Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.01.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 02.01.1924, Blaðsíða 1
Stærsta íslenska lands- blaðið. LOGRJETTA Árg. kostar 10 kr. innanlands erl. kr. 12.50 Skrifst. og afgr. Austurstr. 5. Bæjanblað Morgunblaðið Ritstjóri: Þorst. Gíslason. XIX. Arg. I. tbl. Reykjavik, miðvikudaginn 2. jan. 1924. ísafoldarprentaviija k.f. Gleðilegt Nýár. Yfinlýsing. Af venjulegum velvildarhug til mín og umhyggju fyrir tíman- legri velferð þjóðarinnar, hefir „Tíminn“ fleirum sinnum látið þess getið fyrir munn sinna föllnu engla, að bændur „fyrir norðan“ sjeu nánægðir og óvinveittir mjer útaf því, að þeir hafi selt mjer of údýra hesta á síðastliðnu sumri. Án þess að jeg hafi orðið þess var úr annari átt, heldur þvert á móti ánægju yfir því, hve keppinautar mínir voru örir á fje á þeim tímum og slóðum, er jeg keypti hesta, gefur þetta mjer tilefni til að lýsa því yfir, að jeg mun leitast við að gera bændurnar ánægðari og vinveittari mjer næsta sumar. Jeg mun ekki þreytast að leita eftir betri og víðtækari markaði fyrir hross og aðrar af- urðir bænda, og mun jeg eftirleiðis, eins og að undanförnu, stað- greiða með peningum, það verð sem um semst. En skyldu einhverjir fremur óska eftir greiðslu að öllu- eða. einhverju leyti í vörum, tíma- ritum, vikublöðum og þvílíku, skal það útvegað af betra tagi, að minsta kosti 10 til 20% undir venjulegu kaupfjelagaverði, eða hest- arnir að sáma skapi betur borgaðir á „Tíma“-vísu. Garðar Gíslason. Jafnframt því, að biöja hjermeð öll dagblöð og vikublöð landsins að Tbirta ofanritaða yfirlýsingu einu sinni, vænti jeg þess, að „Tíminn“ geri svo vel að birta hana í þremur næstu tölublöðum, af sjerstökum áhuga fyrir málefninu, og treysti jeg honum til að gera mjer nógu háan reikning fyrir kostnaðinum, svo eigendurnir þurfi ekki að naga sig opinberlega í handarbökin. G, G. Oorska bakmentasagan nýja. '■Jr „Norsk Litteraturhistorie af < Eraueis Bull og Fredrik Paasche. Kristiania. Asehe- haug & Co. Norðmeun eru hreyknir af bók- Tuentum sínum, og hafa líka á- stæðu til að vera það. Fáar þjóðir hafa, að tiltölu við fólksfjölda, lagt öllu tilkomumeiri skerf til heimsbókinentanna en þeir, hina tvo síðustu mannsaldrana. Meðal stórmennanna í heimi skáldment- ®nna á því tímaskeiði hafa verið Norðmenn, sem um langan aldur mun minst verða í hinni almennu hókmentasögu. Og þótt megnið af norsku fornbókmentunum sje ekki „norskt“ í nútíma-merkingu, held ur íslepskt, er það þó runnið af norrænni rót, og er minnisvarði, sem norrænn andi hefir sett sjer, þótt þessi norræni andi fengi sína sjerstöku mótun ííti á íslandi. En þetta rjettlætir í fylsta máta það, að „norsk bókmentasaga“ er einnig látin grípa yfir þetta fram- leiðsli hins norræna anda, sje að- eins gætt hinnar gömlu reglu: ,,Þeim heiðurinn, sem heiðurinn ber“, og ekki dregin fjöður yfir islenskan uppruna þess. Fyrir tæpum mannsaldri samdi Henrik Jæger sína „norsku bók- mentasögu með myndum“, sem þótti ágætt verk. En nú er hún úrelt orðin, og fullnægir ekki kröfum vorra tíma. Er það ekki nema skiljanlegt. Sem geta má nærri horfir margt í norskum bók- mentum öðruvísi við nú en þá. Vísindalegar rannsóknir hafa leitt margt í ljós, það er áður var hul- ið. Nær það bæði til uppruna ýmsra rita, og til skilningsins á efni þeirra og á höfundum þeirra. En þar við bætist svo, að þar gæt- ir fleiri grasa í garði nú en á dögum Jægers. Því að Norðmenn hafa verið býsna miklir afkasta- menn á sviði bókmentanna síðasta raannsaldurinn, hvort heldur litið er til vísindalegra rita eða til skáldrita. Hvorttveggja þet ta rjettlætir í mesta máta framkomu nýrrar bókmentasögu, eins og þeirrar, sem hjer ræðir um og nefnd er yfir línum þessum. Norð- mönnum hefir mjög aukist sjálfs- vitund síðan er þeir hlutu algert sjálfstæði sem þjóðríki 1905. — Framkoma bókmentasögu þessar- ar er þá líka liður í viðleitni þeirra á að efla og styrkja þá sjálfsvitund, enda er fátt betur fallið til að efla. sjálfsvitund þjóða en að sýna þjóðinni eins og í skuggsjá hver andans orka býr með lienni. Höfundar hinna nýju bókmenta sögu, sem hjer er að fæðast, þeir Franeis Bull og Fredrik Paasehe, eru ungir, lærðir og athafnamiklir prófessorar við Kristjaníu-háskóla. Gefa nöfn þeirra beggja hina bestu tryggingu fyrir því, að þetta nýja ritverk þeirra verði bók- mentum Norðmanna til ekki minni sóma eu rit Jægers var á sínum tíma. Báðir eru þeir lcunnir orðnir af ritum sínum heima fyrir, og | annar þeirra að minsta kosti, ! Fredrik Paasche, orðinn mörgum J kunnur hjer á landi, og að góðu einu, fyrir ritstörf sín, er alveg sjerstaklega snerta oss og forn- bókmentir vorar. Hann hefir tek- iS sjer fyrir hendur að vinna úr jþeirri námu gull og dýra málma. j Hann elskar þær, er óhætt að I segja; en einmitt af því er hon- ^ um það svo mikið áhugamál, að ve'kja athygli samlanda sinna á þessum bókmentalegu dýrgripum, I og þá um leið á þjóðinni, sem i í allri sinni einangrun úti á hala Iveraldar, bar gæfu til að láta ljós I sitt skína, meðan mentaljóssins J gætti sama sem ekki meðal frænd- íþjóðanna af sama norræna ætt- stofninum. 1 Titill fyrsta bindisins, sem ein- mitt Fredrik Paasche er höfundur að •—■ en af því eru tvö fyrstu , heftin þegar út komin — hljóðar á þessa leið: pNorges og Islands i Litteratur indtil Udgangen af Middelalderen1. Orðin ,og íslands' láta lesendurna þegar renna grun í, að Paasche ætli að minnast reglunnar gömlu, sem jeg áður minti á, „þeim heiðurinn, sem jheiðurinn ber“, — og sje síst þess sinnis að vilja taka frá íslending- um nokkuð af því, sem er vort í eiginlegasta skilningi, eins og j , stundum hefir viljað brenna við j hjá norskum vísindamönnum, á því sviði. Hann tekur þá líka af skarið um þetta í örstuttum for- raála þessa fyrsta bindis. Formál- inn er á þessa leið: „Til forna voru bókmentir Nor-, egs og norrænu nýlendanna í sam- lógum um tungu, og svo mjög J ' gætti hins sameiginlega í sögu, ^ þeirra, að eðlilegt verður að gera j í einu lagi grein fyrir andlegu lífií þeirra, móðurlandsins og nýlend- j anna, að því er til bókmentanna kemur. En þar sem íslensku bók- mentirnar eru auðugastar, og hafa að sumu leyti áreiðanleg sjerein- kenni til brunns að bera, þá verð- ur það jafneðlilegt hinu, að norsk bókmentasaga, sem ætlað er að ná yfir þjóðbálkinn í heild sinni, leggi sjerstaka áherslu á nafn ís- lands. Þess vegna hefir það líka hjer verið sett á sjálft titilblaðið“. ' Þetta fyrsta bindi bókmentasög- unnar verður þá líka að miklu ieyti saga hinna íslensku miðalda- bókmenta fram að siðbót, með því að mestur hluti hinna norrænu Eddukvæðunum; lengra er þar ekki komið. En svo skemtilega er þar með efni farið, að maður hlakkar t-il að fá framhaldið. í öðru bindinu gerir Francis Bull grein fyrir bókmentum Norð- manna frá siðbót fram að 1814. Af því bindi eru komin 2 hefti, og er þar mjög skemtilega á stað farið. Þriðja bindið verður um bók- mentirnar á fyrri hluta 19. aldar, og ritar Paasche það. Og í fjórða og fimta bindinu ritar Francis Bull um norsku bók- mentirnar frá miðbiki aldarinnar fram á vora, daga. Bókmentasaga þessi kemur út í 60 heftum, (hvert hefti 32 blað- síður) í stóru broti, er seljast á 1 krónu heftið. Má það teljast mjög ódýrt, svo mikill sem fram- leiðslukostnaðurinn er enn. Á 2—3 árum á alt ritið að vera fullprent- að. í ritinu verður mesti sægur af myndum (sumar litprentaðar), bæði af mönnum og merkum stöð- um, af eftirmyndum gamalla skinn handritsblaða, titilblaða af göml- um, prentuðum bókum, sýnishom af rithönd ýmsra merkra höfunda o. s. frv. o. s. frv. Það er sannfæring mín, að þessi nýja bókmentasaga Norðmanna verði ekki aðeins hin fróðlegasta td yfirlits yfir bókmentalegt fram- leiðsli norræns anda, eins og það hefir þróast í Noregi frá því er eiginlegar norskar bókmentir hefj- ast, heldur og hin skemtilegasta, ekki síst fyrir oss frændur þeirra úti á íslandi, er höfum öðrum fremur ýms meðfædd skilyrði til þess að skilja andann í þessuni bókmentum. Hún ætti þá líka, jafn ódýr og hún er, í saman- burði við það, som gerist um aðr- ar bækur á nálægum tíma, að geta fengið marga kaupendur hjer hjá oss. Dr. J. H. bókmenta á þessu tímabili ér færður í letur á fslandi. Norð- menn frumsömdu svo að segja ekkert á norrænu; mest af því, sem þeir rituðu, voru þýðingar út- lendra skáldrita, helgisagna ög prjedikana. Sögur voru þar engar ritaðar nema lítilsháttar á latínu, cg þær fremur ómerkilegar. Eitt- hvað af fornkvæðum vorum kynni þc upphaflega að hafa verið ort í Noregi, en borist hingað út með' landnámsmönnum og verið fært hjer í letur. í þessum tveimur fyrstu lieftum bindisins er aðeins sagt frá rúnakveðskapnum og »* Nonni". Jeg hafði skifst á brjefum við pater Jón Sveinsson í hálft ár, en það var ekki fyr en í sumar, er jeg kom til Parísar, að við kynt- umst persónulega. — Hann þjón- aði þá sem prestur við feikna- stórt munaðarleysingjahæli í Rue de Vaugirard, kominn þangað frá Þýskalandi fyrir eitthvað hálfu missiri. Við hittumst síðan á hverj um degi, og jeg hefi notið þess óverðskuldaða heiðurs að hljóta vináttu þessa fágæta manns. Fyrsta morguninn minn í París var hann kominn til að heim- sækja mig, þar sem jeg bjó, í Benediktína-príóratinu í Rue de la Source. pegar jeg kom inn stóð hann þar í viðtalsherberginu, virðnlegur og öldunnannlegur, tiöllvaxinn og norrænn, klæddur skósíðum ,,talar“, með geysimikla svarta slá yfir herðunum, og heils- aði mjer, með hinu fádæma þokka- rilca brosi sínu, á einhverri hinni hreinustu og fallegustu dönsku, sem jeg hefi nokkurn tíma heyrt. Danskan er eitt hinna fimm eða sex mála, sem honum eru jafn-töm á tungu. Það var fagnafundur. Jeg hafði ekki sjeð íslending í heilt ár, en hann ekki árum sam- an. — Þarna stóð jeg þá augliti til auglitis við Nonna, sem við þekkj- um svo vel úr bókunum hans, — Nonna litla frá Möðruvöllum, sem fyrir 54 árum síðan fór burt að heiman, með litla seglskipinu til Kaupmannahafnar, og þaðan langt —• langt suður í lönd, þangað sem vínviðurinn grær, til þess síðan að dvelja sem útlendingur meðaT útlendinga alla æfi, — en í þjón- ustu Guðs ríkis. En enda þótt -jeg stæði hjer frammi fyrir manni, sem í þrjá fjórðunga úr mannsaldri hefir dvalið meðal framandi þjóða, þá hefi jeg ef til vill aldrei hitt öllu sannari íslending en einmitt hann: íslenskur kraftur í hand- takinu, íslenskur súgur í rómn- um, íslensk hlýja í augnaráðinu, íslenskur þokki í brosinu, göfgin á yfirbragðinu, af því tagi, sem maður á síst að venjast, jafnvel meðal hinna best mentuðu útlend- inga; látleysið, alúðin og innileik- inn yfir persónunni þannig, að þessir eiginleikar hvergi geta bírst meðal neinna manna á allri jörðinni, nema hinna bestu ís- lendinga. Og hjer stóð jeg um leið frammi fyrir þeim íslendingi, sem án nokkurs efa er þektastur meðal framandi þjóða, sem ef til vill -á víðar ítök og fleiri aðdáendur en nokkur annar núlifandi rithöf- undur, einmitt í þeim lesheimf, sem mest er um vert, þeim, sem telur flestar hreinar og ósnortnar sálir. Svo að enginn haldi að jeg sje að fara með öfgar, skal jeg geta þeirrar staðreyndar, að t. d. bók hans „Nonni et Manni“ (upp- rnnalega skrifuð á frönsku) er þýdd á meira en 20 tungumál (þar á meðal kínversku) og flestar aðr- ar bækur hans, ýmist í brotum eða heild, til í útleggingum á öllum stærri Evrópumálum og mörgum utanálfumála. En það er ekki einungis að bæk- ur Jóns Sveinssonar hafi náð slik- um vinsældum að þess eru fá dænii, heldur er maðurinn sjálfur svo elsk^ur og eftirsóttur, að það er ekki ófyrirsynju að einn franskur vinur minn hefir sagt, að dálæti manna á honum nálgist hjáguðadýrkun: hvar sem til hans þekkist, hvort það er heldur í Þýskalandi eða í Austurríki, í Englandi, í Hollandi, í Danmörku, þá keppist hver söfnuðurinn, hver stofnunin, hvert samfjelagið (com- munauté), við annað um að hreppa hann. Með öðrum orðum: Það er rifist um hann eins og gullfiðrildi. Persóna hans er fræg fyrir það að geta vakið upp hjá fólki alt það besta, sem í því býr. Hefir hann enda löngum verið sendur út

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.