Lögrétta


Lögrétta - 21.07.1920, Síða 1

Lögrétta - 21.07.1920, Síða 1
Otgefandi og ritstjóri: ÞORSTi GÍSLASON. Þingholtsstrseti 17. Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtum. 1 ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti II. Talsími 359. Nr. 28. Reykjavík 21. júlí 1920. Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík. l;afa_ venjulega fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og endingargó'öu veggfóöri, margs konar pappír og pappa — á þil, loft og gólf — og gipsuöum loftlistum og loftrósum. Talsími 420. Símnefni: Sveinco. Brjef frá Khöfn. 8. júli 1920. Nú eru samningar milli Danmerkur og bandamannaríkjanna um afhend- ing Suöur-Jotlands undirskrifaöir (5. þ. m.) og á morgun staöfestir kon- ungur í rikisráöinu innlimunarlögin og öll suöurjótsku lögin, sem frá var sagt í síöasta brjefi. Aö því loknu iiefjast hátíöahöldin, veröur skotíð frá borgarvirkjunum og öllum kirkju- ldukkum hringt unr alla Danniörku, noröan frá Skag-a og suður aö hinum nýju landamærum. Kl. 12 veröur haldin guðsþjónusta í Frúarkirkju og þar veröa við konungitr og drotning. Kl. 4 á að verða stór hátíð : sönghöllinni í Breiögötu og er það aðalsameiningarhátíðin hjer í Khöfn. Okkur ísl. sendimönnunum hefur verið boðið bæði til guðsþjónustunn- ar í Frúarkirkju og hátíðarinnar x sönghöllinni, en viö getum hvorugu ()ví boði sint, því viö eigum að leggja á stað til Suður-Jótlands ásanxt dönsku stjórninm og fleirum kl. 1 á morguri. Förunx þangað á skipi. Kon- ungur og drotning fara þangað einn- ig á skipi og leggja af stað kl. 3. Á laugard. þ. 10 þ. m. hefjast há- tíðahöldin í Suður-Jótlandi og standa yfir í 3 daga. Kl. 8 um morguninn skal komið til Kolding og kl. 9 ríð- ur konungttr yfir landamærin. Við- búnaður er mjög mikill til þess að gera alla athöfnina sem hátíðlegasta. Næsta dag verður hátiðahald í Sön- derborg og þá fyrst kemur ríkisþing- ið suður. Þriðja daginn verður hald- ið vestur til Tönder og bæjarbúar þar taka hátíðlega á móti konungi og drotningu, en unt kvöldið aftur haldið til Sönderborg. Við höfum fengið nákvæma áæt'lun um ferðalag- ið og er öllu fyrirfram niður raðað. f blöðunum í dag niá sjá, að mik- iö á að verða um söng og hljóðfæra- slátt hjer í borg'inni á morgun. Stór- ir hljómleikaflokkar eiga að leika til og frá um borgina alt frá kl. 7 um tnorguninri. í síðastl. viku vorum við Jóh. Jó- liannesson bæjarfógeti nokkra daga 1 skenxtiferð á Borgunarhólmi, en komurn þaðan síöástl. sunnudag. Með okkur fór' þangað dr. Valtýr Guð- mundsson háskólakennari, bústýra hans, frk. Dalsgaard, frk. Stefanía Guðmundsson og frk. Hulda dóttir Stefáns Stefánssonar skóiameistara á Akureyri, Höföum við aðalbækistöð okkar á hóteli í Sandsvig, en fórttm þaðan skenttiferðir til og frá um eyna, oftast á bilum, en lika á bát tneðfram ströndinni. A Borgundar- hólmi er víða mjög fallegt og Iands- lag sjerkennilegt, einkum á norður- oddanum, kring um Sandvig. Einn daginn, sem við vorum þar, komum v’S á stóra dýrasýningu, sem haldin var í svonefndum Altnenningi, sem er víðlendur skógur á tniðri eynni Alla dagana fengunt við besta veður og skemtum okkur vel. Mun jeg síð- ^r segja nánar frá þeirri ferð og ýmsu sem fyrir augun bar á Borg- undarhólmi, því íslendingar hafa ekk ntjög vanið komur sínar þangað. Þó er þar nú íslenskur læknir í höf- uðborginui, Rönne, Þórður Guðjohn- sen frá Tfúsavik;, og hefur hann ver- ið þar lengi. En ekki gátum við hitt hanri, og er hann þó gantall og góður kunningi okkar Jóh. Jóh. beggja. Við höföum að eins litla viðdvöl í Rönne, þegar við komum, því þangað koma skipin frá Khöfn, og aftur þegar við fórum. Ibúar eru þar nú um 10 þús., en á öllum Borgixndarhólmi 45 þús. í öðrum bæjum þar eru ibúar ekki fleiri en 2—3 þúsund. Landið er að mestu sljett á Borgundarhólmi, likt yfir að lita og á Norður-Sjálandi, en strendurnar sumstaðar klettóttar, svo sem á norðuroddanum. Þar heitir nyrsti skaginn Hammeren og eru það lyngvaxnir granítklettar og sum- staðar einkennilegar gjár og hellar inn i bergið frá sjónum. Gamlar kast- alarústir eru uppi á hamrinum og hjet kastali sá áður Hammershus og hefur verið ramlega vígijirtur. Er mjög fögur útsýn þar upþi hjá rúst- unum, en trjávöxtur mikill kringum hamarinn á þessum staö og fögur skógarbelti með skemtigörðum og ruddum trjágöngum í allar áttir. Skógardalur neðan viö Hammershus ' heitir Paradísardalur. Á grasbletti viö hús eitt þar i grendinni sáum við tvo gráa íslenska hesta, gengum til jieirra og klöppuðum þeim. Litu þeir vel út, en okkur fanst þeir kunna illa viö að vera tjóðraðir. Var okkur sið- ar sagt, aö hesta þessa ætti þýskur sjóliðsforingi (aðmíráll), sem þarna byggi. Yfir höfuö hafa Þjóðverjar mikið haft bækistöðvar á Borgund- arhólmi og eigá þar miklar eigmir, bæði jaröir og hús. Og höfn hafa þeir bygt þar á norðuroddanum og reka þar grjótiðnað. Á sumarmánuöunum cr mikill feröamannastrauntur til Borgundarhólms, mest frá Þýska- landi og Norðurlöndum, og hótel eru þar mjög mörg, sem standa auð ííema þá mánuðina sem ferðamannastraum- urinn er til eyjarinnar. Flest eru þessi hótel á noröurströndinni. Nú, þegar við vorum -þarna, var ferðamanna- straumurihn að eins í byrjun, og vorú það mest Svíar og Danir, sem nú voru þar. Eftir stríðið eru Þjóðverjar þar eþki eins fjölmennir og áöur, og sumstaðar rriátti sjá, að hús þeirra voru auglýst til sölu, fallegir sumar- bústaðir, sem nú Stóðu auðir, með öllum húsgögnum, að því er sagt var. — Síldarútvegur mikill er rekinn frá fiorgundarhólmi og veitt með rek- netum. Síldin er mest seld reykt og veittum við eftii'tekt meðferðinni á henni frá því er hún kemur í land og þangað til hún er fullbúin sem út- flutningsvara. Mætti skýrá nokkuð frá því síðar. Þ. G. Frá sendiherra Dana. Svíþjóð, Noregur og Finnland hafa sent Danmörku samfagnaðarkveðjur út af sameiningunni. Norska stjórnin símar: Norska stjórnin sendir dönsku stjórninni hjartanlegustu heillaóskir. Hugurn allra Norðmanna er í dag beint til Suöur-Jótlands í aðdáun á því fólki,-sem með trúmensku þoldi 56 þrautaár og nú er aftur sameinað því landi, sem alt af átti hjarta þess. Við samgleðjumst hamingju dönsku þjóðarinnar. Branting, forsætisráðherra Svía, sem var staddur í Loridon, símaði: í gleði Danmerkur munu allir taka l'átt, sem vonast eftir betri framtíð íyrir sigur rjettlætisins. Forseti Finnlands sendi konungin- urn svohljóðandi skeyti: Nú, þegar dariska þjóðin safnast saman, til að fagna sameiningu Suður-Jótlands og lríns gamla föðurlands, leyfi jeg nijer að láta í Ijósi þá riku gleði, sem fixiska þjóðin fagmar með þessum mikla og ánægjulega atburði í sögu Danmerk- ur. Finska þjóðiri, sem sjálf hefur verið undir oki kúgunarinnar og finn- ur til menningar- og hagsmunaskyld- leika síns við Danmörku hefur með ' örmustu samúð fylgt baráttu Suður- Jóta fyrir frelsinu og tekur nú hjart- anlega þátt í gleði danskra karla og kvenna við sameininguna. — Með þessari samúðai'kveðju finsku þjóðar- inriar til hinnar dönsku, fullvissa jeg yðar hátign um einlæga vináttu mína. Þjóðrækni. íslendingar vestan hafs hafa fyrir rokkru stofnað með sjer fjelag, sem þeir kalla þjóðræknisfjelag. Tilgangi þess fjelags er þannig lýst, að það tiigi að stuðla að því, af fremsta inegni, aö ísleridingar megi veröa sem bestir borgarar í þjóðlífinu vestan hafs, að styðja og styrkja íslenska tungu og bókmentir í Vesturheimi og að efla sanxúð og samvinnu rnilli íslendinga austan hafs og vestan. Hjer heima hefur svo aftur verið stofnað annað fjelag, sem heitir ís- iendingur, og á það eftir föngum að vinna meö hinu fjelaginu að nánari samúð og samvinnu íslendiriga austan lxafs og vestan. Þessi fjelagsskapur mun þó hjer heima vera fremur lítið útbreiddur rema í Reykjavík, og athygli manna og áhugi á honum ekki mrkill alment. 'Sumir, sem teljast viíja leiðtogar og lærifeður og manna mesta áriægju hafa af því, að tala um frelsi og föð- urlandsást, hafa jafnvel þurft að senda þessum samtökum hnjóðsyrði og hnútur. En þeir eru fáir. Hinir eru miklu flestir, sem sýnt hafa þeim kæruleysi og afskiftaleysi. Fjelags- skapurinn er boririn hjer uppi af til- tölulega fáum mönnum, enn sem kom- ið er. Þó hefur hann ekki verið að- gerðarlaus. Góður maður, sjera Kjart- an Helgason, hefur verið sendur vest- ur til fyrirlestrahalds. En vestra virð- ist fjelagsskapui'inn fjölmennur og áhugi manna almennur. En það gerir gæfumuninn. Öll þjóðernismál eru viðkvæm vandamál. Þau eru viðkvæm af því, að það er skiljanleg mannleg tilfinn- ing, að vilja vernda og vera sárt um það þjóðerni og þá tungu, sem mað- urinn sjálfur hefur erft og alist upp við, sem tíefur mótað hann og mótast af honurn — sem hanri hefur lifað og Iirærst í. Þau eru vandamál af þvi að þjóðernin eru nxýmörg og marg- vísleg, en geta þó ekki einangrast ■ hvert frá öðru — heldur verða að liafa meiri og minni samskifti. En vandirin er að koma þeim samskift- um þannig fyrir, að allir aðiljar hafi fullan hag af, án þess að gengið sje á það, sem hver urn sig rnundi kalla þjóðernislegan rjett sinn. Allir þeir, sem eitthvað kunria í almennri sögu vita það, hvaða áhrif þjóðernisdeil- urnar hafa haft á sambúð þjóðanna oft og einatt. Fáum málum hefur ef til vill verið eins misbeitt, eins og þjóðernismálunum, fáar tilfinnirigar verið þyntar eins út í vatnsgraut inn- antómra orða og svonefnd ættjarðar- ást og frelsisþrá. íslendingar hafa auðvitað ekki far- ið varhluta af þessu, — hvorugvt megin hafsins. Það er þess vegria einkemTilegt, að taka eftir þeim anda, sem ræður í rithætti hins nýja tíma- rits þessa Þjóðræknisfjelags og þeim skoðunum, sem þar koma fram á þessum málum. Og af því er ekki ástæða til að ætla annað, eri að ef íjelögunum tekst að vinna á borði í sama anda og þar kenxur fram í orði, þá megi Islendingar beggja megin hafsins vel við una og þjóðernismál- i'rium sjeður sæmilcgnr farborði. Sjera Guttormur Guttormsson hef- ur þar orð fyrir fjelaginu um framtíð íslensks þjóðernis í Ameríku í grein sem hann kallar. þjóðararf og þjóð- íækni. Aðalvandinn, sem Vestur-ís- lendirig-ar eiga við að stríða í þessu efni, er sá, hvernig þeir geti komið því viö, að vera í senn góðir íslend- mgnr og góðir borgarar þess lands, sem þeir hafa flutst til, meðan þeir eru þar á annað borð. Því það er .Vestur-ílslendingum auðvitað nærrí jxví ókleift — og væri varla æski- legt — að ,,girða í kring um íslenska hópinn hjer — gera sjálfa oss og niðja vora að eilífum útlendingum í þessú landi“, eins og G. G. kemst að orði. Hann beridir líka á, að þessi einangrunartilhneiging geti gert út af við sjálft íslenska viðhaldið, og er það sjálfsagt rjett. En hann bendir einnig á annað, sem hinum flokkn- um hættir við, sem sleppa vill alveg hendinni af þjóðernissamtökunum, og vill reyna að renna undir eins saman við enskt þjóðlíf, og það er, „að svo hvimleitt sem það er, að ala upp þjóð- (•rnisgorgeir í sjálfum sjer, þá er þó hálfu verra, að beygja sig undir þann löst, þegar hann lýsir sjer í fari inn- lendra." Ef til vill fer svo, að einhvern tíma i rás aldanna verði tslendirigar og aðrar innflutningsþjóðir, að láta jxjóðerni sitt í vesturheimi. En það er hvorki tími nje ástæða til þess n ú, að gera sjer leik að því, að glata þjóðerninu. Og þess vegna eiga Is- lendingar vestra að halda því, á grundvelli Þjóðræknisfjelagsins, og íslendingar eystra að styrkja þá til þess. Það hefur verið rætt og ritað mik- ið um ameríkuferðirnar og útflutning íslendinga. Einu sinni orkti t. d. Ben. Gröndal um það: Þó örvænti margir og uppgefnir sje og Ameríka þylji um gnóttir og fje hver vill því skeyta og skapa sjer tár og skera úr sjer hjartað, sem sló í þúsund ár. Margir hafa legið jxeim á hálsi, sem „svikið hafi lartdiö", hjer væri „nóg um björg og brauð“, ef þeir hefðii nent að vinna hjer, það sama og þeir hafa orðið að vinna jxar. Maxgt er siálfsagt rjett í þessu og líka all- niikið af ósanngirni. Sjerstakar á- stæður voru hjer, þegar vesturflutn- ingarnir voru rnestir, og síðan alla tíð verið gert lítið til að laða menn hjer að landinu og atvinnuvegum þess. En hvað sem um það er, þá er það sjálfsagt rjett, sem sjera Rögn- valdur Pjeturssori segir í annari grein i tímaritinu um jxjóðræknissamtök íslendinga í Vesturheimi, að útflytj- cndurnar hafi ekki haít þjóðernisleg klæðaskifti um leið og leystar voru landfestar rije gengið úr ætt, eins og sauður gengur úr reifi. Og greinilegt tákn þess, að þeir vilji það ekki held- ur hjer eftir*er einmitt stofnun Þjóð- ræknisfjelagsins. -------:—1 En á þá stofnun Þjóðrækisfjelags- in's nokkurt erindi til íslendinga hjer heima — snertir það nokkuð þá sjer- staklega. Ef rnarka mætti þetta eftir þeim undirtektum, sem fjelagsskap- urinn hefur fengfið hjer heima —> mætti ætla að það væri harla lítið, sem Austur-íslendinga varðaði um þetta, — harla lítið sem þá varðaði um það, hvað yrði um hjer um bil fimtung allrar þjóðarinnar. Ná- grannaþjóðir okkar, bæði einstak- lingar og ríkin, verja stórfje árlega til áð halda við sambandinu við út- ilytjenda-nýlendur siriar í öðrum löndum og álfum. En hjer er ekki aðhafst. Það, sem hjer vantar í þessu máli, er almennur skilningur manria um alt land — og víðar en rjett í Reykjavík —á því, að samvinnan milliíslendinga beggja megiri hafsins sje nauðsynleg og rjettmæt. Því það er hún. Þegar sá skilningur er fenginn, getur fyrst vaknað sá áhugi, sem einn getur komið einhverju hagnýtu og varan- legu í framkvæmd í þessu máli. Og verksviðið er rióg. Þjóðernisfjelagið gæti látið mörg mál til sín taka vestra cg margt bætt, t. d. í bókmentum og blaðamensku, og sent ýmsa strauma hingað heim, frá þeirri menningu, sem því er þar næst. Og Islendingar heima geta veitt þeim ýmsan styrk — og haft s’jálfir gagn af því um leið. Hreyfirigin má bara ekki kafna í fögrum loforðum og fagui'gala. Hún cr ekki sköpuð til að skrifa og skrafa —1 heldur til að lifa og starfa. Hún er islenskt menningarmál. XV. ár. Úti um heim. Verðfall. Eins og áður hefur verið sagt frá i frjettaskeytum, hefur nú á síðkastið orðið allmikið verðfall á ýmsurn varningi í ýrnsum löndum Evrópu, einkum Þýskalandi og Frakklandi, og þó sjerstaklega í Bandaríkjunum í Ameríku. En verðfallið þar, og öll hreyfingin í sambandi við hana, er að ýmsu leyti eftirtektavert, þó það liafi kamrske ekki eiirs viötæk áhrif á dýrtíðiira yfirleitt út í frá, og sunrir hafa gert sjer i hugarlund. Danska seirdiherrasveitin í Washington hefur seirt heinr skýrslu urn nrálið, sein hjer er farið eftir, ásamt unrræðunr nokk- vrra Bandaríkja-blaðanna. Verðfallshreyfiirgin lrófst í byrjun maimánaðar, þegar hið mikla Wana- nrakerfjelag í New-York og Phila- delfíu lækkaði verðið á hjer um bil öllum vörum sínunr unr 20 af hund— raði. Það var þó ekki fyr en skömnru eftir nriðjan maí, að skriður komst á petta. Þá lækkuðu þrjár stórverslanir í Omaha vöruverð um 20 af hundraði og gátu auglýst það í morgunblöð- ununr sunnud. 16. nraí, án þess að keppinautar þeirra vissu. Enundireins seinni hluta sanra dags, ákvað stærsta verslun borgarinnar, Brandei’s De- partment Store, að lækka verðið hjá sjer um 30 af hundraði. Á mánudags- morgunimr var straumurinn líka svo nrikill í búðirnai', að lögreglan vai'ð stundunr að skerast í leikinn, en í þær verslanir, sem ekki lækkuðu verðið, komu hverfandi fáir. Þetta verðfall náði þó ekki til matvara, en var mest á alls konar skartvörum og fatnaði ýmsurn. Tilbúin föt, sem áður kostuðu 60 dollara, voru írú seld á 42, bifreiðar lækkuðu í verði um 250 —400 doll., silki unr dollar jarð- ið og gimsteinar um nærri 200 doll- ara pr. karat. Og þessi verðfallsalda gekk svo langt, að líkkistusnriðir og útfararstjórar lækkuðu verð sitt um 25 af hndr., borgun fyrir lyfseðla lækkaði um 30 af hndr. og tannlækn- ar lækkuðu taxta sinn um fjórðmrg. Nú fór aldan óðum að breiðast út. I 30 bæjum, austan frá Maryland og vestur til Waslrington var auglýst verðfall meira og nrinna. Ýmsir bæir, og þar á meðal New York fóru sjerþó lrægt í þessu, og þar lækkaði verð litið, írema á örfáum tegundum. Það er þó nrerkilegt við alla þessa hreyfing-u, að hún náði, eiirs og áður segir, ekki yfir matvörurnar, þvi þær hækkuðu i Bandaríkjunum um 5 af hndr. unr þetta leyti, og er það hæsta hækkun, sem orðið hefur á einum nráiruði. Annars er einnig eftirtektar- ve.rt, að verðfallið náði — að nrinsta kosti fyrst franrair af að eins til snrár söluverðs, en heildsöluverðið var ó- breytt þar senr það var hins vegar öíugt, að því er til nratvörunnar konr, þar hækkaði snrásöluverðið, en heild- söluverðið lækkaði. Hreyfixrg er þó cinnig í þá átt, að fá heildsöluverðið lækkað. Jafnvel samband franrleið- endanna sjálfra, sem er fjelagsskap- ur, sem telur um 80 prosent af öllum verksmiðjuframleiðendum landsiris, eða um 54°° stórsnriður, samþykti á fundi 19. nraí að fallast á verðlækk- unina og hvetja til hennar. Ákveðin lækkun var þó ekki samþykt, en látið i ljósi, að lækkunin nrundi verða frá ío—25 af hundraði, og hefjast í sept- ember. Nokkuð fór þá einnig í maí-lok að bera á verðfalli matvöru, t. d. í kaup- höllinni í Chicago, eir alnreirt var það ekki, og skiftar skoðanir á horfun- unr í því efni. T. d. hefur Barnes, franrkvænrdarstjóri United States Grain Corporation sagt, að verð korns muni lækka í Bandarikjununr, vegira þess, að uppskeruhorfur sjeu svo góð- ar þar og í Evrópu, og franrleiðslan muni því vel fullnægja eftirspurninni. Hins vegar hafa aðrir, þar á nreðal March, ritstjóri The Econonric World látið r ljósi þá skoðun, að t. d. hveiti- verðið muiri vel geta hækkað alt upp í 5 dollara á busheh Talar hann í því

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.