Lögrétta


Lögrétta - 28.04.1920, Page 1

Lögrétta - 28.04.1920, Page 1
Utgelandi og ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstrseti 17. Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti II. Talsími 359. Nr. 16. Reykjavík 28. aprll 1920. KlæCaverslun H. Andersen & Sön Aðalstrseti 16. Stofnsett 1888. Sími 3*. Þar eru fötin saumuð fleat. Þar eru fataefnin best. Sv. Jónssou & Go Kirkjustræti 8 B. Reykjavík. Fyrirliggjandi miklar birgðir af iallegu veggfóðri, pappír og pappa á [jil, loft og gólf, loftlistum og loftrós- um. Hugbeitingar. Eftir ólaf ísleifsson. AlþýöufræSsla stúdentafjel. í Þjórsártúni 8. jan. 1920. Forma'ður alþýðufræðslunefndar- innar mæltist til þess í haust, að jeg flytti eitt eða fleiri erindi hjer eystra í vetur. Og af því að hann gaf mjer cfnið í sjálfsvald, þá vildi jeg í þetta sinn minnast ofurlítið .á andlega hreyfingu eina, er nefnd er „New Thoughts“ eða nýjar hugsanir, sem óðum er að breiðast út um hinn ment- aða heim. Einna mest ber á þessari lireyfingu í Ameríku, einkum sunnan til í Bandaríkjunum. Þar er gefinn út fjöldi af bókum og tímaritum um þetta efni. Markmið Nýhyggjumanna er að kenna mönnum að þekkja sjálfa s'ig — þekkja sína andlegu hæfileika og þau óþektu öfl, sem með mönnum dyljast, en fæstir hafa hugmynd um að þeir eigi til í eigu sinni. Tilgang- ur þeirra er, að leiða mennina á æðri þroskabrautir, og fá mannsandann til að nema þar staðar og líta í kring Imi sig. Enginn efi er á því, að maður með óheilbrigðar og órólegar hugs- anir yrði miklu farsælli, ef hann gæti breytt hugsana-hætti sinuin og sveigt lmgann inn á ný og holl hugsana-svið. f raun rjettri eru menn ekkert annað en það sem þeir hugsa, „það sem maðurinn hugsar, það er hann“. Sá maður, sem hugsar hræðslu- haturs-, óvildar-, kvíða- eða örvænt- ingar-hugsanir, getnr aldrei orðið sæll eða honum liðið vel; en sá, sem hefur alt af uppljómað hjá sjer af fegurðar-, góðvildar-, heilbrigðis- og hamingju-hugsunum, hann er alt af sæll. - Hamingjan býr í sjálfum þjer. Möguleikarnir eru allra eign, og ó- takmarkaðir, en það tefur svo mikið ívrir, á framfarabraut vorri, að við hugsum alt af meira um takmarkan- irnar heldur en möguleikana. — Að- alástæðan fyrir því, að svo mörgum ■veitist svo erfítt og misheppnast að tika á móti því sem þeir þrá og þarfnast, er vanalega af því, að þeir vita ekki ákveðið, hvað þeir þrá Og þarfnast, eða þá að þörf þeirra er Onnur í dag og önnur á morgun. Það er eitt atriði, sem jeg vildi sjer- staklega tala um ; það er um hugsana- einbeiting, sem alt af kemur mjög til greina, vilji menn reyna að þroska hjá sjer dulkrafta sína í einhverja vissa átt. Þessi einbeiting (concen- tration) -er aðallega fólgin i því, að geta sameinað allar hugsanir sínar og hugsanamátt, að einu vissu við- fangsefni og útiloka allar aðrar hugs- anir á meðan, rjett eins og þegar maður dregur sólargeislana sarnan á einn punkt með brennigleri. Sú list að getá sameinað hugsanir sínar að einu vissu viðfangsefni, er ntjög eftir- sóknarverð kunnátta. Hún er fyrsta sporið, til þess að geta náð valdi yfir sjálfum sjer, og þeim dularkröft- um, sem með manninum búa. Það er þessi list, sem er megin-atriði hjá Hindúa-fakírnum, sem sýnir þær töfralistir, sem menn fá ekki skilið í. og hjá hinum svonefndu kristnu nátt- úrufræðingum, sem framkvæma undraverðar lækningar með hugsana- krafti, og einnig við ,Yoga‘-*æfingar. Og list þessi kernur oss að mjög miklum notum við öll vor vandastörf. Við vinnum alt af verk vor best, þegar við framkvæmum þau með heilum hug. Þá sjaldan að það hefur borið við, að menn hafa ósjálfrátt al- gerlega orðið einhuga, af einhverjum sterkum utanað-komandi áhrifum, ýmist af lamandi sorg eða lífshættu, þá hafa þeir framkvæmt það, sem livorki þeir sjálfir eða aðrir hafa geta skilið í. Á slíkum augnablikum iiafa menn getað birtst öðrum i fjar- lægð, án þess þó, að þeir sjálfir hafi haft nokkra hugmynd um það. Þeir menn, sem að upplagi hafa átt til ntikið af einhug, ákveðinni löngun og viljafestu, það eru mennirnir, sem mcst hafa skarað fram úr öðrurn á hinum ýmsu sviðum í heiminum. Maður með reikular hugsanir, sem aldrei veit ákveðið hvað hann vill, verður aldrei að miklum notum, ltvorki fyrir sjálfan hann nje aðra. Við eigum til jjjóðsögu eina, sem mikil einbeiting kernur fram í, og sýnir hún, að fyrritiðar-menn hafa haft hugmynd um gildi og þýðingu þessa eiginleika, sem ýmsir rnenn nú á dögum eru að æfa og þroska með sjer. Við könnumst öll við gömlu þjóðtrúna, að huldufólkið ætti að ílytja sig búferlum og hafa vistaskifti á nýársnótt. Það var mikið að gera og margt á kreiki í hulduheimum á nýársnótt. Þá sáust ljós í hverjunj hól og hamri. Á nýársnótt tóku menn upp á því, að liggja úti á krossgöt- um sem lágu til fjögra kirkna. En þetta var ekki heiglum hent, til þess þurfti einkum einbeitni og hugrekki, því þeir urðu að einblína í axaregg alla nóttina, þar tll dagur ljómaði. Þeir máttu aldrei af axaregginni líta og ekkert orð segja, hvað mikið sem á gekk eða hvað sem þeir heyrðu eða sáu. Það er sagt, að Jón Krukk, sem Krukkspá er eftir, hafi legið úti á k,-ossgötum á nýársnótt. Það virðist sem hann hafi gert það í þeim til- gangi, að verða einhvers vísari um framtíðina, og ekki er annars getið, en að -hann hafi sloppið heill á húfi úr þeirri raun. En svo er líka til önnur saga, af Jóni nokkrum FloL gogg, sem lá úti á krossgötum á ný- ársnótt. Tilgangur hans virðist hafa verið sá, að ná í gull og gersemar. Tóni vissi, að hann átti mikil sigur- laun í vændum, ef honum tækist að standa stöðugur við áform sitt, en ef hann hætti við það í rniðju kafi, var honum hætta búin ,En Jón treysti sjer að standa stöðugur við það, sem hann hafði ásett sjer. Eftir dagsetrið lagðist Jón niður á krossgötur þær, sem lágu til fjögra kirkna, og tók að einblína i axareggina. Brátt varð hann var við umferð mikla og fólk, sem gaf sig að honumf og fór að bjóða honum ýmsa fásjeða muni og (lýrindishluti. En Jón Ijet sem hann hvorki heyrði þá nje sæi, en einblíndi í axareggina. Allir ljetu það eftir liggja, sem þeir höfðu boðið honum. Sumir úthúðuðu honum og hótuðu lionum öllu illu, og aðrir reyndu að ginna hann með fagurgala. En hann stóðst allar freistingarnar, skapraun- ivnar og fagurgalann, og var komin ;tór hrúga í kring um hann af dýr- indis gersemum og álfheuna-gulli. Og alt þetta var hans eign, ef hann gæti staðist raun þessa, þar til dagur Ijómaði. Þá kallar maður til hans og segir: „Fáðu þjer hjerna flot, Jón.“ Slíka freistingu gat Jón ekki staðist og sagði þetta, sem haft hefur verið að máltæki síðan: „Sist mun jeg flot- inu neita.“ Á svipstundu var ókunm maðurinn horfinn með alla dýrindis- munina, allar gersemarnar og álf- heima-gullið, og einn sat hann eftir með dálítinn flotmola og tapaðar von- ir og tapað áform. Jón varð átta- viltur og ringlaður, og kornst með naumindum heim til menskra manna. Og aldrei varð hann sami maðurinn cftir sem áður. * Yoga er indverskt fræðikerfi. Hún er lærdómsrík, þessi litla þjóð- saga. Hún hefur endurtekið sig hjá einstaklingum þjóðar vorrar, hún hefur endurtekið sig um allan heim. Það eru svo margir, sem mist ha-fa af mikilvægustu gæðum lífsins, fyrir fanýti og einskis verðan hjegóma, af því þeir höfðu ekki þrek og festu að horfa í axareggina þar til dagur ijómaði. Við vitum það öll, að menn cru mismunandi að upplagi, þraut- seigju, stefnu- og viljafestu. Sumir ciga svo erfitt með að sameina hugs- anir sínar, eða að binda hugann við nokkuð sjerstakt, síst til lengdar. Hugsanir þeirra eru svo flöktandi og á sífeldu reiki. Þeir eru alt af að leita að einhverju nýju, án þess þó að vita sjálfir, að hverju þeir eru að leita, því þeir eiga ekkert áhugamál eða markmið, sem þeir þrá að keppa að. Og ef þeir skyldu nú taka það i sig einhvern góðan veðurdag, að keppa að einhverju föstu markmiði, þá vill svo- oft fara fyrir þeim eins og Jóni Flotgogg, að þeir falla fyrir fánýtlegum freistingum, þegar hálfn- uð er leið. Við höfum oft heyrt talað um réik- ula menn í ráði sínu, og jafnvel heyrt þá nefnda markleysis-menn. Við höf- um heyrt talað um hvað litið væri aö marka orð þeirra og loforð, heyrt talað um hvað loforð þeirra væru óviss og vinátta þeirra hvikul. Og við þekkjum líka fjölda af fólki, sem elcki getur talað við okkur upp í eyrun með 'hógværð, um það, sem þeim fínst áfátt í fari voru, en dæma oss hart, þegar við heyrum ekki til. Breiskleiki þessi eða ófullkomnun manna, er sjaldnast sprottin af illum hvötum, heldur miklu fremur af vondum vana, veiklaðri siðferðistil- finningu, ósjálfstæði, en þó einkum af óheilbrigðu andlegu umhverfi. Öll ófullkomnun mannsins, öll hans rnistök og reikula ráð og vanstjórn eykur vansæld hans,.enda þótt hann geri sjer ekki grein fyrir því. Til [ es.s að fá meiri sælu inn í sálir vor- ar, til þess að öðlast meiri heilbrigði, hamingju og velgengni, verðum við að komast inn á nýjar þroskabrautir. Við þurfum að taka stakkaskiftum og fá einbeitni, til að reka í burtu ailar garnlar hugsanir, sem valda oss vansælu, en fá inn til vor nýjar, sólskinsríkar hugsanir, sem gagntaka oss með frið og kærleik og lýsa upp hugskot vor með ljósi eilífðarinnar. Hið háleitasta viðfangsefni þitt er, að knýja fram til starfa, vekja og þroska með þjer, það göfugasta og besta sem í eðli þinu býr; á þann hátt vinnur þú best að farsæld sjálfs þín. Enn þá eru margir til, sem hræddir eru við það, að hugsa öðru vfsi en aðrir, af því þeir vita það, að þeir, sem hugsáð hafa öðru vísi en fjöld- inn, hafa fengið þann dónt upp kveð- inn, að þeir væru ekki með rjettum sönsum. En byggist ekki öll framför heimsins, bæði andleg og veraldleg á því, að alt af hafa verið til menn, sem hugsað hafa öðru vísi en fjöld- inn? Vertu aldrei hræddur við það, að hugsa öðru vísi en aðrip, en reyndu að gera hugsanir þínar að veruleik. Þegar þú finnur hjá þjer hreyfingu nýrra hugsana, sem nýtilegri eru, íegurri, stærri og göfugri en þú hef- ur áður fundið, þá taktu á móti þeim eins og langþráðum, hjartfólgn- cm vini, og faðmaðu þær að þjer. Goethe hefur sagt: „Hvar sem-þú Hrt, þá vertu þar allur.“ Allir mestu afkastamenn heimsins, bæði uppfinn- ingamenn, listamenn og þeir, sem mest gagn hafa unnið mannkyninu, hafa verið með óskiftan hug við það sem var þeirra stærsta áhugamál. Þráin, að koma þessu hjartans mál- cfni þeirra í framkvæmd, hefur úti- lokað allar aðrar hugsanir þá stund- ina, sem þeir hugsuðu um þetta eina. Sá sem ekki þráir að taka framför- ttm, svo lengi sem hann lifir, eða leggur ekki krafta sína fram, til að verða aðnjótandi hinna verulegtt gæða lifsins, hann hlýtur að fara margs á mis. Fjöldi manna hefur óljósa hug- rnynd um það, hvað þeir vilja. Það l er ein þrá, sem ríkust er hjá all- flestum; þráin að eignast eitthvað og verða ríkur. Þettá er ekki nema cðlileg þrá, og það er virðingar vert, að vilja ekki vera upp á aðra kominn efnalega, að geta heldur verið veit- cndi en þiggjandi. En það er ekki æðsta sæla lífsins, að komast yfir sem niest af auði, því margur getur verið ófarsæll, þó hann sje ríkur kallaður, og verið fátækur mitt í- sinni auð- legð. Hjá surnurn verður sá hugsun svo rótgróin, að eignast sem mest, að aðrar hugsanir komast ekki að, eða ná ekki fótfestu i huga þeirra. Aðalhugsunin verður um það, að vera slunginn að græða og tnargfalda aura sína. Jeg vil hjer ekki fara inn á htð dimma svið eigingirninnar, því þar eru skuggarnir orðnir svo stórir, að pálmarnir sjást ekki nema í rökk- urmóðu. Það er ekki þú, sem átt að leita að peningunum; peningarnir eiga að leita að þjer, en þú ekki þeirra. Pen- tngana vantar alt af menn, sem kunna með þá að fara, og eru þeirra verð- ugir. Þú getur öðlast það sem þú þráir, þegar þú hefur gert þig hæfan að taka á móti því. Þú getur valið um virðuleg störf, þegar þú hefur sýnt það, að það má treysta þjer, því það er alt af mikil eftirspurn eftir hæfum og ráðvöndum mönnum, sem óhætt er að trúa og treysta. Hvaða siarf sem þjer er trúað fyrir, þá leystu það trúlega af hendi. Hvaða verk sem þú gerir, þá reyndu að gera það á einhvern hátt betur en aðrir. Spekingurinn Emerson segir: „Ef nágranni þinn vinnur verk sín betur en allir aðrir, mun allur heimurinn leggja braut að húsdyrum hans.“ Byrjaðu á því, að hugsa um það, á hvern hátt þú best getur komið að notum í mannfjelaginu. Reyndu að koma auga á eitthvað það, sem þarfn- r^st endurbóta; einhverja þörf, sem bæta þarf úr. Hugsaðu svo nákvæm- lega um það, hver ráð sjeu best til 'að bæta„úr þessu. Ef þú gerir þetta af einlægni og festu, þá getur þetta orðið fyrsti steinninn sem þú leggur i undirstöðu að framtíðargæfu þinni. Þegar þú ert svo kominn upp á ein- hverja hæð, þar sem fólkið sjer til },ín, þá mun verða hrópað til þín: „Þú ert maðurinn, sem við þörfnumst og erum að leita að.“ Láttu aðra líta upp til þínf en ekki niður á þig. Innrættu þjer þá hugsun, að þú eigir að lyfta einhverju Grettistaki, — að þú eigir að gera heiminn bjartari, fegurri, betri. Huglækningar. Mig langar að minnast hjer á hug- lækningar, sem framkvæmdar eru tneð andlegri orkubeiting. En af því jeg hef svo takmarkaðan tíma, verð jeg að vera mjög fáorður. Jeg drep hjer á örfá dæmi, til að gefa ykkur ofurlitla hugmynd um þau undraöfl, sem með manninum dyljast, og sem fæstir vita nokkuð um, og þvi síðut að menn kunni að færa sjer þessa duldu krafta í nyt. Huglækningar ganga undir ýmsurn nöfnum og ntis- rnunandi aðferðir eru viðhafðar. En aðallega byggjast þær á einbeiting — að santeina allar hugsanirnar og allan hinn andlega mátt, að einu vissu við- fangsefni og útiloka aðrar hugsanir á rneðan. Fá fult vald yfir sjálfum sjer. Sjerstaklega vildi jeg minnast á þá aðferð, sem byggist á því, að gefa sjálfum sjer innhrif (Auto-Sug- gestion). Jeg kem hjer með eitt dæmi: Fyrir nokkrum árurn kyntist jeg íslendingi, sern alist hafði upp í Ame- ríku. Einu sinni barst samtal okkar út i sálarfræði, og að dulkendum kröftum. Kom þá í ljós, að hann var Kunnugur á því sviði, sem kallað er á ensku: „Self-healing“ (Sjálfslækn- ing). Hann sagðist hafa verið veikur af berklum í hálsinum og hafa geng- ið til lækna í nokkur ár, en þeir ekki getað veitt sjer neina hjálp. Þegar hann var úrkula vonar um að geta íengið nokkra læknishjálp, yfirgaf hann alla lækna og borgarlífið, fór út á land 0g fór að reyna Sjálfslækn- XV. ár. ingar-tilraunir. Ekki var hann betri en það, þegar hann byrjaði, að það blæddi úr hálsinum. En árangurinn af þessu varð sá, að hann læknaðist af sjúkleik þessum og fjekk bestu heilsu. Eitt af því, sem hann hafði æft sig á, var að fá vald yfir blóð- ’-ásinni. Hann gat látið blóðið ctreyma út i aðra hendina, en látið hina verða kalda og blóðlausa. Jeg tók á höndum hans, og fann, að önn- ur hendin var heit, og æðarnar full- ar af blóði, en hin hendin var ísköld og ekki sást til blóðæða á þeirri hend- inni. Jeg veit, að sumum kann að finnast það nokkuð ótrúlegt, að menn geti læknað sjálfa sig með eintómri hugs- un. En hafi þið nokkurn tíma hugs að út í það, hvað hugsana-áhrifin geta verið víðtæk, eða að hugsanirnar g.eta verið hið voldugasta afl í heimi. Það þýðir lítið að segja, að allar þær hugstefnur, sem vjer ekki þekkjum, sjeu eintóm bábylja og vitleysa. Þar sem mannsandinn hefur einu sinni opnað dyr, fær enginn þeim dyrum lokað. Við vitum öll, að likami vor e? þannig útbúinn frá náttúrunnar hendi, að hann veitir móspfrnu öll- nm utanað komandi skaðlegum á- hrifum. Þegar skaðlegar bakteríur nerast inn i likama vorn, sendir blóðið J.ægar hin hvítu blóðkorn á vígvöll- mn, til að berjast við þessa aðkomnu óvini, og baráttan hefst um lif og dauða. Þetta fer fram oss alveg óaf- \itandi og án vorrar hjálpar. Værum vjer nú eins vel æfðir eins og maður- inn sem jeg mintist á, þá sýnist það ekki neitt ótrúlegt, að vjer gætum gefið hvítu blóðkornunum aukinn styrk til að berjast við óvina-bakterí- urnar, svo að þau bæru sigur úr bitum. Hræðsla getur orsakað skjótan dauða; því skyldi þá ekki hugrekki og einbeitni geta bjargað lífi manna ? Glæpamaður var einu sinni dæmdur lil dauða, og hann átti að taka inn citur, en honum var gefið litað vatn, og hann dó af því. Hugsunin um, að það væri eitur, sem hann tók inn, tæfur valdið dauða hans. Svona getur einhugi orðið áhrifa-mikill. Það er vel kunnugt, að huglausu fólki með veiklað viljaþrek, sem hrætt er, og bugsar mikið um sjúkdóma, er miklu hættara við veikindum en þeim, sem aldrei hugsa um að þeir sjeu veikir eða geti orðið veikir. Hugsaðu með aivöru og einbeittni: „Jeg er heil- brigður; jeg get ekki orðið veikur.“ Þessi hugsun, „jeg get ekki orðiðveik- vr“, er afar-þýðingarmikið atriði. Sá maður, sem getur trúað þvi i hreinni alvöru, að hann geti staðið á móti sjúkdómum, og veit, hvernig hann á að veita þeim viðnám, honum mun takast að sigra þá, jafnvel í öllum þeirra myndum. Það virðist, að svo vel megi þroska þann eiginleika, og sýna hann í raunveruleik, að veita því viðnám, sem líkamanum getur orðið skaðlegt, að sterkt eitur saki ekki þó inn sje tekið. Merkur rithöfundur segir sögu af lyfsala einum í Philadelphiu, sem lók inn áhrifamikið svefnlyf í ógáti. Iviaðurinn þekti vel verkanir lyfsins og vissi, að hann hafði tekið svo mik- ið inn af því, að hann hlaut að deyja. Samt sem áður ásetti hann sjer, að gefast ekki upp að óreyndu. Hann gekk um gólf þar til hann var magn- þrota. Settist svo niður i stól þangað iil hann fann að sljóleikinn færðist > fir hann. Þá hleypur hann aftur á fætur og safnar nú saman öllum þeim hugsana- og viljakrafti, sem hann átti til. Þrammaði svo fram og aftur um gólfið. Settist svo snöggvast aftnr. Svona hjelt hann áfram þang- að til hann hafði yfirunnið áhrif eit- ursins, og bjargaði þannig lífi sínu.' Við sjáum hjer, hvað ólíkt hið and- lega ástand manna getur verið; ann- ar deyr af því að drekka litað vatn, líinn tekur inn banvænt eitur, en bjargar lífi sínu. Hún er altaf jafn senn þessi setning, hvað oft sem hún er endurtekin: „Það sem maðurinn hugsar, það er hann.“

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.