Lögrétta


Lögrétta - 26.05.1920, Síða 1

Lögrétta - 26.05.1920, Síða 1
Utgetandi og ritstjóri: Þ'ORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. AfgreiCslu- og innheiratum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti II. Talsími 359. Nr. 20. Reykjavík 26. mal 1920, XV. ár. Sv. Jónssen & öo. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík. Fyrirliggjandi miklar birgöir af íallegu veggfóSri, pappír og pappa á þil, loft og gólf, loftlistum og loft- rósum. Grímur Thomsen 1820 — 15. niaí — 1920. Þó Gríms Thomsen hafi ekki ver- iö mikiö minst opinberlega á aldar- afmæli hans, hefur samt nokkuö mátt marka þau ítök, sem hann á i ljóS- eiskum löndum sínum. Og það hefur mátt sjá, aö vinsældir hans fara held- ur vaxandi en þverrandi. Reyndar liefur þetta ekki komiö fram í því, a'S kvæöi hans sjeu yfirleitt meira les- in, eöa fleirum kunn, en áöur var. En þaö hefur eins og komist ný hreyf- ing kringum nafn hans. Menn eru að bara ýms yngri skáld saman viö hann. Ilann er nærri því aö „verö^ móöins‘‘ meöal sumra yngri manna. En eins og gengur og gerist um slíka tisku, er hún sjálfsagt aö ýmsu leyti naeira á yfirboröinu, en ekki reist á náinni þekkingu á lífi eöa list Gr. Th. Því cnn þá hafa honurn, eöa skáldskap hans, ekki veriö gerö þau skil, eöa skipaö á þann bekk, sem bæöi hann sjálfur og íslensk bókmentasaga á kröfu til. Ög þaö veröur ekki gert í siuttri blaöagrein. En ef þaö er rjett, aö vinsældir Gr. Th. sjeu aö vaxa nú, hundraö árum eítir fæöingu hans, mætti reyna ann- aö, sem ekki hefur veriö gert, reyna aö gera sjer þess grein, hvernig á 'því standi, reyna aö skýra og skilja samband hans viö íslenskt andlegt líf, eins og þaö er nú. Því ef ísl. íiútíöarbókmentir heföu ekki fundiö eitthvaö af sjálfum sjer i Gr. Th., citthvað, sem þær gátu notað, heföi hundraö ára afmælis hans varla ver- íö minst. En sannleikurinn er sá, aö vaxandi vinsældir Gr. Th. nú, eru aö þakka þeirri ótvíræöu líkingu sem er milli þess tímabils, sem nú stendur yfir og hiris, þegar Gr. Th. lifði helstu jrroskaár sín, bæöi 1 ytri aðstæðum og innra lifi, aö ýrnsu leyti. Hvorir- tveggja tímarnir, bæöi þá og nú, voru breytinga- og byltingatímar i þjóö- íjelagsmálum. Og Gr. Th. henti sjer inn i deilur dagsins á stúdentárum sinum. Og afstaöa hans í þeim mál- um var merkileg. Hann komst þar í beint berhögg viö aöra landa sína og hlaut af óþokka þeirra; en var alveg í samræmi við þá stefnu, sem nú sigl- ir háum seglum í andlegu lífi allrá Noröurlarida. Hann studdi sjerstakl. skandinavisman, eöa samnorrænu stefnuna. Og um eitt skeið var svo aö siá, sem stjórnmálamaðurinn ætlaöi aö veröa skáldinu í honum sterkari. Hann hlaut þar völd og viröingar. Og við stjórnmál fjekst hann alla æfi Afskiftum hans af erlendum stjórn- málum hefur yerið haldið meira á lofti — sennilega nokkuö á kostnaö íslenskrar stjórnmálastarfsemi hans. í’ar hafa flestir haft á honum sömu í koöun og Jón Sigurösson lýsti 1874: „að bæta má Grímur úr því, sem hann hefur sýnt hingaö til, ef jeg á aö treysta honum til að ganga á hólm við Dani til aö ávinna sjálfsforræði og fjárhagsskil." — En í þingsögfu Gr. Th. kemur þó skýrast fram einn eiginleiki hans, sem líka einkennir kvæöi hans víða, jafnvel kveöandina, og kanske mætti kalla ánægjuna af því að munnhöggvast. Því þó hon- um fyndist stundum, aö af þessu staf- aði kuldi meiri en úr Niflheimi, eins rig hann segir á einum staö, þá hefttr honum ávalt þótt gaman þar sem horn skella á nösum ............ og hnútur fljúga um borð. En stjórnmálin uröu ekki aðalstarf Hr. Th. Hann fór aö stunda bók- mentir og skrifaði á dönsku ýms rit um þau efni 0g þóttu merk á sínum tima og bentu þá aö sumu íeyti á nýj- ar brautir. Og .hann lagöi orö, sem athygli vöktu, í eina mestu bókmenta- ! c’eilu, sem oröiö hefur í Danmörku. Og hann fór að yrkja sjálfur. Þá koma líka rneira og'meira frarn einkenni á skáldskap hans, sem svip- ar til þess anda, sem menn vilja segja, aÖ nú sje farinn að svífa yfir vötnunum aftur — og kallaöur er nvr. Þaö kemur nokkuö fram bæöi í formi og vali yrkisefna. Gr. Th. geröi allmikiö aö því, aö steypa upp úr gömlu brotasilfri, eins og hann sagöi sjálfur, hann orkti upp og i anda þjóökvæða og vikivaka. Þetta segja líka ýms skáld og ritdómarar síð- ustu daga, að þeir sjeu aö koma meö og hafi fundið upp, til aö endurfæða bókmentirnar. Og sami andinn kem- ur fram í meðferð formsins. Gamlar rimreglur eru aö raskast, eins og þær geröu þegar þjóövisurnar svonefndu fluttust til landsins. Þarna er líka liking með Gr. Th., því þessum sömu reglum er oft raskað hjá honum, og íyrir það sætti hann mestum ákúrum áöur fyr. En nú afsakar það hver maöur, og er þaö talinn vottur þess, að hann hafi ekki viljað láta þröngan rímstakk skeröa hugsun sina. En siálfsagt hafa menn lesiö þarna út úr meira en ástæða var til. Því eiginlega tr hvergi sjáanlegt, að Gr. Th. hafi ætlað aö raska reglunum, þó hann geri þaö stundum. Annars hefur sjálfsagt stundum r eriö gert of mikið úr stiröleika Gr. Th. í ljóöi — aö minsta kosti því, senr frumkveöiö er. Og þegar hann vill það viö hafa, leikur hann sjer að rími og máli, svo að eyrnayndi er að. Djúpt í hafi’ í höll af rafi Huldur býr, bjart er trafið, blæjan skýr. Oft í logni á ljósu sogni langspilið hún knýr, Sindrar silfurvír. Sjálfur hefur Gr. Th. líka ef- l.-iust fundið, að hann gat þetta — kannske meira en rjett var — og ekki álitið, að sig skorti eins hag- mælsku og menn hafa eignað hon- um. Þvi í Bragaræðu segir hann þvert á móti: Jeg fæ þjer lítið, en þó lipurt ess, sem lætur undan taumi vel og rómi. Enri er eitt hjá Gr. Th., sem þó hefur verið minni gaumur gefinn, en líka dregur hann nær nútimanum. Og þaö er trúarþel hans. Auðvitaö yrði munur á ytri trúarjátningu Gr. Th. "g þeirra, sem bera uppi þá trúar- cJdu, sem nú gengur yfir ísl. þjóð- bf og bókmentir. En inst inni er þar skyldleiki. Gr. Th. yrkir um mátt tiúarinnar og tign: Tendraði trúin ljós er tignina staönum gaf. Hann yrkir huggun „andstreymis í ölduróti“ og segir að „ekkert dugi nema drottíns náö“. Á jólunum yrk- ir hann um Krist: Kristur er borinn, kærleikans voriö komið i heim. Hann yrkir um eilífðarvonina: Hinsvegar við feigðarfjörðinn fegra þykist land jeg sjá. Og sama kernur fram í kirkjugarðs- vísunum. Annars hefur trú Gr. Th. t„iálfsagt veriö meira í ætt við Hallgr. I’jetursson, en þeirra sem á eftir bomu, og dálæti hans á H. P. er sjálf- 'sagt ekki tilviljun. Þar er andlegur skýldleiki. Gr. Th. var ekki eintómur fornaldardýrkari og trúmaöur. Hann vai líka veitsluglaöur veraldarinaöur, j eins og bergmálar i sumurn kvæöum bans: Góðri glaðir á stund gjalla látum róm; skæran yfir skammdeginu skáladóm. H. P. var heldur ekki eintómur trúmaður. Menn gleyma því of oft, að hann hefur ekki að eins ort Passíu- sálmana, heldur líka Ölerindi og Ald- arhátt. Að lokum er eitt, sem getur veriö merkilegt fyrir samband Gr. Th. við nýíslenskar bókmentir, og er kunn- ugt, en aö eins skal drepið á. En það er þetta, aö þó fáir eöa engir af ísl. : ithöfundum hafi lifað meira og starfað í útlöndum og við útlend á- hrif en Gr. Th., eru fáir, eöa engir, eins íslenskir og hann. Islenskir að - issu leyti. Því þaö, sem helst hefur verið kallaö íslenskt í ljóöfari Gr 1 h., er aö sumu leyti ekki nema form, ekki nema gríma. En bak viö þá grímu er lifandi andlit, sem getur jafnt veriö íslenskt sem erlent. Þessi gríma hefur sjálfsagt vilt mörgum manni sýn á Gr. Th. Ekki einasta, að hún hefur gert hann torskilinn út- lendingum, eins og nýlega kom fram hjá einum helsta ritdómara Dana, heldur líka löndum hans. Þessi gríma liefur m. a. orSiö til þess, aö menn hafa oft gleymt því, aö fornöldin er honum í kvæðunum meöal, en ekki mark. Hún hefur oröið til þess, að menn hafa, sjálfsagt um skör fram, tönglast á tilfinningarleysi hans og harðneskju. Þvi þann lærdóm gæti Grímur ThOmseri á aldarafmæli sinu m. a. gefið nýjustu islensku bókmentun- im -— og þær ekki haft vanþörf á, — að menn þurfa ekki að vera hjarta- lausir, þó þeir hengi ekki tilfinn- ingar sínar út í búðarglugga á al- tnannaleiö. Enskar konur um endurbætur á húsakynnum. The Working Woman’s House, eft- ir A. D. Sanderson Furniss og Marion Phillips. Swarthmore Press, London. Verö 1 sh. 6 d. Þrátt fyrir allan okkar barnalega þjóðarhroka og mikilmenskuremb- ing munu þó fæstir neita jtvi, að í flestum verklegum efnunt erum viö tslendingar eftirbátar'allra okkar ná- grannaþjóða. í húsagerö allri og hí- býlaprýði erum við óraleiðir á eftir þeim, enda haföi ótrúlega lítiö veriö gert til aö menta þjóðina í þeirri grein, þangaö til Guömundur þró- fessor Hannesson tók aö rita um mál- iö. Hann hefur síöan unnið aö því bæði vel og trúlega, enda er eriginn efi, aö þótt enn sje sjáanlegur árang- ur eðlilega lítill, hefur hann þó hrund- ið málinu á þanri rekspöl, að nokkuö almennur áhugi á því er nú vakn- aður og á sjálfsagt fyrir hendi aö glæöast frekara eftir þvi sem tímar höa. Eitt af eftirköstum styrjaldarinnar er þaö, að nú er um alla Norðurálfu hin stórkostlegasta húsriæöisekla. l ólk hrúgast því saman í þau húsa- kynni sem til eru, en við þaö veröa ágallar gömlu híbýlanna enn þá meir aberandi. Þetta hefur meö ööru fleira oröið til þess, að vaknað hefur alls- herjar hreyfing til endurbóta og betra skipulags á húsakynnum. Hvergi hefur þó þetta mál verið ineira rætt og rannsakað, nje meira fvrir umbótum barist en á Englandi. Og þar sem karlmennirnir hafa ann- arstaðar, aö því er jeg best veit, mest- megnis um þaö fjallaö, hefur kven- þjóðin tekið alveg sjerstakan þátt í því á Englandi. Enskar konur hafa talsyert um það ritað í blöö og tíma- rit, og kvenfjelögin urn þvert og endi- langt Bretland hafa leitað fyrir sjer um skoöanir og tillögur húsmæöra og haldiö opinbera fundi til aö ræöa málið. Aöalkjarnanum úr þeim á- rangri, sem af þessu hefur orðið, er safnaö saman i bók þá, er að ofan getur. Ýms ensk blöö fluttu í vetur greinar um hana, og luku svo ein- róma lofsorði á hana aö mjer varð forvitni á aö lesa hana sjálfur. Jeg hef ekki sjeö eftir lestrinum og vil ekki heldur láta hjá líða, að benda öðrttm á hana, sjerstaklega íslensk- um konurn, sem erisku geta lesið. Það er að mínu áliti hiö rnesta nauösynja- mál, aö konur láti til sín heyra unr það, hvernig þær telji húsaskipun haganlegasta, því þaö skiftir þær ó- neitanlega meiru eri okkur karlmenn, auk þess sem konur eru alrnent smekkvísari en karlar. Og enginn, sem þekkir hagsýni og smekkvísi cnskra kvenria, mun efast um, aö þær liafi sitt hvaö til málsins aö leggja, sem vert sje aö veita athygli. Hjer cr heldur ekki nægst meö að ræða urn húsakynnin og húsgögnin ein- sömul; störf og verksvið húsmóöur- innar, tillögur um samlagsbúskap o. fl. o. fl. er lika tekiö til athugunar. Hvergi hef jeg sjeð prýðilegri um- gengni utan húss og innan, en á Eng- landi, einkum í sveitunum. Jeg vildi óska aö íslendingar tækju Englend- inga sjer til fyrirmyndar í þeim efn- um — eins og reyndar fleiru. Ef til vill getur þaö oröiö, því enginn efi er á því, aö margvísleg viðskifti okk- ar viö Breta muni aukast stórlega í ítamtíöinni. Bókin sem hjer ræðir um er 84 bls. að stærö, auk þess sem í henni eru tólf myndir og uppdrættir á sjerstök- um blöðum. Hún fæst þegar í bóka- verslunum hjer í bænum. Sn. J. Bókarfregn. Einar Arnórsson: Meðferð opin- berra mála. VIII + 190 bls. Fylgirit meö Árbók Háskóla Is- lands, háskólaáriö 1918—1919. Þaö mun lengstum hafa verið svo, aö þaö sem uiígum lögfræöingum, er tóku viö sýslumannaembættum hjer, var minst sýnt um í embættisrekstri þeirra í byrjun. var meðferö saka- mála, aö búa rjettilega sakamál undir dóm. Þessa grein rjettarfarsins lögöu liienn gjarna á námsárunum litla rækt \iö, og þegar svo lögfræðiskandidat- ar að afloknu prófi gerðust rannsókn- ardómarar, án frekari æfingu. eöa undirbúnings, vildi þekkinguna Lresta um rjetta málsmeðferð. Hinn ungi rannsóknardómari hlaut því, jafnhliöa því aö hann þurfti aö hefja rannsókri sakamáls, aö taka þegar af kappi að „lesa á sig“. En það var ekki svo auðvelt, og ákjósanlegast aö hafa næöi, aö tína upp hina fjölmörgu lagastaði, slitur úr tilskipunum, kon- ungsbrjef, kansellibrjef o.. s. frv Skjalasafn sýslurinar oftast næsta ó- aögengijegt til aö leita sjer fræöslu um eldri praxis eða þá mjög fáskrúö- ugt og það, sem það haföi að geyma, tíöum ekki eftirbreytnisvert. Viö lest- urinn skautst nú ætíö eitthvaö undan eftirtektinni, sumt gleymdist og ann- aö meltist ekki nógu vel eða fljótt. Uröu því gallar á málsmeðferðinni, cr leiddu til þess, aö yfirdómur vísaöi málinu heim aftur til endurupptöku að öllu leyti — þetta er þó mjög fátítt á síöari árum—eöa aö krafist varitar- legri rannsóknar um ein og önnur at- riði málsins. Ber dómasafn landsyfir- rjettarins fyr og síðar hjer um nægt vitni. En þaö er vissa, að undirdóm- arar heföu komist hjá mörgum af þeim göllum, sem leitt hafa til heim- vísunar, endurrannsóknar og víta, ef þeir heföu átt kost á sliku riti, sem aö ofan er nefnt: Meðferð opínberra mála. Höf. hefur því unniö mjög þarft verk meö samning þessa rits, ekki að eins fyrir lögfræðisnemendur viö liáskólann. heldur og fyrir starfandi lögfræöinga landsins, og þá einkum undirdómara. Löggæslumenn, jafnt 1 lærðir sem ólærðir, geta og í mörg' um greinum haft mikiö gagn af bók- inni, og má þar sjerstaklega benda á 5. gr. II. kafla. Þaö er einkar-mikill kostur á bók- irini, hversu auöug hún er af tilvitn- unum í dáma landsyfirdómsins siöan 1874 og hæstarjettardóma í íslensk- um málum og enn dóma landsyfir- dómsins frá byrjun fyrri aldar, út- gáfu Sögufjelagsins af þeim. Hins vegar mun margur lesandi óska, aö æði margar lagatilvitnanir inni i text- anum, einkum í fyrri hluta bókarinn- ar, hefðu veriö settar rieöanmáls. En slíkt skiftir ekki miklu. Linur þessar eru ritaöar til þess aö þeir, er telja þaö nokkru skifta, viti, aö bók þessi er til. Aö því er jeg ætla, hefur hún ekki veriö auglýst til sölu, og kemur þaö eflaust til af því, aö hún er fylgirit með árbók há- skólans. Enginn hjeraösdómari ætti aö láta undir höfuö leggjast, aö afla sjer rits jiessa. 19. maí '20. B. Þ. Útdráttur úr gerðabók þing- og hjeraðsmála- fúndar Vestur-ísafjarðarsýslu. Árið 1920, dagana 25. og 26. mars, var 21. þing- og hjeraðsmálafundur Vestur-ísafjaröarsýslu haldinn aö Suöureyri í Súgandafirði. Mættir voru 15 fulltrúar af 20. Fundarstjóri var Jóhannes Ólafsson, hreppstjóri, á Þingeyri. Fundarritari Eriörik Hjart- atson, skólastjóri, á Suöureyri. Þessi mál voru tekin til umræðu: I. Landsmál. 1. Vatnsorka. Afgreitt með svo- hlj. rökstuddri dagskrá: „Með því :;ö þing og stjórn eru enn leitandi aö fastri ákvörðun . í fossamálinu, írestar fundurinn að taka ákveöna stefnu í því máli, og þar sem honum gefst færi á aö fjalla um máliö fyrir næsta fjárlagaþing, tekur fundurinn íyrir næsta mál á dagskrá.“ — 2. Samvinnumál. Svohlj. fundarályktun samþykt meö 13. atkv. móti 2, aö viö- höfðu nafnakalli: „Fundurinn telur samvinnuhreyfirigtina stefna í rjetta átt, og líklega til efnalegs og andlegs þroska, skorar hann því á landsmenn aö hrinda henni sem mest fram, og álítur rjett aö þirigiö haldi áfram aö veita henni stuðning.“ — 3. Síma- mál. Svohlj. fundarályktun: „Fundur- inn skorar á alþingi og landssíma- ttjórn, aö losa hreppana á Vestur- linunni, frá ísafirði til Patreksfjarö- ar, viö starfrækslukostnaö stöövanna, er nú hvílir á þeim.‘‘ — 4. Heilbrigð- ismál. Samþykt svohlj. ályktun: a. „Fundurinn beinir þeirri áskorun til heilbrig^öisstjórnar ríkisins, aö hún hafi fult eftirlit með, að öll sjúkra- skýli landsins sjeu í sem bestu lagi, og aö þeim veröi f jölgaö eftir því sem nauðsyn krefur. b. Fundurinn telur einnig æskilegt, að sóttvarnarskýli sieu til í hverjum hreppi, einkum í kauptúnunum, og hjúkrunarkona, er r.uridi sjúklinga bæöi þar og á heim- iiunum.“ —■ 5. Alþingistíðindi. Sam- þvkt svohlj. ályktun: „Þing- og hjer- aðsmálafundur V.-ísafjarðarsýslu vill láta þá skoðun í ljós, aö hann telur ekki rjett að hætt sje aö prenta ræö- ur alþingismanna á Alþingi, nema aö ttm þingtímann sje gefið út dagblaö með glöggum útdrætti úrræöumþing- manna.“ —- 6. Lifsábyrgöarmál. Svo- hljóöandi áskorun samþykt: „Fund- arinn skorar á þing ,og stjórn, að undirbúa sem fyrst lög um almenna innlenda lífsábyrgö, þar sem öllum verkhæfum konum og körlum sje gert aö skyldu aö tryggja líf sitt þegar þeir hafa náö 16 ára aldri.“ — 7. Breyting Mentaskólans. Samþykt svohlj. ályktun: „Þar sem nýlega er oröin breyting á kenslufyrirkomulagi Almenna mentaskólans, finriur fund- urinn ekki ástæðu til aö koma fram með ákveðnar tillögur í málinu að ööru en því, að skóra á stjórnin að alhuga, hvort skólirin muncji ekki betur settur utan Reykjavikur.“ — 8. Verndun Þingvallar. Svohlj. tillaga samþykt: „Fundurinn skorar á þing og stjórn. aö hlynna sem best að íramkvæmdum hugmyndaririnar um bjóðgarð á Þingvöllum.‘‘ II. Hjeraðsmál. 1. Mentamál. Samþykt svohlj. íundarályktun: a. „Fundurinn beinir þieirri ósk til sýslunefndar Vestur-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.