Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.01.1923, Blaðsíða 2

Lögrétta - 01.01.1923, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA kvæmd á þeim. En jafnhliða þess- , ari lægni háns og lipurð fór glæsi- menska hans í allri framkomu. I þeirri grein mun Hannes Hafstein hafa átt sjer fáa jafningja með þjóð / vorri. Höfðingi á svip, höfðingi í lund og liöfðingi í allri framkomu. Svo var Hannesi Hafstein rjett lýst. Ilonum svipaði í mörgu til hinna fornu höfðingja með þjóð vorri, en hann var líka höfðingi í vorra tíma merkingu. Glæsimenska hans var alt af samfara prúðmensku og kurteisi. Hvar sem hann kom fram hlaut mönnum að verða starsýnt á hann, enda er alkunna, að þessi öldur- inannlega framkoma iians vakti at- hygli og varð hvervetna til þess að auka honum álit og traust þeirra er hann átti saman við að sælda. En það álit varð jafnframt til þess að auka álit hinni fámennu þjóð, er átt.i öðru eins glæsimenni á að skipa sem fulltrúa sínum. En Ilannes Hafstein fjekk líka að reyria að „ekki er holt að hafa ból hefðar upp á jökultindi“. Þar var lengst af stormasamt í kringum hann í ráðherrasessinum. Stjórnartíð hans, bæði hin fyrri og hin síðari, var rjett látlaus baráttu- tíð. Það er nú ekki vort að dæma um hvatir manna, og síst vil jeg draga í efa, að sú barátta, sem haf- in var gegn Hafstein, hafi verið sprottin af vandlætingu vegna ættjarðarinnar |hjá andstæðingum hans. En það tel jeg víst, að sú and- spyrna öll hafi mjög komið við Haf- stein, jafn tilfinningaríkan mann, og það þess heldur sem jeg þykist viss um, að liann var sjer þess með- vitandi fyrir guði og samvisku sinni að vilja það eitt í opinberum mál- um, sem hann áleit „landinu góða, landinu kæra“ fyrir bestu. Og cng- inn mun lá honum það, eins og skapsmunum hans var farið, þótt hann vefðist með odd og egg þegar að honum var veitst og alt sem hanri getði var lagt út á versta veg fyrir honum. Það er ekkert tiltökumál þótt hann einatt reyndist óhlífinn við andstæðinga sína og þeim ósjald- an þungur í skauti. Hitt mun mega telja honum liðnum til lofs, að hann varð aldrei borinn þeim sökum í baráttu sinni að hafa beitt fyrir sig vopnum ódrengskapar af nokkuru tagi. Sá ráðherra verður hvergi fund- inn er gert hafi svo öllum líkaði í stjórnarráðstöfunum sínum. Þess er þá ekki heldur að vænta, að Ilaf- stein tækist það. En það hygg jeg megi telja áreiðanlegt, að vísvitandi hafi hann ekki viljað manni órjett gjöra. Ilafi með rökum mátt finna að einhverjum hans ráðstöfunum, hvort heldur í skipun embætta eða öðru, þá hefir það ekki orðið, af því hann vildi rangt gera, heldur sann- aðist á honum hið fornkveðna: . Skýst þótt skýr sje“. því vitanlega gat honum skjátlast eins og öðrum. Hitt veit jeg með vissu, að hann var vinsæll og velþokkaður af öllum þorra undirmanua sinna um land alt, eins og hann líka varð skjótt hugþekkur yfirmaður samverka- manna sinna í stjórnarráðinu. Pyr- ir ljúfmannlega framkomu sína þar vann hann sjer þá að vinuin og með iðjusemi sinni gaf hann þeim jafn- an hið besta eftirdæmi. Því Haf- stein \ar í ráðherrasessi sívinnandi maður, enda lagði hann að sögn kapp á að kynnast hverju máli til lilítar, er til lians úrskurðar kom. ....- - . ■ ' ... m i ii "L"--'-'- ... —i- " ■ Hannes Hafstein Sungið við útför hans i dómkirkjunni 22. des. 1922. Er þjóð vor þig skal kveðja, hún þakkar starfið góða, að hvetja, gagna, gleðja, 'þjer, garpur starfs og ljóða. Hún man þig þrunginn þori og þrótti’ á æsku-vori Þótt langir tímar líði, Ijóðskáldið gleymist ei. Þig þjóð á þingi dáði, lrnn þreki gædda sterka. Þú unnir ættarláði og æsktir stórra verka. Þú hvattii' drótt að dáðum með dirfsku’, en hollum ráðum. Hjá frónskum lýð hinn frækni foringinn gleymist ci. í sal með góðum svanna menn síst þjer munu gleyma; með ást og alúð sanna þar átti gleðin Tieima. Þá ljek þjer alt í lyndi og lífið var þjer yndi. Þið höfðuð vina hylli. Heimilið muna þeir. Svo kom hún, sorgin sára, og sæludögum eyddi, og stundin trega’ og tára, er táp og fjörið deyddi. Og þinn var kraftur þrotinn, þinn þrekni vængur brotinn. Það vakti ’harm að heyra: Höfðinginn liggur sár. Nú heill td himinlanda þú heldur stríðið eftir, með vona-vængi þanda, sem verða’ ei framar heftir. tíem svanur svíf þú veginn mót sólu, lausnum feginn. Frá ættjörð fylgja ómar: Alvaldur blessi þig! Þ. G. En sú barátta, sem hann átti í sem *stjórnmálamaður varð honum ekki skæðust, þótt vafalaust tæki hann sjer nærri þá mótspyrnu, sem hann varö fyrir, slíkur tilfinninga- maður sein liann var. Það sem fjekk bugað hinn sterka mann var önnur barátta, baráttan við sorg og mæðu lífsins, sem hann ekki fór varhíuta af fremur en aðrir?. og þar um fram alt sorgin yfir missi eiginkouu sinnar eftir tæpa 24 ára farsæla sambúð, enda hafði frú Ragnheiður Ilafstein reynst honum bin ágætasta og samhentasta eigin- kona í öllum greinum. Hve lieitt hann unni henni og hve mikils hann mat hana, um það bera hin mörgu ljóð hans til hennar ólýgnasta vott- inn. Að vísu liafði heimilissorgin sótt hann heim áður og tekið frá þeim hjónum ungan son og stálp- aða dóttur, sem hann tók sjer hvort- tveggja mjög nærri. En 'konumiss- irinn lagðist þó enn þyngra á hann, og það svo að segja má,aðhannbæri ekki blak sitt upp frá því. Missir- inn var honum svo þungur og sár, að honum fanst lífið svift öllu yndi sínu þaðan í frá. Hann sem á yngri árum hafði sungið svo dátt karl- menskunni lof — og hugðist sjálf- ur eiga svo mikið af henni í fari sínu að hann treystist að ganga á hólm við æstar höfuðskepnurnar, ærlegt regn og íslenskan storm á Kaldadal —-já, gerir ástarjátningu sína ekki aðeins storminum, sem geisar um grund, svo sem þeim „krafti, sem öldurnar reisir“, svo sem „þeim nætti, sem þokurnar leysir“, held- iir jafnvel hinu eilífa stríði, sem hann með ólgandi blóði býður söng sinn, — nú situr hann eins og særð- ur fugl, er revnir að „hefja hugans brotinn væug yfir harrn og hjart- ans kvöl, horfna gæfu og nástætt böl“, en megnar ekki að fljúga. Nú andvarpar liann í sárri hrygð: „Jeg er ei söngvinn svanur n.je sviffrár valur. Nei! Veikur <>g vesall tnaður, em veld niínuni hörmuni ei“. Aldrei hefir neitt íslenskt skáld lýst hörmum sínum jafn átakanlcga og Hannes Hafstein, þar sem hann scm bíðandi „á bergsnös kaldri mcð blóðug ólífssár starir á veglausa víðátt og voðageimur hár ómar af auðnar tómleik“. En þótt honum finnist sum augna- blikin sem „öll líkn hafa dregið sig í hlje“, þá sleppir hann þó aldrei vonar-stoðinni, sem hann á í guðs- trú sinni, Honum fær það huggunar í harmamyrkrinu, að „---------sú komi stund, að vjer sjáum, skynjum og reynum endalaus ógrynni dýrðar sem opnast ei dauðlegum neinum“. ast áranna, er hann stóð á meðal yðar sem háttprúða glæsimenn- ið og fyririnannlegi foringinn, glað- ur í vinahóp, heldur en raunaár- anna, er glæsimennið var ekki orðið nema eins og skuggi af sjálfum sjer. Þjer eigið, þykist jeg vita, marga ljúfa endurminningu frá þessum fyrri tímum; — guð gefi yður að geyma þær hreinar og bjartai', sem endurminningar um trygglyndan vin. En dragið þá líka þann lær- dóm af harma- og raunaferli vinar yðar, sem vjer öll þurfum á að halda, að „aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að ekki geti syrt jafn sviplega“ og gerði í lífi hans. Og þótt þjer verðið að. segja eins og honum sjálfum varð að orði: Hann lieldur dauöahaldi í von eilífs lífs, þar sem sjerhver rún verði ráð- in, og öll sár verði grædd. Og þótt honum finnist „veiklað þrek til vinnudagsins viljans átök hædd og smáð“. getur hann þó kvatt hið þunga sorg- ar sár sitt með þessari bæn til Drottins: „Unn mjer, Drottinn, líknarlagsins, lausn mjer veit af þinni náð“. En þessi þunga raun átti aðeins að verða „byrjun hörmunganna11 — byrjun þeirrar átakanlegu liarm- sögu, sem nú loks er sjeð fyrir end- ann á, og oss öllum er kunnari en svo, að ástæða sje til að f jölyrða um haria frekar en þegar hefir verið gjört. Hið langa stríð er nú liðið og lausnin fengin af guðs náð, sú lausn, sem hann sjálfur hafði svo lengi þráð og allir vinir hans með honum, er fullsannað þótti, að engin lækning fengist þar önnur en dauð- iun. Hjá öllum hinum mörgu vinum Hannesar Hafsteins, hlýtur það ó- hjákvæmilega að vekja angurblíðar tilfinningar, að lntgsa til fyrri dag- anna og þeirra ára er þeir voru að samvistum við hann. Yður mun á- reiðanlega vera það ljúfara að minn- „Fatast mjer oft hjer eftir — örlög þau veit jeg gjörla — trúin á mátt og megin“, — þá er það ekki hið versta sem manninn getur hent, beri hann að- eins gæfu til að eignast þá trú í staðinn, sem hald best hefir reynst í hörmum lífsins, trúna á guðs óum- ræðilegu náð í Jesú Kristi Drotni vorum, — trúna á náðina, sem er fús að fyrirgefa brotlega barninu, sem til hans flýr, og veita því, löm- uðu af lífsins stormum skjól við hjarta sitt. Hve langt, Hannes Haf- stein sjálfur komst í þessu tilliti — eða hvort hann komst alla leið, svo að friður guðs næði nokkru sinni fullum tökum á hjarta hans — um það get jeg ekki borið. Jeg ætla, að hann lengst æfinnar væri maður trú- bneigður, þótt lítið gætti þess í elstu Ijóðum hans. En með vaxandi aldri og lífsreynslu verður trúarinnar meira og meira vart í kvæðum hans. Honum verður það sýnilega með hverju ári Ijúfara, að geta lagt líf og velferð og öll sín áhugainál í líknarhendur almáttugs guðs. Og sem „veikur og vesall maður“ veit hann sig náðarþurfa. En um burð- armagn þessarar trúar hans get jeg ekki dæmt, til þess var jeg honum ekki nógu kunnugur, eða hve hald- góð stoð hún reyndist honum á bar- áttuárurium þyngstu. Guð einn veit það, — hann sem. lagði rauna og þjáningabyrgðina þungu á herðar honum og vafalaust hefir haft sinn ékveðna tilgang með því. Honum, sem ræður öllu og ræður vel af rík- dómi gæsku sinnar, honum og náð- arvarðveislu hans felmm vjer öndu hans. Náðarhiminn guðs er stór — ó- endanlega miklu stærri en hugur fær gripið. Kærleikshaf guðs er djúpt — óendanlega miklu dýpra en vjer fáum skynjað. Látið þetta Vera huggun yðar, þjer öll, sem hjer eigið um sárt að binda og berið sorg í hjarta. Látið þetta vera huggun yðar, þjer háaldraða og margreynda móðir, sem reyna urðuð svo margt mæðuáfallið í lífi yðar og nú síðast þetta að liorfa á eftir þessum syni 'yðar ofan í gröfina, — honum er yður var svo innilega lijartfólginn og líka unni yður svo heitt. Jeg geng að því vísu, að mörg hafi móð urbænin stígið upp frá hjarta yöar fyrir honum, bæði þá er alt ljek honum í lyndi, og eins þá er dróg fyrir hamingjusólina. Guð gefi yð- ur líka þá öruggu vissu trúarinnar í hjarla yðar, að þær bænir hafi verið heyrðar og alt hafi nú snúist honum til fagnaðar og friðar á landi endursamfundanna við áður horfna ástvini, þar sem engin synd er framar til og enginn harmur eða kvöl. Og þessa sömu huggun gefi guð náðarinnar einnig yður öllum nærstöddum börnum hans, svo og fjarstöddu dótturinni og fósturdótt- urinni, ásamt öllum öðrumástvinum hans bæði nær og fjær. Þjer þekkið sjálf miklu betur en jeg þann inni- lega kærleika, sem hann bar til yð- ar og liversu hann var vakinn og sofiun allur í því að efla hag yðar sem best hann gat, meðan hann mátti sín nokkurs. Guð blessi yður allar endurminningarnar um hann frá liðnu dögunum. Þegar þjer nú kveðjið liann hjer í dag hinstu kveðjunni, þá gleðji yður tilhugs- un þess, að þjer eruð ekki ein um að kveðja hann, heldur stendur þar öll hin íslenska þjóð með yður, árn- andi lionum náðar af guði og þakk- andi honum fyrir alt það, er hann vann og alt það, er liánn vildi þjóð vorri til gæfu og gengis. Og nú kveður liann alla ástvini sína, elskaða móður og ástfólgin börn, tengdasyni, bræður, mága og frændur, og aðra vini og þar ekki síst hana, sem svo frábærlega stund- aði hann í hinni löngu legn, - hann kveður yður öll í kærleika og inni- legu þakklæti og hann kveður alla hína íslensku þjóð, árnandi henni gæfu og gengis um alla ókomna tíma. Innan skamms heimtar hin myrka mold og móðurskaut jarðar dáið hold. En vjer, sem eftir stöndum göngum senn inn til fagnaðarhátíð- ar guðs barna, og fæðingarhátíðar hins mikla vinar syndarans, sem opnað hefir oss náðarhiminn guðs. Vjer viljum því kveðja hinn látna bróður vorn að síðustu með þeirri ósk, að guð af náð sinni gefi hon- um fyrir sakir Jesú Krists, gleði- leg jól á ljóssins landi, þar sem læknast sár og þverra þrár og þorna tár! Já, guð gefi oss öílum gleðileg jól í Jesú nafni. Amen.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.