Lögrétta - 26.05.1920, Side 2
*
LðGRJlTTA
LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið-
vikudegi, og auk þess aukablöð við og við,
f'erð io kr. árg. á Islandi, erlendis 12 kr.
30 au. Gjalddagi 1. júlí.
ísafjarðarsýslu, að hún skipi riefnd
manna innan sýslunnar, til þess að
athuga hjeraðsskólamál Vestfjarða,
og gera tillögur um framkvæmdir
þess. b. Á meðan skólinn á Núpi
starfar í því formi sem nú er, væntir
fundurinn að sýslan og hrepparnir
styrki hann með ríflegu fjárfram-
lagi.“ ■— 2. Samgöngumál. Samþykt
svohlj. áskorun: „Fundurinn skorar
eindregið á hjeraðsbúa að styrkja
með hlutabrjefakaupum útvegun og
kaup á flutningskipi fyrir Vestfirði."
— 3. Rafveita. Svohlj. áskorun sam-
þykt: „Fundurinn skorar á sýslu-
nefndina aS láta rannsaka hvernig
hreppar sýslunnar geti fengið ódýr-
asta raforku, og hlynna að því, að
þeir geti sem fyrst náð í hana til
nauösynlegrar notkunar.“ ■— 4. Hafn-
armál. Samþykt svohlj. áskorun:
„Fundurinn skorar á alþingismann
kjördæmisins að beita sjer fyrir því
við þing og stjórn, að rannsakað
verði, og gerð áætlun um, hvað kosta
muni að dýpka höfnina á Súganda-
firði, x sambandi við byggingu öldu-
brjóts." — 5. Iðnaður. Svohlj. álykt-
un samþykt: „a. Funduririn telur
hina brýnustu þörf á, að efla sem
xnest heimilisiðnað, og væntir þess,
að í öllum kauptúnum hjeraðsins
verði komið á fót kenslu í þeirri grein,
þar sem skólabörn og aðrir ungling-
ar geti notið tilsagnar, og beinir því
sjerstaklega til skólariefnda sýslunn-
ar. b. Fundurinn telur nauðsynlegt,
að komið sje á stofn tóvinnuvjelum
fyrir Vestfirði, sem að mirista kosti
kembi og spinni, 0g skorar á sýslu-
nefnd V.-ísaf jarðarsýslu að taka mál-
i'ð til athugunar." — 6. Vinnuhjúa-
verðlaun. Svohlj. áskorun samþykt:
„Fundurinn skorar á hjeraðsbúa að
beita sjer fyrir eflingu verðlaunasjóðs
vinriuhjúa/' —- 7. Póstmál. Samþykt
svohlj. áskorun: „Fundurinn skorar
á póststjórnina að breyta samgöng-
um til ísafjarðar þannig, að póstur
gangi frá Reykjavik um Borgarnes,
Stykkishólm, yfir Breiðafjörð að
Brjárislæk, þaðan póstleið til ísafjarð-
ar og til baka aftur að Brjánslæk."
— 8. Sund. Samþykt. svohlj. áskor-
un: „Fundurinn skorar á sýslunefnd
V.-ísafjarðarsýslu að styrkja sund-
nám í sýslunni á líkari hátt 0g síðast-
liðið ár.“
Suðureyri, 3. apríl 1920.
í umboði fundarins.
Friðrik Hjartarson.
Kr. A. Kristjánsson.
Húsaleigulögin.
Eftir Svein Jónsson.
Það eru og hafa verið mjög skiftar
skoðanir um þessi „húsaleigulög"
iijer í Reykjavík. Sem betur fer, hefur
enginn annar kaupstaður á landinu'
alitið nauðsynlegt, að setja slik lög,
og hafi þeir heiður og þökk fyrir;
mun jeg víkja að því síðar. Það hafa
verið og munu verða mjög skiftar
skoðanir manna um það, hvað bæjar-
stjórnir eigi að láta til sín taka um
atvinnugreinar bæjarmanna, og sjer-
staklega um það, hvort þær eigi að
taka þær að miklu eða nokkru leýti
í sínar hendur. Jeg er þeirrar skoð-
unar, að bæjarstjórn, eins og Reykja-
víkur, eigi aldrei að taka sjálf að
sjer atvinnugreinar bæjarmanna, og
allra síst nema þá að hún geti full-
nægt þörfinni, að öðrum kosti er það
að eins til þess að öll sómatilfirin-
mg fyrir því að kaup og sala sje
sanngjörn hverfi, og sjerstaklega er
það skaðlegt, hvað þá tijfinningu
snertir, að vera sjálfstæður maður
sem mest sjálfum sjer nógur. Öll yfir-
völd landsins, og þá ekki síst sveitar
og bæjarstjórnir, ættu að styðja að
sjálfstæði manna; það er hvoru-
tveggja í senn, sveita- og bæjarfje-
iögunum til hagnaðar, og svo hitt,
scnx ekki er mins't á metunum, að
maðurinn eignist sjálfstæði, fullnægi
cðlishvöt sinni, sem rnaður fljótt
verður var við í lífi hvers manns, t.
d. þegar barnið í fyrsta sinn gengur
emsamalt, hvað það verður hróðugt,
og oft er það notað við börn, ef þau
geri þetta eða hitt, t. d. borði vel, þá
verði þau stór eins og pabbi og
mamma; þetta er þáð sem jeg vil
glæða hjá öllunx, og ekki sist hjá
þeim fátæku; hinir eru vanalega
rjálfum sjer nógir. Jeg veit ekki
hvernig það er, en mjer finst t. d.
hvað húsaleigu hjer í bæ snertir, hafi
nú farið að ýmsu leyti út um þúfur,
siðan þær raddir fóru að heyrast hjer,
sjerstaklega í bæjarstjórninni, að
bærinn ætti að sjá um að húsnæðiværi
hjer nóg handa öllum. Það var víst
jóh. sál. Jóhannesson sem hjelt
j essu fram, þegar hann var bæjar-
íulltrúi. Mjer þótti það þá, og þyk-
ir enn, mesta fjarstæða, svo mikil
fjarstæða að jeg hjelt helst að hanri
væri að „spekúlera‘‘ í húsasölu fyr-
ir sjálfann sig (sem þó ekki var), en
hvað hann meinti, veit jeg ekki. Hef-
ur bærínn á ýmsan hátt skift sjer af
uiáli þessu síðan, og finst mjer öll
afskifti hans í því máli hafa orðið
Cil þess, að húsaleigjendur hafa lagt
áxar í bát, látið bæinn hafa áhyggj-
urnar; hvötin til að byggja orðið
roinni og sanrigirni á báða bóga. Með
j>essu á jeg ekki við þurfalinga bæj-
arins. Fyrir þá á bærinn að sjá um
húsnæði auðvitað, en fara mjög var-
lega í það.
Jeg veit fyrir víst, að það er þýð-
ingarlítið að skrifa um lögin. Bæj-
arstjórnin sjer ekki sólina fyrir þeim,
sjer ekki það herfilega órjettlæti sem
húsaeigendur verða fyrir, aðrir mega
ráða yfir eignum sínum óáreittir af
öllum, að eins ekki húsaeigendur i
Reykjavík, þeim á að skarnta hús-
rúm í sínu eigin húsi, og sömuleiðis
leiguna, og er hún að miklu leyti mið-
uð við það, hvað húsið kostaði fyrir
ic, 20 til 30 árum. Svo er dregin frá
íyrning m. m., og ætti að fylgja
j>eim reglum til hlítar, þá mundi
það enda með þvi, að í húsi, sem væri
t. d. 50 ára, sem með vanalegum pen-
ingalánskjörum ætti að vera búið að
borga upp, þar yrði lítil eða engin
húsaleiga, þó gengið væri út frá hinu
upphaflega verði. Tökum t. d. hús,
sem kostaði fyrir 30 árum 10 þús. kr,
Það mundi nú kosta minst 25 þús.
l\ú vita allir, að í húsi, bygðu fyrir
30 árum, getur verið alveg eins góð
íbúð eins og nú i nýju húsi. En þá
ætti jafnstór íbúð í j>ví gamla að
kosta 40 krónur á móts við IOO kr. í
því nýja. Það vil jeg segja mörgum
leigjendum til verðugs hróss, að þeir
eru æði margir sem ekki nota sjer
j etta óviðunandi ranglæti; þeir
hugsa sem svo: jeg fæ hærra kaup
nú en fyrir 10 árum, allir hlutir hafa
stigið upp, og er því sanngjarnt 'að
húsaleiga geri það líka. En það eru
ekki allir leigjendur sem hugsa svp.
Margir þeir ríku, sem samkvæmt úr-
skurði húsaleigunefndar búa við lága
ieigu, hugsa sem svo: Það er marg-
íalt ódýrara fyrir mig að leigja með
pessum kjörum en að byggja sjálfur.
Með öðrum orðum: Þeir fátæku geta
ekki bygt, en þeir ríku byggja ekki,
því með vernd húsaleigulaganna búa
jeir margfalt ódýrara en ef þeir
bygðu sjálfir. Mjer finst, ef hugsað
væri skynsamlega, þá ætti að álykta
scm svo: Hvað getum við gert, sem
bvetur menn til að byggja, ef það eru
lög hjer í Rvík, að bærinn eigi að
sjá um að allir hafi húsnæði, þeir
sem eru hjer, og eins þeir, sem koma
hingað og vilja setjast hjer að, }>á
flnst mjer bærinn verða að gera meira
on takmarka eignarrjett húseigenda.
Órieitanlega gæti það verið afarþægi-
íegt fyrir bæjarstjómina,ef húnþyrfti
ckki annað en segja við þennan eða
hinn, t. d. húsaeigendur, þið verðið
aö láta okkur hafa nóg húsnæði; eða
þá, sem hafa peninga, þið verðið að
lita þá, éða við sjómennina, þið verð-
;ð að láta okkur hafa nógan fisk; ef
einhvern vantar föt, þá verða fata-
sölumennirnir að láta þau af hendi.
Svona mætti halda áfram að tína upp ;
en lögin vanta, sem heimila þetta, og
j>ó löggjafarþing okkar væri liðugt,
að samþykkja húsaleigulögin í stríðs-
byrjun, .þá mundi það nú hvorki sam
þykkja þannig löguð lög, og heldur
ckki húsaleigulög, þó það vildi ekki
afnema þau án álits bæjarstjórnar.
Þeir töldu sjálfsagt, að þau, eins og
aðrar stríðsákvarðanir, hyrfu úr sög-
unni. Hvað gerir svo bæjarstjórnin
eða borgarstjóri ? Leitar að eins álits
liúsaleigunefndar. Það var af skiljan-
iegum ástæðum, að hún vildi ekki af-
fifcma þau. En hvað kom það henni
við ? Við höfum ekki kosið hana til
að gæta rjettar okkar. — Nei, það er
hæjarstjórnin, sem á að gera það.
Tlúsaleigunefndinni er að eins kunn-
ugt um, hvað margir eru óánægðii
hver við annan; hún verður að fara
eftir lögunum, og þau eru svo úr
garði gerð, að jeg, sem á hús og vil
komast í það 0g býð leigjendunum
jafngóða íbúð í nýju húsi, fæ þetta
ekki, en þeir fá að sitja, og það þó
húsaleiga sje ekki boi'guð á rjettum
tima, jafnvel þó drátturinn sje svo
mánvtðum skiftir, þá er það ekki gild
ástæða fyrir uppsögn á húsnæðinu,
Eftir að þannig lyktaði, bjóst maður
við, að málið yrði rætt á bæjarstjórn-
arfundi, en það hefur ekki orðið enri
þá. En þó heýrist mannr, að ýmsum
bæjarfultrúum finnist, að þeir þurfi
eitthvað að breyta; fara með okkur
húséigendur eins og sagt er í rúss-
t.esku sögunum um fangana, sem
íiuttir voru milli.fangahúsanna, látn-
ir hafa það betra eða verra, alt eftir
því hve þolinmóðir þeir voru. Nú
finst sumum bæjarfulltrúunum að við
húsaeigendur höfum verið þolinmóð-
ir, hegðað okkur þannig, að slaka
megi á verstu böndunum, en að sleppa
okkur lausum, sje hætta, — einhver
íádæma hætta. — Hvað skyldu þeir
halda um okkur, ef okkur væri slept?
Ekki mundum við strjúka, liklega
heldur ekki brenna húsin, — máske
teka alla leigjendurna út á götu,
standa í dyrunum með reiddan hnef-
ann og segja við þetta húsnæðislausa
fólk: Þið fáið aldrei að komast í hús,
við höfum grætt svo lítið á ykk-
ur, nú búum við í 12 herbergjum, og
sofum sinn mánuðinn í hverju. Eða
halda þeir, að við förum að ónáða
bæjarstjórnina? Jeg hugsa helst, að
við gengjum á fótunum eftir sem áð-
rr, við hefðum átt að skána við hirt-
inguna, enda hefur það verið þörf,
eftir því, sem orð liggja til okkar,
sem eigum hús; jeg man eftir í fyrsta
sinni sem jeg heyrði okkur nefnda
þessu virðulega nafni „andsk. húsa-
braskara", að mjer brá töluvert; jeg
bjelt við værum frjálsir að smíða og
selja hús eins og sjómaðurinn að róa
og selja aflann sinn. Það er vont, að
hafa ekkert að jeta, það er líka vont,
að hafa ekki hús yfir höfuðið á sjer;
hvorutveggja er riaðusynlegt. Þetta
virðulega nafn, sem við fengum, sent
smíðuðum eða ljetum smíða hús, og
einhverra orsaka vegna seldum þau,
heyrði jeg fyrst hjá Sig. Sigurðssyni
búfr.; hann var þá aðalmaðurinri í
verkamannafjel. Dagsbrún, og þaðan
hefur ætið andað kalt til húsafram-
leiðenda. Nú eru þeir sjálfir líka tekn-
ir við, farnir að byggja hús. Þar
verður ekki hugsað um að græða,
þeir ljetta þar stórri byrði af bæjar-
búum, því alt þetta húsaleigulaga-
íargan er til komið af því, að þeir
gátu ekki vitað það, að þessir húsa-
braskarar rökuðu saman peningum
svona miskunnarlaust, frá fátækum
almúganum; þeir gátu varla horft á
peningana, sem við tókurh hjá þeim
i iku, hvað þá hinum; auðvitað sjá
j>eir einstaka dökka bletti hjá ýmsum
mönnuhi hjer í bæ, án þess þeir fari
iil „andsk. húsabraskaranna“, t. d.
Thor Jensen, Copland og fl. Copland
borgar þó núna í útsvar sem næst
eins og helmingurinn af öllum gjald-
endum hjer í Rvik, ef byrjað er á
þeim, sem lægst hafa útsvar. Þáð
eru um 3 hundruð gjaldendur, sem
hafa eitt þús. kr. og meira, í þeim
góða hóp finn jeg að eins tvo, sem
máske mætti segja, að væru eða hefðu
stundað það, að leigja og selja hús,
annar með eitt ]>ús. kr. og hinn með
12 hundruð kr. Hvar er þá allur auð-
unnn, sem húsaeigendur 0g húsa-
braskararnir hafa grætt? Það er mál •
tæki, sem segir: aumur er öfundslaus
maður. Það á vel við húsaeigendurna
og húsaleigumálin. Vill einhver benda
ntjer á þessa óttalega ríku húsabrask-
ara? Jeg finn þá ekki,. og niðurjöfn-
unarnefndin finnur þá auðsjáanlega
ckki heldur, og finst manni þó, að
hún finni það, sem feitt er á stykkinu,
Sjálfsagt er mikill meiri hluti af
þeim, sem hafa orðið gjaldþrota hjer
í bæ, einmitt menn, sem voru að
braska í því að byggja hús, og ]>á
er hægt að finna rnarga, sem ekki
urðu öðru vísi gjald]>rota, en að missa
ait sitt og alt, sem þeir áttu í húsinu,
bankarnir heimtuðu sitt, og ekki var
að vænta styrks úr neinni átt. Svo
J>egar búið er að niða niður þennan
atvinnuveg, og húsin eru orðin of fá,
:þá er tekið til þess ráðs, að semja
húsaleigulög, sjálfsagt til að auka
framleiðsluna á húsum, hvetja menn
;til að byggja, pg hvötina finna þeir
fielst með því að taka ráðin af þeim,
isem eiga hús eða byggja þau, skamta
þeim húsnæði og húsaleigu; þetta
ier sannarlega lokaráð, hvorutveggja
ráðin verka í þeröfuga átt. Þarf
iengar útskýringar á því, það sjá allir
menn, að það er ekki hægt að ráð-
;ast í húsabyggingaf, þegar maður á
von á, að þegar húsið er búið, verði
lionum skamtað húsrúmið og svo '
letgan, ef aðrir búa í húsinu, og enn
itef jeg ekki heyrt, að húsaleigunefnd
iio.fi úrskurðað húsaleigu eftir dýr-
tíðinni. Mitt álit og margra annara,
bæði húsaeigenda og leigjenda, er að
]>essi húsaleigulög með húsaleigu-
skamti, hafi gert ilt eitt, og ekkert
írnnað, spilt sambúð milli manna,
spilt húsunum svo, að ekki er þugsað
um að hafa þau í lagi, spilt fyrir
aukning húsa og, það sem allra verst
er, þau hafa spilt fyrir húsnæðunum.
Það er enginn vafi á, að margur
maðurinn hefði þrengt meir að sjer
íyrir leigjendum, hefði hann haft von
ttm að geta losnað við þá aftur. Jeg
á við haust eða vor. Og dæmin sanna
þetta. Bæði í Vestmannaeyjum og
á Akureyri voru 0g eru mikil húsa-
vandræði; til Akureyririga voru send
]>essi margumræddu húsaleigulög,
þeim til blessunar. En hvað skeði?
öæjarstjórnin þar áleit, að hún væri
ckki kosin til að beita bæjarbúa slík-
um órjett, og neitaði þessu góða til-
Loði, og maður hefur ekki heyrt, að
]>ar hafi nokkur maður orðið illa úti
hvað húnsæði snertir. Sama má segja
um Vestmannaeyjar; alt hefur gengið
j>ar ]>olanlega, og þó hefur verið þar
um fjölda mörg ár meira húsnæðis-
leysi, eða ekki minna, en hjer. Margir
segja, að bæjarstjórn hjer geri margt
axarskaftið, en húsaleigulögin eru
það versta af þeim öllum; þar er
engin brú af skynsemi. Fyrst eru nú
lögin, og svo er húsaleigunefndin með
alræðisvaldi. Hennar dómi verða allir
að hlíta, bæði með húsnæði og húsa-
ietguna, en hún sjálf (nefndin) kostar
okkur bæjarbúa með húsrúmi og
pappir 10—15 þús. kr. á ári. Það er
nú ekki mikið, eða svo finst sumum
bæjarfulltrúununi víst ekki, því ef
jieir lina eitthvað á lögunum, þá telja
að minsta kosti sumir, að það verði
að setja nýja nefnd, sem á að virða
ölt hús í bænurn, og ákveða húsaleig-
t;na eftir virðingu. Það gæti veriö
svo skynsönt nefnd, að við þetta væri
unandi, En er hún nauðsynleg? Þvi
mikið kostar hún okkur; svoeruþess-
ar nefridir viðsjálsgripir, t. d. ligg-
ur næst að hugsa svo um húsaleigu-
nefndina. Hún þykist ekki (svo jeg
taki eitt dæmi) geta leyft húseiganda
að segja upp húsnæði í sínu húsi, þó
húseigandinn útvegi annað í staðinn
engit verra. Það hefur þó vaila verið
aðaltilgangur laganna, heldur hitt, að
íeyna að láta menn hafa húsnæði, en
bókstafurinn gildir. Svo ákveður húri
húsaleiguna og fer þar að eins og hún
húgsi: Þess lægri húsaleigu, sem við
akveðum, þess fleiri'byggja. Jeg álít,
að bæjarstj. og húsaleigunefnd hljóti
að hugsa svo, því hjer vantar fremur
hús en peninga. Annars sje jeg ekki,
að bæjarstjórn sje það áríðandi, að
peningarnir sjeu fremur í vasa Páls
en Pjeturs. Það sem húsaleigunefndin
leggur til grundvallar, þegar hún á-
kveður húsaleigu (að jeg held), er:
hvað húsið kosti eigandann. Það er,
eins og jeg hef áður sagt, íbúðirnar
eru kann ske alveg jafnar. Annað
húsið er nýtt, en hitt er 20—30 ára.
Það gamla getur vel verið í ágætu
síandi, en það nýja bygt af vanefnum,
og þvi ilt í alla staði, — hvernig er
svo hægt að ákveða húsaleigu V3
hærri í nýja húsinu? Það væri sama
og að segja við sjóntanninn: Já, góði
minri, þú varst svo fljótur að hlaða,
iielmingi fljótari en hinir, — þú verð-
'tr að selja þinn fisk helmingi ódýr-
ara. Nei! snúið þið við blaðinu, góðu
bæjarfulltrúar, sleppið j>ið öllum
húsaleigulögum, Játið húsaeigendur
aiveg ráða, hjálpio fátækum að borga
1 úsaleiguna með þeim peningum, sem
kúsaleigunefndiri kostar núna, og
hvetjið menn til að byggja, og hjálpið
öllum, sein byggja vilja, með ráðum
og dáð, t. d. með ]>ví, að selja mönn-
um lóðir með góðum borgunarskil-
málum, svo sent J>eim, að þær megi
borgast á 25 árum, þeir sem þær
heldur vildu en leigulóðir, sem að
mínu áliti eru verstu úrræði, svo er
\afalaust hægt að byggja að mun
ðdýrara, ef útsjón og hagsýni er við-
höfð. Mjer hefur oft dottið i hug,
hvort nefnd af hyggnum og reynd-
unt mönnum í, húsabyggingum, sem
’-æri launuð svo, að hún gæti gefið
^ig við húsabyggingarfyrirkomulagi,
mundi ekki geta gert rnikið gagn;
jeg held alt af, bæði með timbur- 0g
steinhús, að í þau sjeu bornir of mikl-
ir peningar; það væri að minsta kosti
liess'vert, að athuga, hvort ekki mætti
gera einhverjar framfarir með okkar
góða grástein, svo hann yrði okkur
ódýrasta byggingarefnið.
Þórður Sigurðsson
fyrv. bóndi á Hæli í Flókadal.
Margir þektu Þórð á Hæli,
þrekvaxna og mikilvirka;
að yrkja skylt er eftirmæli
um aldna kappann þróttarstyrka.
Stóru búi stýra kunni
stefnufast, með góðum arði,
cetíð röð og reglu unni,
rausn j>eim sýndi’ er bar að garði.
Fáir ræktu bú sitt betur,
brast þar eigi hyggnismerki;
störfum sinti sumar og vetur;
sjálfstæður í orði og verki.
í orðavala erigum líkur,
örugt samt til mála lagði,
ntjög ei talirin mentaríkur,
margt þó gott sem karlinn sagði.
Iíoll en fábreytt heimakenning
horfði glögt til framavona;
jtaðan góð og gömul menning
gekk i arf til fóstursoria.
Þverrar vani góður og gildur,
gleymast sumar fornar dygðir,
rnargskyns lausung, tíska og tildur
teygist út um landsins bygðir.
S. J.
Enskar orðabækur.
Eins og að líkindum lætur er hjer
4 landi keypt eigi all-lítið af enskum
orðabókum á seinni árum. Það stafar
a f sívaxandi rækt sem hjer er lögð
vtð enska tungu. Hver einasti maður
sem það mál lærir, svo að lærdómur
geti heitið, kaupir að sjálfsögðu ensk-
enska orðabók, því bæði er það, að
ensk-íslenska orðabók eigum við ekki
nenia svo litla, að hún er allsendis ó-
nóg þeim er til nokkurra hlita vilja
nemá málið, eða lesa hverjar enskar
bækur sem fyrir koma, og svo hitt,
að flestum er það ljóst, að þeir læra
margfalt meira með því að nota al-
cnska orðabók, en nteð því, að nota
bók, sem þýðir orðin á arinað mál,
hvort sem það er nú íslenska eða
íkmska. Alt um það getur náttúrlega
ertginn hjá ]>ví komist að hafa líka
ensk-íslensku orðabókina, því á byrj-
unarstigiriu þurfa allir á henni að
halda, enda er hún ágæt skólabók. En
hitt verður ekki um of brýnt fyrir
mönnum, að þvi fyr sem þeir fara að
nota alenska orðabók meðfram, því
betri verður árangurinn af lestrj
jfeirra.
Erigin þjóð á slíkar orðabækur yf-
ir móðurmál sitt sem Englendingar,
og það hygg jeg að segja megi, að
allar þær orðabækur ensk-enskar,
sem nú eru á markaðinum á Eng-
landi, sjeu góðar bækur, hver eftir
sinni stærð. En eigi að síður eru j>ær
bó geisilega mismuriandi að gæðunt
og fer því þó fjarri að hinar betri
sjeu dýrari en þær, sem óvandaðri
eru. Það er því ilt til þess að vita, að
orðabækur þær, sem einna mest munu
keyptar hjer, eru einmitt hinar lakari,
eins og. t. d. Nuttalls og Collins, þott
bctri bækur, eins og t. d. Chambers’s
Twentieth Century Dictionary og
Annandales, báðar "agætar bækur,
sjeu einnig allmikið keyptar.
En yngri og jafnframt miklu merk-
ari en allar þessar bækur, er orða-
bók sem Clarendon Press í Oxjord
fvrst ghf út árið 1911. Af henni hef-
ur síðan hver útgáfan rekið aðra.
Hún neínist „The Concise Oxford
Dictionary of Current English‘‘ og
höfundar hennar eru Itræðurnir H.
W. Fowler og F. G. Fowler, sem áð-
ur voru orðnir þjóðkunnir fyrir hina
ágætu bók sína „The King’s Eng-
!ish“, er allir ntenn nú lesa, sem læra
vilja að skrifa fagra og óbrjálaða
ensku. Orðabók þeirra er tvímæla-
laust hin vandaðasta alþýðúorðabók
sem samin hefur verið á nokkru ntáli,
og hún er ekki síður vísindabók en
aiþýðubók, enda er hún í rauninni
e.kki ennað en smækkuð útgáfa af
hinni heimsfrægu Oxford-orðabók.
stærstu orðabók heimsins, sem mestu
málfræðingar Breta hafa unnið að í
heilan marinsaldur og nú um það
levti lokið við.
Að orðabók Fowlersbrærða hefur
ekki verið keypt hjer í stað annara,
stafar vitanlega af þvi að fáir hafa,
sent eðlilegt er, nokkuð til hennar
þekt. En á Englandi er hún nú riot-
uð mest allra orðabóka, og mig minrt-