Lögrétta


Lögrétta - 09.03.1921, Blaðsíða 4

Lögrétta - 09.03.1921, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA armenn (ef þeir eru nokkrir) telja sig hlynta landsversluninni af því að þeir álíta, aö meS henni sje aS nokkru tekiS fyrir kverkar okri kaupmanna. Núna þessa dagana er landsverslunin meiri hjálparhella kaupmönnum held- ur en jafnaSarmönnum. — En jeg spyr, því hafa ekki jafnaSarmenn samvinnukaupfjelög meS sjer, svo öflug, aS þeir þurfi ekki aS láta kaup- menn snuSa sig, eSa sjá ofsjónum yfir gróSa þeirra? ÞaS eru samvinnufje- lög, sem eiga aS bæta verslun lands- ins. Jeg tel raunar ekki rjettmætt, aS viShafa orSiS „einokun“ þótt landiS hefSi einkasölu á fáum vörutegund- um, af því aS tilgangurinn meS því væri auSvitaS sá, aS afla ríkissjóSi tekna, er um leiS ljetti gjöldum af alþýSu, eða að fyrra landsmenn vand- ræðum. Fellishættuna telja margir veiga- mikla ástæSu til þess aS ríkiS taki einkasölu á kornvörum. En sá galli er hjer á gjöf NjarSar, aS sú ráSstöf- un ætti aS verSa til hægSarauka og tryggingar nokkrum hluta lands- manna eSa sumra þeirra, er stunda landbúnaS, en yrSi þyrnir í augum hinna. Ásetningur bænda og Sam- vinnufjelögin eru nú óSum aS nálgast takmarkiS, er tryggi fóSurþörfinni nægar birgSir. Og jeg tel liggja nær hendi ríkisstjórnar aS stySja innlend- an iSnaS, er vinni aS fóSurmjölsgerS í landinu (með sjóföngum og sjávar- gróSri). ASra ástæSu ræSa menn um, sem sje þá, aS landsverslun ætti aS geta variö landsmenn fyrir ofbeldi versl- unarhringa. En þaS eiga samvinnufje- lögin aS ,geta gert, aS því leyti, sem innlendur kraftur fær ráSiS viS slíkt. Sú ástæSan, aS afla landinu tekna meS einkasölu, er skiljanlega mjög vafasöm, og eins sú, aS almenningur njóti betra kaupverSs eins og drepiS er á áSur. Jeg gæti hugsaS mjer landsverslun nú um tíma meS t. d. kpl og steinolíu, ef rjettara teldist, aS landsverslunin inni upp tap þaS er hún nú kynni aS sýna, meS verslun heldur en meS sjer- stökatm tollum. En yfirleitt tel jeg, á þessum tímum verlsunarmátans sje þaS alls ekki fyrsta sporiS viS notk- un ríkisfjár, aS velta því í verslun og tel jeg mig einn af mótpörtum þeirrar stefnu. Hitt er annaS mál, þótt landsverslunin þurfi tíma til aS draga saman seglin, og þótt enn sje álitiS varlegra, aS hafa viSskiftanefnd. En verSiS má til aS komast á sitt eSli- lega stig á hinum innfluttu vörum cg þaS strax. Betri tímar hjóta aS koma heldur en nú eru, og hentugri til aS jafna hallann. 20. febr. 1921. Jón H. Þorbergsson. Botnvörpungaútvegurinn. ÞaS er veriö aS leggja upp botnvörpungun- um hjer og telja eigendur þeirra enga von um, aS útgerðin beri sig eins og nú stendur, nema kaup sje fært aS mun niður, en skilyröin fyrir því telja þeir verðlækkun á útlendum vörum, en aftur skiyrði fyrir henni afnám allra viSskiftahafta. Þeir hafa sent Alþingi ítaregt skjal um útgeröar- máliS og óska þar, aS landssjóður hlauþi undir bagga meö fjárlán, bæði til þess aö borguö veröi þau lán, sem á ýmsurn skipunum (hinum nýju) hvíla erlendis, og líka til reksturs- kostnaðar, ef útgerðin eigi aö halda áfram. En þaö væri óbætanlegur hnekkir, ef botnvörpungaútgerSinni yrSi ekki haldiS áfram, þótt stöSvun- in yröi ekki nema um stundarsakir, svo að hjer er um ati ræöa mikiö al- vörumál. Sælir eru einfaldir. Nútímasaga úr Reykjavík eftir Gunnar Gunnarsson* (Frh.) Hún sat hugsandi um stund, en talaSi svo ekki meira um þaS. ÞaS sem eftir var tímans sátum viö og töluðum um fánýta hluti. ÞaS var augljóst, aS hún var ekki aö hugsa u.m samtaliS, en þaS var jafnaugljóst, að nú hafði hún teygt sig eins langt í því aö vera opinská og hún gat. Þegar jeg fór frá henni, var óróin í hjarta mínu engan veginn minni en áSur. — Á skrifstofunni fjekk jeg þau boS hjá Páli Einarssyni, aS ekkert væri aS starfa fyrir okkur Benjamín þá í svip, en aS Grímur ElliSagrímur bæöi okkur aö koma aftur klukkan fimm. — Nú fer þetta að ganga af sjálfu sjer, bætti hann viS og brosti sínu tví- ræSa brosi, og mjer fanst hann leggja eitthvað meira i oröin en á yfirborö- inu sæjist. Þegar jeg ætlaöi aö fara, stóS hann upp og kom á eftir mjer út að dyrunum. — ÞaS var reyndar leiSindaatvik, sagSi hann og hálffaliS sigurgortiö kom enn þá betur í ljós viS illgirnis- svipinn í augunum. Jeg á viS þennan trjesmíöastrák, sem hefur hrokkiS upp af í kjallaranum hans Geirs Helgasonar. Plvernig er það annars — voruS þaö annars ekki þiS Benja- mín, sem fyrst voruö sendir þangaS ? .... Og svo þurfti endilega aS takast svo til, aö þaö væri í Gríms umdæmi. Þetta má nú sveimjer kalla, aS ólániS elti mann, eöa finst þjer ekki? En þaö hefur kannske ekki verið svct auðhlaupið aS honum — í þessari al- kunnu konjaksþoku hans Geirs, haha- ha! .... Nú — jeg þekki þaS af reynslunni, lagsi, svo þú þarft ekki aö aísaka þig fyrir mjer. Jeg haföi ekki sýnt neinn lit á því, aö afsaka mig. Jeg stóS aS eins og horföi á hann — og undraðist hann. — Páll Einarsson, sagði jeg meS- hæglátri festu og orðin spruttu af angri og ótta hjarta míns. -— PlvaS hefur Grímur eiginlega gert þjer? Plvernig hefurSu orSiö eins og þú ert ? Er engin mannleg tilfinning eftir í þjer. — O — o — gaktu í klaustur! sagSi hann meS fyrirlitningu og sneri viS mjer bakinu. Fyrir utan mætti jeg Benjamín. Jeg sagði honum frá dauSa trjesmíöa- sveininum j kjallaranum hjá Geir og bróöir Benjamín skildi alt og fölnaSi. — Þarna er því lifandi lýst, hvaS gleymskan getur gert aS verkum. S v o n a illa hefur mjer aldrei fariS. .... Jeg verS aS fara heim og segja Jóhönnu frá þessu. — Þegar jeg hafSi ráfað tilgangslaust fram og aftur göturnar um stund ákvaS jeg að fara heim til Ólafs Jónssonar. í þetta skifti lá hann al- vakandi og á svipnum í döpru augun- um sást, aS hann var alveg meS sjálfum sjer. En hann leit ennþá ver út en síðast, þegar jeg sá hann. MeS veikburöa bendingu baS hann mig aS setjast á stól, sem stóS viS rúmstokk- inn. Jeg virtist þvi ekki óvelkominn. — ÞaS hallar óSum undan fæti, sagöi hann meS blælausu brosi og sýndi mjer næstum sigri hrósandi blóSblettina í handklæðinu, sem hann þurkaöi sjer um munninn meö eftir hóstahviöurnar. Grimur er mjer fok- reiSur. Hann segir aS þetta sje sj-álf- um mjer aS kenna. En mjer finst líka, aS það komi þá aS eins sjálfum mjer við.....Jeg hef sem sje fengiS nóg, Jón Oddsson, — meira en nóg. MeS þreytulegri hreyfingu þeröi hann svitadropana af enni sjer og lá stund- um þögull og másándi. — Mjer líSur allra best þegar jeg ligg svona og móki, sagöi hann, og þaS var bænar- svipur í augunum......Þá kemur þaö fyrir, aS hún kemur og leiðir Jón litla og þau stansa fyrir framan rúm- ið mitt og bíöa — hvort sem það er draumur, eða hvaS þaö er........ÞaS er eftir henni, Jón, því hún var svo góö. — Jeg er ekki hræddur við hana lengur, því hún horfir á mig eins og hún væri mjer ekki lengur gröm. Jeg vildi óska þess, aö jeg gæti legiö í móki til eilífðar. Hann lokaSi augunum og lá þann- ig- langan tíma, eins og hann hefSi gleymt því, aS jeg var viSstaddur. En hann haföi alls ekki gleymt mjer. Því alt í einu opnaði hann augun aft- ur og sagði, meS þyngri og fastari rödd en áSur. — Jeg þarf aS trúa þjer fyrir dá- litlu, Jón, þjer og Grími — áöur en jeg dey. Jeg veit svei mjer ekki, hvers vegna jeg fer ekki meS það í gröfina meS mjer. En þaS er eins og jeg þori ekki aS láta þaö vera ósagt. — Grím- ur hefur lofaS að koma hingaS ann- aS kv'öld klukkan átta — þá er hann laus. ÞaS er eiginlega h o n u m, sem jeg þarf aö segja þaS, en mjer finst aS jeg muni verSa þróttmeiri og ekki eins einmana, ef þú ert líka viðstadd- ur. Viltu gera mjer þennan greiöa, Jón Oddsson? Jeg lofaSi honum því þegjandi. — Þetta er nærri því meira, en hægt er afr biSja nbkkurn mann um, bætti hann við. — En þetta er alt svo undarlega ómannlegt, hvort sem er. .... ViS þyrmum ekki beinllnis hver öðrum, viS mennirnir — Jón. Og nú vildi jeg helst vera einn, sagði hann loks meS angurværu afsökunar- brosi. — Og jeg stóö upp og fór. Frjettir. Tíðin. í síSastl. viku brá til norS- anáttar og kulda nokkra daga, og mun frost þá hafa orðiö mest hjer á þessum vetri. SíSan gerði norðaustan- hríS með mikilli snjókomu og er nú miklu meiri snjór hjer sunnanlands en sjest hefur áður á þessum vetri. í fyrradag var aftakaveSur og slitn- uðu þá símar til og frá. Guðmundur Friðjónsson skáld hef- ur flutt hjer tvö erindi fyrir almenn - ingi; hiS fyrra, sem um var getiö í I.ögr. áður, en hitt kvöldiS 1. þ. m., og talaöi þá um „mennina og konurn- ar, sem úti yrðu andlega". TroSfult hús áheyrenda sótti báöa fyrirlestr- ana og báSir voru þeir fluttir meS málsnild og krafti, og vöktu mikla athygli, en þó sjer í lagi hinn síöari. — Einnig hefur hann flutt ræöur á heilsuhælunum á Laugarnesi og Víf- ilsstööum. Mannalát. 26. f. m. dó hjer í bæn- um á heimili foreldra sinna Gunnar Jakob Jacobson, sonur þeirra Jóns landsbókavarSar og Kristínar Jacób- son, rúml. tvítugur aS aldri. Bana- meiniS var tæring, og hafSi hann und- anfarin missiri verið á sjúkrahúsi er- lendis, en kom heim síSastl. haust, án þess aS hafa fengiS bata. Jaröarförin fór fram í gær. ASfaranótt 4. þ. m. andaöist á heilsuhælinu í Sölleröd í Danmörku úr tæringu Gunnar Thorsteinsson, sonur Pjeturs framkvæmdastjóra og Ásthildar Thorsteinsson. —- BáSir þessir ungu menn voru hinir mann- vænlegustu. 4. þ. m. andaSist í Khöfn frú Sig- ríður Jónsdóttir, fyrri kona ÞorvarSs I’orvarSssonar prentsmiðjustjóra hjer, Hún dó á spítala, eftir uppskurö yiS innvortis meini. Fór hún til Khafnar síðastl. haust og var þjar lijá f'rú Rannveigu dóttur sinni, sem er viö skrifstofustörf á skrifstofu ísl. sendi- lierrans þar. Frú Sigríður var merk og væn kona. JarSarförin fer fram í dag. 24. febrúar siöastl. andaöist á heim- ili sinu, Austara-Landi í AxarfirSi, frú GuSrún Kristjánsdóttir, fædd 9. febrúar 1851 á BægistöSum í Þistil- firSi, dóttir Kristjáns, sem lengi bjó í Leirhöfn, og fyrri konu hans, Hall- dóru Halldórsdóttur, en gift Páli hreppstjóra Jóhannssyni. Var hún hálfsystir Jóhanns sál. Kristjánsson- ar ættfræðings. Páll ísólfsson hjelt hljómleik í dóm- kirkjunni um fyrri helgi og Ijek þar nokkur lög, sem hann hefur ekki leik- iö áSur, auk ýmsra eldri laga. ASsókn var svo mikil, aS hljómleikarnir verSa endurteknir annaö kvöld. -— P. í. er nú einnig að æfa blandað kór, og mun jiað syngja innan skatnms ýms erlend lög, sem óþekt eru hjer áSur. Er þaö mikill áhugi sem P. í. sýnir á því, að efla sönglistarlíf hjer, og er enda oröinn hjer mjög vinsæll. í Wien er nýlega stofnaS fjelag ýmsra NorSurlandavina fyrir for- göngu hins góökunna rithöf. Poesti- on og tveggja annara austurriskra íræöimanna. Fjelaginu er ætlaS á ýmsan hátt aS útbreiSa þekkingu á NorSurh, oggreiSa götu NorSurlanda- búa í Austurríki, einkum Wien. í austurrísku blaSi er sagt svo frá, aS á stofnfundinn, sem haldinn var í háskóla Vínarborgar, hafi komiS svo margt fólk, að stærsti. salurinn hafi ekki rúmaS þaS. Fjelagsstofnun þessl mun einkum gerS í þakklætis skyni fyrir hjálparhönd þá, sem Norður- landabúar hafa rjett Austurríki á síS- kastið, meS barnfóstri o. fl. Skip stranda. Síöastl. laugardag strandaSi „Euripides" botnvörpung- ur frá Hull í Hænuvík við Patreks- fjörS og druknuöu 3 skipverjar af 15, en hinir komust naumlega af. Dag- inn eftir strandaöi annar botnvörp- ungur frá Hull, „St. Elmo“, viö Háfsósa í Þykkvabæ, en skipverjar komust þar allir af. FjelagsprentsmiSjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.