Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.01.1923, Blaðsíða 1

Lögrétta - 01.01.1923, Blaðsíða 1
Skrifst. og afgr. Austurstr. 5. BSGjslI*folilð Moi*§UnblaðÍði Ritstjóri: Þorst. Gíslason. XVIII. árg. 1. tbl. Reykjavik, mánurfaginn i. jan. 192^. ~3 ísafoldarprentsmiöja h.f. f Hannes Hafstein. | Ræða ör. Jóns Helgasonar biskups við jarðarför hans frá ðómkirkjunni 22. ðesember 1922. I =n=^l Drottinn vor guð, eilífi faðir, kenn þú oss að telja vora daga, svo að vjer verðum forsjálir — kenn þú oss að meðtaka livern dag æfinnar af náð- /irhendi þinni sem föðurlega gjöf oss tii undirbúnings undir eilífðina. Og þótt þú sækir oss heim með sorg og iræðu og kvöl, þá hjálpa oss líka til þcas að taka slíku með undirgefni r.ndir vísdómsvilja þinn, fastlega treystandi því, að þú hafir ekki falið íniskunnseini þína eða brugðist náð- arfyrirheitum þínum, heldur aðeins hreytir við oss eins og þú sjer að oss börnuin þínum er fyrir bestu. í Jesú nufni. Amen. ,,Jeg liugsa til fyrri daganna og þeirra ára, sem löngu eru lið- in“ (Sl. 77,5). Þessara oröa Asafs virðist . mjer vera ástœða til að minnast v'ð líkbörur þessar, sem vjer í dag liöfum fjölment kring- um. Vjer kveðjum að vísu aldrei nokkurn mann á greftrunardegi h.ans svo að hugur vor ekki hvarfli til fyrri daganna og liðnu áranna, hafi oss að einhverju leyti verið kuunugt um þau. En þar sem í hlut eiga menn, sem eftir dáðrík starfsár hafa um alllangt árabií, fyrir þungan örlagadóm, orðið að dveljast fjarri sjónarsviðinu, þar scm þeir unnu hlutverk sín, já svo lengi, að mönnum jafnvel er tekið að fyrnast nafn þeirra og störf þeirra til þjóðarþakka — þar verður það alveg sjerstaklega bæði rjett og skylt að hugsa til fyrri daganna og áranna, sem löngu eru liðin, til þess þá um leið að minnast þakkai’skuldarinn- ar, sem vjer erum í við þá fyrir störf þeirra, og við guö, sem gaf oss þá. Það eru ekki möVg ár liðin síð- an er það hefðu þótt mikil sorgar- tíðindi, er bárust út um bæ vorn miðvikudaginn 13. þ. m., aö Hann- es Hafstein væri látinn, jafn þjóð- kunnur maður og hann var fyrir löngtl, og jafn framarlega og bann hafði um alllangt skeið staðið í þjóðlífi voi’U sem æðsti valdsmað- ui þessa lands innlendur. En nú mun flesturn, og þar ekki síst þeim, er hlýjastan img báru til hans, hafa orðið að taka þessum tíöindum fremui' sem gleöitíöindum, lofandi feuÖ fyrir lausnina, sem liinuni látna haföi hlotnast. Því að svo haföi síð- asta skeiö æfi lians riuiniö fram, mótað a£ þungum harmi og sárri kvöl um allmörg síðustu árin, að dauðinn var löngu oröinn einasta hugsanlega lækningin honum til handa og þá vafalaust líka þaö, sem liann cinatt með sjálfum sjer mun hafa þráö heitast, svo saddur lífdag anna sem liann var orðinn. Sjaldan höfum vjer öllu áþreifan- legar sjeð staðfestan sannleika hins gamla spámannlega orðs: „Alt hold er gras, og allur yndisleikur þess sem blóm vallarins. Grasið visnar, blómin fölna, þegar Drottinn andar á þau“. Sjaldan hefir hverfleiki hamingjunnar birst ossíátakanlegri mynd en í æfi Hannesar Hafstein. Það átti að veröa beyskjufult hlut- skifti þessa manns, sem öldurmann- legastan mundi mega telja allra Is- lendinga af þeirri kynslóð, sem vjer tilheyrum, eftir að hafa tvívegis staðiö á hátindi metorða og mann- virðinga sem æðstivaldsmaðurþjóö- ar vorrar, aö enda æfi sína sem harmkvælamaður, fjötraöur á sjúkrabeð árum saman, oftlega sár- þjáöur og friðvana, já að síðustu nálega gleymdur samtíö sinni. Einn- ig hann hefir oft mátt „hugsa til fyrri daganna og þeirra ára, sem löngu eru liðin“ slík breyting sem oröið hafði á lífskjörum hans. Hiö sama viljum vjcr nú og gera, sem í dag erum hingað komintilþess að kveðja Hannes Hafstein látinn. Einnig vjer skulum hugsa til fyrri daganna og liðnu áranna á þessari kveðjustund í drottins liúsi. Pullur liálfur fimti tugur ára eöa meira er uú liöinn síöan er jeg fyrst heyrði llannesar Ilafsteins getið. Þaö var á námsárum hans hér í ærða skólanum, þar sem hann var .ambekkingur elsta bróðir míns og bjó öll skólaárin í næsta húsi viö æskuheimili mitt. Og þess minnist jeg’ þá sjerstaklega frá þeim árun- um livert orð fór af hinum unga og tápmikla sveini, hversu jafnaldrar iians dáðust að honum sökum á- gætra hæfileika hans til náms, og hversu þegar á þeim árum þóttu koma í ljós hjá honum ýmsir þeir eig'inleikar, sem mest gætti síöar í ífi lians sem fulltíða manns, enda var þi í spáö af flestum, að hans mundi bíða bjartir framtíöardagar ef heilsa og aldur entist,. Og ánægju- legt er að minnast þess nú livern hug hann bar til ættjarðar sinnar þegar á þessum árum. Þaö sýnir hin fagra ástarjátning hans til íslands, scm miui hafa orðið tii síðasta árið hans í skóla. Hún byrjar á þessum fögru oröum: „Jeg elska þig bæði sem móöur og mey“ og lýkur meö þessu indæla erindi: „Ef ver'ð jeg að manni — og veiti þaö sá, sem vald hefir tíöa og þjóöa, að eitthvað jeg megni, sem lið má þjer,bárust, einkum undir aldarlokin, j þá daga voru urn þaö hve heppilega jsýndu það berlega aö framtíð landsjheföi tekist með skipvn fyrsta inn- þótt lítiö liaí'i jeg að Ijá bjóða — jog þjóöar átti mikið ítak í hjarta | lenda ráðherrans, þá mundi mega jhans. Kynnin, sem liann nú fjekk af. segja, aö nú blandi t mönnum ekkí þá legg jeg aö föngum mitt líf við þitt inál hvern ljóðstáf, hvern blóðdropa, hjarta og sál“. Með slíka ástarjátning í hjarta kveður liann ættjörðn sína sem stú- dent t—átjan vetra gamall — til þess aö afla sjer frekari lærdómsframa viö Khafnarháskóla. Námsár lians í Khöfn voru að mörgu leyti ólgu- og byltingarár, þar sem nýir straumar og nýjar stefnur voru að brjóta sjer farveg bæði á sviði stjórnmála og bókmenta, og eins og venjulega fer, þá tók hiö nýja einkum fanginn hug og hjarta æskulýðsins. Hannes Haf- stein, sem að eðlisfari öllu var fram- sækinn, kappsfullur og brennandi áhugamaður um flest þau mál, sem hann á annaö borö veitti fylgi sitt, liann gerðist nú allur og óskiftur maður hinnar nýju stefnu og meira að segja eins og hún birtist í sinni róttækustu myud.Þaðsem mestgagn tók huga lians og lijarta á þessum árum, geröi hann alþjóð heyrin- kunnugt í ljóðum sínum, er nú tóku að berast heim til ættjarðar hans, rjett óvenjuþróttmiklum frá hendi jafnungs manns. Jeg tel mjög lík- legt aö mörgtím hinna eldri inanna liafi þótt hiö unga skáld fara full- geyst í heimsádeilum sínum og ljóð hans fullþrungin af uppreistarhug gegn stefnum og stofnunum, sem ekki voru honum að skapi. En eng- um mun hafa dulist, að hjer var nýtt skáld komið fram á sjónarsviö- ið og' sá þróttur karlmenskunnar í ljóðum lians, að þau hlutu að vekja eftirtekt, enda geröu þau það svo að segja um land alt.. Ilefði Ilafstein lifað meö stærri og auðugri menningarþjóö en vjer erum íslendingar, má gera ráð fyr- ir, að liann hefði með öllu helgaö skáldskapariöjunni æfidag sinn, því að hann haföi til þess fleiri skilyrði en margur annar, sein það hefir gert. Eu svo átti þó ekki aö verða. Að vísu hefir hann meö íjóðum sín- um áunniö sjer hefðarsæti meöal ís- lenzki'a skálda, sem ekki verður frá honum tekiö meöan nokkur ahu ljóðagerð á landi hjer. En skáld- skapariöjan hefir þó ekki orðiö það starf hans, sem markaði dýpst spor í þjóðlífi voru. A stjórnnjálasviöinu átti Hannes Hafstein að viuna æfistarf sitt og þaö í möi'gu tilliti ávaxtaríkt fyrir land hans og þjóð. Og það er þá einkum með hliðsjón á því starfi lians, seni vjer í dag hugsum til fyrri dagauna og liönu áranna. Að afloknu námi crlendis hvarf Ilnuues Ilafstein aflur heim lil ictl- jarðar sinnar, til þess, eftir nokk- urra ára dvöl lijer í bie sem lands- liöföingjaritari, að flytjast veslur til ísafjaröai', sem bæjarfógeti og sýslumaður. Hann hafði sig lítið í framrni um opinher mál önnur en þau, sem embættiö varðaöi, á þess- mn árum. En Ijóöin, sem frá honum högum þjóðar sinnar, sannfæröu hann um _hve oss væri ábótavant í mörgum greinum,hve mörg verkefni væru fyrir hendi. Við vígslu Olfus- árbrúarinnar liafði hann mint á það í fögru kvæði hver nauðsyn væzp á, að „-------hefjist brú til betri tíöa, bi’ú til vonarlandsins frónskra lýða, brú til frelsis, brú til menta hæða, brú til mannfjelagsins æðstu gæða“. Hann langar til þess að verða brúarsmiður meö þjóð sinni — brií- arsmiður til betri tíða fyrir hana. Honum finst lognmókið svo ægilegt sem grúfir yfir lífi þjóðarinnar, tífalt ægilegt er hann hugsar til möguleikanna mörgu, sem hjer eru fyrir hendi. Island er enn í augum lians „sem órættur draumur, óráðin gáta, fyrirlieit“. „Hvað verður úr þínum hrynjandi fossum? Hvaö veröur úr þínum flöktandi bloss- um?“ — svo spyr hann og liugur- inn leitar í hæö: „Drottinn lát strauma af lít'ssólar ljósi læsast í farveg um hjartnanna þel. Varna þú byljum frá ólánsins ósi. Unn oss aö vitkast, og þroskaSt. Gef beill, sem er sterkari’ en hel“. En eigi „landið góöa,landið kæra, langtum betra en nokkur veit“ að ná takmarki sínu, þá þarf að hefj- ast hjer með oss „brú til frelsis“, en það er undir landsins sonum sjálf um komiö, — alt er Undir því komið að þeir mipnist þess jafnan: „að móðir vor á rjett sem ei má hrjá“. 11 er smátt í samanburöi við helga og liáa hugsjón þjóða: „Pram- tíö ættarlands" „að gaufi ei þrælar gröfum fonmm á, (iii göfgist niöjar manni frá til manns í fullri frelsislausn, en viðjum bróöur- bands“. En þessi og þvílík eggjunarorð voru meira en skáldhugsanir, sem gripu hann eitt augnablik. Með hon- uin bjó rík löngun eftir að sjá bæt- ur verða á hag ættjaröar sinnar og bundimi enda á langvint stjórnmála- þref og haráttu, þar sem hvorki gekk uje rak. Skömmu eftir alda- mótin er Hafstein kominn inn í sl jórnmálabaráttuna sem alþingis- maöur og orðinn þar foringi, sem margir fylktu sjer um, enda bar hann af fléstnm öðrum í þingmanna liópnum sökum mikilla vitsmuna sinna, madsku og vopnfimi jafnt til sókuar og' varnar. Og þremur árum síöar er hann kominn í æösta valda- sessimi með þjóö vorri, svo sem hinn fyrsti innlendi ráöherra íslands. Nú reyndi á hvert brúarsmiðsefni var í Hannesi Ilafstein. Svo skiftar sem skoðanir manna í hugur um, aö Hannes Hafstein væri þar rjettur maður a rjettum staö, — maðurinn, sem hafði til aö bera flest skilyrðin, til þess að skipa þann sess, eins og kringumstæðurnar voru» svo aö íslandi mætti veröa til gagns og sóma. Um það munu allir vera mjer sam dóma að með stjórnartöku Hafsteins hefjist nýtt tímabilísöguþessalands, aliðugra aö framförum á ýmsum sviðum en nokkurt tímabil á undau. Hjer er vitanlega livorki staður nje stund til þess að fjölvrða um þau framfaraspor, sem stigin voru sjer- staklega í stjórnartíð Hafsteins enda aðrir til slíks betur fallnir en jeg. Eitt stórmál verður þó aö nefna, meö því aö þaö var eitt af megin- skilyrðunum fyrir framförum vor- um á flestum öðrum sviðum, og all- ir án undantekningar munu nú þakka honum fyrir. Fyrir öfluga framgöngu Ilafsteins kemst ísland í það símasamband við umheimin, sem svo lengi hafði veriö þráö vegna þess hvc einangrunin stóð oss fyrir þrifum. Þótt Hafstein hefði ekkert annað aöhafst í stjórnartíð sinni, en a ð lirinda því máli í framkvæmd, þá markar það eitt svo stórt sporífram þróunarsögu vorri, að það má aldrei glcymast og inun vonandi lieldur aldrei gleymast hvern þátt hann átti í því aö afla því máli sigurs. Og eins mundi mega segja, að þótt Hannesi Hafstein tækist ekld að binda þann enda á stjórnmáladeil- urnar viö sambandsþjóð vora, sem liann þráði, og honupi væri það ein- att 1il foráttu fundið af andstæð- ingnm sínum, að hann hefði gerst þar of lítilþægur fyrir hönd þjóðar simiar, þá er það víst, að fyrir öfl- ugt atfylgi Hafsteins komst sain- bandsmálið á þanu rekspöl í stjórn- artíð hans,sem fyr eöa síðar hlaut að leiða til þeirrar fullkomnu ogvíö tæku viðurkenningar á rjetti þjóð- ar vorrar til sjálfstæðis, sem vjer fengiun af Dönum 1. desember 1918. En eins og gagnsemin af stjórnar- störfum llafsteius fvrir ísland er ótvíræö, jafnvíst er hitt, aö erleudis hefir Islaud ekki lilotið mejri sóma af framkomu annara sona sinna á því sviöi en Hannesar Hafsteins. Auk liins lifandi og einlæga áliuga hans á lieill og liamingju Islands, var hann í ríkum mæli búinn ýms- um þeim mannkostum, sein nauösyn- legir.voru manui í hans stööu. Allir vitum vjer hver vitsmunamaðui' liaiiu var og hve einarðlega hami bar þau mál fram, sem liann vildi að næðu fram.að ganga. En einurð- ’m var samfara þeirri begni og lip- urö, sem ávalt er fyrsta skilyrði fyr- ir góðum úrslitum, hvort heldur þá er tala þurfi máli íslands við liina erlendu valdhafa, sem mestu rjeðu um öll vor mál, eöa þegar semja þurfti fyrir landsius hönd um fram- gang nauösynjamála eða um fram- T«*

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.