Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.01.1924, Blaðsíða 3

Lögrétta - 02.01.1924, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 Frá Færeyjum. Erfiðir tímar. Færeyingar hafa ekki síður en a'ðrar þjóðir orðið varir við þreng- ingar áranna, sem liðin ern frá stríðslokum. Árferðið þar hefir ver ið upp og niður og verslunin óhag- stæð, eins og annarsstaðar. Er það fslendingum skiljanlegra en öðrum, því aðal ótflutningsvara þeirra er fiskur. En auk þessa hafa Færeyjingar orj^ið fyrir þjóðartjóni, annars eðl- is. Eing og kunnugt er, rjeðust þeir í það að stofna Eimskipafje- lag á stríðsárunum. Fjelagið var stofnað á líkan hátt og Eimskipa- fielagið hjer; — öll þjóðin lagði þar fram krafta sína, og ríkir og fátækir lögðu sinn skerf til fyrir- tækisins. En það mátti segja, að ógæfan elti þetta fyrirtæki á rönd- um. Færeyingar sömdu um smiði á skipi við sænska skipasmíðastöð. Var byrjað á smíði skipsins og fjelagið hafði greitt mestan hluta andvirðis þess. En þá varð skipa- smíðastöðin gjaldþrota, og fjelag- ið misti mestan hluta af stofnfje sínu. Biðu fjölmargir menn stór- felt eignatjón við þetta, og þjóðin í heild sinni mikinn hnekki. Samt sem áður ljetu Færeyingar ekki ihugfallast. Þeir festu fyrir nokkru kaup á skipi, og byrjaði það ferðir milli Khafnar og Fær- evja. En nú er það komið á dag- inn, að þetta fyrirtæki hefir mis- heppnast. Nýja skipið hefir öfl- rigan keppinaut þar sem er Sam- einaða fjelagið, og nú er svo kom- ið, að fjelagið sjer sjer ekki fært að halda áfram, og skipið er aug- lýst til sölu. Ofan á þetta hefir nú bætst, að fiskiveiðarnar við Færeyjar hafa brugðist í ár. Er almennur bjarg- arskortur yfirvofandi í ýmsum bygðarlögum. „Politiken“ átti um síðustu mán aðamót tal um þetta efni við Sam- uelsen, fólksþingsmann þeirra Færeyinga og segist honum svo frá: — Yður er kunnugt, að Færey- ingar reka miklar fiskiveiðar, en þó hafa allir íbúarnir ekki at- vmnu ‘af þeim. Margir hafa eng- an tíma afgangs frá búskapnum, og aðrir eru ekki fúsir á að fara í langar sjóferðir, þegar aldurmn færist yfir þá, eða þeir hafa eign ast; konu og börn. peir eru marg- ir, sem, iír því þeir eru orðnir þrítugir, fá sjer jarðarskika og máske eina kú; og mikið er undir því komið að þeir geti sjálfir sjeð um þetta. Eru þeir tregir til að fara að heiman. En fisk verða þeir að hafa, því fiskurinn er þeim það sama eins og Dönum ket eða flesk. Þess vegna eru þeir margir, sem stunda útróðra á smá- bátum á heimamiðum við eyjarn- ar. Hjá kaupmanninum fá þeir að láni bensín og olíu til mótoranna, auk beitu. færa og öngla. Því á heimamiðunum eru ekki notuð net eða nætur, heldur önglar. Stund- um áður hefir orðið ágætur arður að þessum veiðum, og fá kaup- niennirnir þá skuldina greidda og bóndinn nægt búsílag til vetrarins. En nú hafa veiðarnar á heimamið- unum brugðist 3 ár í röð. — Jeg hefi einmitt nýlega fengið skeyti um, að í ár fáist ekki heldur bein úr sjó. Víða verður veturinn kom- andi því erfiður og raunalegur hjá Færeyingum. Margir munu ekki hafa til hnífs eða skeiðar — jeg veit nokkur dæmi þess, að sulturinn hefir þegar haldið inn- reið sína á heimilin. -------x-------- Erl. simfrengir Khöfn 24. des.- Frá Þýskalandi. Frá Berlín er símað, að búist sje við nýju byltingaruppþoti frá hálfu þjóðernissinna i Múnchen og þess vegna sje Hittler undir ströngu eftirliti í fangelsinu og vörður haldinn um Ludendorf, öll brjef til hans og frá honum rannsökuð. 1 stað Hafensteins er Sehacht, áður formaður gjaldeyrisnefndar- innar, orðinn forstjóri ríkisbank- ans. — Rússland og Bandaríkin. I Frá Moskva er símað, að Tschit- seherin lýsi því yfir, að skýrslur líughes utanríkisráðherra Banda- ríkjanna um undirróður frá bolsje- i vikka hálfu í Bandaríkjunum sjeu fals.kar, en frá Washington er j símað, að sannanir sjeu til fyrir því, að þær sjeu rjettar. Hefir jþetta orðið til þess, að Lodge öld- í ungadeildarmaður, formaður utan- j ríkismálanefndarinnar hefir látið liefja gagngerða rannsókn á und- irróðri bolsjevikka. Stórveldin á biðilsbuxunum. Símað er frá París, að eftir að horfur sjeu orðnar á því að Bretar viðurlcenni sovjetstjórnina, sje það talið sjálfsagt, að Frakk- ar flýti sjer að viðurkenna rúss- nesku stjórnina áður, svo að trygging fáist fyrir því, að stjórn- in viðurkenni gömlu ríkisskuld- irnar frá því fyrir stríðið. Khöfn, 27. des. Venizeloz fer heim. Símað er frá París, að Veni- zelos, sem lengi hefir verið frá- bitinn því, að konungshjónin grísku voru hrakin úr landi, og því neitað að koma heim til Grikklands aftur, hafi loks látið undan áskorunum þeim, sem hann hefir fengið um að koma, og fari nú til Grikklands til þess að hjálpa landinu. út úr ógöngum þeim, sem það er í nú. Bannhneyxli í Bandaríkjunum. Símað er frá Washington, að hjá vínsmyglaraflokki, sem lög- reglan tók fastan nýlega hafi fundist skrár með nöfnum 1400 þjóðkunnara borgara og þing- manna (sem munu hafa verið viðskiftavinir smyglaranna). Hefir þetta komið öllu í uppnám og er búist við, að flett verði ofan af stórfeldu bannlagabrotahneyxli. samnings milli Frakklands og Tjekkoslóvakíu um, að samband það hjeldist, sem nú er milli þjóð- anna. Japanska ríkisstjóranum sýnt banatilræði. Símað er frá Tokíó, að ríkis- erfingjanum japanska, sem nú er ríkisstjóri, hafi verið sýnt bana- - tilræði, er hann var að koma frá þingsetningarathöfn. Tilræðið mis- tókst. Sameining kfrkjufjelaga. Símað er frá London, að erki- biskupinn af Kantaraborg bafi 1 gert það opinskátt, að hann hafi síðustu þrjú árin átt samninga við páfann, með milligöngumönnum af beggja hálfu, um sameining róm- versk-kaþólsku og anglikönsku kirkjunnar. Ennfremur hafa yfir- menn annara kirkjufjelaga verið beðnir að ráðgast við yfirmenn anglikönsku kirkjunnar um, að kvrkjufjelögin gerðu sitt ítrasta ti' að koma aftur á samlyndi inn- an kirkju Krists. Sænska og grísk-kaþólska kirkjan hafa tjáð sig fylgjandi þessari ráðagerð. Khöfn 29. des. 1923. FralcJcland og Bússland. Frá París er símað, að utanríkis- ráðherra Tjekkoslóvaka leggi til, að Frakkar taki upp stjórnmálavið- skifti við Rússa. Eiffel verkfrœðingur dáinn. Frá París er símað, að Eiffel verk fræðingur, sá er reisti Eiffelturn- inn í París, sje látinn, 91 árs aS aidri. Enski verkamannaflokkurinn og stjórnarskiftin. Símað er frá London, að Rnmsay Macdonald formaður flokksins vísi á bug öllum bandalagshugsunum við aðra flokka og lýsi yfir því, að ef verkamannastjórn verði mynduð muni hún vilja stjórna ríkinu í samræmi við stefnuskrá flokksins aS öllu leyti. Kröfur Bayernbúa. SímaS er frá Múnchen, aS stjórn- in í Bayern hafi gert það að till. sinni viS alríkisstjórnina, að stjórn- arskráin, sem gerð var á þjóðfund- inum í Weimar (núverandi stjóm- arskrá þýska lýðveldisins) sje end- urskoðuð og gerð að sambandsríkja- stjórnarskrá. „Yolkspartei“ óskar að Baýern fái nýja stjórnarskrá bygSa á kristilegum og þjóðernis- legum grundvelli. Alríkiö og Thixringen. SímaS er frá Berlín, að stjórnin bafi gert út fulltrúa til Weimar til þess að athuga ráðsmensku stjóórn- arinnar í Thúringen og framkvæmd- ir hennar á alríkislögum. I -x------- hefir verið skjalavörður í utan- ríkisráðuneytinu í Kaupmanna- höfn. ---------o-------- Undir vofuskaríi. I. Vakir á feigðarfjöllum forneskjan köld um nætur. Svipirnir bleikir í sortans hyl sveima þjer hljótt við fætur. Jöklanna krapakuldi kinn iþína sáran bítur. Skýjanna myrki skuggaher Skarðinu yfir þýtur. I Gapir það geigvænt milli gnæfandi hamrasnaga. Hugskoti þínu opnast í örflevg, hin gamla saga. — Ýfir þig falla fjötrar, fæturnir missa þróttinn. Hjarta þitt skelfur, hvítnar kinn, kremur þig bleikur óttinn. II. Svipastu ei um sortann, sjón þín er tál og reykur! Vita skalt þú að Vofuskarð varð ekki sumum leikur. Láttu þig ekki leiðslu lokka til draumafcynna. Hikirðu, þá er helför vís! Hugsaðu’ um eitt: Að vinna! Hann er að erfðum, óttinn, afl þitt sem knýr í dróma: Minning um för hins feigamanns fljettast í töfrahljóma. Kvöld eitt í voðaveðri vörn honum þraut og styrkur. Bautasteinn hans um aldir er ofviðradun og myrkur. III. Röfckrið og þokan þyngist, þýtur í hamrasnögum. Hug þínum skaltu halda frá húmaldar kjmjasögum. Gættu þess vel að gljúfrið gleypir þann skjótt, sem hrapar. — Framtíðin sjer þín sigurspor, — svipinn þinn, ef iþú tapar. Jón Magnússon. --------o-------- fiuErt stefnir. Hvað er í efni, hvert er að stefna ? Háski er á trúarsviði búinn; veldur hruni heilaspuni, heiðinn grautur sálarflautir, sem fóður andans óru landi ýmsir bjóða, er þykjast fróðir. Halda þeir lengi í háu gengi hallir á sandi reistar standi. Kliöfn 28. des. Skaðabœturnar. Símað ei' frá París, að skaða- bótanefnd Bandamanna hafi ski o;- að tvær nefndir sjerfróðra manna til þess að rannsaka gjaidþol Þjóðverja. Eru í nefndinni þrír opinberir fulltrúar, frá Englandi, Frakklandi og Belgíu, og þrír aðrir, sem taka þátt í nefndar störfum, en ekki sem opinberir fulltrúar, frá Bandaríkjunum Frakkland og Tjekkóslovakía. Dr. Benes utanríkisráðherra Tjekkoslóvaka hefir verið að semja við Poincaré um einsiök atriði stjórnmála- og viðskifta- Senðiherraskifti. J. E. Böggild sendiherra skipaðúr ræðismaður í Montreal. Fr. le Sage de Fontenay skipaður sendiherra á íslandi. Frá dönsku sendisveitinni hjer barst blaðinu í gær svohljóðandi tilkynning: Það er opinberlega tilkynt, að herra J. E. Böggild, sem fram að þessu hefir verið sendiherra Dana á íslandi, hafi verið skipaður aðalræðismaður í Montreal í Canada. Danskur sendiherra á íslandi (hefir verið skipaður Frank le Sage de Fontenay, sem undanfarið Best er villu að varast illa, vel þess gætum, hvað sem mætir, rangnefnd speki ritning hrekja reynt hefir þrátt, en vantað máttinn; lærdómshrokinn hlýtur að þofca hans fyrir orði, sem að forðum fræddi lýð um fegri tíðir og framhald lífs ofar heimi kífsins. Jeg sje í anda sali standa sólu ofar í skýja rofi, þar sem vísdóms ljósin lýsa, og lifandi sálir á englamáli lofa hinn góða lausnarann þjóða, er leysti oss nauðum frá og dauða. þar fær blekking þrifist ekki; þar er sannleiksdjúpið kannað. Guðl. Guðmundsson. HafnarfjarSarfundurinn. Eins og til stóð, var fundur hald- inn í fyrrakvöld í Ilafnarfirði til þess að ræða um undanþágu þá frá fiskiveiðalöggjöfinni, sem Hafnfirð- ingar vilja fá framgengt og áður hefir verið talað um hjer í blaðinu. -- Þingmaður kjördæmisins, hr. Aaug. Flygenring var kosinn fund- arstjóri og einnig hafði hann fram- sögu í málinu. Ráðherrarnir báðir voru á fundinum og töluðu. Er af- staða stjórnarinnar til málsins sú að henni þykir ógerningur að verða við óskum Hafnfirðinga um veit- ingu undanþágu frá fiskiveiðalög- gjöfinni með bráðabirgðalögum. þar sem þing á nú að koma saman innan skams, og gæti þá hitt fremur komið 1-1 mála, að flýta samkomu þingsins ^ egna þessa máls, ef margir þing- menn æsktu þess. Frá Hafnfirðinga hálfu töluðu, auk frummælanda, Ólafur Davíðs- s n útgerðarmaður og Davíð Krist- jánsson bæjarfulltrúi, og einnig tal- aði Jón alþm. Baldvinsson í sömu átt og þeir. Fundurinn íór vel fram, en eng- i samþykt var gerð. ------o------ DAGBÓK. 23. des. Myndarleg minningargjöf barst EUi- heimilinu í gær, þar sem erfingjar índriða Jónassonar frá Ytriey á Skagaströnd, gáfu heimilinu 600 kr. úr dánarbúi hans til minningar um hinn látna. 28. des. Hallur Hallsson tannlæknir ætlar að opna tannlækningastofu hjer í bænum upp úr nýárinu. Togaramir. Maí fór til Englands á aðfangadaginn. Egill Skallagrímsson, Walpole og pórólfur komu frá Eng- landi. pýskur togari kom inn á ann- an jóladag með bilað spil. Heidelberg, stúdentaleikurinn þýski, var sýndur í fyrrakvöld og í gær- kvöldi fyrir troðfullu húsi áhorfenda. Um þennan leik stendur mikill ljómi síðan Stúdentafjelagið Ijek hann skömmu eftir aldamótin. Sýningin tókst vel og fólki þótti mjög skemti- legt að horfa á leikinn. Yerður hann sýndur aftur í kvöld. I leiknum taka að þessu sinni þátt 30—40 stúdentar. Eiga þeir mikinn þátt í, að leikurinn fær hinn rjetta, skemtilega blæ. Hafa þeir lagt á sig mikla fyrirhöfn, án alls endurgjalds, en Stúdentagarður- inn .fær af hverri leiksýningu sem svarar kaupi þeirra. Lýsir sjer í þessu sem öðru áhugi stúdenta fyrir stofn- un garðsins. Borgarstjóri K. Zimsen var einn roeðal farþega á Gullfossi. Fer hann í þarfir bæjarstjórnarinnar út í samningaumleitunum við brunabóta- fjelög erlend. Guðm. Ásbjörnsson kaupm. er settur borgarstjóri meðan K. Zimsen er utanlands. Heiðursmerki. 1. des. síðastl. urSu stórriddarar af Fálfcaorðunni: Vil- hjálmur Stefánsson norðurfari, Geir Zoega rektor og Sveinbjörn Svein- björnsson tónskáld. En riddarakross fengu sjera Friðrik Friðriksson, Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur, Halldór Hermannsson bókavörður, Jó- hannes Nordal íshússtjóri, Friðrik Bjarnason hreppstjóri á Mýrum í Dýrafirði, Brynjólfur Einarsson bóndi á Sóleyjarbakka, Ólafur Finnsson bóndi á Fellsenda og Hallgrímur Hallgrímsson bóndi á Rifkelsstöðum. 29. des. Trúlofun sína hafa nýlega opinberað Níels Carlsson kaupmaður og Krist- jana p. Árnadóttir (timburkaupmanns Jónssonar).

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.