Lögrétta - 24.04.1922, Qupperneq 2
2
LÖORJBTTA
ef v-era skyldi gamlar „guðsorða-
bækur“, sem enginn lítur í. Slík
beimili eru kalblettir í þjóðlífi
voru, en fátíð eru þau, sem betur
fer. Jeg spurðist fyrir um bóka-
eign þeirra Haddingdæla og var
sagt, að flestöll beimili ættu eng-
ar bækur! Jeg bafði beldur ekki
orðið þeirra var á þeim bæjum,
sem jeg hafði komið inn á. Norð-
menn hafa þó miklu meiri bóka-
kost en vjer, marga heimsfræga
rithöfunda, og ódýrar hafa bæk-
urnar lengst af verið. Þá hafa þeir
og allgóða barnaskóla og sfcóla-
skyldu, og þrátt fyrir alt þetta er
ástandið ekki betra! Jeg kalla
þetta eftirtektarvert, ekki sístfyr-
ir þá, sem halda að bamaskólarn-
ir tryggi góða alþýðumentun. —
Þegar maður veit þetta, verður
margt skiljanlegra, sem fyrir aug-
un ber, t. d. hvernig allir byggja
eftir gömlum sveitarsið og hag-
nýta sjer alls ekkert ágætar leið-
beininga'bækur, sem hafa verið
gefnar út. Mennimir kunna hvorki
að nota bækur nje meta. Þeir eiga
mikið eftir að læra, þeir góðu
menn!
Ferðafólk. Á gistihúsinu, sem
jeg bjó á, var fjöldi manna, karla
og kvenna- Sumir voru þar um
kyrt og tóku sjer sumarhvíld í
sólskininu og góða veðrinu. Aðrir
komu og fóra, vora aðeins nótt-
ina yfir. Þessi ferðamannastraum-
ur stafar af því, að allur fjöldi
bæjarbúa lyftir sjer upp á sumrin,
hálfs mánaðar tíma eða svo. Þeir
fara þá allajafna mikinn hluta
leiðar á jámbraut, en úr því fara
þeir fótgangandi og oft langar
leiðir. Bæði er lítið um hesta og
vagnflutningur dýr, en svo þykir
unga fólkinu flestu það bæði holi-
ara og frjálslegra að ganga. Sting-
ur þetta mjög í stúf við það sem
gerist heima.
Það er gaman að sjá allan þennan
feröamannastraum og útbúnað
inanna. Fólkið er ljettklætt.en þó vel
búið gegn veðri og vindi, skór nokk-
uð luralegir, en sterkir mjög og
vandaðir. Nesti sitt og nauðsynjar
allar hafa menn í allstórum, vatns-
heldum striga- eða ljereftsmal á baki
sjer, og ganga ólar yfir báðar axlir.
Er það ekkert smáræði, sem menn
flytja þannig á bakinu. Mig minnir
að sumar stúlkurnar bæru yfir 3
f jórfiunga. Svona ganga heilir hópar
af konum og körlum all-langar dag-
leiðir frá einu gistihúsi til annars,
og liggur vel á fólkinu, er hóparnir
hittast á kvöldum á gistihúsunum
og hver segir öðrum frá æfintýrum
sínum á ferðalaginu. Stundum er
og farið langar leiðir yfir fjöll og
firnindi, og legið úti eða gist í selj-
um á fjöllum uppi. Enginn efi er á
því, að þetta ferðalíf og útivist öll
er mjög gott og heilsusamlegt fyrir
borgarlýðinn, sem situr alt árið
hreifingarlítill inni í húsum sínum,
og eitthvað er það mannlegra að
sýna dug sinn og dugnað í því að
ganga langar leiöir og stundum tor-
færar, heldur en að komast varla
bæjarleið, nema á bykkju, eins og
siður er hjer heima. Það er eins og
fólkið alt sje farlama aumingjar.
Jeg gæti trúað því, að margt unga
fólkið trúlofaðist á þessum ferða-
lögum, en hvergi sá jeg þó neitt eða
heyrði, sem bent gæti á, að siðspill-
ing fylgdi þessum sumarferðum.
Það hygg jeg, eftir því sem and-
inn er í Noregi, aö fæstum mundi
detta í hug, þó þeir færu að sunnan,
norður á land í kaupavinnu, að
kúldast í lestum strandfesrðaskiþ-
anna, sjóveikir og illa haldnir. Marg-
ir myndu fara í smáhópum gang-
andi, og sennilega sömu leið og fyr
gerðist: yfir Kaldadal og Stórasand.
Geta slíkar ferðir verið hinar
skemtilegustu, ef samfylgdarfólkið
er gott. Þó yrði oftast að hafa ein-
hvern viðbúnað til þess að komast
yfir Geitlöndin og Norðlingafljót,
sem að vísu væri hægur galdur.
Yfir Harffangurfjöllin. Eftir
tæpa tveggja daga dvöl lögðum við
aftur af stað með járnbrautarlest-
inni. Lá níi leiðin upp í botninn á
Haddingjadal, og þaðan yfir fjöll
og fyrnindi, sem greina dalinn og
HarðangurfjörSinn, ■— sveitirnar
austan fjalls og vestan, eins og
nefnt er í Noregi, Er þetta mikil
tröllaleið, og liggur alveg upp í
jöklum þar sem hæst er. Þar heitir
Finse, og er þar brautarstöð með
gistihúsi og öllum nauðsynjum fyr-
ir ferðamenn. Fara menn þangað
hópum saman á sumrin og ganga á
jökla, fára á skíðum og skemta sjer
við allskonar vetraríþróttir um há-
sumarið. Þetta kann að þykja kyn-
legt, en er þó auðskilið, því stund-
um ætlar sumarhitinn að gera út af
við borgarlýðinn, og fer hann þá
að þrá snjó og svala. Að vísu er næg-
ur snjór og nokkur jökull þar uppi,
en lítið þó hjá jökulbreiðunum ís-
lensku, og þætti mjer ekki ólíklegt,
að útlendir ferðalangar og sjervitr-
ingar flyktust þangað, ef samgöng-
ur væru auðveldar og vel í haginn
búið fyrir þá. Hins vegar stendur
oss sennilega margt nær en að draga
að oss slíkt hyski.
Sviplegt er það fyrir oss íslend-
inga, að fara þarna yfir fjöllin. —
Niðri í dölunum stóð barrskógur-
inn í fullum blóma og gróður allur
miklu bragðlegri og stórvaxnari
en gerist hjá oss. Þegar ofar dregur
fara barrtrjen að verða lægri og
kyrkingslegri. Þeim fer svo óðum að
fækka, en í stað þeirra kemur spengi-
leg björkin, með ljósgræna limið og
hvítan stofninn. Hún er harðgerðari
en furan og grenið. Þegar enn hærra
kemur fer björkin einnig að verða
icyrkingsleg, lægri og kræklóttari, en
hverfur svo að lokum. En um það
bil að björkin fer að láta á sjá, og
þrífast illa, sjest það ljóslega hvar
sem gróður er, að hann er sömu ieg-
undar og á íslandi. Maður kannast
við alt, jurtirnar og graslagið. Má
af þessu sjá, að veðurlag vort er
jafnilt og á fjöllum uppi í Noregi,
þar sem barrskógar þrífast ekki og
björkin naumast. Sýnist þetta út af
fyrir sig gefa litlar vonir um, að
Skógar geti þrifist hjer. Þegar að
lokum komið er upp undir jökla,
hverfur líka björkin og taka við holt
og melar eða mýrarblettir, eins og
sjá má á keiðum vorum og öræfum.
Landið fær alt hinn sama svip og
gróður og þar. Seinast er mosi einn
og skófir, með dálitlu af harðgerð-
ustu grösum og jurtum.
Það er svo sem sjálfsagt, að það
var ekkert áhlaupaverk, að leggja
þessa miklu járnbraut yfir regin-
fjöll og alt hvað fyrir var. Og það
var í raun og veru erfiðara en menn
skyldu ætla hjer heima, því landið
er miklu torsóttara og hrikalegra um
þessar slóðir en víðast heima. Yar
á ótal stöðum ekki um annað að
gera en að grafa stór og smá jarð-
göng gegnurn fjallarana og aðrar
torfærur. Sumstaðar er það engin
smáræðis vegur, sem þannig er farið
yfir í sótsvörtum jarðgöngum, ef-
laust 5 kílómetrar á sumum stöðum,
ef ekki miklu meira. Yerður því að
láta ljós brenna í vögnunum, því
víða taka hver jarðgöngin við af
öðrum. Þá eru og afarlangir timb-
ur-rangalar bygðir á löngum köflum
yfir brautina, þar sem ekki var auð-
ið að halda henni greiðfærri vegna
skafla. Geri jeg ráð fyrir, að rang-
alar þessir sjeu að mestu í kafi í
fönn á vetrum.
Það er eitthvað annað þetta ferða-
lag á vorum dögum en áður var.
Nú fara menn þannig á flugaferð
yfir fjöll og ófærur, jafnvel í stór-
hríðum um hávetur, og ekki aðeins
yfir fjöllin, heldur gegnum þau. —
Hamramt gufuaflið þeytir hjólsveif-
nnum áfram eins og ekkert væri, og
vagnabáknin, sem eru heil hús,
með allstórum gluggum og mörgum
smáherbergjum og göngum, stynja
og skjálfa undan átökunum, þeytast
áfram á teinunum, skrönglast yfir
samskeytin, og sendast er minst von-
um varir inn í kolsvart jarðganga-
opið inn í jörðina. Og inni í svart-
myrkrinu stynur alt og skelfur, öskr
ar og hvín undan átökunum eims og
elds, en þegar út úr göngunum kem-
ur, gýs út úr þeim gráhvítur kúfur
af gufu og reyk. Svo kvað Halldór:
Eimsins kraftur áfram knýr,
yfir heiðar, gegnum f jöll.
Beiðin dunar, gnestur, gnýr,
geysast fram, svo hræðast tröll.
♦
------0------
BrððaliiirgðalNiitiuii
til Jónasar »samferðamanns«.
Nl.
í stað þess nú, eins og jeg og aðrir
höfðu búist við, að ganga enn vís-
indalegar til verks, kæri „samferða-
maður“. og skrifa svo lítinn pistil
um afa minn, og þá frekar fööuraf-
ann. því hanu hefir legið lengur í
gröfinni, snúið þjer yöur beint að
launakjörum míniun í IV. kafla
greinar yðar, og það á þann hátt,
sem óhætt er að fullyrða, að vakið
hefir eftirtekt. Komist þjer þar að
þeirri niðurstöðu, eftir að hafa marg
prófað hana með yðar alþektu skarp
skygni og reiknings-glöggleik, að
jeg hafi kr. 148.444 í árslaun.
Þjer getiS ímyndaS yður, kæri
lærifaðir, hvort mjer hafi ekki orðið
•við líkt og mjer væri gefinn rækileg-
ur kinnhestur þegar jeg las þetta í
Tímanum daginn eftir að jeg sendi
skattaframtal mitt til skattstofunn-
ar. Jeg hafði sem sje hugsað mjer
að draga undan skatti um 146 þús-
und krónur (byrjaði að starfa 1.
júlí, og legg rjett saman!) árið 1921.
Jeg athugaði ekki að sá á ekki að
stela, sem ekki kann að fela, og að
jeg átti í höggi við jafnsniðugan
uppfyndingamann og þjer eruð, Bót
í máli þó að þjer liafið lagt skakt
saman upphœðimar um 4000 krónur
mjer til hags við tekjuframtal.
En athugum nú þetta örlítið nán-
ar. Jeg reikna fyrst — eins og þjer
— að jeg vinni 360 dajjjfi á ári og 24
tíma í sólarhring.Tímakaupmittyrði
þá ekki nema um 18 krónur, og ef
við segjurn að jeg vinni ekki nema
10 tíma á sólarhring verður tíma-
kaupið rúmar 42 krónur. Jeg hef
því, þrátt fyrir þessi laun, ekki eins
hátt tímakaup og þjer fyrir skóla-
stjórnina, því tímakaup yðar við
Samvinnuskólann var 57 krónur áriö
1921.
Berið þjer ferðakostnað yðar þar
saman við kostnað við Sambands-
laganefndina 1919 og utanför ráð-
herra árið 1920.
Að sjálfsögðu gerir þjer engan
greinarmun á ársþóknun Sambands-
laganefndarinnar kr. 2000.00 til
bvers meðlims og ferðakostnaðinum,
og er slíkt ekki furða. Það skiftir
heldur ekki máli fyrir yður þótt t.
d. faðir minn hafi umrætt ár greitt
manni 1100 krónur fyrir að gegna
embættinu fyrir sig meðan liann var
á nefndarfundum. — Það að ferö
nefndarinnar stóö yfir í 45 daga í
staðinn fyrir 1 mánuð eins og þjer
segið, er líka aukaatriöi.
Sama er aö segja um utanfarar-
kostnað ráöherra, en þar segið þjer
aö J. M. hafi brúkað rúml. 12000 kr.
til ferðar í Danmörku einni áriö
1920. — pað skiftir ekki miklu máli
þótt kostnaður sá er landsreikning-
urinn sýnir (kr. 12497.29) hafi geng
ið til ferða J. M. og M. G. þannig
að ferð M. G. til Kaupmannahafnar
þá um haustið kostaöi ki'. 3000.00 af
þessari upphæð. — Það skiftir líka
tiltölulega litlu máli þótt ferð J. M.
hafi staðið nœr 3. mánuðuúi en 2.
eins og þjer reikniö og að hann í
þeirri ferð fór einnig til London og
Noregs í samb. við kolaverkfalliö,
sem þá átti sjer stað í Englandi.
Hitt skiftir meira máli, aö þjer
skulið sýna það lítillæti að bera
ferðir yðar saman við ferðir þéssara
manna, og þá sjerstaklega ferðir
forsætisráðherrans. — Það þarf ekki
að taka það fram, að þjer getið vel
búið á hóteli þar sem herbergið
kostar 4—5 krónur á sólarhring, þeg
ar forsætisráðherra, sem verður að
koma sómasamlega fram er neyddur
til að búa á hóteli þar sem húsnæðið
eitt kostar 50—100 kr. á sólar-
hring o. s. frv. Nei, Jónas sæll!
Áður en þjer berið yður og
ferðakostnað yðar næst saman
við aðra menn og ferðakostnað
þeirra, skulið þjer athuga, að beiti-
skip vekja meira athygli en kafbátar
og verða að haga sjer eftir því.
Um. VII. og síðasta kaflann get
jeg verið stuttorður.
Hann er að mestu leyti afsökun á
því, að þjer hafið í stað þess að
halda yður við málefnið, yfirgefið
það svo að segja bardagalaust og
yður til verulegrar hneisu, og snú-
ist að óviðkomandi mönnum: föður
mínum og Jósef móðurbróður mín-
um. — Ástæðuna segið þjer þá, að
jeg hafi verið of nærgöngull við
konu yðar. En ástæðan er efcki sú,
og geta lesendur greina minna best
um það dæmt. Þetta er aðeins bar-
dagaaðferð, sem er yður lagin og
oft hefir komið fram áður af yðar
hálfu t. d. í saltfisksölumálinu, sátta
boðunum við Morgunblaðið o. s. frv.
og síðar mun að vikið í æfisögu yð-
ar. — Jeg skal aðeins geta þess nú
í þessu sambandi, að jeg þekki ekk-
ert sjóðþurðarmál Jósefs móðurbróð
ur rníns, þar sem jeg var í útlöndum
er það kom fram. — En hafi eitt-
hvað verið gert óforsvaranlegt í því
máli, þá á hvorki J. M. eða Jóh. Jóh.
sök á því. — Yður er fullkunnugt
um, að það var Pjetur heitinn Jóns-
son atvinnumálaráðherra, sem hafði
með það mál að gera og að því va.r
ráðið til lykta á Akureyri af Pjetri
sjálfum með aðstoð Böðvars Bjark-
an, lögfræðings. — Það er því Pjet-
ur sál. Jónsson, sem lá á líkbörunum,
er kaflinn um það mál kom út, sem
á hnútumar, sem þjer eruð að kasta
að J. M. og Jóh. Jóh. petta nag yðar
í lík Pjeturs heitins er ekkert eins-
dæmi í opinberri framkomu og yður
einum sæmilegt.
Jeg hefi nú gengið í gegnum grein
Jónasar „samferðamanns“ og sje jeg
ekki betur en að mjer hafi tekist að
sanna, það sem til var œtlast, nefni-
lega:
að hann hafi árið 1921 haft 17.000
kr. laun fyrir skólastjórn Samvinnu-
skólans.
að hann hafi tvívegis (árin 1920
og ’21) fengið 3000 króna ferða-
styrk frá Sambandinu.
að hann hafi árið 1920 haft 2000
króna „aukaþóknun“ fyrir ritstjórn
Tímaritsins, en þessi þóknun hefir
sennilega veVið feld niður árið 1921
vegna útkomu fyrstu greinar minn-
ar, og
að Jónas liefir árið 1921 fengið
500 króna borgun frá Sambandinu
fyrir „aukavinnu“, og er því allra
manna ófærastur til að víta „ferða-
mensku' ‘ og móttöku „tvöfaldra
launa* ‘.
Lárus Jóhannesson.
-------o--------
SeitnasjúkdDmuriun
á Islandi.
Læknastjettin hefir bundist sam
tökum um að hefja baráttu gegn
geitnasjúkdómnum hjer á landi.
Á síðastliðnu sumri áttu læknar
hvaðanæfa .af landinu fund með
sjer, til þess að ræða stjettarmál
ogsheilbrigðismál. Þeir urðu meðal
annars ásáttir um að hefja sam-
rannsóknir á ýmsum efnum, er
auka mættu vísindalega þekking
á heilbrigði og sjúkdómum eða
greitt gætu fyrir praktiskum fram
kvæmdum við lækningar.
Nefnd sú, sem Læknafjelag fa-
lands kaus til þess að hafa for-
göngu í þessum efnum (G líann-
esson, G. Thoroddsen og G. Claes-
sen) hefir ákveðið, að m. a. verk-
efna skyldu læknar landsins reyna
að iafna í vetur og vor skýrslum
x:m alla geitnasjúka á landinu, til
þess að fá glögga hugmvnd um
útbreiðslu veikinnar og gera síð-
an ráðstafanir til þess að lækna
alla sjúklingana, væntanlega með
fjárstyrk af almannafje, þar sem
þess þarf.
Geitur (flavus) era smitandi
sveppsjúkdómur í höfðinu; þær
kvikna aldrei af sjálfu sjer, þrátt
fyrir óþrifnað og vanhirðu og
enginn fær geitur án þess að
smitast af öðrum geitnasjúkum.
Sveppurinn veldur sárum og gul-
leitu hrúðri, eyðir með tímanum
hárvextinum og gerir sjúklingana
á endanum að mestu leyti sköll-
ótta. ef þeir ekki fá lækningu.
Sárs<auki eða líkamleg óþægindi
eru ekki mikil samfara þessara
veiki, en þó má telja geitnasjúka
mjög ógæfusama sjúklinga; út-
slátturinn í höfðinu veldur því að
þeir geta' ekki haft óþvingaðan um-
gang við annað fólk og jafuað-
arlega mæta þeir lítilsvirðing ná-
granna sinna.Flestirfullorðnirmenn
með geitur eru því mjög beygðir
af sjúkdómi sínum og verða alt
aðrir menn, þegar lokið er við
að lækna þá. I raun rjettri er
mjög ósanngjamt og heimskulegt
að iíta niður á nokkurn mann
fyrir það, að sú ógæfa steðjaði að
honum, oftast nær á bamsaldri,
að hann smitaðist laf geitum;
slíkt getur fyrir alla komið. En
á hinn bóginn er óafsafeandi af
geitnasjúfeum að leita sjer ekki
lækninga, svo framarlega, sem þess
er kostur, enda þróast geitur helst
hjá þjóðflokkum á lágu menn-
ingarstigi.
Er sjúkdómurinn læknandi?
Því má óhikað svara á þá leið,