Lögrétta - 05.09.1923, Blaðsíða 1
Éfe
Staersta
í?lenska lands-
blaðið.
f nro tintfirna
LUunJL1 1A
Árg. kostai
10 kr. ir.naiiJ.arö.
erl. kr. 12,5ö.
Skrifst. og afgr. Austurstr. 5.
Bæ]ai«blað Morgunblaðið.
Ritstióri: Þorst. Gíslason.
XVill. árg. 51. tbl. Reykjavík, miðvikusfaginn 5. sept. 1923. ísafoldarprentsmiðja h.f.
Kosningamál.
i.
A þingtímanum í vetur og vor,
sc-m leið, flutti þetta blað grein-
ar. sem skýrðu fyrir mönnum,
hvað það væri, sem að þess ætlun
klyti að ráða hjer flokkaskiftiugu
í stjórnmálum fyrst um sinu.
Og það fjekk vitneskju um það
úr ýmsum áttum, að menn væru
þessum greinum sammála.
Þar var talað um þörf á nýrri
flokksmyndun í þinginu og kom-
ií.t svo að orði, að sá flokkur
ætti að vera frjálslyndur íhalds-
i’iokkur. Einn gamall þingmaður
sagði, að þessi orð feldu í sjer
ósamrímanlegar andstreður. En
það er hinn mesti misskilningur.
Því var svo varið áður, að frjáls-
lyndi og íhald mörkuðu skifti-
línurnar í stjórnmálunum. En við
lifum á breytingatímum, og nú
tr þessu ekki lengur svo varið.
Iíjer skal tekinn upp kafli úr
e'nni greininni frá því í vetur,
sem skýrði þetta:
í þinginu er nú brýn nauðsyn
á nýrri flokksmyndun. Og aðal-
verkefni þessa flokks er auð-
fundið. Hánn á að halda uppi
borgaralegu frelsi í landinu í
víðustu merkingu þess orðs. Það
er nú svo komið, að frjálslyndi
og íhald fer að fá sömu merk-
inguna, með því að þær breyting-
ar, sem nú er ákafast barist fyrir
á þjóðskipulagsmálunum, miða
allar að því, að rýra frelsi
raanna, beita höftum og höml-
um gegn athafnafrelsi einstak-
lingsins, sem áður var talið und-
irstaða allrar þjóðlegrar veimeg-
unar og farsældar.
Fram til þessa hafa frjálslyndi
og íhald skift mönnum í tvær
andstæðar stjórnmálafylkingar. —
Fr jálslyndu st.jórnmálamennirnir
voru breytingamcnn, vildu nema
burt ýmiskonar höft og hömlur
frá eldri tímum á borgaralegu
frelsi, vildu umbætur og breyt-
ingar, sem jafnan miðuðu í þessa
átt, en íhaldsmennirnir stóðu í
móti. Nú er þessu öðru vísi varið.
Breytinga- og byltingamennimir
eru nú andstæðingar borgaraiegs
frelsis. Þeir vilja afnema eignar-
rjett einstaklingsins og takmarka_
sem allra mest athafnafrelsi hans.
Þeir vilja draga öll fjárforráð og
alla framleiðslu undir þjóðfjelag'-
ið og skapa fjölmenna embættis-
mannastjett til þess að hafa um-
sjón með öllu þessu. Geg'n þessu
rísa að sjálfsögðu hinir frjáls-
lyndu stjómmálamenn frá fyrri
árum. með því að þær breytingar,
sem nú er krafist á þjóðmálasvið-
inu, fara í öfuga átt við þær
Ireytingar, sem þeir hafa áður
barist fyrir. Á þann hátt verða
þeir nú íhaldsmenn, taka höndum
saman við fyrri andstæðinga sína
gegn þeim breytinga- og byltinga-
kröfum, sem fara í þá átt, að
rýra og takmarka sem mest hið
borgaralegai frelsi einstakling-
anna.
Hjer er nú einmitt þörf á slik-
um samtökum, þörf á þingflokki,
sem setji sjer að verkefni vörn
hms borgaralega frelsis í landinu,
eins og um er talað hjer á und-
ari. —; Flokkurinn þarf að
beita sjer gegn sameignarstefn-
unni, þjóðnýtingarkröfunum og
einokunarkröfunum, eins og þær
koma fram bæði hjá forspröltkum
Tímaklíkunnar og Alþýðuflokks-
ins. —
Fljótt á litið sýnist svo sem
bændur landsins ættu að sjálf-
sögðu að fylla þennan flokk. En
eimnitt þeir hafa verið teygðir
yfir á hina sveifina á síðustu ár-
um af ýmsum forvígismönnum
þeirra í verslunarmálum, sem sýn-
ast vilja tengja saman hendur
sósíalista og bænda og gera úr
Lændunum sameignarmenn. En
þetta er óeðlilegt samband og get-
r.r ekki haldist til lengdar. Bænd-
ur ættu að geta haldið uppi kaup-
fjelagsskap sínum án þess að gera
hann að sameignarf jelagsskap,
með böndum og tjóðrum á einstak-
linginn í allar áttir.
Hinn nýi flokkur, sem hjer er
um að ræða, þarf meðal annars
að setja sjer það markmið, að
eyða hinum illkynjaða stjettaríg,
sem ýmsir ó'heillamenn hafa viljað
kveikja hjer á síðustu árum, en
er sannkallað eitur í hverju þjóð-
fjelagi. Nýi flokkurinn þarf að
vekja upp þjóðnytjamál, sem all-
ir geta unnið að í sameiningu,
bóndi’nn og sjávarmaðurinn, vinnu-
veitandinn og verkmaðurinn,
kaupmaðurinn og kaupfjelagsmað-
urinn. Og þau mál eru mðrg til.
II.
í fyrsta kafla þessarar greinar
oru í stuttu máli sýndar þær
breinu línur, sem hljóti að ráða
hjer flokkaskiftingu á stjórnmála-
sviðinu fyrst um sinn.
Nú hefir Alþ.bl.. 31. f m., flutt
cftirtektarverða grein, sem fer í
sömu átt, dregur hreinar skifti-
línur á stjórnmálasviðinu. Það
hefir stundum nú á síðari tímum
gerst ærið bérort við bandamenn
sína í Tímaklíkunni, en höfundur
þessoi-ar greinar tekur af skarið
og flettir ofan af óheilindum
þeim, sem Tímaklíkan hefir beitt
í leynibraski sin'u við sósíalista-
foringjana hjer annars vegar og
sveitabændurna hins vegar.
Greinarhöf. minnist á það, er
sósíalistahreyfingin fluttist fyrst
bnigað og segjr:
„Margir voru vonlitlir um, að
hún festi rætur, nema í stærstu
kauptúnum landsins. En hjer er
aðallega bændaveldi, hæði vegna
þess, hve margir þeir eru, en eink.
um vegna þess, hve kjördæmaskip
unin er ranglát. Það varð að
vinna þá til fylgis við stefnuna.
Það er reynsla annara þjóða, að
bændur skilja best annan þátt
þjóðnýtingarinnar, samvinnuna,
enda á hún aðallega við atvinnu-
veg þeirra. Greiðfærasta leiðin var
því að gera þá að samvinnumönn-
tm, byggja á þeim grundvelli, sem
lagður hafði verið með kaupfje-
lögunum.
Það ráð var þess vegna upp
tekið að stofna Frmsóknarflokk-
ii.n, og valdist aðallega til þess
einn af þáverandi forvígismönn-
um jafnaðarmanna í Reykjavík,
Jönas Jónsson frá Hriflu.
Nú eru jafnaðarmenn sammála
anðvaldssinnum um það, að jafn-
aðarstefnan sje fögur hugsjón, en
að hún sje því miður ekki fram-
Kvæmanleg nema með bættri
hugsun, það er að segja, að meiri
hluti þjóðarinnar verði jafnaðar-
menn. Þeir fara þess vegna ekki í
neina launkofa með kenningar
sínar og kröfur. Þeir vilja ekki
fá menn til fylgis við sig með
fölskum forsendum. Þeir þurfa
þess ekki. Þeim er enginn akkur
í að leyna því, að samvinnan er
ei.gin sjerstök stefna. heldur að-
eons þáttur af jafnaðarstefnunni,
enda eru samvinnumenn í öðrum
löndum ekki sjerstakur stjórn-
n álaflokkur.
En slík hreinskilni átti ekki við
skaplyndi þeirra, sem tóku að sjer
forustu Framsóknarflokksins. Þeir
þorðu ekki að ganga í berhögg
við það íhald og þröngsýni, sem
ranglega er eignað íslenskum
bændum.
Hjer við bætist, að inn í flokk-
inn var mokað moði, — eftirstöðv-
um frá fyrri árum, mönnum, sem
voru orðnir á eftir tímanum, mönn
um, sem hvorki höfðu stefnu nje
áíhugamál, heldur stunduðu stjórn-
mál eins og aðrir stunda sjóróðra
og hrossakaup.
Slíkir • menn geta aldrei mynd-
að heilbrigðan stjórnmálaflokk,
geta aldrei sameinast um ákveðna
stefnu, geta aldrei orðið armað
cn klíka, sem keppir um völd.
Enda hefir það orðið sro. Meðalið
hefir orðið að marki og markið
r.ð m 'ali. Hlutverkið rar að gera
bændur að samvinnumönnum,
jafnaðarmönnum. Það hefir tekist
betur en boðað var, og það er að
þakka þeirri stefnu, sem „flokkur.
inn“ fjekk að láni hjá jafnaðar-
mönnum. En þó að hlutverki
fJokksins sje lokið. þá er ,eftir
klíkan, sem keppir um völd. Hún
roynir að nota samvinnuhrevfing-
una sem þrep í valdastiganum. .. .
Framsóknarflokkurinn hefir gert
riálítið gagn, þó hann geti það
ekki lengtrr. Við þökkum honum
kærleg'a fyri” það, sem hann hefir
fyrir okkur gert. Við ætlum sjálfir
að gera það, sem eftir er. Vonandi
að hann fái hægt og rólegt and-
lát á næsta kjörtímabili! Hjer er
ekki rúm til að fara nánar út í
afstöðu þessara flokka. Aðalatrið-
i* er þetta: Þeir eiga ekki sam-
leið. Jafnaðarstefnan er aðalbraut
in. Framsóknarflokkurinn hefir
aldrei verið annað en afleggjari.
Þetta er flokkaskiftingin í aðal-
dráttum. Stefnurnar eru tvær,
flokkarnir tveir, jafnaðarmenn og
hinir. Vörður og Tíminn eru ekk-
ert annað en afleggjarar, og Tím-
inn er orðinu óþarfur og einskis
i.ýtur afleggjari. Jafnaðarmenn
þurfa ekki lengur á honum að
halda. Þeir sigra samt“.
Það er virðingarverð hrein-
skilni, sem þarna kemur fram, er
gi-einarhöf. gerir upp reikuingana
r.uili Tímaklíkunnar og sósíahsta-
flokksins. Aður hefir stjórnmála-
starf Tímaklíkunnar oft \erið
da-mt og vegið af andstæðingum
fcennar. En þarna fær hún dðm
súm frá bandamönnum sínum á
liðnum árum. Og hann er síst
' ægari.
III.
í Alþ.bl.grein þeirri, sem gerð
var að umtalsefni í síðasta kafla,
kemur það skýrt fram, hvert
samband hefir verið að undan-
förnu milli forsprakka I’ímaklík-
unnar og sósíalista- eða sameignar
niannaflokksins hjer í bænum. Þar
er beinlínis sagt, að Jónas frá
Hriflu hafi verið gerður út af
þeim Ólafi Friðrikssyni og sam-
heijum hans á bændaveiðar þær,
scm hann befir stundað á undan-
förnum árum. Það er víst enginn
vafi á því, að Alþ.bl.greinin,
sem hjer er um að ræða, sje eftir
Ólaf Friðriksson; og kemur það
þá upp, að hann vill eigna sjer
upptökin að því starfi, sem J. J.
og Tímaklíkan hafa unnið meðal
bændanna á síðari árum, eigna
sjer samábyrgðarfarganið, skulda-
fiækjurnar o. s. frv. Margir
mundu nú það mæla, að þessi
maður hefði nógu þunga synda-
byrði á herðum sjer, þótt ekki
bættist þetta ofan á. En sjálfur
mun hann líta öðrum augum á það
m.ál, úr því að hann tekur þarna
óbeðinn syndapoka þeirra Tíma-
mannanna á sitt bak. Hann vill
gera úr J. J. ekkert annað en
sendimann frá sjer, erindreka eða
hoðbera frá sjer til íslenskra
bænda með þann fagnaðarboð-
slcap, sem hann hafi sjálfur gróð-
ursett í kaupstöðum landsins,
euda er það alkunnugt, að Ólaf
ur Friðriksson var á þeim árum.
þegar þetta gerðist, lífið og sál-
in í sósíalistaflokknum hjer og
viðurkendur foringi hans. En nú
þvkir þeim gamla foringja J. J.
ekki ihafa rekið erindið meðal
bændanna með fullri trúmensku,
að suniu leyti, þykir hann hafa
notað umboðið eða trúnaðarstöð-
una í sósíalistahópnum of mjög í
eigingjörnum tilgangi, notað hana
til þess að pota sjálfum sjer fram,
en mist við það, að minsta kosti
að einliverju leyti, sjónar á hinn
upphaflega og sameiginlega tak-
marki. Þetta er hugsun höf. Alþ.-
blaðsgreinarinnar, sem hjer er
um að ræða. Hann er þar með
húsbóndatón að segja Tímanum
og Framsóknarflokknum upp vist-
inni, en gleymir því, að hann
sjálfur er ekki jafn einráður í
sósíalistaflokknum nú og hann
var, þegar flokkurinn fúl J. J,
trúnaðarstarfið meðal bændanna.
Og þótt hann hafi upphaflega átt
Lögrjetta.
Þeir, sem enn skulda fyrir
u dri árganga Lögrjettu, eru vin-
samlega ámintir um að gera skil.
Afgreiðsla blaðsins og reiknings
íialcl er nú í Austurstræti 5, og
gjaldkeri þess er Sigfús Jónsson.
Þungað greiðast nú allar skuld-
ir blaSsins, bæði eldri og yngri,
Gjalddagi yfirstandandi árs var
1 jútí. i
hugmyndina og hrundið hreyf-
ingunni á stað, þá eru nú fyrir
viðburðanna rás stjórnartaumarn-
ir að færast úr hans höndum og
yfir í annara hendur.
------o-----
11 Tilkynning. "
Með því að okkur er kunnugt,
að það er ákveðinn vilji mikils
meiri hluta kjósenda í kjördæmi
Gullbringu- og Kjósarsýslu með
Hafnarfjarðarkaupstað, að við
bjóðum okkur fram sem þing-
mannaefni fyrir þetta kjördæmi á>
komandi hausti, þá lýsum við því
yfir, að við ætlum að bjóða okkur
fram til þingmensku fyrir þetta
kjördæmi við alþingiskosningam-
ar 1. vetrardag næstkomandi.
Hafnarfirði og Reykjavík,.
1. september 1923.
Aug. Flygenring.
Björn Kristjánsson.
-----—o------ j
Framboð.
Samkvæmt áskorun frá fundi,
sem nýlega var haldinn af kjörn-
um fulltrúum víðsvegar að í Vest-
ur-ísafjarðarsýslu, gefur Guðjón
Guðlaugsson, áður þjóðkjörinn
þingmaður, kost á sjer til þing-
mensku fyrir það kjördæmi. Mun
mega telja honum kosningu þar
vjsa, enda er þar um reyndan
þingskörung að ræða. Hann er
einn af þjóðkunnustuforvígismönn-
um kaupfjelagsskaparins hjer á
landi, með því heilbrigða fyrir-
komulagi, sem á honum var upp-
haflega, en jafnframt er hann ein-
dreginn andstæðingur Tíma-ldík-
unnar og hennar framkomu í
verslunarmálunum. Hún teflir
þarna fram á móti honum Ásgeiri
Ásgeirssyni kennara í Laufási,
myndarmanni á sínu sviði, en með
öllu ókunnum á stjórnmálasvið-
inu. —
Eins og fyr hefir verið frá sagt,
hafði Tíma-klíkan áður ætlað að
koma Klemensi Jónssyni ráðherra
þarna inn. En nú er hún, að sögn,
komin með hann austur í Rang-
árvallasýslu og er að leita hon-
m þar fylgis, líklega án þess að
hann viti nokkuð um það sjálfur,
því haim er nú erlendis. Spáð er