Lögrétta


Lögrétta - 28.04.1920, Síða 4

Lögrétta - 28.04.1920, Síða 4
4 LÖGRJETTA Sápugerð er nýlega byrjuð hjer 1 tænum af Sigurjóni Pjeturssyni kaupmanni. Þessi 'nýja sápa hans heitir „Seros“ og þykir góS. Minningarsjóður Eggerts ólafs- sonar. Ögmundur Sigurðsson, skóla- stjóri, Hafnarfirði, afhenti gjaldkera sjóðsins (14. apríl) kr. 35.30, frá barnskóla Hafnarf iarðar, og kr. 40.50 irá Flensborgarskóla, alls kr. 75.80. Cand. pharm. H. Schlesch á Seyðis- firði hefur afhent samskotafje þaðan, kr. 65.00; eru það árstillög nokkurra manna (Axel Nielsen kr. 20.00, P. L. Mogensen, apotekari, kr. 25.00, Sig- urjón Jóhannsson kr. 10.00 og H. Schlesch kr. 10.00). Ótsvör í Reykjavík. Nú er jafnað iijer niður nær 2 milj. kr., og hafa útsvörin tífaldast á síðustu 5 árum. Plæst hafa þessir nú: G. Copland kaupm. 90 þús. kr., Eimsk.fjel. ísl. 85 þús., hf. Kveldúlfur 65 þús., Stein- olíufjel. 40 þús., Johnson & Kaaber 35 þús., H. P. Duus-verslun 35 þús., Samb. ísl. samvinnufjelaga 35 þús., hf. Alliance 30 þús., Hallgr. Bene- diktsson 25 þús., Nathan & Olsen 25 þús., GarSar Gíslason 20 þús. kr. Úr Austur-Skaftafellssýslu er skrif- aí> 7. f. m.: „.... Tíð óstöðug og stormasöm, lengst af í vetur hjarn- breiða yfir alt Austurland, víðasthvar alhaglaust, eða þá sáralitlir hagar. Á Búlandsnesi hefur orðið aö gefa fje, sem kemur þó sjaldan fyrir. í Papey hafa alt af verið góðir hagai og næg fjörubeit. Frost varð hæst H- febr., rúm 12 st., en nú í dag er þaS 11 st. og rokviöri. — Á Horna- íirSi er ágætur afli, enda er þar nú íjöldi vjelbáta af öllum Austfjörð- um. Sumir hafa orðið hart úti að komast þangað, t. d. bátur af Seyðis- firSi, sem lagði á stað þaðan 8. febr. og komst meö tveimur bátum öðrum suður undir HornafjörS. En þá var ósinn ófær. Sneru þeir þá aftur, og ætluðu til Djúpavogs. En þá varð þessi bátur viöskila við hina, því blindbylur var, lenti út til hafs og var rjett skrúfaður niöur. Tvo menn tók út, en þeir hjengu þó í einhverju og björguöust inn í bátinn aftur. 11. fcbrúar var svo bátnum bjargaS'úr Papey, eftir mikla hrakninga í stór- sjó og myrkri innan um boða og sker, og er öllum þaö hulin gáta, hvernig báturinn hjekk á kili á þessum leið- um í einhverju því mesta stórviðri, sem komið hefur á vetrinum. Bátur- inn heitir „Ægir“, formaður Þórarinn Þorsteinsson. En báturinn, sem bjarg- a8 var á, heitir Síðu-Hallur. — Kaup- íjelag hafa Hornfirðingar stofnað, og hefur Þórhallur kaupm. í Höfn selt því þar hús og báta fyrir 110 þús. kr. Minningarorð. Bjarni Guðbjarnason druknaði á leið suður i Voga mánudaginn 29. marts, og með honum systurson- ur hans, unglingspiltur, Guðbjarni Bjarnason. Bjarni Guðbjarnason var fæddur á Kúludalsá i Innri-Akranes- hreppi 1. nóv. 1873; fluttist hann um 12 ára gamall með foreldrum sínum í Ytri-Akraneshrepp, og dvaldi hann hjá þeim og ljet þau njóta krafta 51 nna og atorku, með frábærri um- hyggjusemi, svo lengi sem þau lifðu. Eftir að faðir hans dó, fullra 80 ára, íesti Bjarni ekki lengur yndi í sínu bygðarlagi, og fluttist þá til Reykja- víkur, fyrir tæpum þrem árum, og giftist hann hjer Guðrúnu Sigurðar- dóttur, ekkju Guðmundar sál. Dið- rikssonar, og voru þau hjón mörgum að góðu kunn. JVfeð fráfalli Bjarna Guðbjarnasonar er þungur harmur búinn ærið mörgum ; þó að sjálfsögðu mestur eftirlifandi ekkju hans, sem áður hefur orðið fyrir þeirri þungu sorg, að vera svift aleigu sinni, elsk- uðum manni og einkasyni. Bjarni bar höfuð og herðar yfir flesta samtíðar- menn sína að atgervi, mannkostum og siðprýði. Grandvarleiki hans í orð- . um og atferli gæti verið öðrum til sannrar fyrirmyndar. Hann byrjaði formensku innan við tvítugt og vai sjómenskan lífsstarf hans, enda kom það brátt i Ijós, að hann var því starfi vaxinn; var hann með rjettu alt af talinn einn af hepnustu og dugleg- ustu formönnum á Akranesi, og er þar þó margra góðra drengja val. - Á þeim stutta tíma, sem við nutum krafta hans hjer i Reykjavík, flutti hann miklu meiri afla á land hjer, en nokkur formaður hefur áður gert með sams konar farartækjum. Bjarni var þrekmaður mikill, og sparði ekki afl sitt til að ljetta undir með þeim, sem voru minni máttar. Aldrei brást stilling hans og hug- prýði, þó eitthvað gengi miður, og alt af hjelt hann þeim gamla og góða sið, að byrja sjóferðir sínar með bæn til guðs, enda fór hann marga sigur- íör. Þau hjón eignuðust ekkert barn saman, en tóku til uppfósturs tvö börn, að öllu óskyld' þeim, sem mistu rriæður sínar í sóttinni miklu síðast* hðið ár. Þetta út af fyrir sig, er nóg til þess að sýna örlæti og mannkosti þeirra, og seint munu gleymast þær hlýju og góðu viðtökur, sem manni mættu hjá þeim hjónum. — Bjarni var sinnar stjettar prýði, og er hans sárt saknað' af öllum, sem hann þektu og hann innilega kvaddur, með þökk fyrir æfistarfið. j.j. Drengurinn. Eftir Gunnar Gunnarsson. Drengurinn og árin. Frh. Svo varö vinur hans alt í einu al- varlegur. . — Vertu ekki að fást við'mál, sem þú skilur ekkert í, sagði hann. — Til hvers er það? — Stjörnufræði! — hvað svo sem ætli þú skiljir í stjörnu- iræði! Hugsa þú um þau mál, sem s nerta sjálfan þig — reyndu að kom- ast í fasta stöðu, fá þjer einhverja iífvænlega atvinnu, — þetta slang- urlíf, sem þú lifir, er alt annað en heppilegt. Láttu stjörnufrséðingana um það, að rannsaka himinhvelfing- una, stjörnuþokurnar og vetrarbraut- ma — og alt slikt. Þeir lifa á þeim rannsóknum! En hvað snertir þetta okkur ? Skúli mintist þess, að hann hafði crðið svo undarlega hryggur í huga yfir þessum orðum. Hann hafði um stund setið eins og utan við sig og þerrað svitadropana af enni sínu. — Það er rjett, sem þú segir, hafði hann svo svarað, en jafnframt hafði hann þó ekki getað dulið óánægju sína — það er sjálfsagt rjett. Þetta snertir okkur ekki .... þú ætlar nú líka heim og verða sýslumaður. Hann mintist þess, að vinnr hans leit sem snöggvast hvast til hans, og að það var tortrygni í augunum. Svo höfðu þeir þagað um stund, en vinur hans varð fyrri til að rjúfa þognina. — Hvað áttu við með því? hafði hann spurt með þykkjufullri ró. — Ekki neitt, hafði Skúli flýtt sjer að svara — og það hafði þá í svip- inn ekki heldur verið .honum ljóst, að nokkur hugsun hefði falist bak ’ ið orðin. En nú fann hann, að svo hafði þó verið. Nú, þegar hann var kominn heim aftur og sat við hafið, varð honum ljóst, hvað hann hafði átt við. Það er hjegómi alt saman, hafði hann hugsað. — En þá hafði hugsunin að eins gert vart við sig eins og í {-■oku, og þó þyngt honum í skapi. Nú, þegar málið var orðið honum Ijóst, þyngdi það ekki lengur skap hans, að öll þess ytri umgerð væri í raun og veru hjegóminn einber .... „draumur og annað ekki“. Hann mintist síðari heimsóknar hjá sama vini. Hann hafði einn morg- un komið upp til hans, og þá var eins og vinur hans væri orðinn ger- breyttur maður. Og breytingin var á þann veg, að hún sleit kunnings- skap þeirra alt í einu. Þetta skildi Skúli þó ekki fyr en síðar. — Það var gott, að þú komst, hafði ’- inur hans kallað á móti honum. —- Það liggur svo vel á mjer í dag, að jeg verð að hafa einhvern til þess að samgleðjast mjer, eða rjettara sagt: einhvern til þess að hella gleð- mni yfir! Annars snýst hún bráðlega yfir í mótsetning sina, ef jeg þekki sjálfan mig rjett. Og nú skýrði hann Skúla.frá þvi, með sífeldum gleðiupphrópunum inn- an um frásögtiina, að hann hófði iengið embætti. — Embætti, hugsaðu þjer það! sagði hann. Og nú ætlaði hann að halda heimleiðis næsta sunnu- dagsmorgun — næsta sunnudags- morgun kl. 9! Skúli hafði staðið þegjandi og ó- sjálfrátt horft á vin sinn með náinni athygli meðan hann ljet dæluna ganga. Sama, úndarlega tilfinning- m, sem hann kannaðist svo vel við Kr. Ö. Skagfjörd Umbodssali. Reykjavík- Heildsali. Talsími «47. Símncfni: „Skagfjörð". Póstliólf 411. 1ÍTGERÐARVÖRUR: Fiskilínur, ManiIIa, Tjörukaðall, Trawlgarn, Botnvörpur, Netagarn, Segldúkur, Síldarnet, Vírar, Keðjur, Akkeri, Blokkir, Lásar o s. frv, ÝMSAR VÖRUR: Smjörlíki, Handsápa, fvottasápa, Leírvara, Glervarningur, Jámvara ýmiskonar, Smíðatól, Reiðlijól, Regnkápur, Skó- fatnaður, Tilbúinn fatnaður, Vefnaðarvara o. s. frv. SISSONS BROTHERS alkunnu Málningarvörur. YARMOUTH alþekti Olíufatnaður. HENDERSON’S Kafiibrauð & Smákex. IXION Luncli & Snowflake og Skipsbrauð. FRAM og DALIA þjóðkunnu skilvindur og strokkar UNDERIVOOD kcimsfrægu ritvjelar. KAUPMENN! Munið eftir að allar vörur, sem eg sel, bæði í umboðs og heildsölu, eru frá bretskum verk- smiðjum — nema ritvjelar og skilvindur — en það er í Englandi, sem kaupín eru best á öllum vörum undirritaðs hefur jafnan fyrirliggjandi og selur með lægsta verði: Smíðajárn alls konar, þar á meöal sænskt skeifujárn, sívalt járn, íerstrent járn, sleðadrög, bátadrög o. fl. Vatnsveitupípur, og alt þeim tilheyrandi. Hentugustu dælur útveg- aðar með mjög stuttum fyrirvara. Þakjám og Cement og flest annað til húsabygginga og mannvirkja. Jón Þorláksson Bankastræti 11. Sími 103. W I dag liafa bankarnir fyrst um sinn h'ækkað vöxtu af lánum og forvöxtu af víxlum upp í 8% á ári, auk venjulegs framlengingargjalds. Jafnframt hafa bankarnir hækkað sparisjóðsvöxtu upp i ^/2%, vöxtu af þriggja mánaða innlánsskírteinum upp í 4%% og vöxtu af sex mán- aða innlánsskírteinum upp í 5% á ári. Reykjavík 21. apríl 1920. Landsbanki Islands. íslandsbanki. Sanlxastrætl 11 iðgeirsson I ikúlason írá fyrri dögum, hafði lagst eins og skuggi yfir huga hans: tilfinningin um, að hann sjálfur væri settur hjá, væri. utanveltumaður. Eínhver ögn af þægilegu sjálfsáliti var henni sam- iara, en hún bar líka dálítinn keim af öfund. — Jeg óska til hamingju, hafði hann loksins stamað fram. — Þá ert þú víst ánægður? — Hvort jeg er ánægður, þumbar- mn þinn! Jeg er alveg að rifna af tómri gleði. —- Getur gleðin haft þau áhrif? .... Eru menn ekki bara — á- nægðir ? — Auðvitað eru menn ánægðir! En skilurðu ekki, hvað það hefur að þýða, eftir margra ára strit og basl, að fá alt í einu embætti? — Föst laun! — Trygga framtíð! — Jú, mjer finst jeg skilja það. Trygga framtíð — það hlýtur að vera ánægjulegt. En—■ hvað er það þá, sem við tekur? — Hvað, sem við tekúr! Svo gifti jeg mig, auðvitað ! Jeg hef verið trú- lofaður í fimm ár. Hún er dóttir prestsins heima. Við höfum þektst frá því við vorum börn. — Já, gömul ást ryðgar ekki, segja menn, hafði Skúli skotið inn í með dálitlum hæðniskeim í röddinni —. og hugsað um leið til lítillar stúlku, sem þeir þektu báðir og hann vissi að vinur hans hafði stundum „gengið með“. — En .... —- Þar þarf ekkert „en“, hafði vin- ur hans haldið áfram. — Þetta er eins víst og það, að jeg stend hjer nú, og er að raka mig. — O, hver fjandinn! — Nei, sjáðu til. Þegar svo langt er komið, að alt er eins vist og það, að tveir og tveir eru fjórir, þá þarf ekkert „en“ framar. — Ertu þá viss um, að ykkur líði vel saman? Kvíðirðuekki fyrirneinu? Það er þó margt, sem fyrir getur komið .... Þekkirðu hana svo vel? —• Hvort jeg er viss um, að okkur ’.íði vel saman! — Jeg held, að fjand- mn hafi hnýtt upp í þig og ríði þjer cið einteyming! Það er hamingjuósk, cða hitt þó heldur, sem þú hefur að l'æra! Jeg sagði þjer rjett áðan, að við hefðum þekst frá því við vorum börn! — Jájá, en vertu nú ekki reiður — auðvitað óska jeg þjer til hamingju. En jeg skil bara ekki .... Þegar þið ^ eruð gift og þú hefur búið um þig þar heima --------hvað tekur þá við? -— Hvað tekur þá við! Þá er jeg orðinn embættismaður —■ heimílis- faðir. í stuttu máli: orðinn maður! Maður, eijis og aðrir almennilegir menn.-------— Og ef mjer leiðist, þá er alt af hægt að fara yfir i stjórn málin —• það gera svo margir. Ef til vill enda jeg á þvi, að verða ráð- herra! Og komirðu þá enn með þína vitlausu spurnirigu um, hvað þar næst taki við, þá sting jeg upp i þig ein- hverjum bita, til þess að loka á þjer rnunninum! Skúli hafði kvalið sig til þess, að taka undir í sama tón, til þess að særa ekki vin sinn. En honum hafði orðið þungt í skapi, svo að hann greip fyrsta færi til þess að komast í burtu. Þeir höfðu ekki sjest síðan. Og* nú sat hann aftur heima á ströndinni sinni, við hafið hennar, og Ijet alvöruraddir þess fylla hug sinn með rólegri gleði, sem undir eins var bæði blíð og byrst. Einu sinni hafði honum fundist hafa fyrirliggjandi: Kaffi Caroni-Syknr Höggvinn syknr Mnnntóbak Vindla m. teg. Rúsinnr mennirnir eins og af ásettu ráði flat- , sparka lífið undir fótum sjer, tæta . pað sundur í druslur einstakra og j einskisverðra grinda —• en skeyta ; ekkert um samhengi" þess. ; Cn nú .... nú dæmdi hann ekki í tramar. Þetta var nú þeirra aðférð við j lííið. Og hver gat vitað, nema hún : væri eins góð og hans aðferð. Hvað var í raun og veru alt þetta? Og 1 vað kom honum það við, hvernig aðrir höguðu sjer? — Máttu þeir ekki gifta sig! máttu þeir ekki fá embætti! __ máttu þeir ekki verða ráðherrar! .... úr því að það var þetta, sem ]>á langaði til. Máttu þeir ekki versla rneð hugsjónir og tilfinningar! máttu þeir ekki á sómasamlegan hátt safna sjer auði! — máttu þeir ekki striti sig bogna og heilatóma! — úr því r.ð hugur þeirra girntist þetta. Máttu þeir ekki versla með jörðina, móður Döðlur Fikjur Hafragrjón Smiörlíkl Palmfn Skógarn sína, nota sjer hana og gera eignar- rjett sinn gildandi yfir henni á sinn hátt. — Þá eignarhlutdeild í himni, jörð og hafi, sem hann kærði sig um, gat enginn af honum tekið. Hann var ríkur, einmitt af því, að hann safn- aði ekki eignum, nje forgengi'rgutrv mtinum. Það eina, sem hann atti, sjálfan hann og silfurstrenginn, gat enginn frá honum tekið. Og: Dag- anna daggperlufesti berðu um háls- inn .... það var það, sem mest var um vert, það eina, sem nokkub var i varið. Meðan hún hjelt sjer, var alt í góðu gengi. Og svo, þegar perl- i>rnar einhvern tírna hryndu burt — hvað tæki þá við, Ja, þá var ekki annað eftir, en að biðja dauðann, drottinn sinn, velkominn — og þakka iífinu fyrir alt. Frh. Fjelagsprentsmiðjan. Lit o. 11.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.