Lögrétta - 17.06.1924, Síða 1
Innheinita og afgreiðsla
í Þingholtsstræti 17
Sími 178.
Útgefandi og ritstjóri
Þorsteinn 0ís1asou
Þingholtsstræti 17.
XIX. ár.
Reykjayík, þriðjudaginn 17. júní 1924.
Umvíðaveröld.
Kaþólska kirkjan.
Hjer í blaðinu hefir áður verið
vikið að samningatilraunum þeim,
sem undanfarið hafa átt sjer stað
milli páfans í Róm og erkibiskups-
ihs í Kantaraborg, eða umboðs-
manna þeirra, um nánari samvinnu
eða samruna milli rómversk-
kaþólsku og ensk-kaþólsku kirkn-
anna. þeim umræðum er þó engan
veginn lokið enn. En hinsvegar hef
ir kaþóiska kirkjan jafnframt átt
í ýmsum öðrum merkilegum samn-
iiigum nú upp á síðkastið, m. a. við
Frakkland. En þar varð, eins og
kunnugt er, skilnaður milli ríkis og
kirkju árið 1905. Jaínframt ákvað
þá ríkið, að leggja hald á allar
kirkjueignir, eða fá þær í hendur
nokkurskonar nýjum fjelagsskap
(Associations culturelles), sem
kaþólska kirkjan taldi brot á kon-
kardatinu, og mótmælti Píus páfi
X. þessu. Seinna skipaði franska
stjórnin þó, eftir að reynt hafði
verið að semja við páfastólinn,
nefnd lærðra lögfræðinga, til að
rannsaka það, hvort unt væri að
koma á nýju skipulagi um þessi
mál, sem Vatikanið gæti gengið
inn á. Samningarnar um þetta
hafa farið fram undir umsjón
erkibiskupsins í París, Dubois
kardínála, en hann er yfirmaður
frönsku kirkjunnar, en annars hef-
ir Renaud ábóti einnig verið mikið
við samningana riðinn frá kirkj-
unnar hálfu.
Aðalatriði hins nýja samkomu-
lags eru þau, að stofnaðar verði
Associations dioscésaines undir for
sæti biskupanna. þessi nýju sam-
fielög hafa aðeins rjett um hin ytri
reksturs eða stjórnaratriði kirkn-
anna, en engin um önnur málefni
kirkjunnar sjálfrar. þau eru eig-
endur kirkna og kirkjugóss. f þessi
samfjelög geta menn aðeins orðið
teknir eftir tillögu biskupanna, og
með samþykki þeirra, sem fyrir
eru. Allar kirkjulegar hegningar
varða brottrekstur úr samfjelag-
inu. Reglugerð samfjelaganna má
aldrei breyta svo, að þau komi í
bág við lög kirkjunnar. Samfjelag-
ar greiða kirkjunni árlegan skatt.
Yfirleitt hefir þessum samninga-
grundvelli verið vel tekið. Að vísu
telur kirkjan þetta ekki fullkom-
lega það, sem hún helst hefði ósk-
að, en þó mjög vel vinnandi veg.
þegar frá þessu hafði verið geng-
ið, gaf páfinn út boðskap til
frönsku biskupanna, þar sem hann
ráðlagði þeim — en skipaði þeim
ekki — að ganga að þessum mál-
um við frönsku stjórnina. þar seg-
ir hann m. a.: Með þessu er á eng-
an hátt vikið frá ákvörðunum Píus-
ar X. Málið horfir nú alt öðruvísi
við og aðstæðurnar eru breyttar.
Vjer höfum fengið tryggingar,
sem eru svo víðtækar, að Vjer álít-
um að friðarins vegna bæri oss að
gera þetta. ... Vjer munum þó
hliðra oss hjá því að valdbjóða
þetta, en biðjum biskupana að gera
þetta, vegna þeirrar einingar, sem
meðal vor á að ríkja“.
Með þessu hefir þá kaþólska
kirkjan aftur unnið nokkuð á í
Frakklandi og báðir aðiljar sæmi-
lega ánægðir.
f ítalíu munu einnig standa yfir
samningar milli Mussolini-stjórn-
arinnar og páfans, um viðurkenn-
ingu á sjálfstæði hins forna Vati-
kanríkis. En ekki er*kunnugt hvað
þeim málum líður.
Frönsku deilurnar.
Eins og frá var skýrt í síðasta
blaði, hafa undanfarið staðið iiarð-
ar deilur í Frakklandi í sambandi
við stjórnarskiftin þar. Kröfðust
andstöðuflokkar stj órnarinnar ekki
einungis þess, að ráðuneyti Poin-
caré segði af sjer,eins og það gerði,
heldur einnig að ríkisforsetinn
sjálfur, Millerand, legði niður
völd. Stóð í þessu þófi um stund.
Vildi forseti fyrst ekki fara frá,
en enginn stjórnmálamaður, sem
hann sneri sjer til, vildi taka það
að sjer að reyna að mynda stjórn,
fyr en sú málaleitun kæmi frá öðr-
um en Millerand. Loks tókst mað-
ur, sem Marshall heitir, það á hend
ur að mynda bráðabirgðastjórn til
þess eins að færa þinginu boðskap
forsetans. En hann var á þá leið,
að forsetinn mótmælti aðförum
stjórnmálamannanna og því. að
þeir neituðu samvinnu við sig'. Var
síðan gengið til atkvæða um það í
báðum deildum þingsins 10. þ. m.,
hvernig snúast skyldi við þessum
boðskap. Samþykti þá öldunga-
deildin með 154 gegn 144 atkv., að
fresta umræðum um boðskapinn,
og í þjóðfulltrúadeildinni fór á
sömu leið. Eftir tillögu Herriots
var því neitað með 327 gegn 217
atkv. að ræða boðskap forsetans.
Eftir þessi málalok sagði Millerand
af sjer forsetatign og var þjóð-
fundur boðaður í Versölum 13. þ.
m. til þess að kjósa nýjan forseta.
En þegar til kom, gátu andstæð-
ingar hins fyrra forseta ekki kom-
ið sjer saman um eitt forsetaefni.
Hjelt hvor deildin um sig fram sín-
um manni, öldungadeildin Doum-
ergue, en fulltrúadeildin Painlevé.
Fóru svo leikar, að minni hlutinn,
stjórnarmennirnir gömlu, studdu
Doumergue, til þess að spilla fyr-
ii Painlevé, sem hafði verið fram-
arlega í andstöðunni gegn fyrver-
andi stjórn, og varð þá Doumergue
kosinn með 515 atkv., en Painlevé
hlaut 309. þegar hann hafði tekið
við tign sinni, ljet hann í ljós þá
ósk, að sem best samkomulag
mætti verða milli flokkanna um
þau mál, sem mest snertu hag heild
arinnar. Var síðan Herriot kvadd-
ur til fundar við forseta og búist
við því, að hann myndi nýja stjórn.
Mál þessi hafa þótt allmiklum
tíðindum sæta, ekki síst sú gagn-
gerða breyting, að neyða lýðveldis-
íorsetann til þess að leggja niður
völd, um leið og stjórninni er
hrundið á venjulegan þingræðis-
hátt. En ástæðan er sú, að Mille-
rand þótti taka of beinan þátt í
flokkaskærum landsins og draga
þar taum hinnar fráfarandi stjórn-
ar. Svipuð atvik, og þetta, um frá-
för forseta, hafa þó komið fyrir
áður, því árið 1895 sagði Périer
af sjer forsetatign út af óánægju
og erfiðleikum í flokkaafstöðunni,
og 1887 varð Grévy forseti að
leggja niður völd, einkum af því,
að Wilson tengdasonur hans var
við riðinn hneykslismál í opinberu
lífi, sem vörpuðu skugga á frönsk
stjórnmál, og kröfðust því and-
stæðingarnir þess, að* forsetinn
færi frá.
Hinn nýi Frakkaforseti, Doum-
ergue, er fæddur 1863. Hann er
lögfræðingur og var fyrst mál-
færslumaður. Á þing var hann
fyrst kosinn fyrir Nímes-kjördæmi
1893, og fylgdi social-radikala
flokknum. Ráðherra varð hann
fyrst 1902 og var þá nýlenduráð-
herra í ráðuneyti Combes. 1906
varð hann verslunarráðherra í
ráðuneyti Sarrien og seinna í
stjórn Clemenceau, og síðar menta-
Masaryk
forseti Tjekkoslóvakiu.
málaráðherra. 1913 var.hann um
tíma forsætisráðherra, og á ófrið-
arárunum var hann oftar en einu
sinni nýlendumálaráðherra. Keppi-
nautur hans um forsetatignina,
Painlevé, er einnig fæddur 1863,
kunnui' stjórnmálamaður og rit-
höfundur. Hann varð fyrst ráð-
herra 1915, seinna varð hann eft-
irmaður Galliéni, sem hermálaráð-
herra, og loks forsætisráðherra
1917.
Síðustu símfregnir.
Járnbrautarverkamenn í Lond-
on gerðu verkfall með þeim árangri
að samgöngur hafa stöðvast að
kalla má. — Símað er frá Berlín:
Síðustu dagana hafa kommúnistar
komið á stað miklum róstum á lög-
þingsfundum í Thuringen, Meckl-
enburg og Sachsen. — Símað er
frá Berlín, að uppreisnin í Albaníu
breiðist út óðfluga. Hefir ríkis-
stjórinn neyðst til að flýja úr
landi. — Fregnirnar frá Rúmeníu
eru nú til baka bornar, og sagt að
þær hafi ekki við rök að styðjast.
(Hjer mun vera átt við fregnir þær
sem sagt var frá í símskeytum til
biaðanna 4. þ. m. þess efnis, að
Averesou hérshöfðingi hefði skor-
að á konunginn að reka ráðuneyti
sitt frá mldum, því ella mundi
herinn skv rast í leikinn og taka
völdin í sínar hendur). — Frakk-
neski flugmaðurinn Oisy, sem sett
hafþi sjer það mark að komast
fiugleiðis frá París til Japan er nú
kominn alla leið til Tokíó og hefur
þannig tekist tilraunin. Hefir hann
verið 47 daga á leiðinni og flogið
alls 20.000 kílómetra, eða að með-
altali um 430 kílómetra á dag. —
Símað er frá Tokíó, að gremja
Japana í garð Bandaríkjamanna,
útaf inninnflutningslögunum nýju,
sje sífelt að magnast. Almenning-
ur hefir lagt kaupbann (boycot) á
vörur, sem hafðar eru á boðstól-
um, ef þær eru komnar frá Banda-
ríkjunum og framleiddar þar.
-----------------o----
Fossavirkjun. Friðrik og Sturla
Jónssynir hafa fengið leyfi til að
starfrækja vatnsorku þá í þjórsá,
sem h.f. „Titan“ á, að því er virkj-
un Urriðafoss snertir.
Jón Vigfússon, sem skrifar nú
grein hjer í blaðið um ullarvei’kun,
hefir lengi unnið á tóvinnuverk-
smiðju í Svíþjóð og er hinn fróð-
asti um alt, sem að þeim iðnaði lýt-
ur. Hann er bróðir sjera Ófeigs í
Fellsmúla.
Dánarfregn. Síra þorsteinn Bene
diktsson í Lundi andaðist nýlega
eftir nokkra legu í lungnabólgu.
Meulenberg prefect í Landakoti
er nýkominn heim hingað úr all-
langri utanför.
----o----
»Dana«.
Á síðustu árum hefir vaknað all-
mikill áhugi víða um lönd á aukn-
um rannsóknum ýmsum á hafinu,
eðli þess og lífi, straumum, hita,
stltu, fiskigöngum og öðru slíku.
li.efir þetta ekki einungis verið
gert í þágu vísindanna, í venjuleg-
um skilningi, heldu* einnig í þjón-
ustu hagnýts lífs, til þess að öðl-
ast betri þekkingu um fiskiveiðar
ýmsar og þar með betri tök á þeim
og betri arð aí' þeim. Að ýmsu leyti
má segja, að þessar rannsóknir
sjeu enn á byrjunarstigi, og hefir
þó verið unnið ötullega, einkum af
Dönum, Frökkum, Bretum og
Bandaríkjamönnum, bæði fyrir
framlög einstaklinga og ríkja.
Hefir verið stofnað til alþjóðlegrar
samvinnu um þessi mál og ýms
skip verið látin gera athuganir og
rannsóknir, bæði í hjáverkum sín-
um og sem aðalstörf, og ýmsir vís-
indamenn að þessu unnið. Hjer hjá
okkur er alkunn starfsemi Bjarna
Sæmundssonar að þessum málum.
En einhver hinn kunnasti mað-
ur á þessu sviði, og einn brautryðj-
andi alþjóðasamvinnunnar, er dr.
Jóhannes Schmidt, danskur fræði-
maður, sem hjer er mörgum kunn-
ur, frá rannsóknum sínum hjer við
land fyrir um 20 árum, með Thor
(skipinu þór, sem Vestmannaey-
ingar eiga nú, og dr. S. lætur mjög
vel af). Dr, Schmidt er nú aftur
kominn hingað til rannsókna,
ásamt fleiri vísindamönnum, með
skipinu Dana. Hefir skipið þegar
farið austur og norður fyrir land
og suður hingað, og* er nú við
ýmsar rannsóknir fyrir Suður- og
Vesturlandi. Verður Bjarni Sæ-
mundsson með þeim leiðangri í
sumar.
Dr. Schmidt er fæddur 1872,
varð mag. scient. 1898 og dr. phil.
1903. Hann tók fyrst þátt í nátt-
úrufræðilegum leiðangri til Siam
1899—1900, varð síðan aðstoðar-
maður við Biologisk Station, og við
rannsóknarstofur háskólans og
fjölfræðaskólans, og frá því 1902 á
ýmsan hátt viðriðinn hinar alþjóð-
legu hafrannsóknir. 1903—10 fór
hann árlegar rannsóknarferðii um
Atlantshafið og Miðjarðarhafið.
En lengsta hafrannsóknarleiðang-
ur sinn fór hann með Dana 1921—
22. Var þá fyrst farið um Norður-
sjóinn og Englandshaf, síðan til
Gibraltar og gerðar þar ýmsar at-
huganir um straumana inn og út
úr Miðj arðarhafinu og farið nokk-
uð um Miðjarðarhafið sjálft. Síð-
an var haldið til Madeira og Kap
verde eyja, síðan þvert yfir At-
lantshafið til norðurstrandar Suð-
ur-Ameríku, við Guyanna og
Trinidad. Var þá um skeið verið
við rannsóknir í Vestur-Indíum, í
Karaibiska hafinu, síðan farið um
Panamaskurðinn og inn í Kyrra-
hafið. Síðan var haldið norður á
bóginn til Bermudas-eyja og síðan
til Acore-eyja o. s. frv. Alls voru í
þessum leíðangri 288 athugunar-
stöðvar og voru rannsóknir gerðar
á alt að 6000 metra dýpi. (Til sam-
anburðar við þetta má geta þess,
að Öræfajökull er 2119 m. hár.).
þessa er hjer aðeins getið til þess
að sýna stuttlega nokkuð af verk-
sviði þessara hafrannsókna. þessi
för var lengsti slíkur leiðangur,
sem Danir hafa farið, og einhver
hin mesta slík för, sem farin hefir
verið. Aðeins Challenger-leiðang-
urinn enski 1873—76 stóð lengur
yfir og fóru þá fram rannsóknir í
öllum heimshöfunum. En samt
38. tbl.
þykir Danaleiðangurinn hafa verið
fullkomnari að öllum útbúnaði og
merkari, enda ýmsar framfarir
orðið á þessum sviðum síðan, sem
hann hefir getað stuðst við. Leið-
angurinn hefir líka vakið athygli
víða um heim. Aðal vísindaárangur
þessarar farar eru ýmsar athug-
anir um lífshætti álsins. Einnig var
athugaður uppruni Golfstraums-
ins, og fundið, að hann kemur ekki
einungis gegnum Floridasundið,
eins og áður var haldið, heldur
kemur einnig straumur norðan um
Vestindíur, og þessir straumar
báðir mynda svo Golfstrauminn.
Einnig var gerð sú athugun, að á
miklu dýpi, t. d. 6 þús. m., er hiti
hafsins sá sami í norðurhöfunum
og við Miðjarðarlínuna. þá var
safnað efni í miklar rannsóknir á
gróðri Atlantshafsins og Kyrra-
hafsins. Loks var safnað miklum
fjölda allskonar sjáfardýra og
sumum mjög merkilegum eða
slirítnum. Sum þessara kvikinda,
sem lifa í myrkri og miklu dýpi,
eru mjög einkennilega útbúin,
hafa t. d. sjálflýsandi ljóstæki
f raman í einhverjum fálmara e. sl.
það er talið margra ára verk að
vinna úr því, sem safnað hefir ver-
ið í þessum leiðangri, og er þó alt
af verið að því, og hefir bæði dr.
Schmidt og aðrir skrifað margt um
þessi efni. Á íslensku hefir Bjarni
Sæmundsson skrifað ýmislegt fróð
legt um þetta (t. d. um lífshætti
álsins í Skírni einu sinni), auk þess
sem hann hefir skrifað um sínar
eigin rannsóknir.
Nú er þessi rannsóknarleiðangur
ur sem sagt kominn hingað til
landsins og verður hjer áfram í
sumar. Var stjórn Fiskifjelagsins
og nokkrum blaðamönnum boðið
til að skoða skipið þegar það kom
hingað, og ljet dr. Schmidt þá svo
um mælt, að auk hinna fyrir fram
ákveðnu verkefna mundi hann fús
til að láta framkvæma rannsóknir
fyrir íslenskan sjáfarútveg sjer-
staklega, ef óskað yrði.
Aðalefni rannsóknanna hjer í
þetta sinn er að athuga lifnaðar-
hætti þorsksins, síldarinnar, ýs-
unnar, heilagfiökis og skarkola.
Ýms undirbúnings- og aðstoðar-
vinna við þessi störf er jafnframt
og hefir verið unnin af fleirum, s.
s. togurum, síldveiðaskipum og
herskipum, sem hjer hafa verið,
bæði frá Englendingum, Frökkum
og Norðmönnum, og eru svo allar
athuganirnar fengnar í hendur
allsherjar rannsóknarnefndinni.
Eru á þennan hátt framkvæmdar
t. d. allmiklar merkingar og mæl-
ingar á fiski. En til þess að benda
á nauðsyn rannsóknanna, einmitt
hjer við land, hafði dr. Schmidt
gert töflu um afla á ýmsum stöð-
um og sjest á henni, að við Island
eru langaflasælustu miðin og upp-
gripamestu, og því ekki síst ástæða
til þess að kynnast þeim. þessi
tafla er sett hjer til fróðleiks, því
slíkur samanburður hefir ekki fyr
verið gerður. Skýrslan er bygð á
afla ársins 1922 og sýnir hvað
enskir togarar öfluðu mörg tví-
pund fiskjar á hverjum 100 veiði-
tímum: í Norðursjónum 6.350. —
í Biscayflóa 6.655. — Við Portúgal
og Marokko 8.484. — Við Suður-
Irland 11.633. — Við Rockall
24.079. — Við Færeyjar 32.766. —
Við Island 49.530.
----o----
Símabilun. Landssíniinn bilaði í
fyrrinótt milli Grímsstaða og Seyð-
isfjarðar.