Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.05.1923, Blaðsíða 3

Lögrétta - 12.05.1923, Blaðsíða 3
I um. Bókin er hvorttveggja í senn, j bókmentaleg og málfræðileg orða- bók, sem leiðir mann að nýjum og auðugum brunnum í norrænni menningarrannsókn með hverju crði, og hún flytur geisilegan fjölda af orðum úr mæltu máli cg tilvitnunum í bökmentir, sem hvorttveggja hlýtur að vekja sanna virðingu okkar fyrir hinu mikla fórnandi og samviskusam- lega starfi, sem höfundurinn hef- ir þarna .lagt fram. Þar að auki má benda á það, að efninu er hentuglega niðurskipað, og full- nægir sterkustu kröfum hvað þýð- inguna á dönsku snertir.....“ í sambandi við ummæli sín um orðabókína, segir próf. 'Olsen, að Nörðmenn sjeu einir af Norður- landaþjóðunum, sem ekki eigi neina orðabók yfir nútíðarmálið. Islendingar sjeu að eignaist sína cg skriður sje kominn á undirbún- ing eða útgáfu slíkrar bókar í Danmörku, og ennfremur sjeu komin út allmörg bindi af „Svenska Akademiens Ordbok“.— Norðmenn einir hafi dregist aftur úr á þessu sviði. En væntanlega komi þeir síðar þegar tímarnir batpi. En það sje hughreystandi að sjá þetfa mikla verk Blöndals koma fram „kostað af danska og íslenska ríkinu í sameiningu“. í „Politiken“ hefir Johs. Brönd- um-Nielsen skrifað um bókina. — Hefir áður birtst útdráttur úr þeim ummælum hjer í blaðinu. En við það má bæta þessum tim- mælum málfræðingsins: „Efnið í bókinni er tekið úr þcim orðaforða, sem nú er í nú- tóðarmáli íslendinga, og ennfrem- ur eru tilvitnanir í bókmentir og alment mál manna svo yfirgrips- miklar, að manni dettur í hug að þessir brunnar sjeu ótæmandi. Og danska þýðingin á hinum ís- lensku orðum ber þess vitni, að höf. hefir frábærlega góða þekk- ingu á málnotkun bæði í íslenskri tungu og danskri“. í „Literarisches Zentralblatt1 ‘ skrifar próf.. Paul Hermann um hina nýju útgáfu af ísl. orðabók Oeir Zoega rektors og um orða- bók Sigfúsar. Skýrir hann reglur þær, er höfundarnir hafa fylgt við snmning bókarinnar og fer mjög lofsamlegum orðum um alt fyrir- komulag hennar. Segir hann, að eftir að hafa athugað fyrri part bókarinnar, sjo óhætt að segja hvar sem er, að „orðabókin er stórvirki, sæmandi bókhneigð- ustu þjóðinni í heimi, og allir vin- ir íslands munu gjalda höfundi og aðstoðarmönnum hans, þ. á m. frú hans, ásamt stjórn Dana og Islendinga, sem kostað 'hafa út- gáfu.bókarinnar, hinar innilegustu þakkir“. Greinarhöf. getur sjer- staklega prentunar bókarinnar og ■þykir hún ágætlega vel og smekk- lega af hendi leyst. Svipuð þessu eru ummæli flestra um bókina og sumstaðar sterkara að orði kveðið. Er af þessu auðsjeð, að öllum málfræð- ingum og þeim, sem láta sig mál- rannsókn nokkru skifta, þykir bókin hinn mesti fengur. Og raunu menn alment bíða með ó- þreyju eftir framhaldi þessarar merku bðkar. -------o------ Þingtiðindi' Bankaeftirlit. í Nd. var 7. maí rætt frv. til laga um eftirlitsmann með bönk- um og sparisjóðum. Segir þar svo: Einn skal vera ieftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum á landinu. Hann hefir að árslaunum 10000 krónur cg auk þess dýrtíðaruppbót af allri launaupphæðinni, og enn- fremur ferðakostnað, eftir reikn- ingi, er ráðherra úrskurðar. Ráð- herra sá, er bankamál hera undir, veitir emhætti þetta. Laun, upp- bót og ferðakostnaður eftirlits- manns greiðist úr ríkissjóði, en fjárhæðir þessar endurgreiða nefndar peningastofnanir í rík- isSjóð í hlutfalli við það fjár- magn, er þær hafa í veltu um hver árarnót. Stjórnarráðið ákveð- ur með reglugerð starfssvið eft- irlitsmanns og annað, er þurfa þykir. Eftirlitsmaður má ekki hafa önnur embættisverk á heudi rtje reka aðra atvinnu, og ekki n:á hann vera í stjórn atvinnu- eða verslunartækja. Lög þessi öðlast þegar gildi. Talaði forstætisráðherra (S. E ) með frv. og lýsti því, að nauð- synlegt væri til tryggingar og öryggis banka og sparisjóða að hafa hjer, eins og víðast væri erlendis, sjerstakan, og sjerfróð- an bankamann, sem gæti haft stöðugt eftirlit með öllum spari- sjóðum og bönkum landsins. — Lrríkur Einarsson flutti brtt., eða nýtt frv. og var það svo: Ríkisstjórnin getur hvenær sem vi'll rannsakað eða látið rannsaka allan hag banka og sparisjóða í landinu. Allan kostnað við slík- ar rannsóknir greiði sú peninga- stofnun, sem rannsökuð er í hvert siun. Stjórnir banka og spari- sjóða eru ávalt skyldugar að gefa r'kisstjórninni allar þær upplýs- ingar um stofnanirnar, er henni kann að þykja ástæða til að i heimta. Eftir állmiklar umræður var ivrra frv. samþ. óbreytt. Mentamál. Eins og áður er frá sagt, flutti Bjarni frá Vogi frumvarp nm bieytingu á Mentaskólanum. — Þannig að skilja ætti sundnr gagnfræða- og lærdómsdeildirnar, sem nú eru, en gera úr skól- anum samfeldan 6 ára lærðan skóla, með latínu og íslensku (og stærðfræði), sean höfuðgreinum og inntökuskilyrði; kenslnmála- málanefnd klofnaði um málið. Meiri hl. (Sigurður í Vigur, M. Pjetursson, Einar Þorgilsson) vildi láta samþykkja frv- með nokkrum hreytingum; en minni hl. (Þorst. Jónsson og Gunnar Sig.) vildi láta vísa því frá með svo hljóðandi rökstuddri aagskrá: Þar sem landsstjórnin hefir við umræður um frv. til laga um mentaskóla á Akuneyri heitið að leggja fyrir næsta þing tillögur um skólamál landsins, telur deild- in ekki tímabært að taka nú þeg- ar fu'llnaðarákvörðun um hinn al- menna mentaskóla einan, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá. Segir meiri hl. m. a. svo í áliti sínu: Með frv. þessu er horfið frá þvi fyrirkomulagi á menta- skólanum, sem nú ier; fer það frám á að taka lærða skólann upp aftur, með líku fyrirkomulagi sem var á honum fyrir 1905. Þá var þaðí eingöngu markmið skól- ans að búa neméndur undir vís- inda- og emhættisnám í æðri skól- um og vísindastofnunum. Hann var þá óskiftur 6 ára skóli fyrir LOGRJETTA s þa, sem ætluðu að ganga út á embættis- eða vísindabrautina í lifinu. Þessu var breytt með skift- ing mentaskólans í tvær deildir, gagnfræða- og lærdómsdeild. Reynslan hefir þegar sýnt, að þessi tvískifting í þriggja ára gagnfræðadeild og þriggja ára lærdómsdeild í 6 ára skóla, er töluverðum vandkvæðum bundin. Síðan tvískiftingin komst á hefir aðsóknin að skólanum aukist stór- kostlega ár frá ári. 1 byrjun skólaársins 1920-21 voru nemend- ur 162; 1921-22 195 og í byrjun yfirstandandi skólaárs voru þeir 226. Reykjavík veldur mestu um þessa sívaxandi aðsókn. Meira en helmingur nemendanna mun nú vera Reykvíkingar eða til heimil- is í Reykjavík. Yæri skólinn gerður að einum óskiftum lærðum skóla, myndi við það eitt sparast offjár fyrir ríkið. Auk þess má vel gera ráð fyrir, að þá mætti aftur taka upp heima vistir í skólahúsinu fyrir mikinn bluta hinna fátækari nemenda ut- an af landsbygðinni, og drægi það ekki lítið úr skólayistarkostnaði þeirra. Að því er kemur til hins andlega þroska og þekkingar stú- denta frá mentaskólanum, síðan tvískifingin var npp tekin, mun síður en svo vera um miklar fram- farir að ræða frá gamla fyrir- komulaginu. Því til stuðnings má benda á svör háskólakennaranna •við þar að lútandi spurningum frá þeim Guðmundi Finnbogasyni og S. P. Sívertsen í nefndaráliti þeirra um mentaskólann. — Eh minni hl. segir hins vegar: Fyrst cg fremst er minni hl. ósammála um það atriði, að rjett sje að breyta því sliólakerfi, sem nú er, í verulegum atriðum. Hann telur rjettara að hver skólinn rísi upp af öðrum, alt frá barnaskólum og upp úr, þótt breyta mætti um aukaatriði, t. d. að gagnfræðapróf nægði að eins sem inntökuskilyrði í 3. bekk mentaskólans. Það er fyrirsjáanlegt, að ef frv. þetta næði fram að ganga, þá mundi sterk alda rísa á móti því, þar sem það ér öllum vitanlegt, að allir yngri stúdentar eru eindreg- ið mótfallnir breytingunni. Mætti því búast við, að þessn yrði breytt þegar á næstn þingum. En öllum hlýtur að vera það ljóst, að mjög óheppilegt er, að tíðar breyting- ar sjeu á skólalöggjöf. Minna má á í þessu sambandi, að svipuð skólaskipun og nú er á landi hjer viðgengst alstaðar á Norðurlönd- um. f samhandi við þann stór- felda sparnað, sem meiri hl. nefnd arinnar telur að yrði við þá breyttu skólaskipun, mætti spyrja um það, hvort ódýrara mundi fyr- ir landið að reisa nýjan gagn- fræðaskóla fyrir Reykvíkinga, og kosta hann síðan. Fyr á tímum, þegar lærðii’ skól- ar voru í raun rjettri ekki ann- að en undirbúningsskólar fyrir presta, og næstum ekkert var kent þar annað en iatína og guð- fræði, þá var eðlilegt, að latína væri inntöknskilyrði. Nú, þegar öðrum fræðum, svo sem t. d. nátt- úruvísindum, hefir fleygt jafn- mikið fram og verið tekin Upp í kenslu, þá er eðlilegt, að dautt mál, eins og latína, þolci að minsta kosti sem undirbúningslærdóms- grein. Minni hl. neitar því ekki, að latínunámið þroski nemendur, en það eru fleiri námsgreinar, sem segja má sama nm, og virðist jstanda nær oss að nema; má þar til nefna móðurmálið, sem er litln auðvéldara, að því er málfræði snertir, en latína, en eins og kunn ngt er, ágætlega fallið til að skýra og þroska hugsun. Þá má og til nefna stærðfræði. Meiri hl. telur, að andlegnr þroski og þekking stúdenta sje minni eftir að tvískiftingin var upp tekin. Minni hl. efast um það; en væri svo, stafaði það aðal- lega af því, að nú koma nemend- ur yfirleitt miklu yngri og ó- þroskaðri í skóla en meðan gamla. skólaskipunin var. Umr. um þetta urðu allsnarp- ar, ekki síst milli Þ. J. og Bj, J. Sagði Þ. J. m. a. að kjörorð B. J. hefði oftast verið: ísland fyrir Reykjavík og Reykjavík fyrir mig. En B. J. sagði, að fáviskan og hnndavaðshátturinn værn helstu einkenni Þ. J. Fóru þá aðr- ir menn að skerast í leikinn, og vildu láta slíta umr., en þær f jellu þá niður af sjálfu sjer, eftir að p.ð B. J. hafði flutt ræ&u þá, sem hjer fer á eftir: Fákænn maður fór á stað, fáviskunnar stefndi’ í hlað, hitti fyrir sjer hnndavað, hringaði skottið og tók sjer bað. Var síðan dagskrá minni hl. samþ. með 15 :11 atkv. V er slunarsamningar. Jón Baldvinsson flutti í samein- uðn þingi þingsályktunartill. svo hljóðandi: Alþingi skorar á ríkis- stjórnina að gera ráðstafanir til þess að koma á verslunarsamn- ingi milli íslands og Rússlands. Talaði hann með till. og sagði, að horfur væru á því, að íslendingar gætu flutt til Rússlands saltfisk, og einfeum síld, eu feugið aftur rúg og timbur, þar sem Rússar mundu varla geta borgað í pen- ingum. Hann sagði eiunig, að það væri óbuudið í till., hvort gerður væri sjerstakur samningur, eða gengið inn í þann samning, sem Danir væru að gera og til boða stæði. Forsætisráðherra (S. E.) svaraði, að stjórnin mundi hafa borið þetta mál undir þingið sjálf, vegna tilboðsins um þátttöku Is- lands í dausk-rússneska samuingn um; en þar sem stjórnin hefði ekki fengið hann ennþá í heild sinni, gæti hann >ekki sagt um það, hvaða leið væri heppilegust. Jón A. Jónson sagði, að þótt eng- inn skaði mundi sennilega vera að slíkum samningi, væri litlar horf- ur á því, að hann gæti orðið Is- landi að nokkrn verulegu gagni, hæði yegna fjarlægðar og þar af leiðandi mikils flutnings kostnað- ar, og svo af því, að Rússar hefðu hingað ti'l ekki viljað kaupa svo dýra og vandaða vöru, sem ísl.'af- urðirnar væru. — Eftir þetta var tiM frá J. A. sþ. með' 15:1 atkv. Margir þingmenn voru fjarver- aiidi og yfirleitt eru þinghekkirn- ii* oft fáskipaðir þessa síðustu daga, og er svo að sjá, sem þing- menn sjeu búnir „að fá nóg af sjálfum sjer“, eftir nærri 3 mán- aða þingsetu. Og hvað mun þá uim kjósendurna? -------o-------- Fyrir nokkrnm árum samþykti Alþingi íslendinga lög um ættar- nöfn; hvatti menn óbeinlínis til að taka þau, og skipaði 3 alkunna íslensknmenn til að gera tillögur um íslensk, þjóðleg ættarnöfn. Nú kemur Bjarni Jónsson frá Vogi með frumvarp um að afnema all- an slíkan ósóma, og kveðst skoða það sem fyrirspurn nm, hvort mað ur eigi að taka Alþingi íslendinga alvarlega eSa. ekki. Nleðri deild hefir neitað því, með því að sam- þykkja þett.a Kleppskinnufrum- varp. Með því hefir hún enda- skifti á fárra ára gömlum gerð- um sínum og samþyktum og kjaftshöggvar mig og aðra, sem v-oru svo einfaldir áð taka Al- þingi alvarlega þá. Nú á að sekta mig um 200-2000 kr. fyrir að nota handa drengnum mínum það nafn, dem Alþingi seldi mjer um ár- ið fyrir tíkarl. Því sektarfje á svo að verja til skólahalds, svo dreng- urinn geti seinna lært eitthvað um virðingu Alþingis fyrir ein- staklingsfrelsi, stefnnfestn þess í slíkum málum sem þessu og, þaó hve vél fer á þvi þegar þjóðrækn- in lýsir sjer í tilgerð og einstreng ingslegri fastheldni við óhentng- ar venjur. Samkvæmt hinu nýja Klepp- skinnufrumvarpi verð’ur hver maör ur að rita sig fullu skímar- og föðurnafui. Svo má hafa viður- nefni eða kenna sig við fæðingar- stað siup, sbr. á þýsku: von, á frönsku: de, og á íslensku: frá Vogi. Aumingja Guðmundur Guð- muudsson frá Fremri-Þórkötlu- staða-hjáleigu! Jeg öfunda hann ekki af því að verða ráðherra og eiga. svo að skrifa sitt fulla sk'írnar-, föður- og fæðingarstað- arnafn nndir allar stjórnarráðs- r eglugerðirnar. Eða þá Hró- mundur Ingimundarson frá Rauð- arárstíg nr. 13, sem á heima á Túngötu en er prókúrnhafi í firmanu Ásketill HaUbjaruarson. og Hross-Ketill Þiðrandason í Aðalstræti. Hann verður að skrifa nafn sitt og Rauðarárstígsupp- runa viðurnefni, undir alla reikn- inga verslunarinnar. í Jeg roðnaði þegar jeg las Kleppskinnufrumvarpið hans Ejama míns. Jeg sá að jeg hafði verið að glata dýrmætri menningu og skafa af mjer þjóðerni mitt með því að kalla mig ættarnafni, leins og þing og stjórn vildu vera láta hjer um árið. Jeg var þjóð- inni til skammar eins og Níels Finsen, Alhert Thorvaldsen, nafni minn Páll Vídalín, sálugi Jón bjskup Vídálín, Steingrímur heit- inn Thorsteinsson, Jón gamli Espólín, Bjarni karlinn Thoraren- sen, Magnús Stephensen, Hannes Hafstein og Grímur Thomsen. Jeg varaði mig ekki á því, að það sem var orðin 200 ára gömul venja. í landinu, og sem alþingi hafði fyrir skémstu lagt bless- un sína yfir, það varð nú að banna hverjum frjálsbornum íslendingi. En jeg bæti ráð mitt. Jeg tek ættarnafnið Kolka af drengnum mínum, gef honum í þess stað viðumefnið Kolka — shr. Þor- björn Kolka landnámsmaður — og í nafnfesti eithvað, sem hann getnr stungið upp í sig. Ef hattn kvænist og eignast hörn, þá gefur hann konu sinni og krökkum viðurnefnið Kolka með viðeig- andi nafnfesti (þ. e. íslenskt vað- málspils handa konunni, — því þá verður búið að banna kon- um að ganga í fötum með er- lendu sniði, eða, úr erlendu efni, — osr kjálka xír Húnvetnskri úti-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.