Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.06.1923, Blaðsíða 1

Lögrétta - 06.06.1923, Blaðsíða 1
Stærsta íslenska lands- blaðið. LOGRJETTA Árg. kostai 10 kr. innanlands erl. kr. 12,50. Skrifst. og afgr. Austurstr. 5. BæjarbBað Nlorgunblaðið Ritstjóri: Þorst. Gíslason.. XVIII. árg. 28. tbl. Reykjavik, Miðvikudaginn 6. júni 1923. ísafoldarprentsmiSja h.f. Lögrjetta. Þeir, sem enn skulda fjrrir t'dri árganga Lögrjettu, eru vin- samlega ámintir um aS gera skil. Afgreiðsla blaSsins og reiknings hald er nú í Austurstræti 5, og gjaldkeri þess er Sigfús Jónsson. Þangað greiðast nú allar skuld- ir blaðsins, bæði eldri og yngri, Gjalddagi yfirstandandi árs er 1 júlí. Falskenningar. Það er svo sem engin nýung að sjá falskenningar og flónsku í faðmlögum í Álþ.bl. En útyfir tekur þó í grein, sem blaðið flutti síðastl. mánudag. Þar stendur þessi klausa: „í einum flokknum ríkir sú trú, að hið eina þjóðhjálplega sje, að spara. Sá flokkur hefir innsigli dauðans á enni sjer, því að sparn- aður er háskalegur út af fyrir sig og háskalegri en eyðsla, því að eyðslu fylgir þörf fyrir meira starf, en starf er líf“. Hverjir eru þá nýtustu menn- irnir, eftir þessnm kenningum Alþ.bl. ? Auðvitað þeir, sem mestu eyða. Erlendir stóreignamenn, sem lifa í vellystingum í stórborgum heimsins eða á Sífeldum ferðalög- um, sjer til skemtunar, og eyða þannig afrakstri eigna sinna, eru eftir þessu hinir þörfustu memt. Þeir, sem mikið erfa og lifa til þess eins, að eyða því, eru einnig í nýtustu manna röð, eftir þess- um kenningum. Sama er að segja um allskonar fjárglæframenn. — Stvrjaldir verða eftir bessari Jcenn ingu mjög æskiiegar og nauðsyn- légar, og því gagnlegri, sem meiru er þar eytt og spilt. Því fleiri borgir sem lagðar eru í rústir og því meiri skemdir, sem gerðar eru á löndum og mannvirkjum, þess meiri þörf skapast fyrir starf til lagfæringar og uppbyggingar. Landskjálftar og eldgos, með þeim eyðileggingum, sem þeim fylgja, verðá af sömu ástæðu að teljast happaviðburðir. Sömuleiðis fár- viðri, sem valda tjóni á skipum cg híbýlum manna. — Eru þeir margir, sem finst þetta skynsamlegar eða hollar kenning- ar ? Svo segir Alþ.bl. til leiðbeining- ar fyrir stjórnmálmennina: „í öðrum flokki er því trúað að alt sjQ komið undir jafnvægi á ársreikningum ríkisins. En einnig þetta er villa. Þjóðin getur þjáðst, þótt tekjuafgangur sje á lands reikningunum. Til þess þarf ekki nema aurasál við stjóm“. Kenningin er þetta: Allir eiga að keppast við; að eyða sem mestu, og það er heimska, að vera að hugsa um, hvort fjárhirsla almenn ings sje í skuldum eða ekki. Greiuarhöfundurinn segir, að stefna Alþýðuflokksins fari í öf- uga átt við sparnaðarkenningarn- ar. En hvaða rjett hefir hann til þess að tala í nafni Alþýðuflokks- ins? Hann er auðsjáanlega af- glapi og fífl, og hefir án efa eng- an rjett til að klína heimsku sinni t Alþýðúflokkinn í heild. En greinin er ritstjómargrein á fremstu síðu í Alþ.bl. En hvaS segja, nú sveitabænd- urnir um slíkar greinar í hlaði, sem sumir forgangsmenn þeirra vilja hafa fyrir samherja í stjóm- málabaráttunni ? ------o----- Búnaðarhorfur* I. Tímamir breytast. Gamall talsháttur segir, að tlm- arnir breytist og mennimir með. Það er í sjálfu sjer eðlilegt. En stundum era breytingar tímans svo hraðfara, að menn átta sig tæpast á þeim og fylgjast ekki með. Tíminn hreytist fljótar en mennirnir, ef svo mætti að orði kveða, og þá fer stundum ver er skyldi. Síðustu árin hefir „rás viðburð- a:ma“„ verið óvanalega ör og áhrifamikil. Aðalaflið eða aðal- öflin, sem því hafa valdið, eru heimsófriðurinn og afleiðingar hans. Þessi öra og nm leið breyti- lega „rás viðburðanna“ hefir svo að segja haft áhrif á alt milli himins og jarðar. Einkunl hafa þessir viðbnrðir haft róttæk á- erif á alla verslun og öll viðL skifti í heiminum, hverju nafni sem nefnast. Ófriðarárin og næstu árin þar á eftir, hljóp ofvöxtur í alla vérslun. Yörur allar komust í geysiverð. Hefir slík verðhækkun naumast átt sje stað síðan 1807 —1814. Þetta voru mikil viðhrigði fyrir menn og ekki síst hændur, sem yfirleitt voru þá óvanir öll- um gönuhlaupum. Mörgum þótti að vísu vænt um verðhækkunina á innlendu afurðunum, en alt jafn- aði sig, er öl'lu yar á botninn hvolft. Áriði 1914 var sæmilegt versl- unar ár, eftir því sem þá gerðist, er þó lakara en árið á undan. Um vorið 1914 var verð á kúm 150— 200 kr. og hestum 100—‘150 kr. Ær voru þá .seldar á 15—25 kr., eftir því hvar var á landinu. Yerð á kjöti um haustið í smásölu mun hafa verið nálægt kr. 1,30—1,60 kg. Kaupamönnum voru þá goldn- ar 18—24 krónur um vikuna og kaupakonum 10—12 kr. En svo kemur ófriðurinn mikli til sögunnar, og þá 'fer alt að tíækka, í veröi. Yerð á innlendum búsafurðum varð hæst árið 1919. •Þá voru kýr seldar og keyptar á 700—1000 kr., algengir brúk- unarhestar á 500—600 kr., kyn- bótahestar 1500—2000 kr. og reið- Lestar, 2000—3000 kr. Verð á.ám að vorinu, var 60—80 kr. og dæmi til að þær voru seldar fyrir 99 —100 kr. Kjötverðið í Reykjavík var þá um haustið kr. 2,50—3,10 eftir gæðum. Og þá var kjöttunn- an seld í útlandinu — fyrst um haustið — á 345—355 kr. Verð á jörðum fyrir stríðið var orðið 150—200 kr. jarðarhundrað- ið. En þetta ár — vitlausa árið 1919, — voru jarðir seldar á 1000 —1500 kr. hundr. á landsvísu, og oft enn hærra, jafnvel 2500— 3000 kr. hundr. Öll vitma var og eftir þessu í háu verði. Kaup kaupamanna um sláttinn, var þá 60—80 kr. um vikuna og dæmi til, að þeim voru goldnar 100—120 kr. um vikuna. Konur fengu 30—40 krónur og hæst 50 kr. Árskaup vixmumanna komst þá upp í 800—1000 krónur og hæst um 1200—1500 kr. Árið 1920 fer verðið á innlend- um búsafurðum að smálækka nerna smjörinu. Það mun hafa náð hámarksverðinu þetta ár, sem sje 6—7 kr. kgr. Verð á jörðum lækk- aði heldur ekki. Og öll vinnu- laun vora jafn há og árið áður eða jafnvel hærri. Þetta ár voru flestar útlendar vörur í háu verði. Verðið á þeim hafði verið að hækka fram að þessu, og varð einna hæst á þessu herrans ári 1920. Þá höfðu t. d. allskonar komvörur hækkað frá þvt í okt- 1914, um 370%, sykur um 585%, köl og olía um 655% o s. frv. Ef verðið á ýmsum nauð- synjavörum, seldum í smásölu í ReykjaVík, er sett í júlí 1914, 100 kr. þá hefir hækkunin numið, samkvæmt Hagtíðindum, í okt. 1919, 371 kr. og ári síðar — í okt. 1920 — 454 kr. Breytingin eða verðiækkúnin á búsafurðum bænda hyrjar í ráun og veru 1920, og hefir haldið*. á- fram síðan fram að þessu. En útlendur varningur hefir ekki lækkað hlutfallslega, og því helst dýrtíðin. Þetta, samfara 'misæri og ýms- um ■, mistökum í húskapnum og \ iðskiftalífinu, veldur nú kreppu og erfiðleikum hjá bændum. Þeir vöruðu sig heldur ekki almenni- lega á þessum snöggu hreyting- um í verslun og vöraverði. Og þeir eru jafnvel til, sem geta ekki trúað því, eða vilja ekki trúa því, að „gullöldin“ — mesta vitleysan -- sje um garð gengin. f II. Ástæður bænda. Það var töluvert um það rætt í blöðunutn og manna á milli í kaupstöðunum hjer, að bændur græddu fje stríðsárin. — Margur hyggur auð í annars garði. Það er satt, að bændum leið yfirleitt vel árin 1916—1919, og sumir — hetri hændumir að minsta kosti — græddu á búskapn um, einkum árin 1918—1919. En flestir gérðu þó lítið hetur en halda við, eða vel það. í þessu sambandi má og geta þess, aði framkvæmdir í jarðahótum voru þessi ár — og öll stríðsárin — mun minni alment en áður hafði verið, nema hjá stöku manni. — Þeir, sem bygðu þessi árin, hleyptu sjer margir í skuldir, er þeir búa að etm. Frostaveturinn 1917—18 og af- leiðingar hans, sköðuðu hændur nokkuð, en þó minna en áhorfð- ist. Þaði er svo alvanalegt hjer, að búendur í hinum ýmsu sveit- um landsins bíði meiri og minni hnekki af vanhöldum á sauðfje, sem talið er að stafi af ljelegu fóðri, eða þá eiuni og annari f jár- sýki. Þetta á sjer nálega stað annað og þriðja hvert ár. Og stundum eru vanhöldin þannig vaxin, að það er ekki haft hátt um þau. Mestan hnökki gerði grasleys- ið bændum sumarið 1918. Þó rættist furðu vel fram úr því, sem meðal annars var því að þa'kka, að næsti vetur, 1918—19, reyndist meðalvetur og ekki meira. Árið 1919 voru flestar búsaf- urðir í háu verði, eins og áður var getið. Margir hændur munu og hafa grætt eitthvað'' þetta ár, einkum fjárbændurnir. — En svo snýst alt við og efnahagnum hnign ar ótrúlega fljótt. Og óhætt mun að fullyrða, að það sem hændur kunna að hafa grætt árin á und- an, hefir gengið af þeim aftur næstu ár, 1920—1922, og meira til. — En eins og öllum er kunnugt, þá var þetta ekki neitt eins dæmi um þá. Sömu söguna hafa og aðr- ir atvinnuvegir landsins að segja, einkum sjávarútvegurinn — þar með talinn síldarútvegurinn — og það miklu stórkostlegri. Það, sem með'al annars olli þess- ari hnignun og efnahags-afturför hjá bændum, var: 1. Harði snjóaveturinn 1920 og þar af leiðandi stórfeld fóður- bætiskaup. 2. Verðfall á nálega öllum bús- afurðum, einkum kjöti, er byrj aði seint á árinu 1919, og hjelt svo áfrarn og helst enn. 3. Dýrtíð áframhaldandi á öllum áðkeyptum nauðsynjavörum, er náði sínu hámarki 1920. 4. Yinnulaun öll hækkandi og miklu hærri en bændur stóðu sig við að gjalda. 5. Auknir skattar og aðrar álög- ur til ríkissjóðs, sýslusjóða og sveitaf jelaga. Alt þetta og fleira þrengdi svo að kosti hænda., áð þeir fengu ekki rönd við reist. Skuldirnar hjá mörgum hafa verið að auk- ast fram að þessú, eða búin færst saman. Aðeins fáir staði® í stað árið sem leið, efnalega. Ástæðurnar em þá í stuttu máli þessar, að undanfarin 3 ár — 1920 til 1922 — hafa skuldir bænda al- raent aukist mjög, og eru vaxnar sumum yfir höfuð. Og þó segja megi með nokkrum sanni, að þeir eigi sjálfir sinn þátt í því, hvem- ig komið er, þá er það samt sem áður „rás viðburðanna“, er mestu veldur um ástandið. Með þessu sem hjer var sagt, er þó ekki verið sjerstaklega að snei,ða bændur fyrir óvarfærni eða gapaSkap. Hitt er kunnugra ai frá þurfi að segja, að mörgum hefir alla tíð hætt til þess, að setja ógætilega á að haustinu. Og á því hrendu margir bændur sig vetur- inn 1920. Að öðra leyti er óþarft og þýð- ingarlaust úr þessu að vera að minnast á „annara manna synd- ir“ frá þessum áram, enda lifir enginn á þeim til frambúðar. En illur ásetningur er jafnan vítaverður. En hvað sem annars er um þetta að segja, þá er það víst, að stríðs- gróði hænda, svo sem annara, er Jiorfinn, út í veður og vind, hvort sem hann hefir nú verið mikill eða lítill. Gamla sagan endurtekur sig. Mögru kýrnar hans Faraós hafa þegar jetið upp þær feitu. Frh. S. S. --------o-------- Eftir mikla örðugleika og margra ára tilraunir hafa Vest- mannaeyingar loks fengið höfn, sem öll von er til að standist gegn öllum árásum sjávargangsins. I síðastliðin 10 ár hefir verið ttnn- ið öðruhvoru að byggingu hafnar- garðianna, en framan af höfðu sjávaröflin betur og eyðilögðu að kalla mátti jafnóðum það, sem gert var: braut skörð í garðana og garðhaus brotnaði og fluttist úr stað. Tvö síðastliðin sumur hefir ver- ið unnið að endurbyggingu hafn- argarðanna tveggja, og var henni lokið í fyrrahaust. Sarna fjelagið, sem bygði höfnina hjer, N. C. Mionherg í Kaupmannahöfn, hafði þetta verk með höndum og stjórn- aði N. Monberg verkfræðingur því. Er það almenn trú manna, að garðarnir sjeu nú orðnir svo rammbyggilegir, aði ekki sje hætta á að þeir falli. Hafnargarðarnir eru tveir: — Kringskersgarður svonefndur að austanverðu, nokkru fyrir austan kaupstaðinn og Hörgeyrargarður að vestan og liggur hann nokkru innar en hinn. / Endurbygging hafnarinnar var í því falin að austurgarðurinn var gerður miklu . sterkari en áður og nýr garðhaus gerður, í stað þess sem hrunið hafði. Utanvert á allan garðinn var sett röð af steinsteypukössum neðst meðfram garðinum, en síðan steypt lag frá þeim upp á garð- brúnina. Getur því enginn sjór kömist inn í garðlnn og sprengt hann. í garðhausr um nýja era

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.