Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.01.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 05.01.1924, Blaðsíða 1
Skrífst.ogafgr.Austurstr.5. Bsejarblad Mopgunblaðið. Ritstjóri: Þorst. Gíslason. XIX. ðrg. 2. tbl. Reykjavfk, laugardaginn 5. jan. 1924, ísafoldarprentsmitSja h.f. Aff utanför til Svíþjóðar og lioregs Eftir dr. Jón Helgason biskup. IV. Laugardag 22. sept. kl. 11 árdegis 3kom jeg til Kristjaníu. Þar hafSi jeg verið tvisvar áður og var því bænum að jeg hjelt ekki alveg ó- kunnugur. En þó hefði mjer veitt erfitt að rata um bæinn, ef jeg hefði ekki notið liðsinnis góðra manna. Hin skiftin tvö kom jeg þangað e.lóveg, en í þetta skifti landveg. Legg jeg það ekki að jöfnu, hve Jniklu tilkomumeira mjer þykir að koma þangað sjóleiðina, enda efast jeg um, að nokkur borg í heimi eigi aðra eins innsiglingu og hafi jafn- inikla í'egurS að bjóða augum að- komumannsins eins og Kristjanía, jþegar komið er inn Kristjaníufjörð- inn, eða Foldina, svo sem fjörðurinn nefndist fyrrum. Þó má vera, að r.okkru valdi þar um rigningin, sem JTfir bænnm var þennan morgun, sem jeg kom þangað með lestinni, — rigningin, sem þar hjelst mest alla vikuna, sem jeg dvaldi í borg- inni. Því að þar bljes varla af steini rema rjett síðasta daginn. Fjekk jeg því eiginlega lítið að sjá af feg- urð borgarinnar, svo mikil sem hún þó er og ótvíræð í góðu og björtu ■veðri. Á járnbrautarstöðinni tók prófes- sor Fedrik Paasche á móti mjer,en lijá honum stóðu 2 eða 3 ljósmynd- .arar, útsendir af einhverjum Krist- janíublöðunum, til þess að afmynda mig, er jeg kæmi lit úr lestarvagn- inum. Ekki tókst sú afmyndun neitt ýkjavel. Sá jeg eina myndina í ein- kverju blaðinu næsta dag og þekti «hki sjálfan mig. Annað blaðið sendi degi síðar ljósmyndara sinn keini til mín og mæltist til að jeg fiæti fyrir á ný. pó kastaði í þessu tiHiti tólfunum, er til Björvinar kom. par flutti hið kristil. bl. ,Dag «n‘ mynd af einhv. hálfsköllóttum ■gróssera, en mitt nafn stóð undir rnyndinui! i Svipað atvik vildi til fyrir tveimur árum. „Tidens Tegn£í — höfuðblað Norðmanna — flutti mjög lilýlega grein um bók mína -,,Islands Kirke" og mynd af manni á hestbaki, sem sagt var að væri af liöfundinum, en myndin var af sjera Bjarna próf. frá Mýrum, og mjög Ijeleg í ofanálag, tekin eftir mynd 5 bókinni, er sýnir okkur sjera Bjarna o. fl. á hestbaki. Vitanlega fikiftir það litlu máli, hvaða „figur- llr“ koma af alókunnugum mönn- um í blöðunum, en það ber hins veg- ar ekki vott um mikla vandvirkni eða samviskusemi hjá blaðamönn- nm að láta slíkt koma fyrir. Þó er hitt enn verra, þegar blaðamenn 'koma til þess að ná tali af hlutaðeíg- andi ferðamanni, skýra síðan frá viðtalinu í blaði sínu og leggja hon- nm þar í munn orð, sem hann hefir aldrei talað! Þetta hefir f! eirum sinnum viljað til þar sem jeg hefi átt í hlut, en í þetta skifti gekk alt þolanlega, nema hvað eitt blaðið gerði mig að einum af foringjum bannmanna hjer á landi. Frá járnbrautarstöðinni ók jeg beina leið heim til próf. Paasche í Bygdö Alle nr. 11 og bjó jeg þar meðan jeg dvaldi í Kristjaníu. — Hafði komið til tals, að jeg yrði 'til húsa hjá Oslóarbiskupi Lunde, en þegar til kom, varð biskup að fara í vísitasíuför daginn, sem von var á mjer, eitthvað upp í sveit, og samdist þá svo um með þeim bisk- api og Paasché, að jeg yrði til húsa hjá hinum síðarnefnda. Vár það mjög heppilegt fyrir mig, því að biskupssetrið liggur í útjaðri borg- arinnar, þeim bæjarhlutanum, sem við Osló er kendur, við austasta voginn, sem Akurelfur (Frysja) rennur í. Síst þarf að taka það fram, að próf. Paasche ljet fara vel um mig þessa daga, sem jeg var á gisting hjá honum, því bæði eru húsakynnin mikil og herramannleg og húsráðandinn með afbrigðum gestrisinn. Að öðru leyti þarf jeg ekki að lýsa próf. Paasche hjer. Hann er mörgum kunnur hjer heima síðan er hann dvaldi hjer á landi í fyrra sumar. Að eins vil jeg láta þess getið, að einlægari vin getnr lsland og íslensk þjóð ekki eignast en hann, eða með jafnlifandi á- huga á að efla hróður lands og þjóðar meðal samlanda sinna, bæði í ræðu og riti, enda er hann þaul- kunnugur sögu vorri og bókment- um til foma, eins og sjá naá af ritum hans, t. a, m. bókinni nm Snorra og doktorsritgerð hans „Kristendom og Kvad“. Eins og kunnug’t er, hafa ýmsir fræði- menn Norðmanna viljað leggja undir sig íslensku fornbókment- irnar sem norskar bókmentir. — Próf. Paasehe er ekki einn af þeim. Það sýnir vonandi bókmenta- sagan norska, sem þeir eru nú farn- ir að gefa út í sameiningu, Paasche og próf. Francis Bull. Þegar fyrsta daginn sem jeg dvaldi í Kristjaníu kyntist jeg manni einum, sem mig langar til að minnast lítið eitt á, áður en lengra er farið. Sá maður heitir Oluf Kolsrud, og er prófessor í kirkjusögu Norðurlanda við há- skólann. Jeg þykist ekki taka of djúpt í árinni þótt jeg segi, að hann sje fróðasti maðnr í sinni grein, sem jeg befi kynst, enda var sagt um hann, í spaugi, að hann væri svo úttroðinn af lær- dómi, að hann fengi of litlu af- kastað með penna sínum. Lærdóm- ur hans er mest sögulegs eðlis. Kirkjusaga (og almenn saga) Norðurlanda er sjerfræði hans, og hann virðist ekki síður þaulkunn- ugur sögu og kirkjusögu íslands en annara Norðurlanda, enda sagði hann að „íslenskt fornbrjefa safn" væri meðal sinna kærustu bóka, Hann er útsmoginn í öll- um helstu pjóðskjalasöfnum hjer í álfu — hefir t. d. vandlega rann- sakað skjalasöfnin í bókhlöðu Vatikansins í Rómaborg. Og aldr- ei hefi jeg sjeð annað eins bóka- safn í einstaks manns eign. Þar var hvert herbergi, sem jeg kom inn í, alsett bókaskápum frá gólfi til lofts, svo að varla grilti nokk- ursstaðar í veggina, og ef mig ekki rangminnir, voru bókaskáp- arnir í einu þeirra ekki aðeins með veggjum fram, heldur líka yfir þvert gólfið, eins og í opinberum bókhlöðum. Sem fyr segir, er Kolsrud þaul- kunnugur íslenskum bókmentum, að minsta kosti hinum fornu, og les íslensku, að jeg frekast veit, sem móðurmál sitt. Hann er rit- stjóri hins ágæta ársrits norsku kírkjunnar „Norvegia sacra“, en mest af því, sem hann hefir ritað og prentað er, mnnu vera tímarits- greinar. Hann er málstreitumaður af lífi og sál, þótt megnið af rit- gerðum hans sje ritað á „ríkis- máli“. Kolsrud er hvorttveggja í senn „Jón Þorkelsson og Hannes Þorsteinsson Norðmanna‘ *. Hann er maður hár vexti og þrekinn, ógn hæglátur, —en jafnframt hinn elskulegasti í viðmóti. Þykir mjer miög vænt um að hafa kynst þess- um manni og tel það óhapp mik- ið, að hann skuli eiga dvöl í jafn- mikilli fjarlægð hjeðan, svo nota- legt sem það hefði verið, að geta leitað til hans með eitt og annað, sem lionum mundi vera ljett verk að greiða úr. Kona hans er bónda- dóttir, ef jeg man rjett, úr Guð- brandsdölum, mjög elskuleg fríð- leikskona, og sjálfur er hann bóndason. Bróður á hann, sem er norrænnfræðingur og prófessor við háskólann. Fyrsta daginn, sem jeg dvald- ist í Kristjaníu, heimsótti jeg prestinn Jakob Sletten. Stóð svo á þeirri heimsókn, að einn dag- inn, sem jeg var í Lnndi, hafði Gleditsch biskup í Niðarósi komið til mín með tilmæli um, að jeg prjedikaði í Hallarkirkjunni í Kristjaníu næstkomandi sunnu- dag. Mælti jeg þá í spaugi við hann, hvort jeg ætti að prjedika þar á íslensku. En hann svaraði jafnskjótt: „Hvað annað? Ekki dettur okkur í hug að mælast til þess, að biskup íslands prjediki hjá okkur á öðru máli en okkar sameiginlegu feðratungu“. Skýrði hann mjer frá því, að í þessari ldrkju væri einusinni í mánuði fluttar guðsþjónustur á landsmáli, og þar sem einmitt næsti sunnu- dagur væri sá sunnudagur mánað- arins, hefði þeim þótt vel fara á að fá alíslenska guðsþjónustu í stáðinn. Jeg spurði hann þá hvort hann hjeldi, aö nokkur mundi koma í kirkju til mín, og sagðist hann óhræddur geta lofað mjer fullri kirkju. Ljet jeg þá tilleið- ast, enda gat jeg illa staðið mig við annað, og vonaði, að mjer mundi engin vandræði veröa úr að efna loforðið, þótt ekki væri tími eða tóm til að setjast niður og semja prjedikun. Síðan símaði biskupinn til áðurnefnds prests, Sletten, og fól honum að undir- búa alt. Þess vegna þurfti jeg að ri: tali hans. Þegar jeg næsta morgun kl. 10 kom í Hallarkirkjuna, var hún svo troðfull af fólki, að hvergi gaf að líta autt ferálnarsvæði. Guðsþjónustan fór öll fram á ís- lensku, nema hvað sungnir voru „Iandsmálssálmar“ Blix prófess- ors, sem notaðir eru nú um allan Noreg við guðsþjónustur á lands- máli. Vafalítið hefir meginþorri áheyrendanna verið úr flokki mál- streitumanna. — Nokkrir íslend- ingar voru þar og; meðal annara sá jeg Vilhj. Finsen ritstjóra. Var mjer sagt, að nálega 20 íslending- ar mundu vera nú í Kristjaníu. Oneitanlega er dálítið einkennileg tilfinning manns, er stendur frammi fyrir fjölmennum söfnuði, þar sem hann varla þekkir eitt einasta andlit, og talar tungu, sem gera má ráð fyrir, að fæstir skilji, síst til fullnustu. En ekki get jeg kvartað yfir því, að ekki væri hlustað meðan jeg var að tala, og það með hinni mestu at- hygli. Annað mál er það, hve mik- ið menn 'hafa skilið af því sem talað var, þótt jeg gerði mitt ýtrasta til, að tala eins skýrt og jeg gat. Að menn eins og prófess- orarnir Magnús Olsen, M. Hæg- stad, Paasehe og Kolsrud hafi skilið ræðu mína, veit jeg, en þeir eru allir kunnugir íslenskri tungú (Olsen talar íslenskn að sögn með afbrigðum vel). Um aðra heyrði jeg, að þeir hefðu far- ið að fylgjast með, þá er hálfnuð var ræðan. Um allan þorrann mundi þé eiga heima það, er stóð í Tid- ens Tegn daginn eftir: „Alle var f ollt med da Fadervor vart bede“, cg munu því hafa getað sagt er heim kom, eitthvað svipað og Bjarni amtm. Thorsteinsson eitt sinn skrifaði sjera Árna, í Görð- um: „I gær var jeg í kirkju. Faðir vor var hið besta, sem jeg hcvrði þar“, þótt svo mundi nú annars vera við hverja guðsþjón- ustu. Eftir embætti átti jeg tal við ýmsa, þá er í kirkjunui höfðu verið, þar á meðal nokkra landa mína. Annars var jeg allan þennan snnnudag með þeim vinunum Paasche og Kolsrud, og gat mjer ekki annað en liðið vel í þeim fje- lagsskap. Allan fyrri hluta dags- ins var úrhellisrigning, en um kl. 4 stytti upp. Gekk jeg þá út með Kolsrud, til þess að láta hann sýna mjer ýmsa sögulega staði í borg- inni, sem hann er manna kunnug- astur, meðan bjart var. En er skyggja tók fórum við inn í „Vor Frelsers Kirke“, sem er höfuð- kirkja bæjarins, og hlýddum þar messugjörð. Þar var Gleditsch sóknarprestur og stiftsprófastur, uns hann gerðist biskup með Þrændum, en á undan honnm var sá ágæti maður Gústaf Jenseu stiftsprófastur prestur þar. Nú em- bættaði þar „annar prestur" við kirkjuna, (sem nú er settur stifts- prófastur) Maroni, góðklerkur og mikils metinn þar í borginni. Öll altarisguðsþjónusta hjá Norð- mönnum er nú orðin í ýmsum greinum frábrugðin því, sem hjá okkur er, þótt enn meira kveði að því. þegar til Svía h«mur. Dan- ir hafa og breytt sínu jaðsþjón- ustuformi, en þar er breytingm minni. Við íslendingar erum hjer orðnir dálítið á eftir tímanum, og væri ekki illa tilfallið, að við tækj- um okkar guðsþjónustuform til nýrrar athugunar, því að meira er undir altarisþjónustunni komíð en menn gera sjer alment í hugar- lund. Eftir embætti heilsaði jeg, upp á prestinn, og skoðaði jeg síðan hina gömlu kirkju, (hún er reist árið 1697), svipmikið og svip- hreint guðshús, og dvaldi jeg síðan það sem eftir var dags heima hjá Kolsrud. Hinn næsta dag allan hjelt a- fram að rigna, svo lítt var út irr húsi farandi, enda hjelt jeg mig heima allan þann dag. Jeg var að tína saman efni í tvo háskóla- íyrirlestra, sem jeg hafði gefið ádrátt um að flytja á háskólan- um, „ef menn vildu gera sjer það að góðu, að jeg talaði undirbún- ingslaust“, því að meiru gat jeg ekki lofað, eins og á stóð. Við slíkum tilmælum var .jeg ekki bú- inn, er að heiman fór, nema hvað jeg lítilsháttar hafði búið mig undir að flytja erindi í „Norsk Kristelig Studenterforbúnd*£ um „kirkju íslands undir norskri stjórn“, svo dapurlegt sem það eí’ni þó er. En úr þessu gat ekki orðið, vegna þess, að ekki fjeksi húsnæði það kvöldið, sem jeg hafði ráð á, og því varð jeg við nefndum tilmælum; en játa skal jeg það, að meðfram gekk xnjer nokkur metnaðargirnd til þessa. Jeg hafði áður flutt erindi á þreœ- ur aðalháskólum Norðurlanda (í Khöfn, Uppsölum og Lundi) og langaði mig því til þess líka að fiytja erindi á hinum fjórða, sem sje Kristjaníuháskóla, því að jeg veit ekki til, lað fallið hafi í hlnt nokkurs fslendings á undan mjei að flytja erindi á öllum þessum fjórum háskólum. Má vera, að einhverjum þyki sá metnaður broslegur, en segja skal hverja sögu eins og hún gengur. f þess- um tveimur fyrirlestrum gaf jcg stutt vfirlit vfir „þróunarferil ís- lenskrar kristni um 900 ár“ og má geta nærri, að þar hafi verið fljótt yfir sögu farið. En gaman hafði jeg af þessu sjálfur, hvernig sem öðrum hefir að því getist, því um það get jeg ekkert sagt. Fyi- irlestrarnir voru báðir prýðilega vel sóttir af stúdentum og há- skólakennurnm. Forseti guðfræði- deildarinnar. dr. Brandrud pró- fessor í kirkjusögu kynti mig áheyrendunum á nndan fvrri fyr- iriestrinum og bauð mig þangað velkominn í nafni háskólans og guðfræðideildarinnar. Og eins þakkaði hann mjer eftir síðari fyrirlesturinn með afarhlýjum orð- um í nafni deildarinnar og áheyr- endanna. Prófessor Finnur Jónsson var þá

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.