Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.09.1923, Blaðsíða 2

Lögrétta - 05.09.1923, Blaðsíða 2
2 LOGKJ ETT A }>ví, að næst reyni liún fyrir sjer með hann austur í Múlasýslum. l.n alt er til þess g-ert, að fá hann •ofan af því, að bjóða sig fram 5 Eyjafirði, því klíkan hyggur að þar mundi hann verða til þess .að fella vin hennar Einar á Eyr- arlandi, en sumum ráðandi mönn- um hennar mun hinsvegar ekkert áhugamál að Klemens ráðh. nái mokkurstaðar kosningu. í Vestur-Húnavatnssýslu verður í kjöri Þórarinn Jónsson á Hjalta- bakka, einn hinn nýtasti maður, sem á imdanförnum árum hefir áit sæti á Alþingi, en móti hon- um bjóða Tíma-menn Jakob Lín- <3al á Lækjamóti. . 1 Austur-Húnavatnssýslu verð- ur Guðmundur í Ási í kjöri fyrir Tímaflokkinn, en á móti honum kvað bjóða sig fram Sigurður Baldvinsson gagnfræðingur á Kornsá, terigdasonur Björns Sig- íússonar fyrv. alþingismanns, ungur maður efnilegur. ------o----- Fná Færeyjum. Sjálfstjórnarmál Færeyinga. Eins og nokkrum sinnum hefir verið frá sagt hjer í blaðinu, er sjálfstjórnarhreyfing allsterk að myndast í Fæjeyjum, og hefir ver ið um nokkurra ára skeið undan- farandi. Aðalmaður og mesti kraft ur þeirrar hreyfingar er Jóannes Patursson, Kirkjubæjar bóndinn. Hann er foringi sjálfstjómar- flokksins og ritstjóri „Tingakross- ur“, blaðs sjálfstjómarmanna. — i\ú eiga sjálfstjórnarmenn 11 með. limi á lögþingi Færeyinga, en alls sitja það 22. En amtmaðurinn danski er sjálfkjörinn meðlimur þmgsins og sjálfkjörinn fomiaður þess, svo flokkarnir eru mjög jafn sterkir, en greinilega aðskildir í bilum málum, sem snerta sjálf- stæði Færeyja. Baráttan milli þessara flokka h.efir oft verið hín snarpasta. Má sjá það á blöðum Færeyinga, ,,Tingakrossur“ og blaði sam- Landsmanna, ,,Dimmalætting“, að hinar pólitísku öldur eru engu lægri þar en þær voru á sínum tíma hjer heima. En nú hafa ýms- ir atburðir gerst, sem hafa enn ankið deilumálin og skerpt and- stæðumar, svo telja má mjög lík- legt, að lögþingið, sem nú er ný- lega komið saman í evjunum, verði hið sögulegasta. Einn af þessum atburðum er sá, að lögþingsmaður frá Færeyj- um, meðlimur sambandsflokksins, ljet norsku frjettaskevtastofuna flytja grein til fjölmargra blaða í Noregi um dei'lumál Dana og Færeyinga, og sagði frá þeim frá sinu sjónarmiði. Sjálfsæðismönn- urh þótti þeim illa borin sagan. og •Jóannes Patursson tók upp þykkj- una fvrir flokkinn og sendinorsku frjettaskeyta-stofuHni leiðrjett- ingu, eða upplýsingar um málin frá hans sjónarmiði, og krafðist þess að hin sömu blöð flyttu þessa. grein og áður höfðu flutt hinar. Og var það auðsótt. Dönsku blöð- in sum ýfðust allmikið yfir þessu, cg þótti J. Patursson vera heldur harðorður í garð Dana dg Dana- stjórnarinnar. Þá bar það ennfremur til. að -j'óannes Patursson fór til Noregs, var tekið þar mætavel, átti mörg og löng viðtöl við blöðin þar, og lýsti sjálfstæðisdeilu evjannn og kröfum þeirra til Danastjórnar. Bvo kom enn eitt stórt atriði inn í má’lið: í sambandi við deilu Dana og Norðmanna um Grænland hófu sum norsku blöðin má'ls á því, að ef til vill mundu Norð- r.ienn eiga eins mikinn rjett til Fæ.reyja og Danir, eða að minsta kosti væru eyjarskeggjar þeim skyldari en Dönum, og hentara íyrir þá að vera í sambandi við þá en Dani. Dönsku blöðin tóku þctta illa upp, og það því fremur, sem sjálfstæðismenn Færeyinga fjellust eindregið á það, að þeir heyrðu Norðmönnum miblu frem- ur til en Dönum, sakir uppruna heirra, og hitt mundi einnig reyn- ast rjett, að samband við Norð- menn yrði þeim happasælla en víirráð Dana. Hefir Jóannes Pat- ursson skrifað allmargar greinar í blað sitt til þess að sýna fram á þetta, en þó aðallega til þess að mótmæla því, að „hreint danskt blóð“ væri í Færeyingum. En því hafði haldið fram Effersöe þing- maður á lögþingi eyjarmanna, að- aimótstöðumaður J. Paturssonar. Af þessari sennu hefir sá orð- rómur komist á í sumum dönsku blöðunum, að Færeyingar vildu fyiir alvöru losast undan yfirráð- um Dana og komast í samhand við Noreg. Og þeirri skuld er vitan- lega allri skelt á herðar Jóannesar Paturssonar, því hann hefir mest haft sig frammi í málum eyjar- ruanna, og hann hefir svo að segja einn staðið fyrir svörum við Dani í því efni að halda fram meiri skyldleika Norðmanna og Færey- hjga en þeirra síðarnefndu og Dana. Af þessum ástæðum mun það því vera, að formaður sambands- fiokksins, Effersöe þingmaður, kom fram með tillögu um það í lögþinginu, stuttu eftir að það tók tii starfa, að það ljeti fara fram cpinbera ályktun vegna ýmsra orða J. Paturssonar í norsku blöð- unum um meðferð Danastjórnar á Færeyingum nú, og ennfremur um það, að Færeyingar hefðu í hyggju að sameinast Noregi og þá um leið losast undan Danmörku. Þegar síðast frjettist hafði lög- þingið ekki tekið neina afstöðu til þessarar till. Effersöes. En Jóann- es Patursson hafði haldið langa ra‘ðn stuttu seinna og skýrt þar frá afstöðu sinni og, flokks síns íil þessa Noregs-máls. Kröfur þær,se.m sjálfstæðismenn bera bera fram við Dani má glegst sjá á viðtali J. P. við norskan blaðamann. Hann segir að stefna flokksins sje þessi: 1. Lögþingið, sc m nú sje aðeins ráðgefandi sam- koma, vilji þeir að verði löggef- a.ndi samkoma. 2. Fjármálalegt sjálfstæði, að svo miklu leyti, sem unt er. 3. Fult frelsi í notkun móðurmálsins í kirkjnm og skól- um. Þetta eru, segir J. Patursson, aðalkröfurnar. Af norskum blöðum má ráða það, að þau veita Færevskum mál- um mikla athvgli nú, og hafa að ýmsu leyti dregið sjálfstæðismál þeirra inn í deilur þeirra við Dani um Grænland. ------o------- Herskapur. Heimsstyrjöldin síðasta sýndi það að ýmsu leyti. hversu hernað- ur mannanna er orðinn margþætt- U" og magnaður. Menn börðust ekki einungis á yfirborði jarð- arinnar, heldur líka undir því og yfir, bæði í lofti og á sjó. Menn- irjiir virðast óvíða vera eins naskr i og snjallir og í því að finna upp nýjar aðferðir til þess að crepa hver annan. Á styrjaldarárunum var þó eitt hernaðartækið, sem notað var, kafbátarnir sem sje, að ýmsu leyti orðið svo óvinsælt og illa þokk- að meðal almennings um allan heim, að menn bjuggust ekki við því, að lögð yrði áhersla á það, ;ið fjölga þeim skipum. Á Washingtonráðstefnunni var líka mikið um þetta rætt, en árangurinn varð hverfandi lítill. Þó var gerð þar samþykt í þá átt. í ð bannað skyldi að sökkva versl- unarskipum fyrirvaralaust og þó ekki öðruvísi en svo, að skipshöfn og farþegum væri bjargað áður. Búist er við því að, flest lönd fnllist á þessa samþykt, hvað sem úr öllu yrði í framkvæmdinni. Bæði þetta —- og öll þróun og skipulag hernaðarins hefir þó orð. ið til þess, að menn hafa farið að íi’.ggja á nýjar leiðir. Og ein af þcim er einmitt sú, að fjölga kaf bátum og stækka þá. Því lofthern- aðurinn gerir það að verkum að herskip eru varla örugg á yfir- borði sjávarins, og þurfa því að geta farið í kaf. Hafa menn því gert áætlanir um mjög stór kaf- skip til hernaðar og vel út búin að vopnúm. Englendinga eiga t. d. þegar kafbáta með 30 cm. fallbyssum. Þýski prófessorinn Fiamm hefir einnig gert áætlun um kaf-herskip, með 6 all-stómm fa.ll- byssum og 10 torpedóskeytum. — Það á að geta gengið 21 mílu og geta haft áhrif á mjög stóru svæði, þannig að ,,aktions-radius“ þess væri 23 þtis. sjómílur. Ef það væri hinsvegar notað til að leggja tnndurdufl, gæti það haft með- ferðis 2400 slík dufl, og eftir því sem Flamm segir sjálfur, alger lega lokað Panama-skurðinum, — hjálparlaust. Annars er það einnig látin heita ein ástæðan fyrir stækkun kafbát- anna, að ef þeir teigi í hernaði að b.iarga mönnum af þeim skipum, sem þeir sökkvi, geti þeir ekki verið eins litlir og áður. Það er því, þrátt fyrir allt, sem á undan er gengið, alt annað en friðarhugur í þjóðunum. Þær halda áfram að beita hugviti sínu í þjónustu eyðileggingarinnar, morðanna og mannvonskunnar. — Meðan þúsundir manna liggja ennþá lamaðar af afleiðingum cfriðarins, eða hungraðar og þjáðar, er byrjað á nýjan leik, ,\ð gera allskonar ráðstafanir, sem óhjákvæmilega hljót að ' leiða til nýrra styrjalda, hvar, eða hvernig sem þær verða. Er sennilegt að þær verði einna mest undir yfir- borði jarðarinnar og sjávarins og í loftinu. Til dæmis um þetta má r.efna aukning kafbátaflotans, eins og hann ernú, eða verður inn- an skams. Bandaríkin eiga 131 skip, England 74, Frakkland 60. Japan 51, ítalía 43. Auðvitað er látið heita svo, að þetta sje alt gert til þess að ualda við örygginu og friðnum í heim- inum. En veröldin hefir fengið l’yrir því sára reynslu á undan- förnum árum, hvar þær ráðstaf- anir lenda að lokum, sem sje í morðum og menningarspellvirkj- um. En lærdómurinn, sem menn clraga af þeirri reynslu virðist a*tla að verða harla lítill, ef svo heldur áfram, sem nú eru horf- ur á. Læknablaðið. Það hefir lengi þótt loða við, að ýmsir í læknastjettinni væru ekki eins vandir að virðingu sinni og vera ætti.; drykkjuskapur væri dlLmikill meðal læknanna sjálfra, c-g svo væri sumir þeirra nókk- urskonar áveitulækir á drykkju- skaparsvæði þjóðarinnar. Hjer eftir er naumast hægt að bera það fram til varnar þessum á- burði, að hann sje borinn fram af oístækisfullum goodtemplurum, er sjái alstaðar ofdrykkjiu og bann- lagabrot. Nú eru þessar alvarlegu ákærur viðurkendar af læknum sjálfum opinberlega, og eru þessir læknar hvorki bindindismenn nje bannvinir. Vitanlega er þetta satt, vitanlega eru til „fylliraftar11 meðal lækna, og læknar, sem selja n.önnum áfengisávísanir og á- fengi. Nú hafa trúnaðarmenn læknastjettarinnar, ritstjórn Lbl., elcki getað setið hjá lengur. Usque tandem — loksins er mælirinn fullur, og hálfnað er verk, þá haf- ið er. Auðvitað hafa læknarnir fundið til þessarar óhæflu og ein- stöku látið það í ljós, en það hefir nldrei verið riðið úr hlaði með eins miklum krafti og alvöru eins og nú í seinasta Læknablaðinu. Pitstjórn blaðsins, þeir prófessor Sæmundur Bjarnhjeðinsson, doc- ent. Guðmundur Thoroddsen og Gunnl. ölaessen læknir, hefja nú í síðasta tbl. Lbl. orustu gegn þessum landlæga ósóma og þeirri baráttir má ekki linna, fyr en að ekki einn einasti ,,fyllira,ftlur“ er hjer til. Læknastjettin er nú að reyna að hreinsa geitnasjúkdóma úr landinu, og það er þjóðþrifa- verk; en miklu er það ineira vert cð hreinsa þessar andlegu geitur, sem leiða og hafa leitt af drykkju- skap lækna. Það er fráleitt til- viljun að sumir mennirnir sömu berjast gegn þessu hvorutveggja. Fach'us hefir lengi herjað hjer og gert strandhögg meðal lækna. Suma hefir hann vegið alveg, aðra gert meira og minna farlama á riiðri leið. Þetta er sú rjetta leið, sem nú er hafin, einkum -eins og nú er ástatt hjer hjá oss. Ritstjórn Læknabl. getur komið miklu til leiðar í þessu efni. Mcnn vita að þetta er ekki um skör fram. Pió- fessor Sæmundur Bjarnhjeðinsson hefir nú bráðum verið 30 ár lækn- ir í landsins þjónustu, svo varla er hægt að saka ritstjómina um uuga'ðishátt og ábyrgðarleysi í á- sökunum sínum. Nei, það er dura necessitas —- brýn nauðsyn að taka þetta mál til langrar og stiangrar íhugunar. Það er auðvitað ekki nein á- stæða til að hæla ritstjórninni mikið þó hún hafi hafist handa; en það er betra seint en aldrei, eins og máltækið segir. Þetta hefði átt að vera gert fyrir löngu, svo löngu, að óhugsandi væri að nokk- ur ofdrykkjulæknir væri starfandi embættismaður ríkisins; en eins (>fv tekið er fram í LæknaJblaðiuu þá hefir fólkið verið frámunalega þolinmótt við drykkjulæknana, jafnvel haldið að ofdrykkjan skaðaði þá ekki. Algengt cr að heyra tekið ti'l orða á þessa leið: „Ágætur læknir, ef hann er með sjálfum sjer; stundum rennur mestum alveg af homim, þegar hann kemur til dauðvona sjúk- linga“. — Fólkinu finst það þakk- lætisvert að læknirinn skuli ekki vcra svo viti sínu fjær, að hann eivki átti sig ögn, þegar hann sjer moribund sjúkling, sem hann er sóttur til. í sjerstakri grein í Læknablað- iuu, eftir einn ritstjórann (G. Cl.), er sagt svona frá ferðalagi lækna á landsins kostnað: „1 sumar voru drykkfeldir em- bættislæknar, sem gegna mikils- verðum störfum og ferðast á kostnað ríkissjóðs mjög drukknir á strandferðaskipi .... jeg hygg ekki að læknum mundi ihaldast slíkt uppi neinstaðar á Norður- lóndum. — Hvers vegna drekka íslenskir læknar? Jeg hygg. að sárafáir geri það af óviðráðan- lcgri ástríðu eftir víni, heldur af kæruleysi og hugsunarleysi; — þc-ir gera það í fullri vissu þess, að þeir, sem yfir þá cru settir, hreyfi ekki hár á höfði þeirra. Og þetta er einmitt dauða- •synd heilbrigðisstjórnarinnar; -—- bún á ekki einasta að vernda fólk- ið gagnvart fylliröftuníum; önnur hlið er líka á þessu máli, og hún er svi, að hjálpa læknunum sjálf- um til þess að lenda ekki i di’ykkjuskapnum. Jeg hefi þá trú, að það mundi verða undantekn- ing að embættislæknar yrðu drykk íeldir, ef heilbrigðisstjórnin ljeti sjer ekki einasta ant um hvem einstakan lækni, heldur og refs- aði þeim hlífðarlaust með frá- vikning, ef þeir væru dhukknir við embættisverk eða á almanna- færi‘ ‘. Sennilega er tilgátan um orsök drykkjuskaparins meðal lækna al- veg rjett, og þá verður það um lcið augljóst, að eitt meginatriðið til hjálpar læknunum verður, eins og sagt er í greininni, miklu ræki- legra eftirlit af hálfu heilbrigðis- stjórnarinnar, heldur en nú á sjer stað. í ritstjórnargrein utm áfengis- \ orslunina í sama tbl. Læknabl. segir 'svo: „.... Hjeraðslæknar þeir, sem lyfsöllu hafa, munu geta fengið nær ótakmarkað áfengi í Áfengis- verslun ríkisins, og sumir þeirra nota sjer það svo, að þeir láta sjer ekki nægja þann spíritus, sem þeir geta selt iheima í hjcr- aði, heldur senda pantanir til Áfengisverslunarinnar oglátahana afgreiða spíritus til manna hjer í Beykjavík, sem svo aftur selja út í smáskömtum. Þetta er alveg óf}rrirgefanlegt. og á Áfengisversl- un ríkisins þar jafnmikla sok og læknarnir ....“. Yarla er unt að vera bersöglari í garð læknanna en ritstjórnin er hjer. En getur þetta verið rjett? Lr það Áfengisverslunin, sem á að ráða, hve mikinn spíritus má selja hverjum og einum hjer? Á ekki landlæknirinn að hafa eftir- lit með spíritlus-notkun lækna, sem lyfsölu hafa? Og fá uppgjafa- læknar 'líka spíritus 'hjá Áfengis- versluninni? Eflaust þykir öllum þorra lækna vænt um, að Læknablaðið hreyfir þessu máli, ef það mætti vcrða til þess, að læknum, sem nú misbrúka stöðu sína, hjeldist ekki uppi að r.ýra álit læknastjettarinn- ar í heild sinni. Þ. Sv. --------------- Einstein í ]apan. Prófessor Einstein, sem nýlega hefir fengið cðlisfræðisverðlaun Nóbels, hefir undanfarið verið 4

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.