Lögrétta - 15.09.1920, Síða 1
Utgeíandi og ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstrjeti 17.
Talsími 178.
Afgreiðslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastræti 11.
Talsírai 359.
Nr. 36.
Reykjavík 15. sept. 1920.
XV. árg.
Bækur
Eftir Einar H. Kvaran hafa komið
út á síSari árum þessar sögur:
Sálin vaknar (kr. 3,00, innb. 4,00),
Sambýli (kr. 5,50, innb. 7,00 og
7.50)
Sögur Rannveigar I. (5,50, innb.
8,00).
Ennfremur þessi rit um trúmál og
lifsskoöanir:
Líf og dauði (kr. 1,80, ib.. 2,60) og
Trú og sannanir (kr. 9,00, innb
! 2,00).
Um síöasttöldu bókina hafa merk-
ir menn sagt, að betri hók hafi þeir
ckki lesið.
Þessar bækur eru meðal hins besta,
sem þýtt hefur veriö á íslensku af
útlendum skáldsögum:
Með báli og brandi. Eftir H. Sien-
kiewicz (Pólverjasögur I). Þýöing
cftir Þorstein Þorsteinsson sýslu-
mann. (I. kr. 5,00, II. kr. 4,00).
Insta þráin eftir Johan Bojer, þýö-
ing eftir Björgu Blöndal (kr. 5,50,
íb. 8,00).
Ástaraugun sami höf. og þýöari,
(kr. 4,50, ib. 6,75).
Minni íslands
ílutt á íslendingadegi í Winnipeg
2. ágúst 1920
af Halldóri Hermannssyni prófessor.
Háttvirta samkoma !
Viö, sem erum fædd og uppalin á
Islandi, munum það víst öll, að það
var siður við hátíðleg tækifæri að
draga þar fána á stöng í kaupstöð-
um, en sá fáni var ætíð danski fán-
inn — fallegt flagg að vísu, en það
gat aldrei orðið oss kært; það hlaut
jafnan að vekja hjá oss dapurlegar
hugleiðingar og minna oss á ósjálf-
stæði vort og að vjer yrðurn að sigha,
syrgja og gleðjast undir útlendu
merki. Nú er sá tími, sem betur fer, á
enda, og þó þessi þríliti fáni, sem
blaktir yfir höfði okkar hjer í dag,
sje einungis fárra ára gamall, þá hef-
ur hann þó víst náð ást og hylli allra
íslendinga, og jeg þykist vita, að öll-
um þeim, sem erú af íslensku bergi
brotnir, hlýni um hjartaræturnar,
þegar þeir líta hann, ekki síst, þegar
þeir eru utanlands. Þessi fagri fáni er
hið ytra merki sjálfstæðis íslands og
sýnir, að nú hafa íslendingar loksins
eftir nálega sjö aldir, aftur verið við-
urkendir sem sjerstök, sjálfstæð þjóð.
En vandi fylgir vegsemd hverri, og
við vonum öll, að islenska sjálfstæðið
megi nú verða eins happadrjúgt og
að fornu, og vara lengur.
En jafnframt því og við gleðjumst
yfir sjálfstæðí íslands, getum við
líka fagnað nýju norrænu tímabili.
Norðurlandaþjóðirnar, sem áðurkvað
svo mikið að í Evrópu, og um eitt
skeið jafnvel flestar aðrar þjóðir báru
ótta fyrir, hafa nú lengi þóti atkvæða-
litlar um alþjóðamál. Þeirra gætti
litið gagnvart stórþjóðunum á seinni
timum. Það er sorglegt til þess að
vita, að þetta var aðallega vegna þess,
að þaer hafa staðið andvigar hver
gagnvart annari, og einatt borist
banaspjótum á. En nú hefur á síðustu
árum mikil breytirig orðið á þessu;
samúðarþel 0g vinátta hefur aukist
meðal þessara þjoða. Hinar fjórar
greinar norræna kynstofnsins hafa
nálgast hver aðra, einmitt með því að
viðurkenna sjálfstæði hver annarar,
svo að nú er staða þeirra sterkari
bæði inn á við og út á við gagnvart
fctórþjóðunum. Og þær hafa gengið
með góðu eftirdæmi á undan öðrttm.
Þær hafa með samningum og á lög-
legan hatt ráðið deilumálum sín á
milli til lykta, .— málum, sem ann-
ars vopnin hafa venjulega verið lát-
in skera úr, og það hefur komið i
bós, að samvinnan varð betri, þegar
bæjarígurinn hvarf. Jeg trúi þvi fast-
lega, að norrænu þjóðirnar eigi fagra
og mikla framtið fyrir höndum, ef
þær fara viturlega að ráði sínu. Og
þó ísland sje minst allra postuianna,
þá hefur það þó ekki hvað minst
stuðlað að þessum samdrætti milli
þjóðanna, þvi að það hefur best
geymt minninguna um fornsögu
þeirra og þá tíma, þegar sterkari
bönd bundu þær saman, svo sem
sameiginlegt tungumál, og þar var
það, sem fornnorræni andinn birtist
best og fagurlegast.
íslendingar eru ekki að eins fá-
mennasta þjóðin á Norðurlöndum,
heldur lika ein hin fámennasta af
sjálfstæðum þjóðum heimsins. Þeir
eru því viðast hvar í heiminum sjald-
sjeðir gestir, enda gera menn sjer
mismunandi hugmynd um þá. Sjálf-
ur hef jeg oft komist að raun um
jætta á ferðum mínum, og gæti sagt
ykkur ýmsar sögur af því, en þið haf-
ið líklega frá nokkuð líku að segja.
Þessar skoðanir eða hugmyndir út-
Jendinga munu nú leiðrjettast smám
saman með tíðari og betri samgöng-
unt milli íslands og annara landa;
við ættum líka að gera oss far um að
íeiðrjetta þær eftir því sem best við
getum, en annars skulum við þó ekki
láta þær á okkur fá, jafnvel þó þær
sjeu skrítnar og fáráinlegar. Við vit-
um það og, að nú eru íslendingar aö
taka framförum í nálega öllum grein-
um, svo að ástandið heima er að líkj-
ast heim og meir þvi, sem er í öðrutn
mentuðum löndum. Þaö er auðvitað
gott og blessað, að geta fylgst með
tímanum, og það er skylda hverrar
þjóðar að færa sjer í nyt allar upp-
götvanir mannsandans ; þó getur jafn
lítilli þjóð sem Islendingum staðið
hætta af því, að líkja alt of mikiö
eftir öðrum þjóðum í smáu sem stóru.
Þeir ættu því að gæta þess, að taka
það upp, sem veruleg framför er í
og sameinanlegt með þjóðerni þeirra,
sögu og landsháttum. Því miður er
sú stefna að verða ríkjandi í heim-
inum, að allir eigi að fylgja fjöldan-
um og vera eins og hann, í skoðun-
um, frantkomu og öðru. Þetta er að
liafa ískyggilegar afleiðingar fyrir
einstaklingsfrelsið innanlands, og
getur líka haft það fyrir frelsi smá-
þjóðanna, ef meiri hluti og atkvæða-
greiðslur eiga að gilda ttm alþjóða-
tnál.
Svo er fyrir þakkandi, að við ís-
lendingar erum ólíkir öðrum þjóðum
i mörgu, því annars hefði okkar ekki
gætt neitt í heiminum — við ættum
þá ekki þennan þrílita fána og hefð-
um eng-ar kröfur til að vera skoðað-
ir sem sjerstök þjóð. Það er því á-
riðandi að varðveita þjóðareinkenni
vor mitt í öllum framförunum, —-
gæta þess og geyma það, sem greinir
oss helst frá öðrum þjóðum, þegar
það er gott. Mjer dettur ekki í hug
?ð halda því fram, að þjóðareinkenni
íslendinga sjeu kostir einir, en jeg
held að það megi fullyrða, að kost-
itnir sjeu meiri en gallarnir, og að
afrek íslensku þjóðarinnar verði
þyngri á metunum en vanrækslur
hennar. Eða er hægt. að nefna nokkra
]>ióð í heiminum, sem í hlutfalli við
iólksfjölda hefur lag-t eins ntikið af
tnörkum til heimsmenning-arinnar
eins og íslenska þjóðin? Það verðttr
best sjeð, ef við berum hana saman
við aðrar smáþjóðir eða eyjabúa —
og það þjóðir, sem hafa átt við miklu
betri kjör að búa. Það væri fróðlegt,
að benda á ástæðurnar til þess að fs-
lendingar hafa verið svo fremri öðr-
ttm smáþjóðum í þessu efni; þær eru
auðvitað margar, og jeg skal að eins
drepa hjer á þrent, sem mjer virðist
helst koma til greina.
Og er þá fyrst uppruni þjóðarinn-
ar. Það ntá víst með sanni segja, að
íslenska þjóðin sje bygð á góðum og
tvaustum grundvelli, og sje af góðum
stofni. Merkur íslenskur rithöfundur
hefur komist svo að orði, að Noreg-
ur eftir útflutninginn til fslands, hafi
iitið út eins og skógur þar sem flest
hæstu trjen hafi verið höggvin eða
íeld. Það var úr þeirn stórviðum, sent
íslenska þjóðin var gerð. Foringjar
þessara manna tóku að nokkru leyti
tign sína að erfðum, en ljetu sjer það
þó ekki nægja, heldur gerðu þeir sjer
far um að skara fram úr öðrum mönn-
um að andlegu og líkamlegu atgervi
— að vopnaburði og íþróttum, i
mann fræði og skáldskap. Þeir vildu
vera höfðingjar í orði og á borði.
Enda mat alþýðan þá meira eftir
hæfileikum sjálf'ra þeirra, en eftir
erfðatign þeirra. Þó spilling kæmi
síðar í höfðingjaflokkinn íslenska,
þegar hinar illu fylgjur mannkyns-
rns, ágirndin og metorðagirndin,
fengu yfirhöndina og leiddu til sjlálf-
stæðistjóns landsins, þá hefur samt
hin gamla, góða höfingja hugmynd
haldist við á íslandi. Þar hefur aldrei
verið erfða-aðall, en höfðingjaættir
hafa þar jafnan verið, „góðar ættir“
kallaðar, af því að í þeim hafa verið
Imfðinglyndir og þjóðhollir afreks-
menn. Forni andinn lifir þannig enn
meðal íslendinga, og glögg>skygnir
útlendingar hafa tekið eftir þessu hjá
íslenskri alþýðu enn i dag. En mundi
saga íslands ekki hafa verið önnur,
eí þjóðin hefði í býrjun verið bygð
úr smáviðum einum?
Og af því að leiðtogar þjóðarinnar
að fornu ljetu sjer ant um andlega
menningu, hneigðist hugur allrar
þjóðarinnar brátt að henni, og íslend-
ingar urðu þvi sannkölluð bókmenta-
þjóð.
Þetta fyrsta sjálfstæðistímabil ljet
þannig niðjunum eftir arf, sem hefur
orðið þeim happadrýgstur fyr og síð-
ar. Það er víst mjög efasamt, hvort
þjóðin hefði getað staðist allar þær
þrautir, sem hún fjekk að reyna á
seinni öldum, ef hún hefði ekki getað
leitað huggunar í einhverju; ef hún
hefði ekki getað sjeð af fornritunum,
að hún hafði verið merk þjóö áður,
og gat því átt von á framtið svipaðri
fortíðinni; ef hún hefði ekki getað
snúið huganum frá bágindum og hvílt
h.ann við einhver önnur störf, sem
íæddu andann og hjeldu honum lif-
andi. Andinn brautst þá undan farg-
inu og, eins og skáldið segir, bjó sjer
einatt til „skripitröll, . skjaldmeyjar
og skóga hugmynda“; menn kváðu
riniur og annað þess konar og hjeldu
þannig jafnvægi sálarinnar. Eitt hið
mesta mikilmenni til líkama og sálar,
sem ísland hefur alið, kvað „Höfuð-
lausn“ til lausnar höfði sínu undan
exi konungsins, en hann kvað „Sona-
torrek“ til lausnar þess frá hendi
sjálfs sín. Og það hefur margur
minni maður gert á íslandi á seinni
öldum að bjarga lífi sínu, ef ekki bók-
staflega, þá að minsta kosti óbein-
línis, með því að fást við skáldskap
og annað þess konar. Þessi kvæði
hafa einatt ekki verið mikils virði í
s.ugum seinni tíma; þau hafa oft ver-
ið gerð að skáldfáknum óviljugum,
erí þau hafa komið höfundinum sjálf-
um og mörgum samtímamanna hans
að tilætluðum notum. Þetta mun hafa
verið almennara á íslandi en í nokkru
öðru landi. Og það sem einstakling-
urinn hefur gert, má heimfæra upp á
þjóðina í heild sinni. Þegar útlend
óstjórn, harðindi og óaldir dunnu yfir
hana, fann hún hugfró og hvild hjá
sögugyðjunni og ljóðadísinni. Ef til
vill vanrækti hún stundum um of fyr-
ir það hið veraldlega og fjárhagu'r-
inn varð við það bágari. En það var
með þessu, að hún hjelt sjer við. And-
lega starfsemin mýkti þrautirnar og
andinri sigraði. Þegar svo loksins
birti af degi og þjóðin fjekk rjett sig
úr kryppunni, þá gat hún tekið til
starfa með óveikluðum kröftum sál-
ar og líkama. En ætli íslenska þjóðin
iTæri það sem hún er í dag, ef hún
altaf hefði hugsað um það fyrst og
íremst að hafa askinn fullan, og við
það vanrækt hina andlegtf starfsemi ?
Og þá er að lokum áhrif sjálfs
iandsins á þjóðina. Það eru líklega
fá lönd, sjerstaklega af þeim smærri,
sem hafa sett eins djúp merki á þjóð-
ina, sem í þeim hefut búið, eins og
Islann hefur gert, enda er ísland al-
veg einstakt land r sinni röð. Það
hefur oft verið sagt, og það með
sanni, að það væri land mótsetning-
anna. Það er sambland frosts ’og
funa; það er heimkynni unaðslegrar
og einkennilegrar náttúrufegtirðar og
clapurlegrar og hrikalegrar auðnar;
það á bjartar og stuttar vornætur,
svartar og langar skammdegisnætur;
þögnin og kyrðin er sumstaðar'svo
mikil, að menn hrökkva við við
minsta hljóð; aftur annarstaðar ham-
ast brimrótið, drynja fossarnir, öskr-
ar ofviðrið. Alt þetta vekur og glæð-
ir ímyndunina, en heldur henni þó
innan vissra takmarka. Landshættirn-
ir gera það að verkum, að menn hafa
orðið að vinna svo að segja dag og
rótt um vissan tíma árs; eri á öðr-
um tímum hafa menn haft lítið eða
ekkert að gera. Þannig hafa þeir
fengið næði til þeirra starfa, sem
ckki voru bráðnauðsynleg til þess að
draga fram lífið. Það verður ekki
sagt, að landið hafi dekrað við þjóð-
ina; það hefur að vísu látið henni
margar unaðsstundir í tje, en aldrei
ljet það hana gleyma því, að hætt-
urnar voru hvervetna. Þjóðin gat að
vísu dottað, og það gerði hún líka,
en sofna mátti hún aldrei, þá var úti
um hana eins og mann í köldu vetr-
arveðri. Náttúra landsins hefur verið
hörð móðir, en það hefur víst .þjóð-
inni verið fyrir bestu að mörgu leyti.
Agi hennar hefði þó víst getað riðið
að fullu veikbygðri þjóð. En eins og
við vitum, var mikið í landnámsmenn-
ina spunnið; þeir höfuð sterk bein,
stælta vöðva og góðar gáfur, og þeir
hörðnuðu við baráttuna og agann.
Saga íslendinga er þannig æði
merkileg og getur gefið tilefni til
alvarlegra hugleiðinga, ekki síst nú
á tímum. Hún sýnir ef til vill betur
en saga flestra annara þjóða, að það er
ekki sama, hver maður er, þótt menn
nú vilji halda því fram að allir sjeu
jafnir og jafngóðir. Hún sýnir enn-
íremur, að það er ekki auðurinn og
veraldlegu gæðin, sem mest á ríður
fyrir viðháld þjóðanna, og þó virðist
svo sem menn nú á tímum sækist
mest eftir því af öllu öðru. Og hún
sýnir að lokum, að blíða náttúrunn-
’ar er eklci eina skilyrðið fyrir vexti
og þroska þjóðanna, heldur ef til vill
þvert á móti.
Þar hel og líf barðist harðast í landi,
hæstur, mestur reis norrænn andi,
segir skáldið, og getum við víst ver-
ið því sammála. Alt eru þetta að visu
cngar nýjar kenningar, en það er
eins og þær vilji tíðum gleymast
mönnum eða þeir loka augunum fyr-
•ir þeim. Nú eru víst tímamót heima
á íslandi, eins og annarstaðar í heim-
inum, og það virðist því full ástæða
til þess að hafa þær í huga.
En nú vaknar fyrir mjer sú spurri-
ing: Getur það þjóðerni, sem mynd-
ast hefur og haldist við á íslandi einn-
ig varðveitst annarstaðar? Það er
vandi að svara þeirri spurningu í
stuttu máli, og jeg skal bara víkja að
því riokkrum orðum.
Skáldaöldungurinn okkar mikli
kemst svo að orði í kvæði, sem hann
orti til ykkar Vestur-íslendinga fyrir
mörgum árum:
„Hvað er landið? Sál þín, saga,
siðir, tungan.“
Jeg skal athúga þessi fjögur einkenni
þjóðernisins, sem hann telur.
íslenska sálin getur að eins varð-
veitst hjá þeim, sem fæddir eru á Is-
landi; hún getur bara gengið að
nokkru leyti að erfðum til niðja
þeirra, ef þeir eru fæddir og lifa ut-
anlands. Þó getur auðvitað Islend-
ingseðlið eða ættarmótið einatt lcom-
ið í ljós hjá þeim, þega mi'nst varir,
og það jafnvel langf fram. Siðir
manna breytast eftir lögum og hög-
um þess lands, sem þeir lifa í. Og
tungan — hana mun erfitt að varð-
veita til lengdar innari um menn, sem
tala annað mál. Og að því er þetta
land, sem vjer erum í, snertir, þá er
ekki hægt að dyljast þess, að íslensk
tunga muni ekki geta haldist hjer
sem mælt mál til lengdar. Það er að
vísu leiðinlegt að verða að játa það,
:ið hún muni hverfa — en það þýðir
ekkert að neita því. íslendingar eru
hjer of fáir og strjálir til þess að
geta varðveitt hana innan um mil-
jónamergðina. En þá er loksins sag-
an — saga íslands, minningin um af-
rek og afdrif forfeðranna, um þá
andlegu fjársjóði, sem þeir hafa
skapað og geymt, — henni er hægt
að halda við frá kyni til kyns, ef
menn gera sjer alvarlega far um það.
íslenska minnið er gott — það er ef
til vill eitt hið fremsta sjerkenni
þjóðarinnar. Það hefur varðveitt frá
gleymsku margan dýrgrip, sem að
öðrum kosti væri nú týndur, og marg-
an viðburð, sem mannkynið gæti nú
ekkert vitað um, ef íslendingar hefðu
ekki lagt hann á minnið og fært hann
í frásögur. Eitt af því sem að minni
hyggju er vanrækt í skólum þessa
lands,, er að æfa minnið. Þið, sem aí
íslensku bergi eruð brotin, ættuð að
æfa börri yðar í þessari góðu, þarf-
legu og þjóðlegu list með þvi að láta
þau læra og muna sögu íslands. Það
er saga, sem vert er fyrir þau og aðra
að muna, — saga gáfaðrar, þrekmik-
illar og, þrautgóðrar, fámennrar þjóð-
ar, sem hefur strítt, sigrað og verið
sjálfri sjer trú. Og það er spá mín,
að þeir, sem á komandi öldum geta
rakið ætt sína gegnum landnámsmenn
Ameríku til landnámsmanna fslands,
þykist meiri menn fyrir ætt.sína.
Það er ósk og von okkar allra hjer,
að það land megi blessast og blómg-
?st, sem alið hefur slíka þjóð.
Leikhús í Reykjavík.
Fyrir skömmu ritaði V. Þ. G. fróð-
lega og allítarlega grein í Lögrjettu
um leikhús. og lýsti þar átakanlega
þeiin erfiðleikum, sem ísl. leiklistávið
að stríða í höfuðstað landsins. Erfið-
ieikum svo miklum, að viðbúið er, að
það ríði Leikfjel. Reykjavíkur að
fullu, og hefur það þó barist lengi og
frækilega og komist í hann krappan
alloft fyr, ári þess að láta bugast.
Bendir V. Þ. G. rjettilega á hve mjög
leiklist styður að vexti og viðgangi
bókmenta á marga vegu. Og má því
segja með fullum sanni, að með leik-
húsleysi höfuðstaðarins falli öll sjálf-
stæð ísl. leiklist, og með henni aðal-
skilyrðin fyrir frumlegum leikrita-
skáldskap á íslandi.
Öllum bókmenta- og listavinum
ætti því að vera fyllilega ljóst, að hjer
verður að ráða fram úr vandamáli
sem allra bráðast. Er því vel til fall-
ið að hreyfa máli þessu á riý og það
kröftuglega.
V. Þ. G. kemur með bendingar og
nýmæli í þessa átt, og er vel vert að
athuga þær rækilega. Nefnir harín m
a. simvinnu við hið nýja og veglega
kvikmyndahús bæjarins. En auðvitað
er óþarft að ræða þá hlið málsins op-
inberlega, fyr en fengin er vitneskja
um, hvort nokkur von eða vegur sje
í þessa átt. Ætti að vera auðvelt að
grenslast eftir því hjá hlutaðeigend-
nm. Og æskilegt væri margra hluta
vegna, að þetta tvent gæti farið sam-
an. — Eigi man jeg þó til þess, að
jeg hafi heyrt getið þess konar fyrir-
komulags, en hitt veit jeg, að leik-
húsið í Björgvin í Noregi, „Den natio-
riale Scene“, heldur uppi kvikmynda-
sýningum í gamla leikhúsinu, sem Ole
Bull setti á stofn 1850, og bæði Ibsen
og Björnsson voru leikhússtjórar við
i nokkur ár.
En ef öll nýmæli skyldu bregðast
og reynt verður að halda áfram í
gamla horfinu, er þá ekki ráð að
bæta úr skák með nokkrum efnum og
góðum vilja. Jeg veit eigi hver er
eigandi að „Iðnó“. En þær breytingar
ætti að mega gera, er öllum aðilum
yrði hagur og ánægja að.
Mjer hefir dottið i hug, að auka
mætti laglega og smekklega við báða
enda hússins, þannig, að all rúmgott
leiksvið fengist í syðri enda þess, en
stórt fordyri með tvennum dyrum inn
að salnum, og rúmgóðri fatageymslu
i nyrðri enda hússins.
Við þetta yrði einnig salurinn (eða
gæti orðið) miklum mun stærri, en
nú er. Mun hann einnig nægilega há'r
til þess að eigi ætti að vera ófært
með öllu að setja loftsvalir fyrir
ríyrðri enda hans og ef til vill ofur-
lítið fram með hliðunum.