Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.05.1923, Blaðsíða 1

Lögrétta - 12.05.1923, Blaðsíða 1
Stærsta íslenska lands- blaðið. LOGRJETTA Árg. kosta 10 kr. innanlands erl. kr. 12,50. Skrifst. og afgr. Austurstr. 5. Bæjarblað Morgunblaðið Ritstjóri: Þorst. Gíslason.. XVIII. ápg. 22. tbl. Reykjavík, laugarnaginn 12. mai 1923. ísafoIdarprentsmiSja h.f. al Bftirfarandi ávarp er nú sent út um alt land, í alla kaupstaði og alla úreppa, jafnt til allra stjetta og allra stjórnmálaflokka: Vjer undirskrifaðir leyfum oss hjer með að fara þess á leit við landa vora innanlands og utan, að þeir stuðli að því með fjárfram- lögum, að Hannesi Hafstein verði reistur minnisvarði: líkneskja af honum sjálfum, á góðum stað á almannafæri í Reykjavik. Vjer göngum að því vísu, að íslendingar telji sjer þetta bæði á»æ2ju og sæmd. Hvort sem litið er á Hannes Hafstein sem stjórn- jnálamann eða skáld, ann íslenska þjóðin honum svo mjög, að hann er áreiðanlega einn þeirra manna, sem hugir þjóðarinnar hafa mest hneigst að um síðustu mannsaldra. Með afburða þreki og lægni hefir hann átt svo mikinn þátt í því hvorutveggja: að koma sjálfsforræðis máli þjóðarinnar fram, og að hrinda rjettarbótum og framfaramál- um hennar áfram, að fyrir það getur þjóðin aldrei sýnt þakklæti sitt xueira en verðugt er. Jafnframt er það af öllum mönnum viðurkent, að bann var eitt af helstu ljóðskáldum þjóðarinnar, og að hann hef- ir flestum eða öllum skáldum vorum fremur, lagt stund á að efla vilja og þrótt hennar til dáðríkra framkvæmda með Ijóðum sínum. Það er ósk vor og von, að þátttaka saxnskotanna verði sem allra aimennust. 1 aprílinánuði 1923. A«g- Flygenring, kaupm. Árni Pálsson, bókavörður. Ásgeir Sigurðsson kon- BÚU. Benedikt Sveinsson, alþm. Björn Hallseon, alþm. Björn Kristjánsson, alþm. Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, fyrv. ritstýra. Eggert Briem, hæstarjettar dómari. Einar Árnason, alþm. Einar H. Kvaran, rithöfundur. Einar por g'ilsson, alþm. Eiríkur Briem, prófessor. Emil Nielsen, framkv.stj. Eimsk,- fjel. G. T. Zoega, rektor mentaskólaus. Guðjón Guðlaugsson, fyrv. alþm G. Björnson, landlæknir. Guðm. Eriðjóusson, skáld. Guðm. Guðfinnsson, alþm- Guðm. G. Hagalín, ritstj., Seyðisfirði. Guðm. Olafsson, alþm. O. Sveinbjömsson, skrifstofustjóri. Guunl. Tr. Jónsson, ritstj., Akureyn. H. J. Kristófersson, alþm. H. Steinsson, alþm. Haildór Yilhjálmsson, skóH- stj., Hvanneyri. Hermann Jónasson, fyrv. alþm. Hjörtur Snorrason, alþm. Indr. Einarsson, fv. skrifstofustjóri. Ingibjörg H. Bjamason, alþm., forstöðuk. Kvsk. Rvíkur. Ing. Bjarnson, alþm. Jeus B. Waage, banka- stjóri. Jónas porbergsson, ritstj., Akureyri, Jóh. Jóhannesson, bæjarfógeti. Jón E. Bergsveinsson, Piskiv.fjel.forstjóri. Jón A. Jónsson, alþm. Jón Helgason, biskup. Jón Hermannsson, lögreglustj. Jón Halldórsison, form. Iðnaðarm.fjel. Jón Jácobson, ríkisbókavörður. Jón Laxdal, kaupmaður. Jón Magnússon, fv. forsætisráðb. Jón Sigurðsson, alþm. Jón porkelsson, ríkisskjalavörður. Jón porláksson, alþm. Karl Einarsson, alþm. Kl. Jóns- s<>n, ráðberra. Knud Zimsen, borgarstj. Kristján Jónsson, bæstarjettar- dómstj. Lárus Helgason, alþm. M. Guðmundsson, alþm. Magnús Jónsson aIþæ. dócent. M. J. Kristjánsson, alþm. Magnús Pjetursson, alþm. Magnús Gigurðsson, bankastj. Mattbías pórðarson, þjóðminjavörður. Morten Hansen, skólastj. O. Forberg, landssímastj. Oddur Gíslason sýslum. og bæjarfógeti. Oddur Hermannsson, skrifstofustj. Ólafur Ólafsson, frí- kirkjuprestur. Ó. Proppé, alþm. Páll Halldórsson, skólastj. Sighvatur Bjarnason, fv. bankastj. S. Briem, aðalpóstmeistari. Sigurður Guðmundsson, skólaftj., Akureyri. Sigurður Jónsson, alþm. Sigurður H. Kvaran, alþm. Sigui'ður Nordal, rektor báskóla íslands, 8. Sigurðsson, Búnaðarfjel.forseti. Sigurður Stefánsson, alþm. Stefán Stefánsson, alþm. Steingr. Jónsson, sýslum. og bæjarfógeti. Sveinn Ólafsson, alþm. Tbor Jenseu, kaupm. Tr. pórhallsson, ritstj. IJnnur Bjarklind, skáldkona, Húsavík. pór. B. por- íáksson, listmálari. pórarinn Jónsson, alþm. pórður Edilonsson, hjeraðs- læknir. porgr. pórðarson, hjeraðslæknir. porl. Guðmundsson, alþm. por- lbifur Jónsson, alþm. porst. Gíslason, rit#tjóri. porsteinn Jónsson, alþm. porst. porsteinsson, sýslumaður, Ögmundur Sigurðsson, skólastjóri. Nokkurn undirbúning hefir mál þetta áðux fengið og hafa þessir nienn verið kosnir í nefnd, sem hefir á hendi a'llar fram- kvæmdir: Sighvatur Bjarnason, fyrv. bankastjóri, form.; Jón Laxdal stórkaupm., skrifari; 0. Foi’herg símastjóri, gjaldkeri; Aug. Flyg- eúring útgerðarmaður; Jón Bergsveinsson form. Fiskifjel. íslands; Klemens Jónsson ráðherra; Sigurðnr Sigurðsson form. Búnaðarfjel. íslands og Thor Jensen framkvæmdarstjóri. Kfiginn efi er á því, að máli þessu verði alment vel tekið, og lætur þetta bla’ð fylgja því sín hestu meðmæli. Verslunarfloti vor er nú orð- ii n talsvert stór, mioað við fólks-1 fjölda, } annig, ao vjer ernm nú færir um að flytja til landsins mikið af þeim vörum, er vjer þurfum að nota og annast mest- an hluta útflutningsins mcð vor- am eigin skipum. A stríðstímunum sár.m vjer best að hve miklu gagni það kom landinu að eiga sinn eigin versl- u.iarstól. Það var honam að; ] í.kka að vjer höfðnm aldrui; neitt af þeirri neyð að segja, sem ýmsai' aðrar þjóðir fundu svo sárt til. Þessu hafa menn nú að mestu lcyti gleymt, og manni vtrður ó-ijálirátt á að spyrja, hvort vjer kmnum ennþá að meta það gagn S‘m vor eiginn skipastóll gerir hndinu. Erfiðustu tímarnir eru nú að; mestu um garð gengnir, og er ivú hægt að fá allódýran skipa- kost til vöruflutninga. Vegna I þtss hve þessi erlendu skip, sem I nú eru botin fyrir lágt flutuings- g;ald, eru ódýr og grciða fólki s.'nu lágt kaup og láta því í tje ljelegt fæði, geta þau hæglega kept við skip vor, sem eru í alia s.aði miklu betri og betur haldið við og kosta því meira í rekstri og viðhaldi. Skip vor þurfa að vera útbúin með farþegarúmi, þar- eð þörfin krefst þets, cnda þótt þetta farþegarúm sje oft og ein- att autt, sjerstaklega að vetrin- um til, en er þó dýrt vegna þess að það kostar talsvert fólkshald cg tekur mikið af lestarrúmi skipsins. Auk þess verða skip vor a\ alt að vera viðbúin að þurfa að sigla til þeirra hafna, sem þörf- i ivi er mest að þau korni við á, sigla á þær hafnir sem engin öv-nur skip vilja koma á, og ávalt að koma við þegar þörfin kallar t4 vörulaust er orðið einhverstað- ar o. s. frv. I Siglingar vorar munu nú svara til þeirra krafa, sem hægt er að j gera til þeirra, en samt sem áður er eftir það atriði sem mest ríður a. og það er, hvernig vjer getam komið afurðum landsins frá oss j í fersku ásigkomulagi. Það sem | css vantar, er skip sem getur flutt hið ágæta ,kjÖt vort ferskt á heimsmarkaðinn. í stað þess að rýra gæði þess með söltun og , hafa þá aðeins markað fyrir það I 4 einum stað, sem sje í Noregi, þar sem það verður fyrir í meira lagi ósanngjörnum tollálögum, j þurfum vjer að frysta kjötið og senda það ferskt þangað sem markaðurinn er bestur fyrir það, Skip þetta þarf að vera útbúið íneð frystitækjum og allar lest- arnar verða að vera einangraðar, cg þarf það að geta framleitt alt að 8 stiga frosti. Það á að geta fermt í hverri ferð um 25000 kroppa og flutt þá nýja til Eng- lands. Yerðmunurinn á nýslátruðu cg frosnu kjöti í Englandi, hefir verið rannsakaður og hann er ekki meiri en það, að auk þess sem hægt er að greiða allhátt flutningsgjald fyrir kjötið, má búast við góðum hagnaði af söl- unni. Með því að flytja kjötið ferskt út, má byrja að slátra fyr, það má byrja þegar í september- mánuði, og nær sláturtíminn þá yíir september, októher og nóv- embermánuði. Kjötið er þá selt strax með góðu verði, þar sem markaðurinn er bestur fyrir það, allir vilja fá nýtt kindakjöt, svo vier verðum ekki bundnir aðeins einu laudi, og losnum þá við þess- ar „spekulationir,, með saltkjötið eða að þurfa að geyma það fram á vor áður en tekst að selja það. Auk kjötsins getur skipið einn- ig flutt nýjan lax og nýtt heilag- fiski til útlanda og það sem jeg okki síst álít þýðingarmiliið, er að það getur flutt talsvert af! ísfiski úr botnvörpungunum til Englands, í stað þess að botn- vörpungarnir þurfa nú sjálfir að i'Iytja fisk sinn þangað. Maður gæti hugsað sjer, að skipið kæmi einhvern ákveðinn dag á einhvern Vestfjarðanna og tæki þá fisk úr botnvörpungunum og frysti haun lítið eitt og flytti hann síðan á markaðsstaðinn, og sparaði bj*r- vörpungunum á þann hátt tímatöf þá, útgjöld og kostnað, sem það ihcfir í för með sjer að þurfa að sigla sjálfir með fiskinn til út- landa. Það væri jafnvel hugsan- legt að selja mætti fiskinn á þennan hátt „frítt um borð“ á Vestfjörðum, og þá væri hægt að vita fyrirfram með vissu hvað fsngist fyrir fisk þann, sem þann- ig væri sendur út. Skip það er oss vantar, þarf að vera um 230 feta langt, 35 feta breitt, og þarf að rúma um 60.000 teningsfet. í því verða að vera 3 þilför, og sje þannig bú- ið um, að skilja megi sundur ltstarrúmið með hyllum með hæfi- legu millibili. Allar lestir þurfa að vera einangraðar og frysti- vjelarnar að geta framleitt 6—8 stiga frost. Hraði skipsins verður að vera ll—llþ^ míla, og verð- ur að vera rúm í því fyrir mik- ipn kolaforða. Það er augljóst, að ef vjer viljum koma þessu í framkvæmd, iið geta flutt afurðir vorar fersk- ar á markaðinn, verðum vjer sjálf- ir að útbúa skip eins og þetta til þess, þareð slík skip fást ekki leigð. Jeg hefi rannsakað þetta nokkuð og kom það í ljós, að v Norðurlöndum eru engin skip til af þessari gerð. Skip þau, sem aðrar þjóðir eiga af þessari gerð, og eru notuð til þess að flytja kjöt frá Argentínu og Ástralíu, eru öll svo afarstór, mörg þús- und smálestir, að oss er ókleyft að taka þau á leigu, þó vjer vild- um það, og þau mundu heldur 'J ki' vera fáanleg til þess að sigla til fjarðanna okkar. Jeg •tla ekki að gera að umtalsefni hjer frystihús. fyrir kjötið í landi, þareð aðrir eru kunnugri þeim piálum en jeg, en jeg vildi að- eíns hiðja menn um að íhuga þetta mál og ræða það frekar, því að það hefir afarmikla þýð- ingu fyrir útflutning afurðanna og landið í heild sinni. Reykjavík, 28. apríl ’23. Emil Nielsen. Gleymdu. 'Þú hugsar þá, að það sje ekk- ert til innra hjá þjer, sem þú hefðir gott af að sópa út og gleyma. Víst er það góð og nauð- synleg gáfa að vera minnisgóður á það, sem nauðsynlegt er að muna; en það er svo margt, sem þ ú hefðir gott af að gleyma. Þú segir að hefndin sje sæt. Samt er miklu sælla að fyrirgefa og gleyma. Þú kefir máske alú,*ei t’kið eftir þessu mikla rusli þaraa irni hjá þj'er, sem eykur þjer u- hollustu, óheilbrigði, og gerir big að auðvirðilegúi'? ma..ni að geyma það inni hjá þjer. Sópaðu því út. Láttu hlýja geisla vorsólarinnar lýsa og verrr.íi olla dimmu arkym- ana í hugskoti þínu, svo a'5 þar geti vaxið nýr, þroskasæll vor- gróður — ný blómskúfarós sem opnar bikar sinn á hverjum morgni, til að taka á móti nýj- um, cpdurnærandi. hol'.um lífs- krafti. Orðið héfnl er úrelt orð og hver sá, sem hefir ánægju af þvl að gera öðrum órj-tt og þvinga aðra lil að lúta sjer og dýrka sig, liann verðui g af:nn niður í gleymskunnar djúp, því enginn hefir gott af því að muua eftir honum. Ef þú vilt jálfur verða farsæll, þá lifðu sv<> að allir hafi gott af og öllum sie lj'ift að muna eítir þjer. t Hefir þú aldrei fundið nautn í því að gleyma. Ef þú hefir orðið fyrir þungri sorg, þá gleymdu benni; en mundu eftir því, að skoða vel birtuna, sem er á bak við hana. Ef þú átt óvin, þá gjeymdu honum, þurkaðu hann hurt úr hugskoti þínu; þá getið þið seinna, er fram líða stundir, rjett hvor öðrum lilýja hönd. Ef þú veitst af einhverri yfirsjón hjá þeim, sem er á leiðinni til vegs og virðinga, en sem gæti orðið hunum að fótakefli, ef það yrði lýðum ljóst, þá gleymdu því. Ef þú veitst eitthvað um stúlkuna þarna, sem er á leiðinni í brúð- kaup sitt, sem gæti orðið að skugga á framtíðargleði hennar, þá gleymdu því. Ef þú veitst af ein'hverjum brest hjá unga mann- inum þama, sem er að leita sjer ao álitlegri lífsstöðu, þá gleymdu því. Ef þú veitst af einhverju í húsinu þarna, sem gert geti fjöl- skylduna óhamingjusama, ef þú opinherar pað, þá gleymdu því. Óleymdu pví leiðara, láttu það e?ga sig. Ef að yfirsjónir sjálfs þín standa þjer fyrir hugskots-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.