Lögrétta


Lögrétta - 09.03.1921, Blaðsíða 3

Lögrétta - 09.03.1921, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 jánss., Guöj. Guölaugss., Guöm. Ól-. afss., Sig Eggerz, Sigurjón Friöjóns- son, í nd. Hákon Kristóferss., Sveinn Ólafss., Þorleifur Guömundss., Magn. Kristjánss., Jakob Möller, Jón Auö- unn Jónss., Þóarinn Jónsson. í fjár-. veitingan. ed. Jóh. Jóh., Hjörtur Sn.., Einar Árnas., Halld. Steinss., Sig. H. Kvaran, í nd. Bjarni Jónss., Þorl. Jónss., Gurmar Siguröss., Stef. Stef., Magn. Pjeturss., Ól. Proppé, Magn. Jónss. í samgöngumálan. ed. Guðj. Guðlaugss., Hjörtur Snorras., Halld. Steinss., Sig. H. Kvaran, Guöm. Guö- finnss., í nd. Pjetur Þórðars., Þorst. Jónss., Gunnar Sig., Jón Sigurðss., Gísli Sveinss. (ókominn), Jón A. Jónss., Jón Þorlákss. — í landbúnaö- arn. ed. Sig. Jónss., Guöm. Ólafss., Pljörtur Snorras., í nd. IPákon Kristó- ferss., Jón Sig., Björn Hallss., Sig. Stefánss., Þór. Jónss. — í sjávarút- vegsn. ed. Björn Kristjánss., Karl Einarss., Einar Árnas., nd. Pjetur Ottesen, Magn. Kristjánss., Þorl. Guöm.* Jón Baldvinss., Einar Þor- gilss. — í mentamálan. ed. Sig. Jónss., Guöm. Guöfinnss., Karl Einarss., nd.. Bjarni Jónss., Eir. Einarss., Þorst. Jónss., Magn. Jónss., Jón Þorlákss. — í allsherjarn. ed. Jóh. Jóhanness., Sig. Eggerz, Sigurj. Friöjóns., nd. Pjetur Ottes., Stef. Stefánss., Björn Hallss., Einar Þorgilss., Sig. Ste- fánss. Auk þessa hafa veriö skipaöar lausanefndir í 3 mál. í fossanefnd sitjaá nd. Bjarni Jónss., Eir. Einarss., Sveinn Ólafss., Þorl. Jónss., Gísli Sveinss., Jón Þorlákss., Jak. Möller i ed. Guöjón Gullaugss., Guöm. Guö- finss., Hjörtur Snorras., Sigurjón Friöjónss., Guðm. Ólafss.. — Viö- skiftamálan., nd. Pjetur Ottesen, Magn. Kristjánss., Jón Baldvinss., Jón Þorlákss., Ól. Pi'oppé, í ed. Sig. H. Kvaran, Halld. Steinss., Björn Kristj., Sig. Eggerz, Ein. Árnas. — Peningamálan. nd. Pjetur Þóröars., Eir. Einai-ss., Þorst. Jónss., Jak. Möll- er, Jón A. Jónss. í ed. og í viðskiftan. Loks hefur ed. sett sjerstaka lyfja- sölun. Halld. Steinss., Guðm. Guö- finnss., Karl Einarss. Þingið og stjórnin. Hjer í bænum er allmikið urn það talað, aö ýmsir þingmenn telji nú mestu varða, að fara að bi-aska í stjórnarskiftum, og aö öll vinna þeirra í þinginu og öll hugsun þeirra miöi aö því einu og stjórnist af þvi. En þaö væri óþarft verk og ilt, að hleypa eldi og úlfúð í störf þingsins nú, einnxitt þegar allar þingnefndir eru önnum kafnar yfir þeim vanda- málum, sem fyrir liggja, og engin þeirra hefur enn lokiö störfum. En eldi og úlfúö hlýtur þetta að hleypa af staö í þinginu, eins og nú standa þar sakir. Flokkaskifting hefur aldrei áður veriö þar eins losaraleg og nú. Þaö er engin von til þess, að ný stjórn geti myndast öðruvísi en eftir lang- vint vandræðaþjai-k, og engin likindi til þess, að stjórn myndist, er nokkra festu fengi, eins og enn er ástatt í þinginu. Það væri óforsvaranlegt verk, sem sýndi megnan skort á á- byrgðartilfinningu hjá þeim ' þing-- mönnum, sem fyrir þvi beittust, aö fara að flana út í baráttu til þess aö velta núverandi stjórn, án þess aö hugsa neitt fyrir, hvaö viö eigi aö taka í hennar staö. Það er mikiö aö gera á þingi nú. Mörg vandamál bíða þar úrlausnar, sem þarfnast allra starfskrafta þingsins, og meiri nauö- syn á því, að tírna og kröftum sje varið til úrlausnar þeirra mála, en til valdastreitubaráttu fyrir einstaka rnenn. — Lögr. hjelt þvi fram í fyrra, og fjekk þá vissu fyrir, að þar var hún í samræmi viö ríkjandi skoöan- ir fjölda manna úti um alt land, að núverandi forsætisráöherra væri okkur nauðsynlegt að halda; við ættum ekki mann, senx fylt gæti sæti hans, einkurn þegar litið er út á viö. Og unx núv. stjórn í heild sinni er það að segja, að hún hefur á erfiðum tim- um yfirleitt staöið vel í stöðu sinni, þótt hitt sje sjálfsagt, að á eftir rnegi benda á, að ýmislegt hefði mátt betur fara. En það er ósjeð enn, hverja stefnu þingið tekur i hinurn stærri málum. Þau eru enn í nefndum, undir rannsókn og athugun þar til kjörinna rnanna, sem ekki hafa enn látið uppi álit sitt um þau. Það er þvi óreynt enn, hvort þingið getur kornið sjer saman um þau við nú- verandi stjórn eða ekki. Stjórnar- skiftauppþot hefur engan rjett á sjer í þinginu fyr en rnenn taka afstöðu til hinna stærri mála þar. Það, sem breytinga þarf, er ekki fyrst og frernst stjórnin, heldur þingið sjálft. Þar þurfa að myndast flokkar sam- hentra manna, "meö fi-amtíðarstefnu- skrám. Kæmist þetta á, væri mikið fengið og þá væri stjórnarmyndunin auðveldari en nú. En undirbúningslaust stjórnar- skiftauppþot rnundi hafa þau áhrif, aö spilla öllu starfí þingsins í miöj • um klíðum, og endaði að likindum meö 'fullu ósamkomulagi og þingrofi. Viðskiftamálin. Ræða Pjeturs Jónssonar atvinnu- málaráðherra í n. d. Alþingis 24. febr. 1921 um takmörkun eða bann gegn innflutningi á óþörfum varningi (stj.frv.). Jeg bjóst við, að hálfgerður eldhús- dagur yrði uni viðskiftahöftin, er þetta mál kæmi fram, en þar sem nú er búið að kjósa sjerstaka nefnd til aö rannsaka þessi mál, þá er alveg ástæðulaust að halda slíkan eldhús- dag viö þessa umræðu. Þessi nefnd er að vísu rannsóknarnefnd á stjórn- ina, en hún er um leið rannsóknar- nefnd á ráöstafanir Alþingis 1920. Aðalmnræður um þetta mál fara þess vegna þá fyrst frarn, er nefndin hef- ur lokið störfum sinum. Þó vildi jeg nfeð nokkrum oröurn minnast á verk- efni þessarar verslunarmálanefndar, sem nú er búiö að kjósa. Það leit svo út, eftir ræöu fram- sögumannsins fyrir þessari nefndar- skipun, að aðalhlutverk nefndarinnar væri að athuga ágalla þá, er væru á viðskiftahöftunum og rekstri lands-> verslunarinnar. Á gallana þarf ekki að minna, þá má ávalt finna einhverja og það er auövitaö nauðsynlegt, að athuga þá og bæta úr. En því má þá heldur ekki gleyma, að það er ckki siður nauðsynlegt að athuga kosti eöa nauösyn þessa fyrirkonxu- lags. Það er þá það fyrsta, sem- jeg vil benda þessari nefnd á, að hún verður aö eiga tal við og ráöfæra sig viö viðskiftanefndina sjálfa, og fá i hendur öll gögn er snerta starf hennar, því aö margt hefur veriö fundiö aö henni, og margt veriö um hana sagt, sem alls ekki er rjett. Jeg ætla hjer ekki að fara að svara neinu fyrir hönd viðskiftanefndarinnar, cnda mun hún koma fram fyrir þing- nefndina. Eitt mesta vandræðaefnið eru vöru- birgðirnar sem nú liggja hjer á landi i sambandi við verðfall það, sem þegar er byrjað erlendis, og jafnvel er farið að bóla á hjer. Um vöru- birgðir landssjóðs, er tiltölulega ein- falt fyrir löggjafarvaldið að ráða fram úr, með því að höggva á þann hnút. Öðru máli er að gegna um vörubirgðir kaupmanna og margra kaupfjelaga. Sje verðfall á vörum er- lendis eins mikið og af er látið, -—■ það efast jeg nú að vísu urn —, en birgðir af sömu vörum til x landinu til mai-gra mánaða, þá er þarna vand- inn. Nú segja sunxir, að úr þessu verði bætt nxeð því, að hleypa nýjum vör- unx sömu tegundar iixn i landið, og á þann hátt pressa kaupmennina til að færa niður verðið. Þetta er ekki ósamxgjarnt í sjálfu sjer. Margir græddu svo á verðhækkuniixni, á meðan hún stóð, að þeir æ 11 u að eiga fyrir verðfalli nú. Exx eiga þeir þá fyrir því nú? Á það verður nefndin aö líta, því ekki getur hjá því farið, að kaupmenn verði aö færa niður. Mjer hefur íxú sýnst, að hjer gæti verið um milliveg að ræða í þessu eins og hæstv. fjármálaráðh. benti á, því að það er þó ekki svo aðgengilegt, að hleypa vörunx inn í landið, senx landsixxenn ekki beiixt þarfnast og hafa ekki gjaldeyri fyi'ir. Það má gaixga að því sem vísu, að skortur veröur á gjaldeyri. Við verð- um því, eins og hæstv. fjármálaráðh. gat um, að takmarka okkur sem allra mest. Þetta vita líka allir. Það er nxikil spurning, hvort við höfum næg- an gjaldeyid fyrir blábei-ar lifsnauð- synjar. Að hleypa nýjum vörum inn i landið, áix annarar þarfar, en að þrýsta niöur verðinu á sams konar vörunx, sem til eru fyrir, það er, frá sjónarixxiði h e i 1 d a r i n n a r, álíka búhnykkur og ef maður, sem keypti sjer fatixað nú í hádýrtíðinni, ætlaði sjer svo að bæta óhappið upp með því að kaupa sjer annan fatnað, þegai verðið fjelli, þótt hann þyrfti hans alls ekki við, en vantaði hins vegar helstu lífsnauðsynjar. Það er að vísu auðsætt, að það er ótækt, ef dýrtíðin helst við í landinu lítið breytt, þegar nxikið verðfall er komið erlendis á sönxu vörum. En hitt nær heldur ekki neinni átt, í gjaldeyrisskortinum, að flytja inn vörui-, senx vjer að öðru leyti getunx veriö án, til þess þá ein- ungis, að þrýsta niður verðinu á vör- ■unum, senx fyrir eru. Hjer er ráðgáta fyrir nefndina. — Og gerunx nú ráö fyrir, að öll versl- unarhöft veröi afnumin. Hvenxig nxuix þá hliðrast til um gjaldeyrimx i hinni fi-jálsu saixikepni? Segjum svo, að hann reyndist nú t. d. helm- ingi minni þetta ár, en undanfarin ár? Myndi hann þá skiftast sann- gjarnlega niður á verslunarrekendur, miöaö viö fyrri verslun þeirra ? Mundi ekki hver og eimx þar skara eld aö sinni eigin köku, eins og verið hefur í frjálsri samkepni, ýmsir verða út- undan, og því fleiri sem minna verö- ur til að skifta? Þetta tel jeg vist, og þetta tel jeg íhuguxxarverðast. Og þá er spurningin: Verða það þeir, sem lífsnauðsynjarnar flytja inn, sem sitja í fyriri-úmi? Er ekki hætta á því, að hálfnauðsynjarnar þoki meira eöa íxiinna úr vegi lífsnauðsynjunum? Hjer er þunganxiðjan í starfi nefnd- arinxxar. Þá er að minnast á ástandið i laixd- inu. Hv. 3. þm. Rvíkinga lagði íxxikla áherslu á hinar breyttu kringunxstæð- ur frá þvi styrjöldin hætti. Allar ráð- stafanir þá hefðu verið striðsráðstaf- anir. Jeg vildi nú nxega spyrja: Er elcki sýnilega fult eins alvaregt á- stand um innflutning vara í laixdið og nxeðferð þeirra nú, þeglar inn- flutniixgurinn hindrast af gjaldeyris- skorti einungis, heldur en þegar hann hindraðist af flutnixxgateppu og öðr- um verslunarhindrunum stríðsins ? Þetta alt liggur til athugunar fyrir nefndina. Og þótt jeg viti, að hún taki starf sitt með mikilli alvöru, þá þótti mjer rjett, að beina þessunx spurningum til hennar, því þær allar og ýnxsar fleii-i hafa legið þungt á nxjer og allri stjórninni, og það gleð- ur okkur, aö þessi nefnd ljettir nú nokkuð af áhyggjum stjórnarinnar. Eitt vil jeg loks benda á, að þegar verið er að tala um verslunarhöft inn- flutningsnefndar, þá má ekki blanda saman öllum verslunarhöftum. Höft- um, sem komin eru af gjaldeyris- skorti, nxá ekki blanda saman við böft sem innflutningsnefndin hefur að öðru leyti átt þátt í, og er nxiklu meira af slíkum höftum en af er látið. Landsverslunin. —o--- Hxin er mikið umræðuefni nú um þessar nxundir, sem von er. Allir munu samnxála urn það, að lands- vei-slunin sje til orðin fyrir eðlilegar orsakir: Af því að vörur hefðu ekki fengist fluttar inn til landsins á ó- friðai-árunum án hennar hjálpar etc. Nú stendur þrætan um það, hvort halda skuli áfram versluninni. Er raunar eðlilegt, að margir sjeu henni mótfallnir, eixís og nú er komið mál- um síðustu dagana, þar sem mörgum sýnist aðalgagnsemi hennar fólgin í því, að verja kaupmenn og kaupfje- lög fyrir efnatjóni, þar sem verð - lækkun innfluttra vara, og þeirra líka, senx landsverslunin liggur með, hefur borið svo bráðan að, og skilj- anlega er mótstaðan meiri af þeim ástæðunx, að birgðirnar voru svo miklar hjá landsverslun af einstökum nauðsynjavörum og litlar hjá öðrum. Mjer finst það eðlilegt að þjóðin eða einstakir menn hennar líti þannig á nxálið, að vafasamt muni það vera, aö ríkissjóður bindi nxargar miljónir króna í verslun, þar senx hann hefur I mörg horn aö lita hvað snertir fjár- íramlög og þar sem útlit er fyrir, aö kaupsýslumenn og fjelög úti um land lxafi bolmagn til aö fullnægja versl- unai-þörf landsins, og þar senx ekki er víst, að almenningur njóti neinna verulegi-a hlunninda í betra kaup- verði, þótt landsverslun hjeldi áfram, Og nú sem stendur verður því ekki neitað, aö suraar vörur eru miklu dýr- ari fyrir aðgeröir landsverslunar- innar. Á hinn bóginn er raunar ekki hægt að liggja stjórnendum landsverslun- arinnar á hálsi fyrir það, þótt þeir vilji draga úr tapi verslunarinnar, og þótt fylgismenn hennar telji eðlilegt að landsverslunin haldi áfram til að — nxeö tíð og tíma — jafna verslun- arhalla, er hún kann aö sýna. Jafnað-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.