Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.05.1923, Blaðsíða 4

Lögrétta - 12.05.1923, Blaðsíða 4
I L OGPJET T A Lögrjetta. Þeir, sem enn skulda fyrir t’dri árganga Lögrjettu, eru vin- samlega ámintir um að gera skil. Afgreiösla blaösins og reiknings nald er nú í Austurstræti 5, og gjaldkeri J>ess er Sigfús Jónsson. Þangað greiðast nú allar skuld- ir blaösins, bæði eldri og yngri, Gjalddagi yfirstandandi árs er 1 júIL gangsbykkju handa krökkunum ifl að leika sjer að). Þá þarf þjóð mín og þetta blessaða, við- . ikvæma þing, ekki lengur að gkammast sín fyrir mig eða mína ætt. Bara að jeg hefði haft það Bvona hjer um árið. Þá væri ríkissjóður fslands 10 krónum iátækari, jeg 10 krónum ríkari og Sslenskri menning betur borgxð. Páli Valdimar Guðmundsson Kolka. -----o------ HeÍBiisstyrjöldin 1914—1918. og eftirköst hennar. Samtíma frásögn Kftír Þorstein Gíslason. III. hefti af því riti er nú nýkomið út. I. hefti kom út í ágúst I fyrra, en II. í október. Dráttur á útkomu III. heftis hef- ir stafað af prentvinnuteppunni í vetur. Efni III. heftisins er þetta: 1. •Rússneska byltingin (frh. frá II. hefti), 2. Frá síðari hluta sum- ars 1917, 3. Pólland, 4. Borgara- Biyrjöld í Rússlandi, 5. Rússar semja vopnahlje, 6. Finnland, 7. Til ársloka 1917, 8. Á vestur- vígstöðvunum, 9. Friðarsamning- arnir ið austan, 10. Ukraine, 11. Frameftir árinu 1918, 12. Borg- arastyrjöldin í Finnlandi, 13. Bókn Þjóðverja á vesturvígstöðv- unum vorið og snmarið 1918, 14. Lýsing á vesturvígstöðvunum, 15. Ymislegt frá vori og sumri 1918, 16. Finniand eftir borgarastyrj- rtldina, 17. Rússland og Síbería, 1’8. í toyrjun 5. ófriðarársins, 19. Sökin mikla (yfirlit yfir ófrið- inn), 20. Bandaríkjamenn í Frakklandi,21. Friðarræður Wil- sons, 22. Undanhald Þjóðverja á vesturvígstöðvunum, 23. Friðar- umleitanir, 24. Búlgaría gefst upp, 25. Tyrkir gefast upp, 26. Aust- urríki og Ungverjaland gefast npp, 27. Vopnahlje milli Þjóð- verja og bandamanna, 28. Stjóra- arbylting í Þýskalandi, 29. Sig- urvegararnir, 30. Ýmislegt um ói riðarlokin, 31. Frá Ukraine, 32. Frá Arabíu, 33. Þingkosningar í Englandi. Eins og sjá má á þessu, er nú frásögnin komin framyfir ófriðar- lokin, en í næsta hefti verður sagt frá eftirköstunum. Þetta Iiefti er jafnstórt hinum fyrri, 12 arkir, og er það, sem út er komið af verkinu, 576 bls. — Menn geta fengið IH. hefti hjá Steindóri Gunnarssyni prentsm.- stjóra og hjá höfundinum. -------------o------ Erí. sfmfregnir Khöfn 6. maí. Skaðabótamál Þjóðverja. Símað er frá Berlín, að Eng- land og Ítalía hafi beiðst nokk- i urra skýringa á einstökum at- I riðum í skaðabótatilboðum Þjóð- verja. ítalía virðist einkanlega vilja gera tilboð Þjóðverja að samnin gsgrund vel li. Stjómarbylting ráðgerð. Símað er frá Miinchen, að upp- víst hafi orðið um ráðagerðir til að gera Bayern og Austurríki að einu konungsríki með sam- þykki Frakka. Margir ráðherrar í Bayern eru riðnir við þetta • samsæri með Frökkum. Khöfn 8. maí. Skaðabótamálin. Símað er frá Berlín, að búist sje við því, að Cuno fcanslari rauni svara orðsendingu ítala og Breta, um nánari skýringar á skaðabótatilboðunum, með meiri- háttar ræðu í ríkisþinginu. Reuters frjettastofa segir, að ienska stjórnin muni senda Þjóð- verjum sjerstakt erindi og hafna slðustu tilboðum, en hinsvegar stuðla að því, að samningar verði byrjaðir aftur. Ýms blöð ræða nú berlega um stjórnarskifti í Þýskalandi. Ríkishankinn þýski hefir enn á ný sett stórar fjárhæðir á pen- ingamarkaðinn til þess að bæta gengi marksins. Rússneskar kröfur. Símað er frá London, að ráð- stjórnin í Rússlandi krefjist þess,- að Japanar viðurkenni rjett Kússa (?) til fiskiveiða víð strend- ur Síberíu. Sýningin í Göteborg. Símað er frá Göteborg, að sýn- iagin þar hafi verið opnuð í dag. Er þetta stærsta sýningin, sem haldin hefir verið á Norður- löndum. -------o------ Dagbók. 6. mai „Rökkur“, II. hefti ÍI. árgangs mánaðarrits þessa, sem, Axel Thor- steinsson, hefir gefið út í Vestur- h»*imi, og ætlar að halda áfram með Ijer heima, er nú komið út. Flytur þsð serbneska sögu, Forlög, framhald af sögunni Frægðarþrá og Víðsjá. Afgreiðsla ritsins er á Spítalastn'g 7. 7. maí. Tveir menn drukna. Nýlega vildi það slys til í Hvallátrum á Breiða- firði, að tveir menn druknuðu. Aðal- steinn Ólafsson, elsti sonur bónd- ans og fyrirvinna heimilisins. Hinn h*et Magnús Níelsson, og var um þrítugt og efnismaður. Níutíu og eins árs varð í gær Pjetur Einarsson frá Felli. Hann er enn ern en er orðinn sjóndapur. „Esja“ átti að fara hjeðan á morgun. En burtför hennar hefir verið frestað til föstudagskvölds kl. 11, vegna heimferðar austan- og horðanþingmanna sumra. Hnýsuveiði hefir verið óvenjulega mikil á Eyjafirði í vor. Hafa vjel- bátar komið með um 20—30 hnýsur úr hverri ferð. porskafli hefir og verið sæmilegur þar. Öfluðu bátar á færi um 4000 pund af góðum þorski fyrir norðangarðinn. Hjónaband. Gefin voru saman í fcorgaralegt hjónaband í fyrradag ungfrú Fríða Proppé og Páli Ste- fánsson stórkaupmaður. Hjónin fóru brúðkaupsferð til útlanda með Botniu. „pingtíðindi“. I umræðunum á þingi, kemur stundum fyrir ýmis- legt merkilegt og smáskrítið, meðal annars ýms orð, sem sumir þing- menn nota. Fyrir nokkru hjelt til dxmis einn háttvirtur þingmaður, sem mikinn áhuga hefir á ullariðnaði, dálítinn ræðustúf um mann, sem bann sagði að væri „ullariðnaðar- málanámsnemi“, og í umr. um eftir- litsmanninn, sagði sami þingmaður, stm líka er bankafróður, að hjer væri um að ræða stofnun óþarfs „embættiseftirlitshandahófs- nýgræðingseftirlitsmanns". —- pegar þessu var mótmælt, sagði sami hátt- virti þingmaður eitthvað á þá leið, að hann mundi standa við hina fyrri skoðun sína, að hjer væri um áð ræða „embættisnýgræðingshandahófs- mannstofnunartoppfígúruhrófatildurs- óþarfaómyndarstarfsemi/ ‘. Er þessa getið' hjer til ,,uppbyggingar“ fyrir þá, sem vænt þykir um „ástkæra ylhýra málið“ og jafnframt sem nokkurs' konar fyrirspurn til hins háa alþingis um það, eins og þar stendur, hverjum standi það nær, en sjálfu því, að vemda og fegra svo dýran arf, sem er tunga feðra vorra. x. Prestskosningar. Nýlega hefir herra biskupinn hjer talið atkvæði frá 2 prestskosningum, póroddsstöðum í Köldukinn og Breiðabólstað í Skóga- strönd. A fvrra staðnum var kosinn eand. theol. Ingólfur porvaldsson með 107 af 120 atkvæðum, en seinni staðnum sjera Jón Jóhannesen með 51 af 68 atkvæðum. Báðar kosning- arnar ern lögmætar. Sænsknr aðalkonsúlL Hr. Helge U edin símar Morgunblaðinu frá Btokkhólmi, að John Fenger stórkaup- r aður sje nýorðinn sænskur aðal- k.msúll hjer, í stað Tofte fyrveranda tankastjóra. 9. maí. Ullariðnaður. petta var kveðið undir umræðunum um ullariðnaðinn í Neðri deild um daginn: petta er illur iðnaður, óhætt mun að segja, Klemens einn og Eiríkur ullarlopann teygja. Bergenske Dampskipsselskab efnir ti? skemtiferðar hingað til lands í næsta mánuði, svo framarlega sem næg þátttaka fæst. Til þessarar ferðar hefir verið valið farþegaskipið „Mira“, sem á stærð við „Gullfoss“ en er eingöngu ætlað til fólksflutn- inga og heldur uppi farþegaferðum milli Noregs og Englands. Farið verður frá Bergen 6. júní og komið við í Thorshavn í Færeyjum og í Vestmannaeyjum og staðið við einn dag á hvorum stað. Til Reykjavíkur kemur skipið 11. júní og stendur hjer við í fjóra daga, svo að farþeg- unum gefist tími til, að ferðast austur í sveitir í bifreiðum, eða til ping- valla. Hjeðan verður farið 15. júní að kvöldi, norður um land og komið við á ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Seyðisfirð'i, Eskifirði, Norðfirði og Fáskrúðsfirði, en þaðan verður farið 22. júní beint til Bergen. Ásgeir Blöndal á Húsavík, fyrrum læknir á Eyrarbakka kom hingað með „Esju‘ ‘ um daginn og ætlar xtð dvelja hjer um tíma. Staka. Allvel sást í orðadans: ilt er að kljást við Bjarna, Jónas brást og hetjur hans. Hverjir fást til varna? G. 10. maí. Guðm. FriSjónssou ætlar að skemta bæjarbúum með upplestri kvæða í Nýja Bíó kl. 3 í dag, og fylgir ræða hverju kvæði, og verð ur þett'a nýnæmi. Aðalatrlðið er Tim Hildiríðarsyni, og las hann það áður upp á Akureyri. Það vakti rtúkla athygli og ga£ blaðið D?ur- ur í skyn, að kvæðið væri um T. ma-mennina, en nú ætlar höf. að bera það undir Reykvíkinga, hvort þeim virðist einnig svo. Aðgangur kostar 1 kr. og að- göngumiðar verða seldir við inn- gcinginn. Húsið opnað kl. 2y2. Gefið þvi gaum hve auðveldlega sterk ©g særandi efni ti sápum, get komist inu í húðina um svita- holumar, og hve auðveldlega sýruefni sem eru ávalt í vondum sápum, leysa upp fituna í húðinni og geta skemt fallega* hörundslit og heilbrigt útlit. Þá munii þjer sannfærast um, hve nauðsynlegt þaS er, að vera mjög varkár í valinu, þegar þjer kjósið sáputegund. Fedora-sápan tryggir yður, að þjer eig- ið ekkert á hættu er þjer notið hana, vegna þess, hve hún er fyllilega hrein, lans við sterk efni, og vel vandað til efna í hana — efna s«bb hin milda fitukenda froða, «r svo, mjög ber á hjá FEDORA- SÁPUNNI, eiga rót sína að rekja til, og eru sjerstaklegfe hentug til að hreinsa svitaholurnar, auka starf húðarinnar og gera húðina mjúka e:ns og flauel og fallega, hörundslitinn skír- an og hreinan, háls og hendur bvítt og mjúkt. Aðalumboðsmenn: R. KJARTANSSON & Co. Reykjavík. gími 1266. SCHANNONGS minnisvarðar « enn meö niðursettu verði. Skrifið beint til steinsmiðjunnar. Verðskrá með^myndum ókeypis. 0ster-Fapimagsgade 42, Köbenhavn. Vantraustsyfirlýsing. Eiríknr Ein- arsson, 1. þm. Ámesinga, hefir komið fram með vantraustsyfirlýsingu á landstjómina og er ætlað, að hún verði tekin til meðferðar á Alþingi á morgun. Líklega verður þetta til að lengja setu þingsins eitthvað. „Sirius“ fer hjeðan norður um land til útlanda kl. 6 síðdegis á ir.orgun. Margir farþegar verða með skipinu. Frá Danmörku. 4. maí. Forstjóri Veðurfræðisstofunnar dönsku, C. H. Ryder, er látinn. Var hann fæddur í Kaupmanna- höfn 1858 og vann sem sjóliðs- foringi frá 1879 til 1907, en það ár var hann skipaður forstjóri Veðurfræðisstofunnar. Ryder kap- teinn tók þátt í vísindaleiðangr- i/:.um til Grænlands árin 1882— '83, 1886—’87 og 1891—’92. Hef- ir liann skrifað ýms rit og rit- gerðir um ísalög, hafstrauma í r.orðurhöfum o. s. frv. 5. maí. Landmandsbanken. Nefnd sú, er sett var til að lannsaka hann, hjelt á föstudag- inn var síðasta opinbera rjettar- Laldið. Þár lýsti málfærslumaður ríkisins því yfir, að mál yrði höfð að gegn Gliickstadt fyrir svik og brot á b lutaf jela gslðguiram, banka logunum og bókfærslulögunum; gegn bankastjórunum Rasmussen, Riis-Hansen og Rothe fyrir svik eða sviksamlega breytni hliðstæða broti á hlutaf jelagslögunum; gegn Rasmussen að auki sjerstaklega fyrir brot gegn sömu lögum; g<*gn Harhoff og öðrum meðlimum bf nkaráðs Landmandsbankans.nfl. Richelieu, Friis, Eyber, Collstrup, Heilbuth, Reimer, Stephensen og Soime fyrir brot á hlutafjelaga- logunum; gegn Prior forstjóra íyrir svik og brot á sömu lögum. Af ummælum dómstjórans er ljóst, að minsta kosti mál Gluck- stadt og Priors koma fyrir kvið- dóm. Verjendur þeirra hafa beð- ið um frest. Rannsókn í málunum var lokið í gær, og átti þá rjett- urinn að ákveða, hvort Gluck- stadt yrði látinn laus úr fangels- inu eða ekki. . ' M I. Einarsson og leiklistin. Dr. K. Kortsen befir skrifað í ,.Köhenhavn“ langa og ítarlega lýsingu ástarfi IndriðaEinarssonar í þarfir leikritaskáldskapar og leiklistar á Islandi. Bendir dr. Kortsen sjerstaklega á það, að júfnframt, að I. E. hafi staðið á þjóðlegum, perscnulegum grund- velli í leikritagerð sinni, hafi hann einnig getað tileinkað sjer erlendar hugsanir og mótast af erlendum fyrirmyndum. Þó sjeu hæði „Sverð og bagall“ og „Dans- inn í Hrana“ fullkomlega þjóð- leg leikrit og ta.lln hið besta, er hann hafi skrifað. Greinin gefur góða útsýn yfir kjör leiklistarinnar á íslandi, og endar með frásögn um tilraunir þær, sem gerðar hafa verið til þess að koma upp leikhúsi í F.eykjavík, svo leikendurnir gætu helgað því alla krafta sína. TVmil Hannover, forstöðumaður Kunstindustrimusæet og Hirsehsprungs Museum í Kaup- mannahöfn andaðist í síðasta mánuði 58 ára gamall. Hann er einkum kunnur fyrir starf sitt í þarfir hins femefnda safnS og má heita að það sje hans verk. Snemma vann hann sjer orðstír sem ágætur listdómari og hefir ritað bækur nm ýmsa fræga málara og verk þeirra. /

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.