Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.05.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 27.05.1924, Blaðsíða 1
Innheimta og aígreiðsla í Þingholtsstræti 17 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. Umvíðaveröld. Skaðabótamálin. Hjer í blaðinu hefir oft áður verið sagt frá skaðabótamálunum svo nefndu og deilunum um þau. Og eins og kunnugt er, er einmitt nú allmikið um þau deilt, eftir að sjerfræðinganefndin svonefnda hef ir skilað áliti sínu. En það var nefnd, sem Bandamenn settu til að rannsaka mál þessi, undir forustu Bandaríkjamannsins Dawes. Starf- aði hún í tæpa fjóra mánuði, ýmist í París eða Berlín. Jafnframt starfaði svo önnur nefnd til að rannsaka fjárhag þjóðverja, und- ir foi-ustu Mc Kenna, sem einu smni var fjármálaráðherra Breta. Nefndir þessar hafa nú skilað álit- um sínum, og þar sem nú er mjög rætt um tillögur hennar, einkum í sambandi við kosningarnar í Frakklandi og þýskalandi, sem frá var sagt í síðasta blaði, og stjórn- arskiftin þar, verður sagt nokkuð frá þeim. I erlendum blöðum er mikið um þetta rætt og birt álitin og athuga- semdir við þau, en hjer verður fyrst farið eftir stuttu yfirliti í Lögbergi. En meginatriðin í till. eru þar þessi: 1. Gagnger breyting á núverandi skattamálakerfi þjóðverja. 2. Stofnun nýs banka, er aðeins gefi út gulltrygða seðla, í þeim til- gangi að koma gengi marksins á fastan grundvöll. 3. Fjögra ára takmarkaður skuldgreiðslufrestur, með það fyrir augum, að á hinu fimta ári frá samþykt þessarar uppástunga hafi þjóðverjum vaxið svo fjárhagslega fiskur um hrygg, að þeir verði fær- ir um að greiða árlega 2,500,000,- OOOgullmarka í skaðabætur. 4. Erlent lán, að upphæð 800,- 000,000 gullmarka, í þeim tilgangi, að tryggja gengi marksins og gera þjóðverjum Ijettara með að mæta fyrstu afborguninni. 5. Gagnger endurskipun hins þýska járnbrautakerfis. Skal það fengið í hendur einkafjelagi, með 26 biljóna marka höfuðstól. 6. Ný aðferð til þess að láta þýskan iðnað greiða 5 biljónir gull- mai'ka í skaðabætur. 7. Að veita þýsku fje, sem nú er í veltunni erlendis, aftur inn í þýskaland. Nefndin gerir engar nýjar tillög- ur í sambandi við fjárupphæð þá, er skaðabótanefndin dæmdi þjóð- verja til að greiða, en sú upphæð var, sem kunnugt er, 132 biljónir gullmarka. Samkvæmt skýrslu nefndarinn- ar er gert ráð fyrir, að þýska þjóð- in eigi að verða komin á traustan fjárhagslegan grundvöll árið 1928. Nefndin leggur áherslu á það, að á yfirstandandi ári sje ekki við- lit fyrir þjóðverja að greiða græn- an túskilding í skaðabætur. f sambandi við þann lið kemst nefndin í áliti sínu þannig að orði: „það stæði öldungis á sama, hve strangar ráðstafanir yrðu gerðar. það myndi reynast ókleift með öllu að láta tekjur og útgjöld þjóð- verja fyrir árið 1924—1925 stand- /ast á, — stórkostlegur tekjuhalli yrði óumflýjanlegur. Tilraunir til að innheimta skaðabætur eins og ástandinu nú er farið, gætu leitt til enn meiri vandræða í sambandi við viðskiftalíf þjóðverja og peninga- gengi þeirra". Bent er einkum á þrjá tekju- stofna: 1. Hin venjulegu fjárlög eða skattkerfi þjóðverja. 2. Skattar af skuldabrjefum járnbrauta. 3. Skattar af skuldabrjefum iðn- stofnana. Hin fyrstu tvö næstkomandi fjárhagsár er gert ráð fyrir, að þjóðverjar hafi komið fjárlögum sínum í það horf, að innheimta megi til greiðslu skaðabótanna 11 biljónir gullmarka, sem tekjur af járnbrautskuldabrjefum, og 5 bilj- ónir gegn fyrsta veðrjetti í þýskum iðnaði. þar til hámarki afborgananna er náð á hinu fimta ári, skulu greiðsl- urnar verða sem hjer segir: Fyrsta árið ein biljón gullmarka, er.innheimt skal af erlendum lán- um og hluta af tekjum þeim, er skuldabrjef járnbrauta gefa af sjer. Annað árið 1,220,000,000, er inn- Leimtast skal sumpart af járn- brauta og iðnstofnana skuldabrjef- um, en sumpart af hinum venju- legu fjárlögum. þriðja árið 1,200,000,00, scm hækka má eða lækka, eftir þ A hvernig ástatt er um fjárhag þjcð- arinnar. Fjórða árið 1,750,000,00, gegn sömu skilyrðum og tekin eru fram í næsta lið á undan. Fimta árið 2,500,000,00, gull- marka skilyrðislaust. Að þeim fimm árum liðnum, sem 1‘jer um ræðir, má hækka afborg- anirnar, ef sjerfræðingar telja þjóðina því vaxna. Síðasta meginatriðið í áliti nefnd arinnar er það, að óumflýjanlegt sje, að þýska þjóðin fái í fjárhags- legum skilningi, engu síður en stjórnarfarslegum, að njóta sín sem heild, og að Frakkar og Belgíumenn hætti með öllu íhlutun sinni og afskiftum af iðnaðar- og íramleiðslumálum Ruhrhjerað- anna, þótt þeir enn um hríð hafi þar setulið nokkurt til eftirlits og löggætslu. Síðustu símfregnir. Símað er frá Kristjaníu,að banki einn í Bandaríkjunum hafi boðið Norðmönnum að útvega þeim stórt ríkislán, með einkar hagkvæmum kjörum. Símað er frá Múnchen, að von Kahr fyrrum forsætisráðherra í Bayern hafi verið skipaður land- stjóri í Efri Schlesíu. Hefir út- nefning þessi komið mjög flatt upp á menn. Símað er frá París, að Millerand forseti og Poincaré forsætisráð- herra hafi í fyrradag setið á ráð- stefnu með þeim Herriot og Paul Painlevé, en þessir tveir menn eru taldir hklegastir til þess að taka við völdunum, þegar þingið kemur saman. Er gert ráð fyrir, að Herriot myndi stjórn, en Painlevé verði forseti neðri málstofu þings- ins. Auðkýfingurinn Morgan hefir lýst því yfir, að hann hafi 100 n iljónir dollara handbærar hvenær sem þörf sje á því fje til þess að styðja gengi frankans. Irska fríríkisstjórnin hefir tekið völdin af borgarstjóminni í Dub- lin. Ástæðan til þess er sú, að borg- arstjórnin þykir ekki hafa rækt skyldu sína, hvað stjórn borgar- innar snertir, og verið þrándur í götu þess, að fjárhagsmál bæjarins gætu komist í það horf, sem nauð- syn krefur. í stað hinnar afsettu borgar- stjórnar hefir ríkisstjómin skipað þriggja manna ráð til þess að stjórna málefnum borgarinnar. Borgarstjórnin var aðallega skip uð hreinum lýðveldissinnum (fylg- ismönnum de Valera) og fulltrú- um verkamannaflokksins. Ferðamannaaðsókn hefir verið meiri í London undanfarið en nokk- urn tíma áður í manna minnum. Síðustu viku náði ferðamannatal- an hámarki og komu þá til borgar- innar yfir 300,000 manns. En með hverjum degi vex aðsókn ferða- manna og er húsnæðisleysi orðið tilfinnanlegt í borginni. Aðsókn þessi stafar eingöngu af alríkis- sýningunni bretsku, sem að allra dómi er hin merkilegasta sýning, sem nokkru sinni hefir verið hald- i t í heiminum. Símað er frá Bukarest, að Rúss- ar hafi stefnt miklu liði saman við ána Dnjester. Hefir þetta vakið ótta stjórnarinnar í Rúmeníu, og menn eru hræddir við, að Rússar ætli að ráðast inn í landið. Rússar hafa fyrir skömmu keypt í Englandi fallbyssur og ýms önn- ur hergögn fyrir yfir eina miljón sterlingspunda. Símað er frá Berlín: Flokkur þýskra þjóðernissinna hefir sent miðflokknum og þýska og bay- erska þjóðræðisflokknum (Volks- partei) áskorun um, að leggja þjóðernissinnum lið til þess að mynda borgaralega stjórn í þýska- landi og veita henni stuðning. í Ruhr-hjeraðinu heldur kola- verkfallið áfram og hefir mjög magnast. Nær það nú til 95 af hverjum 100 verkamönnum, og framleiðslan á degi hverjum nem- ur aðeins 8% af venjulegri fram- leiðslu. Hafa fjöldamörg iðnaðar- fyrirtæki, sem nota kol til starf- scmi sinnar, því orðið að hætta starfi. Símað er frá Kristjaníu, að „social“-ráðherranum hafi loks tek ist. að finna samningagrundvöll í atvinnumáladeilunni norsku, og komast sættir á aftur í næstu viku, eftir að atkvæðagreiðsla verka- n.anna og vinnuveitenda hefir far- ið fram, til málamynda, og mið- stjórn lands-sambandsins hefir fallist á frumvarpið. Verkfallið og vlnnuteppan hefir staðið í 13 vikur. það var opinberlega tilkynt í London 20. þ. m., að samningar þeir, sem staðið hafa undanfarið um enskt lán til Rússlands, sjeu farnir út um þúfur, og hafi málið strandað á því, að enska stjómin vildi ekki ábyrgjast lán þetta, eins og væptanlegir lánveitendur settu að skilyrði. írska fríríkið hefir gert út sjer- stakan sendiherra til Washington, eftir samkomulagi við ensku stjóm ina. Nú krefjast Canadamenn hinna sömu rjettinda til sendi- herraskipana og búist er við, að ýms af hinum lýðríkjunum geri sömu kröfur á næstunni. Sum ensku blöðin eru farin að ympra á því, að stjórn MacDonalds vciki sambandið innan alríkisheild- arinnar bretsku. Stöðvarstjóraembættið á Akur- eyri var 13. þ. m veitt Gunnar Schram varðstjó. a við ritsímann hjer, frá 1. júní að telja. Druknun. Síðastl. fimtudagsnótt fjell útbyrðis einn af hásetunum á Skúla fógeta, Ólafur ísleifsson hjeðan úr bænum, og druknaði. Skipið var þá að veiðum austur við í Hvalbak. Gnæfir hann við hafið blátt, horfir eftir fiskigöngum; líkt og þór íneð þrúðgan mátt, þó að gusti kalt á vöngum. Gegnum bjarta röðulrún regindjúpar lífsins gátur les hann þar og þýðir kátur, hvass í anda’ ög hvass á brún. Syni á hann þekta þrjá; þung sem gegnum boðaföllin herja gamla ægi á, oft þó vaxi stormasköllin. þar sjest „Egill", „þórólfur", þar er líka „Skallagrímur". Eiga þeir margar grimmar glímur oft við brattar brotöldur. Bryddir stáli bræður þrír barðið láta rista’ og kljúfa. Yfir gvdli ægir býr, orpna hauga skal því rjúfa. Nið’rí undirdjúpin dimm dráttarnætur stórar falla; þorskum friðland veita valla fangbrögð þeirra fost og grimm. Togna strengir, tista hjól. Tök eru römm hjá sævíkingum. Marra vjelar, urrar ól undir kröppum hrannarbringum, knúðir cldi knerrir fast knýja dyr á ránarhöllum. Brotnar þar á borðum öllum brimlöðrandi hnútukast. þó að vistin þá sje köld þar i kröppum veðrabrösum, inn á þiljur fiskafjöld fleygist oft í stórum kösum. þá er gripinn þorskur hvur, hausaður, flattur fljótt og þveginn, farður í stíjur báðumegin, settur í stafla’ og saltaður. Kastar sjónum Kveldúlfur kaldar fram á rastarleiðir, vjelagöldrum vátrygður, vind og sjó til hlýðni neyðir. þá er karli kátt i hug, kampinn nið’rá bringu strýkur, framsýnn nóg og ráða ríkur straums við sköll og storma flug Fram við ægi á hann höll; er hún bygð af risa höndum, rafurlogum umkringd öll, eldtraustum i steinlímsböndum. Situr hann í Hliðskjálf þar, horfir út um veröld alla. Fónar hátt við hlustir gjalla, segja frjettir fáheyrðar. Veit hann því um viðan heim von til góðra markaðs-staða. Járnskip knúin eldi’ og eim oft þá lætur karlinn hlaða. Sendir hann þau með saltfisk öll suður á Spán og Ítalíu, einnig fram til Ástralíu gana þessi gufutröll. Margt er stórt í starfi að sjá; staflað er fiski, salti’ og kolum, augu lians að öllu gá, svo ekkert fari’ í handaskolum. þar fæst sjaldan rökkur-ró, rymja bílar hátt og svarra, skrölta, hrykta, mása, marra, heim er að flytja’ af föngum nóg. Svo er erjað ár og síð, engin sjást þar vindhögg slegin. Háð við ægi eirðlaust stríð, auður lians úr greipum dregin. Fyrirhyggja, festa’ og dáð fylgjast að með snillitökum. Bygt er alt á reynslurölcum, góðra drengja gæfuráð. Út við svala sævarbraut, sigurdísa rúnum bundin, honum falli liöpp i skaut, handan yfir eyjarsundin. Stattu, bygging, stór og traust, studd í djúpum aldahvörfum, framsóknar af drengjum djörfum, hátt þó láti Ránarraust. Svbj. Bjömsson. ----O---- Sendiherramálið. Eins og áður hefir verið vikið að hjer í blaðinu, er það nú ráðið, að Sveinn Bjömsson sendiherra segir af sjer embætti sínu í Kaupmanna- höfn og flytst heim hingað nú um mánaðamótin. 1 tilefni af þessu hafa ýms dönsku blöðin átt tal við hr. Sv. B. eða skrifa um þessi mál. Segir svo um þetta í skeyti ekki alls fyrir löngu: Sveinn Björnsson sendiherra. „1 viðtölum við ýms blöð; þar á meðal „Nationaltidende“, „Poli- tiken“ og Berlingske Tidende“, segir sendiherrann, að uppruna- lega hafi það verið meining sín, að dvelja ekki nema tvö ár í Kaup- mannahöfn sem sendiherra, en honum hafi ávalt fallið dvölin þar svo vel, að hann hafi átt bágt með að fara. Hinsvegar segir hann, að sjer finnist sjer nú nauðsynlegt að hverfa heim, því ella sje hætta á því, að hann hætti að fylgjast með málum íslands. 1 viðtalinu við „Bei’l. Tidende“ segir sendiherr- ann, að hann strax frá fyrsta degi veru sinnar í Danmörku hafi mætt velvilja fi’á öllum hliðum og fundið sívaxandi traust og samúð í viðskiftum sambandsþjóðanna. Sje það ánægjulegt að sjá svo gæfusamlega þróun. Friður, við- feldni og einlæg vinátta sje ein- kenni sambúðarinnar og betra sje ekki hægt að óska. Eftir líkum um- mælum í „Politiken“ segir sendi- herrann: „það er skoðun mín, sem bygð er á reynslu, að fyrirkomu- lagið frá 1918 sje mjög heppilegt“. Blaðið „Köbenhavn“ segir, að Sv. B. hafi á mörgum sviðum unnið ágæt verk fyrir land sitt. 1 sam- búðinni við Danmörku hafi hann varðveitt og styrkt hina sterku samúð, sem ríkir til Islendinga af Dana hálfu. Hann var sjerlega dugandi og geðþekkur fulltrúi þjóðarinnar og í almennu afhaldi í Kaupmannahöfn“. Um sendiherramálið hefir all- mikið verið rætt og ritað hjer heima og skoðanir nokkuð skifst um það. Hefir Lögrj. áður rakið það mál. Ekki er ennþá opinberlega kunnugt, hvernig starfi þessu verð- ur ráðstafað, nú þegar hr. Sv. B. lætur af því, en talið líklegt, að ekki verði skipaður í það sjerstak- ur maður, en það hinsvegar ekki látið falla alveg niður, en einhver sendifulltrúi hafður í Kaupmanna- höfn áfram, sem jafnframt geti þá gegnt öðrum störfum til spamað- ar, meðan á fjárkreppunni stendur.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.