Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 19.03.1924, Síða 3

Lögrétta - 19.03.1924, Síða 3
LÖGRJETTA 8 ' *br. áður. S. E. var á móti öllum breytingum á stjórnarskránni. J. M. benti á J>að, að lengd kjör- tímabilsins væri all-mismunandi í ýmsum löndum, t. d. 7 ár í Eng- landi, þó í reyndinni yrði það oft «kki svo langt, beldur ca. 5 ár. J. J. hjelt því fram, að ef í senn væri bæði fækkað þingum og ráð- berrum, væri það sama sem au&n- ing skrifstofuvalds, en rýring kjósendavalds í landinu. J. M. taldi að það mundi skapa meiri festu og samræmi í stjómina, að hafa þar einn mann fastan, !and- ritarann, og einn ráðherra, sem skiftist til um eftir flokkaafstöð- nnni, heldur en að hafa 2—3 ráð- herra, sem allir væru háðir flokks- fylginu. J. J. taldi aðalatríðið þ>ingafækkunina og um það væri samkomulag, einkum af sparnað- arástæðum. pó kvaðst hann geta ihugsað sjer það, að þing 'yrðu samt í framtíðinni háð oftar, t. d. ef þingstaðurinn yrði fluttur til pingvalla og þingsköpum breytt svo, að þingtíminn væri styttri í hvert sinn. Mætti fá það nokkuð fram með því að láta fjárveiting- arnefndirnar koma fyr sam- an og hafa fjárlagatill. sínar tilb. þegaj- aðalþingið kæmi saman. J. M. taldi, að ef von væri um það, að fá fram fleiri breytingar- till., væri þær vel hugsanlegar, án þess að til skemda væri, t. d. meiri eða minni fækkun þíng- manna. En sannleikurinn mundi sjálfsagt verða sá, að þó fólk þættist vera með þingmannafækk- mninni alment, þá mundi hver Tim sig ekki vilja sleppa einmitt sínum þingmanni. Annars kom í umr. fram lítið nýtt, sem ekki hefir áður verið dregið fram í sambandi við þetta mál, eða sett fram í nefndaráiit- imurn nú. Eftir nokkrar umr. var gengið til atkvæða. Fóru leikar svo, að -ákvæðið um landritarann var felt með jöfnum atkv. (7 :7). Með því Toru íhaldsflokksmennirnir allir, •en móti því Framsóknarflokks- mennirnir 5, og Sjálfstæðism. 2. Aftur á inóti voru hinar till. sam- þyktar, svo sem um þing annað livort ár, um' fækkun ráðherra, nm lenging kjörtímabilsins úr 4 í 6 og 8 í 12 ár, og um úrskurðar- Trald hæstarjettar um kosninga- kærur. Brtt. J. J. voru feldar. -----o------ £rt. stmfregnir Khöfn 12. mars. FB. Franska ráðuneytið. Símað er frá París, að ráðun&yti Poincaré hafi samþykt að gera það að fráfararatriði, ef öldunga- deild þingsins samþykkir ekki f járhagsfrumvörp stjómarinnar óbreytt. Frá Múhameðstrúarmönnum. Símað er frá Jerúsalem, að Múhameðstrúarmenn í Palestínu forsætisráðherra. fyrirspurn um það í þinginu, hvaða úrræðum stjórnin ætlaði að beita til þess að ráða bót á atvinnuleysinu. At- vinnumálaráðherrann benti aðeins á nokkrar leiðir, sem fyrverandi stjórn hafði áður lagt til að farn- ar yrðu og varð þetta til þess að ýmsir hentu gaman að, og kváðu auðsætt hvaða erindi stjórnin ætti í valdasessinn. Kolaverkfall. Frjettastofan hefir fengið eftir- farandi skeyti frá firma einu hjer í bænum. Yar það sent frá Húll í fyrradag. „Samningar milli kolanámueig- enda og verkamanna eru komnir í mjög alvarlegt horf. Óttastmenn að þeir fari út um þúfur í þessari viku. Nýr flotamálaráðherra. Dómstjóri Kaliforníuríkis, Mr. Wilbur, hefir verið skipaður flota- málaráðherra í stjóm Bandaríkj anna í stað Edwin Denby, sem segja varð af sjer embætti vegna olíuhneykslisins. Gengi frankans. Frankinn heldur áfram að stíga, eins og undanfarna daga. Poincaré forsætisráðherra hefir lagt fyrir öldungadeildina ýms skjöl, sem eiga að sanna, að gengisfall frank ans undanfarið sje sprottið af því, að pjóðverjar hafi notað inneign- ir sínar erlendis til þess að lækka gengi hans. Wollfs frjettastofa í Berlín :ieit- ar þessari staðhæfingu, og ber fyr- ir sig sannanir, er hún hafi fengið í þýska utanríkisráðuneytinu. Khöfn 14. mars. FB. Löghald lagt á bretskt skip. Símað er frá New York: Stjóm- in hefir lagt löghald á enska póst- skipið „Orduna“. Er ástæðan sú, að skipverjar hafa orðið vísir að því að smygla inn til Bandaríkj- anna bæði áfengi og kokaini. Níu menn af skipshöfninni hafa verið teknir fastir. Krefst stjómin 10 þúsund dollara tryggingarfjár fyrir hvern manninn, en J mil- jónir dollara vill hún fá í trygg- ingu fyrir skipinu, svo að það megi halda áfram ferðinni. Frakkar taka lán. Símað er frá París, að banka- firmað Morgan í New York hafi lánað Frökkum 100 miljón doll- ara. Vextir af láninu eru 6% p.a. og eiga Frakkar að endurgreiða alt lánið í gulli innan ársloka. Verið er að semja um samskonar lán við Breta, Áhrifin af lántök- unni hafa þegar gert vart við sig, því franski frankinn hefir undan- farna daga stigið svo mjög á að- alkauphöllum , heimsins, að þess eru engin dæmi um gjaldeyri merkari þjóða. Tal dæmis fjell sterlingspundið í gær í París úr 120 niður í 97 franka. Khöfn, 14. mars. FB. Krafa þýskra þjóðemissinna. Símað er frá Berlín, að ýms fjelög þjóðernissinna hafi birt samþykt eina, þar sem þau skora á stjórnina að vísa á bug kröfu þeirri, sem var nýlega tilkynt um„ að sendiherraráðið hefði samþykt, að bandamenn taki aftur upp hermálaeftirlit með pjóðverjum. Ákvæðin um kosningu ríkis- forsetans. Ríkisþingið feldi á miðvikudag- inn tillögu þá, sem fram hafði verið borin, um, að kosning ríkis- kanslara skyldi fara fram jafn- framt ríkis-þingskosningunum 11. maí. Lántaka Frakka. Helmingur af láni því, er Frakk ar hafa fengið hjá Morgan, á að notast til þess að kaupa inn franskan gjaldeyri. Kosningum flýtt. Kosningum til ríkisþingsins hef- ir verið flýtt og ákveðið að þær skuli fara fram 4. maí, í stað 11. maí. . Khöfn 17 .mars FB. J?ing Egypta. Símað er frá Kairo: Hið fyrsta stjómskipulega þing Egypta, eftir að landið varð sjálfstætt ríki, var sett í gær. Fuad konungur hjelt hásætisræðuna og drap þar á helstu mál, sem fyrir þinginu lægju; væri þar á meðal fyrst og fremst að vinna að fullu sjálf- stæði Egyptalands, og undirbúa upptöku ríkisins í alþjóðasam- bandið. Síðan var lesið upp heilla- óskaskeyti frá forsætisráðherra Breta, Ramsey MacDonald. Var óhemju fjöldi fólks saman kom- inn við þingsetninguna og mikiU þjóðvakningarhugur ríkjandi. Fjármál Frakka. Frá París er símað, að öldunga- deild franska þingsins hafi sam- þykt heimildarlögin fyrir frönsku stjórnina til þess að koma á ýms- um endurbótum í f jármálum ríkis- ins, án þess að spyrja þingið. — Vora lögin samþykt með 13 at- kvæða meiri hluta, og mun það hafa verið vegna þess, að stjómin hafði hótað að gera samþykkis- neitun málsins að fráfararatriði. Öldungadeildin hefir ennfremur samþykt að afnema eldspítna- einkasöluna. Lánveitingar. Símað er frá New York: Að Morgansbankanum hrúgist nú til- mæli úr ýmsum áttum um það að taka þátt í ýmsum frönskum lán- tökum. Mörg ensk blöð andmæla harðlega lántökustefnu Frakka, og krefjast þess, að enskar pen- ingastofnánir veiti þeim ekki meiri lán en orðið er. Rússar og Svíar. Símað er frá Stokkhólmi, að stjórnin hafi viðurkent ráðstjórn- ina rússnesku að lögum. -------x------ Dagbók. hafi einum rómi ákveðið að bjóða konunginum í Hedjaz kalífatign. Frá Konstantínópel er símað, að Mustafa Kemal hafi tilkynt Mú- hameðstrúarmönnum í Indlandi, að völd kalífans væru nú komin í hendur þjóðþingsins tyrkneska °g stjórnarinnar. Verkamannastjórnin og atvinnuleysið. Símað er frá London: í gær gerði Stanley Baldwin, fyrverandi Khöfn 16. mars FB. Orduna látin laus. Símað er frá New York, að enska póstskipið „Orduna“ hafi verið látið laust gegn tryggingu þeirri, 3 miljón dollurum, sem krafist var. Stjórn Bandaríkjanna krefst þess að skipið verði gert upptækt fyrir lögbrotin, eins og heimilt er samkvæmt bannlögum Bandaríkjanna, til refsingar sum- um yfirtroðslum laganna. 14. mars. FB: Kútter „Sigríður“ strandaði í fyrrinótt í drífu við Stafnestanga. Eigi er fullkunnugt ennþá hve mikið skipið er skemt, eða hvort hægt er að ná því út aftur. Skipið var að fara hjeðan. Manntjón varð ekki. (í gær kom sú fregn af „Sigríði“ að hún væri sokkin. Dánarfregn. p. 12. þ. m- andaðist að heimili sínu, Vatneyri við Pat- reksfjörð, Sigurður Baehmann kaup- maður. Var skamt milli hans og konu Þessir Mjólkurbrúsar (patentbrúsar) eru þeir allra sterkuatu og hentug- i ustu, sem fáanlegir eru. Fyrirliggjandi 10, 15, 20, og 30 ltr. brúsar. Hjalti Björnsson 6tCo. Simi 720. Símnefni Aktivity. Aðalfundur h \ r.f ti jíd ímrauí t-y. Búnaðarfjelags íslands verður haldinn að Svignaskarði í Mýrasýslú. föstudaginn 4. apríl 1924, og hefst klufckan 2 síðdegis. Verkefni fundarins: 1 Skýrt frá störfum og fjárhag fjelagsins. 2. Fluttir fyrirlestrar um búnaðarmál, sem verða nánar aug- lýst síðar. 3. Bornar fram og ræddar tillögur, til bendingar fyrir bún- aðarþing. — 4. Kosinn einn fulltrúi og varafulltrúi á búnaðarþing fyrir Vestfirðmgafjórðung. Kosningarjett hafa allir meðlimir Búnaðarfjelags fslands í Vestfirðingafjórðungi. Allir eru velkomnir á fundinn! Reykjavík, 13. mars 1924. Fyrir hönd Búnaðarfjelags Islands. S. SIGURÐSSON. (húnaðarmálast jóri). hans; hiin ljetst 20. f. m. pau hjón voru mörgum hjer að góðu kunn. Banamein beggja var lungnabólga. 15 mars. Akureyri, 14. mars. FB. prjú til- felli hafa komið hjer nýlega a£ taugaveiki, og verður veikin rakin til 'sama staðar eins og áður, Hótel Goðafoss. Alls hafa 15 manns tekið veikina og tveir dáið; annar á Akur- eyri, en hinn austur í pingeyjar- sýslu. FB. Kútter Sigríður sökk snemma í fyrradag, eins og áður hefir verið frá sagt hjer í blaðinu. Skipið var vátrygt hjá Samábyrgð fslands. Skip- verjar björguðust á skipsbátnum til Sandgerðis, 29 talsins. FB. Enskur togari, „Lord Fisher“ frá Húll, strandaði í Hafnarfirði á miðvikudagskvöldið. Björgunarskipið „Geir“ náði honum af grunni morg- uninn eftir. Skemdir urðu ekki telj- andi á skipinu- Akureyri í gærkvöldi. FB. Ágúst Benjamínsson skólapiltur úr Reykja- vík, var í dag að handleika hlaðna byssu. Hljóp þá skotið úr henni og kom hægra megin í kviðinn og fór út um huppinn. Læknarnir telja, að áverfcinn muni ekki verða mannin- um að bana. 16. mars. FB: Vestmannaeyjum 15. mars. Al- gerlega aflalaust hefir verið hjer seinustu dagana. Kirkjubæjarklaustri, 15. mars. FB. í fyrrinótt kl. 1 strandaði færeysk seglskúta, Delfinen frá Thorshavn, við Skaftárós. Á skútunni voru 15 menn og drukknaði einn þeirra í lendingunni. Skamt var liðið síðan skipið fór frá Færeyjum, og hafði aðeins lítið af fiski innanborðs. Komp ás skipsins var í ólagi, og var það ein orsök strandsins. Seyðisfirði, 15. mars. FB- Frakk- nesk skúta, Manon frá Dunkerque, strandaði í gær utanvert við Fá- fekrúðsfjörð, á skeri einu undan Skálavík. Skipshöfnin bjargaðist. 17. mars. Frá Akureyri var símað í gær, að þar væri besta tíð nú og ofurlítill afli af þórski á Pollinum og utan við hann. SBung hafa tveir bændur í Eyja- firði sótt austur til Mývatns í vetur — sendu sinn manninn hvor með hest og sleða og komu þeir með um 1200 pund silungs. Er svo sagt fyrir norðan, að það muni vera í fyrsta sinn, að Eyfirðingar sækja siiung austur yfir Vaðlaheiði. Sjera Magnúsi Guðmundssyni hefir verið veitt Nesþinga prestakall (Ól- afsvík) samkvæmt kosningu safnað- arins. Dánarfregn. Aðfaranótt sunnudags- ins ljetst á Landakotsspítala Halldór Guðmundsson rafmagnsfræðingur. — Hans verður nánar minst hjer í blað- inu síðar. FB. Umsóknarfrestur um Vest- mannaeyjaprestakall og Laufáspresta- kall var útrunhinn 15. þ. m. Um Vest mannaeyjar hafa sótt kandídatarnir Baldur Andrjesson og Hálfdan Helgason; settur prestur Sigurjón Árnason og Vigfús pórðarson prest- ur í Eydölum. Um Laufás hafa sótt Ásmundur Gíslason prófastur á Hálsi, sjera Ingólfur porvaldsson, sjera Her mann Hjartarson á Skútustöðum, sjera Gunnar Benediktsson í Saurbæ, sjera Björn O. Björnsson Ásum ■£ Skaftártungu, sjera Sigurjón Jónsson Kirkjubæ í Hróarstungu og Sveinn Víkingur Grímsson, aðstoðarprestur að Skinnastað. FB Taugaveikin á Akureyri. (Sím- skeyti til landlæknis frá hjeraðslækn- inum). Alls eru átta sýktir af tauga- veiki á Akureyri, ennfremur tveir í Fljótunum, sem smitast hafa njer og tveir í Bárðardal, sem vafasamt er hvar smitast hafa. Smitun allra sem veikst hafa er frá Hótel Goðafoss. Ægisíðu 17 .mars B: Bátar sem róa ur pvkkvabæ fá nú hæst uppund- ir 50 í hlut.Er óskapleg mergð af fiski, en stirðar gæftir og togararnir ern í hrönnum upp undir landi og gera

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.