Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.01.1924, Blaðsíða 2

Lögrétta - 05.01.1924, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA fyrir nokkru kominn til Krist- janíu, til þess í kennaraskiftum aS flytja fyrirlestra á háskólan- um — skýringar á norrænum forn- kvseðum, og stóð til að hann vrði þar fram í nóvember. Hitti jeg þann góðvin minn einu sinni með- an jeg dvaldi þar í borg, í heim- boði hjá próf. Paasche, ásamt þeim próf. Magnúsi Olsen og próf. Franeis Bull. En af því að próf. Finnur bjó úti í sveit, gat fund- um okkar ekki borið saman oftar en þetta. þarf síst þess að geta, hvert álit er á próf. Finni i Nor- egi, eins og annarstaðar, og hver sómi íslandi er að þeim svni þess, hvar sem hann kemur fram. þá var jeg oft spurður um prófessor Sigurð Nordal og leyndi það sjer ekki, að Norðmenn hugsa gott eitt til þess að fá hann til sín. En ekki gat jeg veriS að leyna menn því, að okkur væri það síst ánægjuefni að sleppa Nordal við þá, svo erfitt sem oss mundi veita að fá sæti hans skipað við há- skóla vorn hjer í mannfæðinni. Priðja daginn sem jeg dvaldi í Kristjaníu gekk jeg fyrir konung Norðmanna, Hákon hinn sjöunda. Tók hann mjer mjög ljúfmannlega og átti jeg tal við hann á annan klukkutíma. Mintist hann tveggja koma sinna til íslands og spurði um ýmsa menn, sem þá bar mest á hjer á landi, og mundi hann ótrúlega vel ýmislegt, sem þá var að gerast úti hjer. Hann mintist sjerstaklega með miklum hlýleika Magnúsar sál. landshöfðingja og Júl. sál. Havsteen amtmanns og bað mig að gera sjer þann greiða að flytja ekkjum þeirra beggja kveðju sína þegar jeg kæmi heim aftur. Öll var framkoma konungs r.ijÖg liispurslaus, svo að nálega gieymdist, að maður var að tala við konung, enda hefir hann hylli mikla með þegnum sínum fyrir víirlætislausa framkomu sína. Sama dag var jeg í kveldboði ’hjá Osloar-biskupi, Johan Lunde, og voru þar komnir saman 40—50 gestir, alt andlegrar stjettar menn, prestar og guðfræðikennarar bæði háskólans (þó ekki allir) og safn- aðarprestaskólans (Menighedsfa- kultet’sins). Þar hitti jeg einnig iorseta sameinuðu norsku kirkj- unnar í á'esturheimi, próf. Stub, lónn reffilegasta karl, orðlagðan • fvrir dugnað sinn í kirkjulegu sameiningarmáli Norðmanna þar vestra. Er íslendingurinn sjera Ilans Thorgrímsen kvæntur svstur þessa Stubs, og hann því býsna kunnugur kirkjumálum Yestur- íslendinga og högum þeirra. Hann talaði með mikilli virðingu um sjera Jón Bjarnason sem fremsta mann og atkvæðamesta, sem Vést- ur-íslendingar hefðu átt, og ljek yfir höfuð lofsorði á starf vestur- Lslensku prestanna, svo. erfitt að- •stöðu sem þeir þó ættu þar í dreifingunni og fátæktinni. Lunde biskup er maður á mín- um aldri, mikill á velli, og talinn duglegur embættismaður, en minni lærdómsmaður og ærið íhaldssam- ur í guðfræðilegum efnum. Hann e" stakasta ljúfmenni sagður og því í miklu aflialdi hjá undirmönn- um sínum. Var hann hinn elsku- legasti húsdrottinn, og varð kvöld þetta í sölum hans hið ánægjuleg- asta. Húsakynnin í hinu gamla Osloar-biskupssetri eru allmikil og gætir þess því meir sem þessi bisk- up er fjölskyldulaus ekkjumaður. Slíkir embættisbústaðir hljóta að vera mikil byrði, nema í hlut eigi því meiri auðmenn, því að það kostar ekkert lítilræði að fá nægi- leg húsgögn í allar þær stofur og sali. Meðal gestanna rakst jeg á ýmsa, sem jeg áður þekti á nafn af ritum þeirra, og þótti mjer gaman að bera saman raunveru- legt útlit þeirra og þá mynd, sem jeg hafði gert mjer af þeim í huga mínum við lestur ritgerða eða bóka eftir þá. Því að mjer hefir, jeg held frá fyrstu, verið lítt mögulegt að lesa góðar ritgerðir eða bækur, án þess að búa mjer til um leið hugarmynd af höfundunum. Sjerstaklega var þar einn maður, sem jeg hafði búið mjer til ákveðna mynd af í Luganum, presturinn Mikael Hertz- berg, er á löngu liðinni tíð, er hann hafði lokið háskólanámi, gerðist um eins árs tíma óbeyttur vi?rkamaður í verksmiðju, til þess að kynnast af eigin sjón lífi, kjörum og hugsunarhætti verk- smiðjn verkamanna, sem alla tíð síð- an hafa átt ótrauðan málsvara og vin þar sem Hertzberg er. Jeg fcafði hugsað mjer hann mikinn og þrekvaxinn mann, og svo reynd ist hann að vera lítill maður vexti, væskilmenni, eineygður, að því er mjer virtist, og skakkur í andliti, mjög ófríður sýnum. En leikandi fjör var í orðum hans, svo að útlitið gleymdist fljótt, og hefði jeg feginn vifcjað vera leng- ur að samvistum við þennan ein- kennilaga og stórgáfaða mann. Af öllum þessum prestum þekti jeg einn frá löngu liðinni tíð, Keld Stub, sem hjer var á ferðinni nokkru fyrir aldamótin. Hann er nú sóknarprestur við Garnisons- kirkjuna uppi á Akurhúsi, og er maður í miklu áliti. Þótti mjer mjög ánægjulegt að endurnýja gamlan kunningsskap við þann góða mann. Nokkrum dögum síðar var jeg í miðdegisveislu hjá biskupnum, og sátu þar að borðum 24 manns. Meðal gestanna man jeg sjerstak- lega eftir rjettarsögufræðingnum dr. jur. Absalon Taranger pró- fessor, og hafði mikla ánægju af að tala við hann. Hann er mjög heitur kirkjumaður, s'tígur oft í stólinn í kirkjum víðsvegar um land. þótt lögfræðingur sje, og þykir besti pi’jedikari. En jáfn- framt því er hann mæta vel að s.ier í sögu íslands til forna. Hann er maður lítill véxti, með snjó- hvítt hár og yfirskegg. Hann hef- i.r á fyrri tíð þekt Pál sáluga Briem amtmann, eða staðið í brjefaskiftum við hann. Hann hafði fyrir skömmu fengið Árbók háskóla vors senda og með henni Grágásar-ritgerð Olafs próf. Lár- ussonar. Hafði hann þaullesið hana og var mjög ánægður. Sagði jeg honum, að það mundi gleðja Olaf prófessor að heyra það, því hún vrði naumast þaullesin af löndum hans, enda ekki við því að búast. Af guðfræðikennurum háskólans vanst mjer ekki tími til að heim- sækja aðra en dr. S. Michelet og dr. Lyder Brun. Michelet þekti jeg frá fornu fari, en Lyder Brun hafði jeg í fyrsta sinn sjeð nokkr- um dögum áður í Lundi, en átt brjefaskifti við hann í mörg ár. 1 Kristjaníu eins og víðar hefir undanfarin ár verið húsnæðisekla mikil. Þess sá jeg greinilega vott á heimili próf. Michelet. Ibúð hans var á efsta lofti upp undir þaki, og svo óálitleg, að furðu gegndi um íbúð manns í hans stöðu. „Jeg mátti til að flytja mig inn í bæinn“, sagði hann, „og þar var ekki á betra völ“. En þótt veggirnir væru að mestu ómálaðir og sæist til súðar í herbergjunum, var íbúðin ekki óvistleg, og hvað sem öðru líður. þá hafa ekki aðrir fallegri útsjón úr gluggum sínum eu þessi lærði prófessor. Kona hans er alþekt kvenr.jettindakona, frú Marie Michelet, að sínu leyti jafn-þjóðkunn og maður hennar. Hún er dóttir Stor-Jóhanns gamla, sem einusinni var hjer á ferð og mörgum þótti spaugilegur karl. Hjá L. Brun var jeg í lcveldboði. Hann er mikill lærdóms- og iðju- maður, hefir ritað mikið, og var um eitt skeið ritstjóri tímaritsins „Norsk Kirkeblad", sem jafnan hefir staðið á öndverðum meið við íhaldsstefnuna í kirkjumálum. Lyder Brun er fjórði maður í beinan lcarllegg frá skáldinu Nordahl-Brun, sem varð biskup í Björgvin og barðist þar gegn rat- ionalismanum á sama hátt og Balle í Danm. Eru þeir Lunde biskup og Lyder Brun systkinasynir, en víst mjög ólíkir í skoðunum. Hann á danska konu, ófurstadóttir frá Khöfn. Jeg hafði mikið gaman af að kynnast persónulega þessum lærða manni. Á heimili hans þetta kvöld kyntist jeg ungum og gáf- uðum lærdómsmanni, háskóladóc- ent dr. Anton Friedrichsen. Taldi hann sig vera hálfgerðan islend- ing, því að hann er dóttursonur Gísla Johnsonar prófessors, og því afkomandi Jóns sýslumanns Ja- kobssonar. Vissi hann öll deili á ætt sinni. hinni íslensku. Annan háskóladócent hitti jeg þar líka, dr. P. Marstrander, mjög álitlegan og efnilegan mann. Af kennurum safnaðarprestaskólans kyntist jeg aðeins dr. Olaf Moe, sem vafalítið er fremstur og lærðastur þeirra kennara, og leitst mjer hið besta á manninn. Hann hefir nýlokið við ágætt og ítarlegt rit um Pál post- ula. Þann af kennurum þessa prestaskóla, sem talinn er mestur fyrirferðar og mikill gustur hefir sraðið af í seinni tíð, prófessor Kallesby, gat jeg því miður ekki rekist á, því að hann var á ferð vestur í Ameríku. Ekki verður því neitað, að stefn- umar í kirkjumálum Norðmanna hafa hin síðari árin fjarlægst hvor aðra meir en holt er, og hefir það leitt til megnari fjandskapar með þeim en kristilegt getur talist. Jeg hygg, að þeim heima hjer, sem hafa verið að amast við því, að íslenskur safnaðarlýður kæmist í nánara samband við danskan safnaðarlýð, af því að leiða mundi til þröngsýni og ofstækis, og talið hitt eðlilegra, að við settum okk- ur í samband við norskt safnaðar- folk, væri holt að kynnast kirkju- málum Norðmanna á nálægum tíma. Því þótt heitt kunni að vera í missiónarstefnunni dönsku og hún einatt óbilgjörn í garð ann- ara stefna, þá er það lítilræði eitt í samanburði við það, er nú á sjer stað í Noregi. Vilja menn þar hiklaust neita þeim um kristið nafn og þegnrjett innan norsku kirkjunnar, er fylgja frjálslyndari stefnu í trúmálum. Mætti t. d. benda á uppþotið út af skipun biskupsins í Niðarósi í vor. Hver fundur eftir annan skoraði á bisk- upana að neita að vígja dr. Gle- ditsch, hinn skipaða bisknn, vegna þess, að hann þótti of frjálslynd- ur, og það mun vera áreiðanlegt um einn þeirra, biskupinn í Os- lo, að hann hafi færst undan því að vígja hann. En sá biskup, er varð til þess, Bernt Stöylen, bisk- up í Agðastifti (Kristjanssand) hefir sætt þungum átölum fyrir að gefa kost á sjer til þess. Vígsl- an fór fram í Þrándheimi 3. sept., í viðurvist1 konungs. En með því vildi konungur óbeinlínis mót- mæla aðgerðum hinna. Einn daginn, sem jeg dvaldi í Kristjaníu, datt mjer í hug að heimsækja hinn sameiginlega sendiherra Dana og Islendinga þar i borginni. Erindi átti jeg ekk- ert, og þekti sendiherrann ekki vitund —- vissi varla hvað hann hjet. En mjer fanst það kurteisis- skylda mín við þann mann„ sem færi með íslensk utanríkismál þar í landi. En því segi jeg frá þessu hjer, að þetta varð til þess að veita mjer ánægju-augnablik, sem jeg hafði alls ekki búist við þarna í framandi landi. Þegar jeg kom að sendiherra-bústaðnum, ' mætti mjer sú ánægjulega sjón, að sjá íslenska ríkisfánann klofna blakta þar á hárri stöng. Hvað þessi sjón gat glatt hjarta mitt þarna á ókunnum stað! Jeg kendi beinlínis ldökkva í sálu minni, og mjer ^arð alveg ósjálfrátt að taka snöggvast ofan höfuðfatið mitt. Lað má vel vera, að einhverjum finnist það í meira lagi barnalegt, að vera að segja frá þessu hjer.- Hann um það. En þetta var í fyrsta skifti sem jeg hefi sjeð ríkisfánann okkar klofna blakta á stöng erlendis. Og jeg reyndi þar með sjálfum mjer hvert dul- arafl er gefið þessum þrílita dúk — að þetta tákn þjóðernis vors er beilagt tákn, sem oss er skylt aí elska og heiðra. Jeg held, að mjer hafi aldrei þótt íslenska fiaggið fallegra en er jeg sá það blakta þarna á stönginni. með danska ríkisfánann klöfna blakt- andi á annari stöng við hliðina á því, og mjér skildist á sama augna- bliki hvaða þýðingu það getur haft, að fáni vor sje við og við dreginn að hún í höfuðborgum erlendra ríkja, svo sem hvort- tveggja í senn: tákn þjóðernis vors og sjálfstæðis vors. En þessi þýðing hans verður ekki hvað minst, þar sem hann hangir svo — með „dannebrogs“-fánann við hliðina á sjer, svo mjög sem mönn- um erlendis hættir við að gleyma bæði þjóðlegri og stjórnlegri sjer- stöðu vorri. En svo var annað, sem gerði mjer þessa óvæntu sjón íslenska krossfánans klofna svo ánægjulega þarna í garði danska sendiherrans. Mjer fanst hann flytja mjer kveðju að heiman. En hvar gleðjast menn fremur yfir kveðju að heiman, en þegar þeir eru fjarri fósturjörð sinni í út- löndum? Og þessari kveðju, sem þríliti krossfáninn okkar flutti mjer að heiman, svaraði jeg hálfri stundu síðar með því að senda konunni minni, sem heima sat, kveðju í símskeyti. Hvernig á þessari flöggun stóð þennan dag, fjekk jeg að vita, er jeg kom inn á skrifstofu sendi- hen*ans. Dagurinn var 26. septem- ber — fæðingardagur vors sam- eiginlega konungs Islendinga og Dana. Því miður hitti jeg ekki sendiherrann sjálfan, Otto Krag kammerherra. Hann var á ferð saður í löndum. En fulltrúa hans — Haxthausen, trúi jeg liann hjeti — tók mjög alúðlega á móti mjer á skrifstofu sinni, og átti jeg hálfrar stundar viðtal við fcann. Sagði jeg honum m. a. hve það hefði glatt mig, að sjá íslenska fiaggið þar hjá bústað Iians, og kvaðst hann skifcja það vel, því að sömu tilfinningar vöknuðu hjá sjer, er hann - á ferðum erlendis sæi danska flaggið blakta við hún. Síðasta kvöldið, sem jeg var í Kristjaníu, fíutti jeg erindi það, sem fjelagið „Norden“ hafði beð- ið mig um að flytja, „Islandske Livsforhold i Nutiden“. Fluttijeg það í öðrum hátíðasal háskólans að viðstöddu fjölmenni. Hæsta- rjettardómari Hagerup Bull kyntl mig áheyrendunum með mjög hlýrri ræðu, og eins þakkaði hann mjer fyrir erindið, er jeg hafði raáli mínu lokið. Varð jeg ekki annars var en að því væri vel tekið af áheyrendum, og talaði jeg þó nærfelt fimm fjórðunga stundar. Eins fluttu öll helstn biöðin ágrip af fyrirlestri mínum daginn eftir, og ljetu hið besta yfir. Var þá að þessu sinni lokið dvöl minni í höfuðstað Norðmanna. Næsta dag skyldi halda vestup- yfir fjöllin eftir Björgvinarbraut- inni, og hlakkaði jeg mjög til' þess ferðalags, þótt ekki væri út- litið sem best hvað veður snerti. ----------------x-------- 2. þ. m. kom sú fregn frá Vest- mannaeyjum, að þar væri dáinn sjera Oddgeir Guðmundsen, prest- ur þeirra Eyjamanna yfir 30 ár. Hann var fæddur í Reykjavík 13. ágúst 1849, sonur Þórðar Guð- mundsen, sem síðar varð sýslumað- ur í Árnessýslu, og konu hans Jóhönnu Lárusdóttur kaupmanns í Reylijavík Knudsen. Hann út- skrifaðist úr latínuskólanum 1870 og úr prestaskólanum 1872. Vígð- ist til Sólheimaþinga 30. ágúst 1874, fjekk Miklaholtsprestakall 4882, Kálfholt 1886 og Vestmanna- eyjar 1889 og hefir þjónað því prestakalli síðan. Ut á við kom hann lítið fram, en var vel lát- inn af sóknarbörnum sínum. Kona hans var Anna Gnðmunds- dóttir prests í Arnarbæli Johnsen- ---------------o------- lil Pörarins B. Porlssnr málara. Frá kennurum og nemendum Iðnskólans 29. desbr. 1923. Nafn þitt tengja trvgðaböncf okkar skóla. Ástúð sanna áttu’ í hjörtum nemendanna fyrir starf með huga’ og hönd. Það, sem þegar unnið er, örfar, glæðir vonir bestu. Tuttugu ára trygð og festu flokkur okkar þakkar þjer. -------------x------1 Manntalið 1920. pegar manntalið fór fram 1920r voru ógiftir 30,497 karlar og 30.- 363 konur; giftir 13,776 karlmenn og 13,694 konur; ekkjumenn voru 1,681; ekkjur 3,898; skilin voru? að borði og sæng 145 karlmenni

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.