum —• því hann skrifar skemtilega — en þó cinkum fyrir það, sem nú er kunnugt orðið, — að hann hefur nú síðustu órin í sumarfríi sínu hafst við hingað Dg þangað út um borgir og sveitir sem óbreyttur verkamaður, og stund- að ýmis konar atvinnu í þeim tilgangi að ^^00^3^ lífi iðnaðarmanna og ’.erkamanna, til þess síðan að geta skrifað um athuganir sínar. í fyrirlestri þeim, sem jeg hlustaði á, sagði hann frá því, hvernig hann aila vega dulklæddur vann með öðr- um verkamönnum hjer og þar í land- inu. Ýmist uppi í Dölum eða suður á Skáni eða uppi í Jámtalandi og Norrlandi, víð skógarhögg, stein- finíði, akuryrkju eða aðra atvinnu. Og lýsti hann því mjög skemtilega b.vernig fjelags'skapur það var, sem hann lenti í. Þar var misjafnt sauður í mörgu fje, eins og gengur — sumt Var allrabesta fólk, sem hver maður gat mentast af að umgangast. En stundum komst hann í slæman soll og átti í vök að verjast. Mörgum þótti þessi roskni lagsmaður vera all- einkennilegur, — (Melander er orð- ínn gráskeggur, milli fimtugs og scxtugs, en stór og sterkur og hraust- ui). Þeim fanst hann sumum, óþarf- lega nostursamur um hreinlæti — því hann þurfti oft að þvo sje um hendur og hann fór þrifalegar að mat sínum — kunni ýmsar kúnstir, bæði í mat- ieiðslu og öðru. Og þegar eitthvað i ar að, kunni hann ætíð að gefa góð íáð. Hafði t. d. meðferðis sáraum- búðir og meðul, ef einhver slasaðist eða veiktist. — Hann kynti sig fljótt vel, hvar sem hann var staddur og flestir urðu elskir að honum. Þeim liek oft mesta forvitni á að vita um hans hagi alla, og spurðu hann spjör- tinum úr, en hann fór undan í flæm- ingi, án þess þó að skrökva nokkru til. Stundum átti hann fremur illa æfi, verkstjórarnir voru misjafnir og aðfinningasamir. Og stundum var alt annað en skemtilegt í fátæklegum tkógarkofum i illu lofti innan um cmentaðan lýð, sem drakk og blótaðl á laun, þegar ]iess var kostur. Með þolgæði og lempni tókst honum oft að hafa hin bestu áhrif á fjelagsskap- inn —- talaði við þá um fræðandi efni, las hátt fyrir þá kvæði og sögur o. s. frv. Það voru að eins einstaka óróa- seggir, sem ekki vildu aðhyllast hann i og gerðu honum þá ýmsar skráveifur Yfirleitt fjekk jeg þá hugmynd af íyrirlestri Melanders, að hann hefði nnnið þarft verk að lifa þannig og strita með verkamönnunum — bera bvrðarnar eins og þeir og vera þeim góður bróðir í leik. Og jeg öfundaði Melander og vildi gjarnan hafa fylgst með honum á þessu ferðalagi hans. Spaugilega sagði hann frá því, er bann kvaddi fjelaga sína — við skóg- rrhögg uppi í Norrlandi. — Þeir höfðu lengi þráttað um, hvaða maður þessi fjelagi þeirra væri, þótti hann liynlegur og ekki allur þar sem hann væri sjeður, — svo þegár hann var stiginn upp í vagninn og lestin var að fara, rjetti hann þeim nafnspjald sitt og stóð þar á: Melander. Ofursti í hernum. Þeir stóðu sem þrsmulostnir, en átt- fðu sig þó fljótt, mundu eftir sænskri kurteisi og beygðu sig djúpt — „allra- auðmjúklegast“, um leið og eimlestin brunaði af stað. XIV. Mjer var mesta unun að hlusta á Melander, því þar var góður maður og gáfaður og öllum velviljaður. Og jeg öfundaði hann af þessum æfin- fýrum, sem hann hafði upplifað, og hefði jeg gjarnan viljað vera með honum og bera erfiði og þunga dags- ins me,ð óbrotnum verkamönnum. Því i tnjer hefur oft fundist, siðan jeg sjálf- | ur gekk að útivinnu í sveit á sumrin, ! tð jeg sakna þeirrar vinnu. Ekki 1 einungis fyrir mig sjálfan, heldur fýr- j ir okkur alla, embættismenn og svo- 1 nefnda heldri menn, sem við skrif- ! stofustörf og „ljósaverk" höfum um ; of drukkið í okkur stofuhug og fjar- ^ lægst faðm náttúrufmar. Jeg vil, að við bindumst fjelagsskap og förum við og við, að minsta kosti, í vinnu með verkamönnum við alls konar úti- vinnu. Því það er fátt, sem aðskilur stjett- irnar meir og skapar stjettaríg milli ccðri og lægri, en það, að heldra fólk- ið hættir að vinna líkamlega vinnu (sjer til heilsuspillis, því leikfimis- iðkunum nennir það ekki heldur), og tunir eru þá svo heimskir, a‘8 öfunda iðjuleysið — lausnina frá likams, si ritinu. Upp til sveita gengur alt eins og það á að ganga. Húsbændur vinna með fólkinu og ganga á undan með góðu eftirdæmi. En í kaupstöðunum fer þetta á annan veg. Þar er sofið íram eftir og sófahugur drotnandi. í fornöld gengu kapparnir fremst í fylkingu. „Æ vas Helgi Hundingsbani fremstur í fólki þar’s fírar börðusk.“ í nútíma-styrjöldinni stóðu yfirfor- ingjarnir ætíð aftast í bardaganum, aftan við alla hina, og fóru í felur, bak við víggarða og sandpoka. i „Hvað höföingjarnir hafast að“, o. ; s. frv. Þessi sjerhlífni gaf ilt eftir- dærni og skapaði værðarhug. Iðjuleysi og sjerhlífni er rót alls il!s. Dysexelixis — og dauði. Líf og íjör um fram alt, en leti bannfærist. „Líf er nauðs^n, lát þig hvetja, líkst ei gauði, berstu djarft. Vertu’ ei sauður, heldur hetja, hníg ei dauður fyr en þarft.“ Tilraunir Crookes við miðlana Home og Florence Cook. Jafnmikill vísindamaður og Crook- es var á sínu eigin vísindasviði og jafnmikill snillingur og hann reynd- ist í tilraunum sínum við dautt efnið jafn-sáróheppinn virðist hann hafa verið í tilraunum sínum við lifandi menn,. einkum þó miðlana, er hann gaf sig við að rannsaka. HefuHþetta sjálfsagt orsakast af því, að hann var sjálfur of hrekklaus maður og góð- viljaður til .þess að gruna aðra menn um græsku. Það eru nú um 50 ár, síöan tilraunir þessar voru gerðar, og því er farið að fyrnast yfir margt, líka það sem aflaga fór. En sagan er geymin, og hún segir frá þeim á þessa leið; Croofees gerði tilraunir sínar við Home 1870, og birti fyrstu skýrslur sínar um þær 1871. Eftir þessum skýrslum virtist allrar varúðar hafa verið gætt og Crookes algerlega hafa iiaft tögl og hagldir á miðlinum og allri tilhögun tilraunanna. Lengi var því vitnað til þessara tilrauna, og þær Laldar aðalvígi spiritista. En 18 árum síðar, árið 1888, birti Crookes í „Pro- ceedings“ enska Sálarrannsóknarfje- lagsins brot úr dagbókum sínum, sem haldnar höfðu verið samtímis tilraun- 1 num. Kom það þá í ljós, að það var miðillinn, sem hafði stjórnað vísinda- manninum og öðrum tilraunamöjmum og sagt þeim fyrir, hvað þeir skyldu láta gert eða ógert. Og þá fór sönn- t nargildi þessara tilrauna að rýrna svo, að það hefur sjaldan. verið vitn- að til þeirra síðan. Það var próf. Lehmann, sem fyrst- ur manna benti á þetta ósamræmi milli „fyrstu skýrslnanna“ og dagbók- arbrotanna í riti sínu, „Overtro og Trolddom“ (Kbh. 1894, III, bls. 94— 111). En í niðurlagi gagnrýni sinnar kemst hann svo að orði um þessar tilraunir: „Alt þetta sýnir oss, að þessir frægu „sambandsfundir“ Crookes eru ekki að neinu leyti frá- brugönir öörum andatrúar-fundum; yfir þeim hvílir þessi sami óútreikn- anlegi, dutlunga blær, sama und irgefnin undir geöþótta miðilsins." Og svo bætir hann þessari almennu athugasemd viö: „Þetta á aö minsta kosti við. alla þá „sambandsfundi“, sem Crookes liefur birt frumskýrslur sinar (o r i gina-le Optegnelser) um. EI til vill hefur hann gert aðrar tilraunir, sem hafa ekki verið gerðar undir jafn-grunsamlegum skilyrðum ; en þó er ekki liklegt, að hann hafi valið grunsamlegustu athuganirnar úr, en felt þær undan, sem höfðu mest sönnunargildið. Vjer getum því óhætt gert ráð fyrir, að allar tilraunir C'rookes hafi verið gerðar á „sam- bandsfundum“, sem yfirleitt var hag- að eins og þeim, sem hejr hefur verið iýst. En af þessu leiðir, að fyrsta skýrslan frá 1871, er ekki nákvæm lýsing ^f því, sem fram fór, heldur er hún útdráttur, þar sem ákveðnum atburðum er lýst, en öllum. skilyrð- unum, sem að þeim lágu, er slept. (III., bls. 110). Þarna fullyrðir hú Lehmann,' aö þetta gildi allar þær tilraun- i r, er Crookes hafi birt „frumskýrsl- ur“ sínar um. En lítum nú á tilraunir lians við Florence Cook, sem „and- inn“ Katie King átti að hafa holdgast hjá. Þegar Crookes 2—3 árum síðar byrjaði tilraunir sinar við . stúlku þessa, hafði hún þegar verið grunuð um græsku. í desbr. 1873 hafði „and- irm“ Katie með aðstoð tveggja fund- armanna rifið sig af einum tilrauna-" manni, sem vildi rannsaka hana nán- ar, og því voru fyrStu skýrslur Crook- es — 3 brjef, er hann reit tímaritinu „The Spiritualist“ — eins konar varn- arrit fyrir sakleysi stúlkunnar, sem Crookes sýnilega hefur trúað eins og sjálfum sjer. Úrslitatilraun- irnar, þar sem miðillinn og Katie King birtust hvor í sínu lagi, voru haldnar í svefnherbergi stúlkunnar ! sjálfrar. En hversu jafnvel sannfærð- um andatrúarmönnum hefur litist á I sönnunargildi þessara tilrauna, má sjá af eftirfarandi orðum: „Jafnvel sannfærðum spiritistum virtist sönnunin ekki nógu góð. Út- gefandi „Spiritualist’s" tekur þaö ! beint fram um „sambandsfundinn" 21. j raaí, að hann hafi ekki verið haldinn ! með nægilega tryggum varúðarregl- um (test conditions). Hr. J. Enmore Jones, sem vjar þegar höfum kynst i köflunum hjer á undan, og virðist ekki vera alt of heimtufrekur á sann- anir, áleit tilrauna-skilyrðin við þessa s’ðustu röð „sambandsfunda" engan veginn fullnægjandi, og fann að fram- komu hr. Crookes á fundinum, sem hann var staddur á. Og loksins var Serjeant Cox nóg boðið, er að holdg- ununum kom, þótt hann tryði á flest hin fyrirbrigðin, og krafðist hann írekari sannana fyrir ]iví, að andi og miðill heföu birtst hvor i sínu lagi. Og hvaða álit hann hafi haft á hinum síðari athugunum Crookes, má ef til vill ráða af því, að þegar skorað var á hann i „Medium“ (5. júni 1874) að benda á, í hvaða tilliti honum þætti sönnun- inni áfátt, þá ljet hann brjefinu ó- svarað.“ (Sbr. Podmore: Modern Spiritualism, bls. 155, neðanmáls). Nú segir Crookes sjálfur í „fyrstu skýrslu" sinni um aðra af þessum úr- slitatilsaunum, að hann hafi látið hraðrita athuganir sinar, jafnóðum og hann gerði þær, og hann segist hafa þær fyrir sjer, meðap hann sje að rita skýrsluna. En þessar „frumathug- anir“ fylgja ekki því, sem jeg hef sjeð a.f skýrslum Crookes um þessar til- íaunir. Nú veltur auðvitað mikið eða jafuvel mest á því, að þessar „frum- athuganir“ beri það með sjer, að svefnherbergi stúlkunnar hafi verið lannsakað svo vel, áður en tilraunirn- ar fóru fram, að engin „frændstúlka“ cða „vinstúlka“ Florence Cook heföi getað leynst hvort heldur í eða undir í'úmi hennar eða annarstaðar í her- hergínú, til þess á síðar að hjálpa henni við „holdgunina“. En það virð- ist þeim, sem gagnrýndu skýrslur Crookes og annara um þetta, hafi ekki verið gert. Að minsta kosti segir Lehmann: „Þar sem ýmsar skýrslur um þessa „sambandsfundi“ Crookes tala mjög svo ítarlega um öryggis- taðstafanir þær, sem gerðar voru til þess að girða fyrir, að Florence birt- ist sjálf í mynd andans og líkingu, þá er þvi nær aldrei getið um, að gert hafi verið neitt til þess að girða fyrir aöstoð utan að. Einu sinni, er ]>að tekið fram, að læst hafi verið eða limt yfir allar hurðir að myrkra-her- bergi þvi, sem miðillinn var í, nema gætt þá, sem áhorfendurnir sátu fyrij framan; en þessar ráðstafanir eru rannarlega ekki nægilegar til þess, að giröa fyrir hjálp utan aö. Hjer er því galli á tilraununum. I.öðru lagi cr það sannað, að Florencó hafi í eitt skifti, og ef til vill í fleiri, leikið Katie. Árin 1879 og 80 hjelt hún nefnilega marga „sambandsfundi“ í , The British Association of Spiritual- ists“, þar sem Katie birtist. Nú grun- aði menn nokkra, sem voru viðstaddir þessar holdgunartilraunir, að Floren- ce (sem þá var gift kona og nefndist Mrs. Corner) ljeki sjálf andann í hin- um hvítu slæðum. Á „sambandsfundi" 9. jan. 1880 spruttu þeir þess vegna upp og tóku Katie höndum, en nánari athugun leiddi í ljós, að þetta var þá enginn annar en Mrs. Corner, og var hún þá í flónels-nærklæðum einurn og í l?fstykki.“ (Overtro og Trolddom, ITI, bls. 124—125). Um myndirnar af „Katie“ og iiversu nijög þær oft líktust sjálfum miðlinum og stundum öörum, má lesa i Podmore, bls. 154. En urn sjálf - ar tilraunirnar og brjef Crookes um þær, fer hann svofeklum Ol'ÖUIll: „Et þietta hefðu átt að vera alvarlegar vis- indalegar tilraunir, þá heföu sjálf til- rauna-skilyrðin eflaust verið strang- í ri, og þá hefði allri tilhögun til- raunanna verið lýst betur, til þess aö það gæti fullnægt vísindalega mentuðum lesendum.“ (Podmore, bls. 156, neðanmáls). Þessum aðfinslum hlýtur Crookes eða aðrir í hans stað, að hafa svar- að. En þeirn verður ekki hnekt nema n eð ]iví aö birta „frumskýrslurnar", þ. e. athuganir þær, sem voru hrað- ritaðar, meðan á tilraununum stóð. Nú birti Crookes „frumskýrslur“ sinar um Home i Proceedings“ 1888; en tilraunir hans við Florence Cook voru ekki taldar síður’merkilegar af þeim, sem á þær trúðu. Skyldi hann ]>á ekki hafa hirt um aö birta dag- bókarbrot sín uni þær þá eða síöar, einkurn ef þau gátu hnekt aðfinslum o.'ignrýnenda hans ? Það 'fáum viö að :.iá síöar. En þá er, eins og jeg tók fram í fyrri grein minni, aö eins eitt af tvennu hugsanlegt. annað hvort þaö, aö Crookes hafi við úrslitatil- raunirnar vanrækt að tryggja sjer ].að, að Florence gæti fengið hjálp utan að, og þá missa þessar tilraunir allan sönnunarniátt sinn; eða þá hitt. aö hann hafi trygt sjer þetta og með- al annars rannsakað svefnherbergi Florence hátt og lágt, eftir að límt var yfir dyr og glugga. En — jafnvel Jiótt þetta hefði verið gert, þá verð- v.r sönnunin alt um það ófullkomin, þar sem ekki einu sinni viðstaddir andatrúarmenn voru ánægðir með til- liögun ]iessara tilrauna eða aðfarir Crookes við þær, og þar sem miðill- inn bæði á undan og eftir var grun- f.öur uni græsku. Eða niyndu hjer- lendir andatrúarmenn vilja byggja cilífðarvonir sinar á miðli eins og Fiorence Cook, sem að síðustu varð uppvis að svikum? Á. H. B. Kosningar í Danmörku. í tilkynn- ing frá sendiherra Dana hjer, frá i gær, segir, að Ríkisþingiö hafi sam- þykt nýju kosningalögin 11. þ. m., og konungur staðfest þau samdægurs. — Þingkosningar. muni fara fram 26. þ. m.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.