Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 29.03.1924, Side 4

Lögrétta - 29.03.1924, Side 4
4 LÖGRJETTa •— Þorbjörn! — Gunga! Ræfill! Þú ert----------- Ofsinn tók fyrir .irraim Hilmari Þorbjörn horfði á hann eins og hann væri ógeðslegt dýr, vansköpuð ófreskja, Alt í einu þant hann að dyrunum, reif þær opnar og hvæsti — Út! Hilmar seig allur saman og gekk hægt út úr stofunni. Þorbjörn tvílæsti, og fleygði sjer sáðan á legubekkinn — grátandi. Nokkru fyrir miðjan dag hafði Samson skáld sett vörð um hús Þorbjarnar. Hann vissi hver svör hann hann hafði gefið Hildi. Hann vissi líka, að Iíilmar „kistill“ hafði komið að dyrum hans lokuðum, og þó liafði hann verið heima. Strax þennan morgun fór hann til Þorbjarnar og fjekk að vita, að hann hefði ekki borðað og enginn vissi til, að hann hefði farið xít. Þá fjekk hann tvo drengi til að halda vörð úti á götunni, og láta sig vita, ef hann færj burtu. Sjálfur kom hann við og við og barði hjá hon- um, en alt af var þögn. Undir kvöldið þóttist hann vera búinn að fá fulla vissu um, að þetta væri ekki einleikið. Annaðhvort væri Þorbjöm veikur. eða það sem verra væri. Klukban níu fjekk hann lögregiuþjón til að opna hjá Þor- birni. í sama mund komu ritstjórahjónin og Freyja. Og nú stóðu þau öll í anddyrinu. — Hvað er þetta? Hvað er verið að gera hjer? spurði ritstjórinn. Um leið fann hann, að Freyja hallaðist þungt upp að öxl hans. — Hann tók undir handlegg hennar. — Þetta er gert samkvæmt beiðni minni, sagði Samson. Jeg skil ekki aðfarir Þorbjamar. Hann er heima — en vill ekki opna, Hann heyrði við hlið sjer sárt en lágt kvein — eins og þegar lágspentur strengur brestur. Hann leit ekki til hliðar, en vissi. að það var frá Hildi. Honum varð litið ósjálfrátt á Frevju. Hún hallaðist enn upp að Öxl föður síns, dauða- föl. — Logregluþjónninn opnaði hurðina í hálfa gátt og vjek sjer frá dyrunum. Myrkrið inm' í stofunni minti þau á kolsvartan helliskúta, Eng- inn hreyfði sig, Þau fundu öll til sömu tilfinn- ingarinnar, —.sá, sem gengi fyrstur inn, ryddi braut hinna inn til einhverrar ógæfu, sorgar. Þá tók ritstjórinn sig úr hópnum og sagði am leið: — Bíðið þið hjema á meðan jeg geng inn. Rödd hans var hljómlaus, herðarnar lotnar, gráu hárin á höfði hans undarlega silfurlit í daufu, glasbirgðu anddyrisljósinu. En það var festa og vilji í skrefum hans, er hann opnaði dymar og hvarf inn í myrkrið í stofunni. Hann ljet hurðina fallast að stöfum á eftir sjer. Stutt stund leið. En þeim, sem biðu, fanst hún eilífðarlöng. Og þögnin, sem enn var inni í stofunum, fanst þeim nístandi ægileg. Loks sagði Hildur: — Jeg þoli þetta ekki! Jeg fer inn! — Jeg skil ekki við þig, mamma! Freyja fylgdi henni eftir og Samson gekk síðastur. í stofunni yar enn dimt. En daufa ljósglætu lagði fraan í hana um rifu miHi hurðar og stafs á svefnherbergisdyrum Þorbjarnar. Hild- ur staðnæmdist. Freyja líka. Óskiljanlegur geig- ur greip þær. En Samson gekk strax inn í her- bergið og skildi eftir opið. Það fyrsta, sem hann tók eftir, var ritstjór- inn. Hann stóð við fótagaflinn á rúmi Þorbjam- ar og studdi höndunum á hann. hrevfingarlaus eins og líkneski. Tár runnu niður vanga hans, strjfil en stór. í gegnum grátslæðuna horfði hann niður í rúmið. Samson leit í sÖmu átt. Honum fanst hjarta sitt alt í einu verða kyrt og hann missa aUa skynjun. En þó sá hann Hildi og Freyju basta sjer báðar á knje við sængurstokbinn í svo sárum gráti, að hann f jekk ráð sitt' og rænu aftur. Þorbjöra var dauður. Hann lá í rúmi sínu, líkast því sem hann hefði háttað,. fölur, með opnum, brostnum augum. Brún hárbylgjan og skeggið gerðu andlit hans enn dauðafölara. En yfir svipnum hvíldi sú ró, er fylgir því, að vita, að maður er að losna við mikið böl. Það var ekki fyr en eftir langa stund, að Samson kom í hug að hringja eftir lækni. Hann kom strax. og sagði Þorbjörn látinn fyrir stuttu. Strax og hann koln að rekkjunni, hafði hann tekið eftir litlu glasi á náttborðinu. Á því stóð Curare og eiturmerki' á miðanum. Hann hafði þar dauðaorsökina milH handa sinna. Glasinu stakk hann í vasa sinn. Samson reikaði fram í stofuna og kveikti. Hann sá, að ein skúffan í skrifborði Þorbjam- ar var opin, og á borðinu lá bunki af gömlum brjefaslitrum. Annars var alt með sömu um- merkjum og venjulega. Ritstjórinn sendi eftir bifreið og, fór heim með konu sína og Freyju. Læknirinn hafði talið rjettast að fara með þær burtu. Þegar jæir vora búnir að gera þær ráðstaf- anir, sem nauðsynlegár voru, og voru að fara, læknirinn og Samson, bom Hilmar „kistiU“. Lælmirinn sagði honum lát Þorbjamar. Hilmar glápti á hann lengi eins og fáviti, en hrópaði svo: — Þjer ljúgið þessu! Læknirinn tók þegjandi í öxl hans og leiddi hann inn í herbergið. Hilmar starði lengi í þögulli undrun á líkið, líkt og hann tryði ekki sjálfum sjer. Um síðir leit hann á lækninn og hvíslaði: — Hefir hann — — hefir hann — —? Læknirinn binbaði koUi, tók glasið upp úr vasa sínum og sýndi honum. Hilmar laut höfði. Yanskapaður líkami hans skalf aUur. Um leið og hann gekk fram stofu- gólfið, heyrði Samson hann mæla lfigt — eins og í sárri angist: — Þegar svo fer um græna trjeð, hvað verð- ur þá um okkur hin? Endir. RJúpurnar. Rjúpnaveiði hefir fyr verið og getur framvegis orðið mikil tekju guein fyrir landið. pangað til ár- ið 1920, þegar rjúpurnar að miitlu leyti fóru burt úr landinu, sem kunnugt er, voru að líkind- um veiddar frá 100 til 200 þús. rjúpur árlega, en við skvnsamiega veiðirækt, þ. e. ‘hentugt valinn friðunartíma, og að þeir menn, sém gefa sig að rjúpnaveiði í stærri stíl, hafi ætíð í hnga að drepa ekki fleiri rjúpur en að stofninn verði mátnlega stór til næsta árs framleiðslu, má sjálf- sagt veiða fleiri, alt að 300 þús. árlega; og þar sem rjúpnaverðið eftirleiðis varla verður minna en 5G til 100 aura hver rjúpa, ef til vill meira, getur þar órðið álit- leg upphæð, sem rjúpnaveiðin géfur af sjer. par sem hver rjúpuhjón að lík- indum ekbi færa fram meira en 6 lífvænlega unga árlega, að jafn- aði, má stofninn, til þess að ár- lega veiðist 300 þús. rjúpnr, cbki vera minni en 100 þús. 1. febrúar ár hvert. Hvað friðnnartímann snertir, þá hefi jeg þá skoðun, að það mundi vera til hagnaðar, fyrir rjúpurnar að minsta kosti, að rjúpnaveiðin byrjaði >1. septem- ber, og endaði 31. desember. í jánúarmánuði má oftast búast við svo miklum snjó til fjalla, að í júpan ekki nái í fæðu. Hún sækir þá niður á láglendið og skóglend- io, og er þá hægara að veiða hana «n meðan hún er dreifð um fjöll og holt á stóra svæði. 'Hvað valdið hafi því, að rjúp- nrnar hurfu 1920, era sjálfsagt skiftar skoðanir am, Sumir (haldi að þær hafi drepist í frosthörknnni um veturinn; en það getur ekki verið. með því að mikið var til af rjúpum kringum sumarmál 3920, en um það leyti hurfu þær. pað sáust það ár heldur ekki fleiri hra- af dauðum rjúpum en venju- xega eftir harðan vetur. pó var rjúpnafall talsvcrt í Vestur- Skaftafellssýslu veturinn 1919— 1920, og skifti það fleiri þúsund- um, eftir því, sem hréppstjóri Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli í Mýrdal hefir sagt mjer frá í hrjefi frá 4. febr. 1924. Fyrir mitt leyti er jeg helst á þeirri skoðun, að mjög margar rjúpur hafi flúið land vegna fóð- urskorts. Fjöldinn var orðinn svo mikill (3 til 4 miljónir) að ckki var nóg til af fóðri handa þeim. (Sjá Morgunblaðið nr. 173, í>. júní 1922). pað lítur helst út fyr- jr, að náttúran oft sje eyðslusöm á líf, en hugsi minna um einstak- linginn. pegar rjúpurnar að mestu leyti fóru frá laudinu eða fjellu 1920, voru þær fáu, sem eftir voru, friðaðar í 4 ár, eða til 1. október 1924, og þar sem rjúpum nú er farið að fjölga til mttna. einkum síðastliðið ár, lítur helst út fyrir, að friðunartíminn hafi verið hæfi- lega langur. Og þó er þar við að athuga, að þótt rjúpumar sjeu nú mjög margar á vissum stöðum, tii dæmis í Árness-, Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, þá er ekki víst að þar sjeu fæðingarstaðir þeirra. Margar geta verið og eru siálf- sagt aðkomnar annarsstaðar frá (Norðurlandt). petta sjest glcgt t. d. í Grafningi, þar sem í vetur hafa. sjest minst 8—9 þúsund rjúpur; en að líkindum hafa ekki orpið í Grafniugshreppi á að gíska yflr 100 rjúpuhjón, árið 1923. eft- ir því sem Kolbeinn á- TJÍfljóts- vatni hefir skrifað mjer 31. jan. 1924. Svipað iá sjer stað í ping- vallasveit, Langardal og víðar í Árnessýshi. par á móti ern í siun- um sýslnm mjög fáar rjúpur til sem stendur, t. d. Vestur-jSkafta- fellssýslu. pað er auðvitað ekki hægt að vita hve margar rjúpnr hafa verið eftir í landinu v.orið 1920; en ef maður giskar á að 200 eða 100 pör hafi ungað út það ár, ætti fjöldinn, með því að reikna að hver rjúpuhjón iæri fram 6 miga árlega, að vera rúm- ar 200 þns. 1. okt. 1924. Ef þetta er nokkurn veginn rjett á giskað er jeg helst á að ekki megi byrja rjúpnadrápið fyr en 1. janúar 1925, og helst ekki fyr en 1. okt. s. á„ nema með því eina móti, að bannaður verði útflutningur á rjúpum til annara landa þangað ti! 1. okt. 1925. Byrji rjúpnadrápið 1. október 1924 án útflutningshanns, eins og núgildandi lög leyfa, má búast við, að meiri partnr af þeim ca. 200 þús., sem giskað er á að þá verði til. verði drepið lyrrir 1. febrúar 1925. Vjer stöndum því aftur rjúpnalausir. eins og 1920. og megmn til á ný að banna rjúpnaveiði í 4 til 5 ár. Byrji veiðin aftur á móti ekki fyr en 1- janúar 1925, er líklegt, að ekki verði drepnar vfir 100 þús. í jan- úarmánuði, og stofninn verður þá kringum 160 þús. 1. fehr., sem er mátulegur stofn, til þess eftir- leiðis að veiða ca. 300 þús. rjúpur árlega. Með því að banna útflntning til annara landa, þangað til 1. o'któ- ber 1925Í er kannske óhætt að byrja veiðina 1. október 1924, því verði útflutningur bannaður, verð- ur líklega minna drepið af rjúp- um. pegar rjúpustofninn fyrst er kominn upp í 100 þúsund 1. fe- brúar ár hvert, má líklega lnetta hinni lögboðnu 7 ára friðun og fela nát-túranni og mönnunuin sjálfum að tempra hina árlegu fjölgun. Rjett er samt að athuga, að þótt stofninn sje orðinn 100 þús. er þó ekki víst að það sje sarna sem 50 þús. pör. Hjá mörgum fuglategundum fæðast fleiri karl- fuglar en kvenfuglar. Af hænsna- fuglum, svo sem rjúpum, abur- hænum o. fl., er hlutfallið þetta. Af 100 fuglum. er fæðast, eru 58 karlfuglar og 42 kvenfuglar. petta er vísindalega sannað að á sjer stað í öðrum löndnm, og sama náttúrueðli gildir sjálfsagt líka á íslandi, þó það ekki ennþá sje vísindalega sannað. Til þe.ss að ríkissjóður eftirleiðis geti haft nokkra hagsmiuii af rjúpnaveiði og til að kama í veg fyrir að minní efnuð fjölskyldu- heimili hjer á landi ekbi komi til að horga ránverð fvrir rjúpur, mætti gjarna legVja hæfilegt út- flutningsgjald á útfluttar rjúpur — 10—20 aura á hverja rjúpu. Ríkissjóðurinn getur nieð því haft 15—25 þús. kr. tekjur á ári, og rjúpnaveiðarinn samt góðan ábata. Er satt er að rjúpuverðið í Eng- landi sje í vetur 3 shiliing (4—5 kr.), þola útfluttar rjúpur hæfi- legt tollálag. pað munn Jíklega vera n’orskar rjúpur sem þetta verð er miðað við, því varla mun nokkur íslendingur hafa verið svo djarfur að senda út íslenskar rjúpur í vetur. Pað mundi vera fróðl. eftirleiðis að vita live margar rjúpur árlega; ^eiðast af mönnum hjer á landij: og það ætti að gera hverjum rjúpnaveiðara að skyldu, að gefa upp töhma til yfirvaida (bæjar- fógeta eða hreppstjóra) eiuu sinni á ári, svo að fjúnaveiðin megi sjást á veiðiskýrslum hagstof- nnnar, Eýrarbakka í febrúar. 1924. P. Nielsen. DAGBÓK. Stokkseyri, 27. mars. FB. Gæftir hafa verið stirðar hjer undanfarna þrjá daga; þó hefir oftast verið ró- ið og aflast dável. I dag var ágætt sjóveður. Vjelbátar hjeðan og af Eyrarbakka fengu 500—1500 á skip; flestir kringum 1000; en opnir bátar frá 30—50 í hlut á lqð. Saltlaust var orðið hjer um tíma, en saltskip kom í morgun. Vík, 27. mars. FB. Færevsk fiski- skúta, „Bonita“, frá Thorshavn, strandaði á Meðallandssöndum 21. þ. m. Skipverjar vóru 15 talsins, og- björguðust þeir allir. Skipið er kom- ið hátt upp í sand, og líkindalítið að það náist- út. Strandmennirnir verða- fluttir til Víkur, en sjóveg þaðan, ef gefur. peir, sein eftir urðu af „Pór“ bil; daginn af strandmönnunum af „Dal- finen' ‘, fóru hjeðan í dag með ,Fvlla£ tii Vestmannaeyja. Síðumenn liafe,.- keypt „Dalfinen“, ásamt því, sen- hiargaðist úr skipinu. Allir bátar róa hjer og fiska vel. Akureyri, 27. mars. FB. Á Siglu- firði varð slys í gær. Voru menn þar aö grafa uppfyllingarefni úr háums bakka, og hrundi iþá úr honum stórí. stvkki. Einn maður varð undir skrið- unni; brotnaði hann á báðum lærum og meiddÍ3t á höfði. Hefir hann ver- ið fluttui' hingað á spítala, og er svo þungt haldinn, að tvísýnt þykir um líf hans. Maður þessi heitir Erlendur Jóhannesson og er úr Fljótnnum. FB. Samkvæmt tilkyimingu frá> alþjóðaskrifstofunni í Bern, hafa t DanmÖrku símskeytagjöld til útlandai verið hækkuð upp í gtillgengi. Fyrir símskeyti frá Danmörku til Islands- kostar hvert orð 55 aura dansks# ( — 68 ísl. aura).'Frá íslandi til Dan- m.erkur er gjaldið 55 ísl. aurar fyrir orðið, með því að hjer er ekki tekið fnit gullgengi enn. Mannalát. Fyrir skömmu síðan er dáin Sesselja Jónsdóttir á Sélfo.-.si, ekkja Gunnars er þar bjó áður, og voru þau fósturforeldrar Símonar Jónssonar, sem þar býr nú. Sesselja var mesta sómakóna á sinni tíð, og^ 'heimili hennar og þeirra hjóna með mestu mvndarheimihim þar um slóðir, Hún var orðin fjörgömul, 94 ára, og búin að vera blind um mörg ár. Einnig eru nýdánir þar eystra,. Einar Pálsson, fyr bóndi í Geirakoti,, og F.inar Eiríksson í Langholti í Flóa... ------—x--------- FRÁ DANMÖRKU. Rvík, 19 .mars. Vinstrimairaaflokkur ríkisþings- ins ætlar að kveðja I. C. Christen- sen hinn 26. þ. m. bæði með há- tíðlegum fiokksfundi og síðar um áaginn með heiðurssamsæti í veit- ingasal ríkisþingsins. Dregur I. C. Christensen siig í hlje frá stjóm- málum frá lokum þessa þings. i j. ^ j i - ‘i - *

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.