Lögrétta

Issue

Lögrétta - 22.04.1924, Page 4

Lögrétta - 22.04.1924, Page 4
4 LÖGRJETTA sem allur almenningur lítur nú til ,með einna mestum kvíða, og mörg- um virðist svo, sem þingið hafi hingað til verið fremur athafnalít- ið um, þó víðar hafi þessi mál að vísu reynst þung í skauti. það er eins og mikill hluti af op- inberu umræðunum um fjárhaginn nú hafi snúist um það, sem í raun- inni ætti að vera aukaatriði —það, hverjum núverandi ástand væri helst að kenna, — en minna hirt um hitt, sem þó er áreiðanlega að- alatriðið, hvemig eigi að bjargast út úr þessu ástandi, eða öllu held- ur óstandi. pví það er áreiðanlega ekki leiðin til viðreisnar að ala á sundrung og illdeilum um þessi mál, og það er siðferðilegur ábyrgð arhluti, sem fyr eða síðar kemur mönnum í koll, að ætla að nota þessa erfiðleika að ósanngjörnu og illgjömu vopni í flokkaskærum og mannametingi á öðrum sviðum þjóðmálanna, til að troða niður skóinn af gömlum andstæðingum sínum, til að sundra kröftunum, til að vekja tortrygni hjá kjósend- um, og til að þvæla málin fyrir þeim, í stað þess að skýra þau. það er alveg rjett, sem fjármálaráð- herrann sagði í ræðu sinni, sem fyr er getið, að það verður affarasæl- ast, að geta haldið sem bestum friði um þessi mál. Sökin á núverandi örðugleika- ástandi er sjálfsagt margþætt, bæði hjá þjóð og þingi og stjórn- um, bæði sjálfráð og ósjálfráð. Veldur þar bæði um nokkurt ahd- varaleysi uppgangsáranna og sú ringulreið, sem þá komst á ýmsar íjárhagshugmyndir manna og falskt mat á getu og möguleikum inn á við, — og svo sú almenna óáran út á við í umheiminum, sem rót og riðlun ófriðaráranna skap- aði. Annars geta menn sjálfsagt lengi deilt um sökina — allra helst þegar ekki er leitað til þess eins að komast að sanngjarnri niður- stöðu, heldur til hins ekki síður, að finna höggstaði og snögga bletti á gömlum og nýjum andstæðingum í öðrum málum jafnframt. þegar til þess kemur þó, að benda á lækninguna við þessum fjárhagsmeinum, eru menn miklu meira sammála, á yfirborðinu að minsta kosti. þar er það spamað- ur, sem öll kraftaverk á að gera. Um það er enginn ágreiningur milli flokkanna — allir vilja spara. Og auðvitað er þetta alveg rjett að mörgu leyti og sjálfsagt — þó sparnaðurinn sje hinsvegar orðinn mönnum svo tungutamur við öll möguleg og ómöguleg tækifæri, bæði hjá þeim, sem meina hann vel og hinum, sem hann er ekki annað en kjassmált kjósendaflaður, að það er næstum því leiðinlegt, að taka sjer orðið í munn. Heilbrigð- ur sparnaður á að vera lögmál þjóðarbúskaparins, ekki einungis í öngþveiti erfiðleikanna, heldur einnig í velgengni veltiáranna, svo að mögru kýrnar þurfi ekki alveg að gleypa þær hinar feitu. Og þess- vegna einmitt, að hins sanngjarna sparnaðarins var ekki gætt nægi- lega þegar vel gekk, hvorki hjá einstaklingum nje heildinni, þarf nú, þegar að kreppir, að grípa til ýmislegs sparnaðar, sem í raun- inni er ósanngjarn. því sparnaður- inn einn út af fyrir sig, er ekkert mark í sjálfu sjer — hann er með- al. Og úrlausnarefnið er það, hvernig sparað verði sanngjam- legast, án þess að þeim málum þjóðarinnar, sem tilvera hennar og framtíð byggist fyrst og fremst á, sje hætta búin, án þess að mátt- arviðir menningar hennar verði veiktir eða möguleikum hennar eytt. Stjórnin, sem nú er nýtekin við, má búast við því, að hún verði að „þola mikla nauð“ um sína tíð. J>ví ástandið er alvarlegt og erfiðfeik- amir miklir, og þó viðsjár með mönnum og flokkum. þessvegna er eðlilegt, að vakandi auga vandlæt- inganna verði haft með henni og öllum hennar athöfnum, eins og rjett er. En einmitt þessvegna á hún líka rjett þess, að fá einhuga aðstoð til þeirra mála, sem til við- reisnar vita — þeirrar fjárhags- legu viðreisnar, sem þjóðinni er lífsnauðsyn, þeirrar viðreisnar, sem hún getur öðlast ef hún vill. — ■ »o~ ■ • -A.lþin.g'i. Verðtollur. Eins og frá hefir verið sagt hjer í blaðinu áður, bar fjárhagsnefnd nd. fram frv. um bráðabirgðaverð- toll, og var hann afgreiddur með afbrigðum frá þingsköpum í báð- um deildum, eftir allmiklar um- ræður og nokkrar deilur. Aðallega var deilt um afstöðu þessa máls við haftamálið, og verður sagt nánar frá því máli öllu seinna. Aðalatriði laganna eins og þau voru samþykt eru þessi: Hver, sem fær vörur frá útlöndum, er skyldur til, áður en vörurnar eru’ afhentar honum, að sýna hlutaðeigandi lögreglustjóra eða umboðsmanni hans reikning yfir innkaupsverð þeirra, kominna um borð í skip, er flytja á vörum- ar hingað til lands. þetta nær til allra vara, sem hingað eru sendar, að undanteknum íslenskum afurð- um, sem endursendar eru, og venjulegum farangri ferðamanna. Alla reikninga um vörur, er um ræðir í 1. gr. 3., 6. og 7. lið laga nr. 38, 27. júní 1921, um vörutoll, svo og reikninga um fólksflutningabif- reiðar, tilbúnar hurðir og glugga, skal lögreglustjóri eða umboðsmað ur hans stimpla með merkjum þeim og á þann hátt, er um ræðir í lögum nr. 75, 27. júní 1921, og skulu allir slíkir reikningar stimpl- ast með 20% af innkaupsverði þeirra vara. — Verði ágreiningur um flokkunina, fellir ráðherra um það fullnaðarúrskurð. Undanþegnar þessu gjaldi eru vörur þær, er nú skal greina: Galvaniseraðir balar, brúsar og fötur, bambus, bast, bíla- og hjól- hestadekk og slöngur, botnvörpur, botnvörpugarn, burstar og kústar, dynamit, dælur, ný epli, ger, ger- duft, glóðarlampar, hampur, kát- sjúk (óunnið), kopar, kolsýra, kar- bólín, lamir, lásar, gluggajárn, skrár, læknistæki, lyklar, lampa- glös, sútað leður og skinn, við- hafnarlaus skófatnaður úr skinni og gúmmí, gúmmíhælar og sólar, lóðarbelgir, lampakveikir, lyfja- vörur, meðalalýsi, málning, mottur til umbúða, net, niðursoðin mjólk, ostahleypir, pottar, pönnur, prent- letur, prentsverta, prjónavjelar, rafmagnstæki og mælar, ratin, reikningsspjöld, röntgentæki, sára- umbúðir. saumavjelar, seglgam, síldarkrydd, skipsbrauð, smíðatól, sveskjur, svínafeiti, trjeskór og klossar, talsíma- og ritsímatæki, ullarkambar, vaxdúkur, veggfóður, vjelareimar, vír úr jámi og kopar, vogir, önglar og öngultaumar, tvistdúkur, flónel (Bommesie), shirting, lasting, ljereft (dowlas, stout), molskinn, nankin, boldang, blautsápa, gam allskonar til heim- ilisiðnaðar og nýtt grænmeti. Enn fremur er stjórninni heim- ilt að undanskilja þessum tolli þær efnivörur, sem innlend iðnaðarfyr- irtæki sanna fyrir henni, að þau noti til starfrækslu sinnar. Lög þessi eru þegar komin í gildi og eiga að gilda til ársloka 1925. Nokkur ágreiningur varð um síðustu liði undanþágunnar (frá því byrjað er að telja vefnaðarvör- urnar), og vildu sumir ekki hafa þá liði, þar sem með því væri opnuð leið til þess að koma flest allri Yátryggingarfjelagið London Phoenix og Norwicli IJnibn. ZEig-xiir yfir ÍOOO na.illióixir IkrrónLa.. Eldsvoðaábyrgð — Sjóvátrygging — Sjó og Stríðsvátryggingar Líftryggingar — Slysatryggingar og Ellistyrkstryggingar. Barnatryggingar. Hár Bonus. — Lág iðgjöld. Pjelag þetta hefir útbú á íslandi. Stjórn útbúsins og aðalumboð hefir . Þorvaldur Fálsson læknir. Umboðsmenn óskast. Bniiariaatiaad Kjalirussiliis. Aðalfundur sambandsins verður haldinn laugardaginn 3. maí kl. B Æ K TJ H>. Ljóðaþýðing-ar, eftir Stgr. Thorsteins- son, I., kemur út i vor, 3 sjálfstæð bindi koma út.............kr. 3.50 Redd-Hannesarríma, eftir sama höf. Ný hók....................kr. 3.00 Rökkur I. ár, skáldsögurit aðallega, 12 arkir..................kr. 3.00 Pöntunum að II. árg. veitt móttaka. Fyrsti árg. Röltkurs og Redd-Hann- esarrima fást nú hjá bóksölum. Bækurnar má og panta frá útg. Askriftayverð . að Ljóðaþýðingunum, hverju bindi, er kr. 3.00 og fá þeir áskrif. utan af landi, er vilja fá hin tvö bindin og skifta við útg., sömu kjör. AXEL THORSTEINSON Pósthólf 106, Reykjavik. Shannong's Monument-Ate- lier, Öster-Parimagsgade 42, Khöfn. Stærsta og góðfræg- asta legsteinasmiðja á Norður- löndum. Umboðsmaður á Is- landi: Snæbjörn Jónsson, stjórnarráðsritari, Rvik. Stýrimanuastig' 14. 1 í liúsi Búnaðarfjelags íslands. Magnús Þorláksson. vefnaðarvöru undan tollinum, eða að minsta kosti stórum auknir erfiðleikarnir á framkvæmd lag- anna. Síðustu liðunum (frá blaut- sápa) var bætt inn í í ed. 1 sambandi við þessi bráðabirgða lög hefir J. J. borið fram í ed. frv. um sjerstakan verðtoll á nokkrum fyrirliggjandi vörubirgðum. Er þar gert ráð fyrir því, að lögreglu- stjórar skuli kanna birgðir þeirra tegunda, sem verðtollslögin ná yfir, og fyrir eru í landinu þegar þau koma til framkvæmda, og taka einnig 20% verðtoll af þeim hjá kaupmönnum og kaupfjelögum. Málinu var vísað í nefnd. Höftin. Aðflutningshöftin hafa verið all- mikið rædd undanfarið. Verður nánar sagt frá málunum í heild sinni síðar. Hjer skal aðeins getið úrslitanna. En þau urðu þannig, að samþykt var till. frá Jakob Möller, um það, að vísa málinu til stjórn- arinnar, enda teldi hann ekki rjett að hefta innflutning á öðrum vam- ingi en þeim, sem alóþarfur gæti talist. Meiri hluti nefndarinnar hafði annars borið fram rökstudda um það, að hún treysti því, að stjómin beitti heimildarlögunum frá 8. mars 1920 til þess að hefta innflutning eins og fært þykir, með hliðsjón af fjárhagsástandi ríkis- sjóðs. En þeir sem að dagskrá þessari stóðu, töldu engu skifta hvor till. yrði* samþykt, þeirra eða Jak. M., úr því málið yrði fengið í hendur stjórnarinnar með skírskot un til heimildarlaganna um höftin, og kom því dagskráin ekki til atkv. ---o--- Umvíðaveröld, Síðustu símfregnir. Frá Moskva er símað, að miklar gullnámur sjeu fundnar í Kirgesa- steppunum í suðvestur Síberíu, og er talið að við þetta muni gull- fiamleiðsla Rússa geta sjöfaldast. — Landsþingskosningar em nýaf- staðnar í Bayern. þj óðræðisflokk- urinn fekk 30 þingsæti, þýski þjóðræðisflokkurinn 16, jafnaðar- menn 14, bændaflokkurinn 8' og kommúnistar 7 og aðrir flokkar þaðan af færri. — 1 Grikklandi hefir nýlega farið fram atkvæðar greiðsla um það, hvort landið skuli framvegis vera lýðveldi eða kon- ungsríki, og voru 75 af hundraði með lýðveldi.í símfregn frá Berlín segir, að konungssinnar hafi haft í frammi ýmislegt ofbeldi við kosn- ingarnar, svo að landið hafi verið lýst í umsátursástandi. Konduriot- is stjómarformaður hefir bannað öllum blöðum árásir á stjómina í næstu 5 ár. Frá Aþenu er símað, að gríska stjórnin hafi fengið tiaustsyfirlýsingu með 259 atkv. gegn 3. — Út af bankavandræðum í Noregi hefir norska stjómin ákveðið að veita Handelsbanken stuðning. í símfregn frá Kristjaníu er sagt, að vandræði þessi stafi mest af ótta almennings við ástandið. — Frá London er símað að Smuts hershöfðingi, landsstjóri í Suður-Afríku, hafi rofið þingið. Er uggur í mörgum út af nýju kosningunum, þar sem talið er lík- legt að þjóðræknismenn og verka- menn fái meirihluta, en þeir vilja skilnað úr bretska alríkinu. — Frá London er símað, að Bretinn Grin- dell Matthews hafi fundið aðferð til að framleiða og senda út í geim- inn ósýnilega geisla, sem drepi alt lifandi sem þeir hitta fyrir í 50 œílna fjarlægð. Bretar ætla að nota þetta til að verjast loftárás- um og eru jafnframt hættir við ýmsar ráðagerðir um aukning flugliðs síns. — Hugo Stinnes er dáinn. Hann arfleiddi konu sína að öllum auði sínum og verður fyrir- tækjum hans öllum haldið áfram undir stjórn fimm sona hans. — Frá Aþenuborg er símað, að ákveð- ið sje að skíra Grikkland upp og kalla landið Hellenike Politeia. — Horfur eru á samkomulagi um skaðabótamálin milli allra Evrópu- stórveldanna. (Verður sagt ítar- lega frá því máli í næsta blaði). Átta menn drukna. Seyðisfirði 19. apríl FB. Vjelbáturinn Seyðfirðingur fórst í morgun fram undan Stöðvar- firði, er hann var á leið hingað heim frá Djúpavogi. Er gitskað á að báturinn hafi rekist á blind- sker. Á bátnum voru 8 menn og fór- ust þeir allir. Voru þeir þessir: þórður Guðmundsson, sem var formaður bátsins, Ólafur Einars- son, Óli Steinn Jónsson, Sigurður Gunnarsson og vermennimir Eirík- ur Kröyer, Magnús þorsteinsson og Guðmundur Haraldsson. Voru allir þessir menn hjeðan úr bænum. Ennfremur Sigþór Brynjólfsson frá þórarinsstöðum. Róðrarbátar frá Stöðvarfirði fundu í dag fimm af líkunum og voru þau öll með flotbelti. Enn- fremur fundu bátarnir siglurána af bátnum, og er giskað á, að tveir mennirnir, sem ekki hafa fundist, hafi ætlað að halda sjer uppi á henni. Líkin, sem fundist hafa, verða flutt hingað í kvöld. Bátur- inn var óvátrygður og sömuleiðis fiskfarmur sá, er hann var með. Danske Lloyd, hið alkunna vátryggingarfjelag með því nafni, átti 25 ára afmæli 1. þ. m. Umboðsmaður þess hjer er hr. Ólafur G. Eyjólfsson. Til minningar um afmælið hjelt hann boð á Hótel ísland 15. þ. m. og var það vegleg veitsla og fór vel fram. Hr. Ó. G. E. sagði þar sögu fjelags- ins, mintist þeirra, sem mest hefðu fyrir það starfað, og sagði frá framförum fjelagsins. Stjómendur þess eru nú cand. jur. Gangsted og P. Heuerlin. E. Nielsen framkv.stj. mælti fyrir minni fjelagsins og hrósaði því fyrir þau viðskifti, sem hann hefði átt við það. Hann sagði, að Goðafoss gamli hefði verið fyrsta íslenska skipið, sem þar hefði verið vátrygt. Magnús Krist- jánsson framkv.tj. mælti fyrir minni umboðsm. fjel., Ó. G. E., og þakkaði hónum veitsluna. Einnig talaði Brynjólfur Bjarnason kaup- maður og mintist viðskifta sinna við fjelagið. Ó. G. E. mælti fyrir minni E. Nielsens framkv.stj. -----o---- Mannslát. 1. þ. m. andaðist á heimili sínu hjer í bænum Jón Magnússon frá Bráðræði, gamall borgari þessa bæjar og alkunnur merkismaður, háaldraður, fæddúr 8. nóv. 1835. Jarðarförin fór fram frá Fríkirkjunni síðastl. föstudag og var mjög fjölmenn. Flutti sjera Ól. Ólafsson húskveðju, en sjera Árni Sigurðsson flutti ræðu í kirkjunni. Silfurbrúðkaup áttu þau þórður læknir Edilonsson í Hafnarfirði og frú hans Helga, dóttir Benedikts Gröndal skálds, 13. þ. m. Frímúr- arar sendu þeim að gjöf málverk eftir frú Kristínu Jónsdóttur. Júlíus Júlínusson skipstjóri hafði, er hann kom hingað með Lagarfoss 11. þ. m. farið 100 ferð- ir milli íslands og útlanda. Til minningar um það var honum hald- ið samsæti hjer, sem margir tóku þátt í. Guðmundur Björnson land- læknir mælti fyrir skál hans, en Hjalti Jónsson skipstjóri mintist frúar hans. Málverk eftir Ásgrím var Júlíusi fært að gjöf. Dánarfregn. Nýlega ljetst á heilsuhælinu á Vífilsstöðum frú Hólmfríður Eiríksdóttir, kona Björns Hallssonar fyrv. alþingis- manns á Rangá. Hafði hún legið lengi á hælinu. Hún var merk og væn kona, dóttir Eiríks heitins í Bót í Hróarstungu. Áfengisverslunin. 1 vetur varð uppvíst um vöruvöntun í Áfengis- verslun ríkisins, sem nam að sögn nál. 28 þús. kr. Rannsókn var haf- in og voru tveir menn settir í gætsluvarðhald um tíma, meðan á henni stóð, en nú hafa þeir fyrir nokkru verið látnir lausir. Málið mun nú vera hjá dómaranum. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.