Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.05.1924, Blaðsíða 4

Lögrétta - 27.05.1924, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA r Nefnd sú, er kosin var á innstæðueigendafundi 24. nóvember f. á., hefir óskað eftir að enn á ný yrði boðaður fundur til að taka endan- lega ákvörðun um sparisjóðinn. Boðast því hérmeð innstæðueigendur á fund, sem haldinn verður í húsinu Pjölni á Eyrarbakka miðvikudaginn 2. júlí þ. á. og hefst kl. 10 f. h. Vegna rúmsins er þess óskað, að sem flestir sameini sig um fulltrúa, en jafnframt er mjög áríðandi að hlutaðeigendur mæti eða láti mæta fyrir sig og fái aðgöngumiða að fundinum fyrir fundardag. Eyrarbakka 19. maí 1924. Sparisjá ðss ijóvnin. uppruna hennar, einkennum og áhrifum, einkum þó eftir að hún berst til Danmerkur og Norður- landa yfirleitt. þá var gerð grein fyrir áhrifum þessara stefna beggja hjer heima (Magn. Steph., B. Einarsson, Bj. Thorarensen og Fjölnismenn, sbr. um Endurreisn V. þ. G. hjer á undan). þá var sögð saga Realismans (raunsæisstefn- unnar). Sagt allítarlega frá Georg Brandes og öndvegishöldum þess- arar stefnu í Danmörku og öðrum norrænum löndum. Sýnt fram á áhrif stefnunnar hjer heima (Verðandi-menn og önnur raunsæ- isskáld). Að lokum var gerð að nokkru grein fyrir Idealismanum (hugsæisstefnunni), sem og er kölluð ný-rómantík eða symbol- isme, nokkuð eftir því, hvernig einkenni stefnunnar koma fram. Frá þeirri stefnu var og dregin lína hingað heim. Eitt vort elsta og besta skáld virðist eiga heima innan þessarar stefnu, og áhrif Idealismans eða hugsæisstefnunn- ar í heimi bókmentanna virðist orð ii: hjer allföst. Aukanámsgreinaraar: þær voru enska ' t þýska, og tóku þeir einir þátt í þeim, er áður höfðu verið í skóla eða notið rækilegrar ment- unar á annan hátt. Enska: Lesið var: G. Zoega: Enskunámsbók, öll bókin og K. Brekke frá bls. 1—127. Endursagn ir á víð og dreif í Brekke. þýska: Lesið var: Jón Óf.: Kenslubók í þýsku, öll bókin. End- urlesin frá upphafi, nema síðustu 30 blaðsíðurnar. Endursagðar all- ar sögumar nema L’Arrabíata. Frh. ----o---- JEttarnafnafrumvarp Bjarna Jónssonar frá Vogi. Jeg les í blöðunum að beiman, að Bjarni frá Vogi hafi flutt á Al- þingi lagafrumvarp, er banni ís- lendingum að taka sjer ættarnöfn eg þeim, er þegar bera þau, að gefa þau niðjum sínum. Vonandi hefir Alþingi ekki látið þingmann Dala- numna hafa sig til þess hermdar- verks, að samþykkja þessi ósmékk ■ legu, ruddalegu og í alla staði hneykslanlegu lög, sem ómögulegt er að minnast á stóryrðalaust. Margt er vel um þann heiðurs- mann, Bjarna frá Vogi, en með þessu frumvarpi hefir hann reist minnisvarða sínum mest þreytandi ókostum, ráðríki sínu, þröngsýni og ófrjálslyndi í þjóðernismálum, einblíni sínu á fornmenningu vora, ekki einasta kjama hennar, heldur líka hismið, takmörkun skilnings síns og smekks, að því er kemur til nútíðar- og framtíðarmenningar Islands, og þeirra siða og hefða, sem henni munu fylgja. Hvort mun það gera menn óþjóð- ltgri, að þeir bera ættarnöfn? Magnús Stephensen, Bjami Thor- arensen, Jón Thoroddsen, Benedikt Gröndal, Grímur Thomsen, Stein- grímur Thorsteinsson, Bj öm Ólsen, Hannes Hafstein, Einar Kvaran, Helgi Pjeturss, Jón Aðils, Guð- mundur Kamban, Sigurður Nor- dal, — em þetta nöfn á óþjóðleg- um íslendingum ? Hvílíkur sigur fyrir þjóðerni vort, ef niðjum þessara manna væri bannað að bera nöfn þeirra, — hversu miklu betri íslendingar myndu þeir þá ekki verða! Er Bjarna frá Vogi það óskiljan- legt, að ættarnöfn eru ekki dauður bókstafur, að afnám þeirra er hrakleg ónærgætni, að komið er við viðkvæma strengi í brjóstum margra manna, þegar þeim er banr.að að gefa börnum sínum þau nöfn, sem þeir sjálfir og ætt þeirra hafa borið og ef til vill gert að prýði sögu vorrar? Skilur hann ekki, að frumvarp hans fer fram á, að löggj afarvaldið traðki með harðvítugum hrottaskap á rjett og tilfinningar manna, og það án þess að nokkur ástæða sje til? því það hafa aldrei verið færð nein rök gegn ættarnöfnum, sem sjeu tveggja aura virði. Alt þvaðrið um, að hin gamla nafnvenja íslendinga, að kalla sig son föður síns, sje einn af helgidómum þjóðemis vors, sýnir það eitt, hve þeir, sem þann- ig- mæla, eru litlir smekkmenn og hve.ruglaðar eru og hjegómlegar hugmyndir þeirra um, hvað þjóð- erni er. —Nafnvenja vor hin gamla er óhæf, vegna þess að hún gerir ís- lensk mannaheiti fábreytt og blæ- laus. Svo heita Islendingar: Jón Jónsson, Jón Guðmundsson, Guð- mundur Sigurðsson. Sigurður þórðarson, þórður Einarsson. Ein- ai Eiríksson, — Eiríkur Einarsson, Einar þórðarson, þórður Sigurðs- son, Sigurður Guðmundsson, Guð- mundur Jónsson, Jón Jónsson. Hversu miklu svipríkari, fjölbreytt ari og þjóðlegri, í sannri merkingu þessa orðs, yrðu ekki íslensk heiti, ef allir bæru smekkleg ættarnöfn, íslensk að uppruna, bragði og blæ: Arngrímur Valagils, Sigvaldi Kaldalóns, Jakob Smári, Magnús Kjaran, Óskar Borg, þorkell Blandon, Gunnar Viðar, Ottó Arn- ar, Jóhannes Kjarval, Helgi Hjör- var og Hilmar Foss! það felst engin þjóðernislýsing, sem neitt gildi hafi, í því út af fyr- ii sig, hvort íslendingar kenni sig við föður sinn eða við ætt sína. En ef ættarheiti verða smám saman tekin upp, mun reitur íslenskra mannanafna verða svo litbreyttur og fjölskrúðugur, sem vor frjóa tunga á gróðurmagn til, ný ramm- íslensk heiti munu verða mynduð forn eða fátíð heiti lífgast að nýju, — íslendingar munu loksins hljóta þau nöfn, sem sú þjóð á að bera, sem byggir Island og á sögu þess að baki sjer, — og að þessu ei þjóðerni voru styrkur. Jeg tel hinsvegar rjett að varð- veita einstöku ættarnöfn, brotin af bergi sinnar gömlu nafnvenju, henni til minningar og til enn frek- ari blæbrigða í hinu nýja kerfi. Jeg, sem skrifa þessar línur, hefi til dæmis fengið staðfest ættarnafnið Albertson (og um leið gripið fær- ið til þess að leiðrjetta stafsetning þess, með því að fella niður eignar- falls-s föðurnafns míns, sem ekki heyrist í framburði, þegar son fylgir eftir, og því er ástæðulaust að rita). Hlægileg er sú mótbára gegn ættarnöfnum þessarar teg- undar, að óhæft sje að konur heiti t d. Helgason, Gíslason. þegar orð er notað sem mannsheiti eða ætt- arheiti, þá táknar það þar með ekk- ert annað en þann einstakling eða þá ætt, sem ber það, — af frum- merking þess verður ekki annað eftir en minningin um það hugtak, sem í henni felst. það er þess vegna ekkert óviðkunnanlegra að kona heiti Helgason en að karlmaður heiti Steinn eða Oddur, Ketill. Álf- ur eða Björn. Ef kona heitir Hrefna, táknar það ekkiað hún sje kvenhrafn, og ef hún heitir Hrefna Helgason, þá táknar það ekki að hún sje sonur manns, sem heitir Helgi, heldur hitt, að ætt hennar heiti Helgason, og það minnir aft- ur á föður þess, er fyrst tók þetta ættarnafn. Alt er þetta einfalt mál og auðskilið hverjum Islendingi, nema rökþrota og þrætugjörnum ættarnafnafjendum. þegar jeg skrifa þessar línur, er mjer ókunnugt um afdrif þau, er ættarnafnafrumvarp Bjarna frá Vogi hefir fengið í þinginu. Ef það hefir borið gæfu til þess að drepa frumvarpið, þá hefi jeg hjer leit- ast við að rita eftirmæli þe3S. En ef það hefir illu heilli samþykt það, þá ber þó að hugga sig við, að varla geta liðið mörg ár áður en þingið nemur lögin aftur úr gildi. Stór- lyndir menn og ættræknir munu virða þau vettugi — þau munu mæta sömu sköpum og öll önnur ranglát og heimskuleg lög. Og Al- þingi mun ekki til langframa geta horft á það með velþóknun, að mönnum sje varpað í dýflissu sem glæpamönnum fyrir það eitt, að þeir láta ættarnöfn sín ganga í arf til barna sinna. Stefna afturhalds og þröngsýni mun ekki fremur sigra í þessu máli en öllum öðrum efnum, er snerta sköpun íslenskrar nýmenn- ingar, — hún sigrar ekki þrátt fyr- ir þverúð og þrákelkni formælenda sinna. þversum-stefnan í ættar- nafnamálinu mun ekki fá bjargað frá dauða hinni gömlu nafnvenju, sem sök á á þessu hvimleiða óg kollhúfulega tilbreytingarleysi ís- lenskra mannanafna, — feígum verður ekki forðað! Henni er til lít- ils að flýja til Alþingis og biðjast hjálpar gegn ættarnöfnunum, sjálft Alþingi er ekki nógu sterkt til þess að brjóta af stofninum þessa grein samvinnunnar milli nýrra siða og fornrar tungu um að gera íslenska menningu í smáu og stóru að innra gildi og ytri blæ, samræma og fagra. það eru til kraftar í þjóðlífi voru, sem eru sterkari en löggjafarvaldið, og sem það verður að sætta sig við að láta undan fyr eða síðar. Hvort sem Bjarna frá Vogi hef- ir tekist að leiða þingið áglapstigu í ættarnafnamálinu eða, ekki — ís- lenskan mun samt í framtíðinni eins og að undanförnu skygnast yf- ir landið og aftur í söguna, — og velja ættum Islands heiti, sem minna á fræga staði, fagra nátt- úru og tignan uppruna, sem eiga sinn þátt í að gera þjóðina að því, sem hún á að verða. París 12. apríl 1924. Kristján Albertson. Tjekkoslóvakía. Fyrirlestur flutti hr. E. Walter síðastl. sunnudag um Tjekkósló- vakíu og sýndi þaðan f jölda mynda. Tjekkar hafa fyr á öldum komið mikið við sögu Norðurálfunnar. það er talið, að þeir hafi búið í Bæ- heimi frá því um 400 e. Kr., en áð- ur var þar keltneskur þjóðflokkur, Bojarar, og er nafn landsins, Bo- hemia (Bojehemum) frá þeim tímum. Lengi var Bæheimur kon- ungsríki og stóð það einkum með miklum blóma á dögum Karls IV., sem m. a. stofnaði háskólann í Prag, á síðari hluta 14. aldar. Á næstu öldum áttu Tjekkar mikinn þátt í trúarbragðastyrjöldunum, sem þá voru háðar í Mið-Eyrópu, og í þeim mistu þeir sjálfstæði sitt, 1620, en fengu það aftur að heims- styrjöldinni lokinni, rjettum 300 árum síðar, 1920, er austurríska keisaradæmið fjell í rústir og Habsborgaramir mistu þar völdin. Hið nýja Tjekkóslóvaka-ríki er 150 þús. ferkílóm. á stærð, með 14 mitj. íbúa. Höfuðlandið er Bæ- heimur og Prag er höfuðborg rík- isins, en það nær, norðan Ung- verjalands, alla leið austur að Rú- meníu. Ríkið er lýðveldi og forset- inn heitir Masaryk, áður prófess- or, frægur vísindamaður og stjórn- málaforingi, sem verið hefir Tjekk- um eitthvað líkt og Jón Sigurðs- son Islendingum. Utanríkisráð- herra Tjekkóslóvaka, dr. Bencs, er og þektur maður, og er það hann, sem mest hefir gengist fyrir stofn- un Litla þjóðabandalagsins. -----0---- Fiskifregnir. Á vertíðinni síðustu gengu frá Reykjavík 33 botnvörpungar. Afli þeirra var, miðað við lifrarfötin, samtals 11,609 föt. Eftir því sem skrifstofa Fiskifjelagsins reiknar, eru frá þessu dregin 18% eða 2089 föt (vegna fitu) og eru þá eftir 9520X4=38,080 skippund af fiski. Frá því er svo áætlað að draga megi 7500 skpd., sem er ufsi, og eftir verður um 30,600 skpd. af þorski og öðrum fiski. I þessum flota er hæst talan hjá Skalla- g-rími 760 föt, þá hjá Maí 645, Ot- ur 574, Menju 551 o. s. frv. — Úr Reykjavík hafa einnig gengið 7 handfæraskip og aflað alls 1580 skpd., hæst 370 skpd., Björgvin frá H. P. Duus. I Hafnarfirði voru 25. apríl kom in á land 1325 skpd. úr vjelbátum og skútum, og úr innlendum botn- vörpuskipum ,um 4944 skpd., og um 1507 lifrarföt. þar að auki ganga úr Hf. 6 erlendir botnvörp- ungar, og fengu rúml. 1000 föt lifr- ar, eða um 3300 skpd. fiskjar. Úr Vestmannaeyjum gengu 70 bátar og er talið að þar hafi aflast fram að sama tíma og áður grein- ir, um 22 þús. skpd. — Á Aust- fjörðum er áætlað að um miðjan apríl hafi aflinn verið orðinn um 3400 skpd. Á Eyrarbakka og Stokkseyri um 1800 skpd. af þorski og 60 skpd. af ýsu. Á Akra- nesi rúml. 400 skpd. (miðað við 1. apríl), í Grindavík ca. 1350 skpd. (15. apríl), í Gerðahreppi 400 skpd. (24. apríl). Á Vestfjörðum var afl- ir,n áætlaður (1. apríl) 443 skpd. stórfiskur, á82 skpd. smáf., 197 skpd. ýsa. En af Vestfjarðabátum hafa um 17—18 stundað veiðar hjer syðra og aflað alls um 3800 skpd., og er það talið hjer með Suð- urlandsaíla. Samtals var aflinn áætlaður 80,465 skpd. af stórfiski, smáfiski og ýsu og auk þess 8 þús. skpd. af ufsa (25. apríi). Um fiskverðið er það að segja, að hjer heima hefir að undanförnu verið gefnar 190—200 kr. fyrir skippundið af þurkuðum stórfiski I. fl., en fyrir blautan stórfisk til útflutnings 70 au. kg. og til heima- verkunar 65 au. kg. Fyrir labra voru gefnar 150—160 kr. fyrir skippundið, fyrir smáfisk 170—175 kr. skpd. og fyrir ýsu 150—160 kr. skpd. Um verðlag á öðrum sjávaraf- urðum geta Versl.tíð. þess, að fy^- ir iðnaðarlýsi hafi verið gefið fram undir miðjan apríl kr. 1,05 fyrir kg., en fari lækkandi, og fyr- ir gufubrætt meðalalýsi hafi lítill sem enginn markaður verið og verðið farið mjög lækkandi utan- lands. Fyiár gotu hafa verið gefn- ar um 30 kr. tunnuna. -----o----- Ráðherrarnir, Jón Magnússon forsætisráðherra og Jón þorláks- son fjármálaráðherra eru nú báðir á leið til Khafnar, J. M. til að leggja fyrir konung frv. síðasta þings, en J. þ. er að sækja fjöl- skyldu sína, sem verið hefir erlend- is síðan í haust sem leið. Barn hverfur. Síðastl. laugardag vildi það slys til í Hafnarfirði, að sjö ára drengur, þórður að nafni, sonur Guðjóns Magnússonar skó- smiðs, hvarf, og hefir hann ekki fundist enn, þótt leitað hafi verið af fjölda manns, bæði úr Hafnar- firði og hjeðan úr bænum. Dreng- urinn var á leið frá Hraunrjett nið- ur til Hafnarfjarðar og þeirri leið kunnugur. Mannalát. 19. þ. m. andaðist elsti læknir landsins, Júlíus Halldórs- son; fæddur 17. ág. 1850. Hann var síðustu missirin í Borgarnesi, hjá tengdasyni sínum, Guðmundi Björnssyni sýslumanni. Verður nánar getið síðar. — Sama dag dó frú Ágústa Svendsen, alkunn sómakona hjer í bænum, 89 ára gömul. — Bæði voru jarðsungin hjer í gær. Prestskosning hefir nýlega farið fram í Laufási í þingeyjarsýslu og var sjer Hermann Hjartarson á Skútustöðum kosinn með 90 atkv. Sjera Gunnar í Saurbæ fjekk 67 atkv. og sjera Sveinn Víkingur 8. Slys. Sigurður Magnússon bóndi á Stórafjalli í Borgarfirði er ný- lega látinn. Datt með hann hestur og ljetst hann af meiðslum eftir byltuna. Ullarverð. Fyrir blandaða ull (1. og 2. fl.) segja Versl.tíð. nú boðn- ar 4 kr. og 50 au. hvert kg., og fyr- ir íslenskan dún 55 kr. kg. Harðindi. Eftir góðviðriskafla í síðastl. viku, köm aftur norðan- garður um síðastl. helgi, og eru harðindi mikil á Norðurlandi og koma sjer illa, með því að nú stend- ui yfir sauðburður, en hey eru víða á þrotum. Verst mun ástandið vera í þingeyj arsýslum og Norður- Múlasýslu. En nú er einnig talað um heyþrot í Eyjafirði. Afli á Eyjafirði. þar hefir verið hlaðafli nú að undanförnu, fiskur gengið inn í fjörðinn meira en menn muna til nú lengi. Lofttruflanir þær, sem undan- farið hafa truflað svo mjög skeyta- sendingar frá loftskeytastöðinni hjer til útlanda, hurfu með öllu í gærkvöldi og hefir stöðin haft agætt sendisamband við Bergen í nótt og getað afgreitt mikið af skeytum hjeðan. Hefir norska stjórnin góðfúslega lofað að láta loftskeytastöðina í Bergen taka á móti símskeytum hjeðan eftir þörfum og afgreiða þau áfram, og tekur því stöðin fyrst um sinn móti skeytum til afgreiðslu til út- k.nda. (FB). Úr Áraes- og Rangái*vallasýslum er nýkominn hingað þórður frá Svartárkoti Flóventsson. Skoðaði hann klakstöðvarnar þar eystra og sagði að þær gengju ágætlega bæði í Laugardal og Alviðru og einnig á Úlfljótsvatni, og mjög sæmilega annarsstaðar eftir kring- umstæðum. — Úr Rangárvallas. sagði hann yfirleitt gott að frjetta, góða líðan, sæmilega góða tíð, góða afkomu og nóg hey víðast hvar. I Árnessýslu væri aftur á móti allmikil heyþröng víða og af- koma með skepnur ekki góð al- staðar. Málaferli eru hafin hjer í bænum út af gengismálunum, eða nokkr- um ummælum Alþýðublaðsins um þau í sambandi við „Kvöldúlfs- 'hringinn", sem það hefir kallað. Segir svo í sáttakærunni, sem Al- þýðublaðið í dag birtir í heild sinni, að af hinum „tilvitnuðu stöð- um úr greinum Alþbl. má greini- lega sjá, að oss er núið því um nas- ir, að vjer af ásettu ráði höfum orðið til þess að fella íslensku krón- una í verði og fengið bankana í lið með oss til þess í eigingjömu skyni að leiða óhamingju yfir alþýðu manna. Vjer teljum aðdróttanir þessar, sem eru meira eða minna skýrar og ákveðnar í vorn garð, svo þungar ásakanir, að vjer vilj- um ekki bótalaust undir þeim liggja“. Hefir h.f. Kveldúlfur því stefnt ritstjóra Alþbl., hr. Hall- birni Halldórssyni, og eru þau málaferli nú rjett að byrja. Afgreiðsla og innheimta Ixig- rjettu er nú í þingholtsstræti 17. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.