Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.01.1924, Blaðsíða 2

Lögrétta - 02.01.1924, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA á meðal safnaða, þar sem sambúð- in eða fjelagslífið var komið í óefiý, til þess að koma á friði og rfegln, jafna, milda og sameina. ljúfmenska Jóns Sveinssonar, hógværð hans, látleysi og mann- kærleikur, samfara mannþekking lians og hyggni, kvað aldrei hafa enst of skamt til þess að koma hjer að tilætluðum notum. — Það er hægt að gleyma mörgu á skemri tíma en 54 árum, og þess vegna þótti mjer það alls ekki undravert, þótt Jón Sveinssonværi búinn að týna niður móðurmáli sínu. Það er því hægt að imynda sjer furðu mína og gleði, daginn sem við fórum að heimsækja Kristmunkana í Versailles, að jeg tók upp á að tala íslensku í lest- inni, og heyrði hann ansa mjer á íslensku. Að vísu komu orðin hægt og hikandi fyrst í stað, en þau komu í laukrjettum föllum og tíðum, og það, sem hreif mig mest: tungutakið ramm-íslenskt, framhurðurinn hrein-þingeyskur og orðavalið svipað og á — Þór- ariúsbókinni, (— „taktu eftir blá- manninum þarna!“ sagði hann þegar uppdubbaður skrælingi kom arkandi eftir járnbrautar- stjettinni á einhverri stöðinni,) — málfærið, í einu orði sagt, svipað og jeg get ímyndað mjer að gáf- aður norðlenskur piltur muni hafa talað fyrir 54 árum. Hvílíkt æfintýri að vera vottur þess að heyra móðurmál Nonna fá upp- risumátt á vörum hans eftir meir ■en hálfrar aldar þögn, tært og skýrt, líkt og bergvatn sitraði fram. Og hvort það kom ekki við hjartað í mjer að heyra hann segja orð eins og þessi: „Við í Norður- landi“, hjá okkur á Möðruvöll- um“, heima á Akureyri“, og Svo framvegis! Margur er ríkaíi en hann hygg- ur. Hjer eigum við íslendingar gullfiðrildi á flögri suður í lönd- um. Og allir rífast um að mega láta það flögra milli handa sjer. Okkur einum hefir aldrei dottið í hug að rjetta út hendina eftir því og höfum við þó boðið ýmsu heim og opnað dyr vorar fyrir mörgu því, er síður skyldi, og æskulýður vor einatt setið að fót- um þeirra, sem varla hefðu verið þess verðið að leysa skóþvengi Jóns Sveinssonar. Jeg þykist þess viss, að ekk- ert mundi Jóni Sveinssyni kærara e3; að fá að sjá föðurland sitt einu sinni enn, það land sem hann elskar framar öllu öðru á jörðu; fá að tala við þá þjóð, sem hann alla æfi hefir litið til með sonar- stolti og metið öllum þjóðum meir, sem hann hvarvetna hefir haldið appi málstað fyrir, þar sem hún var úthrópuð sem skrælingjahyski, gert kunna, þar sem hún var álit- in dönsk nýlenda, unnið heiður með list sinni, svo að segja heimshorna á milli; — tala við börnin þar, hverra jafnaldri haiut nrfrn halda áfram að vera til síns hinsta dags, — segja þeim söguna af litla norðlenska drengnum í Amiens*), eða þá segja þeim frá börnunum úti í stóra heiminum, börnunum við Rín eða í kringum Signu, til dæmis frá munaðarleysingjunum í Rue de Vaugirard- Því ekkert er *) í grein, sem jeg hefi skrifað ur ritverk Jóns Sveinssonar, er sagt að hann hafi stundað nám sitt í Avignon, þetta er rangt. Hann lærði í Amiens og síðar í Lundúnnm. Jóni Sveinssyni betur hent! Jeg hefi sjálfur heyrt hann í París segja mörgumhundruðum franskra barna íslenskar sögur, og hefi jeg aldrei sjeð sælli andlit en þann dag og mjer hefir sjaldan liðið fcetur en þá. En hversvegna kemur þá ekki Jón Sveinsson til Islands? Svarið er, að hann er meðlimur mjög strangrar reglu, Kristmunka- reglunnar, en af því leiðir að í fyrsta lagi má hann ekki eiga neitt veraldlegra auðæfa fram yfir klæðin sem hann stendur í, það- an af síður svo mikið fje sem til þess nægði að taka svo dýra ferð á hendur, og í öðru lagi, þótt hann hefði nóg af peningum milli handa, þá má hann ekkert hafast að, annað en það sem stjórn regl- rmnar skipar eða ákveður, og handa sjálfum sjer má hann einskis biðja. Ef vjer Islendingar aftur á móti sæjum sóma vorn í að bjóða pater Jóni Sveinssyni heim, t. d. á næsta sumri, þá virðist mjer leiðin væri sú, að snúa sjer til höfuðsmanns Kristmunkareglunnar í Róm. — Þessu yrði hæglegast að koma í kring fyrir milligöngu hins post- ullega yfirhirðis hinnar Heilögu Kirkju á íslandi, monsignore Meu- lenberg; sú aðf erð væri einnig formlegust og sennilega ekki vafi á því að msgr. Meulenberg mundi hjer fús til að gera sitt ítrasta. Jeg hefi fáa menn þekt, sem hafa meiri tröllatrú á íslensku konungablóði og íslenskri kon- ungslund en Jón Sveinsson. Og það væri nógu gaman ef við nú einusinni sýndum honum hvað við erum konunglegir, og biðum hon- nm heim. Mjer finst við gerðum sjálfum okkur rangt til með því að láta undir höfuð leggjast að votta honum þakklæti vort. pað væri kotungsháttur. Lourdes (Pyreneafjöllum), 25. okt. 1923. Halldór Kiljan Laxness. —-----o------- Hrossaverslun. Hr. Theodór Arnbjörnsson bænda vinur, sem hann telur sig vera, heilsar upp á mig í Tímanum 22. þ. m. út af svargrein minni til hans, er jeg fjekk birta í Morgun- blaðinu 14. þ. m. Þessi grein hans sver sig ótví- rætt í ætt við höfundin , ef hún er borin saman við fyrri grein hans, því í þessari síðari er nákvæmlega jafnmikið af staðleysum og ósann- indum og í fvrri greininni. En þau koma hr. T. A. í kóll, en ekki öðrum, og skal jeg nú stuðla til þess. .Jeg skal þá fyrst taka það fram, sem jeg hefi raunar áður gert, að Öll meðferð hjá m.jer á hestunum í síðustu ferð minni, var hin besta, hvað svo sem hr. T. A. segir um það. Gæti jeg fengið það staðfest með símskeytum frá þeim bænd- um, er jeg gisti hjá. — Væntan- lega ber hr. T. A. ekki brigður á sögusögn þeirra, svo mikinn bændavin sem hann telur sig vera. en jeg sleppi því að þessu sinni, i því mjer finst nóg ráðunautarins vegna að birta símskeyti það, er síðar verður minst á í þessari grein. Út af ummælum ráðunautarins vil jeg geta þess, að þegar ieg var á ferð um Miðfjörðinn, var ágætt veður, en ekki „ótíð og snjógangur“, — fje var aðeins hýst, en ekki komið á gjöf, þar sem jeg gisti, svo húsrúm var nóg fyrir hestana. Um heyið hefi jeg áður talað. Mjer þykir hr. T. A. gera furðulítið úr húsplássi því, er bændur hafa til umráða með- fram póstveginum að norðan; jeg varð ekki var við að nokkursstað- ar væri þurð á því. Einnig hjelt jeg, en sje að það er ekki, að hr. T. A. vissi, að til eru á bæjum bæði góð hey og lök. Og svo hepp- inn var jeg á ferðinni, að geta altaf gist á þeim bæjum, þar sem það besta var látið í tje, bæði handa mönnum og skepnum. En trúlegt þykir mjer, að jeg hefði fengið annað að reyna, hefði hr. T. A. haft húsa- og heyráð með- fram póstveginum. Hr. T. A. spyr hvernig hestun- um hafi liðið frá því þeir fóru frá Fossá og þar til þeir komu á skip. Jeg get fullvissað hann um það, að þeim leið ágætlega; í Álfsnesi höfðu þeir ágætt hú.s- pláss, hey og góða haga, og hjer í Reykjavík höfðu þeir nóg hey og gott húspláss, enda sýndu hest- arnir sig sjálfir, eins og jeg hefi áður tekið fram. pað eru ósann- indi, að hestarnir hafi verið svang ir, eins og hann segir, — jafn- tilhæfulaus ósannindi, eins og margt annað í grein hans. Ein ósannindin eru það, er hann segir ftð jeg sje að reyna að blekkja fólk með því, að halda fram, að flestar ár sjeu brúaðar að norðan. Umhyggja hans fyrir sannleikan- um er ekki meiri en svo, að hann getur þess ekki, að jeg tók það fram í grein minni, að þær ár, sem ekki voru brúaðar, hefðu ver- ið á ís, og því jafngóðar yfirferð- ar og hinar brúuðu. Hr. ,T. A. leggur aftur út í þá sálma að tala um skipið, sem flutti hestana. En það er til lítils að ræða við hann um stærð og bygg- ingu skipa, því að það er augljóst, aí því sem hann hefir áður skrifað um það efni, að hann hefir ekkert vit á því. Það er gott dæmi um sannana- og sannleiksgildi orða hans í þessu máli, að hann segir skipið lítið stærra en meðal botu- vörpung. En nú er því svo varið, að meðalstærð íslensku botnvörp- unganna er 307.6 smálestir. En Uno er, eins og jeg hefi áður tek- ið fram, um 700 smálestir. Fáir ýkja meira en um helming; hr. T. A. er einn af þessum fáu. Ált það, sem hr. T. A. skrifar um samanburðinn á botnvörpungum og Uno,. er svo fávíslegt, að óþarfi er að eyða mörgum orðum nm það. Botnvörpungar eru ágæt skip eftir stærð. En að halda því fram, að þeir jafngildi meira en helm- ingi stærri skijmm í sjó að leggja, eða að vel fari um eins marga hesta á þeim milli landa og 700 smál. skipi, er svo grunnhyggnis- legt, að furðu gegnir. Rjett er að geta þess, úr því minst er á skipið, út af þeim um- mælum, sem hr. T. A. hefir eftir stýrim. á Uno, „að skipið hafi aldrei flutt hesta“, þá fullyrti skipstjórinn aftur á móti, að skip- ið hafi áður verið notað til ,Krea- tur! -flutninga. Ennfremur skal jég taka það fram, vegna þess að jeg vil ekki gera sannleikanum jafn lágt undir höfði og hr. T. A., að eftir að jeg reit fyrri grein mína, komu nánari frjettir af Uno, og segir í þeim, að tveir hestar hafi farist á leiðinni út, þótt ekki sje þar um að kenna út- búnaði skipsins. Ráðunauturinn minnist á hrvss- una, sem jeg gat um, að hefði orð- ig klumsa hjá honum á sýningu. En ólíkt hefði það verið skynsam- legra fyrir hann, að tala sem minst um hana. Hryssan var5 klumsa; og tjáir hr. T. A. ekki að bera á þann brest. Sú eina mis- sögn hjá mjer í fyrri greininni er sú, að slysið varð ekki í Engi- hlíðarhreppi heldur á Kagaðarhóli í Torfulækjarhreppi. Eftirfarandi simskeyti, er .jeg hefi meðtekið frá Blönduósi 21. þ. m. tekur af cll tvímæli um þetta: „Jörp hryssa, eign mín, er fjekk verðlaun á hrossasýningu á Kag- aðarhóli síðastliðið vor klumsaðist þá og var skotin, um kent að hafa staðið of lengi á sýningar- staðnum. Sig F. Sigurðsson“. Berar og ótvíræðar er ekki hægt a,ð reka ósannindi ofan í mann en þetta skeyti gerir. Og er það þá nokkuð djarft að álíta, að öll skrif hr. T. A. um hrossaverslun- ina sjeu á sömu bókina lærð og u.mmæli hans um þessa hryssu? Um hestinn hans, sem hann ijet sundleggja í Hvítá er það að segja, að jeg hefi aldrei haldið öðru fram, en að hesturinn hafi verið sundlagður eftir skipun eða ákvörðun hr. T. A. Jeg vissi fyrir löngu, að hr. Bjarni Pjetursson gerði það ekki á eigin ábyrgð. Svo mikið þekki jeg hr. B. P. að jeg veit, að það hefði hann aldrei gert, ef eigandinn sjálfur, hr. T. A„ hefði ekki lagt svo fyrir. Jeg þekki ást Bjarna á hestum eins vel og hr. T. A. og veit, að sinn eigin hest, sem hann átti fyrir sunnan Hvítá, vildi hann ekki sundleggja. Því hefi jeg aldrei verið í nokkrum vafa um það, að T. A hefir ákvarðað það, að liest- ur hans væri sundlagður. Jeg verð um leið að athuga ör- lítið grein aðstoðarmanns hr. T. Á. í sama blaði Tímans. Hann kallar sig N„ þorir ekki að skríða undan dulnefninu. En hver sem hann er, er hann líkur hr. T. A. í öllum háttum sínum. Um það er jeg ekki í neinum vafa, að jeg er kunnugri sögu. hestakaupanna hjer á landi í sum- ar en þessi N„ og get því veitt honum þá þekkingu, að bændur voru ánægðir með skiftin við hr. Garðar Gíslason. Enda fengu þeir strax peningagreiðslu fyrir hest- ana, eins og um var samið. Um verð á hestum má altaf deila. En það lítur út fyrir að N. viti það ekki, að það liggur oft mikið á milli hesta, bæði útlit, vöxtur o. fl„ og fullvissað get jeg N. um það, að Garðar Gíslason hefir víða greitt 100 kr. hærra fyrir hesta en kaupfjelögin. Ann- ars er þarflaust að eyða mörgum orðum að þessum nafnleysingja, Bændur munu vafalaust sjá, af hvaða toga greinar hans og hr. T. A. eru spunnar og meta þær eftir því. Og almenningur mun sjá að jeg hefi hrakið þau ummæli hr. T. A. að illa hafi farið um hest- ana að norðan, að þeir hafi verið svangir hjer meðan þeir biðu út- flutnings, að skipið sem flutti þá sje jafn óhæft og hann segir það vera og að þeir, sem skiftu við Garðar Gíslason hafi verið éá- nægðir með þá verslun. Verður hr. T. A. að una við þau málalok, eins og hann er maður til- Reykjavík, 28. des. 1923. Ólafur Blöndal. -------x------— Island og nýja-Sjáland. I blaði, sem borist hefir hinga# frá NýJa-jSjálandi í Eyjaálfunni, er sagt frá fyrirlestri, sem prófes- sor Arnold Wall hafi haldið þar í j fjelagi einu í haust. Segir að fyrir- lesturinn hafi verið mjög óvenju- jlegs efnis og athyglisverður. En fvrirlestrarefnið var „íslenskt dag- blað“ og sagði fyrirlesarinn þar frá einu Morgunblaði, sem hann liafði í höndum, rakti efni þess o. s. frv. og sagði um leið frá ýmsu um íslenska tungu og menningu. Segir í blaðinu að fvri rlesturinn hafi þótt mjög skemtilegur og íróðlegur og er sagt þar allmikið frá efni hans. Einna merkast þótti mönnum aö heyra um málið og það < ð lijer væri ennþá töluö sama tung- an og flutst hefði til Englands á 9. öld og heföi lítið breytst eða bland- ast og til væru miklar og merkar bókmentir á þessu máli bæði að' fornu og nýju, og gætu íslendingar eins auðveldlega lesið hinar elstu bókmentir sínar og þeir læsu blöðin frá í dag, þó sumt í þeim bókment- um væri kanske þúsund ára gamalt. t sambandi við kvæðisstúf, sem stóð í þessu blaði, talaði prófessorinn einnig um hið sjerkennilega form á íslenskum ljóðum, ljóðstafasetning- una, sem hvergi væri nú annarsstað- ar tíðkanlegt. Einnig talaði hann nm nokkur atriði í atvinnu- og mentalífi þjóðarinnar, í sambandi við ýmsar greinar í blaðinu um þau efni. T. d. mintist hann á stúdenta- gírðinn. Atvinnulíf hjer sagði hann að mundi að ýmsu leyti vera svipað cg á Nýja-Sjálandi. Þá talaSi hann. einnig um auglýsingarnar í blaðinu, þar sem af þeim mætti oft marka ýmislegt um þjóðina, hvað húm }. efði á boðstólum og hvað hún girnt ist. Það, sem annars dró ekki síst að sjer athyglina þarna var það, að ein aðalgreinin 1 blaðinu var einmitt um einn hinn helsta rithöfund í Nýja-Sjálandi, prófessor Macmillan Brown, eftir dr. Helga Pjeturs, en þeir hafa átt í brjefaskiftum, aðal- lega um draumakenningar dr. H. P„ sem víða er nú veitt allmikil eftir- tekt erlendis. Prófessor Wall kvaö vera vel að sjer í íslensku og mentamaður í á- liti hjá þjóð sinni. í fundarlck var h.onum þakkað mikið fyrir erindið og þess óskað, að hann vildi segja eitthvað meira frá íslandi. „Og eftir þessu yfirlit.i um íslenska blaðið að dæma“, sagði einn ræðumaðurinn að síðustu, og þótti skemtilega sagt, „er bersýnilegra betra að lesa önn- ur blöð en okkar eigin“ . -— ----O------- Til Fornólfs. Sýndur mjer var á Sónar-gandi silfurhærður og þjóðum mærður Fornólfur, er fræðikjarna fljettar í ljóð við Urðar glóðir. Þeysti hann loft og þoku svifti: þar sem hann fór um birti stórum. Hendingarnar hrundu á landið, hljómurinn svall á hverju fjallí. Herjólfur..

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.