Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.01.1923, Blaðsíða 3

Lögrétta - 01.01.1923, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 Þórður Pálsson læknir. Þórður Pálsson læknir íi Borg-; arnesi kom suður hingað í lok i nóvembermánaðar til þess að leita sjer lækninga við augnveiki. j Hafði sjón hans mjög snögglega; bilað, og nokkru eftir að hann j kom hingað varð hann alblindur. F.n jafnframt tók hann þunga veiki og lá með óráði, þai' til hann andaðist á aðfangadagsmorg- un. Þói'ður var fæddur á Hjalta- bakka í Húnavatnssýslu 30. jxxní 1876, sonur sjera Páls Sigurðs-j sonar, er síðast var prestur í Gaul- j 'verjabæ (d. 1887), og Margrjetar Þórðardóttur, sem nú er hjer hjá syni sínnm, Árna bókaverði. Þórð- ur varð stúdent 1896, en útskrif- aðist af læknaskólanum 1902. — Varð árið eítir læknir í Axar- fjarðarhjeraði, en Borgarneshjer- að fjekk hann 1908 og hefir þjónað því síðan. 10. okt. 1903 kvæntist hann Guðrúnu Björns- dóttur Jónssonar ráðherra, er lif- ir mann sinn. Börn áttu þau ekki. Þórður var fjörmaður og gleði- inaður, góður drengur og vel lát- inn. Söngmaður var hann ágætur. Louis Pasfeup. 1822—1895. Niina í dag, 27. desember 1922, eru rjett hundrað ár liðin síðan einn mesti velgerðamaður mannkynsins, Louis Pasteur, var í heiminn borinn. Haijn kom til í litlum bæ, á Frakklandi, sem he'tir D ó 1 e, en fiuttist barn með foreldrum sínum í annan smábæ þar í landi, Arbois (undir Júrafjöllunum), þar voi’u 'hans æskustöðvar, sem hann mundi og elskaði alla sína æfi (dó 28. sept. 1895). Faðir hans, Jean-Josepli Pasteur, var sútari, en hafði verið fyrir- líði í hersveitum Napóleons mikla, hafði lifað alla sigurfrægð frönsku þjóðarinnar eftir Jaá miklu ver- aldarbyltingu, sem hún kom af stað, hafði lifað ófarirnar á eftir, bar þess merki, var heiðursmaður, alvörugefinn, enda þunglyndur, og elskaði ættjörð sína yfir alla hluti fram — var frakkneskur maður. Af móður þessa heimsfræga manns fara ekki miklar sögur. En svo er sagt, að hún hafi verið góð kona, fyrirmyndar húsmóðir, held- ur lítil vexti, til þess tekið hvað hún hafi verið fríð til augnanna, Louis Pasteur var ekkert undra- bax-n, var ekki nema meðal- drengur í skóla, var bersýnilega seinþroska, svo að engan af hans fyrstu keimurum grunaði neitt um það, að þeir væru að ala upp einn af þeim mostu og bestu mönn um, sem sögur fara af. Það er ekki gerlegt í lítilli bíaðagrein, að lýsa æfistarfi þessa manns, mérkasta vísindamanns vorra tíiua. Einn stallbróðir minn (Btefán Jónsson) gerir það í dag í vandaðri rœðu, yfir liöfði Jóni. En jeg ætla þá að gera annað — jeg ætla að vekja athygli á því, að Louis Pasteur — að hann var einn mesti vísindamaðurinn, sem heimurirtn hefir alið, það ætla jeg öllurn að vita, — en jeg ætla að vekja athygli á því, að hann var líka einn af þeim b e s t u mönnum, einn af þeim mestu öðlingsmönnum, sem sögur fí.ra af. Það var 1844, þegar Pasteur var 22 ára og kominn til París, lag'ði aðallega stund á efnafræði, það var þá, að þýskur efnafræð- iiigur (Mitschei’lich) ■ slöngvaði þeirri spurningu framan í alla sína stallbræður: Hvernig stendur A þessu, hjer eru efni (vínsúr sölt),' sem e'nlægt eru eins að samsetn- ing, en tvívinda að ljóseðlisfari — hvernig stendur á þessu? — Eng- inn gat svarað. Pasteur — það var hans fyrsta vísindaverk —'' hann rjeðist á þessa gátu. Hann í'jeði g'átuna. Það var fyrsta af- rekið hans. Þá var hann rxxmlega tvítugur. Og einn frægasti efna- fræð'ngxxr Frakka í þá tíð, B i o t, þegar hann sá þessa uppgötvun, þá greip hann í handlegginn á þeinx unga nxaxxni og mælti þessi m'nnilegu orð: „Góði drengur xx-inn, svo mjög hefi jeg elskað vísind'n alla mína æfi, að annað eins og þetta vekur fagnaðarslátt I hjai'ta mínu“. Þetta var upphafið að frægð Pasteurs, og nú var hann einráð- ii.n í því að vei’ða efnafræðingur. En svo vildi nokkuð til: Þið nxunuð flest hafa sjeð þessar grænu skófir, sem koma á aldini (sítrónur, appelsínur), ef þau l.'ggja í rökxx lofti og hlýju. Það er sjúkdómur; orsökin er edns konar sveppur (Penicillum glau- cum). Nú datt Pasteur í hug að reyna hvernig þessir sveppir verkuðu á vínsúru efnin, sem hann var að fást við. Utkoman var undraverð, en æði fiókin, verður ekki lýst hjer, er nefnd af því að þetta atv;k varð til þess, að gerbreyta lífsferli Louis Pasteurs. Upp úr þessu datt konum í hug að rannsaka alt, sem fi'á gam- alli tíð var kallað ,ger‘ og ,gerð‘. Um þá hluti var þá alt í villxx og svíma, haldið að éinhver dauð efni væru völd að allskonar gerð. Það var annað stórvirki Paste- xxrs: Hann sannaði nú, að það eru lifandi smávex'ur, sem gerðum valda, liver s:nni gerð. Þessi uppgötvun var blátt áfram stór vísindabylting. Jeg verð að fara fljótt yfir sögu, en það er svo erfitt. Því nú kemur að því þrekvirki Paste- urs, sem kannske einna lengst verður í minnum haft. Frá alda oðli var allur heimur fulltrúa um það, að alls konar smáverur (enda lýs og mýs) gætu „kviknað af sjálfu sjer“ — af dauðum efnum (generatio spontanea). Nú tekur Pasteur til: Hvaðan koma þessh’ gerðai’sveppar ? Ætli það sje satt, að nokkuð lifandi koixii til úr dauðum efnum, for- eldrislaust? Gamli Biot sagði þá við Pasteur: „vertu ekki að þessu, það er bara tímaspillir“. Og ann- ar mjög merkur maður, Verdet, sagði xxm sama leyti: „Hann Pasteur kann sjer ekkert hóf í visindunum; jeg held hann fari forgörðum; liann er einlagt að fást við ráðlausar gátur“. Alt fór á aðra leið — það er ein fegui’sta vísindasagan sem til er, hvernig Pasteur eftir langt erfiði tókst að fullsanna það, að sjálfsfæðing (generatio spontanea) á sjer aldrei stað. Það er livers ípanns yndi að lesa söguna af þeim frægu raxxnsóknum. Nú var Pasteur orðinn víð- frægur maður, einskonar töfra- maður. Og nú tók óðunx að bera á því, sem var í’íkast í eðli hans, kærleika, ættjai’ðarást, mannkyns- ást. Öll hans vísindastarfsemi upp frá þessu snýst um það, að vinna ættjörð sinni gagn, og þar með öilu mannkyninu. Og lionum vai’ð ótrúlega mikið ágengt. En jeg vei’ð að fará fljótt yfir sögxx: Yínyrkja er enn höfuðatvinnu- vegur Frakka. Vínin urðu oft „sjúk“, vddu skemmast. Pasteur fanu ráð við því — og mörgu öðru um leið. Aðferðin er kend við hann, kölluð pasteurisa- t i o n, og ef þið viljið sjá hana, þá farið og finn'ð Mjólkurfjelagið hjer í bænum. Silkirækt er anixar mikill at- vinnuvegur á Frakklandi. En í þá tíð hrundu silkiorinarnir niður, tjónið svo mikið, að talið var nema 100 miljónum franka á ári. Allid ráðalausir. Fóru til Pasteur. „Jeg hefi aldrei sjeð silki-orm“. „Þeim mun betra“, sagði einn merkur vinur hans, „þá ferðu ekki eftir neinum hleypidómum“. Pasteur leysti úr þeim vanda, fann að þetta var næmur sjúk- dómur í silkiorminum, fann sótt- kveikjuna, og — það sem mest er um vert — fann ráð til að vai-na þessu atvinnuböli. Þetta var óttalegt ei’fiði. En það er svo nxerkilegt, hugsunarrjett sam- hengi í lífi Louis Pasteurs. Nú fer hann að hugsa xim það: Ætli það sje ekki svo um alla næma sjúkdóma, eins og allar gerðir, að alstaðar búi á bak við einhver ein, sjerstök, lifandi vera? Þá kom eitt í veginn. Maðurinn hafði unnið fram af sjer, og 1868 — 46 ára ganxall — fjekk h'ann slag, varð mátt- laus öðru megin, taldi sig af, sagði við vini sína: „Mjer kenxur xlla, að þurfa að deyja, hefði vilj- að gera landinu mínu eitt hvað nxeira gagna' ‘. Það merkilega er, að hann komst til fxxllrar heilsu og átti eítir að gera landinu sínu og öilu mannkyninu það g&gxx sem aldrei verðxxr fullþakkað. Það var von hann segði svo, því skömmu áður en hann veikt- ist, rjett eftir að liann hafði fxxndið og xxnnið bug á þessurn háskalega sóttnæma kvilla í silki- ormunum, þá flaug honum í hug þessi spánýja hugmynd: „Ætli það sje ekki svo, að hver næmur sjúkdómur stafi af einni og kömu, lifandi sóttkveikju? Þegar hann var að komast til fullrár heilsu aftur, dundi yfir frönsku þjóðina ólánið — 1870 — ’71; og það er best jeg' segi það strax, hann, Louis Pasteur, sem elskaði ættjörð sína yfir alla hluti fram, þið megið ekki halda að hann hafi hatast við Þjóð- verja eftir 1871. Nei, nei. Það sem hann sagði var þetta: „Pauvre France, chére patrie, que ne puis-je contribuer á te relever de tos desastres!“ Jeg vil ekki þýða þessi orð. Þeim er nóg sem skilur. Og jeg verð lika að gera enda á nxáli mínu. Jeg vona að stallbróðir minn, Stefán Jónsson, lúti prenta fyrirlestur sinn um vísindastarfsemi Louis Pasteurs, segi frá síðustu afreksvei’kum þessa einstaka uxanns, um hæsna- kóleruna, um miltisbrandinn og um fram alt, hvernig hann, sem e k k i var læknir, fann ráð til þess, að lækna einn banvænasta sjúkdómiixn (Hydsophatia). Jeg verð að ljúka máli mínu. Louls Pasteur átti alt í senn, sem ágætan mann má prýða: Átti andargift um fram flesta þá menn, er sögur fara af, næma geðsmuni og risavaxinn vilja. Það var sú tíð, að franska þjóðin var talixx öndvegisþjóð allr- ar veraldar fyrir atgervis sakir. Margir kunna áð lialda, að þeirri öld sje lokið. Jeg lield það ekki. Jeg held, að í dag, 27. des. 1922, hljóti allar menningarþjóðir a"ð muna manniixn L o u i s P a s t e- u r, og lúka xxpp einum munni, segjandi: Yive la. France! 27. des. 1922. G. B. Samkvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum getur nú Morgunblaðið flutt þá fregn, að íslandsbanki hefir fengið reksturslán í Ame- ríku, Englandi og Danmöi'ku, sem- svarandi hjer um bil fjórum milj. íslenskra króna. Þetta er góð fregn. Lánið bætir úr brýnni þörf og bendir til þess, að nýjar viðskiftaleiðir sjeu að opnast í fjármálunum. Eins og kunnugt er, hefir Egg- ert Claessen bankastjóri verið er- lendis í haust í lánsútvegunum fyrir bankann, í Danmörku, Eng- landi og Amei’íku, og nxx nýlega fór Tofte bankastjóri einnig t:l ; Kaupmannahafnar. Voru þeir < bankastjórarnir báðir í Kaup- 1 mannahöfn þegar lánið var tekið, en nú er E. C. á heimleið. -O Frú Astrid Stampe-Feddersen. Island á marga áhugamikla vini nxeð Dönum og í seinni tíð hefir þeim fariö mjög fjölgandi, svo aö þeir hafa aldrei fleiri verið með sambandsþjóS vorri en nú, sem bera hlýjan hug til íslands og hinnar ís- lensku þjóöar og óska þess einlæg- lega að alt megi snxiast landi voru og þjóð til gæfu og gengis. Að þetta er að mjög miklu leyti starfsemi „Dansk-íslenska fjelagsins að þakka, er vafalaxist. Hin auknu kynni af öllum vorxxm högum, sem „D.-í. f.“ lxefir svo kappsamlega leitast við að veita hinni dönskxx sambandsþjóö, liafa á margan veg grafið ýmsunx inisskilningi, senx þar lá í landi, og kala seiu af lionum leiddi, svo djúpa gröi', að öll von er til þess, aö nýjir tímar sjeu í aðsígi hvað snertir alt hugarþel Dana í vorn garð og áhuga á velferð lands og þjóðar. Þaö er því síst ástæðulaust, að „Lögrjetta“ minnist nú þeirr- ar ágætiskonu, sem nefnd er yfir línum þessmn og meö rjettu nxun mega kalla móður þess fjelagsskap- ar, senx svo miliið far hefir gert sjer um að efla sannarlegt samúðarþel með Dönxun og Islendingum og áður en sá fjelagsskapur hófst ljet ekkert tækifæri ónotað til þess að taka mál- stað íslands gagnvart löndxxm sín- unx á mannfundunx og í blöðum, og jafnan með þeim skilningi og þeirri hlýju hugai’þelsins, sem konum er ávalt eiginlegra að láta í ljósi en körlum, þótt saina sjeu sinnisins. Og ástæðan til þess að minnast hennar einmitt nú er því meira sem þessi ágætiskona nú fyrir mjög skömmu (19. f. nx.) hefir fylt 70. árið. Frxx Asti’id Stanxpe-Feddersen er kona af tignum ættum. Faðir henix- ar var ljensbarón Henrik Stampe, kammerherra og „hofjægermester“ (t 1892), og ung giftist hún síðar stiftamtmanni yfir Lálandi og Falstri G. H. Feddersen, en misti hann árið 1912. Hún var snemma mjög eindregin kvenfrelsiskona, í í stjórn fjelagsins „Dansk Kvinde- samfund“ frá 1904 og formaður þess síðan 1913, og ávalt boðinn og búin að styðja það nxál, enda er hún bæði vel máli farin og ágætlega pennafær, eins og tvö af ritxxm henn- ar („Kvindesagen" 1887 og 1907 og „Kan Kvindesagen og Sædelig- hedssagen skilles ad?“ 1888) senx kunnust eru, bera með sjer. Hún er og ákveðiu málhreinsunarkona og hefir ritað ágætan ritling „Vort , ModersmaaT ‘ (1912) um skyldur manna við móðurmál sitt, en auk þess fjölda blaðagreina bæði xxm kvenfrelsismálið og málhreinsun- ina, er allar bera vott um lifandi áhuga hinnar stórgáfxxðu og göfug- lyndu konu. Kærleikxir lxennar til íslands er ganxall, alt frá æskuái’um hennar. Kynnin af fornsögxxnx vorxxm, sem henni voru í æskxx ljúfastar til skemtilesturs, verður til þess að vekja þann kærleika í brjósti lienn- ar. Og hann hefir aldrei kulnað síð- an. Eftix; að hún var orðin eltkja og hafði flxitst til Kaxxpmannahafnar, xirðu Tslandsmálin þi’iðja mesta á- hugamál hennar. Henni sárnaði kuldinn, senx farið var að bera svo mikið á í sambandi Danna og ís- lendinga út af stjórnnxálunum og hún þráði heitt, að sjá hann þoka fyrir bróðui’legri samúð á báðar hliðar til heilla og ánægju fyrir báð- ar þjóðirnar. Hún var ein þeiri’a, sem í blaðinu „Hovedstaden“, sem oss íslendingum var svo velviljað á baráttxxárunum út af flaggmáli og og sambandsmáli, tók eindregið mál- stað vorum, hvatti landa sína til meiri undanlátssemi í þeim málum og hjelt fram rjetti vorum til full- komins sjálfstæðis. Heixni var það ljóst, — ljósara en mörgum öðrum í þá daga — að andþófið af Dana hálfxx væri einvörðxxixgu sprottið af ónógri þekkingu á þjóðarhögum vorum og skilningi á þjóðarrétti vorum. Og því fæddist í hjarta hennar hugmyndin unx stofnun sjer- staks fjelags, er heföi að markmiði, laust við alla pólitík, það eitt að vinna að nánari kynnum með þjóð- unum báðum, er leiða mætti til full- komins samúðar-sambands með þeim. í því skyni tók hún liöndum saman við nokkra aðra danska ís- lands-vini og eftir nýár 1916 varð svo „Dansk-íslenska fjelagið" til. Þann veg varð frú Stampe-Fedder- sen „móðir Dausk-íslenska fjelags ins‘ ‘, og hefir verið í stjórn þess alla tíð síðau er það var stofnað. Tel jeg' vafalrtið, að henni hafi ekki vex'ið annað nxeira ánægjuefni næst- liðin sjii ár en að sjá liag þessa fjelagsskapar blómgast eins og raun hefir á orðið xun liann, og sjá fagra ávexti vaxandi sanxúðarþels nxeð sambandsþjóðunum báðum þroskast á íneiði fullkomnari þekkingar og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.