Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.12.1922, Blaðsíða 3

Lögrétta - 12.12.1922, Blaðsíða 3
•a? ríkið taki námurnar, heldur vill hann nú láta stjórna þeim á lík- an hátt eins og fyrirtækjum hæj- •arfjelaga, mynda einskonar stjórn- arnefnd, sem ráði rekstrinum. — Sama er að segja um járnbraut- irnar. Þeim fækkar nú óðum í flokki enskra járnbrautarverka- manna, sem vilja láta ríkið taka að sjer járnbrautirnar. Sennilega hefir þjóðnýtingin hvergi verið reynd eins til þraut- ar og í Sviss, og hvergi er nú öflugi hreifing gegn þessari at- vinnumálastefnu. Þar er mikið af •opinberum fyrirtækjum, og eigi verður um þau sagt, að þeim 'hafi verið illa stjómað, en samt hefir reksturinn orðið dýr, eink- um vegna mannahalds. í Sviss búa tæpar fjórar miljónir manna, þaraf um 800.000 útlendingar. En í byrjun þessa árs voru embættis- 'Og sýslunarmenn ríkisins og starfs- menn járnbrautanna 171.623 að tölu, eða einn maður af liverjum 22 var starfsmaður hins opinbera. Laun þessara manna nema meira ,en 476 milj. frönkum yfirstand- andi ár. Næsta ár ætlar stjómin að fækka starfsmönnum um 2,690 og sparast v'ð það 23 miljónir franka. Yfirstandandi ár er tekju- h.alli járnbrautanna áætlaður 105 miljónir franka, en árið 1913 var •hann 17y2 milj. svo að ófriðnum og dýrtíðinni verður ekki eingöngu kent um hallann. En hann ijefir orðið meiri, en verðfall pening- -anna. Annarstaðar þar sem ríkið hef- ir rekið jámbrautirnar hefir reynslan orðið sú sama. Þannig varð árið 1920 600 milj. reksturs- fcalli á járnbrautunum milli Par- ísar og Miðjarðarhafs og um 770 milj. franka halli á annari járn- braut þar í landi. ítölsku járn- foraut'rnar voru sama ár reknar með yfir miljón líra halla, á bel- gisku járnbrautunum varð hallinn 170 milj. franka og á þýsku jám- brautunum 13 miljardar marka. f sumum af þessum löndum voru jámbrautimar einkafyrirtæki, en ríkið tók að sjer stjóm þeirra á ófriðarárunum og hefir haft hana síðan. Ekki hefir^ verslunarrekstur Sv'sslendinga tekist betur. Þeg- ar gerðir vora upp reikningar matvælaráðuneytisins þar, kom í ljós, að hallinn á þeim rekstri hafði orð'ð 300.000.000 franka, eða um 80 frankar á hvert manns- bam í landinu. Það hefir verið leitast við að skýra ástæðurnar til þessa, eink- anlega hvað járnbrautimar snertir. iFyrirkomulagið er ólíkt því sem gerist þegar einstaklinigar eiga íyrirtækin. Stjórnin velur oft yf- irmenn fremur með tilliti til stjórnmálaskoðana en þeirra verð- leika, sem að haldi mega koma í starfinu. Forstöðumaður jám- brautar, sem hlutafjelag á, verður að standa því reikningsskap ráðs- mensku sinnar. En samskonar for- stöðumaður ríkisjámbrautar er undir samgöngumálaráðherra gef- inn og. hann aftur undir þingið. Abyrgðin flytst því af hinum eiginlega stjómanda yfir á annan mann. Þá er það einnig venja, að við opinber fyrirtæki hækka menn í embætti eftir þjónustu aldri en ekki eftir verðleikum, svo að þeir menn, sem máske eru færastir í starfinu og mundu komast fljótt til vegs í einstak- Imgs þjónustu verða að bíða ár- um eða áratugum saman til þess að komast á rjetta hillu. Þetta deyfir áhugann og dregur úr vinnulönguninni. Það er ennfrem- ur viðurkent, að menn sem vinna við opinber fyrirtæki afkasti ekki nærri eins miklu verki og starfs- menn einstaklingsfyrirtækja, með- fram af því, að ríkinu hættir altaf til að ráða til starfa fleiri menn en nauðsynlegt er, svo að margir venjast á að fara sjer hægt. -------o------ f dögun. i. Lífið á jörðu hjer er ekki líf heldur vanlíf. Vanskapnaður óhæf- ur til lífs. Alt það sem unun veit- ir, alt hið góða og hið fagra, er einungis eins og ljósglæta sem skín í gegnum ský, og þó skamma stund. Og því lengur sem lifað hefir verið, því verra hefir lífið orðið. Ekkert af börnum náttúr- unnar hefir verið líkt því eins ófarsælt og mannkynið, sem er vngsta barnið. Fyrir löngu sagði gríski spekingurinn Epíkúros, að best af öllu væri að hafa ekki fæðst. Og djúpvitrasti spekingur síðari tíma, Arthur Schopenhauer sagði: Das Leben ist etwas das besser nicht ware. Það væri betra að lífið væri ekki til. Og speking- ar þessir hefðu rjett fyrir sjer, ef ekki væri unt að bæta þetta sem vjer köllum líf, og breyta evo til að í sannleika verði lifað. En það er það sem má. Maður sem hefir verið mjög nálægt því kom- inn að bíða fullan ósigur, í viður- eign sem síðar mun þykja ekki ófróðleg, segir þetta hiklaust. II. Fyrir meir en 25 árum byrjaði jeg að reyna til að skilja eðli svefnsins. Og árangurinn varð Sá að jeg fann þennan lífskraft sem svo mikið heíir verið talað um, en margir jafnvei neitað að til ^æri. Jeg hefi fundið að hinn lifandi líkami er aflvjel, sem er hJaðin af utanaðkomandi krafti. Ef allir sem þetta lesa væru mjer svo vel samtaka, að þeir skildu, að það er óhætt að treysta því fullkomlega að jeg segi satt, þá mundu þeir á sömu stundu finna kraftinn streyma í sig. Og að þeim krafti fylgir vit, munduþeir fljótt geta markað af því hversu miklu auðskildara margt mundi verða þeim eftir en áður, og hversu margt fleira þeim ka;mi í hug. Og ef vjer værum svo þús- undum skifti, samtaka um hma nýju þekkingu, þá gætum vjer haft nokkra stjórn á þessum krafti, sem magnar oss til lífs, og gert það sem kallað hefir verið kraftaverk. Af samstillingu vorri mundi það leiða, að áhrifin frá sterkum og góðum verum, sem í öðrum stöðum eiga heima, gætu komið hjer fram. Og þau áhrif mundu fljótt leiða til þess að miklu auðveldara yrði að berjast gegn hinu margskonar böli jarð- lífsins. f veðurfari og gróðri mundi þeirra áhrifa verða vart. Jeg er jafnvel að halda, að svo greinda menn og vel innrætta hitti orð mín fyrir, að á næsta hausti muni það vera orðið greinilegt, að eitt- hvað hafi miðað til þess að sumar og grasvöxtur yrði líkt því sem var, áður en loftslag hjer foreytt- LÖGRJETTA 9 ist á þann hátt, sem getið er um i ritgerðinni ísland og íslendingar. III. Muna verður eftir því, að hjer er bygt á þekkingu, sem áður hefir ekki til verið. Og ef menn lesa ritgerðimar Hið mikla sam- band, Lífgeislan og magnan, Stjörnulíffræði, og enn aðrar í Nýal, þá munu þeir skilja, á hverskonar þekkingu er bygt það sem hjer er sagt. En annars þarf ekki annað en mannþekkingu til að treysta mjer í þessu. Þeir sem nannþekkjarar era, munu glögt skilja, að mentun mín er af því tagi, og skapferli, að jeg mundi ekki koma með stórkostlegar stað- hæfingar og fögur fyrirheit, ef ekki hefði jeg áður sjeð fyrir þeirri undirstöðu sem treysta má. Helgi Pjeturss. -------'«—«*—* Gosið i haust var í Öskju. Frá Akureyri var „Morgunbl.“ sagt 9- þ. m., að þrír menn úr Mývatnssveit væru nýkomnir heim úr för til gosstöðvanna, eða, rjett- ai sagt, úr leit eftir þeim, því alt til þessa hafa menn ekki vit- að, hvar gosið var. Þessir menn voru þeir Þórólfur í Baldursheimi, Jón Sigfússon á Grímsstöðum og Sigurður Jónsson. Fundu þeir gíginn. Hann er í Öskju, og er yfir 4 kílómetra að þver-máli. Nánari fregnir höfðu enn eigi borist um för þeirra. DánairíirEgn. Látin er fyrir skömmu á Kálfa- fellsstað í Austur-TSkaftafellssýslu hjá dóttur sinni frú Helgu Skúla- dóttur og tengdasyni, sjera Pjetri Jónssyni, á 89. aldursári, Elísabet Jónsdóttir ekkja eftir Skúla óðals- bónda á Sigríðarstöðum íFnjóska- dal Kristjánsson og Helgu Skúla- dóttur prófasts í Múla Tómas- sonar. Bjuggu þau Elísabet og Skúli lengi mesta rausnarbúi á Sigríðarstöðum. Elísabet var af hinni alkunnu Illugastaðaætt í Fnjóskadal og náfrænka þeirra bræðra, sjera Benedikts í Múla og Kristjáns amtmanns Kristjáns- sonar. Yar hún sem hún átti kyn til merk og góð kona, trúhneigð mjög, prýðilega vel gáfuð og hag- mælt. B. -------o------- Timarit lögfræðinga og hagfræðinga. Nýkomið er út fyrsta hefti af tímariti, sem svo heitir. Er til þess ætlast, að það komi út einusinni í hverjum ársfjórðungi, 2y2 örk í hvert skifti, og kostar á ári 20 kr. Það er gefið út af fjelagi, sem í eru flestir lagamenn og hagfreí- ingar í Rvík, og ætlun þess er að ræða lögfræðileg og hagfræöileg efni. ASallega á það að flytja frum- samdar fræöigreinir, ritdóma og fagnýungar frá útlöndum, en líka aö taka þátt í umræðum um mikils- varðandi löggjafarefni og lagafram- kvæmdir, eftir því sem atvik retina til. 1000 kr. styrk hefir fjelagiö fengið úr Sáttmálasjóöi til útgáf- unnar. í stjórn fjelagsins eru prófessor- arnir Lárus II. Bjarnason og Ólaf- ur Lárusson, og Þorsteinn Þorsteins son liagstofustjóri. Aðalritgeröin í þessu 1. hefti er um hlutafjelög á íslandi, eftir Ólaf Lárusson prófessor. 3arðskjálftar t Chile. Yfir 200 menn farast á svipstundu. London 14. nóv. Á föstudaginn var kom ákafur jaröskjálftakippur í Chile og varð hans vart um alt landiö. Stóö hann yfir í fjórar mínútur og hefir gert feikna mikiö tjón, sem eigi er fylli- lega frjett um enn. Fyrstu fregnirnar bárust frá bæj- unum Coquimbo, Serenea og Copia- po. Þar fórust 200 manns en 400 særðust, flestir mjög alvarlega. í Coquimbo gjörfjellu 500 hús. Jarö- skjálftinti varö seint um kvöld, eft- ir að flest fólk var háttað. Flýði það klæðlítiö úr húsunum og leitaöi út fyrir bæjina. En samfara jarö- skjálftanum kom svo mikiö sjávar- flóð, aö sjórinn gekk um 300 metra upp fyrir venjulegt sjávarborö, og drukknaði fjöldi fólks í flóðinu. Símar hafa eyðilagst mjög víða og hefir því gengiö mjög illa að fá greinilegar frjettir af þessu mikla slysi. Það er ekki fyr en í dag, að nokkurnveginn ábyggilegar frjettir hafa komið. Manntjóniö var fyrst áætlað um 1000 en þaö hefir orðið að minsta kosti helmingi meira. Þannig hafa komið hörmulegri frjettir frá bænum Valdenar, en nokkrum bæ öörum. Þar standa uppi aðeins þrjú hús. Sex hundruð lík hafa fundist þar í rústunum, en víst þykir, að mörg sjeu eftir ófund- in. Er talið líklegt aö rúmlega 1000 manns hafi farist í þessum eina bæ. Frá smáþorpunum flestum hafa eng ar frjettir borist enn, því þangað er síamsambandslaust. Járnbrautir hafa skemst um alt landið, svo að ómögulegt er að koma matvælum og klæðnaði til fólksins er verst hefir orðið úti.Líður það því mestu hörmungar af fæðuskorti og kulda, því það hefir mist alt sitt í jarðskjálftanum og á hvergi höfði sínu að að halla.Svo áköf hræðsla hefir gripið sumt af fólkinu að það hefir brjálast. giskað er á, að um 7000 manns hafi meiðst meira og minna í jarðskjálft- anum og að um 40000 manns sje húsnæðislausir. Eignatjónið er afar- mikið, en eigi hefir verið reynt að meta það enn. Chile er mikið jarðskjálftaland, en sjaldan hefir komið þar jarö- skjálfti er hefir fundist jafnvíða og þessi. Við sjóinn hefir hans orðið vart á nærri 2500 kílómetra svæði. Flóðaldan sem af honum leiddi hef- ir líklega eigi orðið færri mönnum að bana, en þeim sem orðið hafa undir híbýlum sínum. Til dæmis um hve afarmikil hún hefir verið, má nefna að hennar varð vart á Hawai, úti í miðju Kyrrahafi, en eklri gerði hún tilfinnanlegt tjón þar. í Valparaiso var jarðskjálfti árið 1906, en ekki gerði hann nærri eins mikiö tjón og þessi. Það er langt frá því, að þetta sje með mestu jarðskjálftum í heitnin- um. í jaröskjálftanum í Messína, sem stóð aðeins yfir í 40 sekúndur, fórust 77 þúsund manns, í Kangra- dal í Indlandi fórust 20 þúsund manns áriö 1905 og í jarðskjálftan- um í Neapel 1857 fórust yfir 12 þús- und. En þess ber að gæta, að þessir jaröskjálftar uröu í mikiu þjettbýlli hjeruðum. í Calabríu, þar sem Mes- sína-jarðslijálftinn varö flestum að bana, búa t. d. 250 manns á hverri fermílu, en í Chile ekM nema 14, svo að með álíka þjettbýli í Chile eins og var í Calabríu mætti áætta, aö manntjónið hefði orðið 15 sin»~ um meira.. -----—o------- Aulestad þjóðareign. Fyrir nokkrum árum kom SÚ uppástunga fram í Noregi, ríkið keypti Aulestad, búgarð þann, sem Bjömstjerhe Björnsma átti og bjó á 35 síðustu ár æfi sinnar, en aldrei hefir orðið nðin framkvæmd á því. Búgarðuritm er nú í eigu ekkju Björnsons, Karolinu. En hún kvað vera til- leiðanleg til að selja þann hlut- ann, sem best er fallinn til þes» að vera í eigu ríkisins. Og er bú- ist við því, að bráðlega muni koma tillaga fram um kaupin. Merkilegasti staðurinn á Aule- stad, er talinn vera vinnustofa skáldsins. Hefir henni ekki verið breytt hið minsta síðan Björnson ljetst, er þar alt með sönmu ummerkjum og þegar hann not- aði hana. Telja norsk blöð það trúlegt, að marga mundi fýsa ,að sjá hana, ef hún yrði þjóðareiga og opin almenningi til sýnis. Irska uppreisnin. London, 13. nóv. De Valera er ekki af baki dott- inn, þó helsti hjálparmaður habs- 1 uppreisninni, Englendingurínn Erskine Childers, hafi verið tek- inn til fanga og sje nú undir ákæru fyrir herrjetti. De Valera hefir nýlega gefið út yfirlýsingu til samherja sinna, þar sem harna lýsir yfir því, að stofnuð sje lýð- veldisstjórn í landinu. Er hattn sjálfur forseti, en í ráðuneytijt* ýmsir fylgifiskar hans, flestir lítt konnir menn. Gefur flokkurinn út blað og er þar lýst stefnuskrá bans. í blaði þessu birtist á laug- ardaginn ávarp frá Valera ttm ástandið, og segir þar svo: „Tímarnir eru alvarlegir fytir okkur alla, en þó mundu þeir hafa orðið enn alvarlegri, ef Rin ógöfugmannlegu tilboð Breta frá í desember í fyrra hefðu orðið til að binda enda á hina frækilegu sjálfstæðisbaráttu írsku þjóðarinn- ar. Gamla hugrekkið mun koma aftur og er að færast aftur yffr þjóðina. Þeir sem höfðu von um, að friður og farsæld' mundi sigla í kjölfar írsku samninganna sjá nú að þeim hefir skjátlast, að það er að byggja á sandi að halda áð hægt sje að skapa varanlegan frið' grundvelli samninganna. — Jeg óska þess, að friður fáist miDi íra og Breta. En þó met jeg það meira, að friður fáist milli íta innbyrðis. Jeg óska þess, að ör- ugt og áhrifaríkt stjórnarfar kom- ist á, sem geti. orðið undirstaðai að hagsæld landsins, og óska þés® að írska þjóðin megi jafnan standa í sólskinsljóma meðalannara þjóða. En jeg þekki lundareinkenni fra svo vel, að jeg veit, að þetta get- ur ekki orðið á öðrum grundvelli en þeim, að þjóðin verði alfrjáJs. i

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.