Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 26.01.1924, Side 4

Lögrétta - 26.01.1924, Side 4
4 LÖGRJETTa kri. NÍmtreguu Húll, 21. janúar. Poincaré. — pingmannamálstofa franska þingsins hefir með 445 atkv. gegn 126, tjáð sig fylgjandi stefnu Poincaré försætisráðh. í utanrík- ismálum, segir í símskeyti frá París. Norðurheimskautslöndin. Símað er frá Washington, að flotamálaráðherra Bandaríkjanna hafa lýst yfir því, að tilgangur Bandaríkjanna með því, að senda loftskip til Noi'ðnrheimskautsins eje sá, að leggja heimskautalöndin undir yfirráð Bandaríkjanna. — Segir hann, að Ameríkumenn verði að fyrirbyggja það, að lönd þessi verði eign annara þjóða. pess má geta í sambandi við þetta skeyti, að Englendingar hafa fyrir nokkru, þegjandi, og án þess að leita samþykkis ann- ara ríkja, slegið eign sinni á Suð- urheimskautslöndin. Kommúnista'óeirðir. Símað er frá Hamborg, að við hátíðahöld þau, sem haldin voru í Itzehoe í Holstein, til minningar um stofnun þýska ríkisins, hafi kommúnistar varpað handsprengj um á skrúðgönguna, er hún fór um bæinn. Biðu 14 manns úr skrúðgöngunni bana. Róstur í Mexicó. Símað er frá New York, að Bandaríkjastjórn hafi sent her- skip til Yera Cruz í Mexikó, til þess að vernda borgara Banda- ríkjanna og ógna mexikönsku npp reisnarmönnunum, sem halda borginni í herkví. Norskt brennivínsgjald. Símað er frá Kristjanía, að í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar sje gert ráð fyrir að 2 króna gjald komi á hverja flösku brennivíns (sem framleidd er í landinu). Er áætlað, að skattur þessi muni gefa ríkissjóði 33 milj. kr. tekjur á ári. Járnbrautarverkfallið í Bretlandi- Prá Eimskipafjelagi íslands hefir FB. fengið eftirfarandi skeyti, sem bera með sjer, að verkfallið er byrjáð, og að vöru- flutningar eru algerlega stöðvaðir í Húll, og að miklu leyti í Leith: Verkfallið hófst síðastl. sunnu- dagsnótt. Allir vöruflutningar og kolaflutningar hafa stöðvast. Leith., 21. janúar. Járnbrautarverkfaillið hófstum miðnætti á sunnudagsnótt. Vöru- fiutningar ganga mjög treglega hjer, en von um að eitthvað rætist «ir því. Khöfn, 22. jan. Stjómarskifti í Englandi. Símað er frá London, að van- traustsyfirlýsing sú, sem Ramsy Mac-Donald, foringi bretska verk- mannaflokksins í þinginu, bar fram á þriðjudaginn var, gegn Stanley Baldwin og ráðuneyti hans, hafi verið samþykt í nótt sem leið með 328 atkvæðum gegn 256. Stanley Baldwin, sá sem tók við stjóra þeirri af Bonar Law, er mynduð var eftir fráför Lloyd George, og að lokinni samvinnu íkaldsmanna og flokks Lloyd Ge- orge, fór jafnskjótt og atkvæða- greiðslunni var lokið á fund kon- ungs og beiddist lausnar. Enska verkfallið- Lestarstjóraverkfallið,sem hófst í fyrrinótt, bakar almennu.gi ýmsa örðugleika. En búist er við, aX- sættir komist á von bráðar. Danska krónan fellur. Ákaft gengishrun hefir orðið á dönsku krónunni á kauphöllinni í Khöfn í dag og í gær. pað er fullyrt, að í dag hafi gengisjöfn- unarsjóðurinn danski eytt tveim þriðju hlutum af eign sinni til þess að stöðva gengislækkunina, er þegar svo var komið, var gjald eyrisverslunin gefin frjáls. prátt fyrir þau ummæli blaðanna og bankanna, að engin hætta væri á ferðum, heldur erlendur gjaldeyr- ir áfram að hækka, og er nú sem hjer segir: Sterlingspund krón- ur 26.75. Dollar 6,37. Franskur franki 27,85. Belgiskur franki 26,25. Svissn. franki 109,80. Pe- seti 80,85. Líra 27,85. Florina hol- lcnsk 235,50. Sænsk kr. 164,85. Norsk kr. 87,85. London 23. jan. Enska verkfallið. Horfurnar á því, að járnbra itar verkfallinu linni bráðlega eru nú betri en áður, vegna þess að fram- kvæmdarnefnd verkfallsmanna hefir skorað á stjórnir járnbraut- arfjelaganna bretsku, að boða verkfallsmenn á samningsfund. — Innan verkalýðsfjelaganna er það álitið, að þessi áskorun verði til þess, að farið verði að semja om sættir í málinu, og talið sennilcgt ao samningarnir hefjist þegar í dag. Matvælaflutningum og póst- flutningum er haldið uppi nokk- urnveginn reglulega, en farþega- fiutningur gengur í mesta ólestri. Hafnarborgirnar í Suður-Wales eru farnar að finna til afleiðinga ■verkfallsins, og siglingarnar tefj- ast, ef ekki kemst bráðlega sam- komulag á. Khöfn, 23. jan. Lenin dáinn. Samkvæmt opinberri tilkynn- ingu stjórnarinnar í Moskva varð Lenin bráðkvaddur á mánudags- kvöldið var. Banamein hans var blæðing að heilanum. í hinni op- inberu tilkynningu segir, að al- rússneska ráðsþingið og samband sovjetstjórnanna muni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að tryggja, að stefna stjómarinn- ar verði framvegis í fullu sam- ræmi við það, sem hann hjelt fram. Líkið verður flutt á fimtudag- inn frá bænum Gorki, þar sem Lenin andaðist, og til Moskva. Verður það almenningi til sýnis þar. Lenin verður jarðaður á laugardaginn- Lenin, eða Vladimir Iljitsh Ul- janov, var fæddur 1870 og las iögfræði. Hann fór snemma að fást við stjórnmál, og var 1895 sendur í útlegð til Síberíu, en flýði þaðan og til Sviss og var þar í tíu ár, og starfaði við blaða- ménsku. Hann tilheyrði bolsje- vikaflokknum svo nefnda alla tíð, frá því er jafnaðarmannaflokkur- inn rússneski klofnaði skömmu eftir aldamótin síðustu. Hanntók á ýmsan hátt þátt í rússneskum þjóðmálum, bæði byltinguuni 1905 og aftur 1917, uns honum tókst það að ná völdum í landinu sjálfum, ásamt Trotzky, í nóv. 1917, og hefir hann og flokkur hans ráðið þar síðan, og eru þau mál öll alkunnug. Svíar og alþjóðasambandið. Símað er frá Stokkhólmi, að í báðum deildum sænska þingsins hafi komið fram frumvarp um, að Svíar segi sig úr alþjóðasam- bandinu. Enska stjórnin mynduð. Símað er frá London, að Ram- say Mac-Donald sje búinn að mynda ráðuneyti sitt. Er hann sjálfur forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra; John R. Clynes er formaður neðri málstofunnar, Hal- dane lávarður forseti efri málstof- unnar (lordchancelor), Philip Snowden er fjármálaráðherra, Arthur Henderson innanríkisráð- herra, Thomas nýlenduráðheira, Stephen Walsh hermálaráðherra, C'helweston flotamálaráðherra, Sidney Webb verslunrmálaráð- lierra og Sidney Oliver Indlands- ráðherra. Khöfn, 24. jan. FB. Norðurheimskautslöndin. Símað er frá New York, að stjórnin í Canada hafi í undirbún- ingi orðsendingu til stjórnarinn- ar í Washington, viðvíkjandi þeirri fyrirætlun Bandaríkja- stjórnarinnar að leggja Norður- heimskautslöndin undir sig. — C'anadamenn gera tilkall til eign- arrjettar yfir þessum landsvæð- um. Rússnesk þjóðarsorg. Frá Moskva er símað, að þjóð- arsorg sje um alt Rússland i til- efni af fráfalli Lenins, og að hún haldist í heilan mánuð. Öll deiluefni milli flokkanna innbyrðis hafa verið lögð í lág-1 ina. pað er talið, að andlát Len- ins hafi stómm aukið fylgismönn- um hans starfsþrek og fylgi. Ráðuneyti Mac Donalds. Símað er frá London, að ráðu- neyti Ramsay Mac Donalds hafi haldið fyrsta fund sinn í gær, eítir að hafa verið í konungsnöll- inni, Buckingham Palace og tek- ið formlega við stjórn af Staniey Baldwin og hinu fráfarandi ráðu- neyti hans. Á þessum fyrstafundi ráðuneytisins var rætt um mál þau, sem bráðastra aðgerða þarfn- ast og um stefnuskrá stjómarinn- ar, sem lögð verður fyrir þingið þegar það kemur saman aftur, 12. fcbrúar. Blöðin hafa í einu hljóði tekið mjög vel á móti nýju stjórnmni og fara lofsyrðum um Ramsay Mac Donald fyrir það, hve fljótur hann hafi verið að mynda stjórn sína. Spá mörg þeirra ráðuneyt- inu langra lífdaga, ef að Mae Donald takist að inna stjórnar- störf sín af hendi í framtíðmni með eins mikilli stundvísi og stjórnarmyndunina. Frönsku blöðin taka ráðuneyti MacDonalds fremur fálega. Li- bert (?), sem talar í naini franskra þjóðemissinna, telur ráðuneytið hallast að þjóðverjum. London, 24. jan. FB. J ámbrautarverkf allið. Forstjórar jámbrautarfjelag- anna hjeldu í gær fund til þess að ræða um, hvort boða skyldi framkv. nefnd verkfallsmanna á samningaráðstefnu, en komust ekki að neinni niðurstöðn um hvort gera skyldi það eða ekki. Ein af afleiðingum verkfalls- ins er sú, að alvarlegur kolaskort- ur er orðinn í Liverpool. Er þar yfirvofandi, að skipaferðir verði að stöðvast að nokkru leyti. Áttatíu þúsund kolanámumenn í Suður-Wales ganga nú atvinnu- lausir vegna verkfallsins, og bú- ist er við að þúsundir námuverka manna í Suður-Yorkshire Vcrði búnir að missa atvinnu síua í vikulokin. 1 gær var gerð tilraun til að renna af sporinu einni af lestum jLondon & Northeastern brautar- fjelagsins. Osannindi hrakin. Með því að sá krittur hefir gengið manna á milli í Rangár- vallasýslu, að sjera Eggert próf- astur Pálsson hafi fengið mig undirritaðann til, að bjóða mig fram til þingmensku við síðustu þingkosningar, og þar með sýnt sviksemi við samframbjóðanda sinn, hr. Einar Jónsson á Geld- ingalæk; þá lýsi jeg því hjermeð yfir, að þetta er hin fáránlegasta lýgi, og sjera Eggert, ásamt hin- um frambjóðendunum, var ókunn- ugt um framboð mitt, áður en það var afhent yfirkjörstjóranum. Herru, 7, janúar 1924. Helgi Skúlason. DAGBÓK 22. jan. Kappmót í flatningu 'fiskja og bcit- ingu fór fram á Isaf um síðustu-mán aðamót. Yar viðstatt kappmótið mik- ill fjöldi fólks. Keppsndur voru 21 við beitinguna, en 12 við flatning- ima. prenn verðlaun voru veitt í hvoru. I. verðlaun voru fánastengur úr kopar, fallegir gripir, er voru um 300 kr. virði hvor. Gaf þá fjelagið ,,Bylgjan“. Um iþá á að keppa þrisvar. Kr. 25 fylgdu hvorum grip. Ií. verðlaun voru kr. 50.00 og III. verðlaun kr. 30.00. Peningaverðlaun- in gáfu ýmsir vjelbátaeigendur á ísafirði og í Hnífsdal. peir, sem verðlaun fengu voru, í flatningu I. verðlaun Baldvin Sigurðsson úr Bolungarvík, II. verðlaun Jakob Kristinsson á ísafirði og III. verð- le.un Jóhannes Jónsson á Isafirði. I beitingu fjekk I. verðlaun Jónas Helgason úr Bolungarvík, II. Karl Ingimundarson úr Hnífsdal og III. Rögnvaldur Jónsson úr Arnarfirði. Hefir áður verið haldið svipað kapp- mót á Isafirði. Activ kom í fyrrinótt með fisk til Kveldúlfs, er 'fjelagið hefir keypt á Austfjörðum. Frá Akureyri er símað 20. jan.: Lík stúlkunnar Sigríðar Pálsdóttur frá Pórustöðum í Kaupangssveit, sem hvarf hjeðan úr bænum 4. jan- úar, fanst í dag í bátakvínni við innri hafnarbryggjuna. Frá Stokksejrri var símað í gær: Róið var hjeðan á laugardaginn, en varð varla vart. f dag er foráftu- brim. Búist er við, að þingmennirnir haldi þingmálafundi hjer í hjeraðinu á næstunni. Einnig hefir heyrst, að fundur verði haldinn út af lögum þeim, sem samþykt voru á síðasta þingi um friðun lax í Ölfusi. Eru þeir, sem ofarlega búa við ána sár- óánægðir með lögin, og vilja fá þeim breytt. Telja þeir, að ákvæði laganna um; að leyfa að láta laxanet liggja yfir helgar, hefti göngu laxins upp eftir ánni. Talið er víst, að sýslufundur Ár- nesinga verði haldinn rjett fyrir þing. Menn eru hjer sem óðast að búa sig undir vertíðina. Annars er lítið um vinnú, og hagur ýmsra þröngnr, ef sjórinn bregst. pó bætir mikið úr, að kartöflu-uppskera varð hjer með allra besta móti í haust, og munu nllir hafa nóg af artöflum fram á vor. 23. jan. Samverjinn, Aðsóknin að hohum eykst dag frá degi. Laugard. komu 50. flest börn; mánud. 90, i gær 120, þar af 10—20 fullorðnir. Af þessu má sjá, að þörfin á starfsemi Sam- vtrjans er mikil. Úr Stykkishólmi var síináð 22. þ. nl. að afbragðs tíð hefði verið við Breiðafjörð stínnanverðan það sem af væri vetrinum. Hefði sauðfjenað- ur og hross óvíða kömið í hús og mjög lítið verið gefið. Útræði var sagt að væri þar ekkert, enda ekki gefið á sjó í langan tíma. Frá Sandgerði var símað nýlega, að á yfirstandandi vertíð mundu 30 tií 40 bátar hjeðan og úr nálægum stöðum stunda veiðiskap þaðan, en um 20 frá ísafirði. Afli hefir Verið tregur framan af, en góður síðusttí viku. Bátar þeir, sem byrjuðu fyrst, Nýtt símakort hefir Landssíminn nýlega gefið út, allstórt og vel greini- legt. Sjest á því hvar sími liggur ná um landið, allar stöðvar og hvaða flokks þær eru; sömuleiðis ioft- skeytastöðvar. Ennfremur hvar eru ritsímalínur, hvar talsímalínur og hvar línur eru fyrirhugaðar o. fl. Er þetta kort hið handhægasta til ytir- lits yfir símakerfi landsins. Lands- síminn hefir' nokkur eintök af því tii sölu, og kostar stykkið 10 kr. Togararnir. pessir hafa selt afla sinn nýlega í Englandi: Ari fyrir 826 sterl. pd., Apríl fyrir 1240, Hilmir fyrir rúm 1000 og Glaður fyrir 830. Úr Stykkishólmi var símað 23. jan. PB.: Asahláka hefir verið hjer í dag og í gær, og er jörð orðin auð að kalla. Ofsarok hjer í gær; en ekki hafa neinar skemdir orðið af því, svo kunnugt sje. Á sunnudaginn rjern bátar hjer og öfluðu dável; einn þeirra fjekk 500 af fiski. En mjög sjaldan hefir gefið hjer á sjó undanfarið. Frá Vík í Mýrdal var símað í gær til PB: pýskur togari, ,,Amrunbank“ frá Geestemiinde, strandaði í Öræf- unum 15. jan. Pregnir þær, er borist hafa af strandinu eru mjög óljósar, en sennilega hefir einn maður af skipshöfninni drukknað. Mjög iítil líkindi eru til, að skipið náist út aftur. Skipverjar verða fluttir til Hornafjarðar og sendir heim þaðan. Ovenjumiklir vatnavextir eru í öll- um ám hjer nærlendis, og vatnsflóð hafa gert skemdir L nokkrum bæj- um í Mýrdal. 25. jan. Ofviðrið, sem geisaði hjer yfir að- faranótt fimtudagsins var svo ákaft áð re.ykháfar fuku af húsum á nokkr- um stöðum og járn rifnaði af þök- um og girðingar brotnuðu. Annars- staðar að hefir ekki frjetst um nein- ar skemdir, og frjettastofan hatði ekki nein slík skeyti fengið. —-------x--------- GENGI ERL. MYNTAR. Khöfn, 24. jan. Sterl. pd...............kr. 26.05 Dollar................— 6.19 Franskur franki .. .. — 27.90 Belg. franki..........— 25.25 Svissn. franki......... — 107.00 Líiur.................— 27.00 Peset.................— 78.55 Gyll..................— 229.30 Sænskar kr............— 160.00 Norskar kr............— 95.20 Reykjavík, 24. jan. Sterl. pd...........kr. 33.00 Danskar kr............— 126.20 Sænskar kr. .. .. .. — 206.84 Norskar kr............— 110.61 Dollar .. ., ,, ,, ,, — 7.99

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.