Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.01.1924, Blaðsíða 3

Lögrétta - 05.01.1924, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA og 160 konur og skilin að lögum 73 karlmenn og 103 konur. í öllum flokkum er munurinn á tölu karla og kvenna lítill, nema í ekkjuflokknura, þar er tala ekkjumanna aðeins % af tölu ekknanna. Eru þær 2,217 fleiri en ekkjumennimir og vantar lítið á, að þar sje fólginn allur munur á tölu kvenna og karla, en kann var 2,346. Hagstofan hyggur, að hinn mikli munur á tölu ekkna og ekkjumanna stafi bæði af því, að konur sjeu langlífari en karlmenn og að þær giftist yngri. Fæðingarstaður. Af þeim 94,690 manns, sem töldust heimilsfastir hjer á landi við manntalið 1. des. 1920, voru 93,764 fæddir hjer á lendi, 710 voru fæddir í öðrum löndum, en um 216 var óuppvíst hvar þeir voru fæddir. En líkindi segir hagstofan vera til þess, að þeir muni flestir fæddir hjer á landi. Af þessurn 710 voru 352 feddir í Danmörku, 155 í Noregi. 3C í Færeyjnm og 20 í Svíþjóð. 50 í Kanada, 41 í Þvskalandi, 33 í Bretlandi. En 29 sem þá voru eftir skiftast niður á ýms lönd. Af fæðingarstöðum þeirra, sem fæddir eru innanlands, má fá vitneskju um flutningana innan- lands, og sýnir eftirfarandi yfir- lit það: íbúar. fædd. mism. Reykjavík. 17679 7864 9815 Aðr. kaupst. 11377 6143 5234 Yersl.staðir 11389 7177 4212 Sveitir.... 54245 72580 -r- 18335 ) . . l A síðasta dálkinum sjest aðal- niðurstaðan af flutningunum milli sveitanna og bæjanna, hvað hvort um sig hefir unnið eða tapað, hve marga aðflutta bæirnir hafa dreg- ið til sín umfram burtflutta og hve marga sveitirnar hafa mist umfram innflutta. --------o------ MirtJ D| saiiflisii. Um ekkert er mönnum tíðrædd- ara nó á dögum en fjárhagsvaad- ræðin. Flestir eru sammála um að á því meini sje aðallækningin: sparnaður. En þegar til fram- kvæmdanna kemur þá fer oft iit unj þúfur með heilræði þetta. —- Enda má oft spyrja sem svo: Ilver er hinn rjetti sparnaður? •Teg hefi frjett að afráðið sje, að á næsta hausti skuli stofna nýja deild — undirbúningsdeild ■— við verslunarskólann hjer í hænu-m og sje þá um leið fyrir- hugað að bæta við nýjum kenslu- greinum í skólanum. Ófrávíkjan- lega hefir þetta í för með sjer aukinu kostnað við skólahaldið og fer að því leyti ekki í sparnaðar- áttina. Hiusvegar dylst það ekki að hjer er nm að ræða þarfa um- hót á skólanum er miðar að því, «ð gera skólanu talsvert fullkomn- ari en nú er. og er það vel farið. Flestir munu samdóma um það. að nauðsyn beri til að þeir menn er gera ætla versTun að lífsstarfi sínu, með hvaða fyrirkomulagi sem er. geti fengið sem bestan mentunarundirbúuing undir þetta starf sitt. En eins og ástæður eru h.ier í landi. verður þessu tak- marki ekki náð nema með all- ríflegum opinberum styrk, en þá verður það fyrst og fremst skylda þeirra, er slíkum 'styrkveitingum ráða — stjórnar og alþingis — ac gæta þess, að engu fje sje hjer að óþörfu á glæ kastað, eu að fjár- veitingiu geti komið að sem mest- um og bestum notum. Um nökkur uudanfarin ár hefir alþingi veitt fje til tveggja versl- unarskóla, sem sje bæði til Versl- unarskóla íslands, sem stofnaður var upp úr kvoldskóla verslunar- manna hjer í bæ fyrir fullum 18 árum síðan af kaupmannafjelagi og verslimarmannafjelagi Reykja- AÚkiu', en sem verslunarráð lands- ins hefir nú tekið að sjer.umsjón á. svo og til samvinnuskólans, sem stofnaður var löngu síðar hjer í bæ, af samvinnufjelögunum eða sambandi þeirra. Er styrkurinn tír ríkissjóði jafnhár til beggja skól- anna, sem stendur 6000 krónur á ári til hvors um sig. Jeg fæ ekki sjeð að hjer sje verið að þræða sparnaðarbrautiua og mjer er það heldur ekki l.jóst, að noklutr bót sje að því, frá mentasjónarmiði skoðað, að hafa þussa fjárveitingu tvískifta, Þar á móti skilst mjer ekki betur, en að það hlyti að korna að miklu meiri notum, að fjárupphæðin er rikissjóður leggur fram, gangi oskift til annars skólans, eða með öðrum orðum, að það sje bæði til sparnaðar og einnig til bóta, að •styrkja heldur einn verslunarskóla t el en tvo illa. En þá er á það að líta, hvort nokkur nauðsyn sje á, að hafa hjer tvo verslunarskóla, eða hvort námsgreinar þær, sem kendar eru í hvorum skólanum um sig, sjeu svo sundurleitar eða frábrugðnar, að þær geti ekki sameinast undir sama þaki, hvort sem nemandinn ætlar síðar að leggja fyrir sig kaupme.nsku eða slíka almenna verslunarþjónustu eða ganga 'í þjónustu kaupfjelaga eða gerast samvinnuverslunarmaður. Skyldunámsgreinar þær, sem kendar eru í Verslunarskólanum eru nú sem stendur þessar: ís- lenska, danska., enska, reikningur, bókfærsla, álagsreikningur og köntökurant, landafræði, þjóðmeg- unarfræði, verslunarlöggjöf, skrift og vjelritun. Flestar námsgreinar þessar munu einnig ltendar í Sam- vinnuskólanum, þótt skyldukensla sje þar víst minni. Þar munu einn- ig haldnir fyriflestrar um sam- vinnufræði og máske fleira, sem ekki er lögð sjerstök áhersla á í Yerslunarskólanum. En hvers- vegna skyldi kensla í öllum þess- um námsgreinum ekki geta farið fram í sama skólanum? parf að brúka gjörólíka aðferð við kenslu f. d. í íslensku og öðrum málum, svo og í reikningi, bókfærslu, verslunarlöggjöf o. s. frv., eftir því, hvort nemendur hugsa sjer að gerast kaupfjelags- og samvinnu- menn eða ekki. Því fer fjarri. Þekkingin er öllum jafn nauðsyn- leg, og menningin má síst af öllú vorða cinhliða Fjárhagshliðin á þessu verslun- arskólamáli er einnig svo mikilvæg, að fram lijá lienui verður elcki gengið. Og það er eigi mörgum blöðum um það að fletta, að kostn- aðurinn við tvo verslunarskóla, í staðinn fyrir einn, er svo vfir gnæfandi, í samanburði við nauð- synina og gagnið, að þegar á þessa lilið málsins er horft, hlýtur svarið hjá hverjum hugsandi manni, er vit. hefir á málinu, og lítur á það hlutdrægnislaust og frá almennu sjónarmiði, að verða það, að sameining beggja skól- ar-na sje sjálfsögð. Það verður heldur ekki í fljótu bragði sjeð, hvað ætti að geta ver- ið því til fyrirstöðu, að þeir, sem að báðum skólunum standa, geti í bróðerni komið sjer saman um sam eining þeirra, á þeim grundvelli, er allir hlutaðeigendur megi vel við una. En fari svo ólíklega, að þeir geti það ekki, verðnr þing og stjóm á einhvern hátt að taka í taumana. Verslunarmaður Erl. slmfregnir * ' Khöfn 31. des. Frakkar og Tjekkóslóvakía. Símað er frá Róm, að samning- ar Frakka við Tjekkóslóvakíu sjeu at‘ ítölum taldir ný tilraun til að einangra Þýskaland, sem jafn- framt felist í ógnum í garð ítala, því að með þeim sjeu aukin áhrif Frakk í „Litla bandalaginu“. — í breskum stjómmálaherbúðum vekja samningar þessir einnig ímugust og mörg bresk blöð telja þá lilið mesta glappaskot. Griski konungurinn rekinn frá, Símað er frá Aþenu, að flokk- ur lýðvefdismanna hafi hirt yfir- lýsingu þess efnis, að gríska kon- unginum og allri hans ætt sje vikið frá völdum. Vinnutíminn lengdur í Þýskalandi. Frá Berlín er símað, að alríkis- stjórnin hafi birt fyrirskipun um þa.ð, að venjulegur vinnutími skuli vera 9 stundir á dag í öllu þýska ríkinu. Samtímis hefir verið teldn vpp 10 stunda vinna í Krnpps- . verksmiðjunum, Verkfalls-undirbúningur j í Noregi. | Frá Kristjaníu er símað, að verkamenn þar sjeu í þann veginn að segja upp vinnusamningum, er renna út í mars og apríl. Samn- ingar þessir taka til um 60 þúsuncl , verkamanna. Khöfn 2. jan. Ummæli þýsku blaðanna. — Berlínarblöðin lýsa svo árinu 1923, að það hafi verið mesta hörmungarárið, sem yfir pýska- land hefir komið á þessum þreng- ingatímum þess. En jafnframt bú- ast þau við, að ástandið muni ekki versna hjeðan af, m. a. vegna þess, að fast gengi marksins sem nú sje náð, hafi aukið traust á efnahag landsins. Jafnaðarmannaflokkur- inn er að undirbúa mikla mót- stöðu gegn hermálastefnu stjórn- arinnar og krefst þess, að ríkis dagurinn sje lcallaður saman. Parísarblöðin ánægð. Blöðin í París lýsa ánægju sinni yfir þeirri ósk, að bundinn sje endir á deiluna við Þjóðverja, og eru ástæðurnar fyrir þeirri ánægju sumpart leiði, sem menn eru bún- ir að fá á deilum Fraklca og Þjóð- verja og sumpart hræðsla við óholl áhrif á gengi franska frank- ans af þessttm útistöðum Frakka, og ennfremur vaxandi óánægja milli þeirra og Englendinga. Frá Indlandi. Reutersfrjettastofa tilkynnir,' að ráðstefna indverskra þjóðernis- sinna liafi krafist þess, að inynduð verði stjórn með áhyrgð í Ind- Verslunarskóli Islands. Sökum þess, að ætla má, að væntanlegum nemendum Verslunar- skóla Islands muni sumum hverjum, reynast örðugt að afla sjer þeirrar undirbúningsmentnnar, sem ráð var fyrir gert í auglýsingu skólans, dags. 20. júní sl. ár, en skólanefnd hins vegar telur afar- nauðsynlegt, að krefjast fullkomnari undirbúningsmentunar en vcr- ið hefir hingað til, þá er nú svo ákveðið, með samiþykki Verslunar- ráðs fslands, að sett verði á stofn næsta haust undirbúningsdeild í skólanum með sörnu inntökuskilyrðum og verið hafa undanfarið í neðri deild. Gert er ráð fyrir, að í deild þessari verði kendar þessar náms- greinir: íslenska, danska, enska, þýska, reikningur (og reiknings- færsla), saga, landafræði og skrift. Samkvæmt þessu fellur úr gildi áður auglýst breyting á inn- tökuskilyrðum skólans. Reykjavík, 1. janúar 1924. Jón Sivertsen. FltuinnulEysiö í REykjauík. Hjer í bænum ríkir nú megn atvinnuskortur, og útlit er fýrir að svo muni verða þenna vetur allan og hefir bæjarstjórninni því þótt rjett að vara rnenn úr öðrum hjeröðum við að flytja hingað til Reykjavíkur á þessum vetri til að léita sjer atvinnu, þar sem engin likindi eru til að vinna verði hjer fáanleg. Um leið og þessi aðvörttn er hjermeð birt öllum landsmönnum, skal þess getið, að reynt verður að láta bæjarmenn njóta þeirrar litlu vinnu, sem hjer kann að verða í vetur, og leyfi jeg mjer jafn- framt samkvæmt ályktun bæjarstjórnarinnar að skora á alla bæjar- búa að sameinast um þetta með því að stuðla ekki að því, að að- komumenn setjist hjer að í vetur til að leita sjer atvinnu, og sjer- staklega er þeirri áskorun alvarlega beint til allra þeirra manna í Reykjavík, sem eitthvert verk láta vinna eða yfir vinnu eiga að sjá, að láta innanbæjarmenn sitja fyrir allri þeirri atvinnu, sem þeir þurfa að ráða fólk til í vetur. Borgarstjórinn í Reykjavík, 3. janúar 1924. Guðm. Ásbjörnsson. settur. landi. Hefir ráðstefnan samið nýja stjómarskrá. Pólitískir fangar hafa verið látnir lausir. Khöfn 3. jan. Hagrnr Bandaríkjanna. Frá New York er símað, að Hoover verslunarráðherra hafi lát- ið í ljós mjög mikla ánægju yfir viðgangi og hag Bandaríkjanna á síðastliðnu ári. — Segir hann að þetta sje besta árið, sem yfir Ameríku hafi komið, síðan styr- jöldinni ljetti. Tekjur ríkisins sagði hann að hefðu verið 4164 miljón dollara, eða 500 miljóuum meira en í fvrra og gjöldin 3888 miljónir. Loftfloti Rússa. Frá Amsterdam. er símað, að Rússar hafi keypt og borgað 300 bernaðarflugvjelar hjá flugvjela- smiðju Foekers og pantað 500 fólksflutningsflugvjelar. -------o------- DAGBÓK. 3. jau. Trúlofun sína hafa nýlega opinber- að ungfrú Gtiðmunda GuÖmundsdóttir og Valgarður Stefánsson frá Fagra- skógi. — Pór. B. porláksson málari. Honum var, eins og fyr er frá sagt, haldið heiðurssamsæti síðastliðið laugardags- ktöld af kennumm Iðnskólans, og var það haldið á kaffihúsinu >Reykjavík‘, sem frú Margrjet Zoega hefir í vetur stofnað í húsi sínu við Austurstræti. Var honum í samsætinu afhent gjöf frá Iðnskólanum, kennurum og nem- endum, mjög vandað gullúr, og af- henti núverandi forstjóri skólans, Helgi Hermann, það með ræðu, en pór. B. porláksson svaraði með ræðu fyrir skólanum. Auk þeirra tveggja fiuttu ræður Jón Halldórsson trje- 1 smiðnr, Guðmundur Finnbogason pró- fessor og fleiri. Kvæði var snngið til heiðursgestsins og er það birt á öðr- um stað í blaðinu. Nýr kaffibætir. Pjetur M. Bjarna- son kaupmaður hefir sett á stofn lijer í bænum verksmiðju, sem býr ti! kaffibæti, og er hann nýlega far- iun að selja þá vöru. Hann kaliar þennan nýja kaffibætir Sóley og sel- ur hann bæði í pokum, til notkunar hjer á staðnum, og í smápökknm í pappírsumbúðum með vörumerki. Áð- ur hefir hann rekið verksmiðju, sem brennir og malar kaffi. Fyrir hvoru- tveggja stendur bróðursonur hans, Jón Björnsson frá Sauðafelli. Togararnia Frá Englandi komu í gær: „Ari“ og „Gylfi“. peir fara báðir á veiðar í dag. Tuttugu og fimm ár vorn liðin í gær síðan K. F. U. M. var stofnað hjer. Mintist unglingadeild fjelagsins þess og stofnendurnir í gærkvöldn en aðaldeildin minnist afmælisins síðar. 4 jan. Trúlofun sína hafa opinberaíi ung- frú Lukka Árnadóttir frá Norðfirði og Helgi Guðmundsson málari frá Patreksfirði. Óhagstæð tíð hefir verið á Norður- landi undanfarið, að því er sagt var í símtali frá Akureyri í gær. Ennfrem- ur var sagt, að þar væri nú afla- laust orðið. En síldarafli hefir verið þar allmikill nndanfarið. Atvinnuleysi kvað vera mikið á Abureyri nú. Embætti. í Flateyjarhjeraði heftr Katrín Thoroddsen verið skipnð lækn- ir. Hún er fyrsta konan sem situr í einbætti hjer á landi. Togararnir. pessir hafa selt afla sinn í Englandi nýlega: „Tryggvi gamli“ fjTÍr 1650 sterlingspd, „Maí“

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.