Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.09.1923, Blaðsíða 4

Lögrétta - 05.09.1923, Blaðsíða 4
LÖGRJETTA l Tokío ligxur á Austurströndu evj- arinnar Hönsju, sem er langstærst °o þjettbýiust allra japönsku eyj- anna, rúmlega lielmingi stærri en Is- land og íbúarnir nálega 40 miljónir. MiSbik eyjarinnar er mjög eldbrunn- ið og er þar. skamt frá Tokío, rnerk- asta eldfjallið í Japan, Fusijama. T<)kío er höfiuðborg Japana og er þar aðsetur mikadósins. Er íbúatala borg- arinnar um 2y2 miljón; þar er helsti háskóli Japana og iðnaSur mikill og rerslun í horginni. Húsin eru aS kalla öll bygS úr timhri, en einlyft cg lítil. Er talið aS í Tokío hafi ver- ið um 400 þús. hús. pað er mest vegna jarSskjálftanna í Japan, aS mjög lítið er bygt þar af steinhús- um. Jokohama stendur skamt frá To- kio og er helsta verslunarborg út á viS í Japan. Eru þar nú um 400 þús. íbúar, en fyrir 60 árum var bærinn ■aðeins lítiS fiskiver. Byggingar þar eiu margar úr steini, og mun það ör- sokin til, að svo margir hafa týnt lífi í jarðskjálftanum. Sjávarflóð í Suður- Jótlandi. 5000 tunnur lands eyðilagt 15 menn farast. K'höfn, 1. sept Ákaft óveður geysaði í fyrra- dag við vesturströnd Jótlands. Reif sjórinn niður flóðgarða þá, sem verja akrana fyrir sjávarflóð um. Nítján verkamenn týndu lífi. Khöfn, 3. sept. í sjávarflóðinu hafa um 5 þós- und tunnur lands eyðilagst. Mesta sjávaxflóð í mannaminnum. (Prá sendiherra Dana). Geigvænlegt stórviðri kom í Danmörku á föstudagsnóttina sem leið, og hefir einkum gert alvarleg spell við vesturströnd Jótlands, frá Esbjerg og snður að landamærum. Sjórinn hefir gengið ýfir víðáttumikla akra og fylt böfnina í Esbjerg. Er þetta mesta sjávarflóð, sem komið hef- ir á þessum slóðum í mannaminn- um. Pyrir sunnan Ribe, við Rcjs- by, brant sjórinn flóðgarðana og flæddi yfir meira land, en þegar sjávarflóðin urðu 1909 og 1911 Fimtán menn, sem voru að vinna við flóðgarðana, druknuðu. Pjöldi p.f gripum druknaði og tjónið é okrunum er afarmikið. Skip ferst i Ermasundi Kböfn, 3. sept. Hollenskt gufuskip, 6000 snxál að stærð, fórst nýlega í Erraar- sxmdi. Skipstjórinn og 41 manns tjörguðust. ' í.iim var mágur Asgir’rs Pjeturs- j sonar. Ðr. Jón Helgason biskup fór áleið- ,s til Svíþjóðar og Noregs með „Is- ; Iandi“ í gærkvöld. Fir þessa fer hnnn fyrir áskorun frá fjelaginu ,,Norden“, því biskupafundur sá, I s.-m til stóð að haldinn yrði í Noregi i i sumar, ferst fyrir og verður ekki ý.aldinn fyr en næsta sumar. Jón biskup Helgason verður fyrst við há- i jtíðahöld í Lundi i Svíþjóð. Hóm- kirkjan þar á 800 ára afmæli, er halda skal hátíðlegt 17. og 18. september, en í Lundi eru vígðir margir hinir eldri biskupar okkar, meðan íslenska kirkjan laut erkibiskupastólnum þar. A þessari minningarhátíð er ráðgert ;?ð Jón biskup Hegason haldi fyrir- iestur, ium íslensku. kirkjuna á lýð- veldistímunum, en annan, um eitt- hvert trúfræðilegt efni, á trúmála- þingi, sem hefst að kirkjuminningar- hátíðinni lokinni. Frá Lundi fer hann til Kristjaníu og ætlar að halda fyr- irlestur þar á háskólanum 25. septem- ber um nútímalífið á íslandi, og ann- an í norska stúdentafjelaginu 27. scptember um íslen'sku kirkjuna undir r.orskri stjórn. Frá Kristjaníu fer h'inn til Bergen, heldur þar fyrir- lestur og prjedikar þar 30. septem- ber. Gerir svo ráð fyrir að halda þaðan heimleiðis með „Síríusi" snemma í október. 50 ára prestskaparafmæli á í dag sjera Páll Ólafsson í Vatnsfirði. — Hann er fæddur 20. júlí 1850, stú- ident 1869 og kandídat frá Presta- iskólanum 1871, en vígðist 31. ágúst 1873. Hann er enn kraustur og ern, hefir verið miklhæfur maður og merk- isprestur. Freysteinn Gunnarsson cand. theol., kcnnari við Kennaraskólann, er ný- kominn heim hingað aftur frá Fær- eyjum. En þar hefir hann dvalið um sex vikna tíma og kent íslensku á kennaranámsskeiði, sem færeyiska kennarafjelagið gekst fyrir. Var þar einnig Norðmaður nokkur, sem flutti fyrirlestra sögulegs efnis, en annars var á námsskeiðinu aðeins kend ís- lenska og færeyiska. í Psychische Studien undir áramót- in 'síðustu var prentuð smágrein á þýsku, sem dr. Helgi Pjeturs hafði skrifað blaðinu um uppruna og eðli drauma. Var það stuttur útdráttur úr, eða yfirlit lum það, sem hann hafði áður um þessi efni skrifað á ílensku. Nú hefir íslendingur einn í pýskalandi (Jón Leifs) látið sjer- prenta þessa grein og dreifa heniii út og meðal annars sent hana þátt- takendum í alheims-þingi sálarrann- sóknamanna í Varsjá í Pdllandi, því sem prófessor Haraldur Níelsson fór r.ú til að sitja. Raunsart Dagbák 31. ágúst Síldaraílí er sagðnr að hafa verið leldur tregur þessa viku fyrir Norð- urlandi. Valda kuldar og stormar. Útihússtjóraskifti hafa nýlega orðið við útibú Landsbankans á ísafirði. Hefir Jón Auðunn Jónsson látið af 'því starfi sakir framboðs sína, en ■við hefir tekið Helgi Guðmundsson hókari við Landsbankann áður. Dánarfregn. Nýlega druknaði mað- var úr Önundarfirði, og á fertugB' aldri, uppeldissonur sjera Janusar heitins Jónssonar. Ennfremur drukn- oði maður af Akurevri í Ólafsfirði á þriðjudagskvöldið var, Jóhann Ste- fánsson fiskimatsmaður. Druknaði hann í sem fellnr úr ólafsfjarðar- yatm og hafði fallið út af trjebrú. i leveres fremdeles til Kr. 4.50 for 20 Pakker plus Postppkrævning. — Alle andre Parver, og saa til halv Pund, leveres for 40 Öre pr. Stk. — Alle Farve pröver fölger til bver ny Kunde. Skriv til I ifalby Farveri Kobenhavn — Valby. ■! ö. Farimagsgade, 42, Khúín Umboðsœaður á tslandi StúdEntagarQurinn. Allir, uia:i Reykjavíkur bg Hafnarfjaiðar, sem fengið hafa frá oss happdrœttisseðla til útsölu eru beðnir að gera oss loka- skiljfsvo tímanlega að allir óseldir seðlar sjeu komnir í vor- ■ttSKT' ar hendur *þ.“ 15. okt,|þar eð áformað er að draga um happdr. þ. 1. nov. þ. á. Ennfremur eru allir, sem hafa safnað áskrií'tum að „Pan41 eftir Knut Hamsun (þýðing Jón Sig. skrifstofustj. Alþ.) beðnir að eenda oss nöfn áskrifenJa hið allra fyrsta og eigi síðar en mum*- fyrstjí okt. — |Væntum vér þess að geta sent áskrifendum bókina með pósturn í nóv. Reykjavík 29. ágúst 1923 Happdrættisnefnd Stúdentaráðsins Mensa academica Reykjavík. Snœbjörn Jónsson .stjórnariáðsnr iii, Kvík, íst því þetta er glæfraför. Töluverð kvika var á leiðinni upp eftir og eru ailir, sem á þessa för mirinast, hissa á því, að hún skyldi hepnast. — Ang- antýr Guðmundsson ætlar að segja frá þessari för hjer í blaðinu. 2. sept. Dánarfregn. I gærmorgun Ijetst á Iiandakotsspítala úr lungnabólgu pórður pórðarson skipstjóri frá Ráða- gerði. — Norskir rannsóknamenn hafa fynr skömmu orðið að yfirgefa skip s' t norður í Ishafi, og hefir verið leitað um það hingað frá Noregi, til nor3ka konsúlsins hjer, að skip væri fengið tíi að sækja mennina. Komið hefir til orða að ,,Egill Skallagrímsson“ fnri, en óráðið var það í gær. Valtýr Stefánsson ráðunautur fór til Kaupmannahafnar með „íslandi“ síðast og ætlar að dvelja þar fram yi'ir nýár og meðal annars sjá nm r.ýja útgáfu á Flóru íslands eftir Stefán Stefánsson, sem prentuð verð- ur í Kaupmannahöfn. 1. sept. Fornar minjar. peir sem hafa verið a5 grafa fyrir fótstallinum undir lík- reski Ingólfs á Arnarhólstúni hafa komið niður á rústir af húsi, er þeir jarila að verið hafi í fyrstu penings- h.ús, um tveggja metra breitt, og lá frá norðri til vestur3. Voru þar um- merki eftir flór og heybálka. Undir þeim neðsta fanst koparpeningur frá Ukisstjórnarárum Kristjáns III Dan- r.ierkurkonungs og á svipuðum stað hlu'ti af koparskærum; þarna voru og hlóðir og koiaaska, en steinarnir ákaflega brunnir, svo ætla má, að síðar hafi verið þarna smiðja. Enda fundust þarna lóðsteinar og ljábakka- brot. Ferðalög. Tveir skátar, Angantýr C-xiðmundsson og Lárus Jónsson, eru nýlega komnir úr ferð upp á Eiríks- jökul. peir fóru npp Borgarfjörð en Kaldadal og Pingvallasveit til baka. Þeir fengu gott veður og gott sýni á jöklinum. Skömmu áður fóru þeir Angantýr og Guðmundur Pjeturssou prentari upp í Borgarnes á strigabát, þýskri stæling af grænlensknm kajak. peir voru 10 kl.tíma upp eftir og gekk ferðin vel, eða betur en við var bú- 4. sept. Jarðskjálftakippir fundust hjer í bænum á föstudagskvöldið og á laug- ardágínn Við fyrfrwpurn á vefiurnt hngunarstöðinni kom það í ljós, að jarðskjálftamælirinn, sem hingað var keyptur hjer á árunum, er ekki í standi, svo að frá honum er einskis fróðleiks að vænta. Hvað veldur? Landsbankinn. Nýi bankinn er nú langt kominn. í afgreiðslusalnum niðri er verið að setja upp þiljur, af- greiðsluborð, hurðir og því um líkt. Lr það nit úr tekkviði og smíðað hjá Jóni Halldórssvni & Co., smekklegt og vel vandað. Herbergin uppi eru einnig langt komin, vantar lítið nema niálninguna. Stigar og sum gólfin eru enn ófullgerð. Er gert ráð fyrir, að hægt verði að flytja í húsið 1. des- ember. Veðurblíða hefir verið á Norður- landi undanfarna daga. JÞannig var t. d. 14 stiga hiti á Akureyri í fyrra- dag og besti þurkur. Heyverð hefir verið mun lægra í sumar hjer í bænum, en nndanfarið. Hefir gott hey verið selt fyrir 5 aura pundið og er það mjög ódýrt, Verðfallið stafar af of miklu fram- boði, fremur en hinu, að framleiðslu kostnaðurinn hafi lækkað í sama hlut fslli og verðið. Vinnukaupið í sveit- um er aðeins litlum mun lægra en var í fyrra. Bæjaskipulagsnefndin. peir Guð- jón Samúelsson byggingarmeistari og Guðm. Hannesson prófessor eru nú í Vestmannaeyjum að gera skipu- jlagsuppkast fyrir bæinn þar. Hjelt G. H. prófessor nýlega fyrirlestur í Eyjunum um þetta starf nefndar- innar og þótti hann mjög góður. FRAM sk ilvinður eru nú þjóökunnar á íslandi. Þær hafa þá kosti sem góð- ar skilvinður þurfa að hafa, skilja vel, íljótlegt að hreinsa þær, óðýrar en enöingar- góðar. Fram-skilvindur eru búnar til í 3 stærðum og skilja 70, 130, og 160 litra álkl.st. Hve vel þær líka og reynast sannar best hin sí- vaxanði sala. Meir en 600 F r a m - skilvinöur eru nú í :: :: notkun a íslanði. :: DAHLIA strokkarnir eru mjög sterkir og hanö- hægir og viðurkenðir fyrir hve mikið smjör næst með þeim. Eru í 5 stærðum frá ::: ::: 5 til 60 lítra. ::: ::t Altaf fyrirliggjanöi ásamt varapörtum hjá: Krastján O. Skayfjörd, Reyk)avík« Hvaða sápu á jeg að nota? Fedora sápan hefir til að bera alla þfc eiginleika, aem eiga að einkenna fyilileg* milda og góða handsápu, og hin mýkjarxdt og sótthreinsandi áhrif hennar hafa samn- ast að vera óbrigðult fegurðarmeðal fyrir húðina, og vamar lýtum, eins og blettum, hrukkum og roða í húðinni. 1 stað þess» veröur húðin við notkun Pedora-sápunnar hvít og mjúk, hin óþægilega tilfinning þesk að húðin skrælni, sem stundum kemnr vit notkun annara sáputegunda, kemur alla «kki fram við notkuu þessarar sápu. Aðalumboðsmenn: R. KJARTANS80N & Co. Reykjavík. Sími 1266. Suðvestan rok var hjer í gærmorg- uii og hjelst allan daginn fram til kvölds öðru hvoru. Voru menn hrædd ir um að eitthvað mundi verða að skipum þeim, sem á höfninni liggja, cg fóru sumir togaramir að fá sjer vatn og kynda upp, til þss að vera við búnir, ef eitthvað haggaði um þá. En sem betur fór varð ekki neitt rask, enda lægði hann heldur undir kvöldið. Hadda Padda. í „Film Journalen“ sænska ritar frú Tora Garm, blaða nxaður við Stokkholms Dagbiad, uJf kvikmyndun leiksins „Hadda Padda* og birtir viðtal sitt við Guðmun^ Kamban. Er greinin með myndum H kvikmyndinni, þar á meðal af sigio^ í Bleiksárgljúfur í Fljótshlíð. Telí^ Kamban ekki vafa á, að myndi11 verði góð og einstök í sinni röð. Myndin verður að líkindum sýnd ^ Kaupmannahöfn í nóvember a^1 komandi. / -------—o---------------- >"•

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.